Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • nwt Opinberunarbókin 1:1-22:21
  • Opinberunarbókin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Opinberunarbókin
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
Biblían – Nýheimsþýðingin
Opinberunarbókin

OPINBERUN JÓHANNESAR

1 Opinberun* Jesú Krists sem Guð gaf honum+ til að sýna þjónum sínum+ það sem á að gerast bráðlega. Hann sendi engil sinn og lét hann birta það Jóhannesi+ þjóni Guðs með táknum 2 en Jóhannes vitnaði um orð Guðs og um vitnisburð Jesú Krists, já, um allt sem hann sá. 3 Sá sem les upp þessi spádómsorð er hamingjusamur og sömuleiðis þeir sem heyra þau og fara eftir því sem er skrifað í spádóminum+ því að hinn tilsetti tími er í nánd.

4 Frá Jóhannesi til safnaðanna sjö+ í skattlandinu Asíu.

Megið þið njóta einstakrar góðvildar og friðar frá „honum sem er, sem var og kemur“,+ frá öndunum sjö+ sem eru frammi fyrir hásæti hans 5 og frá Jesú Kristi, „vottinum trúa“,+ sem er „frumburður upprisunnar frá dauðum“+ og „sá sem ræður yfir konungum jarðarinnar“.+

Hann elskar okkur+ og leysti okkur undan syndum okkar með blóði sínu,+ 6 og hann gerði okkur að konungsríki+ og prestum+ handa Guði sínum og föður. Hans er dýrðin og mátturinn að eilífu. Amen.

7 Hann kemur með skýjunum+ og hvert auga mun sjá hann, einnig þeir sem ráku hann í gegn, og allar ættkvíslir jarðar munu harma og kveina vegna hans.+ Já, það verður. Amen.

8 „Ég er alfa og ómega,“*+ segir Jehóva* Guð, „sá sem er og sá sem var og sá sem kemur, Hinn almáttugi.“+

9 Ég, Jóhannes, sem er bróðir ykkar og á hlutdeild með ykkur í ofsóknunum,+ ríkinu+ og þolgæðinu+ sem fylgjandi Jesú,+ var á eyjunni Patmos fyrir að hafa talað um Guð og vitnað um Jesú. 10 Með innblæstri* var ég fluttur fram á Drottins dag og ég heyrði að baki mér sterka rödd sem líktist lúðurhljómi. 11 Hún sagði: „Skrifaðu í bókrollu það sem þú sérð og sendu hana til safnaðanna sjö í Efesus,+ Smyrnu,+ Pergamos,+ Þýatíru,+ Sardes,+ Fíladelfíu+ og Laódíkeu.“+

12 Ég sneri mér við til að sjá hver talaði við mig. Þegar ég gerði það sá ég sjö ljósastikur úr gulli+ 13 og á milli þeirra sá ég einhvern líkan mannssyni,+ klæddan skósíðri flík og með gullbelti um bringuna. 14 Höfuð hans og hár var hvítt eins og hvít ull, eins og snjór, og augu hans voru eins og eldslogi.+ 15 Fætur hans voru eins og gæðakopar+ sem glóir í bræðsluofni og rödd hans var eins og niður margra vatna. 16 Hann var með sjö stjörnur í hægri hendinni,+ út af munni hans gekk langt og beitt tvíeggjað sverð+ og andlit hans var eins og sólin þegar hún skín skærast.+ 17 Þegar ég sá hann féll ég eins og dauður væri við fætur hans.

En hann lagði hægri höndina á mig og sagði: „Vertu ekki hræddur. Ég er hinn fyrsti+ og hinn síðasti+ 18 og hinn lifandi.+ Ég dó+ en sjáðu, nú lifi ég um alla eilífð+ og ég hef lyklana að dauðanum og gröfinni.*+ 19 Skrifaðu nú niður það sem þú sást, það sem gerist núna og það sem á eftir að gerast. 20 Þetta er hinn heilagi leyndardómur um stjörnurnar sjö sem þú sást í hægri hendi minni og um gullljósastikurnar sjö: Stjörnurnar sjö tákna engla safnaðanna sjö, og ljósastikurnar sjö tákna söfnuðina sjö.+

2 Skrifaðu engli+ safnaðarins í Efesus:+ Þetta segir sá sem heldur á stjörnunum sjö í hægri hendinni og gengur um milli gullljósastikanna sjö:+ 2 ‚Ég þekki verk þín, erfiði þitt og þolgæði og veit að þú umberð ekki vonda menn. Þú hefur reynt þá sem segjast vera postular+ en eru það ekki og þú hefur komist að raun um að þeir eru lygarar. 3 Já, þú ert þolgóður og hefur þolað margt vegna nafns míns+ en ekki þreyst.+ 4 Ég hef það samt á móti þér að þú hefur glatað kærleikanum sem þú hafðir í upphafi.

5 Mundu því úr hvaða hæð þú hefur fallið, iðrastu+ og gerðu sömu verk og í upphafi. Ef þú iðrast ekki+ kem ég til þín og færi ljósastiku þína+ úr stað. 6 En það er þér til hróss að þú hatar verk Nikólaíta,+ sem ég hata líka. 7 Sá sem hefur eyru heyri hvað andinn segir söfnuðunum:+ Þeim sem sigrar+ leyfi ég að borða af tré lífsins+ sem er í paradís Guðs.‘

8 Skrifaðu engli safnaðarins í Smyrnu: Þetta segir ‚hinn fyrsti og hinn síðasti‘,+ hann sem dó og varð aftur lifandi:+ 9 ‚Ég þekki þjáningar þínar og fátækt – en þú ert samt ríkur.+ Ég veit af svívirðingum þeirra sem kalla sig Gyðinga en eru það ekki í raun heldur eru samkunda Satans.+ 10 Óttastu ekki þær þjáningar sem eru fram undan.+ Djöfullinn heldur áfram að varpa sumum ykkar í fangelsi þannig að þið verðið reynd til hins ýtrasta, og þið verðið ofsótt í tíu daga. Vertu trúr allt til dauða, þá gef ég þér kórónu lífsins.+ 11 Sá sem hefur eyru heyri+ hvað andinn segir söfnuðunum: Þeim sem sigrar+ mun hinn annar dauði+ aldrei vinna mein.‘

12 Skrifaðu engli safnaðarins í Pergamos: Þetta segir sá sem er með langa og beitta tvíeggjaða sverðið:+ 13 ‚Ég veit hvar þú býrð, þar sem hásæti Satans er. Þó ertu trúr nafni mínu*+ og þú afneitaðir ekki trúnni á mig,+ jafnvel ekki á dögum Antípasar, míns trúa vottar+ sem var drepinn+ í návist ykkar, í borginni þar sem Satan býr.

14 Ég hef samt nokkuð á móti þér. Hjá þér eru nokkrir sem aðhyllast kenningu Bíleams+ en hann kenndi Balak+ að leggja gildru fyrir Ísraelsmenn svo að þeir átu kjöt sem var fórnað skurðgoðum og frömdu kynferðislegt siðleysi.*+ 15 Sömuleiðis eru hjá þér nokkrir sem aðhyllast kenningu Nikólaíta.+ 16 Þú þarft því að iðrast. Annars kem ég fljótt til þín og berst við þá með langa sverðinu sem gengur út af munni mínum.+

17 Sá sem hefur eyru heyri hvað andinn segir söfnuðunum:+ Þeim sem sigrar+ gef ég af hinu hulda manna+ og ég gef honum hvíta steinvölu en á hana er skrifað nýtt nafn sem enginn þekkir nema sá sem hlýtur það.‘

18 Skrifaðu engli safnaðarins í Þýatíru:+ Þetta segir sonur Guðs, hann sem er með augu eins og eldsloga+ og fætur eins og gæðakopar:+ 19 ‚Ég þekki verk þín, kærleika þinn, trú þína, þjónustu og þolgæði og veit að það sem þú hefur gert í seinni tíð er meira en þú gerðir í byrjun.

20 Ég hef samt það á móti þér að þú umberð konuna Jesebel+ sem kallar sig spákonu en afvegaleiðir þjóna mína með því sem hún kennir svo að þeir fremja kynferðislegt siðleysi*+ og borða kjöt fórnað skurðgoðum. 21 Ég hef gefið henni tíma til að iðrast en hún vill ekki iðrast þess að hafa stundað kynferðislegt siðleysi.* 22 Ég er að því kominn að kasta henni á sóttarsæng og þeim sem halda fram hjá með henni út í miklar þjáningar nema þeir iðrist þess sem hún fékk þá til að gera. 23 Og ég mun taka börn hennar af lífi í banvænni plágu til að allir söfnuðirnir viti að það er ég sem rannsaka hjörtu og innstu hugsanir* og ég gef ykkur, hverju og einu, eftir verkum ykkar.+

24 En ég segi ykkur hinum í Þýatíru, öllum sem fylgja ekki þessari kenningu, þeim sem kynntust ekki svokölluðu „djúpi Satans“:+ Ég legg enga aðra byrði á ykkur. 25 En haldið fast við það sem þið hafið þangað til ég kem.+ 26 Þeim sem sigrar og vinnur sömu verk og ég allt til enda mun ég gefa vald yfir þjóðunum+ 27 eins og faðir minn hefur gefið mér. Hann mun ríkja yfir þeim eins og hirðir með járnstaf+ svo að þær mölbrotna eins og leirker. 28 Og ég gef honum morgunstjörnuna.+ 29 Sá sem hefur eyru heyri hvað andinn segir söfnuðunum.‘

3 Skrifaðu engli safnaðarins í Sardes: Þetta segir sá sem er með sjö anda Guðs+ og stjörnurnar sjö:+ ‚Ég þekki verk þín og veit að þú ert sagður vera lifandi, en þú ert samt dauður.+ 2 Vaknaðu+ og styrktu það sem eftir er og var að dauða komið því að ég sé ekki að verkum þínum sé lokið frammi fyrir Guði mínum. 3 Mundu hvað þú hefur fengið og hvað þú hefur heyrt. Haltu þig við það og iðrastu.+ Ef þú vaknar ekki kem ég eins og þjófur+ og þú veist ekki á hvaða tíma ég kem.+

4 Þó eru fáeinir* hjá þér í Sardes sem hafa ekki óhreinkað föt sín+ og þeir munu ganga með mér í hvítum fötum+ af því að þeir eru þess verðugir. 5 Já, sá sem sigrar+ mun klæðast hvítum fötum+ og ég mun aldrei stroka nafn hans út úr bók lífsins+ heldur viðurkenni ég nafn hans frammi fyrir föður mínum og englum hans.+ 6 Sá sem hefur eyru heyri hvað andinn segir söfnuðunum.‘

7 Skrifaðu engli safnaðarins í Fíladelfíu: Þetta segir sá sem er heilagur+ og sannur,+ sá sem hefur lykil Davíðs,+ sá sem opnar þannig að enginn loki og lokar þannig að enginn opni: 8 ‚Ég þekki verk þín. Sjáðu, ég hef opnað fyrir þér dyr+ sem enginn getur lokað. Ég veit að þú hefur lítinn mátt en þú hefur samt hlýtt orðum mínum og ekki afneitað nafni mínu. 9 Ég læt suma úr samkundu Satans, þá sem segjast vera Gyðingar en eru það ekki+ heldur ljúga, koma og krjúpa* við fætur þér og læt þá vita að ég elska þig. 10 Þú hefur fylgt því sem þú heyrðir um þolgæði mitt.*+ Þess vegna varðveiti ég þig á reynslustundinni+ sem á að koma yfir alla heimsbyggðina til að reyna þá sem búa á jörðinni. 11 Ég kem fljótt.+ Haltu fast við það sem þú hefur til að enginn taki kórónu þína.+

12 Þann sem sigrar geri ég að stólpa í musteri Guðs míns og hann fer aldrei út þaðan aftur. Ég skrifa á hann nafn Guðs míns+ og nafn borgar Guðs míns, hinnar nýju Jerúsalem+ sem kemur ofan af himni frá Guði mínum, og einnig nýja nafnið mitt.+ 13 Sá sem hefur eyru heyri hvað andinn segir söfnuðunum.‘

14 Skrifaðu engli safnaðarins í Laódíkeu:+ Þetta segir sá sem er kallaður Amen,+ votturinn trúi og sanni,+ fyrsta sköpunarverk Guðs:+ 15 ‚Ég þekki verk þín og veit að þú ert hvorki kaldur né heitur. Ég vildi að þú værir annaðhvort kaldur eða heitur. 16 En þar sem þú ert hálfvolgur en hvorki heitur+ né kaldur+ ætla ég að skyrpa þér út úr munni mínum. 17 Þú segir: „Ég er ríkur,+ hef aflað mér auðæfa og þarfnast einskis,“ en þú veist ekki að þú ert vesæll, aumkunarverður, fátækur, blindur og nakinn. 18 Ég ráðlegg þér þess vegna að kaupa af mér gull, hreinsað í eldi, svo að þú verðir ríkur, hvít föt svo að þú getir klætt þig og verðir þér ekki til skammar með nekt þinni+ og augnsmyrsl til að bera á augu þín+ svo að þú sjáir.+

19 Ég ávíta og aga alla sem ég elska.+ Vertu því kappsamur og iðrastu.+ 20 Ég stend við dyrnar og banka. Ef einhver heyrir rödd mína og opnar dyrnar geng ég inn í hús hans og borða kvöldverð með honum og hann með mér. 21 Þeim sem sigrar+ leyfi ég að setjast hjá mér í hásæti mitt+ eins og ég sigraði og settist+ hjá föður mínum í hásæti hans. 22 Sá sem hefur eyru heyri hvað andinn segir söfnuðunum.‘“

4 Eftir þetta sá ég opnar dyr á himni og fyrsta röddin sem ég heyrði tala við mig hljómaði eins og lúður. Hún sagði: „Komdu hingað upp og ég skal sýna þér það sem á að gerast.“ 2 Um leið kom andinn yfir mig og ég sá hásæti sem stóð á himni og einhver sat í hásætinu.+ 3 Hann sem sat þar geislaði eins og jaspissteinn+ og karneól,* og hringinn í kringum hásætið var regnbogi sem var eins og smaragður að sjá.+

4 Í kringum hásætið voru 24 hásæti og í þeim sátu 24 öldungar+ klæddir hvítum fötum og með gullkórónur á höfði. 5 Út frá hásætinu gengu eldingar,+ raddir og þrumur+ heyrðust og sjö blys loguðu fyrir framan það en þau tákna sjö anda Guðs.+ 6 Fyrir framan hásætið var eitthvað sem leit út eins og glerhaf+ og líktist kristal.

Í miðjunni, þar sem hásætið var,* og kringum hásætið voru fjórar lifandi verur+ alsettar augum í bak og fyrir. 7 Fyrsta lifandi veran líktist ljóni,+ önnur veran líktist ungnauti,+ andlit þriðju verunnar+ var eins og mannsandlit og fjórða veran+ var eins og örn á flugi.+ 8 Lifandi verurnar fjórar höfðu hver um sig sex vængi sem voru alsettir augum að ofan og neðan.+ Þær segja stöðugt, bæði dag og nótt: „Heilagur, heilagur, heilagur er Jehóva*+ Guð, Hinn almáttugi, hann sem var, sem er og kemur.“+

9 Í hvert sinn sem lifandi verurnar upphefja, heiðra og þakka honum sem situr í hásætinu og lifir um alla eilífð+ 10 falla öldungarnir 24+ fram fyrir honum sem situr í hásætinu og tilbiðja hann sem lifir um alla eilífð. Þeir kasta kórónum sínum að hásætinu og segja: 11 „Jehóva* Guð okkar, þú ert þess verðugur að fá dýrðina,+ heiðurinn+ og máttinn+ því að þú skapaðir allt+ og að vilja þínum varð það til og var skapað.“

5 Í hægri hendi hans sem sat í hásætinu+ sá ég bókrollu. Skrifað var á hana báðum megin* og hún var vandlega innsigluð með sjö innsiglum. 2 Og ég sá sterkan engil sem kallaði hárri röddu: „Hver er þess verðugur að opna bókrolluna og rjúfa innsigli hennar?“ 3 En enginn á himni, á jörð eða undir jörðinni var fær um að opna bókrolluna og sjá hvað stóð í henni. 4 Ég grét hástöfum af því að enginn var þess verðugur að opna bókrolluna og sjá hvað stóð í henni. 5 En einn af öldungunum sagði við mig: „Ekki gráta. Sjáðu, ljónið af ættkvísl Júda,+ rót+ Davíðs,+ hefur sigrað+ og getur því opnað bókrolluna og rofið innsiglin sjö.“

6 Nú sá ég lamb,+ sem virtist hafa verið slátrað,+ standa fyrir miðju hásætinu og frammi fyrir lifandi verunum fjórum með öldungana+ í kring. Það hafði sjö horn og sjö augu en augun tákna sjö anda Guðs+ sem hafa verið sendir út um alla jörðina. 7 Lambið gekk samstundis fram og tók við bókrollunni úr hægri hendi hans sem sat í hásætinu.+ 8 Þegar lambið tók við bókrollunni féllu verurnar fjórar og öldungarnir 24+ fram fyrir því. Þeir höfðu hver um sig hörpu og gullskálar sem voru fullar af reykelsi. (Reykelsið táknar bænir hinna heilögu.)+ 9 Þeir syngja nýjan söng:+ „Þú ert þess verðugur að taka við bókrollunni og rjúfa innsigli hennar því að þér var slátrað og með blóði þínu keyptirðu fólk handa Guði+ af hverjum ættflokki, tungu,* kynþætti og þjóð.+ 10 Þú gerðir þetta fólk að konungsríki+ og prestum Guðs okkar+ og það á að ríkja sem konungar+ yfir jörðinni.“

11 Nú sá ég fjölda engla og heyrði raddir þeirra. Þeir stóðu hringinn í kringum hásætið, lifandi verurnar og öldungana, og tala þeirra var tugþúsundir tugþúsunda og þúsundir þúsunda.+ 12 Þeir sögðu hárri röddu: „Lambið sem var slátrað+ er þess verðugt að fá máttinn og hljóta auð, visku og kraft, heiður, dýrð og lof.“+

13 Og ég heyrði allar sköpunarverur á himni, á jörð, undir jörðinni+ og á hafinu, já, allt sem þar er, segja: „Honum sem situr í hásætinu+ og lambinu+ sé lofgjörðin, heiðurinn,+ dýrðin og mátturinn um alla eilífð.“+ 14 Lifandi verurnar fjórar sögðu: „Amen!“ og öldungarnir féllu fram og tilbáðu Guð.

6 Ég sá lambið+ rjúfa hið fyrsta af innsiglunum sjö+ og heyrði eina af lifandi verunum fjórum+ segja með rödd sem hljómaði eins og þruma: „Komdu!“ 2 Og ég sá hvítan hest+ og sá sem sat á honum hélt á boga. Honum var fengin kóróna+ og hann fór út sigrandi og til að vinna fullnaðarsigur.+

3 Þegar lambið rauf annað innsiglið heyrði ég aðra lifandi veruna+ segja: „Komdu!“ 4 Þá kom fram annar hestur, eldrauður, og þeim sem sat á honum var gefið vald til að taka friðinn burt af jörðinni svo að menn stráfelldu hverjir aðra, og honum var fengið stórt sverð.+

5 Þegar lambið rauf þriðja innsiglið+ heyrði ég þriðju lifandi veruna+ segja: „Komdu!“ Og ég sá svartan hest og sá sem sat á honum hélt á vogarskálum í hendinni. 6 Ég heyrði eitthvað sem líktist rödd og barst frá lifandi verunum fjórum. Hún sagði: „Lítri* af hveiti fyrir denar*+ og þrír lítrar af byggi fyrir denar og bruðlaðu ekki með* ólívuolíuna og vínið.“+

7 Þegar lambið rauf fjórða innsiglið heyrði ég rödd fjórðu lifandi verunnar+ sem sagði: „Komdu!“ 8 Og ég sá fölhvítan hest og sá sem sat á honum hét Dauði. Gröfin* fylgdi fast á hæla honum. Þeim var gefið vald yfir fjórða hluta jarðarinnar, vald til að drepa menn með löngu sverði, hungursneyð+ og drepsótt og láta villidýr jarðarinnar bana þeim.+

9 Þegar lambið rauf fimmta innsiglið sá ég undir altarinu+ sálir*+ þeirra sem höfðu verið drepnir vegna orðs Guðs og vegna þess að þeir höfðu borið vitni.+ 10 Þeir hrópuðu hárri röddu: „Alvaldur Drottinn, þú sem ert heilagur og sannur,+ hve lengi ætlarðu að bíða með að dæma þá sem búa á jörðinni og hefna blóðs okkar á þeim?“+ 11 Hverjum og einum þeirra var fengin hvít skikkja+ og þeim var sagt að hvílast aðeins lengur, þar til náð væri tölu samþjóna þeirra sem átti að taka af lífi eins og þá.+

12 Ég sá lambið rjúfa sjötta innsiglið og þá varð mikill jarðskjálfti. Sólin varð svört eins og hærusekkur,* allt tunglið varð eins og blóð+ 13 og stjörnur himins féllu til jarðar eins og þegar óþroskaðar fíkjur falla af fíkjutré í stormi. 14 Himinninn hvarf eins og bókrolla sem vafin er saman,+ og hvert fjall og hver eyja færðist úr stað.+ 15 Konungar jarðarinnar, háttsettir embættismenn og herforingjar, hinir ríku og hinir voldugu, allir þrælar og allir frjálsir menn földu sig þá í hellum og í klettum fjallanna.+ 16 Þeir segja hvað eftir annað við fjöllin og klettana: „Hrynjið yfir okkur+ og felið okkur fyrir honum sem situr í hásætinu+ og fyrir reiði lambsins+ 17 því að hinn mikli reiðidagur þeirra er kominn+ og hver getur lifað hann af?“+

7 Eftir þetta sá ég fjóra engla sem stóðu við fjögur horn jarðar. Þeir héldu aftur af fjórum vindum jarðar svo að enginn vindur gæti blásið á jörðina, hafið né nokkurt tré. 2 Og ég sá annan engil stíga upp þar sem sólin rís.* Hann hélt á innsigli hins lifandi Guðs og hrópaði hárri röddu til englanna fjögurra sem var gefið vald til að vinna tjón á jörðinni og hafinu: 3 „Valdið ekki tjóni á jörðinni, hafinu né trjánum fyrr en við höfum sett innsigli+ á enni þjóna Guðs okkar.“+

4 Ég heyrði hversu margir höfðu fengið innsigli, 144.000+ af öllum ættkvíslum Ísraelsmanna:+

5 Af ættkvísl Júda höfðu 12.000 fengið innsigli,

af ættkvísl Rúbens 12.000,

af ættkvísl Gaðs 12.000,

6 af ættkvísl Assers 12.000,

af ættkvísl Naftalí 12.000,

af ættkvísl Manasse+ 12.000,

7 af ættkvísl Símeons 12.000,

af ættkvísl Leví 12.000,

af ættkvísl Íssakars 12.000,

8 af ættkvísl Sebúlons 12.000,

af ættkvísl Jósefs 12.000 og

af ættkvísl Benjamíns höfðu 12.000 fengið innsigli.

9 Eftir þetta sá ég mikinn múg, sem enginn maður gat talið, af öllum þjóðum, ættflokkum, kynþáttum og tungum*+ standa frammi fyrir hásætinu og lambinu. Fólkið var klætt hvítum skikkjum+ og var með pálmagreinar í höndunum.+ 10 Það hrópaði stöðugt hárri röddu: „Frelsunin kemur frá Guði okkar, sem situr í hásætinu,+ og lambinu.“+

11 Allir englarnir stóðu kringum hásætið og öldungana+ og lifandi verurnar fjórar. Þeir féllu á grúfu frammi fyrir hásætinu, tilbáðu Guð 12 og sögðu: „Amen! Lofgjörðin, dýrðin og viskan, þakkargjörðin, heiðurinn, mátturinn og krafturinn sé Guði okkar um alla eilífð.+ Amen.“

13 Einn af öldungunum spurði mig þá: „Hverjir eru þetta sem eru í hvítu skikkjunum+ og hvaðan koma þeir?“ 14 Ég svaraði um leið: „Herra minn, þú veist það.“ Hann sagði þá við mig: „Þetta eru þeir sem koma úr þrengingunni miklu+ og þeir hafa þvegið skikkjur sínar skjannahvítar í blóði lambsins.+ 15 Þess vegna eru þeir frammi fyrir hásæti Guðs og veita honum heilaga þjónustu dag og nótt í musteri hans, og sá sem situr í hásætinu+ mun tjalda yfir þá.+ 16 Þá mun hvorki hungra né þyrsta framar og hvorki sólin né nokkur steikjandi hiti brenna þá+ 17 því að lambið,+ sem er fyrir miðju hásætinu, mun gæta þeirra+ og leiða að uppsprettum* lífsvatnsins.+ Og Guð þerrar hvert tár af augum þeirra.“+

8 Þegar lambið+ rauf sjöunda innsiglið+ var þögn á himni í um það bil hálftíma. 2 Ég sá englana sjö+ sem standa frammi fyrir Guði, og þeim voru fengnir sjö lúðrar.

3 Annar engill kom og tók sér stöðu við altarið.+ Hann hélt á reykelsiskeri* úr gulli og honum var fengið mikið af reykelsi+ til að fórna á gullaltarinu+ fyrir framan hásætið um leið og bænir allra hinna heilögu heyrðust á himni. 4 Reykurinn af reykelsinu úr hendi engilsins steig upp frammi fyrir Guði ásamt bænum+ hinna heilögu. 5 Engillinn tók þá reykelsiskerið, fyllti það með eldi af altarinu og kastaði eldinum niður til jarðar. Það heyrðust þrumur og raddir, eldingar+ sáust og jarðskjálfti varð. 6 Englarnir sjö með lúðrana sjö+ bjuggu sig nú undir að blása í þá.

7 Sá fyrsti blés í lúður sinn. Þá kom hagl og eldur, blandað blóði, og því var varpað niður á jörðina.+ Þriðjungur jarðarinnar eyddist í eldi, þriðjungur trjánna brann upp til agna og sömuleiðis allt grængresið.+

8 Annar engillinn blés í lúður sinn. Þá var einhverju sem líktist stóru brennandi fjalli varpað í hafið.+ Þriðjungur hafsins breyttist í blóð,+ 9 þriðjungur af lífverum hafsins dó+ og þriðjungur skipanna fórst.

10 Þriðji engillinn blés í lúður sinn. Þá féll stór stjarna af himni, brennandi eins og eldslogi. Hún féll á þriðjung ánna og á uppsprettur* vatnanna.+ 11 Stjarnan heitir Malurt. Þriðjungur vatnanna breyttist í malurt og fjöldi fólks dó af völdum vatnsins því að það var orðið beiskt.+

12 Fjórði engillinn blés í lúður sinn. Þriðjungur sólarinnar,+ þriðjungur tunglsins og þriðjungur stjarnanna var sleginn svo að þriðjungur þeirra myrkvaðist+ og engin birta yrði þriðjung dagsins og þriðjung næturinnar.

13 Síðan sá ég örn fljúga um miðjan himin og heyrði hann hrópa hárri röddu: „Ógæfa, ógæfa, ógæfa+ kemur yfir þá sem búa á jörðinni því að þrír síðustu englarnir blása innan skamms í lúðra sína og lúðrahljómurinn heyrist.“+

9 Fimmti engillinn blés í lúður sinn.+ Þá sá ég stjörnu sem hafði fallið af himni til jarðar og henni* var fenginn lykillinn að göngunum niður í undirdjúpið.+ 2 Stjarnan* opnaði göngin að undirdjúpinu og reykur steig upp úr þeim eins og reykur úr stórum bræðsluofni, og sólin og loftið myrkvaðist+ af reyknum úr göngunum. 3 Engisprettur komu út úr reyknum og fóru um jörðina+ og þeim var fengið vald, sama vald og sporðdrekar jarðarinnar hafa. 4 Þeim var sagt að skaða ekki gras jarðarinnar né nokkurn grænan gróður né nokkurt tré heldur aðeins það fólk sem hefur ekki innsigli Guðs á enni sér.+

5 Engispretturnar máttu ekki drepa fólkið en áttu að kvelja það í fimm mánuði, og kvalirnar voru eins og þegar sporðdreki+ stingur mann. 6 Á þessum dögum munu menn leita dauðans en ekki finna hann, og þeir þrá að deyja en dauðinn mun flýja þá.

7 Engispretturnar litu út eins og hestar búnir til bardaga.+ Á höfðinu báru þær eitthvað sem líktist gullkórónum og andlit þeirra voru eins og mannsandlit 8 en þær höfðu hár eins og konur. Tennur þeirra voru eins og ljónstennur+ 9 og þær voru með brynjur sem líktust járnbrynjum. Vængjaþytur þeirra hljómaði eins og gnýr í hestum með vagna sem bruna fram til bardaga.+ 10 Þær hafa hala með broddi eins og sporðdrekar og í halanum býr máttur til að kvelja mennina í fimm mánuði.+ 11 Þær hafa konung yfir sér, engil undirdjúpsins.+ Á hebresku heitir hann Abaddón* en á grísku Apollýón.*

12 Fyrsta ógæfan er liðin hjá en tvær+ eiga enn eftir að koma.

13 Sjötti engillinn+ blés í lúður sinn.+ Þá heyrði ég rödd eina frá hornum gullaltarisins+ sem er frammi fyrir Guði 14 segja við sjötta engilinn með lúðurinn: „Leystu englana fjóra sem eru bundnir hjá fljótinu mikla, Efrat.“+ 15 Og englarnir fjórir voru leystir en þeir höfðu verið búnir undir þá stund, dag, mánuð og ár til að drepa þriðjung fólksins.

16 Í riddaraliðinu voru 20.000 sinnum 10.000. Ég heyrði tölu þeirra. 17 Hestarnir og riddararnir í sýninni litu svona út: Riddararnir voru með eldrauðar, djúpbláar og brennisteinsgular brynjur. Höfuð hestanna voru eins og ljónshöfuð,+ og eldur, reykur og brennisteinn kom út af munni þeirra. 18 Þessar þrjár plágur, eldurinn, reykurinn og brennisteinninn sem kom út af munni þeirra, urðu þriðjungi fólksins að bana 19 en vald hestanna er í munni þeirra og tagli. Töglin eru eins og höggormar og eru með höfuð, og með þeim skaða þeir fólk.

20 En hitt fólkið, sem fórst ekki í þessum plágum, iðraðist ekki þess sem það hafði gert með höndum sínum.* Það hætti ekki að tilbiðja illu andana og skurðgoðin úr gulli, silfri, kopar, steini og tré sem geta hvorki séð, heyrt né gengið.+ 21 Það iðraðist þess ekki heldur að hafa myrt, iðkað dulspeki, stundað kynferðislegt siðleysi* né að hafa stolið.

10 Ég sá annan sterkan engil stíga niður af himni. Hann var klæddur* skýi og regnbogi var yfir höfði hans. Andlit hans var eins og sólin,+ fótleggirnir* eins og eldstólpar 2 og hann hélt á lítilli bókrollu sem var opin. Hann steig hægri fæti á hafið en vinstri fæti á jörðina 3 og hrópaði hárri röddu eins og þegar ljón öskrar.+ Og þegar hann hrópaði heyrði ég raddir þrumanna+ sjö.

4 Þegar þrumurnar sjö töluðu ætlaði ég að skrifa en þá heyrði ég rödd af himni+ sem sagði: „Innsiglaðu það sem þrumurnar sjö sögðu og skrifaðu það ekki niður.“ 5 Engillinn sem ég sá standa á hafinu og jörðinni lyfti hægri hendinni til himins 6 og sór við þann sem lifir um alla eilífð,+ hann sem skapaði himininn og það sem í honum er, jörðina og það sem á henni er og hafið og það sem í því er.+ Hann sagði: „Biðin er á enda. 7 Á þeim dögum þegar sjöundi engillinn+ er tilbúinn að blása í lúðurinn+ verður heilagur leyndardómur+ Guðs að veruleika, fagnaðarboðskapurinn sem hann boðaði þjónum sínum, spámönnunum.“+

8 Röddin sem ég heyrði af himni+ talaði aftur við mig og sagði: „Farðu og taktu opnu bókrolluna úr hendi engilsins sem stendur á hafinu og jörðinni.“+ 9 Ég fór til engilsins og bað hann um að gefa mér litlu bókrolluna. Hann svaraði: „Taktu hana og borðaðu hana.+ Hún verður beisk í maga þínum en í munni þínum verður hún sæt eins og hunang.“ 10 Ég tók bókrolluna úr hendi engilsins og borðaði hana,+ og í munni mínum var hún sæt eins og hunang+ en þegar ég hafði kyngt henni varð hún beisk í maga mínum. 11 Þá var sagt við mig: „Þú átt að spá aftur um kynþætti, þjóðir, tungur* og marga konunga.“

11 Nú var mér fenginn reyrstafur+ til að mæla með og rödd sagði: „Stattu upp og mældu helgidóm musteris Guðs og altarið og teldu þá sem tilbiðja þar. 2 En slepptu forgarðinum fyrir utan helgidóm musterisins og mældu hann ekki því að hann hefur verið gefinn þjóðunum og þær munu troða hina helgu borg+ undir fótum sér í 42 mánuði.+ 3 Ég læt votta mína tvo spá í 1.260 daga, klædda hærusekkjum.“ 4 Þeir eru táknaðir með ólívutrjánum tveim+ og ljósastikunum tveim+ og þeir standa frammi fyrir Drottni jarðarinnar.+

5 Ef einhver vill gera þeim mein kemur eldur út af munni þeirra og eyðir óvinum þeirra. Já, ef einhver skyldi vilja gera þeim mein verður hann drepinn með þessum hætti. 6 Þeir hafa vald til að loka himninum+ svo að ekki rigni+ dagana sem þeir spá og þeir hafa vald til að breyta vötnunum í blóð+ og slá jörðina með hvers kyns plágum eins oft og þeir vilja.

7 Þegar þeir hafa lokið við að vitna mun villidýrið sem kemur upp úr undirdjúpinu heyja stríð við þá, sigra þá og drepa.+ 8 Lík þeirra munu liggja á aðalgötu borgarinnar miklu þar sem Drottinn þeirra var staurfestur, en hún er í andlegum skilningi kölluð Sódóma og Egyptaland. 9 Fólk af ýmsum kynþáttum, ættflokkum, tungum* og þjóðum mun horfa á lík þeirra í þrjá og hálfan dag+ og það leyfir ekki að þau séu lögð í gröf. 10 Þeir sem búa á jörðinni gleðjast og halda upp á dauða þeirra, og þeir senda hver öðrum gjafir vegna þess að spámennirnir tveir kvöldu þá sem búa á jörðinni.

11 Eftir dagana þrjá og hálfan kom lífsandi frá Guði í þá.+ Þeir stóðu á fætur og mikill ótti greip þá sem sáu þá. 12 Þeir heyrðu sterka rödd af himni sem sagði við þá: „Komið hingað upp.“ Og þeir fóru til himins í skýi og óvinir þeirra sáu það.* 13 Á sama tíma varð mikill jarðskjálfti og tíundi hluti borgarinnar hrundi. Í jarðskjálftanum fórust 7.000 manns en þeir sem eftir voru urðu hræddir og heiðruðu Guð himins.

14 Önnur ógæfan+ er liðin hjá en sú þriðja kemur fljótt.

15 Sjöundi engillinn blés í lúður sinn.+ Þá heyrðust sterkar raddir á himni sem sögðu: „Drottinn okkar og Kristur hans+ hafa fengið konungsvaldið yfir heiminum+ og hann mun ríkja sem konungur um alla eilífð.“+

16 Öldungarnir 24,+ sem sátu í hásætum sínum frammi fyrir Guði, féllu á grúfu, tilbáðu Guð 17 og sögðu: „Við þökkum þér, Jehóva* Guð, þú almáttugi, þú sem ert+ og þú sem varst, því að þú hefur beitt þínu mikla valdi og byrjað að ríkja sem konungur.+ 18 Þjóðirnar reiddust en þú reiddist líka og tíminn rann upp til að dæma hina dánu og launa+ þjónum þínum, spámönnunum,+ og hinum heilögu og þeim sem óttast nafn þitt, jafnt háum sem lágum, og til að eyða þeim sem eyða* jörðina.“+

19 Helgidómur musteris Guðs á himnum opnaðist og ég sá sáttmálsörk hans í helgidóminum.+ Eldingar leiftruðu, raddir heyrðust og það komu þrumur, jarðskjálfti og mikið hagl.

12 Síðan birtist mikið tákn á himni: Kona+ klædd sólinni og tunglið var undir fótum hennar. Á höfðinu var hún með kórónu úr 12 stjörnum 2 og hún var barnshafandi. Hún var með fæðingarhríðir og emjaði af sársauka.

3 Annað tákn sást á himni: Stór eldrauður dreki+ með sjö höfuð og tíu horn, og á höfðunum var hann með sjö kórónur.* 4 Með halanum dró hann með sér þriðjung af stjörnum+ himins og kastaði þeim niður til jarðar.+ Drekinn stóð fyrir framan konuna+ sem var að því komin að fæða svo að hann gæti gleypt barn hennar þegar hún fæddi það.

5 Hún fæddi son,+ sveinbarn, sem á að ríkja yfir öllum þjóðum* með járnstaf.+ Barninu hennar var kippt burt og farið var með það til Guðs og hásætis hans. 6 En konan flúði út í óbyggðirnar þar sem Guð hafði búið henni stað og henni yrði gefið að borða í 1.260 daga.+

7 Nú braust út stríð á himni: Mikael*+ og englar hans börðust við drekann og drekinn barðist og englar hans 8 en þeir biðu ósigur* og áttu engan samastað lengur á himni. 9 Drekanum mikla+ var kastað niður, hinum upphaflega höggormi+ sem er kallaður Djöfull+ og Satan+ og afvegaleiðir alla heimsbyggðina.+ Honum var kastað niður til jarðar+ og englum hans var kastað niður með honum. 10 Ég heyrði sterka rödd á himni sem sagði:

„Nú er frelsunin,+ mátturinn og ríki Guðs okkar+ orðið að veruleika og Kristur hans fer með völd því að ákæranda bræðra okkar, sem ásakar þá fyrir Guði okkar+ dag og nótt, hefur verið kastað niður. 11 Þeir sigruðu hann+ vegna blóðs lambsins+ og vegna boðskaparins sem þeir boðuðu,*+ og þeim var lífið* ekki svo kært+ að þeir óttuðust dauðann. 12 Gleðjist því, himnar og þið sem búið þar. En hörmungar koma yfir jörðina og hafið+ vegna þess að Djöfullinn er kominn niður til ykkar og er æfur af reiði þar sem hann veit að hann hefur nauman tíma.“+

13 Þegar drekinn áttaði sig á að honum hafði verið kastað niður til jarðar+ fór hann að ofsækja konuna+ sem hafði fætt sveinbarnið. 14 En konunni voru gefnir vængirnir tveir af erninum mikla+ svo að hún gæti flogið út í óbyggðirnar til síns staðar þar sem hún fær mat í tíð, tíðir og hálfa tíð*+ fjarri höggorminum.+

15 Höggormurinn spúði þá vatni, sem var eins og heilt fljót, á eftir konunni til að drekkja henni. 16 En jörðin kom konunni til hjálpar, opnaði munn sinn og svelgdi fljótið sem drekinn spúði út úr munni sínum. 17 Drekinn reiddist þá konunni og fór burt til að heyja stríð við þá afkomendur hennar+ sem eftir voru, þá sem halda boðorð Guðs og hafa það verkefni að vitna um Jesú.+

13 Hann* stóð kyrr á sandinum við hafið.

Nú sá ég villidýr+ koma upp úr hafinu.+ Það hafði tíu horn og sjö höfuð og á hornunum voru tíu kórónur* en á höfðunum nöfn sem löstuðu Guð. 2 Villidýrið sem ég sá líktist hlébarða en fæturnir voru eins og bjarnarfætur og ginið eins og ljónsgin. Dýrið fékk mátt sinn, hásæti og mikið vald+ frá drekanum.+

3 Ég sá að eitt af höfðum þess virtist hafa fengið banasár en sárið hafði gróið,+ og öll jörðin fylgdi villidýrinu full aðdáunar. 4 Fólk tilbað drekann af því að hann gaf villidýrinu vald og það tilbað villidýrið og sagði: „Hver jafnast á við villidýrið og hver getur barist við það?“ 5 Því var gefinn munnur sem gortaði og guðlastaði og það fékk vald til að gera eins og því sýndist í 42 mánuði.+ 6 Það opnaði munninn til að lastmæla+ Guði, nafni hans og bústað, það er að segja þeim sem búa á himni.+ 7 Því var leyft að heyja stríð við hina heilögu og sigra þá,+ og því var gefið vald yfir hverjum ættflokki, kynþætti, tungu* og þjóð. 8 Allir sem búa á jörðinni munu tilbiðja það. Frá grundvöllun heims hefur enginn þeirra fengið nafn sitt skráð í bókrollu lífsins+ sem tilheyrir lambinu slátraða.+

9 Ef einhver hefur eyru skal hann heyra.+ 10 Ef einhverjum er ætluð fangavist verður hann tekinn til fanga. Ef einhver drepur með sverði* verður hann drepinn með sverði.+ Hér reynir á þolgæði+ og trú+ hinna heilögu.+

11 Síðan sá ég annað villidýr koma upp úr jörðinni. Það var með tvö horn eins og lambshorn en talaði eins og dreki.+ 12 Það fer með allt vald fyrra villidýrsins+ í augsýn þess og lætur jörðina og íbúa hennar tilbiðja fyrra villidýrið sem læknaðist af banasárinu.+ 13 Það gerir mikil tákn og lætur jafnvel eld koma af himni til jarðar fyrir augum mannanna.

14 Það afvegaleiðir þá sem búa á jörðinni með táknunum sem því var leyft að gera í augsýn villidýrsins. Og það segir þeim sem búa á jörðinni að gera líkneski+ af* villidýrinu sem var með sár undan sverði en lifnaði við.+ 15 Það fékk leyfi til að blása lífi* í líkneskið af villidýrinu svo að líkneskið gæti bæði talað og látið drepa alla sem neituðu að tilbiðja það.

16 Það neyðir alla – háa og lága, ríka og fátæka, frjálsa og þræla – til að fá merki á hægri hönd sér eða enni+ 17 þannig að enginn geti keypt eða selt nema hann hafi merkið, nafn+ villidýrsins eða tölu nafnsins.+ 18 Hér þarf að sýna visku. Sá sem hefur skilning reikni út tölu villidýrsins því að hún er tala manns,* og talan er 666.+

14 Síðan sá ég lambið+ standa á Síonarfjalli+ og með því 144.000+ sem höfðu nafn þess og nafn föður þess+ skrifuð á enni sér. 2 Ég heyrði hljóð af himni sem var eins og niður margra vatna og mikill þrumugnýr. Hljóðið sem ég heyrði hljómaði eins og söngvarar sem syngja og leika undir á hörpur sínar. 3 Það sem þeir syngja frammi fyrir hásætinu, lifandi verunum fjórum+ og öldungunum+ hljómar eins og nýr söngur,+ og enginn gat lært sönginn nema hinar 144.000+ sem hafa verið keyptar frá jörðinni. 4 Þetta eru þeir sem hafa ekki óhreinkað sig með konum – þeir eru eins og meyjar.+ Þetta eru þeir sem fylgja lambinu hvert sem það fer.+ Þeir voru keyptir+ úr hópi mannanna sem frumgróði+ handa Guði og lambinu 5 og engin blekking fannst í munni þeirra. Þeir eru flekklausir.+

6 Ég sá annan engil fljúga um miðjan himin* og hann var með eilífan fagnaðarboðskap til að boða þeim sem búa á jörðinni, hverri þjóð, ættflokki, tungu* og kynþætti.+ 7 Hann sagði hárri röddu: „Óttist Guð og gefið honum dýrð því að stundin er komin þegar hann dæmir.+ Tilbiðjið hann sem hefur gert himininn, jörðina, hafið+ og allar uppsprettur vatnsins.“*

8 Annar engill kom á eftir honum og sagði: „Hún er fallin! Babýlon hin mikla+ er fallin,+ hún sem fékk allar þjóðir til að drekka af lostavíni* sínu, af kynferðislegu siðleysi* sínu.“+

9 Þriðji engillinn kom á eftir þeim og sagði hárri röddu: „Ef einhver tilbiður villidýrið+ og líkneski þess og fær merki á enni sér eða hönd+ 10 mun hann líka drekka reiðivín Guðs sem er hellt óblönduðu í reiðibikar hans,+ og hann verður kvalinn í eldi og brennisteini+ í augsýn hinna heilögu engla og lambsins. 11 Og reykurinn af eldinum sem kvelur þá stígur upp um alla eilífð.+ Þeir sem tilbiðja villidýrið og líkneski þess og þeir sem eru merktir nafni þess+ fá enga hvíld, hvorki dag né nótt. 12 Hér reynir á þolgæði hinna heilögu,+ þeirra sem halda boðorð Guðs og halda fast við trúna+ á Jesú.“

13 Ég heyrði rödd af himni sem sagði: „Skrifaðu: Þeir sem deyja sameinaðir Drottni+ héðan í frá eru hamingjusamir. Já, segir andinn, þeir fá að hvílast af erfiði sínu því að verk þeirra fylgja þeim.“

14 Síðan sá ég hvítt ský og á skýinu sat einhver sem líktist mannssyni.+ Hann var með gullkórónu á höfðinu og beitta sigð í hendi.

15 Annar engill kom út úr helgidómi musterisins og kallaði hárri röddu til hans sem sat á skýinu: „Beittu sigðinni og skerðu upp því að uppskerutíminn er kominn og korn jarðarinnar er fullþroskað.“+ 16 Sá sem sat á skýinu beitti þá sigð sinni á jörðina og skar upp.

17 Annar engill kom út úr helgidómi musterisins sem er á himni og hann var líka með beitta sigð.

18 Enn einn engill kom frá altarinu og hann hafði vald yfir eldinum. Hann kallaði hárri röddu til þess sem var með beittu sigðina: „Taktu sigðina og safnaðu klösunum af vínviði jarðarinnar því að vínberin eru orðin þroskuð.“+ 19 Engillinn beitti sigðinni á jörðina, safnaði vínviði jarðarinnar og kastaði honum í vínpressuna miklu sem táknar reiði Guðs.+ 20 Vínpressan var troðin fyrir utan borgina og blóð rann út úr henni sem náði upp undir beisli hestanna í allt að 1.600 skeiðrúma* fjarlægð.

15 Ég sá annað tákn á himni, mikið og einkennilegt: sjö engla+ með sjö plágur. Þetta eru síðustu plágurnar því að með þeim linnir reiði Guðs.+

2 Ég sá eitthvað sem leit út eins og glerhaf+ blandað eldi, og þeir sem höfðu sigrað+ villidýrið, líkneski þess+ og tölu nafns þess+ stóðu við glerhafið og héldu á hörpum Guðs. 3 Þeir sungu söng Móse+ þjóns Guðs og söng lambsins:+

„Mikil og stórkostleg eru verk þín,+ Jehóva* Guð, þú almáttugi.+ Réttlátir og sannir eru vegir þínir,+ þú konungur eilífðar.+ 4 Hver skyldi ekki óttast þig, Jehóva,* og heiðra nafn þitt því að þú einn ert trúr?+ Allar þjóðir munu koma og tilbiðja frammi fyrir þér+ því að réttlátir úrskurðir þínir eru orðnir opinberir.“

5 Eftir þetta sá ég helgidóm vitnisburðartjaldbúðarinnar+ opnast á himni+ 6 og englarnir sjö með plágurnar sjö+ komu út úr helgidóminum, klæddir hreinu og skínandi líni og með gullbelti um bringuna. 7 Ein af lifandi verunum fjórum fékk þessum sjö englum sjö gullskálar sem voru fullar af reiði Guðs,+ hans sem lifir um alla eilífð. 8 Og helgidómurinn fylltist af reyk vegna dýrðar Guðs+ og máttar, og enginn gat gengið inn í helgidóminn fyrr en sjö plágum+ englanna sjö var lokið.

16 Ég heyrði sterka rödd frá helgidóminum+ segja við englana sjö: „Farið og hellið úr hinum sjö skálum reiði Guðs á jörðina.“+

2 Sá fyrsti fór og hellti úr skál sinni á jörðina.+ Þeir sem höfðu merki villidýrsins+ og tilbáðu líkneski þess+ fengu kvalafull og illkynja sár.+

3 Annar engillinn hellti úr skál sinni í hafið.+ Það varð að blóði+ eins og úr dauðum manni og allar lífverur* dóu, já, allt sem var í hafinu.+

4 Sá þriðji hellti úr skál sinni í árnar og vatnsuppspretturnar*+ og þær urðu að blóði.+ 5 Ég heyrði engilinn sem réð yfir vötnunum segja: „Þú ert réttlátur, þú sem ert og þú sem varst,+ hinn trúi,+ því að þú hefur fellt þessa dóma.+ 6 Þeir hafa úthellt blóði heilagra og spámanna+ og þú hefur gefið þeim blóð að drekka+ eins og þeir eiga skilið.“+ 7 Og ég heyrði altarið segja: „Já, Jehóva* Guð, þú almáttugi,+ dómar* þínir eru sannir og réttlátir.“+

8 Sá fjórði hellti úr skál sinni á sólina+ og sólin fékk vald til að svíða mennina með eldi. 9 Mennirnir sviðnuðu í miklum hitanum en þeir lastmæltu nafni Guðs sem hefur vald yfir þessum plágum og iðruðust hvorki né heiðruðu hann.

10 Sá fimmti hellti úr skál sinni á hásæti villidýrsins. Þá myrkvaðist ríki þess.+ Mennirnir bitu í tunguna af sársauka 11 en þeir lastmæltu Guði himins vegna sára sinna og sársauka, og þeir iðruðust ekki verka sinna.

12 Sá sjötti hellti úr skál sinni í fljótið mikla, Efrat,+ og vatnið í því þornaði upp+ til að greiða veginn fyrir konungana+ sem koma frá sólarupprásinni.*

13 Nú sá ég þrjár óhreinar innblásnar yfirlýsingar* sem litu út eins og froskar og komu út af munni drekans,+ munni villidýrsins og munni falsspámannsins. 14 Þessar yfirlýsingar eru reyndar innblásnar af illum öndum. Þær gera tákn+ og fara út til konunga allrar heimsbyggðarinnar til að safna þeim saman til stríðsins+ á hinum mikla degi Guðs hins almáttuga.+

15 „Gætið ykkar! Ég kem eins og þjófur.+ Sá sem vakir+ og varðveitir föt sín er hamingjusamur. Hann þarf ekki að ganga um nakinn þannig að fólk sjái skömm hans.“+

16 Og þær söfnuðu þeim saman á staðinn sem á hebresku kallast Harmagedón.*+

17 Sá sjöundi hellti úr skál sinni yfir loftið. Þá barst sterk rödd út úr helgidóminum,+ frá hásætinu, sem sagði: „Því er lokið!“ 18 Eldingar leiftruðu, raddir heyrðust og það komu þrumur og mikill jarðskjálfti, ólíkur öllum öðrum sem höfðu orðið frá því að menn urðu til á jörðinni.+ Svo mikill og víðtækur var jarðskjálftinn. 19 Borgin mikla+ klofnaði í þrennt og borgir þjóðanna hrundu. Og Guð minntist Babýlonar hinnar miklu+ og gaf henni vínbikar heiftarreiði sinnar.+ 20 Allar eyjur flúðu og fjöllin hurfu.+ 21 Síðan féllu stór högl af himni á mennina en hvert þeirra vó um talentu.*+ Mennirnir lastmæltu Guði fyrir haglpláguna+ því að hún var óvenjumikil.

17 Einn af englunum sjö sem voru með skálarnar sjö+ kom og sagði við mig: „Komdu, ég skal sýna þér dóminn yfir vændiskonunni miklu sem situr yfir mörgum vötnum.+ 2 Konungar jarðarinnar drýgðu kynferðislegt siðleysi*+ með henni og þeir sem búa á jörðinni urðu drukknir af víni siðleysis* hennar.“+

3 Hann flutti mig með krafti andans út í óbyggðir. Ég sá konu sitja á skarlatsrauðu villidýri, alsettu nöfnum sem löstuðu Guð. Það hafði sjö höfuð og tíu horn. 4 Konan var klædd purpura+ og skarlati og var skrýdd gulli, gimsteinum og perlum.+ Hún hélt á gullbikar sem var fullur af viðbjóði og óhreinleika af kynferðislegu siðleysi* hennar. 5 Á enni hennar stóð skrifað nafn, leyndardómur: „Babýlon hin mikla, móðir allra vændiskvenna+ og viðbjóðs á jörðinni.“+ 6 Ég sá að konan var drukkin af blóði hinna heilögu og blóði votta Jesú.+

Ég var agndofa af undrun þegar ég sá hana. 7 Engillinn sagði þá við mig: „Af hverju ertu svona undrandi? Ég skal segja þér leyndardóminn um konuna+ og villidýrið sem hún situr á og hefur höfuðin sjö og hornin tíu:+ 8 Villidýrið sem þú sást var en er ekki, en það stígur þó bráðlega upp úr undirdjúpinu+ og eyðing bíður þess. Íbúar jarðar – þeir sem hafa ekki fengið nöfn sín skráð í bókrollu lífsins+ frá grundvöllun heims – verða agndofa þegar þeir sjá að villidýrið var en er ekki, en kemur þó fram á ný.

9 Hér þarf að sýna skynsemi og visku: Höfuðin sjö+ tákna sjö fjöll sem konan situr á. 10 Þetta eru sjö konungar: Fimm eru fallnir, einn er uppi núna og annar er enn ekki kominn, en þegar hann kemur á hann að vera um stuttan tíma. 11 Og villidýrið, sem var en er ekki,+ er áttundi konungurinn en hann kemur af hinum sjö og honum verður eytt.

12 Hornin tíu sem þú sást tákna tíu konunga sem hafa ekki enn byrjað að ríkja en fá konungsvald í eina stund ásamt villidýrinu. 13 Þeir hafa eitt og sama markmið og gefa því villidýrinu mátt sinn og vald. 14 Þeir munu berjast við lambið+ en lambið mun sigra þá+ vegna þess að það er Drottinn drottna og konungur konunga.+ Og þeir sem eru með lambinu, hinir kölluðu, útvöldu og trúu, munu líka sigra.“+

15 Hann sagði við mig: „Vötnin sem þú sást, þar sem vændiskonan situr, tákna kynþætti, fólk, þjóðir og tungur.*+ 16 Hornin tíu+ sem þú sást og villidýrið+ munu hata vændiskonuna,+ ræna hana öllu og skilja hana eftir nakta. Þau munu éta hold hennar og brenna hana í eldi+ 17 því að Guð hefur lagt þeim í brjóst að gera það sem hann hefur áformað,+ já, að láta þau ná sameiginlegu markmiði sínu með því að gefa villidýrinu ríki sitt+ þangað til orð Guðs ná fram að ganga. 18 Og konan+ sem þú sást táknar borgina miklu sem ríkir yfir konungum jarðarinnar.“

18 Eftir þetta sá ég annan engil stíga niður af himni. Hann hafði mikið vald og dýrð hans lýsti upp jörðina. 2 Hann hrópaði hárri röddu: „Hún er fallin! Babýlon hin mikla er fallin+ og er orðin dvalarstaður illra anda og bæli allra óhreinna anda* og óhreinna og andstyggilegra fugla.+ 3 Allar þjóðir hafa orðið drukknar af lostavíni* hennar, af kynferðislegu siðleysi* hennar,+ og konungar jarðar drýgðu kynferðislegt siðleysi með henni+ og kaupmenn* jarðar auðguðust á því að hún lifði í taumlausum munaði.“

4 Ég heyrði aðra rödd af himni segja: „Farið út úr henni, fólk mitt,+ svo að þið verðið ekki meðsek í syndum hennar og verðið ekki fyrir sömu plágum og hún.+ 5 Syndir hennar hlóðust upp allt til himins+ og Guð minntist ranglátra verka* hennar.+ 6 Farið með hana eins og hún hefur farið með aðra,+ já, gjaldið henni tvöfalt fyrir það sem hún hefur gert.+ Blandið handa henni tvöfaldan drykk í bikarinn+ sem hún sjálf notaði til að blanda drykk.+ 7 Látið hana kveljast og syrgja í sama mæli og hún upphóf sjálfa sig og lifði í taumlausum munaði. Hún segir í hjarta sínu: ‚Ég ríki eins og drottning. Ég er ekki ekkja, ég mun aldrei upplifa sorg.‘+ 8 Þess vegna koma plágur hennar á einum degi – dauði, sorg og hungur – og hún mun brenna upp í eldi+ því að Jehóva* Guð, sem dæmdi hana, er máttugur.+

9 Konungar jarðar, sem drýgðu kynferðislegt siðleysi* með henni og lifðu með henni í taumlausum munaði, munu gráta, harma og kveina yfir henni þegar þeir sjá reykinn þar sem hún brennur. 10 Þeir standa í nokkurri fjarlægð, skelfdir yfir kvöl hennar og segja: ‚Hvílíkt ólán, þú mikla borg,+ Babýlon, borgin volduga, því að dómur þinn kom á einni stundu.‘

11 Kaupmenn jarðar gráta líka og syrgja hana því að enginn kaupir lengur vörufarma þeirra, 12 farma af gulli, silfri, gimsteinum, perlum, fínu líni, silki, purpuralitu efni, skarlatsrauðu efni, og alls konar muni úr ilmviði og fílabeini, eðalviði, kopar, járni og marmara. 13 Enginn kaupir heldur af þeim kanil, indverskt krydd, reykelsi, ilmolíu, hvítt reykelsi, vín, ólívuolíu, fínt mjöl, hveiti, nautgripi, sauðfé, hesta, vagna, þræla eða mannslíf. 14 Já, allur góði ávöxturinn sem þú þráðir er tekinn frá þér og allar kræsingarnar og dýrgripirnir eru horfnir frá þér og finnast aldrei framar.

15 Kaupmennirnir sem seldu þetta og auðguðust á henni munu standa í nokkurri fjarlægð, skelfdir yfir kvöl hennar. Þeir gráta og syrgja 16 og segja: ‚Hvílíkt ólán fyrir borgina miklu sem klæddist fínu líni, purpura og skarlati og var hlaðin skartgripum úr gulli, gimsteinum og perlum.+ 17 Á einni stundu eyddist allur þessi auður.‘

Allir skipstjórar, sæfarar og hásetar og allir sem hafa atvinnu á sjónum stóðu í nokkurri fjarlægð 18 og hrópuðu þegar þeir horfðu á reykinn þar sem hún brann: ‚Hvaða borg jafnast á við borgina miklu?‘ 19 Þeir jusu mold yfir höfuð sér og hrópuðu grátandi og syrgjandi: ‚Hvílíkt ólán fyrir borgina miklu! Allir sem áttu skip á sjó auðguðust á henni vegna auðæfa hennar, en á einni stundu var hún lögð í eyði.‘+

20 Gleðjist yfir henni, þú himinn+ og þið heilögu,+ þið postular og spámenn, því að Guð hefur fellt dóm yfir henni ykkar vegna.“+

21 Sterkur engill tók nú upp stein sem var eins og stór myllusteinn, kastaði honum í hafið og sagði: „Svona snögglega verður Babýlon, borginni miklu, varpað niður og hún hverfur um alla framtíð.+ 22 Aldrei framar mun heyrast í þér hljómur söngvara sem leika undir á hörpur, né hljómur flautuleikara, lúðrablásara eða annarra tónlistarmanna. Og aldrei framar munu finnast hjá þér handverksmenn sem stunda nokkra iðn og aldrei aftur heyrast kvarnarhljóð í þér. 23 Lampaljós skal aldrei framar skína í þér og ekki skal heyrast í þér rödd brúðguma eða brúðar. Kaupmenn þínir voru stórmenni jarðarinnar og þú afvegaleiddir allar þjóðir með dulspekiiðkunum þínum.+ 24 Já, í henni fannst blóð spámanna, heilagra+ og allra sem hafa verið drepnir á jörðinni.“+

19 Eftir þetta heyrði ég eitthvað sem hljómaði eins og sterkur ómur mikils fjölda á himni sem sagði: „Lofið Jah!*+ Frelsunin, dýrðin og mátturinn tilheyrir Guði okkar 2 því að dómar hans eru sannir og réttlátir.+ Hann hefur fullnægt dómi yfir vændiskonunni miklu sem spillti jörðinni með kynferðislegu siðleysi* sínu og hann hefur hefnt blóðs þjóna sinna sem hún hefur úthellt.“*+ 3 Í sömu andrá var endurtekið: „Lofið Jah!*+ Reykurinn frá henni stígur upp um alla eilífð.“+

4 Öldungarnir 24+ og lifandi verurnar fjórar+ féllu fram og tilbáðu Guð sem situr í hásætinu og sögðu: „Amen! Lofið Jah!“*+

5 Einnig heyrðist rödd frá hásætinu sem sagði: „Lofið Guð okkar, þið öll sem þjónið honum+ og óttist hann, jafnt háir sem lágir.“+

6 Síðan heyrði ég eitthvað sem hljómaði eins og raddir mikils fjölda, niður margra vatna og sterkur þrumugnýr. Þær sögðu: „Lofið Jah*+ því að Jehóva* Guð okkar, Hinn almáttugi,+ er farinn að ríkja sem konungur.+ 7 Gleðjumst og fögnum og gefum honum dýrð því að komið er að brúðkaupi lambsins og brúður þess er búin að hafa sig til. 8 Já, hún hefur fengið að klæðast skínandi, hreinu og fínu líni en línið táknar réttlát verk hinna heilögu.“+

9 Engillinn sagði við mig: „Skrifaðu: Þeir sem eru boðnir í brúðkaupsveislu lambsins+ eru hamingjusamir.“ Hann bætti við: „Þetta eru hin sönnu orð Guðs.“ 10 Þá féll ég fram við fætur hans til að tilbiðja hann. En hann sagði við mig: „Ekki gera þetta!+ Ég er bara samþjónn þinn og bræðra þinna sem hafa það verkefni að vitna um Jesú.+ Þú átt að tilbiðja Guð.+ Að vitna um Jesú er andinn í spádómunum.“*+

11 Ég sá að himinninn var opinn og þar sá ég hvítan hest.+ Sá sem sat á honum kallast Trúr+ og Sannur+ og hann dæmir og berst með réttlæti.+ 12 Augu hans eru eins og eldslogi+ og á höfði hans eru margar kórónur.* Á hann er skrifað nafn sem enginn þekkir nema hann sjálfur. 13 Föt hans eru blóði drifin* og hann er kallaður Orð+ Guðs. 14 Hersveitirnar á himni fylgdu honum á hvítum hestum og þær klæddust hvítu, hreinu og fínu líni. 15 Út af munni hans gengur langt og beitt sverð+ til að höggva þjóðirnar með og hann mun ríkja yfir þeim* með járnstaf.+ Hann treður vínpressu heiftarreiði Guðs hins almáttuga.+ 16 Á fötum hans, já, á lærinu, stendur skrifað nafn: Konungur konunga og Drottinn drottna.+

17 Ég sá líka engil sem stóð fyrir miðri sólinni og hrópaði hárri röddu til allra fuglanna sem fljúga um miðjan himin: „Komið, safnist saman til hinnar miklu kvöldmáltíðar Guðs+ 18 til að éta hold konunga, hold herforingja og hold hraustmenna,+ hold hesta og þeirra sem sitja á þeim+ og hold allra, frjálsra jafnt sem þræla og hárra jafnt sem lágra.“

19 Og ég sá að villidýrið, konungar jarðarinnar og hersveitir þeirra höfðu safnast saman til að heyja stríð við þann sem sat á hestinum og við hersveit hans.+ 20 Villidýrið var gripið ásamt falsspámanninum+ sem gerði tákn í augsýn þess en með táknunum hafði hann afvegaleitt þá sem höfðu fengið merki villidýrsins+ og þá sem tilbáðu líkneski þess.+ Þeim var báðum kastað lifandi í eldhafið sem logar af brennisteini.+ 21 Hinir voru drepnir með langa sverðinu sem gekk út af munni þess sem sat á hestinum.+ Og allir fuglarnir átu sig sadda af holdi þeirra.+

20 Ég sá engil stíga niður af himni með lykil undirdjúpsins+ og mikla fjötra í hendi sér. 2 Hann tók drekann,+ hinn upphaflega höggorm+ sem er Djöfullinn+ og Satan,+ og batt hann um 1.000 ár. 3 Hann kastaði honum í undirdjúpið,+ lokaði því og innsiglaði svo að hann afvegaleiddi ekki þjóðirnar lengur, ekki fyrr en 1.000 árin væru liðin. Eftir það verður hann leystur um stuttan tíma.+

4 Og ég sá hásæti, og þeim sem sátu í þeim var gefið vald til að dæma. Já, ég sá sálir* þeirra sem höfðu verið líflátnir* fyrir að vitna um Jesú og tala um Guð, þá sem höfðu ekki tilbeðið villidýrið eða líkneski þess og höfðu ekki fengið merkið á enni sér og hönd.+ Þeir lifnuðu við og ríktu sem konungar með Kristi+ í 1.000 ár. 5 Þetta er fyrri upprisan.+ (Hinir sem voru dánir+ lifnuðu ekki við fyrr en 1.000 árin voru liðin.) 6 Allir sem eiga hlut í fyrri upprisunni eru hamingjusamir og heilagir.+ Hinn annar dauði+ hefur ekkert vald yfir þeim.+ Þeir verða prestar+ Guðs og Krists og munu ríkja sem konungar með honum í 1.000 ár.+

7 Um leið og 1.000 árin eru liðin verður Satan leystur úr fangelsi sínu 8 og hann fer út til að afvegaleiða þjóðirnar sem eru á fjórum hornum jarðar, Góg og Magóg, og safna þeim saman til stríðsins. Fjöldi þeirra er eins og sandkorn sjávarins. 9 Þær sóttu fram um alla jörðina og umkringdu herbúðir hinna heilögu og borgina elskuðu. En eldur kom af himni og eyddi þeim.+ 10 Og Djöflinum, sem afvegaleiddi þær, var kastað í haf elds og brennisteins þar sem bæði villidýrið+ og falsspámaðurinn voru fyrir.+ Þau verða kvalin* dag og nótt um alla eilífð.

11 Síðan sá ég mikið hvítt hásæti og þann sem sat í því.+ Jörðin og himinninn flúðu frá honum+ og fundust hvergi framar. 12 Og ég sá hina dánu, jafnt háa sem lága, standa frammi fyrir hásætinu og bókrollur voru opnaðar. En önnur bókrolla var opnuð, bók lífsins.+ Hinir dánu voru dæmdir eftir því sem stóð í bókrollunum, samkvæmt verkum sínum.+ 13 Hafið skilaði hinum dánu sem voru í því og dauðinn og gröfin* skiluðu hinum dánu sem voru í þeim, og hver og einn var dæmdur samkvæmt verkum sínum.+ 14 Dauðanum og gröfinni* var kastað í eldhafið+ en eldhafið+ táknar hinn annan dauða.+ 15 Öllum sem voru ekki skráðir í bók lífsins+ var einnig kastað í eldhafið.+

21 Ég sá nýjan himin og nýja jörð,+ en hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin+ og hafið+ var ekki lengur til. 2 Ég sá líka borgina helgu, hina nýju Jerúsalem, koma niður af himni frá Guði.+ Hún var búin eins og brúður sem skartar fyrir manni sínum.+ 3 Þá heyrði ég sterka rödd frá hásætinu sem sagði: „Taktu eftir. Tjald Guðs er hjá mönnunum og hann mun búa hjá þeim og þeir verða fólk hans. Guð sjálfur verður hjá þeim.+ 4 Hann mun þerra hvert tár af augum þeirra+ og dauðinn verður ekki til framar.+ Engin sorg, angistaróp né kvöl verður heldur til.+ Það sem áður var er horfið.“

5 Sá sem sat í hásætinu+ sagði: „Ég geri alla hluti nýja.“+ Hann bætti við: „Skrifaðu, því að þessi orð eru áreiðanleg* og sönn.“ 6 Síðan sagði hann við mig: „Þetta er orðið að veruleika. Ég er alfa og ómega,* upphafið og endirinn.+ Þeim sem er þyrstur mun ég gefa ókeypis að drekka af uppsprettu* lífsvatnsins.+ 7 Sá sem sigrar mun erfa þetta. Ég verð Guð hans og hann verður sonur minn. 8 En þeir sem eru huglausir, trúlausir+ og morðingjar,+ þeir sem eru óhreinir og viðbjóðslegir, lifa kynferðislega siðlausu lífi*+ eða stunda dulspeki, skurðgoðadýrkendur og allir lygarar+ lenda í eldhafinu sem logar af brennisteini.+ Það táknar hinn annan dauða.“+

9 Nú kom einn af englunum sjö sem héldu á skálunum sjö sem voru fullar af síðustu plágunum sjö.+ Hann sagði við mig: „Komdu, ég skal sýna þér brúðina, eiginkonu lambsins.“+ 10 Hann flutti mig síðan burt í krafti andans upp á mikið og hátt fjall og sýndi mér borgina helgu, Jerúsalem, koma niður af himni frá Guði.+ 11 Hún hafði dýrð Guðs+ og ljómaði eins og dýrasti gimsteinn, eins og skínandi kristaltær jaspis.+ 12 Hún var með mikinn og háan múr og 12 hlið en við hliðin voru 12 englar. Nöfn hinna 12 ættkvísla Ísraelsmanna voru letruð á hliðin. 13 Austan megin voru þrjú hlið, norðan megin þrjú hlið, sunnan megin þrjú hlið og vestan megin þrjú hlið.+ 14 Borgarmúrinn hvíldi á 12 undirstöðusteinum og á þeim stóðu 12 nöfn hinna 12 postula+ lambsins.

15 Sá sem talaði við mig hélt á mælistiku úr gulli til að mæla borgina, hlið hennar og múr.+ 16 Borgin er ferningslaga, jöfn á lengd og breidd. Hann mældi borgina með stikunni og hún var 12.000 skeiðrúm,* jöfn á lengd, breidd og hæð. 17 Hann mældi líka múrinn. Hann var 144 álnir* samkvæmt mælikvarða manna sem er einnig mælikvarði engla. 18 Múrinn var byggður úr jaspis+ og borgin úr skíragulli sem var eins og tært gler. 19 Undirstöður borgarmúrsins voru úr alls konar gimsteinum. Fyrsti undirstöðusteinninn var jaspis, annar safír, þriðji kalsedón, fjórði smaragður, 20 fimmti sardónyx, sjötti karneól,* sjöundi krýsólít, áttundi beryll, níundi tópas, tíundi krýsópras, ellefti hýasint og tólfti ametýst. 21 Hliðin 12 voru 12 perlur, hvert hlið úr einni perlu. Aðalgata borgarinnar var úr skíragulli sem var eins og gegnsætt gler.

22 Ég sá ekki musteri í henni því að Jehóva* Guð, Hinn almáttugi,+ er musteri hennar og lambið einnig. 23 Borgin þarf hvorki sól né tungl til að fá birtu því að dýrð Guðs lýsir hana upp+ og lambið er lampi hennar.+ 24 Þjóðirnar munu ganga í ljósi hennar+ og konungar jarðar færa henni dýrð sína. 25 Hliðum hennar verður aldrei lokað því að þar er aldrei nótt heldur aðeins dagur.+ 26 Fólk mun færa henni dýrð og heiður þjóðanna.+ 27 En ekkert óhreint fær að koma inn í hana né nokkur sem gerir eitthvað viðbjóðslegt eða sviksamlegt+ heldur aðeins þeir sem eru skráðir í bókrollu lífsins sem tilheyrir lambinu.+

22 Engillinn sýndi mér nú fljót lífsvatnsins+ sem rann kristaltært frá hásæti Guðs og lambsins+ 2 eftir miðri aðalgötunni. Beggja vegna fljótsins stóðu tré lífsins sem báru ávöxt í hverjum mánuði, 12 sinnum á ári, og lauf trjánna voru þjóðunum til lækningar.+

3 Engin bölvun verður lengur til. En hásæti Guðs og lambsins+ verður í borginni og þjónar hans veita honum heilaga þjónustu. 4 Þeir munu sjá andlit hans+ og nafn hans mun standa á ennum þeirra.+ 5 Nótt verður ekki til framar+ og þeir þurfa hvorki lampaljós né sólarljós því að Jehóva* Guð skín á þá+ og þeir munu ríkja sem konungar um alla eilífð.+

6 Engillinn sagði við mig: „Þessi orð eru áreiðanleg* og sönn.+ Já, Jehóva,* sá Guð sem veitti spámönnunum innblástur,+ hefur sent engil sinn til að sýna þjónum sínum það sem á að gerast bráðlega. 7 Ég kem fljótt.+ Sá sem fer eftir spádómsorðum þessarar bókrollu er hamingjusamur.“+

8 Ég, Jóhannes, er sá sem heyrði þetta og sá. Þegar ég hafði heyrt það og séð féll ég fram við fætur engilsins sem sýndi mér þetta, til að tilbiðja hann. 9 En hann sagði við mig: „Ekki gera þetta! Ég er bara samþjónn þinn og bræðra þinna, spámannanna, og þeirra sem fara eftir orðum þessarar bókrollu. Þú átt að tilbiðja Guð.“+

10 Hann bætti við: „Innsiglaðu ekki spádómsorð þessarar bókrollu því að hinn tiltekni tími er í nánd. 11 Hinn rangláti haldi áfram að gera það sem er rangt og hinn óhreini haldi áfram óhreinu líferni sínu, en hinn réttláti haldi áfram að gera það sem er rétt og hinn heilagi sé áfram heilagur.

12 ‚Ég kem fljótt og hef með mér launin sem ég gef til að gjalda hverjum og einum eftir verkum hans.+ 13 Ég er alfa og ómega,*+ hinn fyrsti og hinn síðasti, upphafið og endirinn. 14 Þeir sem þvo skikkjur sínar+ eru hamingjusamir. Þeir fá aðgang að trjám lífsins+ og fá að ganga um hliðin inn í borgina.+ 15 Fyrir utan eru hundarnir* og þeir sem stunda dulspeki og kynferðislegt siðleysi,* morðingjar, skurðgoðadýrkendur og allir sem eru lygarar og elska lygina.‘+

16 ‚Ég, Jesús, sendi engil minn til að vitna fyrir ykkur um þetta, söfnuðinum til gagns. Ég er rót og afkomandi Davíðs+ og morgunstjarnan bjarta.‘“+

17 Andinn og brúðurin+ segja: „Komið!“ og allir sem heyra segi: „Komið!“ Allir sem eru þyrstir komi+ og allir sem vilja drekki ókeypis af vatni lífsins.+

18 „Ég vitna fyrir öllum sem heyra spádómsorð þessarar bókrollu: Ef einhver bætir einhverju við þessi orð+ leggur Guð á hann plágurnar sem skrifað er um í þessari bókrollu.+ 19 Og ef einhver fjarlægir nokkur af orðum þessarar spádómsbókar tekur Guð frá honum hið góða sem skrifað er um í henni – hann fær hvorki aðgang að trjám lífsins+ né borginni helgu.+

20 Sá sem vitnar um þetta segir: ‚Já, ég kem fljótt.‘“+

„Amen! Komdu, Drottinn Jesús.“

21 Megi einstök góðvild Drottins Jesú vera með hinum heilögu.

Eða „Afhjúpun“.

Eða „a og ö“. Alfa og ómega eru fyrsti og síðasti stafur gríska stafrófsins.

Sjá viðauka A5.

Það er, undir áhrifum heilags anda.

Eða „Hades“, það er, sameiginlegri gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Orðrétt „Þú heldur þig þó fast við nafn mitt“.

Sjá orðaskýringar.

Sjá orðaskýringar.

Á grísku pornei′a. Sjá orðaskýringar.

Eða „innstu tilfinningar“. Orðrétt „nýru“.

Orðrétt „fáein nöfn“.

Eða „krjúpa með lotningu“.

Eða hugsanl. „fylgt fordæmi mínu um þolgæði“.

Eða „sardissteinn; rauður gimsteinn“.

Eða „Fyrir miðju hásætinu“.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Orðrétt „að innan og utan“.

Eða „tungumáli“.

Sjá viðauka B14.

Rómverskur silfurpeningur sem jafngilti daglaunum. Sjá viðauka B14.

Eða „spilltu ekki“.

Eða „Hades“, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Greinilega er átt við blóðið sem táknar líf þeirra og var úthellt við altarið. Sjá orðaskýringar.

Líklega úr geitarhári.

Eða „í austri“.

Eða „tungumálum“.

Eða „lindum“.

Eða „reykelsisbrennara“.

Eða „lindir“.

Eða „honum“. Hér er notað karlkyn í grísku.

Eða „Hann“. Sjá 1. vers, nm.

Sem þýðir ‚eyðing‘.

Sem þýðir ‚eyðandi‘.

Orðrétt „handaverka sinna“.

Á grísku pornei′a. Sjá orðaskýringar.

Eða „sveipaður“.

Orðrétt „fæturnir“.

Eða „tungumál“.

Eða „tungumálum“.

Eða „horfðu á“.

Sjá viðauka A5.

Eða „eyðileggja“.

Eða „konungleg höfuðbönd“.

Orðrétt „gæta allra þjóða“.

Sem þýðir ‚hver er eins og Guð?‘

Eða hugsanl. „hann [það er, drekinn] beið ósigur“.

Orðrétt „vegna orðs vitnisburðar síns“.

Eða „sálin“. Sjá orðaskýringar.

Það er, þrjár og hálfa tíð.

Það er, drekinn.

Eða „konungleg höfuðbönd“.

Eða „tungumáli“.

Eða hugsanl. „Ef einhverjum er ætlað að falla fyrir sverði“.

Orðrétt „handa“.

Eða „anda“.

Eða „mannleg tala“.

Eða „fyrir ofan mig“.

Eða „tungumáli“.

Eða „vatnslindirnar“.

Eða „reiðivíni“.

Á grísku pornei′a. Sjá orðaskýringar.

Um 300 km. Skeiðrúm var 185 m. Sjá viðauka B14.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Eða „lifandi sálir“.

Eða „vatnslindirnar“.

Sjá viðauka A5.

Eða „dómsúrskurðir“.

Eða „konungana úr austri“.

Orðrétt „þrjá óhreina anda“.

Á grísku Har Magedon′, dregið af hebresku orði sem merkir ‚Megiddófjall‘.

Grísk talenta jafngilti 20,4 kg. Sjá viðauka B14.

Sjá orðaskýringar.

Á grísku pornei′a. Sjá orðaskýringar, „kynferðislegt siðleysi“.

Á grísku pornei′a. Sjá orðaskýringar.

Eða „tungumál“.

Eða hugsanl. „alls óhreins andardráttar; allra óhreinna innblásinna orða“.

Eða „reiðivíni“.

Á grísku pornei′a. Sjá orðaskýringar.

Eða „farandkaupmenn“.

Eða „minntist glæpa“.

Sjá viðauka A5.

Sjá orðaskýringar.

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Á grísku pornei′a. Sjá orðaskýringar.

Eða „krafist blóðs þjóna sinna af hendi hennar“.

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Sjá viðauka A5.

Eða „markmið spádómanna“.

Eða „mörg konungleg höfuðbönd“.

Eða hugsanl. „eru með blóðslettum“.

Orðrétt „gæta þeirra“.

Sjá orðaskýringar og Op 6:9, nm.

Orðrétt „líflátnir með öxi“.

Eða „í haldi; í fangelsi“.

Eða „Hades“, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Eða „Hades“, það er, sameiginlegri gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Eða „traust“.

Eða „a og ö“. Alfa og ómega eru fyrsti og síðasti stafur gríska stafrófsins.

Eða „lind“.

Sjá orðaskýringar, „kynferðislegt siðleysi“.

Það er, 2.220 km. Skeiðrúm var 185 m. Sjá viðauka B14.

Um 64 m. Sjá viðauka B14.

Eða „sardis“.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Eða „traust“.

Sjá viðauka A5.

Eða „a og ö“. Alfa og ómega eru fyrsti og síðasti stafur gríska stafrófsins.

Það er, þeir sem stunda það sem er viðbjóðslegt í augum Guðs.

Sjá orðaskýringar.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila