Mánudagur 3. nóvember
Gerir Jehóva ekki það sem hann segir? – 4. Mós. 23:19.
Það er trústyrkjandi að hugleiða lausnargjaldið. Lausnargjaldið er trygging fyrir því að loforð Guðs rætist. Þegar við hugleiðum vandlega hvers vegna Jehóva sá okkur fyrir því og hversu miklu hann kostaði til styrkjum við trú okkar á að loforð hans um endalaust líf í betri heimi verði uppfyllt. Hvers vegna getum við sagt það? Hvað felur lausnargjaldið í sér? Jehóva sendi einkason sinn, nánasta vin sinn, frá himni til að fæðast sem fullkominn maður hér á jörðinni. Hér þurfti hann að þola margs konar raunir. Hann þurfti að þjást og dó að lokum kvalafullum dauða. Þetta var Jehóva dýrkeypt! Kærleiksríkur Guð okkar hefði aldrei leyft að sonur sinn þjáðist og dæi aðeins til að bæta líf okkar í skamman tíma. (Jóh. 3:16; 1. Pét. 1:18, 19) Hann greiddi hátt gjald og mun sjá til þess að eilíft líf í nýjum heimi verði að veruleika. w23.04 27 gr. 8, 9
Þriðjudagur 4. nóvember
„Hvar eru broddar þínir, dauði?“ – Hós. 13:14.
Hefur Jehóva löngun til að reisa hina dánu til lífs ný? Það hefur hann sannarlega. Hann innblés mörgum biblíuriturum að skrifa um upprisuna í framtíðinni. (Jes. 26:19; Opinb. 20:11–13) Og þegar Jehóva gefur loforð stendur hann alltaf við það. (Jós. 23:14) Hann hlakkar reyndar til að reisa hina dánu aftur til lífs. Skoðum það sem Job sagði. Hann var viss um að ef hann dæi myndi Jehóva þrá að sjá hann á lífi aftur. (Job. 14:14, 15) Jehóva ber sömu tilfinningar til allra tilbiðjenda sinna sem eru dánir. Hann er spenntur að vekja þá aftur til lífs, hrausta og ánægða. Hvað með þá milljarða manna sem hafa dáið án þess að fá tækifæri til að læra sannleikann um Jehóva? Kærleiksríkur Guð okkar vill líka vekja þá til lífs á ný. (Post. 24:15) Hann vill gefa þeim tækifæri til að eignast vináttu við sig og lifa að eilífu á jörðinni. – Jóh. 3:16. w23.04 9 gr. 5, 6
Miðvikudagur 5. nóvember
„Guð veitir okkur kraft.“ – Sálm. 108:13.
Hvernig geturðu styrkt von þína? Ef það er von þín að lifa að eilífu á jörðinni geturðu lesið lýsingu Biblíunnar á paradís og hugleitt hana. (Jes. 25:8; 32:16–18) Ímyndaðu þér hvernig lífið verður í nýjum heimi. Sjáðu sjálfan þig fyrir þér þar. Ef við tökum okkur tíma reglulega til að ímynda okkur lífið í nýja heiminum standa erfiðleikar okkar „stutt og eru léttbærir“. (2. Kor. 4:17) Vonin sem Jehóva hefur gefið þér getur veitt þér styrk til að halda út í erfiðleikum. Hann hefur þegar séð til þess að þú hafir það sem þú þarft til að fá styrk frá honum. Þegar þú þarft hjálp til að vinna verkefni, halda út í prófraun eða viðhalda gleðinni skaltu leita til Jehóva í einlægri bæn og leita leiðsagnar hans með því að rannsaka orð hans. Þiggðu uppörvun bræðra þinna og systra. Taktu þér reglulega tíma til að hugsa um framtíðarvon þína. Þá mun ‚dýrlegur kraftur Guðs gefa þér þann styrk sem þú þarft til að halda út í öllu með þolinmæði og gleði‘. – Kól. 1:11. w23.10 17 gr. 19, 20