Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Velkomin.
Hér er hægt að leita í ritum sem Vottar Jehóva hafa gefið út á fjölda tungumála.
Til að hlaða niður ritum geturðu farið inn á jw.org.
  • Í dag

Miðvikudagur 5. nóvember

„Guð veitir okkur kraft.“ – Sálm. 108:13.

Hvernig geturðu styrkt von þína? Ef það er von þín að lifa að eilífu á jörðinni geturðu lesið lýsingu Biblíunnar á paradís og hugleitt hana. (Jes. 25:8; 32:16–18) Ímyndaðu þér hvernig lífið verður í nýjum heimi. Sjáðu sjálfan þig fyrir þér þar. Ef við tökum okkur tíma reglulega til að ímynda okkur lífið í nýja heiminum standa erfiðleikar okkar „stutt og eru léttbærir“. (2. Kor. 4:17) Vonin sem Jehóva hefur gefið þér getur veitt þér styrk til að halda út í erfiðleikum. Hann hefur þegar séð til þess að þú hafir það sem þú þarft til að fá styrk frá honum. Þegar þú þarft hjálp til að vinna verkefni, halda út í prófraun eða viðhalda gleðinni skaltu leita til Jehóva í einlægri bæn og leita leiðsagnar hans með því að rannsaka orð hans. Þiggðu uppörvun bræðra þinna og systra. Taktu þér reglulega tíma til að hugsa um framtíðarvon þína. Þá mun ‚dýrlegur kraftur Guðs gefa þér þann styrk sem þú þarft til að halda út í öllu með þolinmæði og gleði‘. – Kól. 1:11. w23.10 17 gr. 19, 20

Rannsökum Ritningarnar daglega – 2025

Fimmtudagur 6. nóvember

„Þakkið Guði fyrir alla hluti.“ – 1. Þess. 5:18.

Við höfum margar ástæður til að þakka Jehóva í bæn. Við getum þakkað honum allt það góða sem við höfum. Þegar allt kemur til alls kemur sérhver góð og fullkomin gjöf frá honum. (Jak. 1:17) Við getum til dæmis þakkað honum fegurð jarðarinnar og stórkostlegt sköpunarverk hans. Við getum líka sagt honum hversu þakklát við erum fyrir lífið, fjölskyldu okkar og vini, og von okkar. Og við viljum þakka Jehóva fyrir að leyfa okkur að eiga dýrmætt vináttusamband við sig. Við gætum þurft að leggja okkur sérstaklega fram um að koma auga á það sem við getum verið Jehóva þakklát fyrir. Við búum í vanþakklátum heimi. Fólk hugsar gjarnan um það sem það langar í frekar en hvernig það getur sýnt þakklæti fyrir það sem það hefur. Ef við smitumst af þessu viðhorfi gætu bænir okkar orðið eins og óskalisti. Til að koma í veg fyrir það verðum við að halda áfram að rækta með okkur og tjá þakklæti fyrir allt sem Jehóva gerir fyrir okkur. – Lúk. 6:45. w23.05 4 gr. 8, 9

Rannsökum Ritningarnar daglega – 2025

Föstudagur 7. nóvember

Biðjið í trú án þess að efast. – Jak. 1:6.

Jehóva er elskuríkur faðir og vill ekki að við þjáumst. (Jes. 63:9) Hann verndar okkur samt ekki fyrir öllum erfiðleikum sem má líkja við ár eða eld. (Jes. 43:2) En hann lofar að hjálpa okkur að ‚ganga gegnum‘ erfiðleikana. Og hann leyfir ekki að þeir skaði okkur varanlega. Jehóva lofar líka að gefa okkur öflugan heilagan anda sinn svo að við getum haldið út. (Lúk. 11:13; Fil. 4:13) Fyrir vikið getum við verið viss um að við höfum alltaf það sem við þurfum til að standast og vera honum trúföst. Jehóva væntir þess að við treystum á hann. (Hebr. 11:6) Stundum virðast erfileikarnir óyfirstíganlegir. Við förum ef til vill að efast um að Jehóva muni hjálpa okkur. En Biblían fullvissar okkur um að í mætti Guðs getum við „klifið múra“. (Sálm. 18:29) Í stað þess að láta efa skjóta rótum í hjarta okkar ættum við að biðja til Jehóva í fullu trausti þess að hann svari bænum okkar. – Jak. 1:6, 7. w23.11 22 gr. 8, 9

Rannsökum Ritningarnar daglega – 2025
Velkomin.
Hér er hægt að leita í ritum sem Vottar Jehóva hafa gefið út á fjölda tungumála.
Til að hlaða niður ritum geturðu farið inn á jw.org.
  • Íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila