Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • hdu grein 30
  • Viðhald á ríkssölum okkar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Viðhald á ríkssölum okkar
  • Hvernig eru framlögin notuð?
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hvernig er staðið að viðhaldi?
  • Hver borgar brúsann?
  • Stærri viðhaldsverkefni
  • Viðhald sem heiðar Jehóva
  • Hvernig getur þú hjálpað til?
  • Ríkissalurinn er tilbeiðsluhús okkar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Höldum tilbeiðslustað okkar vel við
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Höldum tilbeiðsluhúsum okkar við
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2017
  • Ríkissalasjóður Félagsins
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
Hvernig eru framlögin notuð?
hdu grein 30
Bróðir stendur á vinnupalli og hreinsar laufblöð úr þakrennu ríkissalar.

HVERNIG ERU FRAMLÖG ÞÍN NOTUÐ?

Viðhald á ríkissölum okkar

1. APRÍL 2024

„Mér þykir vænt um ríkissalinn minn,“ segir Nicole, ung systir í Kólumbíu. „Þar get ég átt stundir með minni andlegu fjölskyldu.“ Er þér svipað innanbrjósts?

Vottar Jehóva koma saman í ríkissölum, en þeir eru um 63.000 talsins út um víða veröld. Þessi hús eru þægilegir tilbeiðslustaðir. En þeir eru meira en það, eins og brautryðjandi í Kólumbíu sem heitir Davíð kemst að orði: „Ríkissalirnir okkar prýða kenningu okkar. Margir sem koma á samkomur undrast yfir því hve vel viðhaldnar byggingar okkar eru.“ Þetta er engin tilviljun. Við vinnum hörðum höndum að því að halda þeim hreinum og sjáum vel um viðhald þeirra. Hvernig er staðið að þessari vinnu?

Hvernig er staðið að viðhaldi?

Söfnuðirnir sem nota tiltekinn ríkissal bera ábyrgð á viðhaldi hans. Bræður og systur sjá um regluleg þrif á honum. Þau sjá líka um fyrirbyggjandi viðhald og minni háttar viðgerðir.

Hönnunar- og byggingardeildin (LDC) útnefnir bræður til að þjálfa fólk í söfnuðunum í viðhaldsvinnu. Hver viðhaldsþjálfari hefur eftirlit með sex til tíu ríkissölum. Hann heimsækir þá og þjálfar boðbera safnaðarins í að annast viðhald síns salar. Á þriggja ára fresti metur hann alla ríkissalina og bendir á þau öryggis- eða viðhaldsatriði sem þarf að gefa gaum.

Viðhaldsþjálfari ræðir við trúsystkini í ríkissal.

Viðhaldsþjálfarar hjálpa okkar að halda ríkissölum í góðu ástandi.

Trúsystkini okkar kunna vel að meta þjálfunina sem þau fá. Indhumathi, sem er systir á Indlandi, segir: „Þjálfunin var frábær. Það var svo gott að læra hvernig við getum farið að við að halda salnum okkar í góðu ástandi.“ Evans, sem er bróðir í Kenía, segir: „Við lærðum hvernig spara mætti stórar upphæðir með því að bregðast við minni háttar skemmdum áður en þær þróast í stórtjón.“

Hver borgar brúsann?

Árleg útgjöld af rekstri og viðhaldi hvers ríkissalar hleypur á hundruðum, jafnvel þúsundum bandaríkjadala, en kostnaðurinn fer eftir staðsetningu hans, aldri og fjölda safnaða sem hafa afnot af honum. Hvernig er þessum útgjöldum mætt?

Viðhald ríkissala er borið uppi með frjálsum framlögum. Alexander, sem er bróðir í Kasakstan, útskýrir málið: „Hluti fjármunanna fer í þjónustugjöld svo sem netnotkun og vatns- og rafmagnsnotkun. Annar hluti fer í neysluvörur eins og handþurrkur, hanska, hreinlætisvörur og málningu.“ Umframframlög eru gefin til alþjóðastarfsins og koma að góðum notum til að standa straum af stærri og dýrari viðhaldsverkefnum víða um heim.

Stærri viðhaldsverkefni

Ef ríkissalur þarfnast viðhalds sem kostar meira en tveggja til þriggja mánaða rekstrarútgjöld hafa öldungarnir samband við viðhaldsþjálfarann á vegum hönnunar- og byggingardeildarinnar. Ef deildin samþykkir verkefnið er það yfirleitt fjármagnað með framlögum til alþjóðastarfsins. Á þjónustuárinu 2023 voru 8.793 framkvæmdir af þessu tagi leiddar til lykta og þær kostuðu 76,6 milljónir Bandaríkjadala. Lítum nánar á tvö af þessum verkefnum.

Í Angóla var 15 ára gamall ríkissalur þar sem ýmislegt þurfti að laga. Raflagnirnar voru komnar á tíma, það voru sprungur í veggjum og nágrannarnir kvörtuðu yfir því að vatn læki inn til þeirra. Hönnunar- og byggingardeildin skipulagði viðhaldsverkefni til að bæta úr þessum málum. Framkvæmdin kostaði 9.285 dali. Nágrannarnir fögnuðu henni og dáðust að því hvernig staðið var að framkvæmdunum.

Nýuppgerður ríkissalur í Angola.

Í Póllandi lak þak ríkissalar og gólfteppið var orðið mjög slitið. Hönnunar- og byggingardeildin samþykkti áætlun um að þétta þakið og að leggja nýtt gólfteppi. Verkefnið kostaði 9.757 dali. Fyrir bragðið þarf ekki að fara í meiri háttar viðhaldsframkvæmdir á komandi árum.

Myndir: 1. Tveir bræður standa í bómulyftu og háþrýstiþvo þakið á ríkissal. 2. Bræður fjarlægja teppið í sama ríkissalnum.

Unnið að því að gera upp ríkissal í Póllandi.

Viðhald sem heiðar Jehóva

Viðhald sparar dýrmæt framlög en það heiðrar líka Jehóva. Shaun, sem er bróðir á Tonga, segir: „Svo er viðhaldsáætluninni fyrir að þakka að við getum tilbeðið Jehóva í hreinum og snyrtilegum ríkissölum sem eru vel skipulagðir og gefa góða mynd af nafni hans í samfélaginu. Við erum stolt þegar við bjóðum fólki að koma í ríkissalinn okkar.“

Hvernig getur þú hjálpað til?

Við getum öll hjálpað til við þrif og viðhald tilbeiðslustaða okkar. Marino, sem er viðhaldsþjálfari í Ástralíu, segir: „Við getum öll átt þátt í því frábæra verkefni að annast ríkissalina okkar. Þegar við gerum það eru við að leggja okkar af mörkum við að spara framlög sem eru helguð starfsemi okkar og við stuðlum að því að hægt sé að nota þau þar sem þörfin er brýnust.“

Joel, bróðir á Indlandi, hefur gaman af því að vinna að viðhaldi ríkissalarins. Hann segir eftirfarandi: „Þegar ég vinn með bræðrum mínum fæ ég forsmekk af því hvernig lífið verður í nýja heiminum.“ Nicole, sem var vitnað í að ofan, segir: „Nýlega hjálpaði ég til við að moppa gólfið á meðan bræður gerðu við leka á salerninu. Þó svo að ég hafi ekki gert við lekann stuðlaði ég að öryggi á staðnum.“

Ef þig langar að bjóða þig fram til að hjálpa til við viðhald á ríkissalnum þínum skaltu tala við öldungana í söfnuðinum. Þar að auki styðja framlög þín viðhald á ríkissalnum þínum en þau nýtast líka við viðhald ríkissala um allan heim. Það má leggja þau í framlagabaukinn í ríkissalnum eða greiða rafrænt á donate.jw.org. Við kunnum svo sannarlega að meta örlæti ykkar.

Bræður og systur þrífa ríkissal rækilega meðan annar bróðir gerir við stól.

Við getum öll tekið þátt í að hugsa um ríkissalina okkar.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila