Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • hdu grein 27
  • Byggingar sem heiðra okkar mikla kennara

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Byggingar sem heiðra okkar mikla kennara
  • Hvernig eru framlögin notuð?
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Fleiri nemendur í örvandi umhverfi
  • Aðstaða í skólabyggingum
  • „Sérstakir gestir Jehóva“
  • Sækjum um í Skólanum fyrir boðbera Guðsríkis
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2022
  • Vilt þú sækja um í Skólann fyrir boðbera Guðsríkis?
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2020
  • Menntun handa þjónum Guðsríkis
    Ríki Guðs stjórnar
  • Skólar í boði safnaðarins – sönnun þess að Jehóva elskar okkur
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
Sjá meira
Hvernig eru framlögin notuð?
hdu grein 27
Bróðir býður hjón hjartanlega velkomin fyrir framan skólabyggingu í Brasilíu.

HVERNIG ERU FRAMLÖGIN NOTUÐ?

Byggingar sem heiðra okkar mikla kennara

1. JÚLÍ 2023

Jehóva nýtur þess að mennta fólk sitt. Þar af leiðandi hefur söfnuður hans komið ýmsum skólum á laggirnar sem þjálfa nemendur til að sinna verkefnum sínum. Skólinn fyrir boðbera Guðsríkis er einn af þeim. Á undanförnum árum hefur söfnuður Guðs beint athyglinni að umgjörð þessara skóla auk námsskrárinnar. Markmiðið er fyrst og fremst að bæta námsumhverfi nemendanna og kennara þeirra. Hvernig stuðla framlög þín að því að við náum þessu markmiði?

Fleiri nemendur í örvandi umhverfi

Árum saman hafa skólar Guðsríkis farið fram í ríkissölum eða mótshöllum. Hvers vegna höfum við þá verið að byggja eða endurnýja húsnæði sem einvörðungu er ætlað fyrir skóla Guðsríkis? Skoðum þrjár ástæður fyrir því.

Þörfin er meiri. „Deildarskrifstofur hafa greint frá umtalsverðri þörf á akrinum,“ að sögn Christopher Mavor sem er aðstoðarmaður þjónustudeildar hins stjórnandi ráðs. „Árið 2019 áætlaði deildarskrifstofan í Brasilíu til dæmis að þörf væri á 7.600 nýjum útskriftarnemendum frá Skólanum fyrir boðbera Guðsríkis til að sinna þörfinni á svæði deildarinnar.“ Deildarskrifstofan í Bandaríkjunum greinir frá þörf fyrir hæfa brautryðjendur sem geta þjálfað aðra í sérstakri boðun meðal almennings, boðun trúarinnar við hafnir og í fangelsum. Einnig er þörf fyrir bræður í hönnunar og byggingardeildum og í spítalasamskiptanefndum. Útskriftarnemar úr Skólanum fyrir boðbera Guðsríkis geta hjálpað til við að mæta þessari þörf.

Fleiri þátttakendur. Margar deildarskrifstofur hafa fengið fleiri umsóknir en þær geta annað um þessar mundir. Deildarskrifstofan í Brasilíu fékk til dæmis um 2.500 umsóknir í Skólann fyrir boðbera Guðsríkis á aðeins einu ári. En sökum takmarkaðs húsrýmis gat hún aðeins tekið á móti 950 nemendum.

Hentugt gistirými. Þegar nemendur sækja skólann í ríkissal eða í mótshöll gista þeir vanalega hjá bræðrum og systrum í nágrenninu. Þetta fyrirkomulag hentar vel þar sem fáir bekkir eru haldnir yfir árið. En þar sem margir bekkir eru haldnir getur verið ómögulegt fyrir boðgera að hýsa nemendur marga mánuði á ári. Þannig að séð er fyrir húsnæði sem er í nánd við skólann og er sérstaklega hannað fyrir nemendurna.

Bygging með einni kennslustofu, húsnæði fyrir kennarana og um það bil 30 nemendur og aukarými getur kostað fleiri milljónir Bandaríkjadali, en það fer eftir staðsetningu og öðrum þáttum.

Aðstaða í skólabyggingum

Skólarnir eru venjulega byggðir í rólegum úthverfum stórra borga í námunda við almenningssamgöngur. Ákjósanlegt er að þeir séu á svæðum þar sem búa margir boðberar sem geta aðstoðað við verkefni tengd skólanum svo sem viðhald bygginga og útbúnaðar.

Skólabyggingarnar eru búnar bókasafni, rými sem er ætlað til náms, tölvum, prenturum og öðrum búnaði. Oft er þar líka matsalur þar sem nemendur og kennarar geta matast saman. Líka er gert ráð fyrir hentugu rými fyrir líkamsrækt og afþreyingu.

Sérstakur gaumur er gefinn að kennslustofunni. „Við höfðum samband við skólaskrifstofuna til að fá aðstoð við hönnun kennslustofa sem biðu upp á gott námsumhverfi,“ segir Troy sem vinnur með hönnunar og byggingardeildinni við aðalstöðvarnar í Warwick í New York-fylki. „Bræðurnir þar gáfu okkur viðmið varðandi stærð og hönnun kennslustofa svo og lýsingu og þarfir í sambandi við búnað fyrir hljóð og mynd.“ Zoltán sem kennir við Skóla fyrir boðbera Guðsríkis í Ungverjalandi hefur þetta að segja um uppsetningu hljóðbúnaðar: „Til að byrja með höfðum við enga hljóðnema. Við þurftum því oft að minna nemendur á að brýna raustina. En núna eru hljóðnemar á hverju borði og vandinn er úr sögunni.“

Kennari við kennslu. Fyrir aftan hann má sjá sjónvarpsskjá með mynd af Jesú þar sem hann afhendir Jehóva Guði ríkið. Nemendur nota hljóðnema á borðum sínum til að svara.

„Sérstakir gestir Jehóva“

Hvaða áhrif hafa þessi bættu húsakynni haft á kennarana og nemendurna? „Umhverfið er mjög friðsælt“, segir Angela sem sótti skólann í Palm Coast í Flórída í Bandaríkjunum. „Allt er úthugsað, bæði umgjörð kennslustofunnar og herbergin okkar, þannig að við getum einbeitt okkur að því að nema og læra.“ Csaba, sem er kennari í Ungverjalandi, kann að meta tækifærin til að matast með nemendunum. Hann segir að við slík tækifæri „opni þeir sig oft og segi frá reynslu sinni. Þannig kynnumst við þeim betur. Það hjálpar okkur að aðlaga námsefnið betur að þörfum þeirra.“

Nemendur og kennarar líta á þessar bættu aðstæður sem blessun frá okkar „mikla kennara“, Jehóva. (Jesaja 30:20, 21) Systir á Filippseyjum sem sótti Skólann fyrir boðbera Guðsríkis, í byggingu sem hafði verið breytt í skóla, orðaði það þannig: „Skólaumhverfið minnir okkur á að við erum ekki bara nemendur heldur líka sérstakir gestir Jehóva. Hann vill að við njótum okkar á meðan við rannsökum orð hans gaumgæfilega.“

Glaðlegur hópur bræðra og systra í kennslustund á Filippseyjum.

Hægt er að byggja, endurnýja og viðhalda skólabyggingum vegna framlaga ykkar sem oftar en ekki eru gefin á donate.jw.org. Innilegar þakkir fyrir örlæti ykkar.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila