FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | 2. MÓSEBÓK 25–26
Miðpunktur tjaldbúðarinnar
Örkin var mikilvægasti hluti tjaldbúðarinnar og búða Ísraelsþjóðarinnar. Nærvera Guðs var táknuð með skýi milli kerúbanna tveggja ofan á loki friðþægingarinnar á örkinni. Á árlegum friðþægingardegi fór æðstipresturinn inn í hið allra helgasta og sletti blóði nauts og hafurs fyrir framan lokið til að friðþægja fyrir syndir Ísraels. (3Mó 16:14, 15) Þetta fyrirmyndaði að Jesús, hinn meiri æðstiprestur, myndi ganga fram fyrir Jehóva á himnum til að bera fram verðgildi lausnarfórnar sinnar. – Heb 9:24–26.
Paraðu eftirfarandi biblíuvers saman við ávinninginn sem við gætum haft af lausnargjaldinu sem stendur okkur til boða:
BIBLÍUVERS
ÁVINNINGURINN
Von um að lifa að eilífu.
Fyrirgefning synda.
Hrein samviska.
Hvað verðum við að gera til að hljóta þennan ávinning?