Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwyp grein 124
  • Hvernig get ég orðið færari í að tala við aðra?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig get ég orðið færari í að tala við aðra?
  • Ungt fólk spyr
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Að tala augliti til auglitis?
  • Að byrja samræður
  • Samræðuleikni
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Tökum framförum í boðunarstarfinu – hefjum samræður til að boða trúna óformlega
    Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Samræður eru list
    Vaknið! – 1995
  • Áhugi á öðrum
    Elskum fólk og gerum það að lærisveinum
Sjá meira
Ungt fólk spyr
ijwyp grein 124
Unglingur að spjalla við skólafélaga sína í hádegishléinu.

UNGT FÓLK SPYR

Hvernig get ég orðið færari í að tala við aðra?

Í þessari grein

  • Að tala augliti til auglitis

  • Að byrja samræður

  • Hvað segja jafnaldrarnir?

Að tala augliti til auglitis?

Sumum finnst erfitt og stressandi að tala við aðra augliti til auglitis og miklu auðveldara að senda bara textaskilaboð.

„Maður getur ekki eytt eða breytt því sem maður segir augliti til auglitis eins og þegar maður skrifar textaskilaboð.“ – Anna.

„Textaskilaboð er eins og upptaka en að tala augliti til auglitis við einhvern er eins og að vera í beinni útsendingu. Ég er allan tímann að passa hvað ég segi.“ – Jean.

Fyrr eða síðar þarftu að kunna að tala við fólk augliti til auglitis. Það er nauðsynlegt að tileinka sér þessa færni ef þig langar til dæmis til að eignast nýja vini, fá vinnu og halda henni eða kynnast væntanlegum maka þegar þú ert tilbúinn til þess.

Góðu fréttirnar eru þær að það er ekkert að óttast. Þú getur lært samræðulistina, jafnvel þótt þú sért feiminn.

Ljósapera

Tillaga: Hafðu ekki áhyggjur af því að gera mistök. Að tileinka sér samræðuleikni er eins og að læra að hjóla. Þú missir jafnvægið kannski einstaka sinnum en með æfingunni verðurðu betri og betri og ferð að njóta þess.

„Það er óhjákvæmilegt að verða stundum vandræðalegur og hitta ekki í mark með því sem maður segir. Það er gott að taka sig ekki of alvarlega.“ – Neal.

Að byrja samræður

  • Spyrðu spurninga. Hugsaðu um eitthvað sem fólk gæti haft áhuga á og notaðu það til að brydda upp á samræðum. Þú gætir til dæmis spurt:

    „Fórstu eitthvert síðasta sumar?“

    „Þetta er frábær vefsíða. Hefurðu séð hana?“

    „Varstu búinn að frétta …?“

    Til að vera enn markvissari geturðu látið þér detta í hug hvað þú átt sameiginlegt með manneskjunni. Eruð þið til dæmis í sama skóla eða vinnið við það sama? Þá gætirðu spurt út í það.

    Tveir strákar að tala saman og borða nesti. Í talblöðrunni fyrir ofan þá er fótbolti.

    „Spyrðu spurninga sem þér finnst áhugaverðar og þú vildir fá svör við.“ – Maritza.

    Ljósapera

    Tillaga: Spurningar eins og þær sem stungið var upp á hér að framan geta verið góðar til að hefja samræður. En oft er þó gott að nota opnar spurningar en ekki þær sem er bara hægt að svara „já“ eða „nei“. Að spyrja: „Hvað fannst þér áhugavert í myndinni?“ er líklegra til að koma af stað líflegum samræður en að spyrja: „Fannst þér myndin skemmtileg?“

    Varnaðarorð: Passaðu þig að yfirheyra ekki fólk með spurningaflóði. Sýndu nærgætni og spyrðu ekki spurninga sem gætu gert fólk vandræðalegt eins og: „Hvað óttast þú mest?“ eða: „Af hverju ertu alltaf í bláum fötum?“ Slíkar spurningar gætu virkað of persónulegar. Seinni spurningin gæti jafnvel hljómað eins og gagnrýni.

    Þú gætir líka sagt þeim sem þú ert að tala við þína skoðun áður eða eftir að þú spyrð spurningar. Þá líður fólki ekki eins og það sé í viðtali heldur verða þetta þægilegar samræður.

    Unglingsstrákur í lögreglubúningi setur í brýrnar og skrifar eitthvað á spjald. Ljós skín á strákinn á móti honum sem er hræddur og orðlaus.

    Líður öðrum eins og þú sért að yfirheyra þá með spurningum þínum?

    Meginregla Biblíunnar: „Hugsanir mannshjartans eru eins og djúp vötn en hygginn maður dregur þær fram.“ – Orðskviðirnir 20:5.

  • Hlustaðu vel. Til að geta átt samræður við aðra er mikilvægara að hlusta en að tala.

    „Ég reyni að læra eitthvað nýtt um þann sem ég er að tala við. Síðan reyni ég að leggja á minnið það sem viðkomandi sagði svo að ég geti fundið góða spurningu til að spyrja hann næst þegar við tölum saman.“ – Tamara.

    Ljósapera

    Tillaga: Hafðu ekki áhyggjur ef þú hefur ekkert meira að segja. Horfðu í kringum þig. Ertu í skólanum, vinnunni eða á viðburði? Það getur verið kveikja að nýju umræðuefni.

    Varnaðarorð: Hafðu ekki áhyggjur af því hvað þú ætlar að segja næst. Ef þú hlustar af athygli er auðveldara fyrir þig að vita hvað þú getur lagt til málanna.

    Meginregla Biblíunnar: „Hver og einn á að vera fljótur til að heyra, seinn til að tala.“ – Jakobsbréfið 1:19.

  • Sýndu einlægan áhuga. Samræðurnar verða skemmtilegri ef þér er annt um þann sem þú ert að tala við.

    Tvær táningsstelpur sitja á bekk og eiga samræður augliti til auglitis. Önnur þeirra hlustar af áhuga á meðan hin tjáir sig.

    „Ef fólk finnur að þér er einlæglega annt um það verða samræðurnar ánægjulegar, jafnvel þótt það komi vandræðalegar þagnir inn á milli.“ – Marie.

    Ljósapera

    Tillaga: Hrósaðu viðkomandi einlæglega og spyrðu síðan spurningar í kjölfarið. Þú gætir sagt: „Þetta er flottur jakki. Hvar fékkstu hann?“

    Varnaðarorð: Farðu ekki yfir strikið. Það gæti verið ókurteisi að segja: „Þetta er flottur jakki? Hvað kostaði hann?“

    Meginregla Biblíunnar: „Hugsið ekki aðeins um eigin hag heldur einnig hag annarra.“ – Filippíbréfið 2:4.

Hvernig geturðu endað samræður? „Reyndu að ljúka á jákvæðum nótum,“ segir ungur maður sem heitir Jordan. „Að segja eitthvað eins og: ‚Það var gaman að tala við þig‘ eða: ‚Gangi þér vel‘ gæti auðveldað þér að taka aftur upp þráðinn næst þegar þið hittist.“

Hvað segja jafnaldrarnir?

  • Bethel.

    „Að læra að eiga samræður við aðra er eins og að læra nýtt tungumál. Það er erfitt í byrjun en með því að leggja sig fram og æfa sig er hægt að ná tökum á því.“ – Bethel.

  • Isaac.

    „Hlustaðu af áhuga á þann sem er að tala. Hafðu augnasamband. Kinkaðu kolli þegar það á við. Brostu. Fólk kann að meta það þegar það er augljóst að maður hlustar.“ – Isaac.

  • Kate.

    „Ég var oft með kvíðahnút í maganum þegar ég talaði við aðra. Það er enn þá stundum þannig. En það hjálpar mér mikið að sýna öðrum einlægan áhuga í stað þess að hugsa of mikið um sjálfa mig.“ – Kate.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila