Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.09 bls. 6-7
  • Við erum vottar öllum stundum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Við erum vottar öllum stundum
  • Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Svipað efni
  • Þú getur vitnað óformlega
    Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Tökum framförum í boðunarstarfinu – hefjum samræður til að boða trúna óformlega
    Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Jesús boðar samverskri konu trúna
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2018
  • Lofum Jehóva með því að vitna óformlega
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2009
km 11.09 bls. 6-7

Við erum vottar öllum stundum

1. Hvað getum við lært af frásögunni um Jesú þegar hann vitnaði fyrir konunni við brunninn?

1 Jesús hafði verið á gangi klukkutímum saman. Hann var þreyttur og þyrstur. Meðan lærisveinar hans fóru að kaupa vistir settist hann niður við brunn nokkurn í útjaðri borgar einnar í Samaríu til að hvílast. Jesús var ekki í þeim erindum að prédika í Samaríu. Hann átti aðeins leið þar um á ferð sinni til Galíleu til að halda áfram boðunarstarfinu þar. Engu að síður notaði hann tækifærið til að bera vitni fyrir konu sem var að sækja vatn. (Jóh. 4:5-14) Hvers vegna gerði hann það? Jesús hætti aldrei að vera „votturinn trúi og sanni“. (Opinb. 3:14) Við líkjum eftir Jesú með því að vera vottar Jehóva öllum stundum. — 1. Pét. 2:21.

2. Hvernig getum við undirbúið okkur að vitna óformlega?

2 Verum undirbúin: Við getum verið undirbúin að bera óformlega vitni með því að hafa rit með okkur. Margir boðberar eru tilbúnir með smárit til að afhenda afgreiðslufólki í verslunum, á bensínstöðvum og þeim sem þeir hitta yfir daginn. (Préd. 11:6) Systir, sem ferðast mikið, gætir þess að hafa ávallt í töskunni vasaútgáfu af Biblíunni og eintak af bókinni Hvað kennir Biblían? Hún reynir að hefja samræður við sessunauta sína á ferðalögunum.

3. Hvernig getum við byrjað samræður?

3 Að hefja samræður: Við þurfum ekki að byrja á því að tala um biblíulegt málefni þegar við berum óformlega vitni. Jesús hóf ekki samræður við konuna við brunninn með því að segja henni að hann væri Messías. Hann bað hana aðeins um að gefa sér að drekka og það vakti forvitni hennar. (Jóh. 4:7-9) Systir nokkur hefur komist að raun um að svipuð aðferð auðveldar henni að hefja samræður þegar hún er spurð hvort henni hafi þótt gaman á einhverri hátíðinni. Í stað þess að svara að hún hafi ekki tekið þátt í henni af því að hún sé vottur Jehóva segir hún: „Ég hef kosið að halda ekki þessa hátíð.“ Forvitni spyrjandinn spyr venjulega hvers vegna og systurinni gefst tækifæri til að bera vitni.

4. Hvers vegna hefur Matteus 28:18-20 hvetjandi áhrif á okkur?

4 Þótt Jesús hafi lokið ötulu boðunarstarfi sínu á jörðinni hefur hann mikinn áhuga á að haldið sé áfram að boða fagnaðarerindið á sama hátt og hann gerði. (Matt. 28:18-20) Þess vegna líkjum við eftir fyrirmynd okkar, Jesú, og erum tilbúin öllum stundum að játa trú okkar. — Hebr. 10:23.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila