Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 1. Samúelsbók 1
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

1. Samúelsbók – yfirlit

      • Elkana og eiginkonur hans (1–8)

      • Hanna biður um son (9–18)

      • Samúel fæðist og hann gefinn Jehóva (19–28)

1. Samúelsbók 1:1

Neðanmáls

  • *

    Eða „Í Rama í Efraímsfjöllum bjó Súfíti“.

Millivísanir

  • +1Sa 1:19; 7:15, 17
  • +Jós 16:5
  • +1Kr 6:22, 27

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.4.1998, bls. 28

1. Samúelsbók 1:3

Neðanmáls

  • *

    Eða „falla fram fyrir“.

Millivísanir

  • +2Mó 23:14; 34:23; 5Mó 12:5, 6; Jós 18:1; Dóm 21:19; Lúk 2:41
  • +1Sa 2:12, 22; 4:17
  • +4Mó 3:10; 5Mó 33:10; Mal 2:7

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.4.1998, bls. 28

1. Samúelsbók 1:4

Millivísanir

  • +3Mó 7:15

1. Samúelsbók 1:5

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „hafði lokað móðurlífi hennar“.

1. Samúelsbók 1:7

Millivísanir

  • +5Mó 16:16; 1Sa 2:18, 19

1. Samúelsbók 1:8

Neðanmáls

  • *

    Eða „hrygg í hjarta“.

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.4.2005, bls. 30

1. Samúelsbók 1:9

Neðanmáls

  • *

    Það er, tjaldbúðinni.

Millivísanir

  • +2Mó 25:8; 1Sa 3:3; 2Sa 7:2

1. Samúelsbók 1:10

Millivísanir

  • +Sl 55:22; 65:2

1. Samúelsbók 1:11

Millivísanir

  • +1Mó 30:22
  • +4Mó 6:5

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn (námsútgáfa),

    4.2017, bls. 4-5

1. Samúelsbók 1:15

Millivísanir

  • +Sl 42:6; 62:8; 142:2

1. Samúelsbók 1:17

Millivísanir

  • +1Sa 1:11

1. Samúelsbók 1:19

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „minntist hennar“.

Millivísanir

  • +1Sa 1:1
  • +1Sa 1:11; Sl 66:19; Okv 15:29

1. Samúelsbók 1:20

Neðanmáls

  • *

    Eða hugsanl. „Í fyllingu tímans“.

  • *

    Sem þýðir ‚nafn Guðs‘.

Millivísanir

  • +1Mó 5:29; 41:51; 2Mó 2:21, 22; Mt 1:21

1. Samúelsbók 1:21

Millivísanir

  • +1Sa 1:3

1. Samúelsbók 1:22

Millivísanir

  • +5Mó 16:16
  • +1Sa 1:11; 2:11; 2Kr 31:16

1. Samúelsbók 1:23

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „Gerðu það sem er gott í þínum augum“.

1. Samúelsbók 1:24

Neðanmáls

  • *

    Um 22 l. Sjá viðauka B14.

Millivísanir

  • +4Mó 15:8–10
  • +Jós 18:1

1. Samúelsbók 1:26

Millivísanir

  • +1Sa 1:15

1. Samúelsbók 1:27

Millivísanir

  • +1Sa 1:11, 17; Sl 66:19

1. Samúelsbók 1:28

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „lána“.

  • *

    Hér virðist átt við Elkana.

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn (námsútgáfa),

    4.2017, bls. 5

Almennt

1. Sam. 1:11Sa 1:19; 7:15, 17
1. Sam. 1:1Jós 16:5
1. Sam. 1:11Kr 6:22, 27
1. Sam. 1:32Mó 23:14; 34:23; 5Mó 12:5, 6; Jós 18:1; Dóm 21:19; Lúk 2:41
1. Sam. 1:31Sa 2:12, 22; 4:17
1. Sam. 1:34Mó 3:10; 5Mó 33:10; Mal 2:7
1. Sam. 1:43Mó 7:15
1. Sam. 1:75Mó 16:16; 1Sa 2:18, 19
1. Sam. 1:92Mó 25:8; 1Sa 3:3; 2Sa 7:2
1. Sam. 1:10Sl 55:22; 65:2
1. Sam. 1:111Mó 30:22
1. Sam. 1:114Mó 6:5
1. Sam. 1:15Sl 42:6; 62:8; 142:2
1. Sam. 1:171Sa 1:11
1. Sam. 1:191Sa 1:1
1. Sam. 1:191Sa 1:11; Sl 66:19; Okv 15:29
1. Sam. 1:201Mó 5:29; 41:51; 2Mó 2:21, 22; Mt 1:21
1. Sam. 1:211Sa 1:3
1. Sam. 1:225Mó 16:16
1. Sam. 1:221Sa 1:11; 2:11; 2Kr 31:16
1. Sam. 1:244Mó 15:8–10
1. Sam. 1:24Jós 18:1
1. Sam. 1:261Sa 1:15
1. Sam. 1:271Sa 1:11, 17; Sl 66:19
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
Biblían – Nýheimsþýðingin
1. Samúelsbók 1:1–28

Fyrri Samúelsbók

1 Í Ramataím Sófím+ í Efraímsfjöllum+ bjó maður nokkur* sem hét Elkana.+ Hann var Efraímíti og var sonur Jeróhams, sonar Elíhú, sonar Tóhú, sonar Súfs. 2 Hann átti tvær konur, önnur hét Hanna og hin Peninna. Peninna átti börn en Hanna átti engin börn. 3 Á hverju ári fór hann úr borg sinni til að tilbiðja* Jehóva hersveitanna í Síló og færa honum sláturfórn,+ en þar voru báðir synir Elí, þeir Hofní og Pínehas,+ prestar Jehóva.+

4 Dag einn þegar Elkana færði sláturfórn gaf hann Peninnu konu sinni og öllum sonum hennar og dætrum hluta af kjötinu.+ 5 Hönnu gaf hann hins vegar sérvalinn hluta því að hann elskaði hana, en Jehóva hafði ekki gefið henni nein börn.* 6 Hin konan hæddist stöðugt að henni og reyndi að særa hana af því að Jehóva hafði ekki gefið henni börn. 7 Þannig lét hún ár eftir ár. Í hvert skipti sem Hanna fór upp til húss Jehóva+ gerði hin konan gys að henni svo að hún fór að gráta og vildi ekki borða. 8 En Elkana maðurinn hennar sagði við hana: „Hanna, af hverju græturðu og hvers vegna borðarðu ekkert? Af hverju ertu svona döpur?* Er ég þér ekki betri en tíu synir?“

9 Eftir að þau höfðu lokið við að borða og drekka í Síló stóð Hanna upp og fór. Elí prestur sat þá á stól sínum við dyrastafinn á musteri Jehóva.*+ 10 Hanna var í miklu uppnámi. Hún bað til Jehóva+ og hágrét. 11 Hún vann svohljóðandi heit: „Jehóva hersveitanna, ef þú lítur á eymd ambáttar þinnar og gleymir mér ekki heldur minnist mín og gefur ambátt þinni son+ þá skal ég gefa hann þér, Jehóva, alla ævi hans og rakhnífur skal ekki snerta höfuð hans.“+

12 Hanna bað lengi til Jehóva og á meðan fylgdist Elí með munni hennar. 13 Hún baðst fyrir í hljóði. Aðeins varirnar bærðust en röddin heyrðist ekki og þess vegna hélt Elí að hún væri drukkin. 14 „Hversu lengi ætlarðu að vera drukkin? Hættu þessari víndrykkju,“ sagði Elí. 15 „Nei, herra minn,“ svaraði Hanna. „Ég hef hvorki drukkið vín né annan áfengan drykk heldur úthelli ég hjarta mínu fyrir Jehóva því að ég er að þrotum komin.+ 16 Líttu ekki á ambátt þína sem slæma manneskju. Ég hef talað svona lengi af því að ég er buguð af sorg og örvæntingu.“ 17 Elí svaraði: „Farðu í friði. Megi Guð Ísraels veita þér það sem þú baðst hann um.“+ 18 Hún svaraði: „Ég bið þig að hugsa til ambáttar þinnar með hlýju.“ Síðan fór hún leiðar sinnar, byrjaði aftur að borða og var ekki lengur döpur í bragði.

19 Morguninn eftir fóru þau snemma á fætur, krupu fyrir Jehóva og sneru síðan aftur heim til Rama.+ Elkana lagðist með Hönnu konu sinni og Jehóva bænheyrði hana.*+ 20 Áður en ár var liðið* varð Hanna barnshafandi og eignaðist son. Hún nefndi+ hann Samúel* því að „ég hef beðið Jehóva um hann,“ sagði hún.

21 Elkana fór nú ásamt allri fjölskyldu sinni til að færa Jehóva hina árlegu sláturfórn+ og heitfórn sína. 22 En Hanna fór ekki með.+ Hún sagði við manninn sinn: „Ég kem með drenginn um leið og hann er vaninn af brjósti. Þá skal hann birtast frammi fyrir Jehóva og vera þar upp frá því.“+ 23 Elkana maðurinn hennar sagði við hana: „Gerðu eins og þér þykir best.* Vertu kyrr heima þar til þú hefur vanið hann af brjósti. Megi Jehóva láta orð þín rætast.“ Hanna var því um kyrrt heima og hafði soninn á brjósti þar til hún hafði vanið hann af því.

24 Um leið og hún hafði vanið hann af brjósti tók hún hann með sér upp til Síló. Hún hafði einnig með sér þriggja vetra naut, eina efu* af mjöli og stóra vínkrukku.+ Hún kom til húss Jehóva í Síló+ ásamt barnungum syni sínum. 25 Nautinu var slátrað og síðan færðu þau Elí drenginn. 26 Hanna sagði: „Svo sannarlega sem þú lifir, herra minn, er ég konan sem stóð hérna hjá þér og bað til Jehóva.+ 27 Þetta er drengurinn sem ég bað um. Jehóva veitti mér það sem ég bað hann um.+ 28 Nú gef* ég hann Jehóva og hann skal tilheyra Jehóva alla ævi.“

Síðan kraup hann* þar frammi fyrir Jehóva.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila