ORÐSKVIÐIRNIR
1 Orðskviðir Salómons+ Davíðssonar,+ konungs í Ísrael:+
2 til að menn hljóti* visku+ og aga
og skilji spakmæli,
3 til að menn fái aga+ sem veitir skilning,
réttsýni,+ góða dómgreind+ og sterka siðferðiskennd,*
4 til að hinir óreyndu verði hyggnir+
og ungt fólk hljóti þekkingu og skarpskyggni.+
7 Djúp virðing fyrir* Jehóva er upphaf þekkingar.+
Aðeins heimskingjar fyrirlíta visku og aga.+
10 Sonur minn, láttu ekki undan ef syndarar reyna að tæla þig.+
11 Þeir segja kannski: „Komdu með okkur.
Leggjumst í launsátur og úthellum blóði.
Felum okkur og ráðumst á saklaus fórnarlömb að tilefnislausu.
12 Gleypum þau lifandi eins og gröfin,*
upp til agna eins og þá sem fara niður í djúp jarðar.
13 Rænum öllum verðmætum þeirra
og fyllum hús okkar ránsfeng.
14 Vertu með!*
Við skiptum jafnt því sem við stelum.“*
15 Sonur minn, fylgdu þeim ekki,
haltu fæti þínum frá vegi þeirra.+
17 Það er til einskis að breiða út net þegar fuglinn sér til.
18 Þess vegna liggja menn í launsátri til að úthella blóði,
þeir fela sig til að svipta aðra lífi.
19 Þetta gera þeir sem sækjast eftir illa fengnum gróða
en hann mun kosta þá lífið.+
20 Viskan*+ kallar hátt á strætinu.+
Hún lætur í sér heyra á torgunum.+
21 Á fjölförnum götuhornum hrópar hún.
Við borgarhliðin segir hún:+
22 „Hve lengi ætlið þið sem eruð fáfróðir að elska fáfræðina?
Hve lengi ætlið þið sem hæðist að öðrum að hafa yndi af háði?
Og hve lengi ætlið þið heimskingjar að hata þekkingu?+
23 Hlustið á áminningar mínar.*+
Þá læt ég anda minn streyma yfir ykkur
og leyfi ykkur að kynnast orðum mínum.+
24 Ég hrópaði en þið vilduð ekki hlusta,
ég rétti út höndina en enginn gaf því gaum.+
25 Þið hunsuðuð öll ráð mín
og höfnuðuð áminningum mínum.
26 Þess vegna mun ég hlæja þegar ógæfan kemur yfir ykkur,
hæðast að ykkur þegar ótti ykkar verður að veruleika,+
27 þegar skelfingin brestur á eins og stormur
og hörmungar skella á eins og fellibylur,
þegar neyð og raunir dynja yfir ykkur.
28 Þá hrópa þeir til mín en ég svara þeim ekki.
Þeir leita mín ákaft en finna mig ekki+
29 af því að þeir hötuðu þekkingu+
og vildu ekki óttast Jehóva.+
30 Þeir þáðu ekki ráð mín
og lítilsvirtu allar áminningar mínar.
32 Mótþrói hinna óreyndu leiðir þá til dauða
og sinnuleysi heimskingjanna verður þeim að falli.
2 Sonur minn, ef þú tekur við orðum mínum
og varðveitir boðorð mín,+
og hneigir hjartað að hyggindum,+
3 já, ef þú kallar á skilninginn+
og hrópar á hyggindin,+
4 ef þú leitar að þeim eins og silfri+
og grefur eftir þeim eins og földum fjársjóðum,+
5 þá skilurðu hvað það er að óttast Jehóva+
og þú kynnist Guði+
6 því að Jehóva veitir visku,+
af munni hans kemur þekking og hyggindi.
8 Hann vakir yfir stígum réttlætisins
og verndar veg sinna trúu.+
12 Það bjargar þér frá vegi hins illa,
frá mönnum sem rangsnúa hinu rétta,+
13 frá þeim sem yfirgefa götur réttlætisins
og ganga á vegum myrkursins,+
14 frá þeim sem hafa ánægju af vonskuverkum,
og gleðjast yfir illsku og spillingu,
15 þeim sem fara hlykkjóttar leiðir
og eru svikulir í öllu sem þeir gera.
16 Það bjargar þér frá siðspilltri* konu,
frá tælandi orðum siðlausrar* konu+
17 sem yfirgefur ástvin* æsku sinnar+
og gleymir sáttmála Guðs síns.
20 Fylgdu því vegi góðra manna
og haltu þig á stígum hinna réttlátu.+
3 Sonur minn, gleymdu ekki því sem ég hef kennt þér*
og haltu boðorð mín af öllu hjarta
2 því að þau munu veita þér langa ævi,
mörg og friðsæl ár.+
3 Slepptu ekki takinu á tryggum kærleika og trúfesti.*+
Þú skalt binda þau um háls þinn,
skrifa þau á töflu hjarta þíns.+
4 Þá verður þú mikils metinn og vitur,
bæði í augum Guðs og manna.+
7 Vertu ekki vitur í eigin augum.+
Óttastu* Jehóva og snúðu baki við hinu illa.
8 Það verður heilnæmt fyrir líkama* þinn
og hressandi fyrir bein þín.
11 Sonur minn, hafnaðu ekki ögun Jehóva+
og fyrirlíttu ekki áminningar hans+
12 því að Jehóva ávítar þá sem hann elskar,+
rétt eins og faðir agar son sem honum þykir vænt um.+
16 Langlífi er í hægri hendi hennar,
auðæfi og heiður í þeirri vinstri.
17 Vegir hennar eru yndislegir
og allar götur hennar friðsælar.+
20 Með þekkingu sinni skipti hann djúpinu.
Hann lætur döggina drjúpa úr skýjum himins.+
21 Sonur minn, misstu ekki sjónar á þeim.*
Varðveittu visku og skarpskyggni.
22 Þær verða þér til lífs
og eru fallegt skart um háls þinn.
28 Segðu ekki við náunga þinn: „Farðu og komdu aftur seinna. Ég skal gefa þér eitthvað á morgun,“
ef þú getur gefið það nú þegar.
29 Leggðu ekki á ráðin gegn náunga þínum+
meðan hann býr öruggur hjá þér.
31 Öfundaðu ekki ofbeldismanninn+
og fetaðu ekki í fótspor hans
32 því að Jehóva hefur andstyggð á hinum svikula+
en er náinn vinur hinna réttlátu.+
35 Hinir vitru hljóta heiður
en heimskingjarnir upphefja smán.+
4 Hlustið, synir mínir, á föðurlegan aga,+
takið vel eftir til að þið fáið skilning.
4 Hann kenndi mér og sagði: „Hjarta þitt haldi fast við orð mín.+
Haltu boðorð mín og þá muntu lifa.+
5 Aflaðu þér visku, aflaðu þér skilnings.+
Gleymdu ekki orðum mínum og snúðu ekki baki við þeim.
6 Hafnaðu ekki viskunni, þá mun hún vernda þig.
Elskaðu hana, þá mun hún varðveita þig.
7 Aflaðu þér visku því að viskan er mikilvægust af öllu+
og hvað sem þú gerir skaltu afla þér skilnings.+
8 Hafðu hana í miklum metum, þá mun hún upphefja þig.+
Hún heiðrar þig ef þú faðmar hana.+
9 Hún setur fallegan blómsveig á höfuð þitt,
prýðir þig glæsilegri kórónu.“
10 Hlustaðu, sonur minn, og taktu við því sem ég segi,
þá verða æviár þín mörg.+
12 Þegar þú gengur mun ekkert hindra för þína
og ef þú hleypur hrasarðu ekki.
13 Haltu fast í agann, slepptu honum ekki.+
Varðveittu hann því að líf þitt er undir því komið.+
16 Þeir geta ekki sofið nema þeir hafi gert illt,
þeim kemur ekki dúr á auga nema þeir hafi orðið einhverjum að falli.
17 Þeir borða illskunnar brauð
og drekka ofbeldisvín.
19 Vegur vondra manna er eins og myrkrið,
þeir vita ekki um hvað þeir hrasa.
20 Sonur minn, taktu eftir því sem ég segi,
hlustaðu vandlega á* orð mín.
21 Misstu ekki sjónar á þeim,
geymdu þau innst í hjarta þínu+
22 því að þau eru líf þeim sem finna þau+
og heilsubót fyrir allan líkama þeirra.
24 Vertu ekki svikull í tali+
og farðu aldrei með lygar.
25 Horfðu beint áfram,
beindu sjónum þínum að því sem er fram undan.+
27 Beygðu hvorki til hægri né vinstri.+
Snúðu fæti þínum frá því sem er illt.
5 Sonur minn, gefðu gaum að visku minni,
hlustaðu vandlega á* hyggindi mín+
2 svo að þú getir varðveitt skarpskyggni
og varir þínar standi vörð um þekkingu.+
5 Fætur hennar ganga niður til dauðans,
skref hennar stefna beinustu leið í gröfina.*
6 Hún kærir sig ekkert um veg lífsins.
Hún reikar um og veit ekki hvert leiðin liggur.
7 Hlustið því á mig, synir mínir,
og snúið ekki baki við því sem ég segi.
8 Haltu þig langt frá henni,
komdu ekki nálægt húsdyrum hennar+
9 svo að þú glatir ekki sæmd þinni+
og þjáist það sem eftir er ævinnar,+
10 svo að ókunnugir þurrausi ekki eigur þínar*+
og það sem þú hefur stritað fyrir hafni í húsi útlendings.
11 Annars muntu kveina þegar ævilokin nálgast,
þegar hold þitt og líkami veslast upp+
12 og þú segir: „Af hverju hataði ég aga?
Af hverju fyrirleit ég áminningar?
13 Ég hlustaði ekki á leiðbeinendur mína
og tók ekki mark á kennurum mínum.
16 Eiga lindir þínar að streyma út á götuna
og lækir þínir út á torgin?+
17 Þeir eiga að tilheyra þér einum
og engum öðrum.+
18 Brunnur þinn* sé blessaður.
20 Sonur minn, hvers vegna ættir þú að heillast af siðspilltri* konu
22 Hinn illi gengur í snöru eigin afbrota,
flækist í reipi eigin synda.+
23 Hann deyr vegna skorts á aga
og villist af leið vegna afspyrnuheimsku.
6 Sonur minn, ef þú hefur gengið í ábyrgð fyrir náunga þinn,+
ef þú hefur átt handsal við ókunnugan mann,+
2 ef þú hefur gengið í snöru með loforði þínu,
verið fangaður með orðum þínum,+
3 þá ertu fallinn í hendur náunga þíns.
Gerðu þetta, sonur minn, til að losa þig:
Farðu og auðmýktu þig og biddu náunga þinn vægðar.+
4 Láttu þér hvorki koma dúr á auga
né leyfðu augnlokunum að síga.
5 Losaðu þig eins og gasella úr höndum veiðimanns,
eins og fugl úr greipum fuglafangara.
6 Farðu til maursins, letingi,+
fylgstu með háttum hans svo að þú verðir vitur.
7 Þótt hann sé hvorki með yfirboðara, foringja né stjórnanda
8 aflar hann sér fæðu á sumrin+
og birgir sig upp á uppskerutímanum.
9 Hversu lengi ætlarðu að liggja, letingi?
Hvenær ætlarðu að fara á fætur?
10 Sofðu aðeins lengur, blundaðu aðeins lengur,
hvíldu þig aðeins lengur með krosslagðar hendur.+
11 Þá kemur fátæktin yfir þig eins og ræningi
og skorturinn eins og vopnaður maður.+
12 Illa innrættur og vondur maður gengur um svikull í tali.+
13 Hann deplar auga,+ gefur merki með fætinum og bendingu með fingrinum.
15 Þess vegna kemur ógæfan skyndilega yfir hann,
á augabragði tortímist hann og enga hjálp er að fá.+
17 hrokafull augu,+ lygin tunga+ og hendur sem úthella saklausu blóði,+
18 hjarta sem upphugsar illskuverk+ og fætur sem eru fljótir til vonskuverka,
19 ljúgvottur sem lýgur um leið og hann opnar munninn+
og sá sem sáir illindum meðal bræðra.+
21 Hafðu þau alltaf bundin við hjarta þér,
berðu þau um hálsinn.
22 Þau leiða þig hvert sem þú ferð,
vaka yfir þér þegar þú leggst til hvíldar
og tala til þín* þegar þú vaknar
23 því að boðorðið er lampi+
og lögin ljós,+
ögun og áminningar eru leiðin til lífsins.+
25 Girnstu ekki fegurð hennar í hjarta þínu+
og láttu hana ekki fanga þig með töfrandi augnaráði sínu
26 því að vændiskona féflettir þig þar til þú átt aðeins brauðhleif eftir+
og kona annars manns situr um dýrmætt líf þitt.
27 Getur maður safnað glóðum í faðm sér án þess að föt hans sviðni?+
28 Eða getur nokkur gengið á glóandi kolum án þess að brenna sig á fótunum?
29 Eins fer fyrir þeim sem sefur hjá konu náunga síns,
enginn sem snertir hana kemst hjá refsingu.+
30 Menn fyrirlíta ekki þjóf
ef hann stelur til að seðja hungrið.
31 En þegar hann er gómaður þarf hann að endurgjalda sjöfalt
og láta af hendi öll verðmætin í húsi sínu.+
32 Þann sem fremur hjúskaparbrot með giftri konu skortir heilbrigða skynsemi,
hann leggur líf sitt í rúst.+
33 Hann hlýtur ekkert nema erfiðleika og skömm+
og vansæmd hans verður ekki afmáð+
34 því að afbrýði gerir eiginmann æfan af reiði,
hann sýnir enga miskunn þegar hann hefnir sín.+
35 Hann þiggur engar bætur,*
ekkert sefar reiði hans, sama hve mikið þú gefur honum.
3 Bittu þau um fingur þína,
skrifaðu þau á töflu hjarta þíns.+
4 Segðu við viskuna: „Þú ert systir mín,“
og líttu á skynsemina sem náinn ættingja.
6 Út um gluggann á húsi mínu
horfði ég niður gegnum grindina.
8 Hann gekk nálægt götuhorninu þar sem hún bjó
og stefndi í áttina að húsi hennar
þegar nótt og myrkur færðist yfir.
12 Eina stundina er hún úti á götu, þá næstu á torgunum.
Hún situr fyrir mönnum við hvert götuhorn.+
13 Hún grípur í hann og kyssir hann.
Hún segir við hann blygðunarlaust:
14 „Ég þurfti að færa samneytisfórnir.+
Í dag hef ég efnt heit mín.
15 Þess vegna fór ég út til að hitta þig,
ég leitaði að þér og nú hef ég fundið þig!
16 Ég hef breitt dýrindis ábreiður á rúm mitt
úr litríku líni frá Egyptalandi.+
17 Ég hef stráð myrru, alóe og kanil á rúmið.+
18 Komdu, drekkum okkur drukkin af ást fram á morgun,
elskumst af mikilli ástríðu
19 því að maðurinn minn er ekki heima,
hann er farinn í langt ferðalag.
20 Hann tók peningapyngju með sér
og kemur ekki aftur fyrr en á fullu tungli.“
21 Með sannfæringarkrafti tælir hún hann.+
Hún dregur hann á tálar með heillandi orðum.
22 Skyndilega fer hann á eftir henni eins og naut á leið til slátrunar,
eins og heimskingi sem á að refsa í gapastokk,*+
23 þar til ör gengur í gegnum lifrina.
Eins og fugl sem flýgur beint í gildruna veit hann ekki að það mun kosta hann lífið.+
24 Hlustið því á mig, synir mínir,
takið eftir því sem ég segi.
25 Láttu hjartað ekki tælast inn á vegi hennar,
villstu ekki inn á leiðir hennar+
26 því að hún hefur orðið mörgum að bana,+
hún hefur drepið ótalmarga.+
27 Hús hennar er leiðin til grafarinnar,*
það liggur niður til innstu herbergja dauðans.
8 Hrópar ekki viskan?
Lætur skynsemin ekki í sér heyra?+
2 Hún tekur sér stöðu á hæðunum+ við veginn,
þar sem göturnar mætast.
4 „Ég hrópa til ykkar mannanna,
beini orðum mínum til allra.*
5 Þið óreyndu, þroskið með ykkur dómgreind,+
og þið heimskingjar, öðlist viturt hjarta.
6 Hlustið, því að það sem ég segi er mikilvægt,
varir mínar tala um það sem er rétt.
7 Munnur minn fer með sannleika
og varir mínar hafa andstyggð á hinu illa.
8 Öll orð mín eru réttlát,
ekkert þeirra er svikult eða spillt.
9 Þau eru öll auðskilin þeim sem býr yfir skilningi
og rétt í augum þeirra sem hafa fundið þekkingu.
10 Veljið aga minn fram yfir silfur
og þekkingu fram yfir skíragull+
11 því að viska er betri en kóralar*
og engir dýrgripir jafnast á við hana.
12 Ég, viskan, bý með skynseminni,
ég hef fundið þekkingu og skarpskyggni.+
13 Að óttast* Jehóva merkir að hata hið illa.+
Ég hata sjálfumgleði og stolt,+ veg vonskunnar og munn sem fer með ósannindi.+
15 Með minni hjálp ríkja konungar
og valdamenn gefa út réttlátar tilskipanir.+
16 Með minni hjálp stjórna höfðingjar
og tignarmenn dæma af réttlæti.
17 Ég elska þá sem elska mig
og þeir sem leita mín finna mig.+
18 Hjá mér eru auðæfi og heiður,
ævarandi ríkidæmi og réttlæti.
19 Ávöxtur minn er betri en gull, já, skíragull,
og afrakstur minn betri en eðalsilfur.+
20 Ég geng á vegi réttlætisins,
á miðjum stígum réttvísinnar.
21 Ég gef þeim ríkulegan arf sem elska mig
og fylli forðabúr þeirra.
24 Þegar ég fæddist voru hafdjúpin ekki til+
og engar vatnsríkar lindir.
25 Ég fæddist á undan hæðunum,
áður en fjöllunum var komið fyrir,
26 þegar hann hafði enn ekki skapað jörðina og slétturnar
og fyrstu moldarköggla hennar.
27 Þegar hann gerði himininn+ var ég þar.
Þegar hann merkti sjóndeildarhringinn* á yfirborð hafsins,+
28 þegar hann festi skýin á himni,
þegar hann fyllti uppsprettur djúpsins,
29 þegar hann setti hafinu mörk
til að vötnin færu ekki lengra en hann skipaði,+
þegar hann lagði* grundvöll jarðar,
32 Hlustið því á mig, synir mínir.
Þeir sem fylgja vegum mínum eru hamingjusamir.
33 Hlustið á aga,+ þá verðið þið vitrir.
Hafnið honum aldrei.
34 Sá sem hlustar á mig er hamingjusamur,
sá sem kemur snemma að dyrum mínum* dag eftir dag
og bíður við dyrastafi mína,
35 því að sá sem finnur mig finnur lífið+
og hlýtur velþóknun Jehóva.
36 En sá sem hunsar mig skaðar sjálfan sig.
Þeir sem hata mig elska dauðann.“+
3 Hún hefur sent út þernur sínar
til að hrópa af hæðunum í borginni:+
4 „Komið inn til mín, allir þið sem eruð óreyndir.“
Hún segir við hina óskynsömu:
5 „Komið, borðið brauð mitt
og drekkið vínið sem ég hef blandað.
6 Segið skilið við barnaskapinn,* þá munuð þið lifa.+
Gangið á vegi skynseminnar.“+
7 Sá sem leiðréttir háðgjarnan mann býður smáninni heim+
og þeim sem ávítar vondan mann verður meint af.
8 Ávítaðu ekki hinn háðgjarna því að hann mun hata þig.+
Ávítaðu hinn vitra, þá mun hann elska þig.+
9 Fræddu hinn vitra og hann verður enn vitrari,+
kenndu hinum réttláta og hann mun auka við þekkingu sína.
11 Þökk sé mér verða dagar þínir margir+
og ævi þín löng.
12 Ef þú verður vitur er það sjálfum þér til góðs
en ef þú ert háðgjarn kemur það niður á þér einum.
Hún er einföld og veit ekki neitt.
14 Hún situr við dyrnar á húsi sínu,
á stól hátt uppi í borginni,+
15 og kallar til þeirra sem eiga leið hjá,
þeirra sem ganga beint áfram á leið sinni:
16 „Komið inn til mín, allir þið sem eruð óreyndir.“
Hún segir við hina óskynsömu:+
10 Orðskviðir Salómons.+
Vitur sonur gleður föður sinn+
en heimskinginn veldur móður sinni sorg.
2 Illa fenginn auður er gagnslaus
en réttlæti bjargar frá dauða.+
3 Jehóva lætur réttlátan mann ekki hungra+
en synjar hinum illu um það sem þeir girnast.
5 Vitur sonur hirðir uppskeruna á sumrin
en sonur sem sefur af sér uppskerutímann ætti að skammast sín.+
10 Sá sem deplar auga lævíslega veldur sárindum+
og sá sem talar í hugsunarleysi verður troðinn niður.+
12 Hatur vekur deilur
en kærleikur breiðir yfir öll brot.+
15 Auður ríks manns er honum víggirt borg.
Fátækt hinna snauðu verður þeim að falli.+
16 Verk hins réttláta færa honum líf
en afrakstur hins illa leiðir til syndar.+
17 Sá sem tekur við aga vísar veginn til lífsins*
en sá sem hunsar áminningar leiðir menn afvega.
20 Tunga hins réttláta er eins og eðalsilfur+
en hjarta hins illa er lítils virði.
24 Það sem vondur maður óttast kemur yfir hann
en réttlátir fá óskir sínar uppfylltar.+
26 Eins og edik á tönnum og reykur í augum,
þannig reynist letinginn yfirmanni sínum.*
31 Úr munni hins réttláta kemur viska
en spillt tunga verður skorin burt.
32 Varir hins réttláta vita hvað gleður
en munnur vondra manna er gerspilltur.
5 Réttlæti hins ráðvanda gerir veg hans sléttan
en vondur maður hrasar um eigin illsku.+
7 Þegar vondur maður deyr verður von hans að engu,
þær væntingar sem hann ber til eigin styrkleika bregðast.+
8 Hinum réttláta er bjargað úr neyð
og hinn vondi kemur í hans stað.+
10 Borgin fagnar yfir góðvild hinna réttlátu
og þegar vondir menn farast heyrast gleðióp.+
19 Sá sem heldur sig fast við réttlætið á líf í vændum+
en sá sem eltir hið illa á dauða í vændum.
21 Eitt er víst: Hinn illi sleppur ekki við refsingu+
en börn réttlátra komast undan.
22 Eins og gullhringur í svínstrýni,
þannig er falleg kona sem skortir skynsemi.
23 Óskir hinna réttlátu leiða til góðs+
en vonir hinna illu leiða til reiði.
24 Einn gefur örlátlega og eignast sífellt meira,+
annar heldur í það sem ætti að gefa en verður samt fátækur.+
26 Fólk bölvar þeim sem heldur í kornið
en blessar þann sem selur það.
27 Sá sem leitast við að gera gott leitast eftir velþóknun+
en sá sem sækist eftir illu verður sjálfur fyrir því.+
2 Hinn góði hlýtur velþóknun Jehóva
en þann sem hefur illt í hyggju fordæmir hann.+
3 Vonskuverk veita engum manni öryggi+
en hinir réttlátu verða aldrei upprættir.
4 Góð* kona er kóróna manns síns+
en kona sem hegðar sér skammarlega er eins og rotnun í beinum hans.+
5 Hugsanir hinna réttsýnu eru réttlátar
en leiðsögn hinna vondu er villandi.
7 Þegar hinum vondu er kollvarpað heyra þeir sögunni til
en hús réttlátra stendur stöðugt.+
10 Hinn réttláti annast húsdýr sín+
en umhyggja vondra manna er grimmileg.
12 Vondur maður öfundar hina illu af feng þeirra
en rót hinna réttlátu ber ávöxt.
13 Vondur maður syndgar með vörum sínum og lendir í snöru+
en hinn réttláti umflýr erfiðleika.
14 Ávöxtur munnsins mettar mann gæðum+
og hann hlýtur umbun af handaverkum sínum.
17 Áreiðanlegt vitni segir sannleikann
en ljúgvitni fer með blekkingar.
20 Svik eru í hjörtum þeirra sem áforma illt
en gleðin er þeirra sem stuðla að friði.+
22 Jehóva hefur andstyggð á lygavörum+
en yndi af þeim sem eru heiðarlegir.
26 Hinn réttláti leitar að bestu bithögunum
en vegur hinna illu leiðir þá á villigötur.
27 Letinginn eltir ekki bráðina+
en dugnaður er dýrmætur fjársjóður.
28 Gata réttlætisins leiðir til lífs,+
á þeim vegi er enginn dauði.
2 Maðurinn nýtur góðs af ávexti munns síns+
en hinir svikulu þrá ofbeldi.
5 Hinn réttláti hatar lygar+
en verk hinna illu eru til smánar og skammar.
6 Réttlætið verndar hinn saklausa+
en illskan verður syndaranum að falli.
7 Einn þykist vera ríkur en á þó ekkert,+
annar þykist vera fátækur en á þó mikinn auð.
15 Vitur maður hlýtur velþóknun
en margar raunir eru á vegi hinna svikulu.
18 Fátækt og skömm hlýtur sá sem hafnar aga
en sá sem tekur til sín áminningar hlýtur heiður.+
20 Sá sem umgengst hina vitru verður vitur+
en illa fer fyrir þeim sem hefur félagsskap við heimskingja.+
22 Góður maður lætur eftir sig arf handa barnabörnunum
en auður syndarans kemur í hlut hins réttláta.+
23 Plægður akur hins fátæka gefur mikla fæðu
en óréttlæti getur sópað henni* burt.
2 Sá sem fetar beinar brautir óttast Jehóva
en sá sem fer hlykkjóttar leiðir fyrirlítur hann.
3 Hrokatal heimskingjans er eins og högg með vendi
en varir hinna vitru vernda þá.
4 Jatan er hrein þar sem engir nautgripir eru
en með öflugum uxa verður uppskeran mikil.
5 Áreiðanlegt vitni lýgur ekki
en ljúgvitni fer með eintómar lygar.+
6 Háðgjarn maður leitar visku en finnur enga.
En þekking er auðfengin þeim sem hefur skilning.+
7 Haltu þig fjarri heimskum manni
því að engin þekking kemur úr munni hans.+
8 Með visku skilur hinn skynsami hvert leið hans liggur
10 Hjartað eitt þekkir kvöl sína
og enginn annar getur átt þátt í gleði þess.
11 Húsi hinna illu verður eytt+
en tjald réttlátra blómstrar.
13 Hjartað finnur stundum til þótt hlegið sé
og gleði getur endað í sorg.
16 Vitur maður er varkár og forðast hið illa
en heimskinginn er ógætinn* og öruggur með sig.
18 Hinir trúgjörnu erfa heimsku
en hinir skynsömu verða krýndir þekkingu.+
19 Vont fólk verður að lúta hinum góðu
og illir menn krjúpa við dyr réttlátra.
23 Af allri erfiðisvinnu hlýst ávinningur
en orðin ein leiða til skorts.+
24 Auður hinna vitru er kóróna þeirra
en heimska hinna fávísu er og verður heimska.+
25 Heiðarlegt vitni bjargar lífi
en svikarinn fer með eintómar lygar.
27 Að óttast Jehóva er lífsbrunnur
og forðar frá snörum dauðans.
31 Sá sem svindlar á hinum bágstadda vanvirðir þann sem skapaði hann+
en sá sem sýnir fátækum samkennd heiðrar hann.+
32 Hinn illi fellur um eigin illsku
en ráðvendni hins réttláta er honum athvarf.+
33 Viskan hefur hljótt um sig í hjarta hins skynsama+
en hjá hinum heimsku lætur hún sífellt vita af sér.
34 Réttlæti er þjóð til sóma+
en synd er fólkinu til skammar.
35 Vitur þjónn ávinnur sér hylli konungs+
en sá sem hegðar sér skammarlega fær að kenna á reiði hans.+
2 Hinir vitru beita tungu sinni af þekkingu+
en vitleysan streymir úr munni heimskingjanna.
13 Andlitið ljómar þegar hjartað er glatt
en hryggð í hjarta veldur sálarkvöl.+
27 Sá sem aflar illa fengins gróða leiðir óhamingju* yfir fjölskyldu sína+
en sá sem hatar mútur mun lifa.+
29 Jehóva er fjarlægur hinum vondu
en heyrir bænir réttlátra.+
31 Sá sem hlustar á lífgefandi áminningar
á heima meðal hinna vitru.+
4 Jehóva lætur allt þjóna vilja sínum,
jafnvel hina illu sem farast á ógæfudeginum.+
5 Jehóva hefur andstyggð á hinum stoltu.+
Eitt er víst: Þeir sleppa ekki við refsingu.
6 Með tryggum kærleika og trúfesti er friðþægt fyrir syndir+
og sá sem óttast Jehóva forðast hið illa.+
7 Ef Jehóva er ánægður með líferni manns
lætur hann jafnvel óvini hans sættast við hann.+
9 Maðurinn velur sér leið í hjarta sínu
en Jehóva stýrir skrefum hans.+
11 Rétt vigt og vog koma frá Jehóva,
öll lóðin í pokanum eru verk hans.+
13 Konungar hafa yndi af réttlátum orðum,
þeir elska þann sem talar af hreinskilni.+
17 Vegur réttlátra sneiðir hjá hinu illa.
Sá sem gætir að hátterni sínu varðveitir líf sitt.+
18 Stolt leiðir til falls,
hroki til hruns.+
19 Betra er að vera auðmjúkur með hógværum+
en deila ránsfeng með hrokafullum.
21 Sá sem er vitur í hjarta verður kallaður hygginn+
og sá sem talar vingjarnlega* eykur sannfæringarkraft sinn.+
22 Skilningur er lífsbrunnur þeirra sem eiga hann
en heimskan refsar hinum heimsku.
25 Vegur virðist kannski réttur
en liggur samt til dauða.+
29 Ofbeldismaðurinn lokkar náunga sinn
og leiðir hann á ranga braut.
30 Hann deplar auga með illt í hyggju,
fremur illskuverk með samankrepptar varir.
32 Sá sem er seinn til reiði+ er betri en stríðshetja
og sá sem hefur stjórn á skapinu er meiri en sá sem vinnur borgir.+
2 Vitur þjónn er settur yfir son sem er til skammar
og fær arf með bræðrum hans.
4 Vondur maður gefur gaum að skaðlegum orðum
og lygarinn hlustar á illgjarna tungu.+
5 Sá sem hæðist að hinum fátæka vanvirðir þann sem skapaði hann+
og sá sem gleðst yfir óförum annarra sleppur ekki við refsingu.+
11 Vondur maður er sífellt í uppreisnarhug
en miskunnarlaus sendiboði kemur og refsar honum.+
12 Betra er að mæta birnu rænda húnum sínum
en heimskingja í fíflsku hans.+
13 Ef einhver launar gott með illu
hverfur ógæfan aldrei frá húsi hans.+
14 Að kveikja deilu er eins og að opna flóðgátt.*
Forðaðu þér áður en rifrildið brýst út.+
15 Sá sem sýknar hinn illa og sá sem fordæmir hinn réttláta+
eru báðir andstyggð í augum Jehóva.
16 Hvað gagnast það heimskingjanum að hafa tök á að afla sér visku
18 Óskynsamur maður gerir samkomulag með handabandi
og ábyrgist lán í viðurvist náunga síns.+
19 Sá sem elskar þrætur elskar afglöp.+
Sá sem gerir dyr sínar háar býður hættunni heim.+
20 Sá sem er spilltur í hjarta á ekkert gott í vændum
og sá sem er svikull í tali steypir sér í glötun.+
21 Þeim sem getur af sér heimskt barn er það mikil raun
og faðir bjánans gleðst ekki.+
23 Vondur maður þiggur mútur með leynd
til að hindra framgang réttvísinnar.+
25 Heimskur sonur hryggir föður sinn
og veldur móður sinni hugarangri.+
26 Að refsa* réttlátum manni er ekki gott
og að hýða heiðursmenn er rangt.
28 Jafnvel heimskingi er talinn vitur ef hann þegir
og skynsamur ef hann lokar munninum.
2 Heimskingjann langar ekki til að læra,
hann vill frekar láta skoðanir sínar í ljós.+
3 Með illmenninu kemur fyrirlitning
og smáninni fylgir skömm.+
4 Orðin úr munni manns eru djúp vötn,+
lind viskunnar er iðandi lækur.
7 Munnur heimskingjans steypir honum í glötun+
og varirnar stofna lífi hans í hættu.
9 Sá sem er latur við vinnu
er bróðir skaðvaldsins.+
16 Gjöf opnar dyr+
og veitir aðgang að stórmennum.
18 Að varpa hlutkesti bindur enda á deilur+
og sker úr málum hinna valdamiklu.
19 Erfiðara er að vinna móðgaðan bróður en víggirta borg+
og deilur eru eins og slagbrandar fyrir virkishliðum.+
20 Maginn mettast af ávexti munnsins+
og maðurinn seðst af afurðum vara sinna.
23 Hinn fátæki grátbiður um hjálp
en hinn ríki svarar hörkulega.
3 Heimska mannsins leiðir hann á glötunarveg
en hjarta hans reiðist Jehóva.
4 Auðurinn laðar að marga vini
en vinur hins fátæka yfirgefur hann.+
6 Margir reyna að þóknast tignarmanninum*
og allir vilja vera vinir hins gjafmilda.
Hann hleypur á eftir þeim og biðlar til þeirra en fær ekkert svar.
8 Sá sem temur sér skynsemi elskar sjálfan sig.+
Þeim farnast vel sem hefur mætur á dómgreind.+
9 Ljúgvitni sleppur ekki við refsingu
og sá sem fer með eintómar lygar mun farast.+
10 Heimskingja hæfir ekki að lifa í vellystingum
og hvað þá þjóni að ríkja yfir höfðingjum.+
12 Reiði konungs er eins og ljónsöskur+
en velvild hans eins og dögg á gróðri.
14 Hús og auður er arfur frá feðrunum
en skynsöm kona er gjöf frá Jehóva.+
15 Letin svæfir djúpum svefni
og slæpingjann mun hungra.+
19 Skapbráður maður verður að taka út refsingu.
Ef þú reynir að hlífa honum þarftu að gera það aftur og aftur.+
22 Tryggur kærleikur er manninum til prýði+
og betra er að vera fátækur en lygari.
24 Letinginn stingur hendinni í veisluskálina
en nennir ekki að bera hana aftur upp að munninum.+
25 Sláðu hinn háðgjarna+ svo að hinn óreyndi verði vitur+
og ávítaðu hinn skynsama svo að hann auki við þekkingu sína.+
26 Sonur sem fer illa með föður sinn og rekur burt móður sína
veldur smán og skömm.+
27 Sonur minn, ef þú hættir að hlusta á aga
muntu fjarlægjast orð þekkingarinnar.
4 Letinginn plægir ekki að vetri.
Þess vegna betlar hann á uppskerutímanum þegar hann á ekki neitt.*+
6 Margir segjast vera kærleiksríkir*
en hver getur fundið tryggan vin?
12 Eyrað sem heyrir og augað sem sér,
hvort tveggja er verk Jehóva.+
13 Elskaðu ekki svefninn svo að þú verðir ekki fátækur.+
Opnaðu augun, þá muntu borða nægju þína.+
14 „Lélegt, lélegt!“ segir kaupandinn
en stærir sig síðan af kaupunum þegar hann gengur burt.+
16 Taktu skikkjuna af manni sem hefur gengið í ábyrgð fyrir ókunnugan.+
Taktu veð af honum ef hann gerði það fyrir útlenda konu.*+
17 Illa fengið brauð bragðast vel
en eftir á fyllist munnurinn af möl.+
20 Ef einhver bölvar föður sínum og móður
slokknar á lampa hans þegar myrkrið færist yfir.+
21 Arfur sem fæst með græðgi
færir ekki blessun til lengdar.+
22 Segðu ekki: „Ég ætla að hefna mín!“+
Vonaðu á Jehóva+ og hann bjargar þér.+
23 Jehóva hefur andstyggð á fölsuðum lóðum*
og svikavog er ekki góð.
24 Jehóva stýrir skrefum mannsins.+
Hvernig getur maðurinn skilið veg sinn?*
25 Það er snara fyrir manninn að hrópa í fljótfærni: „Helgað!“+
og hugleiða fyrst eftir á hverju hann hefur heitið.+
27 Orð* mannsins eru lampi Jehóva
sem kannar hvað býr innst inni.
3 Að gera það sem er rétt og réttlátt
gleður Jehóva meira en sláturfórn.+
4 Hrokafull augu og stærilátt hjarta
– lampinn sem lýsir hinum vondu er synd.+
7 Ofbeldi hinna illu sópar þeim burt+
því að þeir vilja ekki gera það sem er rétt.
8 Vegur hins seka er hlykkjóttur
en verk hins hreina réttlát.+
11 Þegar háðgjörnum manni er refsað verður hinn óreyndi vitrari
12 Hinn réttláti Guð fylgist með húsi hins vonda
og steypir vondum í ógæfu.+
15 Réttlátur maður gleðst yfir því að gera rétt+
en illvirkja hryllir við því.
16 Sá sem yfirgefur veg viskunnar
mun hvíla hjá hinum dánu og lífvana.+
17 Sá sem er sólginn í að skemmta sér* verður fátækur,+
sá sem er sólginn í vín og olíu verður ekki ríkur.
18 Hinn vondi er lausnargjald fyrir hinn réttláta
og svikarinn verður hrifinn burt í stað hins ráðvanda.+
22 Vitur maður getur unnið borg stríðskappa
og brotið niður vígið sem þeir treysta á.+
23 Sá sem gætir munns síns og tungu
kemur sér ekki í vanda.+
24 Hrokafullur og sjálfumglaður gortari
kallast sá sem sýnir yfirgengilegan hroka.+
25 Það sem letinginn girnist dregur hann til dauða
því að hendur hans vilja ekki vinna.+
26 Allan daginn hugsar hann um það eitt að seðja langanir sínar
en hinn réttláti gefur og sker ekki við nögl.+
30 Engin viska, engin skynsemi og engin ráð eru til gegn Jehóva.+
2 Ríkur maður og fátækur eiga þetta sameiginlegt:*
Jehóva skapaði þá báða.+
3 Hinn skynsami sér hættuna og felur sig
en hinir óreyndu ana áfram og fá að kenna á því.
4 Auðmýkt og ótti við Jehóva
leiðir af sér auð, heiður og líf.+
5 Þyrnar og gildrur eru á götu hins óheiðarlega
en sá sem er annt um líf sitt heldur sig langt frá þeim.+
10 Rektu burt hinn háðgjarna
og deilan hverfur.
Þrætur* og svívirðingar stöðvast.
12 Augu Jehóva varðveita þekkingu
en hann kollvarpar orðum svikarans.+
13 Letinginn segir: „Það er ljón úti!
Ég verð drepinn á miðju torginu!“+
16 Sá sem prettar hinn fátæka í hagnaðarskyni+
og sá sem gefur ríkum manni gjafir
verður fátækur að lokum.
19 Ég fræði þig í dag
svo að þú getir treyst Jehóva.
20 Hef ég ekki þegar skrifað þér
og miðlað þekkingu og ráðum
21 til að kenna þér sönn og áreiðanleg orð
svo að þú getir flutt þeim sannleiksorð sem sendi þig?
22 Rændu ekki fátækan mann af því að hann er fátækur+
og kúgaðu ekki hinn bágstadda í borgarhliðinu+
23 því að Jehóva mun sjálfur flytja mál þeirra+
og ræna þá lífinu sem ræna þá.
24 Eigðu ekki félagsskap við skapbráðan mann
og haltu þig fjarri þeim sem er fljótur að reiðast
25 svo að þú farir ekki að haga þér eins og hann
og leggir fyrir þig snöru.+
26 Vertu ekki einn af þeim sem skuldbinda sig með handsali,
þeim sem ábyrgjast lán.+
27 Ef þú átt ekkert til að borga með
verður rúmið tekið undan þér.
28 Færðu ekki úr stað hin fornu landamerki
sem forfeður þínir hafa komið fyrir.+
29 Hefurðu séð mann sem er fær í verki sínu?
Hann mun þjóna konungum+
en ekki almúgamönnum.
23 Þegar þú sest til borðs með konungi
hugleiddu þá vandlega hvað er fyrir framan þig.
2 Leggðu hníf að hálsi þínum*
ef matarlystin er mikil.
3 Láttu þig ekki langa í kræsingar hans
því að þær eru svikul fæða.
5 Þegar þú lítur til auðsins er hann horfinn+
því að hann fær vængi eins og örn og flýgur til himins.+
6 Þiggðu ekki veitingar hjá nískum manni,*
láttu þig ekki langa í kræsingar hans
7 því að hann heldur bókhald yfir þær.
„Borðaðu og drekktu,“ segir hann við þig en meinar það ekki.*
8 Þú munt æla upp bitunum sem þú borðaðir
og hrós þitt var til einskis.
10 Færðu ekki úr stað hin fornu landamerki+
og ryðstu ekki inn á akra föðurlausra
11 því að verjandi* þeirra er sterkur,
hann mun flytja mál þeirra gegn þér.+
12 Opnaðu hjarta þitt fyrir aga
og eyru þín fyrir fræðslu.
18 Þá áttu framtíðina fyrir þér+
og von þín bregst ekki.
19 Hlustaðu, sonur minn, og vertu vitur,
beindu hjarta þínu rétta leið.
20 Vertu ekki í hópi þeirra sem drekka of mikið vín+
eða þeirra sem háma í sig kjöt+
21 því að drykkjumenn og mathákar verða fátækir+
og svefnmókið klæðir þá í tötra.
24 Faðir hins réttláta fagnar
og sá sem eignast vitran son gleðst yfir honum.
25 Faðir þinn og móðir gleðjist
og sú sem fæddi þig fagni.
26 Sonur minn, gefðu mér hjarta þitt
og augu þín hafi yndi af vegum mínum+
27 því að vændiskona er djúp gryfja
28 Hún liggur í leyni eins og ræningi+
og fjölgar ótrúum mönnum.
29 Hver er þjáður? Hver er áhyggjufullur?
Hver á í deilum? Hver kvartar?
Hver fær sár að ástæðulausu? Hver er sljór til augnanna?*
31 Horfðu ekki á hversu rautt vínið er,
hvernig það glitrar í bikarnum og rennur ljúflega niður.
32 Að lokum bítur það eins og höggormur,
spúir eitri eins og naðra.
34 Þú verður eins og sá sem liggur úti á miðju hafi,
eins og sá sem liggur efst uppi í skipsmastri.
35 Þú segir: „Þeir lömdu mig en ég fann ekki fyrir því,
þeir börðu mig en ég man ekki eftir því.
Hvenær vakna ég?+
Ég þarf annan drykk.“
24 Öfundaðu ekki illa menn
og láttu þig ekki langa til að vera með þeim+
2 því að hjarta þeirra er gagntekið af ofbeldi
og vonskuverk eru á vörum þeirra.
7 Sönn viska er utan seilingar heimskingjans,+
hann hefur ekkert að segja í borgarhliðinu.
8 Sá sem áformar illt
verður kallaður klækjarefur.+
11 Bjargaðu þeim sem eru leiddir til lífláts
og hjálpaðu þeim sem skjögra til aftöku.+
Jú, sá sem fylgist með þér veit það,
hann endurgeldur hverjum og einum eftir verkum hans.+
13 Borðaðu hunang, sonur minn, því að það er gott.
Hunang sem drýpur úr vaxkökunni er sætt á bragðið.
14 Að sama skapi er viska góð* fyrir þig.+
Ef þú finnur hana áttu framtíðina fyrir þér
og von þín bregst ekki.+
15 Sittu ekki um hús hins réttláta með illt í hyggju,
eyðileggðu ekki griðastað hans
16 því að þótt hinn réttláti falli sjö sinnum stendur hann aftur upp+
en hinir vondu hrasa þegar ógæfa kemur yfir þá.+
17 Gleðstu ekki yfir falli óvinar þíns
og fagnaðu ekki í hjarta þínu þótt hann hrasi+
18 svo að Jehóva sjái það ekki og gremjist það
og snúi reiði sinni frá honum.+
19 Láttu ekki illa menn reita þig til reiði,
öfundaðu þá ekki
20 því að hinir vondu eiga sér enga framtíð,+
á lampa hinna illu slokknar.+
21 Sonur minn, óttastu Jehóva og konunginn+
og eigðu ekki félagsskap við uppreisnarseggi*+
22 því að ógæfa þeirra kemur skyndilega.+
Hver veit hvaða hörmungar þeir tveir* leiða yfir þá?+
23 Þessi spakmæli eru líka eftir hina vitru:
Það er rangt að vera hlutdrægur í dómi.+
26 Fólk kyssir þann sem svarar heiðarlega.*+
29 Segðu ekki: „Ég ætla að gera honum það sama og hann gerði mér,
30 Ég gekk fram hjá akri letingja,+
fram hjá víngarði óviturs manns.
31 Ég sá að illgresi hafði breiðst um hann allan,
jörðin var þakin netlum
og steinhleðslan umhverfis hann var hrunin.+
32 Ég virti þetta fyrir mér og það hafði áhrif á mig.
Þetta lærði ég af því sem ég sá:
33 Sofðu aðeins lengur, blundaðu aðeins lengur,
hvíldu þig aðeins lengur með krosslagðar hendur.
34 Þá kemur fátæktin yfir þig eins og ræningi
og skorturinn eins og vopnaður maður.+
25 Þetta eru líka orðskviðir Salómons+ sem menn Hiskía+ Júdakonungs söfnuðu og afrituðu:
3 Himinninn er hár og jörðin er djúp,
eins eru hjörtu konunga órannsakanleg.
4 Fjarlægðu sorann úr silfrinu,
þá verður það hreint og tært.+
5 Fjarlægðu vondan mann úr návist konungs,
þá stendur hásæti hans stöðugt í réttlæti.+
6 Upphefðu þig ekki frammi fyrir konunginum+
og taktu þér ekki stöðu meðal stórmenna+
7 því að betra er að hann segi við þig: „Komdu hingað upp,“
en að hann auðmýki þig fyrir framan tignarmann.+
8 Anaðu ekki út í málaferli
því að hvað ætlarðu að gera ef náungi þinn niðurlægir þig?+
9 Verðu mál þitt gegn náunga þínum+
en ljóstraðu ekki upp leyndarmálum annarra*+
10 til þess að sá sem heyrir það leiði ekki skömm yfir þig
og þú berir út slúður* sem verður ekki afturkallað.
12 Eins og gulleyrnalokkur og skart úr dýrindis gulli,
þannig eru ávítur viturs manns í eyrum þess sem hlustar.+
13 Eins og svalandi snjór á uppskerudeginum,
þannig er áreiðanlegur sendiboði þeim sem sendir hann
því að hann hressir húsbónda sinn.+
14 Eins og ský og vindur án rigningar,
þannig er maður sem stærir sig af gjöf sem hann gefur aldrei.+
16 Ef þú finnur hunang borðaðu þá ekki meira en þú þarft.
Ef þú færð þér of mikið gætirðu ælt því upp.+
17 Stígðu sjaldan fæti í hús náunga þíns
svo að hann þreytist ekki á þér og fari að hata þig.
18 Eins og stríðskylfa, sverð og beitt ör,
þannig er maður sem ber ljúgvitni gegn náunga sínum.+
19 Eins og brotin tönn og valtur fótur,
þannig er að treysta ótraustum* manni á erfiðleikatímum.
20 Að fara úr fötum á köldum degi
og að hella ediki á þvottasóda,
eins er að syngja söngva fyrir þann sem er dapur í hjarta.+
21 Ef óvinur þinn er svangur gefðu honum þá brauð að borða,
ef hann er þyrstur gefðu honum þá vatn að drekka.+
23 Norðanvindinum fylgir úrhelli
og slúður kallar fram reiðisvip.+
26 Eins og gruggug lind og skemmdur brunnur,
þannig er réttlátur maður sem lætur undan* illum manni.
26 Eins og snjór að sumri og regn á uppskerutíma,
jafn illa hæfir heiður heimskum manni.+
2 Fuglinn hefur ástæðu til að flýja og svalan að flögra,
eins kemur bölvun ekki að ástæðulausu.*
4 Svaraðu ekki heimskingjanum eftir heimsku hans
svo að þú leggist ekki eins lágt og hann.*
5 Svaraðu heimskingjanum eftir heimsku hans
svo að hann haldi ekki að hann sé vitur.+
6 Eins og sá sem lemstrar fætur sína og skaðar sjálfan sig,*
þannig er sá sem trúir heimskingja fyrir verkefni.
8 Að hrósa heimskum manni
er eins og að binda stein fastan við slöngvu.+
9 Eins og þyrnikvistur í hendi drykkjumanns,
þannig eru spakmæli í munni heimskingjanna.
10 Eins og bogaskytta sem skýtur af handahófi,*
þannig er sá sem ræður heimskingja eða hvern sem á leið hjá til starfa.
11 Eins og hundur sem snýr aftur til ælu sinnar,
þannig endurtekur heimskingi heimsku sína.+
12 Hefurðu séð mann sem heldur að hann sé vitur?+
Heimskingi á meiri von en hann.
13 Letinginn segir: „Það er ungljón á veginum,
ljón á torginu!“+
14 Hurðin snýst á hjörunum
og letinginn í rúminu.+
15 Letinginn stingur hendinni í veisluskálina
en er of þreyttur til að bera hana aftur upp að munninum.+
16 Letinginn heldur að hann sé vitrari
en sjö aðrir sem svara skynsamlega.
18 Eins og galinn maður sem skýtur logandi skeytum og banvænum örvum,*
19 þannig er sá sem gerir náunga sínum grikk og segir síðan: „Ég var bara að grínast!“+
20 Eldurinn slokknar þegar eldiviðinn vantar
og þræturnar stöðvast þegar rógberinn er á bak og burt.+
21 Eins og kol á glæður og viður á eld,
þannig er þrætugjarn maður sem kyndir undir deilum.+
24 Sá sem hatar aðra dylur það með vörum sínum
en svik búa innra með honum.
25 Treystu honum ekki þótt hann tali vingjarnlega
því að sjö viðurstyggðir eru í hjarta hans.*
26 Þótt hann dylji hatrið með hræsni
verður illska hans afhjúpuð í söfnuðinum.
27 Sá sem grefur gryfju fellur í hana
og sá sem veltir steini lendir sjálfur undir honum.+
28 Lygarinn hatar þá sem hann skaðar
og smjaðrarinn steypir í glötun.+
27 Hreyktu þér ekki af morgundeginum
því að þú veist ekki hvað dagurinn ber í skauti sér.+
3 Steinn er þungur og sandur sömuleiðis
en gremja af völdum heimskingja er þyngri en hvort tveggja.+
4 Heiftin er grimm og reiðin eins og flóð
en hver getur staðist afbrýðisemi?+
5 Betra er að ávíta opinskátt en leyna ást sinni.+
7 Saddur maður afþakkar* hunang
en í munni hins hungraða bragðast jafnvel hið beiska sætt.
8 Eins og fugl sem flýgur* burt úr hreiðrinu,
þannig er maður sem yfirgefur heimili sitt.
9 Olía og reykelsi gleðja hjartað,
hið sama er að segja um góðan vin sem gefur einlæg ráð.+
10 Yfirgefðu ekki vin þinn eða vin föður þíns
og stígðu ekki inn í hús bróður þíns á ógæfudegi þínum.
Betri er nágranni í nánd en bróðir í fjarska.+
12 Skynsamur maður sér hættuna og felur sig+
en hinir óreyndu ana áfram og fá að kenna á því.
13 Taktu skikkjuna af manni sem hefur gengið í ábyrgð fyrir ókunnugan,
14 Ef einhver blessar náunga sinn snemma morguns með hárri röddu
verður það metið sem bölvun.
15 Þrætugjörn* kona er eins og sífelldur þakleki á rigningardegi.+
16 Sá sem getur stöðvað hana getur stöðvað vindinn
og haldið á olíu í hægri hendi.
18 Sá sem hlúir að fíkjutré mun borða ávöxt þess+
og sá sem hugsar vel um húsbónda sinn hlýtur heiður.+
19 Andlit speglast í vatni
og menn spegla hjörtu hver annars.
21 Bræðslupotturinn er fyrir silfrið og ofninn fyrir gullið,+
eins er maðurinn reyndur þegar hann fær hrós.
22 Þótt þú steytir heimskingja með stauti
eins og korn í mortéli
mun heimskan ekki skilja við hann.
23 Þekktu útlit sauða þinna vel,
24 því að auður varir ekki að eilífu+
né kóróna um ókomnar kynslóðir.
25 Grængresið hverfur, nýgresið sprettur
og jurtum fjallanna er safnað.
26 Hrútlömb eru þér til klæðnaðar
og fyrir geithafra má kaupa akur.
27 Nóg verður til af geitamjólk handa þér
og til að framfleyta fjölskyldu þinni og þjónustustúlkum.
3 Fátækur maður sem svindlar á bágstöddum+
er eins og regn sem skolar burt allri uppskerunni.
4 Þeir sem segja skilið við lögin hrósa hinum vondu
en þeir sem fylgja lögunum eru þeim ævareiðir.+
6 Betra er að vera fátækur og ráðvandur
en ríkur og spilltur.+
7 Skynsamur sonur heldur lögin
en sá sem er vinur matháka vanvirðir föður sinn.+
10 Sá sem leiðir réttláta inn á illa braut fellur í eigin gryfju+
12 Þegar hinir réttlátu sigra er mikið um dýrðir
en þegar illmenni komast til valda fer fólk í felur.+
13 Sá sem dylur syndir sínar verður ekki farsæll+
en sá sem játar þær og lætur af þeim hlýtur miskunn.+
15 Eins og urrandi ljón og björn í árásarham,
þannig er illur valdhafi yfir hjálparvana þjóð.+
16 Leiðtogi sem skortir dómgreind misbeitir valdi sínu+
en sá sem hatar illa fenginn gróða verður langlífur.+
17 Sá sem er sekur um manndráp* er á flótta fram á grafarbakkann.+
Enginn hjálpi honum.
19 Sá sem yrkir land sitt fær nóg að borða
en sá sem eltist við einskisverða hluti verður bláfátækur.+
20 Trúfastur maður hlýtur ríkulega blessun+
en sá sem vill verða ríkur í flýti verður ekki saklaus til lengdar.+
21 Það er ekki rétt að vera hlutdrægur+
en sumir brjóta af sér fyrir einn brauðbita.
27 Sá sem gefur fátækum líður engan skort+
en þeim sem lokar augunum fyrir eymd þeirra verður bölvað víða.
28 Þegar illmenni komast til valda fara menn í felur
en þegar þau farast fjölgar hinum réttlátu.+
2 Þegar hinir réttlátu eru margir fagnar þjóðin
en þegar illmenni ríkir stynur þjóðin.+
3 Sá sem elskar visku gleður föður sinn+
en sá sem leggur lag sitt við vændiskonur sóar verðmætum sínum.+
4 Með réttvísi styrkir konungur stoðir landsins+
en sá sem þiggur mútur rífur þær niður.
5 Sá sem smjaðrar fyrir náunga sínum
leggur net fyrir fætur hans.+
9 Þegar vitur maður á í málaþrætum við heimskingja
fjúka skammir og svívirðingar en engin lausn finnst.+
12 Þegar valdhafi hlustar á lygar
verða allir þjónar hans spilltir.+
13 Fátæklingurinn og kúgarinn eiga þetta sameiginlegt:*
Jehóva gefur augum beggja ljós.*
16 Þegar vondum mönnum fjölgar magnast illskan
en hinir réttlátu verða vitni að falli þeirra.+
17 Agaðu son þinn, þá mun hann veita þér ró
og gleði þín verður mikil.+
19 Þjónn verður ekki agaður með orðum,
hann hlýðir þeim ekki þótt hann skilji þau.+
20 Hefurðu séð mann sem er fljótfær í tali?+
Heimskingi á meiri von en hann.+
21 Ef dekrað er við þjón frá unga aldri
verður hann vanþakklátur að lokum.
24 Sá sem er í slagtogi við þjóf hatar sjálfan sig.
Hann heyrir auglýst eftir vitnum* en segir ekki frá.+
27 Hinir réttlátu hafa andstyggð á ranglátum manni+
en hinir vondu hafa andstyggð á þeim sem gengur beinar brautir.+
30 Mikilvægur boðskapur sem Agúr Jakeson flutti Ítíel og Úkal.
2 Ég er fáfróðastur allra+
og skil ekki allt sem menn ættu að skilja.
3 Ég hef ekki aflað mér visku
og bý ekki yfir þekkingu Hins háheilaga.
4 Hver hefur stigið upp til himins og komið aftur niður?+
Hver hefur safnað vindinum í lófa sér?
Hver hefur vafið vötnin inn í klæði sín?+
Hver hefur ákvarðað* öll endimörk jarðar?+
Hvað heitir hann og hvað heitir sonur hans – veistu það?
Hann er skjöldur þeirra sem leita athvarfs hjá honum.+
7 Ég bið þig um tvennt,
neitaðu mér ekki um það áður en ég dey.
8 Forðaðu mér frá ósannindum og lygum.+
Veittu mér hvorki fátækt né auðæfi,
gefðu mér aðeins þann mat sem ég þarf.+
9 Þá verð ég hvorki svo saddur að ég afneiti þér og segi: „Hver er Jehóva?“+
né svo fátækur að ég steli og vanvirði nafn Guðs míns.
10 Rægðu ekki þjón við húsbónda hans
svo að hann bölvi þér ekki og þú verðir fundinn sekur.+
13 Til eru þeir sem hafa dramblát augu
og hrokafullt augnaráð.+
14 Til eru þeir sem hafa sverð að tönnum
og sláturhnífa að jöxlum.
Þeir rífa í sig hina bágstöddu á jörðinni
og hina fátæku meðal mannanna.+
15 Blóðsugan á tvær dætur sem hrópa: „Gefðu! Gefðu!“
Þrennt er til sem fær aldrei nóg,
fernt sem segir aldrei: „Þetta nægir“:
16 gröfin*+ og móðurlíf ófrjórrar konu,
skrælnað og vatnslaust land
og eldurinn sem segir aldrei: „Nú er nóg.“
17 Hrafnarnir í dalnum kroppa úr það auga
sem hæðist að föður sínum og neitar að hlýða móður sinni
og arnarungarnir éta það.+
18 Þrennt er ofvaxið skilningi mínum*
og fernt skil ég ekki:
19 veg arnarins um himininn,
veg höggormsins á kletti,
veg skips á opnu hafi
og veg manns að ungri konu.
20 Þannig er hátterni ótrúrrar konu:
Hún borðar, þurrkar sér um munninn
og segir: „Ég hef ekki gert neitt rangt.“+
21 Þrennt lætur jörðina nötra
og fernt þolir hún ekki:
22 að þræll ríki sem konungur,+
heimskingi hámi í sig mat,
23 fyrirlitin kona* gangi í hjónaband
og þerna ryðji húsmóður sinni úr vegi.+
29 Þrír eru tignarlegir í gangi,
fjórir tignarlegir í fasi:
30 ljónið sem er sterkast allra dýra
og hopar ekki fyrir neinum,+
31 mjóhundurinn, geithafurinn
og konungur sem fer fyrir her sínum.
32 Ef þú hefur verið svo heimskur að upphefja sjálfan þig+
eða hugsað um að gera það
leggðu þá höndina á munninn+
33 því að rifrildi brýst út ef reitt er til reiði,+
rétt eins og smjör myndast ef mjólk er strokkuð
og blóð rennur ef þrýst er á nefið.
31 Orð Lemúels konungs, mikilvægur boðskapur sem móðir hans gaf honum til leiðsagnar:+
4 Það hæfir ekki konungum, Lemúel,
það hæfir ekki konungum að drekka vín
né valdhöfum að segja: „Gefið mér drykk!“+
5 Ef þeir drykkju gætu þeir gleymt lögunum
og brotið á rétti hinna bágstöddu.
7 Þeir skulu drekka og gleyma fátækt sinni,
þeir skulu ekki minnast rauna sinna lengur.
8 Talaðu máli hins mállausa,
verðu rétt allra sem eru að dauða komnir.+
א [alef]
Hún er miklu dýrmætari en kóralar.*
ב [bet]
11 Maðurinn hennar treystir henni af öllu hjarta
og hefur allt sem hann þarf.
ג [gimel]
12 Hún gerir honum gott og ekkert illt
alla sína ævi.
ד [dalet]
13 Hún verður sér úti um ull og hör,
og nýtur þess að vinna með höndunum.+
ה [he]
14 Hún er eins og kaupskipin,+
sækir matföngin langar leiðir.
ו [vá]
15 Hún fer á fætur meðan enn er dimmt,
tekur til matinn handa fjölskyldunni
og skammtar þernum sínum.+
ז [zajin]
16 Hún fær augastað á akri og kaupir hann,
plantar víngarð fyrir það sem hún hefur sjálf þénað.*
ח [het]
ט [tet]
18 Hún sér að viðskipti hennar skila miklum ágóða,
á lampa hennar slokknar ekki á næturnar.
י [jód]
כ [kaf]
20 Hún réttir bágstöddum hjálparhönd
og er örlát við fátæka.+
ל [lamed]
21 Hún hefur engar áhyggjur af fjölskyldu sinni þótt það snjói
því að allir á heimilinu eru klæddir hlýjum* fötum.
מ [mem]
22 Hún býr til sín eigin rúmteppi,
föt hennar eru úr líni og purpuralitri ull.
נ [nún]
ס [samek]
24 Hún býr til föt* úr líni og selur þau
og sér kaupmönnum fyrir beltum.
ע [ajin]
25 Hún er klædd styrkleika og heiðri
og horfir óttalaus til framtíðar.*
פ [pe]
צ [tsade]
27 Hún vakir yfir því sem fer fram á heimili hennar
og borðar ekki letinnar brauð.+
ק [qóf]
28 Börnin hennar standa upp og dásama hana,
maðurinn hennar stendur upp og hrósar henni.
ר [res]
29 Margar góðar* konur eru til
en þú – þú berð af þeim öllum.
ש [shin]
ת [tá]
Orðrétt „þekki“.
Eða „sanngirni“.
Eða „góða leiðsögn“.
Eða „torskilið tal“.
Orðrétt „Að óttast“.
Eða „lögum“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða „Varpaðu hlutkesti þínu með okkur“.
Eða „deilum allir sama poka (sjóði)“.
Orðrétt „Fætur þeirra“.
Eða „Sönn viska“.
Eða „Takið sinnaskiptum þegar ég áminni ykkur“.
Orðrétt „neyta ávaxtarins“.
Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „framandi“. Greinilega konu sem fylgir ekki siðferðisreglum Guðs.
Orðrétt „útlendrar“. Greinilega konu sem er fjarlæg Guði.
Eða „eiginmann“.
Orðrétt „slóðir“.
Orðrétt „gengur inn til hennar“.
Eða „ámælislausu“.
Eða „lögum mínum“.
Eða „sannleika“.
Sjá orðaskýringar, „ótti“.
Orðrétt „nafla“.
Eða „því albesta“.
Eða „öllum gróða þínum“.
Eða „vínpressum“.
Sjá orðaskýringar.
Hér virðist átt við eiginleika Guðs sem eru nefndir í versunum á undan.
Eða „lögum mínum“.
Orðrétt „hneigðu eyra þitt að“.
Eða hugsanl. „Íhugaðu vandlega hvar þú stígur“.
Orðrétt „hneigðu eyra þitt að“.
Orðrétt „framandi“. Sjá Okv 2:16.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða „þrótt þinn“.
Orðrétt „mitt í mannfjöldanum og söfnuðinum“.
Eða „ferskt“.
Eða „Uppspretta þín“.
Eða „geri þig ölvaðan“.
Orðrétt „framandi“. Sjá Okv 2:16.
Orðrétt „útlendrar“. Sjá Okv 2:16.
Eða „sál hans“.
Eða „lögum“.
Eða „fræða þig“.
Orðrétt „útlendrar“. Sjá Okv 2:16.
Eða „ekkert lausnargjald“.
Eða „lög mín“.
Orðrétt „framandi“. Sjá Okv 2:16.
Orðrétt „útlendri“. Sjá Okv 2:16.
Orðrétt „fætur hennar halda sig“.
Eða „með fjötrum“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „mannssonanna“.
Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar, „ótti“.
Orðrétt „hring“.
Eða „ákvað“.
Orðrétt „mannssonunum“.
Eða „vakir við dyr mínar“.
Eða „Sönn viska“.
Orðrétt „slátrað sláturfé sínu“.
Eða „hina óreyndu“.
Orðrétt „Að óttast“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða „Mannorð“.
Eða hugsanl. „er á veginum til lífsins“.
Eða „sögusagnir“.
Eða „leiðbeina mörgum“.
Eða „sorg; erfiðleikar“.
Eða „þeim sem sendir hann“.
Sjá orðaskýringar.
Eða „Von“.
Eða „flekklausa“.
Eða „heilir vogarsteinar“.
Eða „Hinn guðlausi“.
Orðrétt „breiðir yfir mál“.
Eða „viturlegrar leiðsagnar“.
Orðrétt „hatar“.
Eða „Heillandi“.
Eða „Maður sem sýnir tryggan kærleika“.
Eða „skömm“.
Orðrétt „gefur öðrum ríkulega að drekka“.
Eða „skömm“.
Sjá orðaskýringar.
Eða „Dugmikil“.
Orðrétt „liggja í leyni til að úthella blóði“.
Orðrétt „skorta brauð“.
Eða „samdægurs“.
Orðrétt „breiðir yfir smán“.
Eða „gera mann niðurdreginn“.
Orðrétt „munns síns“.
Orðrétt „verður feitur“.
Orðrétt „hinn fátæki heyrir engar ávítur“.
Eða „ráðfæra sig hver við annan“.
Eða „Illa fenginn“.
Orðrétt „með hendinni“.
Eða „Óuppfylltar væntingar“.
Eða „orðið“.
Eða „Lög“.
Sjá orðaskýringar.
Eða „honum“.
Orðrétt „vendinum“.
Eða hugsanl. „agar hann fljótt“.
Eða hugsanl. „blekkja með“.
Eða „sáttaumleitunum“.
Eða „meðal réttlátra er velvild“.
Eða „fokreiður“.
Eða „tryggan kærleika“.
Eða „heilsubót“.
Eða „Vingjarnlegt“.
Eða „særandi“.
Eða „Græðandi“.
Orðrétt „kremja andann“.
Eða „gróði“.
Eða „strangur“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða „Abaddón“.
Eða „sækist eftir“.
Orðrétt „alinaut“.
Orðrétt „Gleði hlýtur maðurinn af svari munns síns“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða „skömm“.
Eða „íhugar vandlega hverju svara skuli; hugsar áður en hann talar“.
Orðrétt „Björt augu“.
Orðrétt „fita“.
Orðrétt „Það er mannsins að koma skipulagi á hjartað“.
Eða „rétta svarið“.
Orðrétt „hreina“.
Orðrétt „Veltu verkum þínum á Jehóva“.
Eða „forðar sér frá henni“.
Orðrétt „Í ljómanum af andliti konungs er líf“.
Eða „Sá finnur hið góða“.
Orðrétt „og sætleiki varanna“.
Eða „sæt á bragðið“. Sjá orðaskýringar.
Eða „sálina“.
Orðrétt „munnur hans“.
Eða „Bragðarefur“.
Eða „heiðurskóróna“.
Eða „í næði“.
Orðrétt „sláturfórnum“.
Eða „foreldrarnir“.
Eða „barna“.
Eða „Fáguð“.
Eða „göfugum manni“.
Eða „steinn sem færir eiganda sínum blessun“.
Orðrétt „breiðir yfir“.
Eða „rjúfa stíflu“.
Eða „ef hann skortir skynsemi“.
Eða „bróðir fæddur til að hjálpa“.
Eða „góð heilsubót“.
Eða „tærir upp beinin“.
Eða „sekta“.
Eða „fyrirlítur alla skynsemi“.
Orðrétt „er hafinn hátt upp“, það er, þangað sem enginn nær til hans, í öruggt skjól.
Orðrétt „kraminn anda“.
Eða „yfirheyrir hann vandlega“.
Eða „nýtur góðvildar“.
Eða „hraðar sér“.
Eða „örlátum manni“.
Eða „misgerð“.
Eða „nöldursöm“.
Eða „launar“.
Eða „og óskaðu honum ekki dauða“.
Eða „ráðagerð“.
Eða hugsanl. „Hann leitar um uppskerutímann en finnur ekkert“.
Eða „Áform“. Orðrétt „Ráð“.
Eða „segjast búa yfir tryggum kærleika“.
Orðrétt „synir“.
Eða „Tvenns konar vogarsteinar og tvenns konar mæliker“.
Eða „drengur“.
Sjá orðaskýringar.
Eða „útlending“.
Eða „standa“.
Eða „ef leitað er ráða“.
Eða „þann sem lokkar með orðum sínum“.
Eða „tvenns konar vogarsteinum“.
Eða „hvert hann á að fara“.
Orðrétt „Andardráttur“.
Eða „hreinsa“.
Eða „ásetning hans“.
Eða „gefa ávinning“.
Eða hugsanl. „fyrir þá sem leita dauðans“.
Eða „nöldursamri“.
Eða „veit hann hvað hann á að gera“.
Orðrétt „í barmi“.
Eða „gera sér glaðan dag“.
Eða „nöldursamri“.
Eða „með svívirðilegri hegðun“.
Orðrétt „en maður sem hlustar mun tala að eilífu“.
Eða „en hinn réttláti gerir veg sinn öruggan“.
Orðrétt „Nafn“.
Orðrétt „velþóknunar“.
Orðrétt „mætast“.
Eða „drenginn; hinn unga“.
Orðrétt „Sá sem hefur góðgjarnt auga“.
Eða „Málaferli“.
Orðrétt „framandi“. Sjá Okv 2:16.
Eða „drengsins; hins unga“.
Orðrétt „vöndur agans“.
Eða „Sýndu sjálfstjórn“.
Eða hugsanl. „hættu að verja viti þínu til þess“.
Eða „þeim sem hefur illt auga“.
Orðrétt „en hjarta hans er ekki með þér“.
Orðrétt „lausnari“.
Eða „barnið; hinn unga“.
Orðrétt „slærð hann með vendinum“.
Orðrétt „sláðu hann með vendinum“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „Nýru mín fagna“.
Eða „Aflaðu þér“.
Orðrétt „útlend“. Sjá Okv 2:16.
Eða „með rauð augu“.
Eða „koma saman til að smakka sterk vín“.
Eða „heimili“.
Eða „fer allt vel“.
Eða „Ráðabrugg heimskingjans er synd“.
Eða „degi neyðarinnar“.
Eða „ásetning mannsins“.
Eða „sæt“.
Eða „byltingarsinna“.
Það er, Jehóva og konungurinn.
Eða hugsanl. „Að svara undanbragðalaust er eins og að gefa koss“.
Eða „byggt upp heimili þitt“.
Eða „ég ætla að ná mér niðri á honum“.
Eða „því sem þér var sagt í trúnaði“.
Eða „illan orðróm“.
Eða „vingjarnleg“.
Eða hugsanl. „svikulum“.
Hugsunin er að mýkja hjarta hans og „bræða“ hann.
Eða „nöldursamri“.
Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „skjögrar frammi fyrir“.
Eða „anda sínum“.
Eða hugsanl. „eins fer óverðskulduð bölvun fram hjá“.
Eða „svo að þú verðir ekki jafn honum“.
Orðrétt „drekkur ofbeldi“.
Eða „hangandi“.
Eða „særir alla“.
Eða hugsanl. „blandar sér í“.
Eða „logandi skeytum, örvum og dauða“.
Orðrétt „glóandi varir með“.
Eða „því að hjarta hans er rotið í gegn“.
Orðrétt „ókunnugan mann“.
Orðrétt „útlending“.
Eða hugsanl. „falskir; þvingaðir“.
Orðrétt „treður niður“.
Eða „flýr“.
Eða „storkar“.
Eða „útlending“.
Eða „Nöldursöm“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða „Abaddón“.
Eða „láttu þér umhugað um hjörðina; veittu hjörðinni athygli“.
Eða „ungt ljón“.
Eða „gera uppreisn“.
Orðrétt „hann“.
Eða „flekklausu“.
Eða „hræddur“.
Eða „Sá sem blóðskuld hvílir á“.
Eða „Ágjarn“.
Eða hugsanl. „Hrokafullur“.
Orðrétt „feitur“.
Orðrétt „hjartað“.
Eða „saklausa“.
Eða hugsanl. „en hinn réttláti vill verja líf hans“.
Orðrétt „anda“.
Orðrétt „mætast“.
Það er, gefur þeim líf.
Eða „Refsing“. Orðrétt „Vöndur“.
Eða „heyrir eið sem felur í sér bölvun“.
Eða „leiðir í snöru“.
Eða hugsanl. „leita hylli“.
Orðrétt „reist“.
Hebreska orðið vísar til þess að hreinsa málm í eldi.
Orðrétt „Til er sú kynslóð“.
Orðrétt „blessa“.
Orðrétt „saurinn“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða „of undursamlegt fyrir mig“.
Eða „kona sem er ekki elskuð“.
Eða „afburðavitur“.
Eða „Hnubbarnir“.
Eða „flyttu mál“.
Eða „dugmikla“.
Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „af ávexti handa sinna“.
Orðrétt „gyrðir mjaðmir sínar krafti“.
Orðrétt „styrkir handleggi sína“.
Spunastafur og snælda voru áhöld til að spinna þráð.
Orðrétt „tvöföldum“.
Eða „nærföt“.
Eða „hlær að komandi degi“.
Eða „ástúðleg fræðsla er á; lögmál tryggs kærleika er á“.
Eða „dugmiklar“.
Orðrétt „Gefið henni af ávexti handa hennar“.