Það útheimtir umtalsverða vinnu að endurnýja deildarskrifstofuna í Japan (til vinstri) og stækka byggingarnar í Angóla (til hægri).
HVERNIG ERU FRAMLÖGIN NOTUÐ?
Byggingar sem hjálpa okkur að sinna boðuninni
20. OKTÓBER 2023
Hinu stjórnandi ráði er mikið í mun að nota framlögin sem berast til að sjá fyrir byggingum sem hjálpa okkur að fullna boðunina. Á þjónustuárinu 2023 notuðu til dæmis lögleg félög sem deildarskrifstofur Votta Jehóva nota, yfir 500 milljónir Bandaríkjadala til að kaupa, byggja, endurnýja og viðhalda ríkissölum og mótshöllum um heim allan.a Þessi upphæð bætist við kostnað safnaðanna um allan heim við viðhald ríkissala sinna.
Þar að auki eru frjáls framlög notuð til að byggja og viðhalda deildarskrifstofum og vinna að skipulagi og stuðningi við boðunina um allan heim. Við höfum einfaldað starfsemina á deildaskrifstofunum þannig að framlögunum geti verið varið í byggingu og endurnýjun ríkissala og mótshalla. Engu að síður er þörf fyrir umtalsverðar fjárhæðir til að gera við, endurnýja og flytja deildarskrifstofur. Hvers vegna eru þessi verkefni þýðingarmikil? Hvernig styðja deildarskrifstofurnar við boðunina sem er svo mikilvæg? Við skulum komast að því.
Brugðist við nýjum þörfum
Margar deildarskrifstofur eru meira en 30 eða 40 ára gamlar. Nicholas sem vinnur við hönnunar og byggingardeildina á höfuðstöðvum okkar útskýrir: „Jafnvel vel viðhaldin bygging eldist og hrörnar með tímanum. Þegar bygging er endurnýjuð er það eins og að gefa henni nýtt líf þannig að hún haldi áfram að koma að góðum notum.“
Húsasamstæður á Betel þarf að laga að nýjum þörfum til að halda í við þarfir safnaðarins hverju sinni. Fjöldi boðbera um heim allan hefur aukist umtalsvert síðan margar þessara deildarskrifstofa voru byggðar. Til að mæta vextinum höfum við þurft fleiri sjálfboðaliða til að vinna við þessar skrifstofur. Þar af leiðandi eru byggingar sem áður voru hæfilega stórar núna að sprengja starfsemina utan af sér.
Öryggismálin skipta líka miklu. Eftir því sem líður á hina síðustu daga er meira og meira um lífshættulegar náttúruhamfarir. (Lúkas 21:11) Þegar við endurnýjum byggingar notfærum við okkur nýjar byggingaaðferðir sem stuðla að meira öryggi fyrir þá sem þar vinna. Þessar endurbætur geta líka gert byggingar hentugri sem miðstöðvar fyrir hjálparstarf jafnframt því að styðja við boðunina eftir náttúruhamfarir.
„Jehóva blessaði þessa ákvörðun“
Á þjónustuárinu 2023 var ráðist í 43 umtalsverðar byggingarframkvæmdir við deildarskrifstofur að undirlagi hins stjórnandi ráðs. Þetta þýðir að byggingarframkvæmdir fóru fram við nærri því helming allra Betel bygginga í heiminum. Taktu eftir fáeinum dæmum sem sýna hve dýrmæt þessi vinna er.
Angóla. Matt sem tilheyrir deildarnefndinni í Angóla hefur þetta að segja: „Við njótum þess heiðurs að verða vitni að því hvernig spádómurinn í Haggaí 2:7 er að rætast með einstökum hætti. Við höfum séð 60 prósenta aukningu í tölu boðbera á aðeins tíu árum. Til að halda í við þessa aukningu hefðum við þurftum við að þrefalda fjölda Betelíta. En húsrými takmarkaði fjölda þeirra sem hægt var að bjóða til starfa hér. Þetta leiddi til þess að margir Betelítar þurftu að axla þunga byrði og vinna mikla aukavinnu.“
Nýja skrifstofurýmið (til hægri) sér fyrir skilvirkara vinnuumhverfi.
Bræður voru útnefndir til að kanna hvernig hægt væri að bregðast við þessari aukningu. Til að byrja með álitu þeir að fljótleg og hentug lausn væri að endurnýja byggingar deildarinnar. En eftir umfangsmikla athugun komust þeir að því að fjármunum væri ekki best varið í endurnýjun bygginganna. Þess í stað mæltu þeir með að keypt yrði bygging í nágrenninu og hún endurnýjuð. „Þegar þessi valkostur, að kaupa og endurnýja byggingu, var kynntur fyrir deildarnefndinni, höfðum við áhyggjur af því að hún yrði ekki jafn hentug og þær byggingar sem við höfðum sjálf byggt,“ segir Matt. „En núna sjáum við hve vel lokaafurðin hentar þörfum okkar. Jehóva blessaði þessa ákvörðun.“
Smáhýsi á lóð Betelheimilisins gera fleiri sjálfboðaliðum kleift að styðja við starfið á akrinum sem er í örum vexti.
Deildarskrifstofan í Angóla mun að öllum líkindum þurfa enn meira rými í framtíðinni. En þessi nýja bygging auk smáhýsa á lóð Betel skrifstofunnar og leiguhúsnæðis í nágrenninu hefur séð deildinni fyrir nægu rými til að geta haldið áfram að annast hinn gríðarlega vöxt á akrinum.
Margar systur njóta þess að vinna að stækkun deildarskrifstofunnar í Angóla.
Japan. Aðalbyggingar deildarskrifstofunnar voru byggðar fyrir næstum 40 áum og hafa eiginlega aldrei verið endurnýjaðar að ráði. Viðhaldi hafði verið sinnt af mikill kostgæfni en þrátt fyrir alla viðleitnina þá höfðu þær verið notaðar langt umfram þann tíma sem hönnun þeirra gerði ráð fyrir. Þar af leiðandi er nú umfangsmikið endurnýjunarstarf í gangi.
Lífið á Betel hefur líka breyst í gegnum árin. Fyrir árið 2015 voru allir málsverðir eldaðir fyrir Betelíta. Þess vegna voru mörg herbergjanna hönnuð með litlum eldhúskróki. En núna elda Betelítar flestar máltíðir sínar sjálfir. Nýju herbergin gera ráð fyrir betri eldunaraðstöðu þannig að þeir eigi auðveldara með að elda. Kumiko er systir sem þjónar á deildarskrifstofunni í Japan. Hún segir: „Það er svo heimilislegt að hafa eldhús og það hjálpar mér að styðja enn betur við nýja fyrirkomulagið á Betel.“
Ný eldhús (til hægri) eru hentugri og mæta þörfum Betelfjölskyldunnar.
Starfsemin sem fer fram á deildarskrifstofunni í Japan hefur mikla þýðingu á heimsvísu. (Matteus 28:19, 20) Japanska deildin er önnur tveggja deilda þar sem Biblían er prentuð í heild sinni. Þar af leiðandi er unnið að því að koma fyrir búnaði til að skera bækur og til að safna rykinu sem myndast við framleiðsluna. Þetta stuðlar að öryggi allra sem vinna í prentsmiðjunni. Innkaupsverð og uppsetning þessa búnaðar kostar næstum eina milljón Bandaríkjadali, en það tryggir að deildarskrifstofan getur haldið áfram að prenta og dreifa andlegri fæðu.
Búnaðurinn til að skera bækur og safna ryki mun bæta öryggi allra sem vinna í prentsmiðjunni.
Það var forgangsverkefni að geta haldið áfram að framleiða Biblíur meðan á framkvæmdum stóð. Trey sem er í deildarnefndinni í Japan segir: „Meðan á framkvæmdunum stóð var söfnuðurinn að gefa út Biblíuna á fleiri tungumálum og eftirspurnin jókst um allan heim. Það krafðist mikillar skipulagningar og náinnar samvinnu milli margra deilda og verktakans að setja upp nýja tækjabúnaðinn og gefa út rit á sama tíma.“ Þrátt fyrir þessar skorður voru nálægt 220.000 Biblíur prentaðar í hverjum mánuði milli mars- og ágústmánaðar 2023, meðan framkvæmdir við prentsmiðjuna stóðu í hámarki. Öllum þessum framkvæmdum var lokið án þess að farið yrði fram úr kostnaðaráætlun.
Orkusparnaður er annað lykilatriði í sambandi við endurnýjun bygginganna. Ný sólarspjöld verða sett upp sem munu spara um það bil 120.000 dali í orkukostnað á ári. Gluggar verða með þreföldu gleri sem mun stuðla enn frekar að orkusparnaði, eða sem nemur um 10.000 dölum á ári samkvæmt áætlun. Þó að þessi orkusparandi búnaður auki kostnaðinn við endurnýjun bygginganna er áætlað að hann muni spara yfir 3,5 milljónir dala á líftíma þessara platna og glugga. Hann mun líka draga úr umhverfisáhrifum bygginganna.
Nýir gluggar með þreföldu gleri munu spara orku.
„Enn er margt ógert“
Þessi tvö verkefni tengd deildarskrifstofum sýna hve mikil vinna liggur að baki því að Betelskrifstofurnar geti stutt við þarfir akursins. En verkinu er ekki lokið: „Mörgu hefur verið áorkað en enn er margt ógert,“ segir Aaron sem vinnur við hönnunar og byggingardeildina á aðalstöðvunum. Hvernig mun því vera komið í framkvæmd? „Auk allra framlaganna sem hafa verið gefin af örlæti til að fjármagna þessi mikilvægu verkefni kunnum við að meta fórnfýsi allra sjálfboðaliðanna til þessa og eins þeirra sem eru að haga lífi sínu þannig að þeir geti verið til taks í framtíðinni. Stuðningur trúsystkina bæði með kröftum sínum og framlögum er stórkostleg sönnun um blessun Jehóva.“ – Sálmur 110:3.
Öll byggingarvinna á okkar vegum og endurnýjun bygginga er fjármögnuð með frjálsum framlögum sem að mestu leyti er gefin á donate.jw.org. Kærar þakkir fyrir áframhaldandi örlæti ykkar.
a Allar upphæðir í þessari grein eru gefnar upp í Bandaríkjadölum.