Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • wp25 Nr. 1 bls. 6-8
  • Getum við stöðvað stríð og átök?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Getum við stöðvað stríð og átök?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2025
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • EFNAHAGSLEGAR FRAMFARIR
  • SAMNINGALEIÐIN
  • AFVOPNUN
  • VARNARBANDALÖG
  • Friður — fæst hann með afvopnun?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
  • Hvers vegna getur fólk ekki lifað saman í friði? – Hvað segir Biblían?
    Fleiri viðfangsefni
  • Hvenær munu stríð taka enda? – Hvað segir Biblían?
    Fleiri viðfangsefni
  • Hver getur komið á varanlegum friði?
    Vaknið! – 1996
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2025
wp25 Nr. 1 bls. 6-8

Getum við stöðvað stríð og átök?

Menn berjast af ýmsum ástæðum. Sumir vilja koma á stjórnmálalegum, efnahagslegum eða þjóðfélagslegum breytingum. Aðrir berjast til að ná yfirráðum yfir landsvæðum og náttúruauðlindum. Og mörg átök eru vegna langvarandi þjóðfélagslegs eða trúarlegs ágreinings. Hvað er verið að gera til að stöðva átökin og koma á friði? Getum við reiknað með að þessar tilraunir beri árangur?

Rifin ljósmynd af smiðum ræða saman um byggingu í smíðum.

Drazen_/E+ via Getty Images

EFNAHAGSLEGAR FRAMFARIR

Markmiðið: Bæta lífsgæði fólks. Það getur dregið úr eða upprætt efnahagslegan ójöfnuð. En slíkur ójöfnuður er oft undirrót átaka.

Gallinn: Það myndi útheimta að stjórnvöld verðu fjármunum á annan hátt. Árið 2022 er ætlað að 34,1 milljarði bandaríkjadala hafi verið varið um allan heim í að stuðla að friði og viðhalda honum. En það er aðeins 0,4 prósent af þeirri upphæð sem fór í hernaðarútgjöld á sama ári.

„Við verjum miklu meiru í að hjálpa þeim sem verða illa úti í átökum heldur en að koma í veg fyrir þau og stuðla að friði.“ – António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.

Það sem Biblían segir: Stjórnir heims og stofnanir þeirra geta hjálpað þeim sem eru fátækir en þær geta aldrei útrýmt fátækt algjörlega. – 5. Mósebók 15:11; Matteus 26:11.

Rifin ljósmynd af handabandi samningsmanna.

SAMNINGALEIÐIN

Markmiðið: Koma í veg fyrir deilur eða útkljá þær á friðsaman hátt með samningaviðræðum sem koma báðum að gagni.

Gallinn: Einn eða fleiri aðilar geta verið ófúsir til að semja, gefa eftir eða sættast á samkomulagið. Og það er auðvelt að brjóta friðarsáttmála.

„Samningaleiðin gengur ekki alltaf upp. Friðarsáttmálinn getur verið svo gallaður að hann ýtir undir frekari átök.“ – Raymond F. Smith, American Diplomacy.

Það sem Biblían segir: Fólk ætti að ‚þrá frið‘. (Sálmur 34:14) En margir nú á dögum eru ‚ótrúir, ósáttfúsir og sviksamir‘. (2. Tímóteusarbréf 3:1–4) Slíkir eiginleikar koma í veg fyrir að einlægir stjórnmálaleiðtogar geti leyst ágreining.

Rifin ljósmynd af byssu sem búið er að taka í sundur.

AFVOPNUN

Markmiðið: Draga úr eða útrýma vopnum, sérstaklega kjarnavopnum, efnavopnum og sýklavopnum.

Gallinn: Þjóðir vilja oft ekki afvopnast vegna þess að þær óttast að missa völd eða að verða varnarlausar. Þótt menn losi sig við vopnin losna þeir ekki við deiluefnin.

„Margar af þeim skuldbindingum og loforðum sem gefin voru um afvopnun í lok kalda stríðsins hafa verið svikin. Þar á meðal voru aðgerðir til að draga úr hættum, létta á spennu milli þjóða og stuðla að lokum að öruggari heimi.“ – „Securing Our Common Future: An Agenda for Disarmament.“

Það sem Biblían segir: Fólk þyrfti að leggja frá sér vopnin og „smíða plógjárn úr sverðum sínum“. (Jesaja 2:4) En það þarf meira til vegna þess að ofbeldi á sér rætur í hjarta mannsins. – Matteus 15:19.

Rifin ljósmynd af hópi þjóðarleiðtoga sem sitja saman við borð. Þeir eru allir að undirrita skjal.

VARNARBANDALÖG

Markmiðið: Þjóðir ákveða að standa saman gegn óvinum. Hugmyndin er sú að menn vilji ekki fara í stríð gegn mörgum þjóðum sem eru saman í bandalagi.

Gallinn: Ógnin við að berjast við margar þjóðir í einu tryggir ekki frið. Þjóðir standa ekki alltaf við skuldbindingar sínar og þær hafa ekki alltaf komið sér saman um hvernig og hvenær þær eigi að verjast árásum.

„Þó að varnarbandalög … hafi átt stóran þátt í sáttmála Þjóðabandalagsins og stofnskrá Sameinuðu þjóðanna hafa þau brugðist í báðum tilfellum.“ – „Encyclopedia Britannica.“

Það sem Biblían segir: Það er oft styrkur í fjöldanum. (Prédikarinn 4:12) En stofnanir manna geta ekki komið á varanlegum friði og öryggi. „Treystið ekki valdamönnum né manni sem engum getur bjargað. Hann gefur upp andann og snýr aftur til moldarinnar, á þeim degi tekur hugsun hans enda.“ – Sálmur 146:3, 4.

Þrátt fyrir að margar þjóðir vinni saman að því að reyna að koma á varanlegum friði halda stríð áfram að geysa.

Er heimurinn að verða friðsamlegri?

Sumir segja að heimurinn sé í raun friðsamlegri núna en nokkurn tíma áður. Þeir segja að stríð sem eru háð núna standi skemur og séu ekki eins banvæn og stríð fyrr á öldum. Og þeir segja að hlutfallslega falli færri í stríðum núna. En aðrir setja spurningarmerki við þennan samanburð og tölfræðina sem styður hann.

Hvað sem öðru líður er ekki hægt að neita því að stríð og vopnuð átök hafa bein áhrif á stóran hluta mannkyns og þau hafa óbein áhrif á okkur öll.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila