Tökum framförum í boðunarstarfinu – hefjum samræður til að boða trúna óformlega
Af hverju er það mikilvægt? Þegar við boðum trúna hús úr húsi eru stundum fáir heima. En við gætum hitt þetta fólk í strætisvagni, á læknabiðstofu, í frímínútum í skólanum eða matartíma í vinnunni og þar fram eftir götunum. Jehóva vill að allir fái tækifæri til að heyra sannleikann. (1. Tím. 2:3, 4) En til þess að segja þeim frá trú okkar þurfum við oftast að hefja samræðurnar.
Prófaðu eftirfarandi í mánuðinum:
Reyndu að hefja að minnsta kosti eitt samtal í hverri viku með það að markmiði að boða trúna óformlega.