Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Jeremía 41
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Jeremía – yfirlit

      • Ísmael myrðir Gedalja (1–10)

      • Ísmael flýr undan Jóhanan (11–18)

Jeremía 41:1

Millivísanir

  • +2Kon 25:23; Jer 40:14
  • +2Kon 25:25

Jeremía 41:5

Neðanmáls

  • *

    Eða „hvítt reykelsi“.

Millivísanir

  • +1Kon 12:1
  • +Jós 18:1
  • +1Kon 16:23, 24
  • +3Mó 19:27, 28; 5Mó 14:1
  • +3Mó 2:1

Jeremía 41:9

Millivísanir

  • +1Kon 15:22; 2Kr 16:6

Jeremía 41:10

Millivísanir

  • +Jer 40:12
  • +Jer 40:7
  • +Jer 40:14

Jeremía 41:11

Millivísanir

  • +Jer 40:13; 43:2

Jeremía 41:12

Neðanmáls

  • *

    Eða hugsanl. „stóru tjörnina“.

Jeremía 41:14

Millivísanir

  • +Jer 40:6

Jeremía 41:16

Millivísanir

  • +Jer 41:2

Jeremía 41:17

Millivísanir

  • +1Mó 35:19
  • +2Kon 25:26; Jer 42:14; 43:7

Jeremía 41:18

Millivísanir

  • +Jer 41:2

Almennt

Jer. 41:12Kon 25:23; Jer 40:14
Jer. 41:12Kon 25:25
Jer. 41:51Kon 12:1
Jer. 41:5Jós 18:1
Jer. 41:51Kon 16:23, 24
Jer. 41:53Mó 19:27, 28; 5Mó 14:1
Jer. 41:53Mó 2:1
Jer. 41:91Kon 15:22; 2Kr 16:6
Jer. 41:10Jer 40:12
Jer. 41:10Jer 40:7
Jer. 41:10Jer 40:14
Jer. 41:11Jer 40:13; 43:2
Jer. 41:14Jer 40:6
Jer. 41:16Jer 41:2
Jer. 41:171Mó 35:19
Jer. 41:172Kon 25:26; Jer 42:14; 43:7
Jer. 41:18Jer 41:2
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
Biblían – Nýheimsþýðingin
Jeremía 41:1–18

Jeremía

41 Í sjöunda mánuðinum kom Ísmael,+ sonur Netanja Elísamasonar, sem var af konungsættinni og einn af forystumönnum konungs, til Gedalja Ahíkamssonar í Mispa ásamt tíu mönnum.+ Meðan þeir borðuðu saman í Mispa 2 stóð Ísmael Netanjason upp og mennirnir tíu sem voru með honum og hjuggu Gedalja, son Ahíkams Safanssonar, með sverði. Þannig drap hann manninn sem Babýlonarkonungur hafði sett yfir landið. 3 Ísmael drap einnig alla Gyðingana sem voru hjá Gedalja í Mispa, og eins hermenn Kaldea sem voru þar.

4 Daginn eftir að Gedalja var myrtur og áður en nokkur frétti það 5 komu 80 menn frá Síkem,+ Síló+ og Samaríu.+ Þeir höfðu rakað af sér skeggið, rifið föt sín og skorið sig.+ Þeir voru á leiðinni til húss Jehóva með kornfórnir og reykelsi.*+ 6 Ísmael Netanjason fór út úr Mispa og gekk grátandi á móti þeim. Þegar hann mætti þeim sagði hann við þá: „Komið til Gedalja Ahíkamssonar.“ 7 En Ísmael Netanjason og menn hans drápu þá þegar þeir komu inn í borgina og hentu þeim í gryfju.

8 En meðal þeirra voru tíu menn sem sögðu við Ísmael: „Dreptu okkur ekki því að við höfum falið birgðir af hveiti, byggi, olíu og hunangi úti á akri.“ Þá þyrmdi hann lífi þeirra og drap þá ekki með bræðrum þeirra. 9 Ísmael kastaði öllum líkum mannanna sem hann hafði drepið í stóra gryfju, þá sem Asa konungur hafði gert þegar Basa Ísraelskonungur ógnaði honum.+ Þessa gryfju fyllti Ísmael Netanjason með líkum mannanna sem höfðu verið drepnir.

10 Ísmael tók til fanga allt fólkið sem var eftir í Mispa,+ þar á meðal dætur konungs og alla aðra sem voru eftir í Mispa og Nebúsaradan varðforingi hafði sett í umsjá Gedalja+ Ahíkamssonar. Ísmael Netanjason tók þau til fanga og lagði af stað yfir til Ammóníta.+

11 Þegar Jóhanan+ Kareason og allir herforingjarnir sem voru með honum fréttu af voðaverkunum sem Ísmael Netanjason hafði unnið 12 fóru þeir ásamt öllum mönnum sínum til að berjast við hann og fundu hann við stóra vatnið* í Gíbeon.

13 Allt fólkið sem var með Ísmael gladdist þegar það sá Jóhanan Kareason og alla herforingjana sem fylgdu honum. 14 Allir sem Ísmael hafði flutt með sér frá Mispa+ sneru nú við og fóru yfir til Jóhanans Kareasonar. 15 En Ísmael Netanjason og átta af mönnum hans komust undan Jóhanan og héldu til Ammóníta.

16 Jóhanan Kareason og allir herforingjarnir sem voru með honum tóku með sér alla sem eftir voru af fólkinu frá Mispa, þá sem þeir höfðu bjargað úr höndum Ísmaels Netanjasonar eftir að hann hafði drepið Gedalja+ Ahíkamsson. Þeir fóru með menn, hermenn, konur, börn og hirðmenn frá Gíbeon. 17 Þeir lögðu af stað og höfðu viðdvöl í gistihúsi Kímhams rétt hjá Betlehem.+ Þeir ætluðu að fara til Egyptalands+ 18 til að komast undan Kaldeum því að þeir voru hræddir við þá þar sem Ísmael Netanjason hafði drepið Gedalja Ahíkamsson sem Babýlonarkonungur hafði sett yfir landið.+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila