Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • nwt Nehemíabók 1:1-13:31
  • Nehemíabók

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Nehemíabók
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
Biblían – Nýheimsþýðingin
Nehemíabók

NEHEMÍABÓK

1 Frásögn Nehemía*+ Hakalíasonar: Ég var staddur í virkisborginni* Súsa+ í kíslevmánuði* á 20. árinu. 2 Þá kom Hananí,+ einn bræðra minna, ásamt öðrum frá Júda. Ég spurði þá um Gyðingana sem höfðu snúið aftur úr útlegðinni+ og um ástandið í Jerúsalem. 3 Þeir svöruðu: „Þeir sem sneru aftur úr útlegðinni og búa í skattlandinu lifa við skelfilegar aðstæður og eru niðurlægðir.+ Múrar Jerúsalem eru í rústum+ og hliðin hafa verið brennd.“+

4 Um leið og ég heyrði þetta settist ég niður og grét. Ég syrgði dögum saman, fastaði+ og bað til Guðs himnanna. 5 Ég sagði: „Jehóva, Guð himnanna, þú mikli og mikilfenglegi Guð sem heldur sáttmálann og sýnir þeim tryggan kærleika sem elska þig og halda boðorð þín.+ 6 Leggðu við hlustir og hafðu augun opin. Hlustaðu á bæn mína, þjóns þíns, sem ég bið til þín í dag. Ég bið dag og nótt+ fyrir þjónum þínum, Ísraelsmönnum, og játa þær syndir sem þeir hafa drýgt gegn þér. Við höfum syndgað, bæði ég og ætt föður míns.+ 7 Við höfum komið illa fram við þig+ og ekki fylgt þeim boðorðum, ákvæðum og úrskurðum sem þú lagðir fyrir Móse þjón þinn.+

8 Ég bið þig, mundu eftir því sem þú sagðir við* Móse þjón þinn: ‚Ef þið reynist ótrúir tvístra ég ykkur meðal þjóðanna.+ 9 En ef þið snúið aftur til mín, haldið boðorð mín og hlýðið þeim mun ég safna ykkur aftur saman þó að þið hafið tvístrast allt til endimarka himinsins.+ Ég mun flytja ykkur til staðarins þar sem ég hef valið að láta nafn mitt búa.‘+ 10 Þeir eru þjónar þínir og fólk þitt sem þú leystir með miklum mætti þínum og máttugri hendi.+ 11 Jehóva, viltu heyra bæn þjóns þíns og bæn þjóna þinna sem hafa yndi af að sýna nafni þínu virðingu. Veittu þjóni þínum velgengni í dag og megi þessi maður* sýna mér meðaumkun.“+

Ég var drykkjarþjónn konungs á þeim tíma.+

2 Í nísanmánuði* á 20. stjórnarári+ Artaxerxesar konungs+ var borið fram vín fyrir hann og eins og venjulega tók ég vínið og rétti konungi.+ Hann hafði aldrei áður séð mig dapran. 2 Konungur spurði því: „Af hverju ertu svona dapur í bragði fyrst þú ert ekki veikur? Eitthvað hlýtur að íþyngja hjarta þínu.“ Þá varð ég mjög hræddur.

3 Ég svaraði konungi: „Lengi lifi konungurinn! Hvers vegna skyldi ég ekki vera dapur? Borgin þar sem forfeður mínir eru grafnir er í rúst og hliðin hafa verið brennd í eldi.“+ 4 Þá sagði konungur við mig: „Hvað viltu gera?“ Ég fór þá strax með bæn til Guðs himnanna.+ 5 Síðan svaraði ég konungi: „Ef konunginum líkar og ef þú ert velviljaður þjóni þínum sendu mig þá til Júda, til borgarinnar þar sem forfeður mínir eru grafnir, til að ég geti endurreist hana.“+ 6 Konungur spurði þá – en drottningin sat við hlið hans: „Hve lengi verður þú fjarverandi og hvenær kemurðu aftur?“ Konungur var sem sagt sáttur við að senda mig+ og ég gaf honum upp tiltekinn tíma.+

7 Síðan sagði ég við konung: „Ef konungi líkar, viltu þá láta mig fá bréf til landstjóranna á svæðinu handan Fljótsins*+ svo að ég geti ferðast óhultur alla leið til Júda. 8 Viltu líka láta mig fá bréf til Asafs skógarvarðar konungs þess efnis að hann gefi mér timbur til að gera bjálka í hlið virkisins+ við musterið,* í borgarmúrana+ og húsið þar sem ég mun búa.“ Konungur lét mig fá bréfin+ því að Guð minn var með mér.+

9 Um síðir kom ég til landstjóra svæðisins handan Fljótsins og fékk þeim bréf konungs. Konungur sendi líka með mér liðsforingja og riddara. 10 Þegar Sanballat+ Hóroníti og Tobía,+ embættismaður* frá Ammón,+ fréttu það mislíkaði þeim mjög að kominn væri maður sem ætlaði að gera eitthvað fyrir Ísraelsmenn.

11 Að lokum kom ég til Jerúsalem. Eftir þrjá daga 12 fór ég á fætur að næturlagi, ég og fáeinir menn með mér, en ég sagði engum hvað Guð minn hafði blásið mér í brjóst að gera fyrir Jerúsalem. Engin skepna var með mér nema sú sem ég hafði til reiðar. 13 Ég fór út um Dalshliðið+ um nóttina, fram hjá Snákalind* og að Öskuhliðinu+ og skoðaði múra Jerúsalem sem höfðu verið rifnir niður og hliðin sem höfðu verið brennd.+ 14 Síðan hélt ég áfram að Lindarhliðinu+ og Konungstjörn. Þar var svo þröngt að reiðskjótinn komst ekki lengra 15 en ég hélt áfram upp dalinn+ um nóttina og skoðaði múrinn. Síðan sneri ég við, fór inn um Dalshliðið og hélt heim.

16 Embættismennirnir+ vissu ekki hvert ég hafði farið eða hvað ég var að gera því að ég hafði enn ekki sagt Gyðingum neitt, hvorki prestum þeirra, tignarmönnum, embættismönnum né öðrum sem áttu að vinna að verkinu. 17 Að lokum sagði ég við þá: „Þið sjáið við hve skelfilegar aðstæður við búum, að Jerúsalem er í rúst og borgarhliðin hafa verið brennd. Nú skulum við endurreisa múra Jerúsalem svo að við búum ekki lengur við þessa niðurlægingu.“ 18 Þá sagði ég þeim hvernig Guð minn hefði verið með mér+ og einnig það sem konungur hafði sagt við mig.+ Þeir svöruðu þá: „Hefjumst handa við að byggja.“ Síðan hvöttu þeir hver annan* til að ráðast í þetta góða verk.+

19 Þegar Sanballat Hóroníti, Tobía,+ embættismaður* frá Ammón,+ og Gesem Arabi+ fréttu af þessu hæddust þeir að okkur,+ sýndu okkur fyrirlitningu og sögðu: „Hvað eruð þið að gera? Ætlið þið að gera uppreisn gegn konunginum?“+ 20 En ég svaraði: „Guð himnanna mun láta okkur takast þetta+ og við, þjónar hans, ætlum að hefjast handa við að byggja. En Jerúsalem kemur ykkur ekkert við og þið eigið hvorki lagalegt né sögulegt tilkall til neins hér.“+

3 Eljasíb+ æðstiprestur og bræður hans, prestarnir, hófust handa við að reisa Sauðahliðið.+ Þeir helguðu* það+ og settu hurðirnar í það, þeir helguðu múrinn allt að Meaturni+ og þaðan að Hananelturni.+ 2 Við hliðina á þeim unnu Jeríkómenn+ að byggingunni og við hlið þeirra Sakkúr Imríson.

3 Synir Hassenaa reistu Fiskhliðið,+ þeir smíðuðu tréverkið+ og settu í það hurðir, lokur og slagbranda. 4 Við hliðina á þeim vann Meremót+ Úríason, Hakkóssonar, að viðgerðinni, við hlið þeirra Mesúllam+ Berekíason, Mesesabelssonar, og við hlið þeirra vann Sadók Baanason að viðgerðinni. 5 Við hliðina á þeim unnu Tekóamenn+ að viðgerðinni en framámenn þeirra vildu ekki lítillækka sig og vinna* undir handleiðslu umsjónarmanna sinna.

6 Jójada Paseason og Mesúllam Besódíason gerðu við Hlið gömlu borgarinnar,+ þeir smíðuðu tréverkið og settu í það hurðir, lokur og slagbranda. 7 Við hlið þeirra unnu Melatja Gíbeoníti+ og Jadón Merónótíti að viðgerðinni, menn frá Gíbeon og Mispa+ sem voru undir yfirráðum* landstjóra svæðisins handan Fljótsins.*+ 8 Við hlið þeirra vann Ússíel Harhajason, einn gullsmiðanna, að viðgerðinni og við hlið hans Hananja, einn af smyrslagerðarmönnunum,* og þeir steinlögðu* Jerúsalem allt að Breiðamúr.+ 9 Við hlið þeirra vann Refaja Húrsson að viðgerðinni en hann var höfðingi yfir hálfu Jerúsalemhéraði. 10 Við hlið þeirra, á móts við hús sitt, vann Jedaja Harúmafsson að viðgerðinni og við hlið hans vann Hattús Hasabnejason.

11 Malkía Harímsson+ og Hassúb Pahat Móabsson+ gerðu við múrinn á öðrum stað* og einnig Ofnturninn.+ 12 Og við hlið þeirra vann Sallúm Hallóhesson að viðgerðinni ásamt dætrum sínum. Hann var höfðingi yfir hálfu Jerúsalemhéraði.

13 Hanún og íbúar Sanóa+ gerðu við Dalshliðið.+ Þeir reistu það og settu svo í það hurðir, lokur og slagbranda og þeir gerðu við 1.000 álnir* af múrnum allt að Öskuhliðinu.+ 14 Malkía Rekabsson, höfðingi Bet Keremhéraðs,+ gerði við Öskuhliðið. Hann reisti það og setti í það hurðir, lokur og slagbranda.

15 Sallún Kol Hóseson, höfðingi Mispahéraðs,+ gerði við Lindarhliðið.+ Hann reisti það, gerði á það þak og setti í það hurðir, lokur og slagbranda. Hann gerði líka við múrinn við Vatnsveitutjörnina+ hjá Konungsgarðinum+ allt að tröppunum+ sem liggja niður frá Davíðsborg.+

16 Næstur honum vann Nehemía Asbúksson að viðgerðinni á móts við grafir Davíðs+ allt að manngerðu tjörninni+ og áfram að Húsi hinna máttugu. Hann var höfðingi yfir hálfu Bet Súrhéraði.+

17 Næstir honum unnu Levítarnir að viðgerðinni, þeir Rehúm Baníson og næstur honum Hasabja fyrir hérað sitt en hann var höfðingi yfir hálfu Kegíluhéraði.+ 18 Næstir honum unnu bræður þeirra að viðgerðinni. Yfir þeim var Bavvaí Henadadsson, höfðingi yfir hálfu Kegíluhéraði.

19 Við hlið hans gerði Eser Jesúason+ við annan hluta múrsins gegnt brekkunni upp að Vopnabúrinu við Styrktarstoðina.+ Hann var höfðingi yfir Mispa.

20 Næstur honum vann Barúk Sabbaíson+ af kappi og gerði við annan hluta múrsins, frá Styrktarstoðinni allt að innganginum að húsi Eljasíbs+ æðstaprests.

21 Næstur honum gerði Meremót+ Úríason, Hakkóssonar, við annan hluta múrsins, frá innganginum að húsi Eljasíbs að endanum á húsi hans.

22 Og næstir honum unnu prestarnir, menn frá Jórdansvæðinu,*+ að viðgerðinni. 23 Næstir þeim unnu Benjamín og Hassúb að viðgerðinni á móts við hús sitt. Næstur þeim vann Asarja Maasejason, Ananjasonar, að viðgerðinni í grennd við hús sitt. 24 Næstur honum gerði Binnúí Henadadsson við annan hluta múrsins, frá húsi Asarja allt að Styrktarstoðinni+ og áfram að horninu.

25 Næstur honum vann Palal Úsaíson að viðgerðinni á móts við Styrktarstoðina og turninn sem gengur út úr húsi* konungs,+ efri turninn sem tilheyrir Varðgarðinum.+ Næstur honum var Pedaja Parósson.+

26 Musterisþjónarnir*+ sem bjuggu í Ófel+ unnu að viðgerðinni allt að staðnum á móts við Vatnshliðið+ austan megin og turninn sem gengur út úr múrnum.

27 Næstir þeim gerðu Tekóamenn+ við annan hluta múrsins, frá staðnum gegnt stóra turninum sem gengur út úr múrnum, allt að Ófelmúrnum.

28 Prestarnir unnu að viðgerðinni fyrir ofan Hrossahliðið,+ hver á móts við hús sitt.

29 Næstur þeim vann Sadók+ Immersson að viðgerðinni á móts við hús sitt.

Og næstur honum vann Semaja Sekanjason, vörður Austurhliðsins.+

30 Næstir honum gerðu Hananja Selemjason og Hanún, sjötti sonur Salafs, við annan hluta múrsins.

Næstur honum vann Mesúllam+ Berekíason að viðgerðinni andspænis húsi sínu.*

31 Næstur honum vann Malkía, sem er í samtökum gullsmiðanna, að viðgerðinni allt að húsi musterisþjónanna*+ og kaupmannanna sem er á móts við Skoðunarhliðið, og þaðan að þakherberginu á horninu.

32 Og milli þakherbergisins á horninu og Sauðahliðsins+ unnu gullsmiðirnir og kaupmennirnir að viðgerðinni.

4 Þegar Sanballat+ frétti að við værum að endurreisa múrinn reiddist hann og komst í mikið uppnám.* Hann hæddist að Gyðingunum 2 og sagði í viðurvist bræðra sinna og herliðs Samaríu: „Hvað eru þessir vesælu Gyðingar að gera? Ætla þeir að gera þetta sjálfir? Ætla þeir að færa fórnir? Skyldu þeir klára þetta á einum degi? Ætla þeir að blása lífi í sviðna steinana í rykugum rústahaugunum?“+

3 Tobía+ Ammóníti,+ sem stóð hjá honum, sagði: „Ef svo mikið sem refur stigi á það sem þeir eru að byggja myndi þessi steinveggur þeirra hrynja.“

4 Guð okkar, heyrðu, því að við erum fyrirlitnir.+ Láttu hæðni þeirra koma sjálfum þeim í koll+ og láttu ræna þeim og flytja þá sem fanga til annars lands. 5 Hyldu ekki sekt þeirra og láttu ekki afmá synd þeirra frammi fyrir þér+ því að þeir hafa niðurlægt þá sem byggja.

6 Við héldum áfram að endurreisa múrinn þannig að allur múrinn náði saman og var fullgerður upp að hálfri hæð. Fólkið vann heils hugar að verkinu.

7 Sanballat, Tobía,+ Arabar,+ Ammónítar og Asdódítar+ urðu bálreiðir þegar þeir fréttu að viðgerðinni á múrum Jerúsalem miðaði vel og að skörðin væru að fyllast. 8 Þeir tóku sig saman um að ráðast á Jerúsalem og stofna til óeirða þar. 9 Við báðum því til Guðs okkar og settum vörð dag og nótt til verndar gegn þeim.

10 En fólkið í Júda sagði: „Verkamennirnir* eru að gefast upp og rústahaugarnir eru endalausir. Okkur tekst aldrei að endurreisa múrinn.“

11 Og óvinir okkar sögðu: „Áður en þeir vita af verðum við komnir inn á meðal þeirra, búnir að drepa þá og stöðva verkið.“

12 Þegar Gyðingar sem bjuggu í grenndinni komu sögðu þeir ítrekað:* „Þeir munu ráðast á okkur úr öllum áttum.“

13 Ég setti því varðmenn innan við múrinn þar sem landið lá lægst og var berskjaldað. Ég raðaði þeim niður eftir ættum og þeir voru vopnaðir sverðum, spjótum og bogum. 14 Þegar ég sá að fólkið var hrætt stóð ég strax upp og sagði við tignarmennina,+ embættismennina og alla hina: „Óttist þá ekki.+ Hugsið til Jehóva sem er mikill og mikilfenglegur.+ Berjist fyrir bræður ykkar, syni og dætur, konur ykkar og heimili.“

15 Óvinir okkar fréttu nú að við vissum hvað þeir ætluðust fyrir og að hinn sanni Guð hefði gert áform þeirra að engu. Þá snerum við okkur allir aftur að vinnunni við múrinn. 16 Þaðan í frá vann helmingur manna minna að verkinu+ en hinn helmingurinn var búinn spjótum, skjöldum, bogum og brynjum. Og höfðingjarnir+ studdu* alla Júdamenn 17 sem unnu við að reisa múrinn. Burðarmennirnir unnu með annarri hendinni og héldu á vopni* í hinni. 18 Þeir sem unnu að byggingunni voru allir gyrtir sverði meðan á vinnunni stóð og sá sem átti að blása í hornið+ stóð hjá mér.

19 Nú sagði ég við tignarmennina, embættismennina og alla hina: „Verkið er stórt og umfangsmikið. Við erum dreifðir um múrinn og það er langt á milli okkar. 20 Þegar þið heyrið blásið í hornið skuluð þið safnast saman hjá okkur. Guð okkar mun berjast fyrir okkur.“+

21 Við héldum síðan áfram að vinna meðan hinn helmingur mannanna var með spjót í hendi, og unnum frá því að birti af degi þar til stjörnurnar birtust á himni. 22 Ég sagði nú við fólkið: „Mennirnir eiga að vera í Jerúsalem á nóttinni ásamt aðstoðarmönnum sínum. Þeir skulu standa vörð fyrir okkur á nóttinni og vinna á daginn.“ 23 Hvorki ég né bræður mínir, aðstoðarmenn mínir+ né verðirnir sem fylgdu mér fórum úr fötunum og við héldum hver og einn á vopni í hægri hendi.

5 Nú fóru mennirnir og konur þeirra að kvarta sáran undan bræðrum sínum,+ Gyðingum. 2 Sumir sögðu: „Við eigum marga syni og dætur. Við þurfum að fá korn til að borða svo að við höldum lífi.“ 3 Aðrir sögðu: „Við höfum veðsett akra okkar, víngarða og hús til að fá korn í þessari hungursneyð.“ 4 Og enn aðrir sögðu: „Við höfum tekið fé að láni gegn veði í ökrum okkar og víngörðum til að borga konunginum skatt.+ 5 Við erum af sama holdi og blóði og bræður* okkar og börnin okkar eru eins og börnin þeirra. Samt þurfum við að gera syni okkar og dætur að þrælum og sumar dætur okkar eru nú þegar í þrælkun.+ Við getum ekkert gert í málinu því að akrar okkar og víngarðar tilheyra nú öðrum.“

6 Ég varð mjög reiður þegar ég heyrði hvernig þeir kvörtuðu sáran. 7 Ég velti þessu vandlega fyrir mér og átaldi síðan tignarmennina og embættismennina og sagði við þá: „Þið heimtið vexti* af ykkar eigin bræðrum.“+

Ég boðaði auk þess til fjöldafundar vegna þessa máls 8 og sagði: „Við höfum gert okkar ýtrasta til að kaupa lausa bræður okkar, Gyðinga, sem voru seldir þjóðunum. Ætlið þið nú að selja ykkar eigin bræður+ og eigum við síðan að kaupa þá til baka?“ Þeir þögðu og gátu engu svarað. 9 Þá sagði ég: „Það sem þið gerið er ekki gott. Ættuð þið ekki að sýna að þið óttist Guð okkar+ svo að þjóðirnar, óvinir okkar, geti ekki gert lítið úr okkur? 10 Ég, bræður mínir og aðstoðarmenn lánum þeim líka peninga og korn. Hættum nú að lána gegn vöxtum.+ 11 Ég bið ykkur að skila strax í dag ökrum þeirra,+ víngörðum, ólívulundum og húsum ásamt hundraðshlutanum* af peningunum, korninu, nýja víninu og olíunni sem þið heimtið í vexti af þeim.“

12 Þá svöruðu þeir: „Við skulum skila þessu og ekki krefjast nokkurs af þeim. Við skulum gera alveg eins og þú segir.“ Ég kallaði þá á prestana og lét mennina sverja að halda þetta loforð. 13 Ég hristi líka úr fellingunum á yfirhöfn minni* og sagði: „Megi hinn sanni Guð á sama hátt hrista úr húsi sínu og burt frá eigum sínum hvern mann sem stendur ekki við þetta loforð. Hann verði hristur burt og skilinn eftir allslaus.“ Þá sagði allur söfnuðurinn: „Amen!“* Og fólkið lofaði Jehóva og gerði eins og það hafði heitið.

14 Einnig má nefna að þau 12 ár sem ég var landstjóri+ í Júda, frá 20. stjórnarári+ Artaxerxesar konungs+ til þess 32.,+ þáði hvorki ég né bræður mínir matinn sem landstjórinn átti rétt á.+ 15 Fyrri landstjórar, þeir sem voru á undan mér, höfðu lagt þungar byrðar á fólkið og tekið af því 40 sikla* silfurs daglega fyrir brauði og víni. Aðstoðarmenn þeirra höfðu líka kúgað fólkið. En ég gerði það ekki+ því að ég óttaðist Guð.+

16 Auk þess tók ég sjálfur þátt í vinnunni við þennan múr og allir aðstoðarmenn mínir komu til að vinna við hann en við eignuðumst ekki einn einasta akur.+ 17 Hundrað og fimmtíu Gyðingar og embættismenn átu við borð mitt ásamt þeim sem komu til okkar frá þjóðunum. 18 Á hverjum degi lét ég elda fyrir mig* eitt naut og sex úrvalssauði auk fugla, og á tíu daga fresti var borið fram nóg af alls konar víni. Þrátt fyrir það gerði ég ekki kröfu um að fá matinn sem landstjórinn átti rétt á þar sem þung vinnuskylda hvíldi þegar á fólkinu. 19 Minnstu mín, Guð minn,* fyrir allt sem ég hef gert fyrir þetta fólk.+

6 Nú var Sanballat, Tobía,+ Gesem Araba+ og öðrum óvinum okkar sagt að ég hefði endurreist múrinn+ og að engin skörð væru lengur í honum (þó að ég væri ekki búinn að setja hurðirnar í hliðin).+ 2 Sanballat og Gesem sendu mér þá samstundis eftirfarandi boð: „Mælum okkur mót í einu af þorpunum á Ónósléttu.“+ Þeir ætluðu hins vegar að gera mér mein. 3 Ég sendi því menn til þeirra með þessi boð: „Ég er upptekinn af miklu verki og get ekki komið niður eftir. Á ég að fara úr vinnunni og láta hana stöðvast til að hitta ykkur?“ 4 Þeir sendu mér sömu skilaboð fjórum sinnum og ég svaraði þeim eins í hvert skipti.

5 Sanballat sendi þá aðstoðarmann sinn til mín í fimmta sinn með sömu skilaboð og með opið bréf í hendi. 6 Í því stóð: „Sá orðrómur gengur meðal þjóðanna, og Gesem+ segir það líka, að þú og Gyðingarnir ætlið ykkur að gera uppreisn.+ Þess vegna sért þú að reisa múrinn. Það er líka sagt að þú eigir að verða konungur þeirra 7 og hafir einnig skipað spámenn til að flytja þessi boð um þig í Jerúsalem: ‚Það er kominn konungur í Júda!‘ Og nú á konungurinn eftir að frétta þetta. Komdu svo að við getum rætt málin.“

8 Þá sendi ég honum þetta svar: „Ekkert af því sem þú segir hefur átt sér stað. Þú hefur sjálfur spunnið þetta upp.“* 9 Þeir voru allir að reyna að hræða okkur og sögðu: „Þeim fallast hendur við þetta verk svo að því verður ekki lokið.“+ Nú bið ég: Styrktu hendur mínar.+

10 Eftir þetta gekk ég inn í hús Semaja Delajasonar, Mehetabeelssonar, en hann hafði lokað sig inni. Hann sagði: „Mælum okkur mót í húsi hins sanna Guðs, inni í musterinu, og lokum dyrunum því að þeir ætla að koma og drepa þig. Þeir ætla að drepa þig að næturlagi.“ 11 En ég svaraði: „Ætti maður eins og ég að flýja? Getur maður eins og ég farið inn í musterið og haldið lífi?+ Ég fer ekki þangað!“ 12 Þá gerði ég mér grein fyrir að Guð hefði ekki sent hann heldur að Tobía og Sanballat+ hefðu greitt honum fyrir að flytja þennan spádóm gegn mér. 13 Hann hafði fengið greitt fyrir að hræða mig og koma mér til að syndga. Þá hefðu þeir fengið tilefni til að koma á mig óorði og ásaka mig.

14 Mundu, Guð minn, eftir þeim Tobía+ og Sanballat og því sem þeir hafa gert, og einnig Nóödju spákonu og hinum spámönnunum sem reyndu sífellt að hræða mig.

15 Múrinn var fullgerður 25. elúl,* á 52 dögum.

16 Þegar óvinir okkar fréttu það og allar þjóðirnar umhverfis okkur sáu það misstu þær sjálfstraustið*+ því að þær áttuðu sig á að það var með hjálp Guðs okkar sem við höfðum unnið þetta verk. 17 Á þeim tíma sendu tignarmenn+ Júda fjölda bréfa til Tobía og hann svaraði þeim. 18 Margir í Júda sóru honum hollustueið því að hann var tengdasonur Sekanja Arasonar+ og Jóhanan sonur hans var giftur dóttur Mesúllams+ Berekíasonar. 19 Þeir hömpuðu líka Tobía stöðugt og sögðu honum síðan hvað ég hefði sagt. Tobía sendi þá bréf til að hræða mig.+

7 Þegar búið var að reisa múrinn+ setti ég hurðirnar í hliðin.+ Síðan voru hliðverðirnir,+ söngvararnir+ og Levítarnir+ skipaðir. 2 Því næst fól ég Hananí bróður mínum+ umsjón með Jerúsalem ásamt Hananja yfirmanni virkisins+ því að hann var mjög traustur maður og óttaðist hinn sanna Guð+ meira en margir aðrir. 3 Ég sagði við þá: „Það á ekki að opna hlið Jerúsalem fyrr en heitt er orðið á daginn og verðirnir eiga að loka og læsa hliðunum áður en þeir ljúka vaktinni. Og íbúar Jerúsalem skulu vera verðir, sumir á sinni úthlutuðu varðstöð og aðrir fyrir framan hús sitt.“ 4 En borgin var stór og víðáttumikil, fáir bjuggu í henni+ og húsin höfðu ekki verið endurbyggð.

5 Guð minn blés mér í brjóst að safna saman tignarmönnunum, embættismönnunum og fólkinu til að skrásetja það eftir ættum.+ Þá fann ég ættarskrár þeirra sem komu fyrstir heim úr útlegðinni og þar stóð:

6 Þetta eru þeir úr skattlandinu sem sneru heim úr útlegðinni, þeir sem Nebúkadnesar+ konungur Babýlonar hafði herleitt+ og sneru síðar aftur til Jerúsalem og Júda, hver til sinnar borgar.+ 7 Þeir komu með Serúbabel,+ Jesúa,+ Nehemía, Asarja, Raamja, Nahamaní, Mordekaí, Bilsan, Misperet, Bigvaí, Nehúm og Baana.

Fjöldi ísraelskra karla var þessi:+ 8 afkomendur Parósar 2.172; 9 afkomendur Sefatja 372; 10 afkomendur Ara+ 652; 11 afkomendur Pahats Móabs,+ af ætt Jesúa og Jóabs,+ 2.818; 12 afkomendur Elams+ 1.254; 13 afkomendur Sattú 845; 14 afkomendur Sakkaí 760; 15 afkomendur Binnúí 648; 16 afkomendur Bebaí 628; 17 afkomendur Asgads 2.322; 18 afkomendur Adóníkams 667; 19 afkomendur Bigvaí 2.067; 20 afkomendur Adíns 655; 21 afkomendur Aters, komnir af Hiskía, 98; 22 afkomendur Hasúms 328; 23 afkomendur Besaí 324; 24 afkomendur Harífs 112; 25 afkomendur Gíbeons+ 95; 26 menn frá Betlehem og Netófa 188; 27 menn frá Anatót+ 128; 28 menn frá Bet Asmavet 42; 29 menn frá Kirjat Jearím,+ Kefíra og Beerót+ 743; 30 menn frá Rama og Geba+ 621; 31 menn frá Mikmas+ 122; 32 menn frá Betel+ og Aí+ 123; 33 menn frá Nebó hinni 52; 34 afkomendur hins Elams 1.254; 35 afkomendur Haríms 320; 36 ættaðir frá Jeríkó 345; 37 ættaðir frá Lód, Hadíd og Ónó+ 721; 38 ættaðir frá Senaa 3.930.

39 Prestarnir+ voru: afkomendur Jedaja af ætt Jesúa 973; 40 afkomendur Immers 1.052; 41 afkomendur Pashúrs+ 1.247; 42 afkomendur Haríms+ 1.017.

43 Levítarnir+ voru: afkomendur Jesúa af ætt Kadmíels,+ af afkomendum Hódeja, 74. 44 Söngvararnir+ voru: afkomendur Asafs+ 148. 45 Hliðverðirnir+ voru: afkomendur Sallúms, afkomendur Aters, afkomendur Talmóns, afkomendur Akkúbs,+ afkomendur Hatíta, afkomendur Sóbaí 138.

46 Musterisþjónarnir*+ voru: afkomendur Síha, afkomendur Hasúfa, afkomendur Tabbaóts, 47 afkomendur Kerósar, afkomendur Sía, afkomendur Padóns, 48 afkomendur Lebana, afkomendur Hagaba, afkomendur Salmaí, 49 afkomendur Hanans, afkomendur Giddels, afkomendur Gahars, 50 afkomendur Reaja, afkomendur Resíns, afkomendur Nekóda, 51 afkomendur Gassams, afkomendur Ússa, afkomendur Pasea, 52 afkomendur Besaí, afkomendur Meúníta, afkomendur Nefúsesíms, 53 afkomendur Bakbúks, afkomendur Hakúfa, afkomendur Harhúrs, 54 afkomendur Baselíts, afkomendur Mehída, afkomendur Harsa, 55 afkomendur Barkósar, afkomendur Sísera, afkomendur Tema, 56 afkomendur Nesía, afkomendur Hatífa.

57 Afkomendur þjóna Salómons+ voru: afkomendur Sótaí, afkomendur Sóferets, afkomendur Perída, 58 afkomendur Jaala, afkomendur Darkóns, afkomendur Giddels, 59 afkomendur Sefatja, afkomendur Hattils, afkomendur Pókerets Hassebaíms, afkomendur Amóns. 60 Alls voru musterisþjónarnir*+ og afkomendur þjóna Salómons 392.

61 Og eftirfarandi komu frá Tel Mela, Tel Harsa, Kerúb, Addón og Immer en þeir gátu ekki staðfest ætterni sitt og uppruna, hvort þeir væru í raun Ísraelsmenn:+ 62 afkomendur Delaja, afkomendur Tobía og afkomendur Nekóda 642. 63 Og af prestunum voru: afkomendur Habaja, afkomendur Hakkósar+ og afkomendur Barsillaí sem giftist einni af dætrum Barsillaí+ Gíleaðíta og tók sér nafn þeirra. 64 Þessir menn leituðu að ættartölum sínum til að staðfesta ætterni sitt en þær fundust ekki og þeir voru fyrir vikið sviptir* prestsembættinu.+ 65 Landstjórinn*+ sagði að þeir ættu ekki að borða af hinu háheilaga+ þar til prestur kæmi fram sem gæti leitað svara með úrím og túmmím.+

66 Allur söfnuðurinn var samtals 42.360 manns+ 67 auk 7.337 þræla og ambátta.+ Þeir höfðu einnig 245 söngvara og söngkonur.+ 68 Þeir áttu 736 hesta og 245 múldýr, 69 435 úlfalda og 6.720 asna.

70 Sumir af ættarhöfðingjunum gáfu framlög til verksins.+ Landstjórinn* gaf 1.000 gulldrökmur,* 50 skálar og 530 prestkyrtla+ í fjárhirsluna. 71 Sumir ættarhöfðingjanna gáfu 20.000 gulldrökmur og 2.200 silfurmínur* í framkvæmdasjóðinn. 72 Og aðrir gáfu 20.000 gulldrökmur, 2.000 silfurmínur og 67 prestkyrtla.

73 Prestarnir, Levítarnir, hliðverðirnir, söngvararnir,+ ýmsir almennir borgarar, musterisþjónarnir* og allir aðrir Ísraelsmenn* settust að í borgum sínum.+ Í sjöunda mánuðinum+ höfðu Ísraelsmenn sest að í borgum sínum.+

8 Allt fólkið safnaðist nú saman á torginu við Vatnshliðið+ og bað Esra+ afritara* að sækja bókina með Móselögunum+ sem Jehóva hafði sagt Ísrael að fylgja.+ 2 Esra prestur sótti þá lögbókina og tók sér stöðu frammi fyrir söfnuðinum,+ körlum, konum og öllum sem höfðu aldur til að hlusta og skilja. Þetta var á fyrsta degi sjöunda mánaðarins.+ 3 Hann las upp úr henni+ við torgið hjá Vatnshliðinu fyrir karlana, konurnar og alla sem höfðu aldur til að skilja. Hann las frá birtingu til hádegis og fólkið hlustaði með athygli+ á lestur lögbókarinnar. 4 Esra afritari* stóð á trépalli sem hafði verið smíðaður af þessu tilefni. Honum á hægri hönd stóðu Mattitja, Sema, Anaja, Úría, Hilkía og Maaseja og honum á vinstri hönd stóðu Pedaja, Mísael, Malkía,+ Hasúm, Hasbaddana, Sakaría og Mesúllam.

5 Esra opnaði bókina að öllum ásjáandi því að hann stóð hærra en þeir. Allt fólkið stóð upp þegar hann opnaði hana. 6 Esra lofaði þá Jehóva, hinn sanna Guð, hinn mikla, og fólkið lyfti upp höndunum og sagði: „Amen!* Amen!“+ Það kraup síðan og féll á grúfu frammi fyrir Jehóva. 7 Jesúa, Baní, Serebja,+ Jamín, Akkúb, Sabbetaí, Hódía, Maaseja, Kelíta, Asarja, Jósabad,+ Hanan og Pelaja, sem voru Levítar, útskýrðu lögin fyrir fólkinu+ meðan það stóð. 8 Og þeir héldu áfram að lesa upp úr bókinni, lögbók hins sanna Guðs, og útskýrðu vel hvað lögin sögðu og hvað þau þýddu þannig að fólkið skildi það sem var lesið.+

9 Nehemía, sem var landstjóri,* Esra,+ prestur og afritari,* og Levítarnir sem voru að kenna sögðu nú við fólkið: „Þessi dagur er heilagur fyrir Jehóva Guði ykkar.+ Syrgið hvorki né grátið.“ En allt fólkið grét þegar það heyrði lögin lesin. 10 Nehemía sagði við fólkið: „Farið og borðið ljúffengan mat,* drekkið sæta drykki og sendið matarskammta+ til þeirra sem hafa ekkert að borða því að þessi dagur er heilagur fyrir Drottni okkar. Verið ekki döpur því að gleði Jehóva er styrkur* ykkar.“ 11 Og Levítarnir róuðu fólkið og sögðu: „Grátið ekki því að þessi dagur er heilagur. Verið ekki döpur.“ 12 Allt fólkið fór þá til að borða og drekka og senda matarskammta. Það hélt mikla gleðihátíð+ því að það skildi það sem það hafði lært.+

13 Ættarhöfðingjar fólksins, prestarnir og Levítarnir söfnuðust saman hjá Esra afritara* daginn eftir til að fá nánari skilning á efni laganna. 14 Þá uppgötvuðu þeir að í lögunum sem Jehóva hafði sett fyrir milligöngu Móse stóð að Ísraelsmenn ættu að búa í laufskálum* á hátíðinni í sjöunda mánuðinum.+ 15 Þar stóð að þeir ættu að boða+ og tilkynna í öllum borgum sínum og í Jerúsalem: „Farið upp í fjalllendið og sækið laufgaðar greinar af ólívutrjám, furutrjám, myrtutrjám, pálmum og öðrum trjám til að gera laufskála eins og kveðið er á um.“

16 Fólkið fór þá og sótti greinar til að gera sér laufskála, hver á húsþaki sínu, í garði sínum, í forgörðum húss hins sanna Guðs,+ á torginu við Vatnshliðið+ eða á torginu við Efraímshliðið.+ 17 Allir sem höfðu komið heim úr útlegðinni gerðu sér laufskála og bjuggu í þeim en það höfðu Ísraelsmenn ekki gert frá því á dögum Jósúa+ Núnssonar allt til þessa dags. Gleðin var mjög mikil.+ 18 Lesið var daglega upp úr lögbók hins sanna Guðs,+ frá fyrsta degi til hins síðasta. Hátíðin var haldin í sjö daga og á áttunda degi var haldin hátíðarsamkoma eins og kveðið var á um.+

9 Á 24. degi þess mánaðar söfnuðust Ísraelsmenn saman. Þeir föstuðu, klæddust hærusekkjum og jusu mold yfir höfuð sér.+ 2 Þeir sem voru af ísraelskum ættum aðgreindu sig frá öllum útlendingum,+ stigu fram og játuðu syndir sínar og syndir feðra sinna.+ 3 Þeir stóðu síðan upp hver á sínum stað og lesið var upp úr lögbók+ Jehóva Guðs þeirra fjórðung dagsins,* og annan fjórðung dagsins játuðu þeir syndir sínar og féllu fram fyrir Jehóva Guði sínum.

4 Jesúa, Baní, Kadmíel, Sebanja, Búní, Serebja,+ Baní og Kenaní stóðu á palli+ Levítanna og hrópuðu hárri röddu til Jehóva Guðs síns. 5 Og Levítarnir Jesúa, Kadmíel, Baní, Hasabneja, Serebja, Hódía, Sebanja og Petaja sögðu: „Standið upp og lofið Jehóva Guð ykkar um alla eilífð.*+ Lofað sé dýrlegt nafn þitt sem er hafið yfir öll blessunarorð og lofgjörð.

6 Þú einn ert Jehóva.+ Þú gerðir himnana, já, himin himnanna og allan þeirra her, jörðina og allt sem á henni er, höfin og allt sem í þeim er. Þú heldur öllu á lífi og her himnanna fellur fram fyrir þér. 7 Þú ert Jehóva, hinn sanni Guð, sem valdir Abram,+ leiddir hann frá Úr,+ borg Kaldea, og gafst honum nafnið Abraham.+ 8 Þú sást að hann var þér trúr+ og þú gerðir sáttmála við hann um að gefa honum land Kanverja, Hetíta, Amoríta, Peresíta, Jebúsíta og Gírgasíta til að afkomendur hans+ fengju það. Og þú hélst loforð þín því að þú ert réttlátur.

9 Þú sást hve forfeður okkar þjáðust í Egyptalandi+ og þú heyrðir þá hrópa á hjálp við Rauðahaf. 10 Þá gerðir þú tákn og kraftaverk sem bitnuðu á faraó og öllum þjónum hans og landsmönnum+ því að þú vissir að þeir voru hrokafullir+ í garð fólks þíns. Þú skapaðir þér nafn sem varir allt til þessa dags.+ 11 Og þú klaufst hafið fyrir framan þá þannig að þeir gengu á þurru gegnum það+ en þeim sem eltu þá steyptir þú í djúpið eins og steini í ólgandi haf.+ 12 Þú leiddir þá með skýstólpa á daginn og með eldstólpa um nætur til að lýsa þeim leiðina sem þeir áttu að fara.+ 13 Og þú steigst niður á Sínaífjall+ og talaðir við þá af himni.+ Þú gafst þeim réttláta úrskurði, áreiðanleg lög,* góð ákvæði og boðorð.+ 14 Þú kynntir fyrir þeim þinn heilaga hvíldardag+ og gafst þeim boðorð, ákvæði og lög fyrir milligöngu Móse þjóns þíns. 15 Þú gafst þeim brauð af himni þegar þeir voru svangir,+ lést vatn streyma út úr kletti þegar þeir voru þyrstir+ og sagðir þeim að ganga inn í landið sem þú hafðir svarið* að gefa þeim og að taka það til eignar.

16 En þeir, forfeður okkar, voru hrokafullir+ og urðu þrjóskir.*+ Þeir hlustuðu ekki á boðorð þín. 17 Þeir vildu ekki hlusta+ og mundu ekki eftir þeim dásemdarverkum sem þú vannst á meðal þeirra. Þeir urðu þrjóskir* og völdu sér leiðtoga til að geta snúið aftur í þrælkunina í Egyptalandi.+ En þú ert Guð sem fyrirgefur fúslega, ert samúðarfullur og miskunnsamur, seinn til reiði og sýnir tryggan kærleika*+ í ríkum mæli, og þú yfirgafst þá ekki.+ 18 Þeir gerðu sér málmlíkneski* af kálfi og sögðu: ‚Þetta er Guð þinn sem leiddi þig út úr Egyptalandi,‘+ og þeir sýndu þér mikla óvirðingu. 19 Jafnvel þá yfirgafstu þá ekki í óbyggðunum vegna þinnar miklu miskunnar.+ Skýstólpinn sem vísaði þeim veginn yfirgaf þá ekki á daginn og ekki heldur eldstólpinn um nætur sem lýsti þeim leiðina sem þeir áttu að fara.+ 20 Þú gafst þeim þinn góða anda til að veita þeim skilning.+ Þú lést þá ekki skorta manna+ og gafst þeim vatn þegar þeir voru þyrstir.+ 21 Í 40 ár sástu þeim fyrir mat í óbyggðunum.+ Þá skorti ekkert. Föt þeirra slitnuðu ekki+ og fætur þeirra bólgnuðu ekki.

22 Þú gafst þeim konungsríki og fólk og úthlutaðir ríkjunum einu af öðru+ þannig að þeir slógu eign sinni á land Síhons,+ það er land konungsins í Hesbon,+ og land Ógs,+ konungsins í Basan. 23 Og þú gerðir afkomendur þeirra jafn marga stjörnum himins.+ Síðan leiddirðu þá inn í landið sem þú hafðir lofað forfeðrum þeirra að þeir skyldu ganga inn í og eignast.+ 24 Synir þeirra lögðu þá undir sig landið+ og þú lést þá sigra Kanverjana+ sem bjuggu þar. Þú gafst bæði konunga þeirra og landsmenn þeim á vald svo að þeir gætu farið með þá eins og þeir vildu. 25 Þeir unnu víggirtar borgir+ og frjósamt land+ og tóku til eignar hús full af alls konar gæðum, tilbúna brunna, víngarða, ólívulundi+ og ógrynni af ávaxtatrjám. Þeir átu, urðu saddir og fitnuðu og nutu þess að búa við mikla gæsku þína.

26 En þeir urðu óhlýðnir, gerðu uppreisn gegn þér+ og sneru baki við lögum þínum.* Þeir drápu spámenn þína sem áminntu þá til að reyna að snúa þeim aftur til þín, og þeir sýndu þér mikla óvirðingu.+ 27 Þess vegna gafstu þá á vald óvinum þeirra+ sem gerðu þeim lífið erfitt.+ En þeir hrópuðu til þín í neyð sinni og þú heyrðir það á himnum. Í mikilli miskunn þinni gafstu þeim frelsara til að bjarga þeim úr höndum óvina þeirra.+

28 En um leið og þeir voru frjálsir gerðu þeir aftur það sem var illt í augum þínum+ og þú ofurseldir þá óvinum þeirra sem drottnuðu yfir þeim.*+ Þá sneru þeir sér til þín og hrópuðu á hjálp,+ og þú heyrðir það á himnum og bjargaðir þeim æ ofan í æ í mikilli miskunn þinni.+ 29 Þú áminntir þá og reyndir að fá þá til að fylgja lögum þínum á ný en þeir voru hrokafullir og vildu ekki hlusta á fyrirmæli þín.+ Þeir syndguðu gegn ákvæðum þínum en þau veita líf þeim sem lifir eftir þeim.+ Í þrjósku sinni sneru þeir baki við þér, urðu harðsvíraðir og neituðu að hlusta. 30 Þú sýndir þeim þolinmæði+ árum saman og hélst áfram að vara þá við með anda þínum fyrir milligöngu spámannanna en þeir vildu ekki hlusta. Að lokum seldirðu þá í hendur þjóðanna í kring.+ 31 En í mikilli miskunn þinni útrýmdir þú þeim ekki+ né yfirgafst þá því að þú ert miskunnsamur Guð og sýnir samúð.+

32 Og nú, Guð okkar, þú mikli, voldugi og mikilfenglegi Guð, þú sem hefur haldið sáttmála þinn og sýnt tryggan kærleika.+ Líttu ekki fram hjá öllum þeim raunum sem við höfum orðið fyrir, við, konungar okkar og höfðingjar,+ prestar okkar,+ spámenn+ og forfeður og allir þjónar þínir frá dögum Assýríukonunga+ fram á þennan dag. 33 Þú hefur verið réttlátur í öllu sem hefur komið yfir okkur því að þú hefur verið trúr. Við höfum aftur á móti gert það sem er illt.+ 34 Konungar okkar, höfðingjar, prestar og forfeður hafa ekki haldið lög þín né gefið gaum að boðorðum þínum eða áminningum* sem þú gafst þeim til viðvörunar. 35 Þeir áttu sitt eigið ríki og nutu þeirra ríkulegu gæða sem þú veittir þeim. Þeir bjuggu í víðáttumiklu og frjósömu landi sem þú gafst þeim. En ekki einu sinni þá þjónuðu þeir þér+ eða sneru sér frá vondum verkum sínum. 36 Og nú erum við þrælar+ – já, þrælar í landinu sem þú gafst forfeðrum okkar til að þeir gætu borðað ávexti þess og notið gæða þess. 37 Ríkuleg uppskera landsins fer til konunganna sem þú hefur sett yfir okkur vegna þess að við syndguðum.+ Þeir ráða yfir okkur og fara með okkur og búpening okkar eins og þeim sýnist og við erum mjög illa staddir.

38 Í ljósi alls þessa gerum við skriflegt og bindandi samkomulag+ og það er staðfest með innsigli höfðingja okkar, Levíta og presta.“+

10 Þeir sem staðfestu það með innsigli sínu+ voru:

Nehemía landstjóri* Hakalíason

og Sedekía, 2 Seraja, Asarja, Jeremía, 3 Pashúr, Amarja, Malkía, 4 Hattús, Sebanja, Mallúk, 5 Harím,+ Meremót, Óbadía, 6 Daníel,+ Ginnetón, Barúk, 7 Mesúllam, Abía, Míjamín, 8 Maasja, Bilgaí og Semaja. Þetta eru prestarnir.

9 Levítarnir sem staðfestu það auk þeirra voru: Jesúa Asanjason, Binnúí, einn af sonum Henadads, Kadmíel+ 10 og bræður þeirra, þeir Sebanja, Hódía, Kelíta, Pelaja, Hanan, 11 Míka, Rehób, Hasabja, 12 Sakkúr, Serebja,+ Sebanja, 13 Hódía, Baní og Benínú.

14 Höfðingjar fólksins sem staðfestu það voru: Parós, Pahat Móab,+ Elam, Sattú, Baní, 15 Búní, Asgad, Bebaí, 16 Adónía, Bigvaí, Adín, 17 Ater, Hiskía, Assúr, 18 Hódía, Hasúm, Besaí, 19 Haríf, Anatót, Nóbaí, 20 Magpías, Mesúllam, Hesír, 21 Mesesabel, Sadók, Jaddúa, 22 Pelatja, Hanan, Anaja, 23 Hósea, Hananja, Hassúb, 24 Hallóhes, Pílha, Sóbek, 25 Rehúm, Hasabna, Maaseja, 26 Ahía, Hanan, Anan, 27 Mallúk, Harím og Baana.

28 Allir hinir – prestarnir, Levítarnir, hliðverðirnir, söngvararnir, musterisþjónarnir* og allir sem aðgreindu sig frá nágrannaþjóðunum til að fylgja lögum hins sanna Guðs+ ásamt konum sínum, sonum og dætrum, öllum sem höfðu þekkingu og skilning* – 29 slógust í hóp með bræðrum sínum, framámönnunum. Þeir skuldbundu sig með bölvun* og eiði til að fylgja lögum hins sanna Guðs sem gefin voru fyrir milligöngu Móse, þjóns hins sanna Guðs, og lofuðu að halda vandlega öll boðorð Jehóva Drottins okkar og fylgja úrskurðum hans og ákvæðum. 30 Við munum ekki gefa þjóðunum í landinu dætur okkar og ekki taka dætur þeirra handa sonum okkar.+

31 Ef þjóðirnar í landinu koma með vörur sínar og ýmiss konar korn til sölu á hvíldardegi kaupum við ekkert af þeim á þeim degi+ og hið sama er að segja um aðra helgidaga.+ Við munum ekki yrkja landið sjöunda árið+ og við munum gefa eftir allar útistandandi skuldir.+

32 Við gengumst líka undir að gefa hver og einn þriðjung úr sikli* árlega til þjónustunnar í húsi* Guðs okkar,+ 33 fyrir brauðstaflana,*+ daglegu kornfórnina,+ brennifórnirnar á hvíldardögum+ og tunglkomudögum,+ fyrir árlegu hátíðirnar,+ helgigjafirnar, syndafórnirnar+ til að friðþægja fyrir Ísrael og fyrir alla vinnu við hús Guðs.

34 Við vörpum hlutkesti til að ákveða hvenær á árinu hvaða ætt presta, Levíta og fólks almennt skuli koma með eldivið til húss Guðs okkar ár hvert. Viðinn á að brenna á altari Jehóva Guðs okkar eins og kveðið er á um í lögunum.+ 35 Við munum einnig koma með fyrstu afurð akra okkar og fyrstu þroskuðu ávextina af hvers kyns ávaxtatrjám til húss Jehóva á hverju ári.+ 36 Í samræmi við lögin ætlum við auk þess að koma með frumburði sona okkar og húsdýra+ og frumburði nautgripa okkar, sauðfjár og geita. Við komum með þá í hús Guðs, til prestanna sem þjóna þar.+ 37 Við færum prestunum framlög okkar til að setja í geymslurnar* í húsi Guðs okkar:+ fyrsta grófmalaða kornið,+ ávexti af hvers kyns trjám,+ nýtt vín og olíu.+ Og við gefum Levítunum tíundina+ af því sem vex á landi okkar en það eru Levítarnir sem taka við tíundinni í öllum akuryrkjuborgum okkar.

38 Presturinn, sonur Arons, á að vera með Levítunum þegar þeir taka við tíundinni, og Levítarnir eiga síðan að gefa tíund af tíundinni til húss Guðs okkar+ og leggja í geymslurnar* í birgðahúsinu. 39 Ísraelsmenn og Levítarnir eiga sem sagt að færa framlögin+ í geymslurnar,* það er að segja kornið, nýja vínið og olíuna.+ Þar eru áhöld helgidómsins geymd og þar hafa prestarnir sem gegna þjónustu, hliðverðirnir og söngvararnir aðsetur. Við munum ekki vanrækja hús Guðs okkar.+

11 Nú bjuggu höfðingjar fólksins í Jerúsalem.+ Annars staðar varpaði fólk hlutkesti+ um hverjir skyldu flytjast til Jerúsalem, borgarinnar helgu. Einn af hverjum tíu var valinn til þess en hinir níu bjuggu áfram í hinum borgunum. 2 Sumir buðu sig auk þess fram til að búa í Jerúsalem og fólkið blessaði þá.

3 Þetta eru leiðtogar skattlandsins sem bjuggu í Jerúsalem. (Aðrir Ísraelsmenn, prestar, Levítar, musterisþjónar*+ og afkomendur þjóna Salómons+ bjuggu í öðrum borgum Júda, hver á sinni eign í borg sinni.+

4 Í Jerúsalem bjuggu líka sumir af ættkvíslum Júda og Benjamíns.) Af ættkvísl Júda voru Ataja Ússíason, sonar Sakaría, sonar Amarja, sonar Sefatja, sonar Mahalalels sem var einn af afkomendum Peresar,+ 5 og Maaseja Barúksson, sonar Kol Hóse, sonar Hasaja, sonar Adaja, sonar Jójaríbs, sonar Sakaría af ætt Sela. 6 Afkomendur Peresar sem bjuggu í Jerúsalem voru alls 468 vopnfærir menn.

7 Þessir voru af ættkvísl Benjamíns: Sallú+ Mesúllamsson, sonar Jóeds, sonar Pedaja, sonar Kólaja, sonar Maaseja, sonar Ítíels, sonar Jesaja, 8 og auk hans Gabbaí og Sallaí, alls 928 menn. 9 Jóel Síkríson var umsjónarmaður þeirra og Júda Hassenúason var næstæðstur yfir borginni.

10 Af prestunum: Jedaja Jójaríbsson, Jakín,+ 11 Seraja Hilkíason, sonar Mesúllams, sonar Sadóks, sonar Merajóts, sonar Ahítúbs,+ eins af æðstu mönnunum í húsi* hins sanna Guðs, 12 og bræður þeirra, sem önnuðust störfin við húsið, alls 822; og Adaja Jeróhamsson, sonar Pelalja, sonar Amsí, sonar Sakaría, sonar Pashúrs,+ sonar Malkía 13 og bræður hans sem voru ættarhöfðingjar, alls 242; og Amassaí Asarelsson, sonar Ahsaí, sonar Mesillemóts, sonar Immers, 14 og bræður þeirra sem voru kraftmiklir og hugrakkir menn, alls 128. Umsjónarmaður þeirra var Sabdíel sem var af þekktum ættum.

15 Af Levítunum: Semaja+ Hassúbsson, sonar Asríkams, sonar Hasabja, sonar Búní, 16 og Sabbetaí+ og Jósabad+ en þeir voru yfirmenn meðal Levítanna sem sáu um þjónustuna við hús hins sanna Guðs utandyra; 17 og Mattanja+ Míkason, sonar Sabdí, sonar Asafs,+ kórstjóri sem stjórnaði lofsöngnum við bænastundina,+ Bakbúkja, aðstoðarmaður bræðra sinna, og Abda Sammúason, sonar Galals, sonar Jedútúns.+ 18 Levítarnir í borginni helgu voru alls 284.

19 Og hliðverðirnir voru Akkúb, Talmón+ og bræður þeirra sem stóðu vörð við hliðin, alls 172.

20 Aðrir Ísraelsmenn, prestar og Levítar bjuggu í öllum hinum borgum Júda, hver á sinni eign sem hann hafði fengið í arf.* 21 Musterisþjónarnir*+ bjuggu í Ófel,+ og Síha og Gispa voru umsjónarmenn þeirra.

22 Umsjónarmaður Levítanna í Jerúsalem var Ússí Baníson, sonar Hasabja, sonar Mattanja,+ sonar Míka, eins af afkomendum Asafs, söngvaranna. Hann hafði umsjón með störfunum við hús hins sanna Guðs. 23 Konungleg tilskipun hafði verið gefin um söngvarana,+ að þeir fengju ákveðinn styrk svo að þeir hefðu það sem þeir þyrftu á hverjum degi. 24 Petaja Mesesabelsson af ætt Sera Júdasonar var ráðgjafi* konungs í öllum málum fólksins.

25 Skrá um bæina með tilheyrandi akurlendi: Sumir af Júdamönnum bjuggu í Kirjat Arba+ og tilheyrandi þorpum,* í Díbon og tilheyrandi þorpum, í Jekabeel+ og bæjunum í kring, 26 í Jesúa, í Mólada,+ í Bet Pelet,+ 27 í Hasar Súal,+ í Beerseba og tilheyrandi þorpum,* 28 í Siklag,+ í Mekóna og tilheyrandi þorpum,* 29 í En Rimmon,+ Sórea+ og Jarmút, 30 í Sanóa,+ í Adúllam og bæjunum í kring, í Lakís+ og ökrunum í kring og í Aseka+ og tilheyrandi þorpum.* Þeir settust að* á svæðinu frá Beerseba allt að Hinnomsdal.+

31 Benjamínítar bjuggu í Geba,+ Mikmas, Aja, Betel+ og tilheyrandi þorpum,* 32 í Anatót,+ Nób,+ Ananja, 33 Hasór, Rama,+ Gittaím, 34 Hadíd, Sebóím, Neballat, 35 Lód og Ónó,+ dal handverksmannanna. 36 Og sumum flokkum Levítanna frá Júda var sagt að setjast að á svæði Benjamíns.

12 Þetta eru prestarnir og Levítarnir sem komu með Serúbabel+ Sealtíelssyni+ og Jesúa:+ Seraja, Jeremía, Esra, 2 Amarja, Mallúk, Hattús, 3 Sekanja, Rehúm, Meremót, 4 Iddó, Ginntóí, Abía, 5 Míjamín, Maadja, Bilga, 6 Semaja, Jójaríb, Jedaja, 7 Sallú, Amók, Hilkía og Jedaja. Þetta eru þeir sem voru yfir prestunum og bræðrum þeirra á dögum Jesúa.

8 Levítarnir voru Jesúa, Binnúí, Kadmíel,+ Serebja, Júda og Mattanja+ sem stjórnaði þakkarsöngnum ásamt bræðrum sínum. 9 Og Bakbúkja og Únní bræður þeirra stóðu andspænis þeim og héldu vörð.* 10 Jesúa eignaðist Jójakím, Jójakím eignaðist Eljasíb+ og Eljasíb Jójada.+ 11 Jójada eignaðist Jónatan og Jónatan eignaðist Jaddúa.

12 Þetta voru höfðingjar prestaættanna á dögum Jójakíms: Meraja fyrir ætt Seraja,+ Hananja fyrir ætt Jeremía, 13 Mesúllam fyrir ætt Esra,+ Jóhanan fyrir ætt Amarja, 14 Jónatan fyrir ætt Mallúkí, Jósef fyrir ætt Sebanja, 15 Adna fyrir ætt Haríms,+ Helkaí fyrir ætt Merajóts, 16 Sakaría fyrir ætt Iddós, Mesúllam fyrir ætt Ginnetóns, 17 Síkrí fyrir ætt Abía,+ …* fyrir ætt Minjamíns, Piltaí fyrir ætt Módaja, 18 Sammúa fyrir ætt Bilga,+ Jónatan fyrir ætt Semaja, 19 Matnaí fyrir ætt Jójaríbs, Ússí fyrir ætt Jedaja,+ 20 Kallaí fyrir ætt Sallaí, Eber fyrir ætt Amóks, 21 Hasabja fyrir ætt Hilkía og Netanel fyrir ætt Jedaja.

22 Ættarhöfðingjar Levítanna og prestanna á dögum Eljasíbs, Jójada, Jóhanans og Jaddúa+ voru skráðir, allt til stjórnartíðar Daríusar hins persneska.

23 Levítar sem voru ættarhöfðingjar voru skráðir í annálabókina, allt fram á daga Jóhanans Eljasíbssonar. 24 Höfðingjar Levítanna voru Hasabja, Serebja og Jesúa+ Kadmíelsson.+ Bræður þeirra stóðu andspænis þeim, lofuðu Guð og þökkuðu honum, varðhópur hjá varðhópi, í samræmi við fyrirmæli Davíðs+ sem var maður hins sanna Guðs. 25 Mattanja,+ Bakbúkja, Óbadía, Mesúllam, Talmón og Akkúb+ voru hliðverðir+ og vöktuðu geymslurnar við hliðin. 26 Þeir voru uppi á dögum Jójakíms Jesúasonar,+ sonar Jósadaks, og á dögum Nehemía landstjóra og Esra,+ prests og afritara.*

27 Þegar múrar Jerúsalem voru vígðir var leitað að Levítunum alls staðar þar sem þeir bjuggu og komið með þá til Jerúsalem til að halda vígsluhátíð með fögnuði og þakkarsöng+ þar sem leikið yrði á málmgjöll, strengjahljóðfæri og hörpur. 28 Útlærðir söngvarar* söfnuðust saman frá héraðinu,* frá öllu svæðinu í kringum Jerúsalem, frá þorpum Netófatíta,+ 29 frá Bet Gilgal+ og frá sveitunum kringum Geba+ og Asmavet,+ en þeir höfðu byggt sér bæi allt í kringum Jerúsalem. 30 Prestarnir og Levítarnir hreinsuðu sig, og þeir hreinsuðu líka fólkið,+ hliðin+ og múrinn.+

31 Síðan lét ég höfðingja Júda fara upp á múrinn. Ég stillti upp tveim fjölmennum kórum til að syngja þakkarsöngva og tveim hópum sem áttu að fylgja þeim. Annar kórinn gekk til hægri á múrnum í átt að Öskuhliðinu.+ 32 Hósaja og helmingurinn af höfðingjum Júda gengu á eftir þeim 33 ásamt Asarja, Esra, Mesúllam, 34 Júda, Benjamín, Semaja og Jeremía. 35 Með þeim voru nokkrir af sonum prestanna sem léku á lúðra:+ Sakaría Jónatansson, sonar Semaja, sonar Mattanja, sonar Míkaja, sonar Sakkúrs, sonar Asafs,+ 36 og bræður hans Semaja, Asarel, Mílalaí, Gílalaí, Maaí, Netanel, Júda og Hananí en þeir léku á hljóðfæri Davíðs+ sem var maður hins sanna Guðs. Esra+ afritari* gekk á undan þeim. 37 Við Lindarhliðið+ gengu þeir beint áfram yfir tröppurnar+ að Davíðsborg,+ upp hallann á múrnum fyrir ofan hús Davíðs og áfram að Vatnshliðinu+ austan megin.

38 Hinn kórinn sem söng þakkarsöngva gekk í hina áttina* og ég fylgdi honum ásamt hinum helmingi fólksins. Við gengum á múrnum yfir Ofnturninn+ og áfram að Breiðamúr+ 39 og yfir Efraímshliðið,+ áfram að Hliði gömlu borgarinnar+ og að Fiskhliðinu,+ Hananelturni,+ Meaturni og Sauðahliðinu.+ Við námum síðan staðar við Varðmannahliðið.

40 Að lokum tóku báðir kórarnir sér stöðu fyrir framan hús hins sanna Guðs. Ég gerði það líka ásamt helmingi embættismannanna, þeim sem voru með mér, 41 og prestunum Eljakím, Maaseja, Minjamín, Míkaja, Eljóenaí, Sakaría og Hananja sem léku á lúðra 42 og þeim Maaseja, Semaja, Eleasar, Ússí, Jóhanan, Malkía, Elam og Eser. Söngvararnir sungu hátt undir stjórn Jisrahja.

43 Á þeim degi færðu þeir miklar fórnir og glöddust+ því að hinn sanni Guð hafði veitt þeim mikla gleði. Konur og börn glöddust líka+ þannig að fagnaðarlætin í Jerúsalem heyrðust langar leiðir.+

44 Þennan sama dag voru skipaðir menn til að hafa umsjón með geymslunum+ fyrir framlögin,+ frumgróðann+ og tíundina.+ Þar átti að geyma það sem prestunum og Levítunum+ var ætlað af ökrum borganna samkvæmt lögunum,+ en mikil gleði ríkti í Júda yfir því að prestarnir og Levítarnir skyldu gegna þjónustu sinni. 45 Þeir fóru að sinna störfunum sem Guð þeirra hafði falið þeim og gegna hreinsunarskyldunni, og eins gerðu söngvararnir og hliðverðirnir í samræmi við fyrirmæli Davíðs og Salómons sonar hans, 46 en löngu áður, á dögum Davíðs og Asafs, voru söngvararnir með stjórnendur þegar sungnir voru lofsöngvar og þakkarsöngvar til Guðs.+ 47 Á dögum Serúbabels+ og á dögum Nehemía gáfu Ísraelsmenn söngvurunum+ og hliðvörðunum+ framlög eftir því sem þeir þurftu daglega. Þeir gáfu líka Levítunum+ það sem þeir áttu að fá og Levítarnir gáfu afkomendum Arons það sem þeir áttu að fá.

13 Á þeim degi var lesið upp úr bók Móse fyrir fólkið.+ Þá sáu menn að það stóð í henni að enginn Ammóníti eða Móabíti+ mætti nokkurn tíma ganga í söfnuð hins sanna Guðs+ 2 því að þeir höfðu ekki komið á móti Ísraelsmönnum með brauð og vatn heldur ráðið Bíleam til að bölva þeim.+ En Guð okkar hafði snúið bölvuninni í blessun.+ 3 Þegar þeir heyrðu hvað stóð í lögunum fóru þeir að aðgreina alla sem voru af erlendum* uppruna frá Ísrael.+

4 Áður hafði Eljasíb+ prestur haft umsjón með geymslunum* í húsi* Guðs okkar+ en hann var tengdur Tobía.+ 5 Hann hafði gefið Tobía aðgang að stórri geymslu* sem áður hafði verið notuð undir kornfórnina, reykelsið, áhöldin og tíundina af korninu, nýja víninu og olíunni+ sem Levítarnir,+ söngvararnir og hliðverðirnir eiga rétt á og undir framlögin til prestanna.+

6 Á þessum tíma var ég ekki í Jerúsalem því að á 32. stjórnarári+ Artaxerxesar,+ konungs í Babýlon, hafði ég farið til konungs. En að nokkrum tíma liðnum bað ég konung um fjarvistarleyfi. 7 Þegar ég kom til Jerúsalem sá ég hvílíka svívirðu Eljasíb+ hafði framið með því að gefa Tobía+ aðgang að geymslu í forgarði húss hins sanna Guðs. 8 Mér mislíkaði þetta mjög og ég henti öllum húsgögnum Tobía út úr geymslunni.* 9 Síðan skipaði ég að geymslurnar* skyldu hreinsaðar og ég flutti þangað aftur áhöld húss hins sanna Guðs+ ásamt kornfórninni og reykelsinu.+

10 Ég komst einnig að raun um að Levítarnir höfðu ekki fengið framlögin+ sem þeir áttu að fá.+ Levítarnir og söngvararnir sem gegndu þjónustu voru því farnir til að vinna á ökrum sínum.+ 11 Ég ávítaði embættismennina+ og sagði: „Hvers vegna hefur hús hins sanna Guðs verið vanrækt?“+ Síðan kallaði ég saman þá sem höfðu farið og fól þeim að gegna störfum sínum að nýju. 12 Allir Júdamenn komu nú með tíundina+ af korninu, nýja víninu og olíunni í geymslurnar.+ 13 Ég skipaði Selemja prest, Sadók afritara* og Levítann Pedaja til að hafa umsjón með geymslunum og Hanan Sakkúrsson, sonar Mattanja, þeim til aðstoðar því að þeir voru taldir áreiðanlegir menn. Þeir höfðu það verkefni að dreifa framlögunum til bræðra sinna.

14 Minnstu mín,+ Guð minn, vegna þessa og gleymdu ekki að ég hef sýnt húsi Guðs míns og þjónustunni* þar tryggan kærleika.+

15 Ég sá líka fólk í Júda troða vínber á hvíldardegi,+ klyfja asna með korni og flytja heilu haugana af því, og koma með vín, vínber, fíkjur og alls konar varning inn í Jerúsalem á hvíldardegi.+ Ég varaði það við að selja matvörur á þeim degi.* 16 Týrverjar sem bjuggu í borginni komu með fisk og alls konar vörur og seldu Júdamönnum og Jerúsalembúum á hvíldardeginum.+ 17 Ég ávítaði þá tignarmenn Júda og sagði við þá: „Hvernig getið þið gert annað eins og vanhelgað hvíldardaginn? 18 Var það ekki einmitt þetta sem forfeður ykkar gerðu svo að Guð okkar lét allar þessar hörmungar koma yfir okkur og yfir þessa borg? Nú kallið þið enn meiri reiði yfir Ísrael með því að vanhelga hvíldardaginn.“+

19 Um leið og tók að skyggja og hvíldardagurinn nálgaðist fyrirskipaði ég að hliðum Jerúsalem skyldi lokað. Ég skipaði einnig að ekki mætti opna þau á ný fyrr en eftir hvíldardaginn og lét nokkra af mínum eigin mönnum standa vörð við hliðin þannig að ekki yrði komið með neinar vörur á hvíldardegi. 20 Kaupmenn og sölumenn alls konar varnings voru því næturlangt fyrir utan Jerúsalem í eitt eða tvö skipti. 21 Ég ávítaði þá og sagði: „Hvers vegna eyðið þið nóttinni fyrir utan múrinn? Ef þið gerið þetta aftur læt ég reka ykkur burt með valdi.“ Eftir það létu þeir ekki sjá sig á hvíldardegi.

22 Ég sagði líka Levítunum að hreinsa sig reglulega og koma og standa vörð við hliðin þannig að hvíldardagurinn héldist heilagur.+ Minnstu mín einnig fyrir þetta, Guð minn, og hafðu meðaumkun með mér í óþrjótandi kærleika* þínum.+

23 Um þessar mundir sá ég líka Gyðinga sem höfðu gifst* konum frá Asdód,+ Ammón og Móab.+ 24 Helmingur barna þeirra talaði asdódsku og hinn helmingurinn mál einhverrar af hinum þjóðunum en ekkert þeirra kunni mál Gyðinga. 25 Ég ávítaði þá, formælti þeim og barði nokkra þeirra,+ hárreytti þá, lét þá sverja við Guð og sagði: „Þið skuluð ekki gefa sonum þeirra dætur ykkar og þið skuluð ekki taka nokkrar af dætrum þeirra handa sonum ykkar eða sjálfum ykkur.+ 26 Var það ekki af þessum orsökum sem Salómon konungur Ísraels syndgaði? Meðal hinna mörgu þjóða var enginn konungur honum líkur.+ Guð hans elskaði hann+ og gerði hann að konungi yfir öllum Ísrael en útlendu eiginkonurnar fengu jafnvel hann til að syndga.+ 27 Það er með ólíkindum að þið skulið hafa gert ykkur seka um þessa svívirðu og svikið Guð okkar með því að giftast útlenskum konum.“+

28 Einn af sonum Jójada+ Eljasíbssonar+ æðstaprests hafði gifst dóttur Sanballats+ Hóroníta. Ég rak hann því burt frá mér.

29 Mundu eftir þeim, Guð minn, því að þeir hafa vanhelgað prestdóminn og sáttmálann við prestana+ og Levítana.+

30 Og ég hreinsaði fólkið af öllum erlendum áhrifum og fól prestunum og Levítunum hverjum sitt verkefni,+ 31 og ég sá til þess að komið væri með eldivið+ á ákveðnum tímum og með fyrstu þroskuðu ávextina.

Minnstu mín, Guð minn, mér til góðs.+

Sem þýðir ‚Jah hughreystir‘.

Eða „höllinni“.

Sjá viðauka B15.

Eða „þeirri viðvörun sem þú gafst“.

Það er, konungurinn.

Sjá viðauka B15.

Eða „vestan Efrat“.

Orðrétt „virkisins sem tilheyrir húsinu“.

Orðrétt „þjónn“.

Sennilega sama lind og Rógellind.

Orðrétt „styrktu þeir hendur sínar“.

Orðrétt „þjónn“.

Eða „vígðu“.

Eða „ekki beygja háls sinn“.

Orðrétt „sem tilheyra hásæti“.

Eða „vestan Efrat“.

Eða „ilmvatnsgerðarmönnunum“.

Eða „hellulögðu“.

Eða „gerðu við útmældan hluta“.

Um 445 m. Sjá viðauka B14.

Eða hugsanl. „svæðinu í grennd“.

Eða „höll“.

Á hebr. netiním sem þýðir ‚hinir gefnu‘, það er, til að þjóna Guði.

Eða „sal sínum; herbergi sínu“.

Á hebr. netiním sem þýðir ‚hinir gefnu‘, það er, til að þjóna Guði.

Eða „var stórmóðgaður“.

Eða „Burðarmennirnir“.

Orðrétt „tíu sinnum“.

Orðrétt „stóðu á bak við“.

Eða „kastvopni“.

Orðrétt „Hold okkar er eins og hold bræðra“.

Eða „okurvexti“.

Eða „1 prósentinu“, það er, á mánuði.

Orðrétt „úr skikkjubarmi mínum“.

Eða „Verði svo!“

Sikill jafngilti 11,4 g. Sjá viðauka B14.

Eða „á minn kostnað“.

Eða „Minnstu mín, Guð minn, mér til góðs“.

Orðrétt „spunnið þetta upp í hjarta þínu“.

Sjá viðauka B15.

Orðrétt „féllu þær mjög í eigin áliti“.

Á hebr. netiním sem þýðir ‚hinir gefnu‘, það er, til að þjóna Guði.

Á hebr. netiním sem þýðir ‚hinir gefnu‘, það er, til að þjóna Guði.

Eða „álitnir óhreinir og því reknir úr“.

Á hebr. tirshata, persneskur titill skattlandsstjóra.

Á hebr. tirshata, persneskur titill skattlandsstjóra.

Ein slík drakma er almennt talin jafngilda persneska gulldaríkanum sem vó 8,4 g. Ekki sama drakma og í Grísku ritningunum. Sjá viðauka B14.

Mína í Hebresku ritningunum jafngilti 570 g. Sjá viðauka B14.

Á hebr. netiním sem þýðir ‚hinir gefnu‘, það er, til að þjóna Guði.

Orðrétt „allur Ísrael“.

Eða „fræðimann“.

Eða „fræðimaður“.

Eða „Verði svo!“

Á hebr. tirshata, persneskur titill skattlandsstjóra.

Eða „fræðimaður“.

Orðrétt „feitan mat“.

Orðrétt „vígi“.

Eða „fræðimanni“.

Eða „bráðabirgðaskýlum“.

Eða „í þrjár klukkustundir“.

Eða „frá eilífð til eilífðar“.

Orðrétt „lög sannleikans“.

Orðrétt „lyft hönd þinni upp á“.

Orðrétt „harðsvíraðir“.

Orðrétt „harðsvíraðir“.

Eða „ástúðlega umhyggju“.

Eða „steypt líkneski“.

Orðrétt „köstuðu lögum þínum að baki sér“.

Eða „yfirbuguðu þá“.

Eða „viðvörunum“.

Á hebr. tirshata, persneskur titill skattlandsstjóra.

Á hebr. netiním sem þýðir ‚hinir gefnu‘, það er, til að þjóna Guði.

Eða hugsanl. „öllum sem höfðu aldur til að skilja“.

Sjá orðaskýringar.

Sikill jafngilti 11,4 g. Sjá viðauka B14.

Eða „musteri“.

Það er, skoðunarbrauðin.

Eða „matsalina“.

Eða „matsalina“.

Eða „matsalina“.

Á hebr. netiním sem þýðir ‚hinir gefnu‘, það er, til að þjóna Guði.

Eða „musteri“.

Eða „á erfðahlut sínum“.

Á hebr. netiním sem þýðir ‚hinir gefnu‘, það er, til að þjóna Guði.

Orðrétt „var við hönd“.

Eða „þorpunum í kring“.

Eða „þorpunum í kring“.

Eða „þorpunum í kring“.

Eða „þorpunum í kring“.

Eða „gerðu sér búðir“.

Eða „þorpunum í kring“.

Eða hugsanl. „meðan sungið var“.

Hér virðist falla niður nafn í hebreska textanum.

Eða „fræðimanns“.

Orðrétt „Synir söngvaranna“.

Það er, héraðinu við Jórdan.

Eða „fræðimaður“.

Eða „fyrir framan“.

Eða „blönduðum“.

Eða „matsölunum“.

Eða „musteri“.

Eða „stórum matsal“.

Eða „matsalnum“.

Eða „matsalirnir“.

Eða „fræðimann“.

Eða „umsjóninni“.

Eða hugsanl. „varaði það við á þeim degi að selja matvörur“.

Eða „tryggum kærleika“.

Eða „tekið heim til sín“.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila