Þriðjudagur 4. nóvember
„Hvar eru broddar þínir, dauði?“ – Hós. 13:14.
Hefur Jehóva löngun til að reisa hina dánu til lífs ný? Það hefur hann sannarlega. Hann innblés mörgum biblíuriturum að skrifa um upprisuna í framtíðinni. (Jes. 26:19; Opinb. 20:11–13) Og þegar Jehóva gefur loforð stendur hann alltaf við það. (Jós. 23:14) Hann hlakkar reyndar til að reisa hina dánu aftur til lífs. Skoðum það sem Job sagði. Hann var viss um að ef hann dæi myndi Jehóva þrá að sjá hann á lífi aftur. (Job. 14:14, 15) Jehóva ber sömu tilfinningar til allra tilbiðjenda sinna sem eru dánir. Hann er spenntur að vekja þá aftur til lífs, hrausta og ánægða. Hvað með þá milljarða manna sem hafa dáið án þess að fá tækifæri til að læra sannleikann um Jehóva? Kærleiksríkur Guð okkar vill líka vekja þá til lífs á ný. (Post. 24:15) Hann vill gefa þeim tækifæri til að eignast vináttu við sig og lifa að eilífu á jörðinni. – Jóh. 3:16. w23.04 9 gr. 5, 6
Miðvikudagur 5. nóvember
„Guð veitir okkur kraft.“ – Sálm. 108:13.
Hvernig geturðu styrkt von þína? Ef það er von þín að lifa að eilífu á jörðinni geturðu lesið lýsingu Biblíunnar á paradís og hugleitt hana. (Jes. 25:8; 32:16–18) Ímyndaðu þér hvernig lífið verður í nýjum heimi. Sjáðu sjálfan þig fyrir þér þar. Ef við tökum okkur tíma reglulega til að ímynda okkur lífið í nýja heiminum standa erfiðleikar okkar „stutt og eru léttbærir“. (2. Kor. 4:17) Vonin sem Jehóva hefur gefið þér getur veitt þér styrk til að halda út í erfiðleikum. Hann hefur þegar séð til þess að þú hafir það sem þú þarft til að fá styrk frá honum. Þegar þú þarft hjálp til að vinna verkefni, halda út í prófraun eða viðhalda gleðinni skaltu leita til Jehóva í einlægri bæn og leita leiðsagnar hans með því að rannsaka orð hans. Þiggðu uppörvun bræðra þinna og systra. Taktu þér reglulega tíma til að hugsa um framtíðarvon þína. Þá mun ‚dýrlegur kraftur Guðs gefa þér þann styrk sem þú þarft til að halda út í öllu með þolinmæði og gleði‘. – Kól. 1:11. w23.10 17 gr. 19, 20
Fimmtudagur 6. nóvember
„Þakkið Guði fyrir alla hluti.“ – 1. Þess. 5:18.
Við höfum margar ástæður til að þakka Jehóva í bæn. Við getum þakkað honum allt það góða sem við höfum. Þegar allt kemur til alls kemur sérhver góð og fullkomin gjöf frá honum. (Jak. 1:17) Við getum til dæmis þakkað honum fegurð jarðarinnar og stórkostlegt sköpunarverk hans. Við getum líka sagt honum hversu þakklát við erum fyrir lífið, fjölskyldu okkar og vini, og von okkar. Og við viljum þakka Jehóva fyrir að leyfa okkur að eiga dýrmætt vináttusamband við sig. Við gætum þurft að leggja okkur sérstaklega fram um að koma auga á það sem við getum verið Jehóva þakklát fyrir. Við búum í vanþakklátum heimi. Fólk hugsar gjarnan um það sem það langar í frekar en hvernig það getur sýnt þakklæti fyrir það sem það hefur. Ef við smitumst af þessu viðhorfi gætu bænir okkar orðið eins og óskalisti. Til að koma í veg fyrir það verðum við að halda áfram að rækta með okkur og tjá þakklæti fyrir allt sem Jehóva gerir fyrir okkur. – Lúk. 6:45. w23.05 4 gr. 8, 9