Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • nwt 3. Mósebók 1:1-27:34
  • 3. Mósebók

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • 3. Mósebók
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
Biblían – Nýheimsþýðingin
3. Mósebók

ÞRIÐJA MÓSEBÓK

1 Jehóva kallaði á Móse og talaði við hann frá samfundatjaldinu.+ Hann sagði: 2 „Segðu Ísraelsmönnum: ‚Ef einhver ykkar vill færa Jehóva fórn af búfé sínu á hann að gefa nautgrip, sauðkind eða geit.+

3 Ef hann færir nautgrip að brennifórn á hann að fórna gallalausu karldýri.+ Hann skal færa það af fúsum og frjálsum vilja+ fram fyrir Jehóva við inngang samfundatjaldsins. 4 Hann skal leggja höndina á höfuð brennifórnarinnar svo að Guð taki við henni og hún friðþægi fyrir syndir hans.

5 Síðan skal ungnautinu slátrað frammi fyrir Jehóva, og synir Arons, prestarnir,+ skulu bera fram blóðið og sletta því á allar hliðar altarisins+ sem er við inngang samfundatjaldsins. 6 Brennifórnardýrið skal flegið og hlutað niður.+ 7 Synir Arons, prestarnir, skulu setja eld á altarið+ og leggja við á eldinn. 8 Þeir eiga að raða fórnarstykkjunum+ ásamt haus og mör ofan á viðinn sem brennur á altarinu. 9 Garnir og skanka skal þvo með vatni og presturinn skal láta allt brenna svo að reykur brennifórnarinnar stígi upp af altarinu. Þetta er eldfórn, ljúfur* ilmur fyrir Jehóva.+

10 Ef hann færir brennifórn af fénaðinum,+ unga sauðkind eða geit, á hann að fórna gallalausu karldýri.+ 11 Það á að slátra því norðan megin við altarið frammi fyrir Jehóva og synir Arons, prestarnir, eiga að sletta blóðinu á allar hliðar altarisins.+ 12 Það á að hluta það sundur og presturinn á að raða stykkjunum ásamt hausnum og mörnum á viðinn sem brennur á altarinu. 13 Garnirnar og skankana skal þvo með vatni og presturinn á að bera allt fram og láta það brenna á altarinu. Þetta er brennifórn, eldfórn sem er ljúfur* ilmur fyrir Jehóva.

14 En ef hann færir fugla að brennifórn handa Jehóva eiga það að vera turtildúfur eða ungar dúfur.+ 15 Presturinn skal koma með fuglinn að altarinu, snúa hann úr hálslið og brenna hann á altarinu. En hann á að láta blóðið úr honum drjúpa á hlið altarisins. 16 Hann á að fjarlægja sarpinn og fiðrið og kasta því við hliðina á altarinu austan megin, þar sem askan* er.+ 17 Hann á að rífa fuglinn milli vængjanna án þess að hluta hann sundur. Síðan skal presturinn brenna hann á viðnum sem logar á altarinu. Þetta er brennifórn, eldfórn sem er ljúfur* ilmur fyrir Jehóva.

2 Ef einhver færir Jehóva kornfórn+ á fórnin að vera úr fínu mjöli. Hann á að hella olíu yfir það og leggja hvítt reykelsi ofan á.+ 2 Síðan á hann að færa það sonum Arons, prestunum. Presturinn skal taka handfylli af fína mjölinu og olíunni ásamt öllu reykelsinu og láta það brenna á altarinu til tákns um alla fórnina.*+ Þetta er eldfórn, ljúfur* ilmur fyrir Jehóva. 3 Það sem eftir er af kornfórninni tilheyrir Aroni og sonum hans+ og er háheilagur hluti+ af eldfórnunum handa Jehóva.

4 Ef þú færir kornfórn sem er bökuð í ofni á hún að vera úr fínu mjöli, ósýrt kringlótt brauð blandað olíu eða ósýrðar flatkökur smurðar olíu.+

5 Ef fórnin er kornfórn bökuð á plötu+ á hún að vera úr fínu ósýrðu mjöli sem er blandað olíu. 6 Það á að brjóta hana í bita og hella olíu yfir.+ Þetta er kornfórn.

7 Ef fórnin er kornfórn steikt í potti á hún að vera úr fínu mjöli með olíu. 8 Þú skalt færa Jehóva kornfórn úr þessum hráefnum. Færðu prestinum hana og hann fer með hana að altarinu. 9 Presturinn á að taka hluta af kornfórninni og brenna hana á altarinu til tákns um alla fórnina.*+ Þetta er eldfórn, ljúfur* ilmur fyrir Jehóva.+ 10 Það sem eftir er af kornfórninni tilheyrir Aroni og sonum hans og er háheilagur hluti af eldfórnunum handa Jehóva.+

11 Engin kornfórn sem þið færið Jehóva má vera sýrð+ því að þið megið ekki brenna neitt súrdeig eða hunang sem eldfórn handa Jehóva.

12 Þið megið færa það Jehóva sem frumgróðafórn+ en það má ekki brenna það á altarinu til að gefa ljúfan* ilm.

13 Allar kornfórnir sem þú færir eiga að vera kryddaðar salti. Salt, sem minnir á sáttmála Guðs, má ekki vanta í kornfórnir þínar. Berðu fram salt með öllum fórnum þínum.+

14 Ef þú færir Jehóva kornfórn af frumgróðanum á það að vera nýtt korn* ristað við eld, grófmalað nýtt korn sem kornfórn af frumgróða þínum.+ 15 Helltu olíu yfir það og leggðu hvítt reykelsi ofan á. Þetta er kornfórn. 16 Presturinn á að brenna það til tákns um alla fórnina,*+ það er að segja hluta af grófmalaða korninu og olíunni ásamt öllu reykelsinu. Þetta er eldfórn handa Jehóva.

3 Ef fórn hans er samneytisfórn*+ og hann fórnar nautgrip, hvort heldur karl- eða kvendýri, á hann að bera gallalaust dýr fram fyrir Jehóva. 2 Hann á að leggja höndina á höfuð fórnardýrsins, því skal slátrað við inngang samfundatjaldsins og synir Arons, prestarnir, eiga að sletta blóðinu á allar hliðar altarisins. 3 Hann á að færa Jehóva hluta af samneytisfórninni sem eldfórn:+ netjuna,* allan garnamörinn+ 4 og bæði nýrun ásamt nýrnamörnum sem er við lendarnar. Með nýrunum á hann einnig að taka fituna á lifrinni.+ 5 Synir Arons eiga að brenna það á altarinu ofan á brennifórninni á viðnum sem er á eldinum.+ Þetta er eldfórn, ljúfur* ilmur fyrir Jehóva.+

6 Ef hann færir Jehóva sauð eða geit að samneytisfórn á það að vera gallalaust karl- eða kvendýr.+ 7 Ef hann færir hrútlamb að fórn á hann að bera það fram fyrir Jehóva. 8 Hann á að leggja höndina á höfuð fórnardýrsins og því skal slátrað fyrir framan samfundatjaldið. Synir Arons eiga að sletta blóðinu á allar hliðar altarisins. 9 Hann á að færa Jehóva fitu samneytisfórnarinnar að eldfórn.+ Hann á að skera feitan dindilinn af við rófubeinið og taka netjuna, allan garnamörinn 10 og bæði nýrun ásamt nýrnamörnum sem er við lendarnar. Með nýrunum á hann einnig að taka fituna á lifrinni.+ 11 Og presturinn á að brenna það á altarinu sem fæðu,* sem eldfórn handa Jehóva.+

12 Ef hann fórnar geit á hann að bera hana fram fyrir Jehóva. 13 Hann á að leggja höndina á höfuð hennar og henni skal slátrað fyrir framan samfundatjaldið. Synir Arons eiga að sletta blóðinu á allar hliðar altarisins. 14 Þetta á hann að færa Jehóva sem eldfórn: netjuna, allan garnamörinn+ 15 og bæði nýrun ásamt nýrnamörnum sem er við lendarnar. Með nýrunum á hann einnig að taka fituna á lifrinni. 16 Presturinn á að brenna það á altarinu sem fæðu.* Þetta er eldfórn, ljúfur* ilmur fyrir Guð. Öll fitan tilheyrir Jehóva.+

17 Þetta er varanlegt ákvæði kynslóð eftir kynslóð, hvar sem þið búið: Þið megið ekki borða nokkra fitu né nokkurt blóð.‘“+

4 Jehóva sagði síðan við Móse: 2 „Segðu Ísraelsmönnum: ‚Ef einhver syndgar óviljandi+ með því að gera eitthvað af því sem Jehóva hefur bannað skal gera eftirfarandi:

3 Ef presturinn sem er smurður+ syndgar+ og bakar fólkinu sekt skal hann færa Jehóva gallalaust ungnaut að syndafórn fyrir syndina sem hann drýgði.+ 4 Hann á að leiða nautið að inngangi samfundatjaldsins,+ fram fyrir Jehóva, leggja höndina á höfuð þess og slátra því frammi fyrir Jehóva.+ 5 Síðan á presturinn sem er smurður+ að taka nokkuð af blóði nautsins og fara með það inn í samfundatjaldið. 6 Hann á að dýfa fingri í blóðið+ og sletta nokkru af því sjö sinnum+ frammi fyrir Jehóva fyrir framan fortjald helgidómsins. 7 Presturinn á líka að bera nokkuð af blóði nautsins á horn ilmreykelsisaltarisins+ sem er frammi fyrir Jehóva í samfundatjaldinu, og hann á að hella öllu sem eftir er af blóðinu niður við brennifórnaraltarið+ sem er við inngang samfundatjaldsins.

8 Hann á síðan að taka alla fitu syndafórnarnautsins, þar á meðal netjuna og garnamörinn, 9 og bæði nýrun ásamt nýrnamörnum sem er við lendarnar. Með nýrunum á hann einnig að taka fituna á lifrinni.+ 10 Hann á að taka þetta úr nautinu á sama hátt og gert er við samneytisfórnina.+ Presturinn á að brenna það á brennifórnaraltarinu.

11 En húð nautsins og allt kjötið ásamt hausnum, skönkunum, innyflunum og gorinu+ – 12 allt sem eftir er af nautinu – á hann að láta fara með á hreinan stað fyrir utan búðirnar þar sem öskunni* er hent. Hann á að leggja það á eldivið og brenna það+ þar sem öskunni er hent.

13 Ef allur söfnuður Ísraels bakar sér sekt með því að syndga óviljandi+ og söfnuðinum er ekki ljóst að hann hefur gert eitthvað sem Jehóva bannar+ 14 en kemst síðan að raun um það, þá skal söfnuðurinn færa ungnaut að syndafórn og leiða það að samfundatjaldinu. 15 Öldungar safnaðarins eiga að leggja hendur sínar á höfuð nautsins frammi fyrir Jehóva og því skal slátrað frammi fyrir Jehóva.

16 Presturinn sem er smurður á síðan að fara með nokkuð af blóði nautsins inn í samfundatjaldið. 17 Hann á að dýfa fingri í blóðið og sletta nokkru af því sjö sinnum frammi fyrir Jehóva fyrir framan fortjaldið.+ 18 Síðan á hann að bera nokkuð af blóðinu á horn altarisins+ sem er frammi fyrir Jehóva í samfundatjaldinu og hella öllu sem eftir er af blóðinu niður við brennifórnaraltarið sem er við inngang samfundatjaldsins.+ 19 Hann á að taka alla fituna og brenna hana á altarinu.+ 20 Hann á að fara með nautið alveg eins og hitt nautið sem fært var að syndafórn. Þannig skal presturinn fara að til að friðþægja fyrir fólkið+ og því verður fyrirgefið. 21 Hann á að láta fara með nautið út fyrir búðirnar og brenna það eins og hitt nautið var brennt.+ Þetta er syndafórn fyrir söfnuðinn.+

22 Þegar höfðingi+ syndgar óviljandi og bakar sér sekt með því að gera eitthvað sem Jehóva Guð hans bannar 23 eða áttar sig á að hann hefur syndgað með því að óhlýðnast boðorði, þá skal hann færa gallalaust hafurkið að fórn. 24 Hann á að leggja höndina á höfuð kiðlingsins og slátra honum á staðnum þar sem brennifórninni er slátrað frammi fyrir Jehóva.+ Þetta er syndafórn. 25 Presturinn á að dýfa fingri í blóð syndafórnarinnar, bera það á horn+ brennifórnaraltarisins og hella því sem eftir er af blóðinu niður við brennifórnaraltarið.+ 26 Hann á að brenna alla fituna á altarinu eins og fitu samneytisfórnarinnar.+ Presturinn á að friðþægja fyrir synd hans og honum verður fyrirgefið.

27 Ef einhver íbúi landsins syndgar óviljandi og bakar sér sekt með því að gera eitthvað sem Jehóva bannar+ 28 eða áttar sig á að hann hefur syndgað, þá á hann að færa gallalausan kiðling, kvendýr, að fórn fyrir syndina sem hann hefur drýgt. 29 Hann á að leggja höndina á höfuð syndafórnarinnar og slátra henni á sama stað og brennifórninni.+ 30 Presturinn á að dýfa fingri í blóð hennar, bera það á horn brennifórnaraltarisins og hella öllu sem eftir er af blóðinu niður við altarið.+ 31 Hann á að taka alla fituna+ líkt og fitan er tekin úr samneytisfórninni+ og brenna hana á altarinu svo að það verði ljúfur* ilmur fyrir Jehóva. Presturinn á að friðþægja fyrir hann og honum verður fyrirgefið.

32 En ef hann færir lamb að syndafórn á það að vera gallalaus gimbur. 33 Hann á að leggja höndina á höfuð syndafórnarinnar og slátra henni sem syndafórn þar sem brennifórninni er slátrað.+ 34 Presturinn á að dýfa fingri í blóð syndafórnarinnar, bera það á horn brennifórnaraltarisins+ og hella öllu sem eftir er af blóðinu niður við altarið. 35 Hann á að taka alla fituna á sama hátt og fitan er tekin úr hrútlambinu sem er fært að samneytisfórn og brenna hana á altarinu ofan á eldfórnum Jehóva.+ Presturinn á að friðþægja fyrir hann vegna syndar hans og honum verður fyrirgefið.+

5 Ef einhver heyrir að lýst er eftir vitnum*+ og hann hefur séð eitthvað eða heyrt en stígur ekki fram til að segja frá því skal hann svara til saka fyrir synd sína.

2 Snerti einhver eitthvað óhreint, hvort sem það er hræ af óhreinu villtu dýri, óhreinum fénaði eða óhreinu smádýri,*+ þá er hann óhreinn og sekur, jafnvel þó að hann átti sig ekki á því. 3 Og snerti einhver óafvitandi eitthvað óhreint sem maður verður óhreinn af+ og hann uppgötvar það verður hann sekur.

4 Eða sverji einhver í fljótfærni að gera eitthvað – hvort heldur gott eða illt, hvað svo sem það er – en gerir það í hugsunarleysi og áttar sig svo á fljótfærninni verður hann sekur.*+

5 Ef hann gerist sekur um eitthvað af þessu þarf hann að játa+ á hvaða hátt hann hefur syndgað. 6 Hann á einnig að færa Jehóva sektarfórn fyrir synd sína,+ kvendýr úr hjörðinni, annaðhvort gimbur eða kiðling, að syndafórn. Presturinn á síðan að friðþægja fyrir synd hans.

7 En ef hann hefur ekki efni á sauð eða geit skal hann færa Jehóva tvær turtildúfur eða tvær ungar dúfur+ að sektarfórn fyrir syndina, aðra í syndafórn og hina í brennifórn.+ 8 Hann á að færa prestinum þær og hann ber fram aðra þeirra í syndafórn. Hann á að klípa hálsinn sundur að framan án þess að slíta höfuðið af. 9 Hann á að sletta nokkru af blóði syndafórnarinnar á hlið altarisins en það sem eftir er af blóðinu á að drjúpa niður við altarið.+ Þetta er syndafórn. 10 Hina dúfuna á hann að fara með eins og venja er að fara með brennifórnir.+ Presturinn á að friðþægja fyrir hann vegna syndar hans og honum verður fyrirgefið.+

11 Ef hann hefur ekki efni á tveim turtildúfum eða tveim ungum dúfum á hann að færa tíunda hluta úr efu*+ af fínu mjöli að syndafórn fyrir syndina sem hann hefur drýgt. Hann á ekki að blanda það olíu eða leggja reykelsi ofan á það því að þetta er syndafórn. 12 Hann á að færa prestinum það og presturinn skal taka handfylli af því til tákns um alla fórnina* og láta það brenna á altarinu ofan á eldfórnum Jehóva. Þetta er syndafórn. 13 Presturinn á að friðþægja fyrir hann fyrir syndina sem hann hefur drýgt í einhverju áðurnefndra tilvika og honum verður fyrirgefið.+ Afganginn af fórninni fær presturinn+ eins og þegar um kornfórn er að ræða.‘“+

14 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 15 „Ef einhver reynist ótrúr með því að brjóta óviljandi lögin um það sem er Jehóva heilagt+ á hann að færa Jehóva gallalausan hrút úr hjörðinni að sektarfórn.+ Verðgildi hrútsins í silfursiklum* er ákveðið miðað við staðlaðan sikil helgidómsins.*+ 16 Hann á að bæta fyrir syndina sem hann hefur drýgt gegn helgidóminum og bæta við fimmtungi af verðgildi hrútsins.+ Hann á að afhenda það prestinum svo að presturinn geti friðþægt+ fyrir hann með sektarfórnarhrútnum og honum verður fyrirgefið.+

17 Ef einhver syndgar með því að gera eitthvað sem Jehóva bannar, jafnvel óafvitandi, er hann sekur og þarf að svara til saka fyrir synd sína.+ 18 Hann á að færa prestinum í sektarfórn gallalausan hrút úr hjörðinni af réttu verðgildi.+ Presturinn friðþægir þá fyrir yfirsjón hans sem honum varð á óafvitandi og án þess að ætla sér það og honum verður fyrirgefið. 19 Þetta er sektarfórn. Hann hefur sannarlega gert sig sekan um að syndga gegn Jehóva.“

6 Jehóva sagði nú við Móse: 2 „Ef einhver syndgar og reynist Jehóva ótrúr+ með því að svíkja náunga sinn sem hefur treyst honum fyrir einhverju+ eða falið honum að gæta einhvers, eða ef hann rænir náunga sinn eða hefur eitthvað af honum 3 eða finnur eitthvað sem var týnt en neitar því, og ef hann sver rangan eið vegna einhverrar slíkrar syndar sem hann hefur drýgt+ skal hann gera eftirfarandi: 4 Ef hann hefur syndgað og er sekur skal hann skila því sem hann stal, því sem hann kúgaði af náunga sínum, þvingaði fram eða var treyst fyrir, eða sem var týnt og hann fann 5 eða hverju því sem hann náði til sín með því að sverja rangan eið. Hann skal bæta það að fullu+ og greiða fimmtung verðmætisins að auki. Hann á að afhenda eigandanum það sama dag og sekt hans er sönnuð. 6 Hann á auk þess að færa prestinum sektarfórn handa Jehóva – gallalausan hrút úr hjörðinni af réttu verðgildi.+ 7 Presturinn á að friðþægja fyrir hann frammi fyrir Jehóva og honum verður fyrirgefið hvaðeina sem hann kann að hafa gerst sekur um.“+

8 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 9 „Gefðu Aroni og sonum hans þessi fyrirmæli: ‚Þetta eru lögin um brennifórnina:+ Brennifórnin á að liggja á eldstæði altarisins alla nóttina til morguns og eldinum á altarinu skal haldið lifandi. 10 Presturinn á að fara í embættisklæðnaðinn úr líni+ og hylja hold sitt með stuttu línbuxunum.*+ Eftir að eldurinn hefur eytt brennifórninni á altarinu á hann að fjarlægja öskuna*+ og setja hana við hliðina á altarinu. 11 Síðan á hann að skipta um föt+ og fara með öskuna á hreinan stað fyrir utan búðirnar.+ 12 Eldinum skal haldið lifandi á altarinu. Hann má ekki slokkna. Presturinn á að leggja við á eldinn+ á hverjum morgni, leggja brennifórnina ofan á og brenna fitu samneytisfórnanna þar.+ 13 Eldurinn á að loga stöðugt á altarinu. Hann má ekki slokkna.

14 Þetta eru lögin um kornfórnina:+ Synir Arons eiga að bera hana fram fyrir Jehóva fyrir framan altarið. 15 Einn þeirra á að taka handfylli af fínu mjöli kornfórnarinnar, dálítið af olíunni og allt reykelsið sem er á henni og brenna það á altarinu til tákns um alla fórnina* svo að það verði ljúfur* ilmur fyrir Jehóva.+ 16 Aron og synir hans skulu borða það sem eftir er af henni.+ Það á að borða það sem ósýrt brauð á heilögum stað. Þeir eiga að borða það í forgarði samfundatjaldsins.+ 17 Ekki má baka það með nokkru sem er sýrt.+ Ég hef gefið þeim það sem hlutdeild þeirra í eldfórn minni.+ Það er háheilagt+ eins og syndafórnin og sektarfórnin. 18 Allir karlmenn meðal afkomenda Arons mega borða það.+ Þetta er sá hluti af eldfórnum Jehóva sem þeim er ætlaður kynslóð eftir kynslóð.+ Allt sem kemst í snertingu við þær* verður heilagt.‘“

19 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 20 „Þetta er fórnin sem Aron og synir hans eiga að bera fram fyrir Jehóva daginn sem einhver þeirra er smurður:+ tíundi hluti úr efu*+ af fínu mjöli sem reglubundin kornfórn,+ helmingur hennar að morgni og helmingur að kvöldi. 21 Það á að blanda mjölið olíu og baka á plötu.+ Það á að bera það fram í bitum með olíu sem kornfórn handa Jehóva og ljúfan* ilm handa honum. 22 Sá af sonum smurða prestsins sem tekur við af honum+ á að færa fórnina. Þetta er varanlegt ákvæði: Það á að brenna hana sem alfórn handa Jehóva. 23 Allar kornfórnir presta eiga að vera alfórnir. Það má ekki borða þær.“

24 Jehóva sagði einnig við Móse: 25 „Segðu Aroni og sonum hans: ‚Þetta eru lögin um syndafórnina:+ Það á að slátra syndafórninni+ frammi fyrir Jehóva á sama stað og brennifórninni er slátrað. Hún er háheilög. 26 Presturinn sem færir syndafórnina á að borða hana.+ Hennar skal neytt á heilögum stað, í forgarði samfundatjaldsins.+

27 Allt sem snertir kjöt fórnardýrsins verður heilagt, og þegar einhver slettir blóði þess á föt sín á að þvo blóðið úr þeim á heilögum stað. 28 Leirkerið sem kjötið var soðið í skal brotið. En hafi það verið soðið í koparpotti á að bursta hann og þvo í vatni.

29 Allir karlar sem eru prestar mega borða kjötið.+ Það er háheilagt.+ 30 En ekki má borða syndafórn ef farið er með nokkuð af blóði hennar inn í samfundatjaldið til friðþægingar í helgidóminum.+ Hana á að brenna í eldi.

7 Þetta eru lögin um sektarfórnina:+ Hún er háheilög. 2 Það á að slátra sektarfórninni á sama stað og brennifórnunum er slátrað, og blóði hennar+ skal slett á allar hliðar altarisins.+ 3 Presturinn* á að bera fram alla fituna,+ þar á meðal feitan dindilinn, netjuna 4 og bæði nýrun ásamt nýrnamörnum sem er við lendarnar. Með nýrunum á hann einnig að taka fituna á lifrinni.+ 5 Presturinn skal brenna hana á altarinu sem eldfórn handa Jehóva.+ Þetta er sektarfórn. 6 Allir karlar sem eru prestar mega borða kjötið+ og þeir eiga að gera það á heilögum stað. Kjötið er háheilagt.+ 7 Lögin um syndafórnina gilda einnig um sektarfórnina. Kjöt fórnarinnar tilheyrir prestinum sem friðþægir með henni.+

8 Þegar presturinn færir brennifórn fyrir einhvern á hann að fá húðina+ af brennifórninni.

9 Kornfórn sem er bökuð í ofni eða á plötu+ eða steikt í potti tilheyrir prestinum sem ber hana fram. Hann á að fá hana.+ 10 En kornfórn sem er olíublönduð+ eða þurr+ á að skipta jafnt á milli allra sona Arons.

11 Þetta eru lögin um samneytisfórnina+ sem færa má Jehóva: 12 Ef einhver ber hana fram til að tjá þakklæti sitt+ á hann að bera fram með þakkarfórninni ósýrt kringlótt brauð blandað olíu, ósýrðar flatkökur smurðar olíu og kringlótt brauð úr fínu mjöli, blandað og mettað olíu. 13 Með þessu brauði á hann að bera fram kringlótt sýrt brauð og samneytisfórnirnar sem hann færir að þakkarfórn. 14 Hann á að færa Jehóva eitt brauð af hverri tegund að heilagri fórn. Hún á að tilheyra prestinum sem slettir blóði samneytisfórnanna á altarið.+ 15 Kjötið af samneytisfórnunum sem hann færir að þakkarfórn á að borða sama dag og hann færir fórnina. Hann má ekki geyma neitt til morguns.+

16 Ef fórn hans er heitfórn+ eða sjálfviljafórn+ á að borða hana sama dag og hún er borin fram og það sem eftir er má einnig borða daginn eftir. 17 En kjötið sem er afgangs á þriðja degi á að brenna í eldi.+ 18 Ef eitthvað af kjöti samneytisfórnarinnar er borðað á þriðja degi hlýtur sá sem færði fórnina ekki velþóknun Guðs. Það verður ekki reiknað honum til góðs. Það er viðurstyggð og sá sem borðar af því skal svara til saka fyrir synd sína.+ 19 Ekki má borða kjöt sem kemst í snertingu við eitthvað óhreint heldur á að brenna það í eldi. Allir sem eru hreinir mega borða hreina kjötið.

20 En ef einhver er óhreinn og borðar kjötið af samneytisfórninni sem tilheyrir Jehóva skal uppræta hann úr þjóð sinni.*+ 21 Ef einhver snertir eitthvað óhreint, hvort heldur óhreinan mann,+ óhreint dýr+ eða nokkra óhreina viðurstyggð,+ og borðar síðan kjöt af samneytisfórninni sem tilheyrir Jehóva skal uppræta hann úr þjóð sinni.‘“*

22 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 23 „Segðu Ísraelsmönnum: ‚Þið megið ekki borða neina fitu+ úr nauti, hrútlambi eða geit. 24 Fitu úr sjálfdauðri skepnu og skepnu sem annað dýr hefur drepið má hafa til allra annarra nota, en þið megið undir engum kringumstæðum borða hana.+ 25 Sá sem borðar fitu úr skepnu sem hann færir Jehóva að eldfórn skal upprættur úr þjóð sinni.*

26 Þið megið ekki borða nokkurt blóð+ neins staðar þar sem þið búið, hvorki úr fuglum né nokkrum öðrum dýrum. 27 Sá sem borðar blóð skal upprættur+ úr þjóð sinni.‘“*

28 Jehóva sagði síðan við Móse: 29 „Segðu Ísraelsmönnum: ‚Sá sem ber fram samneytisfórn fyrir Jehóva á að færa Jehóva hluta af henni að fórnargjöf.+ 30 Hann á að bera fram með eigin höndum fituna+ ásamt bringunni að eldfórn handa Jehóva og veifa henni fram og aftur sem veififórn+ frammi fyrir Jehóva. 31 Presturinn á að brenna fituna á altarinu+ en Aron og synir hans skulu fá bringuna.+

32 Þið skuluð færa prestinum hægra lærið af samneytisfórnum ykkar að heilagri fórn.+ 33 Sá af sonum Arons sem ber fram blóð samneytisfórnanna og fituna fær hægra lærið í sinn hlut.+ 34 Af samneytisfórnum Ísraelsmanna tek ég bringu veififórnarinnar og læri hins heilaga hluta og gef Aroni presti og sonum hans. Þetta er varanlegt ákvæði fyrir Ísraelsmenn.+

35 Þetta var sá hluti af eldfórnum Jehóva sem prestarnir, Aron og synir hans, áttu að fá daginn sem þeir voru leiddir fram til að þjóna Jehóva sem prestar.+ 36 Jehóva gaf fyrirmæli um að þeir skyldu fá þennan hluta frá Ísraelsmönnum daginn sem þeir voru smurðir.+ Þetta er varanlegt ákvæði kynslóð eftir kynslóð.‘“

37 Þetta eru lögin um brennifórnina,+ kornfórnina,+ syndafórnina,+ sektarfórnina,+ vígslufórnina+ og samneytisfórnina+ 38 eins og Jehóva gaf Móse fyrirmæli um á Sínaífjalli+ daginn sem hann sagði Ísraelsmönnum að færa Jehóva fórnir sínar í óbyggðum Sínaí.+

8 Jehóva sagði nú við Móse: 2 „Sæktu Aron og syni hans,+ taktu fatnaðinn,+ smurningarolíuna,+ syndafórnarnautið, hrútana tvo og körfuna með ósýrðu brauðunum+ 3 og láttu allan söfnuðinn koma saman við inngang samfundatjaldsins.“

4 Móse gerði eins og Jehóva hafði sagt honum og söfnuðurinn safnaðist saman við inngang samfundatjaldsins. 5 Móse sagði við söfnuðinn: „Þetta er það sem Jehóva hefur sagt okkur að gera.“ 6 Móse leiddi síðan Aron og syni hans fram og þvoði þeim með vatni.+ 7 Hann klæddi Aron í kyrtilinn,+ gyrti hann belti,+ klæddi hann í ermalausu yfirhöfnina+ og hökulinn+ og hnýtti hökulbeltið*+ fast um hann. 8 Hann setti á hann brjóstskjöldinn+ og lét úrím og túmmím+ í hann. 9 Síðan setti Móse vefjarhöttinn+ á höfuð hans og framan á vefjarhöttinn festi hann skínandi gullplötuna, hið heilaga vígslutákn,*+ eins og Jehóva hafði sagt honum að gera.

10 Þessu næst tók Móse smurningarolíuna, smurði tjaldbúðina og allt sem í henni var+ og helgaði það. 11 Hann sletti nokkru af henni sjö sinnum á altarið og smurði það og öll áhöld þess til að helga það, og sömuleiðis kerið og undirstöðugrindina. 12 Að lokum hellti hann nokkru af smurningarolíunni á höfuð Arons og smurði hann til að helga hann.+

13 Móse leiddi nú syni Arons fram, klæddi þá í kyrtla, gyrti þá belti og setti* á þá höfuðbúnað+ eins og Jehóva hafði sagt honum að gera.

14 Hann leiddi fram syndafórnarnautið, og Aron og synir hans lögðu hendur sínar á höfuð þess.+ 15 Móse slátraði nautinu, dýfði fingri í blóðið+ og bar það á öll horn altarisins. Hann hreinsaði altarið af synd en hellti því sem eftir var af blóðinu niður við altarið. Þannig helgaði hann það svo að hægt væri að friðþægja á því. 16 Hann tók alla netjuna, fituna á lifrinni, bæði nýrun og nýrnamörinn og brenndi það á altarinu.+ 17 Það sem eftir var af nautinu, húðina, kjötið og gorið, lét hann brenna í eldi fyrir utan búðirnar+ eins og Jehóva hafði sagt honum að gera.

18 Hann leiddi nú fram brennifórnarhrútinn, og Aron og synir hans lögðu hendur sínar á höfuð hrútsins.+ 19 Móse slátraði síðan hrútnum og sletti blóðinu á allar hliðar altarisins. 20 Hann hlutaði hrútinn sundur og brenndi hausinn, stykkin og mörinn á altarinu. 21 Hann þvoði garnirnar og skankana í vatni og brenndi allan hrútinn á altarinu. Þetta var brennifórn sem ljúfur* ilmur var af. Þetta var eldfórn handa Jehóva eins og Jehóva hafði gefið Móse fyrirmæli um.

22 Hann leiddi síðan fram hinn hrútinn, vígsluhrútinn,+ og Aron og synir hans lögðu hendur sínar á höfuð hrútsins.+ 23 Móse slátraði honum, tók nokkuð af blóðinu og bar það á hægri eyrnasnepil Arons, þumalfingur hægri handar hans og stórutá hægri fótar. 24 Að því búnu leiddi Móse syni Arons fram og bar nokkuð af blóðinu á hægri eyrnasnepil þeirra, þumalfingur hægri handar þeirra og stórutá hægri fótar en sletti því sem eftir var af blóðinu á allar hliðar altarisins.+

25 Hann tók nú fituna, feitan dindilinn, alla netjuna, fituna á lifrinni, bæði nýrun ásamt nýrnamörnum og hægra lærið.+ 26 Hann tók eitt ósýrt kringlótt brauð,+ eitt kringlótt brauð með olíu+ og eina flatköku úr körfunni með ósýrðu brauðunum sem var frammi fyrir Jehóva. Hann lagði brauðin ofan á fitustykkin og hægra lærið. 27 Hann lagði allt saman í hendur Arons og sona hans og veifaði því fram og aftur sem veififórn frammi fyrir Jehóva. 28 Móse tók það síðan aftur úr höndum þeirra og brenndi það á altarinu ofan á brennifórninni. Þetta var vígslufórn sem ljúfur* ilmur var af. Það var eldfórn handa Jehóva.

29 Þessu næst tók Móse bringuna og veifaði henni fram og aftur sem veififórn frammi fyrir Jehóva.+ Þessi hluti vígsluhrútsins kom í hlut Móse eins og Jehóva hafði gefið honum fyrirmæli um.+

30 Móse tók nokkuð af smurningarolíunni+ og nokkuð af blóðinu sem var á altarinu og sletti því á Aron og föt hans og á syni hans sem voru með honum og föt þeirra. Þannig helgaði hann Aron og föt hans ásamt sonum hans+ og fötum þeirra.+

31 Móse sagði nú við Aron og syni hans: „Sjóðið+ kjötið við inngang samfundatjaldsins og borðið það þar með brauðinu sem er í vígslukörfunni eins og ég fékk fyrirmæli um með þessum orðum: ‚Aron og synir hans eiga að borða það.‘+ 32 Það sem eftir er af kjötinu og brauðinu skuluð þið brenna í eldi.+ 33 Þið megið ekki fara burt frá inngangi samfundatjaldsins í sjö daga, ekki fyrr en vígsludagar ykkar eru á enda, því að það tekur sjö daga að vígja ykkur sem presta.*+ 34 Jehóva gaf fyrirmæli um að við skyldum gera það sem við höfum gert í dag til að friðþægja fyrir ykkur.+ 35 Þið skuluð halda ykkur hjá inngangi samfundatjaldsins dag og nótt í sjö daga+ og gegna skyldum ykkar við Jehóva+ svo að þið deyið ekki, því að ég hef fengið þessi fyrirmæli.“

36 Og Aron og synir hans gerðu allt sem Jehóva hafði gefið fyrirmæli um fyrir milligöngu Móse.

9 Á áttunda degi+ kallaði Móse saman Aron, syni hans og öldunga Ísraels. 2 Hann sagði við Aron: „Taktu þér kálf í syndafórn+ og hrút í brennifórn, gallalaus dýr, og leiddu þá fram fyrir Jehóva. 3 En Ísraelsmönnum skaltu segja: ‚Takið geithafur í syndafórn, kálf og hrútlamb, veturgömul og gallalaus, í brennifórn, 4 og naut og hrút í samneytisfórn+ til að fórna frammi fyrir Jehóva ásamt olíublandaðri kornfórn+ því að í dag mun Jehóva birtast ykkur.‘“+

5 Þeir komu með allt sem Móse hafði fyrirskipað að samfundatjaldinu. Síðan gekk allur söfnuðurinn fram og tók sér stöðu frammi fyrir Jehóva. 6 Móse sagði: „Þetta er það sem Jehóva hefur sagt ykkur að gera svo að dýrð Jehóva geti birst ykkur.“+ 7 Síðan sagði Móse við Aron: „Gakktu að altarinu og færðu syndafórn+ þína og brennifórn og friðþægðu fyrir sjálfan þig+ og ætt þína. Færðu því næst fórn fólksins+ og friðþægðu fyrir það+ eins og Jehóva hefur gefið fyrirmæli um.“

8 Aron gekk tafarlaust að altarinu og slátraði kálfinum sem var syndafórn fyrir hann sjálfan.+ 9 Synir Arons færðu honum blóðið+ og hann dýfði fingri í það, bar það á horn altarisins og hellti því sem eftir var niður við altarið.+ 10 Hann tók fituna, nýrun og fituna á lifrinni úr syndafórninni og brenndi það á altarinu eins og Jehóva hafði gefið Móse fyrirmæli um.+ 11 Kjötið og húðina brenndi hann í eldi fyrir utan búðirnar.+

12 Síðan slátraði Aron brennifórninni, synir hans létu hann fá blóðið og hann sletti því á allar hliðar altarisins.+ 13 Þeir réttu honum brennifórnina í stykkjum ásamt hausnum og hann brenndi hana á altarinu. 14 Hann þvoði líka garnirnar og skankana og lét það brenna ofan á brennifórninni á altarinu.

15 Hann bar nú fram fórn fólksins. Hann tók geithafurinn, slátraði honum og færði hann í syndafórn fyrir fólkið á sama hátt og hina syndafórnina. 16 Hann færði síðan brennifórnina og fór með hana á hefðbundinn hátt.+

17 Að því búnu færði hann kornfórnina.+ Hann tók handfylli af henni og brenndi á altarinu auk morgunbrennifórnarinnar.+

18 Þessu næst slátraði Aron nautinu og hrútnum, samneytisfórninni í þágu fólksins. Synir hans færðu honum blóðið og hann sletti því á allar hliðar altarisins.+ 19 Fituna úr nautinu,+ feitan dindil hrútsins, netjuna, nýrun og fituna á lifrinni+ 20 lögðu þeir ofan á bringurnar og Aron brenndi síðan fituna á altarinu.+ 21 En bringunum og hægra lærinu veifaði hann fram og aftur sem veififórn frammi fyrir Jehóva eins og Móse hafði gefið fyrirmæli um.+

22 Aron sneri sér nú að fólkinu, lyfti upp höndunum og blessaði það.+ Eftir að hafa fært syndafórnina, brennifórnina og samneytisfórnirnar kom hann niður frá altarinu. 23 Að lokum gengu Móse og Aron inn í samfundatjaldið, komu síðan út aftur og blessuðu fólkið.+

Dýrð Jehóva birtist nú fólkinu öllu+ 24 og eldur kom frá Jehóva+ og gleypti brennifórnina og fituna á altarinu. Fólkið hrópaði af gleði þegar það sá þetta og féll á grúfu.+

10 Eftir þetta tóku þeir Nadab og Abíhú synir Arons+ hvor sína eldpönnu, létu glóandi kol á þær og lögðu reykelsi+ ofan á. Þeir báru óleyfilegan eld+ fram fyrir Jehóva, gagnstætt því sem hann hafði sagt þeim að gera. 2 Þá kom eldur frá Jehóva og gleypti þá+ svo að þeir dóu frammi fyrir Jehóva.+ 3 Móse sagði þá við Aron: „Þetta hefur Jehóva sagt: ‚Ég á að vera heilagur í augum þeirra sem standa mér nærri+ og upphafinn frammi fyrir allri þjóðinni.‘“ En Aron þagði.

4 Móse kallaði nú á Mísael og Elsafan, syni Ússíels+ föðurbróður Arons, og sagði við þá: „Komið hingað og berið bræður ykkar burt frá helgidóminum og farið með þá út fyrir búðirnar.“ 5 Þeir komu þá og báru mennina burt í kyrtlum þeirra út fyrir búðirnar eins og Móse hafði sagt þeim.

6 Móse sagði síðan við Aron og hina syni hans, þá Eleasar og Ítamar: „Verið ekki með óhirt hár og rífið ekki föt ykkar+ svo að þið deyið ekki og Guð reiðist öllum söfnuðinum. En bræður ykkar, allir Ísraelsmenn, munu gráta þá sem Jehóva hefur banað með eldinum. 7 Þið megið ekki fara burt frá inngangi samfundatjaldsins. Annars deyið þið því að smurningarolía Jehóva er á ykkur.“+ Þeir fylgdu fyrirmælum Móse.

8 Jehóva sagði nú við Aron: 9 „Hvorki þú né synir þínir skulu drekka vín eða annað áfengi þegar þið gangið inn í samfundatjaldið+ svo að þið deyið ekki. Þetta er varanlegt ákvæði kynslóð eftir kynslóð. 10 Þannig má gera greinarmun á því sem er heilagt og vanheilagt og því sem er hreint og óhreint,+ 11 og þannig má kenna Ísraelsmönnum öll þau ákvæði sem Jehóva hefur gefið þeim fyrir milligöngu Móse.“+

12 Móse sagði við Aron og við Eleasar og Ítamar, þá syni hans sem voru enn á lífi: „Takið afganginn af kornfórninni sem er eftir af eldfórnum Jehóva, bakið ósýrt brauð og borðið það hjá altarinu+ vegna þess að það er háheilagt.+ 13 Þið skuluð borða það á heilögum stað+ því að það er hluti þinn og sona þinna af eldfórnum Jehóva. Þetta eru þau fyrirmæli sem ég hef fengið. 14 Þið skuluð einnig borða bringuna úr veififórninni og lærið úr hinni heilögu fórn+ á hreinum stað, bæði þú og synir þínir og dætur,+ því að þetta er sá hluti af samneytisfórnum Ísraelsmanna sem þér og sonum þínum hefur verið gefinn. 15 Þeir skulu koma með lærið úr hinni heilögu fórn og bringuna úr veififórninni ásamt fitunni sem er færð í eldfórn og veifa veififórninni fram og aftur frammi fyrir Jehóva. Þetta er sá hluti sem þér og sonum þínum er ætlaður+ eins og Jehóva hefur gefið fyrirmæli um.“

16 Móse leitaði að syndafórnargeitinni+ og uppgötvaði að hún hafði verið brennd. Þá reiddist hann Eleasar og Ítamar, sonum Arons sem voru enn á lífi, og spurði: 17 „Hvers vegna borðuðuð þið ekki syndafórnina á hinum heilaga stað?+ Hún er háheilög og er gefin ykkur til að þið getið svarað til saka fyrir synd safnaðarins og friðþægt fyrir hann frammi fyrir Jehóva. 18 Blóð hennar hefur ekki verið borið inn í helgidóminn.+ Þið hefðuð átt að borða hana á hinum heilaga stað eins og ég fékk fyrirmæli um.“ 19 Aron svaraði Móse: „Í dag báru þeir syndafórn sína og brennifórn fram fyrir Jehóva+ en þrátt fyrir það varð ég fyrir þessu. Ef ég hefði borðað syndafórnina í dag, hefði Jehóva þá haft velþóknun á því?“ 20 Þegar Móse heyrði þetta var hann sáttur.

11 Jehóva sagði nú við Móse og Aron: 2 „Segið Ísraelsmönnum: ‚Af þeim dýrum sem lifa á jörðinni* megið þið borða þessi:+ 3 Öll dýr sem hafa alklofnar klaufir og jórtra má borða.

4 En þessi dýr megið þið ekki borða þó að þau jórtri eða hafi klaufir: Úlfaldinn sé ykkur óhreinn. Hann jórtrar en hefur ekki klaufir.+ 5 Klettagreifinginn+ sé ykkur óhreinn. Hann jórtrar en hefur ekki klaufir. 6 Hérinn sé ykkur óhreinn því að hann jórtrar að vísu en hefur ekki klaufir. 7 Svínið+ sé ykkur einnig óhreint. Það hefur vissulega alklofnar klaufir en það jórtrar ekki. 8 Þið megið hvorki borða kjöt þeirra né snerta hræ þeirra. Þau eru ykkur óhrein.+

9 Af því sem lifir í vatni eða sjó megið þið borða allt sem hefur ugga og hreistur, hvort heldur í sjó eða ám.+ 10 En öll smádýr sem vötnin iða af og öll önnur dýr sem lifa í sjó eða ám og hafa hvorki ugga né hreistur skulu vera ykkur viðurstyggð. 11 Já, þau skulu vera ykkur viðurstyggð. Þið megið ekki borða hold nokkurs þeirra+ og þið skuluð hafa viðbjóð á hræjum þeirra. 12 Lagardýr sem hafa ekki ugga og hreistur skulu vera ykkur viðurstyggð.

13 Eftirfarandi fleyg dýr skulu vera ykkur viðurstyggð, þið megið ekki borða þau því að þau eru viðbjóðsleg: örninn,+ gjóðurinn, kuflgammurinn,+ 14 svölugleðan og hvers kyns vatnagleður, 15 hvers kyns hrafnar, 16 strúturinn, uglan, mávurinn, hvers kyns fálkar, 17 kattuglan, skarfurinn og eyruglan, 18 svanurinn, pelíkaninn, hrægammurinn, 19 storkurinn, hvers kyns hegrar, herfuglinn og leðurblakan. 20 Öll skordýr* sem skríða á fjórum fótum skulu vera ykkur viðurstyggð.

21 Af vængjuðum skordýrum sem skríða á fjórum fótum megið þið aðeins borða þau sem hafa liðskipta stökkfætur til að stökkva á jörðinni. 22 Þið megið sem sagt borða ýmsar tegundir af flökkuengisprettum, aðrar ætar engisprettur,+ krybbur og stökkengisprettur. 23 Öll önnur ferfætt vængjuð skordýr skulu vera ykkur viðurstyggð. 24 Af þeim verðið þið óhrein. Allir sem snerta hræ þeirra verða óhreinir til kvölds.+ 25 Sá sem tekur upp hræ þeirra á að þvo föt sín+ og verður óhreinn til kvölds.

26 Öll dýr sem hafa klaufir, en ekki alklofnar, og jórtra ekki eru ykkur óhrein. Allir sem snerta þau verða óhreinir.+ 27 Öll ferfætt dýr sem ganga á loppum eru ykkur óhrein. Allir sem snerta hræ þeirra verða óhreinir til kvölds. 28 Sá sem ber hræ þeirra á að þvo föt sín+ og hann verður óhreinn til kvölds.+ Þau eru ykkur óhrein.

29 Þessi smádýr jarðar eru ykkur óhrein: blindrottan, músin,+ allar eðlutegundir, 30 gekkóinn, stóra eðlan, salamandran, sandeðlan og kameljónið. 31 Þessi smádýr eru ykkur óhrein.+ Allir sem snerta hræ þeirra verða óhreinir til kvölds.+

32 Allt sem þau falla á þegar þau deyja verður óhreint, hvort heldur áhald úr tré, föt, skinn eða strigi. Öll áhöld skulu lögð í vatn og eru óhrein til kvölds. Eftir það eru þau hrein. 33 Ef dýrið fellur í leirker á að brjóta það, og allt sem var í kerinu verður óhreint.+ 34 Allur matur sem kemst í snertingu við vatn úr slíku keri verður óhreinn og allur drykkur í slíku keri verður óhreinn. 35 Allt sem hræið fellur á verður óhreint. Það skal eyðilagt, hvort sem það er ofn eða eldstæði. Það er óhreint og verður ykkur óhreint áfram. 36 Ef hræið fellur hins vegar í lind eða vatnsþró verður hún hrein áfram en sá sem snertir hræið verður óhreinn. 37 Ef hræið fellur á sáðkorn er það samt hreint. 38 En ef vatni er hellt á kornið og eitthvað af hræinu fellur á það sé kornið ykkur óhreint.

39 Ef dýr sem þið megið hafa til matar deyr verður sá sem snertir hræið óhreinn til kvölds.+ 40 Sá sem borðar eitthvað af skrokknum á að þvo föt sín og hann verður óhreinn til kvölds.+ Sá sem ber hræið burt á að þvo föt sín og verður óhreinn til kvölds. 41 Öll smádýr sem jörðin iðar af eru viðurstyggð.+ Það má ekki borða þau. 42 Þið megið ekki borða nein smádýr sem skríða á kviðnum, engin sem ganga á fjórum fótum og engar margfætlur sem jörðin iðar af. Þau eru viðurstyggð.+ 43 Gerið ykkur ekki viðurstyggileg með því að borða nokkuð af þessum smádýrum og óhreinkið ykkur ekki á þeim.+ 44 Ég er Jehóva Guð ykkar+ og þið skuluð helga ykkur og verða heilög+ því að ég er heilagur.+ Þið megið ekki óhreinka ykkur á nokkru smádýri sem jörðin iðar af. 45 Ég er Jehóva sem leiddi ykkur út úr Egyptalandi til að sýna að ég er Guð ykkar.+ Þið skuluð vera heilög+ því að ég er heilagur.+

46 Þetta eru lögin um landdýr, fleygu dýrin, öll dýr sem lifa og hrærast í vötnunum og öll dýr sem jörðin iðar af. 47 Með þeim má gera greinarmun á hreinu og óhreinu og á dýrum sem má borða og þeim sem ekki má borða.‘“+

12 Jehóva sagði síðan við Móse: 2 „Segðu Ísraelsmönnum: ‚Ef kona verður barnshafandi og fæðir dreng er hún óhrein í sjö daga eins og hún er óhrein þá daga sem hún er á blæðingum.+ 3 Á áttunda degi á að umskera drenginn.+ 4 Hún á að halda sig heima í 33 daga til að hreinsa sig af blæðingunni. Hún á ekki að snerta neitt heilagt né koma í helgidóminn fyrr en hreinsunardagar hennar eru liðnir.

5 Ef hún fæðir stúlku er hún óhrein í 14 daga á sama hátt og þegar hún er á blæðingum. Hún á að halda sig heima í 66 daga til að hreinsa sig af blæðingunni. 6 Þegar hreinsunardagar hennar vegna fæðingar sonar eða dóttur eru liðnir á hún að færa prestinum hrútlamb að brennifórn,+ ekki eldra en veturgamalt, og unga dúfu eða turtildúfu að syndafórn við inngang samfundatjaldsins. 7 Presturinn skal bera það fram fyrir Jehóva og friðþægja fyrir hana og hún verður hrein af blæðingu sinni. Þetta eru lögin um konu sem fæðir barn, hvort heldur dreng eða stúlku. 8 En ef hún hefur ekki efni á sauðkind á hún að koma með tvær turtildúfur eða tvær ungar dúfur,+ aðra í brennifórn og hina í syndafórn. Presturinn skal friðþægja fyrir hana og hún verður hrein.‘“

13 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse og Aron: 2 „Ef bólga, hrúður eða blettur myndast á húð einhvers og gæti orðið að holdsveiki*+ á að fara með hann til Arons prests eða einhvers af sonum hans, prestunum.+ 3 Presturinn á að skoða sýkinguna í húðinni. Ef hárið á sýkta svæðinu er orðið hvítt og sýkta svæðið virðist liggja dýpra en húðin umhverfis er það holdsveiki. Presturinn á að skoða sýkta svæðið og úrskurða hann óhreinan. 4 En ef bletturinn á húðinni er hvítur og virðist ekki liggja dýpra en húðin umhverfis og hárið er ekki orðið hvítt á presturinn að setja hinn sýkta í einangrun í sjö daga.+ 5 Presturinn skoðar hann síðan á sjöunda degi og ef sýkingin virðist óbreytt og ekki hafa breiðst út skal presturinn halda honum í einangrun í sjö daga í viðbót.

6 Presturinn á að skoða hann aftur á sjöunda degi og ef sýkingin hefur hjaðnað og ekki breiðst út á húðinni skal presturinn úrskurða hann hreinan.+ Þetta var bara hrúður. Maðurinn á síðan að þvo föt sín og er þá hreinn. 7 En ef útbrotin* breiðast út eftir að hann hefur sýnt sig prestinum til að fá staðfest að hann sé hreinn þarf hann að sýna sig prestinum aftur.* 8 Presturinn á að skoða hann og ef útbrotin hafa breiðst út á húðinni á hann að úrskurða hann óhreinan. Þetta er holdsveiki.+

9 Ef einhver fær holdsveiki á að fara með hann til prestsins 10 og presturinn á að skoða hann.+ Ef hvít bólga hefur myndast á húðinni, hárið er orðið hvítt og opið sár+ er á bólgusvæðinu 11 er um að ræða langvinna holdsveiki og presturinn skal úrskurða hann óhreinan. Hann á ekki að setja hann í einangrun+ því að hann er óhreinn. 12 Ef holdsveikin breiðist út þannig að hún þekur allan líkamann frá hvirfli til ilja að því er presturinn fær best séð, 13 og presturinn hefur skoðað hinn sýkta og staðfest að holdsveikin þekur alla húðina skal hann úrskurða hann hreinan.* Fyrst öll húðin er orðin hvít er hann hreinn. 14 En um leið og opið sár myndast á húðinni verður hann óhreinn. 15 Þegar presturinn sér sárið á hann að úrskurða hann óhreinan.+ Sárið er óhreint. Þetta er holdsveiki.+ 16 En ef sárið grær og verður hvítt á hann að fara til prestsins. 17 Presturinn á að skoða hinn sýkta+ og ef sýkta svæðið er orðið hvítt úrskurðar hann að maðurinn sé hreinn. Hann er hreinn.

18 Ef kýli myndast á húð einhvers og hjaðnar síðan 19 en hvít bólga eða ljósrauður blettur myndast þar sem kýlið var, á hann að sýna sig prestinum. 20 Presturinn á að skoða blettinn+ og ef hann virðist liggja dýpra en húðin umhverfis og hárið á honum er orðið hvítt á presturinn að úrskurða hann óhreinan. Það er holdsveiki sem hefur myndast í kýlinu. 21 En ef presturinn skoðar blettinn og sér ekkert hvítt hár á honum, hann liggur ekki dýpra en húðin umhverfis og virðist hafa fölnað á presturinn að setja manninn í einangrun í sjö daga.+ 22 Og ef bletturinn hefur þá breiðst út á húðinni á presturinn að úrskurða hann óhreinan. Þetta er holdsveiki. 23 En ef bletturinn hefur ekki breiðst út er þetta aðeins bólga út frá kýlinu og presturinn skal úrskurða manninn hreinan.+

24 Ef einhver er með brunasár og ljósrauður eða hvítur blettur myndast á beru holdinu í sárinu 25 á presturinn að skoða hann. Ef hárið á blettinum er orðið hvítt og hann virðist liggja dýpra en húðin umhverfis hefur myndast holdsveiki í sárinu og presturinn á að úrskurða manninn óhreinan. Þetta er holdsveiki. 26 En ef presturinn skoðar blettinn og sér að það er ekkert hvítt hár á honum, hann liggur ekki dýpra en húðin umhverfis og hefur fölnað á presturinn að setja manninn í einangrun í sjö daga.+ 27 Presturinn á að skoða hann á sjöunda degi og ef bletturinn hefur greinilega breiðst út á húðinni á presturinn að úrskurða manninn óhreinan. Þetta er holdsveiki. 28 En ef bletturinn hefur ekki breiðst út heldur fölnað er þetta aðeins bólga í sárinu og presturinn skal úrskurða manninn hreinan. Þetta er bólga í brunasárinu.

29 Þegar sýking myndast á höfði eða höku karls eða konu 30 á presturinn að skoða sýkta svæðið.+ Ef það virðist liggja dýpra en húðin umhverfis og hárið er gult og þunnt skal presturinn úrskurða einstaklinginn óhreinan. Hann er með sýkingu í hársverði eða skeggi. Þetta er holdsveiki á höfði eða höku. 31 En ef presturinn sér að sýkta svæðið virðist ekki liggja dýpra en húðin umhverfis og ekkert svart hár er á því skal hann setja hinn sýkta í einangrun í sjö daga.+ 32 Presturinn á að skoða sýkta svæðið á sjöunda degi og ef sýkingin hefur ekki breiðst út, ekkert gult hár hefur myndast þar og sýkta svæðið virðist ekki liggja dýpra en húðin umhverfis 33 á hinn sýkti að raka sig en þó ekki sýkta svæðið. Síðan á presturinn að setja hann í einangrun í sjö daga.

34 Presturinn á að skoða sýkta svæðið aftur á sjöunda degi og ef sýkingin í hársverðinum eða skegginu hefur ekki breiðst út og virðist ekki liggja dýpra en húðin umhverfis skal presturinn úrskurða manninn hreinan. Hann á að þvo föt sín og er þá hreinn. 35 En ef sýkingin breiðist út á húðinni eftir að hann hefur verið úrskurðaður hreinn 36 á presturinn að skoða hann. Ef sýkingin hefur breiðst út þarf presturinn ekki að leita að gulum hárum. Maðurinn er óhreinn. 37 En ef í ljós kemur að sýkingin hefur ekki breiðst út og svart hár hefur vaxið á sýkta svæðinu er sýkingin horfin. Maðurinn er hreinn og presturinn á að úrskurða hann hreinan.+

38 Ef blettir myndast á húð karls eða konu og þeir eru hvítir 39 á presturinn að skoða þá.+ Ef húðblettirnir eru fölhvítir eru þetta skaðlaus útbrot. Manneskjan er hrein.

40 Ef maður missir hárið og verður sköllóttur er hann hreinn. 41 Ef hann missir hárið á höfðinu framanverðu og verður sköllóttur þar er hann hreinn. 42 En ef ljósrautt sár myndast á skallanum eða enninu er það holdsveiki sem hann hefur fengið. 43 Presturinn á að skoða hann og ef sýkingin hefur valdið ljósrauðri bólgu á skallanum eða enninu og lítur út eins og holdsveiki 44 þá er hann holdsveikur. Hann er óhreinn og presturinn á að úrskurða hann óhreinan vegna holdsveikinnar á höfði hans. 45 Sá sem er holdsveikur á að ganga í rifnum fötum, hárið á að vera óhirt og hann á að hylja yfirvaraskeggið og kalla: ‚Óhreinn, óhreinn!‘ 46 Hann er óhreinn allan þann tíma sem hann er með sjúkdóminn. Hann á að búa einangraður þar sem hann er óhreinn. Hann á að búa fyrir utan búðirnar.+

47 Ef holdsveiki leggst á föt, hvort sem þau eru úr ull eða líni, 48 hvort heldur á uppistöðuþræði eða ívaf línsins eða ullarinnar, eða á leður eða eitthvað gert úr leðri 49 og gulgrænn eða rauðleitur blettur myndast á flíkinni, leðrinu, vefnaðinum* eða einhverju úr leðri er það holdsveiki og á að sýna prestinum. 50 Presturinn á að skoða hið sýkta og einangra það í sjö daga.+ 51 Á sjöunda degi á hann að skoða hið sýkta og ef hann sér að bletturinn hefur stækkað á flíkinni, vefnaðinum eða leðrinu (hvernig sem leðrið er notað) þá er um að ræða illkynja holdsveiki og efnið er óhreint.+ 52 Hann á að brenna flíkina, ullar- eða línvefnaðinn eða hvaðeina sem er gert úr leðri og holdsveikin hefur lagst á því að hún er illkynja. Það skal brennt í eldi.

53 En ef presturinn skoðar flíkina, vefnaðinn eða það sem er gert úr leðri og bletturinn hefur ekki stækkað 54 á hann að fyrirskipa að hið sýkta sé þvegið og einangra það í sjö daga til viðbótar. 55 Presturinn á að skoða hið sýkta eftir að það hefur verið þvegið vandlega. Ef sýkti bletturinn virðist óbreyttur er efnið óhreint jafnvel þótt bletturinn hafi ekki stækkað. Þú skalt brenna það í eldi því að sýkingin hefur étið sig inn í það, annaðhvort á réttunni eða röngunni.

56 En ef presturinn hefur skoðað það og sýkti bletturinn hefur dofnað eftir rækilegan þvott á hann að rífa úr flíkinni, leðrinu eða vefnaðinum það sem bletturinn er á. 57 Ef blettur kemur hins vegar í ljós annars staðar á flíkinni, vefnaðinum eða einhverju úr leðri er sýkingin að breiðast út. Þú skalt brenna allt sem er sýkt í eldi.+ 58 En þegar sýktur blettur hverfur af flík, vefnaði eða einhverju úr leðri eftir þvott á að þvo það aftur og þá er það hreint.

59 Þetta eru lögin um holdsveiki í fötum úr ull eða líni, í vefnaði eða í einhverju úr leðri til að hægt sé að úrskurða það hreint eða óhreint.“

14 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 2 „Þetta eru lögin sem holdsveikur maður á að fylgja daginn sem staðfest er að hann sé hreinn og hann er leiddur fyrir prestinn.+ 3 Presturinn á að fara út fyrir búðirnar og skoða hann. Ef maðurinn er læknaður af holdsveikinni 4 á presturinn að biðja hann um að koma með tvo hreina fugla, sedrusvið, skarlatsrautt efni og ísóp fyrir hreinsunina.+ 5 Presturinn skal gefa fyrirmæli um að öðrum fuglinum sé slátrað yfir leirkeri með fersku vatni. 6 Hann á síðan að taka lifandi fuglinn ásamt sedrusviðnum, skarlatsrauða efninu og ísópnum og dýfa því öllu saman í blóð fuglsins sem var slátrað yfir ferska vatninu. 7 Hann á að sletta því sjö sinnum á þann sem er að hreinsa sig af holdsveikinni og úrskurða hann hreinan. Síðan á hann að sleppa lifandi fuglinum úti á víðavangi.+

8 Sá sem hreinsar sig skal þvo föt sín, raka af sér allt hárið og baða sig í vatni og er þá hreinn. Eftir það má hann koma inn í búðirnar en hann á að halda til fyrir utan tjald sitt í sjö daga. 9 Á sjöunda degi á hann að raka af sér allt hár á höfði og höku og augabrúnirnar. Þegar hann hefur rakað af sér allt hárið á hann að þvo föt sín og baða sig í vatni og verður þá hreinn.

10 Á áttunda degi á hann að taka tvö gallalaus hrútlömb, eina gallalausa gimbur,+ ekki eldri en veturgamla, þrjá tíundu hluta úr efu* af fínu olíublönduðu mjöli í kornfórn+ og einn lóg* af olíu.+ 11 Presturinn sem úrskurðar manninn hreinan skal leiða hann ásamt fórnum hans fram fyrir Jehóva við inngang samfundatjaldsins. 12 Presturinn skal taka annað hrútlambið og færa það að sektarfórn+ ásamt lóginum af olíu og veifa fram og aftur sem veififórn frammi fyrir Jehóva.+ 13 Síðan á hann að slátra hrútlambinu á heilögum stað þar sem venja er að slátra syndafórninni+ og brennifórninni því að sektarfórnin tilheyrir prestinum+ eins og syndafórnin. Hún er háheilög.+

14 Því næst á presturinn að taka nokkuð af blóði sektarfórnarinnar og bera það á hægri eyrnasnepil þess sem er að hreinsa sig, á þumalfingur hægri handar hans og stórutá hægri fótar. 15 Hann á að taka nokkuð af lóginum af olíunni+ og hella í vinstri lófa sér. 16 Presturinn skal dýfa vísifingri hægri handar í olíuna sem hann er með í vinstri lófanum og sletta nokkru af henni með fingrinum sjö sinnum frammi fyrir Jehóva. 17 Presturinn ber síðan nokkuð af olíunni sem eftir er í lófa hans á hægri eyrnasnepil þess sem er að hreinsa sig, á þumalfingur hægri handar hans og stórutá hægri fótar, yfir blóð sektarfórnarinnar. 18 Presturinn ber það sem eftir er af olíunni í lófa hans á höfuð þess sem hreinsar sig og friðþægir þannig fyrir hann frammi fyrir Jehóva.+

19 Presturinn skal færa syndafórnina+ og friðþægja fyrir þann sem hreinsar sig og síðan skal hann slátra brennifórninni. 20 Hann á að bera fram brennifórnina og kornfórnina+ á altarið og friðþægja fyrir manninn+ og þá verður hann hreinn.+

21 En ef hann er fátækur og hefur ekki efni á þessu á hann að taka eitt hrútlamb í sektarfórn og veififórn til að friðþægja fyrir sjálfan sig, ásamt tíunda hluta úr efu* af fínu olíublönduðu mjöli í kornfórn, lógi af olíu 22 og tveim turtildúfum eða tveim ungum dúfum, eftir því sem hann hefur efni á. Önnur er færð að syndafórn en hin að brennifórn.+ 23 Hann á að færa prestinum þetta á áttunda degi+ við inngang samfundatjaldsins frammi fyrir Jehóva til að staðfesta að hann sé hreinn.+

24 Presturinn á að taka sektarfórnarhrútinn+ og lóginn af olíu og veifa því fram og aftur sem veififórn frammi fyrir Jehóva.+ 25 Hann skal síðan slátra sektarfórnarhrútnum, taka nokkuð af blóði hans og bera það á hægri eyrnasnepil þess sem er að hreinsa sig, á þumalfingur hægri handar hans og stórutá hægri fótar.+ 26 Presturinn á að hella nokkru af olíunni í vinstri lófa sér+ 27 og sletta nokkru af olíunni í lófanum með vísifingri hægri handar sjö sinnum frammi fyrir Jehóva. 28 Hann á að bera nokkuð af olíunni í lófanum á hægri eyrnasnepil þess sem er að hreinsa sig, á þumalfingur hægri handar hans og stórutá hægri fótar, á sömu staði og hann bar blóð sektarfórnarinnar. 29 Presturinn á síðan að bera það sem eftir er af olíunni í lófa hans á höfuð þess sem hreinsar sig til að friðþægja fyrir hann frammi fyrir Jehóva.

30 Hann á að færa fram turtildúfurnar eða ungu dúfurnar, eftir því sem hann hefur efni á,+ 31 aðra að syndafórn en hina að brennifórn+ ásamt kornfórninni. Presturinn skal friðþægja fyrir þann sem hreinsar sig frammi fyrir Jehóva.+

32 Þetta eru lögin um þann sem var holdsveikur en hefur takmörkuð fjárráð þegar á að staðfesta að hann sé orðinn hreinn.“

33 Jehóva sagði síðan við Móse og Aron: 34 „Þegar þið komið inn í Kanaansland+ sem ég gef ykkur til eignar+ og ég læt holdsveiki spilla húsi í landi ykkar+ 35 á eigandi hússins að koma og segja við prestinn: ‚Það er komin einhvers konar skella á vegg í húsi mínu.‘ 36 Presturinn skal þá gefa fyrirmæli um að rýma húsið áður en hann kemur til að skoða skelluna til að hann úrskurði ekki allt sem er í húsinu óhreint. Síðan á hann að koma og skoða húsið. 37 Hann skoðar það og ef hann finnur gulgrænar eða rauðleitar skellur á veggjunum og þær virðast liggja dýpra en veggurinn í kring 38 á hann að ganga út fyrir húsdyrnar og loka húsinu í sjö daga.+

39 Presturinn á síðan að koma aftur á sjöunda degi og skoða húsið. Ef skellan hefur breiðst út um húsveggina 40 á presturinn að fyrirskipa að steinarnir með skellunum verði fjarlægðir og þeim hent á óhreinan stað fyrir utan borgina. 41 Hann á að láta skafa húsið rækilega að innan, og kalkinu af veggjunum og steinlíminu sem er fjarlægt skal hent á óhreinan stað fyrir utan borgina. 42 Síðan á að setja nýja steina í stað þeirra sem voru fjarlægðir, nota nýtt steinlím og kalkbera húsið að nýju.

43 Ef skellurnar brjótast út á nýjan leik í húsinu eftir að steinarnir hafa verið fjarlægðir og húsið skafið og kalkborið að nýju 44 á presturinn að koma aftur og skoða það. Ef skellurnar hafa breiðst út í húsinu er þetta illkynja holdsveiki.+ Húsið er óhreint. 45 Hann á að sjá til þess að húsið sé rifið. Það á að fara með steinana, timbrið og allt kalk og steinlím á óhreinan stað fyrir utan borgina.+ 46 Sá sem fer inn í húsið meðan það er lokað+ verður óhreinn til kvölds.+ 47 Sá sem leggur sig í húsinu á að þvo föt sín og sá sem borðar í húsinu á að þvo föt sín.

48 En ef presturinn kemur og sér að skellur hafa ekki breiðst út um húsið eftir að það var kalkborið að nýju á hann að úrskurða að húsið sé hreint því að skellurnar eru horfnar. 49 Hann á að taka tvo fugla, sedrusvið, skarlatsrautt efni og ísóp til að hreinsa húsið.*+ 50 Hann á að slátra öðrum fuglinum yfir leirkeri með fersku vatni. 51 Síðan á hann að taka sedrusviðinn, ísópinn, skarlatsrauða efnið og lifandi fuglinn, dýfa þeim í blóð fuglsins sem var slátrað yfir ferska vatninu og sletta því sjö sinnum í átt að húsinu.+ 52 Hann á að hreinsa húsið* með blóði fuglsins, ferska vatninu, lifandi fuglinum, sedrusviðnum, ísópnum og skarlatsrauða efninu. 53 Eftir það á hann að sleppa lifandi fuglinum á víðavangi fyrir utan borgina og friðþægja fyrir húsið. Þá er það hreint.

54 Þetta eru lögin um hvers kyns holdsveiki, sýkingar í hársverði eða skeggi,+ 55 holdsveiki í fötum+ eða húsum+ 56 og um bólgur, hrúður og bletti á húð+ 57 til að skera úr um hvenær eitthvað er óhreint og hvenær eitthvað er hreint.+ Þetta eru lögin um holdsveiki.“+

15 Jehóva sagði nú við Móse og Aron: 2 „Segið Ísraelsmönnum: ‚Ef maður er með útferð frá kynfærum* er hann óhreinn.+ 3 Hvort sem útferðin er viðvarandi eða stíflar kynfærin er hann óhreinn.

4 Rúm sem maður með útferð leggst í verður óhreint og allt sem hann sest á verður óhreint. 5 Sá sem snertir rúm hans á að þvo föt sín, baða sig í vatni og vera óhreinn til kvölds.+ 6 Sá sem sest á eitthvað sem maður með útferð hefur setið á skal þvo föt sín, baða sig í vatni og vera óhreinn til kvölds. 7 Sá sem snertir mann með útferð á að þvo föt sín, baða sig í vatni og vera óhreinn til kvölds. 8 Ef maður með útferð hrækir á hreinan mann skal sá þvo föt sín, baða sig í vatni og vera óhreinn til kvölds. 9 Hnakkur sem maður með útferð situr í verður óhreinn. 10 Sá sem snertir eitthvað sem maðurinn hefur setið á verður óhreinn til kvölds og sá sem tekur það upp skal þvo föt sín, baða sig í vatni og vera óhreinn til kvölds. 11 Ef sá sem er með útferð+ hefur ekki þvegið sér um hendurnar í vatni og snertir einhvern á sá að þvo föt sín, baða sig í vatni og vera óhreinn til kvölds. 12 Ef maður með útferð snertir leirker á að brjóta það en ílát úr tré skal þvegið í vatni.+

13 Þegar útferðin, sem gerði manninn óhreinan, stöðvast á hann að láta sjö daga líða og síðan skal hann þvo föt sín og baða sig í fersku vatni. Eftir það er hann hreinn.+ 14 Á áttunda degi á hann að taka tvær turtildúfur eða tvær ungar dúfur,+ ganga fram fyrir Jehóva við inngang samfundatjaldsins og færa prestinum þær. 15 Presturinn á að fórna þeim, annarri í syndafórn og hinni í brennifórn, og friðþægja fyrir manninn frammi fyrir Jehóva vegna útferðarinnar.

16 Ef maður fær sáðlát á hann að baða allan líkama sinn í vatni og vera óhreinn til kvölds.+ 17 Ef sáðvökvi kemur á flík eða eitthvað úr leðri á hann að þvo það í vatni og það verður óhreint til kvölds.

18 Þegar maður hefur samfarir við konu og fær sáðlát eiga þau að baða sig í vatni og vera óhrein til kvölds.+

19 Þegar kona er á blæðingum skal hún vera óhrein í sjö daga.+ Sá sem snertir hana verður óhreinn til kvölds.+ 20 Allt sem hún leggst á meðan hún er óhrein af blæðingum verður óhreint og allt sem hún sest á verður óhreint.+ 21 Sá sem snertir rúm hennar á að þvo föt sín, baða sig í vatni og vera óhreinn til kvölds. 22 Sá sem snertir eitthvað sem hún hefur setið á skal þvo föt sín, baða sig í vatni og vera óhreinn til kvölds. 23 Ef einhver snertir rúm hennar eða eitthvað annað sem hún hefur setið á verður hann óhreinn til kvölds.+ 24 Og ef maður hefur samfarir við hana og tíðablóð hennar kemur á hann+ verður hann óhreinn í sjö daga og hvert rúm sem hann leggst í verður óhreint.

25 Ef kona er á blæðingum í marga daga+ á öðrum tíma en hún er venjulega á blæðingum+ eða ef blæðingarnar standa lengur en venjulegar blæðingar er hún óhrein alla þá daga sem henni blæðir. Hún er óhrein eins og þegar hún er á tíðablæðingum. 26 Rúm sem hún liggur í meðan henni blæðir verður óhreint+ og allt sem hún sest á verður óhreint eins og þegar hún er á tíðablæðingum. 27 Sá sem snertir eitthvað af þessu verður óhreinn og á að þvo föt sín, baða sig í vatni og vera óhreinn til kvölds.+

28 En þegar blæðingarnar stöðvast á hún að láta sjö daga líða og eftir það er hún hrein.+ 29 Á áttunda degi skal hún taka tvær turtildúfur eða tvær ungar dúfur+ og færa þær prestinum við inngang samfundatjaldsins.+ 30 Presturinn á að færa aðra í syndafórn og hina í brennifórn og friðþægja fyrir konuna frammi fyrir Jehóva vegna óhreinna blæðinga hennar.+

31 Þannig skuluð þið vernda Ísraelsmenn gegn* óhreinleika sínum svo að þeir deyi ekki fyrir að óhreinka tjaldbúð mína sem er meðal þeirra.+

32 Þetta eru lögin um mann sem er með útferð, mann sem er óhreinn vegna sáðláta,+ 33 konu sem er óhrein vegna blæðinga,+ mann eða konu sem er með útferð eða blæðingar+ og mann sem hefur samfarir við óhreina konu.‘“

16 Jehóva talaði við Móse eftir að tveir synir Arons dóu þegar þeir gengu fram fyrir Jehóva.+ 2 Jehóva sagði við Móse: „Segðu Aroni bróður þínum að hann megi ekki ganga hvenær sem er inn í hið allra helgasta,+ inn fyrir fortjaldið,+ og taka sér stöðu fyrir framan lok arkarinnar. Ef hann gerir það deyr hann+ því að ég birtist í skýi+ yfir lokinu.+

3 Þegar Aron kemur í helgidóminn á hann að taka með sér ungnaut í syndafórn+ og hrút í brennifórn.+ 4 Hann á að klæða sig í heilaga línkyrtilinn+ og hylja nekt sína með stuttu línbuxunum.*+ Hann á að gyrða sig línbeltinu+ og setja vefjarhöttinn+ úr líni á höfuð sér. Þetta er heilagur fatnaður.+ Hann skal baða sig í vatni+ áður en hann klæðist honum.

5 Aron á að taka við tveim hafurkiðum í syndafórn frá söfnuði Ísraelsmanna+ og einum hrút í brennifórn.

6 Hann á að bera fram syndafórnarnautið fyrir sjálfan sig og friðþægja fyrir sig+ og ætt* sína.

7 Hann á síðan að taka báða geithafrana og láta þá standa frammi fyrir Jehóva við inngang samfundatjaldsins. 8 Hann á að varpa hlutkesti um hafrana. Annar hluturinn er fyrir Jehóva en hinn fyrir Asasel.* 9 Aron skal leiða fram hafurinn sem hlutur+ Jehóva féll á og færa hann að syndafórn. 10 En hafurinn sem hlutur Asasels féll á skal leiddur lifandi fram fyrir Jehóva til að afla friðþægingar með honum. Síðan má senda Asasel-hafurinn út í óbyggðirnar.+

11 Aron skal leiða fram nautið sem er syndafórn fyrir hann sjálfan og friðþægja fyrir sig og ætt sína. Að því búnu skal hann slátra syndafórnarnautinu.+

12 Hann á að taka eldpönnu+ fulla af glóandi kolum af altarinu+ frammi fyrir Jehóva og tvær lúkur af fínu ilmreykelsi+ og fara með það inn fyrir fortjaldið.+ 13 Hann á að leggja reykelsið á glóandi kolin frammi fyrir Jehóva+ og reykelsisskýið á að hylja arkarlokið+ sem er yfir vitnisburðinum+ svo að hann deyi ekki.

14 Hann á að taka nokkuð af blóði nautsins+ og sletta því með fingrinum fyrir framan lokið austan megin og hann á að sletta nokkru af blóðinu með fingrinum sjö sinnum fyrir framan lokið.+

15 Síðan á hann að slátra hafrinum sem er syndafórn fyrir fólkið+ og fara með blóðið úr honum inn fyrir fortjaldið.+ Hann skal meðhöndla það eins og hann meðhöndlaði blóð nautsins.+ Hann skal sletta því í átt að lokinu og fyrir framan lokið.

16 Hann á að friðþægja fyrir hið allra helgasta vegna óhreinna verka Ísraelsmanna og vegna misgerða þeirra og synda.+ Hann skal gera hið sama fyrir samfundatjaldið sem stendur meðal þeirra sem vinna óhrein verk.

17 Enginn annar má vera í samfundatjaldinu frá því að hann gengur inn til að friðþægja í hinu allra helgasta og þar til hann kemur út. Hann á að friðþægja fyrir sig og ætt sína+ og fyrir allan söfnuð Ísraels.+

18 Hann á síðan að ganga út að altarinu+ sem er frammi fyrir Jehóva og friðþægja fyrir það. Hann skal taka nokkuð af blóði nautsins og nokkuð af blóði hafursins og bera það á horn altarisins hringinn í kring. 19 Hann á einnig að sletta nokkru af blóðinu með fingri sínum sjö sinnum á altarið og hreinsa það af óhreinum verkum Ísraelsmanna og helga það.

20 Þegar hann hefur lokið við að friðþægja+ fyrir hið allra helgasta, samfundatjaldið og altarið+ á hann að leiða fram lifandi geithafurinn.+ 21 Aron skal leggja báðar hendur á höfuð hafursins og játa yfir honum öll afbrot Ísraelsmanna, allar misgerðir þeirra og allar syndir. Hann skal leggja þetta á höfuð hafursins+ og senda hann út í óbyggðirnar með manni sem hefur verið valinn til verksins.* 22 Maðurinn á að sleppa hafrinum í óbyggðunum+ og þannig ber hafurinn öll afbrot þeirra+ út í eyðimörkina.+

23 Aron á síðan að ganga inn í samfundatjaldið, fara úr línklæðnaðinum sem hann fór í þegar hann gekk inn í hið allra helgasta og leggja hann frá sér þar. 24 Hann á að baða sig í vatni+ á heilögum stað og klæða sig í hin fötin.+ Síðan á hann að koma út og færa brennifórn sína+ og brennifórn fólksins+ og friðþægja fyrir sjálfan sig og fólkið.+ 25 Hann skal brenna fitu syndafórnarinnar á altarinu.

26 Maðurinn sem sleppti Asasel-hafrinum+ í óbyggðunum á að þvo föt sín og baða sig í vatni. Síðan má hann koma inn í búðirnar.

27 Eftir að farið hefur verið með blóð syndafórnarnautsins og hafursins inn í hið allra helgasta til friðþægingar skal fara með fórnardýrin út fyrir búðirnar og brenna húðir þeirra, kjöt og gor.+ 28 Sá sem brennir þetta á að þvo föt sín og baða sig í vatni. Síðan má hann koma inn í búðirnar.

29 Þetta skal vera varanlegt ákvæði hjá ykkur: Á tíunda degi sjöunda mánaðarins skuluð þið sýna að þið harmið syndir ykkar.* Þið megið ekki vinna nokkurt verk,+ hvorki þið sem eruð innfæddir né útlendingar sem búa á meðal ykkar. 30 Á þessum degi verður friðþægt+ fyrir ykkur til að lýsa ykkur hrein. Þið verðið hrein af öllum syndum ykkar frammi fyrir Jehóva.+ 31 Þetta er alger hvíldardagur fyrir ykkur og þið skuluð sýna að þið harmið syndir ykkar.+ Það er varanlegt ákvæði.

32 Presturinn sem er smurður+ og vígður* til að þjóna+ í stað föður síns+ skal færa friðþægingarfórn og klæðast línklæðnaðinum,+ hinum heilaga fatnaði.+ 33 Hann á að friðþægja fyrir hinn heilaga helgidóm,+ samfundatjaldið+ og altarið+ og friðþægja fyrir prestana og alla í söfnuðinum.+ 34 Þetta skal vera varanlegt ákvæði fyrir ykkur+ til að friðþægja fyrir Ísraelsmenn einu sinni á ári vegna allra synda þeirra.“+

Og Aron gerði eins og Jehóva hafði gefið Móse fyrirmæli um.

17 Jehóva sagði við Móse: 2 „Segðu við Aron og syni hans og alla Ísraelsmenn: ‚Þetta eru fyrirmæli Jehóva:

3 „Ef Ísraelsmaður slátrar nauti, hrútlambi eða geit inni í búðunum eða utan þeirra 4 í stað þess að koma með dýrið að inngangi samfundatjaldsins og færa það Jehóva að fórn fyrir framan tjaldbúð Jehóva skal hann teljast blóðsekur. Hann hefur úthellt blóði og það skal uppræta hann úr þjóðinni.* 5 Þetta er til þess gert að Ísraelsmenn færi ekki lengur fórnir úti á bersvæði heldur komi með þær til Jehóva, til prestsins við inngang samfundatjaldsins. Þeir eiga að færa Jehóva dýrin að samneytisfórn.+ 6 Presturinn á að sletta blóðinu á altari Jehóva við inngang samfundatjaldsins og brenna fituna svo að hún verði ljúfur* ilmur fyrir Jehóva.+ 7 Þeir mega ekki lengur færa illum öndum í geitarlíki*+ fórnir en með þeim stunda þeir andlegt vændi.+ Þetta skal vera ykkur varanlegt ákvæði kynslóð eftir kynslóð.“‘

8 Þú skalt segja við þá: ‚Ef Ísraelsmaður eða útlendingur sem býr á meðal ykkar færir brennifórn eða aðra fórn 9 en kemur ekki með hana að inngangi samfundatjaldsins til að færa Jehóva hana skal hann upprættur úr þjóðinni.*+

10 Ef Ísraelsmaður eða útlendingur sem býr á meðal ykkar neytir blóðs af nokkru tagi+ snýst ég gegn þeim sem neytir blóðsins og uppræti hann úr þjóðinni* 11 því að líf líkamans* er í blóðinu+ og ég hef gefið ykkur það á altarið+ til að þið getið friðþægt fyrir ykkur. Blóðið friðþægir+ þar sem lífið er í blóðinu. 12 Þess vegna hef ég sagt við Ísraelsmenn: „Enginn ykkar má neyta blóðs og enginn útlendingur sem býr á meðal ykkar+ má neyta blóðs.“+

13 Ef Ísraelsmaður eða útlendingur sem býr á meðal ykkar veiðir villt dýr eða fugl sem má borða á hann að láta blóðið renna úr dýrinu+ og hylja það með mold 14 því að líf allra lífvera er blóð þeirra,* lífið er í blóðinu. Þess vegna sagði ég við Ísraelsmenn: „Þið megið ekki neyta blóðs nokkurrar lífveru því að blóðið er líf hennar. Sá sem neytir þess skal tekinn af lífi.“+ 15 Ef einhver, hvort heldur innfæddur eða útlendingur, borðar kjöt af sjálfdauðu dýri eða dýri sem villidýr hefur rifið+ á hann að þvo föt sín, baða sig í vatni og vera óhreinn til kvölds.+ Síðan er hann hreinn. 16 En ef hann þvær ekki föt sín né baðar sig þarf hann að svara til saka fyrir synd sína.‘“+

18 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 2 „Segðu Ísraelsmönnum: ‚Ég er Jehóva Guð ykkar.+ 3 Þið megið ekki hegða ykkur eins og gert er í Egyptalandi þar sem þið bjugguð og þið megið ekki gera það sem fólk gerir í Kanaanslandi, þangað sem ég fer með ykkur.+ Þið megið ekki fylgja siðum þeirra. 4 Þið skuluð fylgja lögum mínum, halda ákvæði mín og lifa eftir þeim.+ Ég er Jehóva Guð ykkar. 5 Þið skuluð fara eftir ákvæðum mínum og lögum. Sá sem fylgir þeim mun lifa vegna þeirra.+ Ég er Jehóva.

6 Enginn á meðal ykkar má hafa kynmök við* náinn ættingja.+ Ég er Jehóva. 7 Þú mátt ekki hafa kynmök við föður þinn og þú mátt ekki hafa kynmök við móður þína. Hún er móðir þín og þú mátt ekki hafa kynmök við hana.

8 Þú mátt ekki hafa kynmök við konu föður þíns.+ Það myndi kalla skömm yfir föður þinn.*

9 Þú mátt ekki hafa kynmök við systur þína, hvort heldur hún er dóttir föður þíns eða dóttir móður þinnar og hvort sem hún er fædd á sama heimili og þú eða utan þess.+

10 Þú mátt ekki hafa kynmök við sonardóttur þína eða dótturdóttur því að þá myndirðu kalla skömm yfir sjálfan þig.*

11 Þú mátt ekki hafa kynmök við dóttur konu föður þíns, dóttur föður þíns, því að hún er systir þín.

12 Þú mátt ekki hafa kynmök við föðursystur þína. Hún er náskyld föður þínum.+

13 Þú mátt ekki hafa kynmök við móðursystur þína því að hún er náskyld móður þinni.

14 Þú mátt ekki kalla skömm yfir* föðurbróður þinn með því að hafa kynmök við eiginkonu hans. Hún er nátengd þér.+

15 Þú mátt ekki hafa kynmök við tengdadóttur þína.+ Hún er eiginkona sonar þíns og þú mátt ekki hafa kynmök við hana.

16 Þú mátt ekki hafa kynmök við konu bróður þíns+ því að þú myndir kalla skömm yfir bróður þinn.*

17 Þú mátt ekki hafa kynmök við konu og við dóttur hennar.+ Þú mátt ekki hafa kynmök við sonardóttur hennar eða dótturdóttur. Þær eru náskyldar henni. Það er ósómi.*

18 Þú mátt ekki taka systur eiginkonu þinnar sem aðra eiginkonu*+ og hafa kynmök við hana meðan konan þín er á lífi.

19 Þú mátt ekki hafa kynmök við konu meðan hún er óhrein af blæðingum.+

20 Þú mátt ekki hafa kynmök við konu annars manns* svo að þú verðir óhreinn.+

21 Þú mátt ekki leyfa að nokkrum afkomanda þínum sé fórnað* Mólek.+ Þú mátt ekki vanhelga nafn Guðs þíns með þeim hætti.+ Ég er Jehóva.

22 Þú mátt ekki leggjast með karlmanni á sama hátt og þú leggst með konu.+ Það er viðurstyggð.

23 Karlmaður má ekki hafa samfarir við dýr, þá verður hann óhreinn, og kona má ekki ganga fyrir dýr til að hafa samfarir við það.+ Það stríðir gegn því sem er eðlilegt.

24 Óhreinkið ykkur ekki á neinu af þessu því að á öllu þessu hafa þjóðirnar sem ég hrek burt undan ykkur óhreinkað sig.+ 25 Af þeirri ástæðu er landið óhreint. Ég ætla að refsa íbúum landsins fyrir syndir þeirra og landið mun spúa þeim.+ 26 En þið skuluð halda ákvæði mín og lög+ og þið megið ekki fremja neitt af þessu viðurstyggilega athæfi, hvorki þið sem eruð innfædd né útlendingar sem búa á meðal ykkar.+ 27 Þeir sem bjuggu á undan ykkur í landinu hafa stundað þetta viðurstyggilega athæfi+ og nú er landið óhreint. 28 Ef þið óhreinkið ekki landið mun það ekki spúa ykkur eins og það mun spúa þjóðunum sem voru á undan ykkur. 29 Sá sem fremur einhverja af þessum viðurstyggðum skal upprættur úr þjóð sinni.* 30 Þið skuluð halda skuldbindingar ykkar við mig með því að forðast alla þá viðurstyggilegu siði sem stundaðir voru áður en þið komuð+ svo að þið óhreinkið ykkur ekki af þeim. Ég er Jehóva Guð ykkar.‘“

19 Jehóva sagði einnig við Móse: 2 „Segðu við allan söfnuð Ísraelsmanna: ‚Þið skuluð vera heilög því að ég, Jehóva Guð ykkar, er heilagur.+

3 Hver og einn á að virða* móður sína og föður+ og þið skuluð halda hvíldardaga mína.+ Ég er Jehóva Guð ykkar. 4 Snúið ykkur ekki til einskis nýtra guða+ og gerið ykkur ekki steypta guði.+ Ég er Jehóva Guð ykkar.

5 Ef þið færið Jehóva samneytisfórn+ skuluð þið fórna henni þannig að þið hljótið velþóknun hans.+ 6 Það á að borða hana sama dag og hún er færð og daginn eftir en það sem eftir er á þriðja degi á að brenna í eldi.+ 7 Ef borðað er af henni á þriðja degi er það viðurstyggð og fórnin er ekki velþóknanleg Guði. 8 Sá sem borðar af henni þarf að svara til saka fyrir synd sína því að hann hefur vanhelgað það sem er helgað Jehóva og hann skal upprættur úr þjóð sinni.*

9 Þegar þú hirðir uppskeru landsins skaltu ekki hirða það sem er í útjaðri akursins né tína það upp sem liggur eftir á akrinum.+ 10 Þú skalt ekki heldur safna því sem verður eftir í víngarði þínum né tína upp það sem fellur til jarðar. Þú átt að skilja það eftir handa fátækum*+ og útlendingum. Ég er Jehóva Guð ykkar.

11 Þið skuluð ekki stela,+ þið skuluð ekki blekkja+ og þið skuluð ekki vera óheiðarleg hvert við annað. 12 Þið skuluð ekki sverja rangan eið í mínu nafni+ og vanhelga það. Ég er Jehóva. 13 Þú mátt ekki hafa neitt af náunga þínum+ né ræna hann.+ Þú mátt ekki halda eftir launum lausráðins manns næturlangt.+

14 Þú skalt ekki bölva* heyrnarlausum manni eða leggja hindrun í veg fyrir blindan mann.+ Þú skalt óttast Guð þinn.+ Ég er Jehóva.

15 Þú mátt ekki vera ranglátur þegar þú dæmir. Þú mátt hvorki draga taum hins fátæka né vera hliðhollur hinum ríka.+ Þú skalt dæma náunga þinn af réttlæti.

16 Þú mátt ekki bera út róg meðal landa þinna.+ Þú mátt ekki stofna lífi* náunga þíns í hættu.*+ Ég er Jehóva.

17 Þú mátt ekki bera hatur í hjarta til bróður þíns.+ Vertu óhræddur að ávíta náunga þinn+ svo að þú verðir ekki meðsekur honum.

18 Þú skalt ekki hefna þín+ né bera kala til náunga þíns heldur skaltu elska náunga þinn eins og sjálfan þig.+ Ég er Jehóva.

19 Þið skuluð halda ákvæði mín: Þið megið ekki láta tvær tegundir fénaðar para sig. Þið megið ekki sá tvenns konar korni í akra ykkar+ og þið megið ekki ganga í fötum sem eru ofin úr tvenns konar bandi.+

20 Ef maður leggst með þjónustustúlku og hefur kynmök við hana og hún er lofuð öðrum manni en hefur ekki verið keypt laus eða gefið frelsi liggur refsing við. Þau skulu þó ekki tekin af lífi því að henni hafði ekki verið veitt frelsi. 21 Maðurinn á að færa Jehóva sektarfórn við inngang samfundatjaldsins, hrút í sektarfórn.+ 22 Presturinn á að friðþægja fyrir hann með sektarfórnarhrútnum frammi fyrir Jehóva vegna syndarinnar sem hann drýgði og honum verður fyrirgefin syndin.

23 Þegar þið komið inn í landið og gróðursetjið aldintré skuluð þið líta á ávöxtinn sem óhreinan og ekki snerta hann.* Í þrjú ár skuluð þið forðast hann.* Það má ekki borða hann. 24 En fjórða árið er allur ávöxturinn heilagur og þið skuluð gefa hann Jehóva með fögnuði.+ 25 Fimmta árið megið þið borða ávöxtinn. Þá fáið þið meiri uppskeru. Ég er Jehóva Guð ykkar.

26 Þið megið ekki borða neitt sem blóð er í.+

Þið megið ekki leita að fyrirboðum eða stunda galdra.+

27 Þið megið ekki raka* af ykkur hárið við gagnaugun* eða afmynda skegglínuna.+

28 Þið megið ekki skera ykkur vegna látinnar manneskju*+ og þið megið ekki húðflúra ykkur. Ég er Jehóva.

29 Niðurlægðu ekki dóttur þína með því að gera hana að vændiskonu+ svo að landið óhreinkist ekki af vændi og fyllist lauslæti.+

30 Þið skuluð halda hvíldardaga mína+ og bera lotningu fyrir* helgidómi mínum. Ég er Jehóva.

31 Leitið hvorki til andamiðla+ né til spásagnarmanna+ svo að þið verðið ekki óhrein af þeim. Ég er Jehóva Guð ykkar.

32 Þú skalt standa upp fyrir hinum gráhærða+ og sýna öldruðum virðingu.+ Þú skalt óttast Guð þinn.+ Ég er Jehóva.

33 Þið megið ekki fara illa með útlending sem býr með ykkur í landi ykkar.+ 34 Útlendingurinn sem býr á meðal ykkar á að vera ykkur eins og innfæddur maður.+ Þú skalt elska hann eins og sjálfan þig því að þið voruð einu sinni útlendingar í Egyptalandi.+ Ég er Jehóva Guð ykkar.

35 Þið megið ekki vera óheiðarleg þegar þið mælið lengd, þyngd eða rúmmál.+ 36 Þið skuluð nota nákvæma vog og nákvæm lóð og nota nákvæm mál þegar þið mælið þurrvöru* og vökva.*+ Ég er Jehóva Guð ykkar sem leiddi ykkur út úr Egyptalandi. 37 Þið skuluð halda öll ákvæði mín og lög og fara eftir þeim.+ Ég er Jehóva.‘“

20 Jehóva sagði nú við Móse: 2 „Segðu við Ísraelsmenn: ‚Ef Ísraelsmaður eða útlendingur sem býr í Ísrael gefur Mólek nokkurn af afkomendum sínum skal hann tekinn af lífi.+ Fólkið í landinu á að grýta hann til bana. 3 Ég snýst gegn þeim manni og uppræti hann úr þjóðinni* vegna þess að hann hefur gefið Mólek afkomanda sinn, óhreinkað helgidóm minn+ og vanhelgað heilagt nafn mitt. 4 Ef fólkið í landinu lokar vísvitandi augunum fyrir því sem maðurinn gerir þegar hann gefur Mólek afkomanda sinn og það tekur hann ekki af lífi+ 5 mun ég sjálfur snúast gegn manninum og fjölskyldu hans.+ Ég uppræti hann úr þjóðinni* og sömuleiðis alla sem stunda andlegt vændi með Mólek ásamt honum.

6 Ef einhver leitar til andamiðla+ og spásagnarmanna+ til að stunda andlegt vændi með þeim snýst ég gegn honum og uppræti hann úr þjóð hans.*+

7 Þið skuluð helga ykkur og verða heilög+ því að ég er Jehóva Guð ykkar. 8 Þið skuluð halda ákvæði mín og fara eftir þeim.+ Ég er Jehóva, sá sem helgar ykkur.+

9 Ef einhver bölvar* föður sínum eða móður á að taka hann af lífi.+ Hann á sjálfur sök á dauða sínum* því að hann bölvaði föður sínum eða móður.

10 Maður sem fremur hjúskaparbrot með konu annars manns skal tekinn af lífi. Ótrúi maðurinn og ótrúa konan skulu bæði líflátin.+ 11 Maður sem leggst með konu föður síns hefur kallað skömm yfir* föður sinn.+ Þau skulu bæði tekin af lífi. Þau eiga sjálf sök á dauða sínum.* 12 Ef maður leggst með tengdadóttur sinni skulu þau bæði líflátin. Þau hafa brotið gegn því sem er eðlilegt. Þau eiga sjálf sök á dauða sínum.*+

13 Ef maður leggst með karlmanni á sama hátt og hann myndi leggjast með konu hafa þeir báðir framið viðurstyggilegt athæfi.+ Þeir skulu teknir af lífi. Þeir eiga sjálfir sök á dauða sínum.*

14 Ef maður hefur kynmök við konu og móður hennar er það ósómi.*+ Það á að lífláta manninn ásamt konunum og brenna þau í eldi+ til að slíkur ósómi viðgangist ekki á meðal ykkar.

15 Ef karlmaður hefur samfarir við dýr skal hann tekinn af lífi og dýrið skal drepið.+ 16 Ef kona gengur fyrir dýr til að hafa samfarir við það+ á að lífláta konuna og drepa dýrið. Þau skulu tekin af lífi. Þau eiga sjálf sök á dauða sínum.*

17 Ef maður hefur kynmök við systur sína, dóttur föður síns eða dóttur móður sinnar, og þau sjá nekt hvort annars er það skömm.+ Þau skulu tekin af lífi í augsýn fólksins. Hann hefur kallað skömm yfir* systur sína og þarf að svara til saka fyrir brot sitt.

18 Ef maður leggst með konu sem er á blæðingum og hefur kynmök við hana hafa þau bæði sýnt að blóðið er þeim ekki heilagt.+ Þau skulu bæði upprætt úr þjóðinni.*

19 Maður má ekki hafa kynmök við móðursystur sína eða föðursystur því að þá kallar hann skömm yfir náinn ættingja.+ Þau skulu svara til saka fyrir brot sitt. 20 Maður sem leggst með konu föðurbróður síns hefur kallað skömm yfir* föðurbróður sinn.+ Þau þurfa að svara til saka fyrir synd sína og skulu deyja barnlaus. 21 Ef maður tekur konu bróður síns er það viðbjóðslegt.+ Hann hefur kallað skömm yfir* bróður sinn og þau skulu deyja barnlaus.

22 Þið skuluð halda öll ákvæði mín og lög+ og fara eftir þeim+ svo að landið sem ég leiði ykkur inn í til að setjast þar að spúi ykkur ekki.+ 23 Þið megið ekki fylgja siðum þjóðanna sem ég hrek burt undan ykkur+ því að þær hafa gert allt þetta og mér býður við þeim.+ 24 Þess vegna sagði ég við ykkur: „Þið munuð leggja undir ykkur land þeirra og ég gef ykkur það til eignar, land sem flýtur í mjólk og hunangi.+ Ég er Jehóva Guð ykkar sem hef aðgreint ykkur frá þjóðunum.“+ 25 Þið skuluð gera greinarmun á hreinu dýri og óhreinu og á óhreinum fugli og hreinum.+ Þið megið ekki gera ykkur viðurstyggileg með því að borða dýr, fugl eða nokkuð sem skríður á jörðinni og ég hef aðgreint og sagt að sé ykkur óhreint.+ 26 Þið skuluð vera mér heilög því að ég, Jehóva, er heilagur+ og ég aðgreini ykkur frá þjóðunum til að þið verðið mín eign.+

27 Karl eða konu sem er andamiðill eða stundar spásagnir* skal taka af lífi.+ Fólkið á að grýta þau til bana. Þau eiga sjálf sök á dauða sínum.‘“*

21 Jehóva sagði við Móse: „Segðu við prestana, syni Arons: ‚Enginn ætti að óhreinka sig vegna látinnar manneskju* meðal fólks síns.+ 2 Hann má þó gera það vegna náins ættingja, vegna móður sinnar, föður, sonar, dóttur eða bróður, 3 og hann má óhreinka sig vegna systur sinnar ef hún var hrein mey, náin honum og ógift. 4 Hann má ekki óhreinka sig og vanhelga sig vegna giftrar konu meðal fólks síns. 5 Prestarnir mega ekki krúnuraka sig,+ raka af sér skeggröndina eða skera skurði í hörund sitt.+ 6 Þeir eiga að vera heilagir frammi fyrir Guði sínum+ og mega ekki vanhelga nafn hans+ því að þeir bera fram eldfórnir Jehóva, brauð* Guðs síns, og þeir skulu vera heilagir.+ 7 Prestar mega ekki giftast vændiskonu,+ konu sem hefur misst meydóminn né fráskilinni konu+ því að presturinn er Guði sínum heilagur. 8 Þú skalt helga hann+ því að hann ber fram brauð Guðs þíns. Hann á að vera þér heilagur því að ég, Jehóva, sá sem helgar ykkur, er heilagur.+

9 Ef dóttir prests vanhelgar sig með vændi vanhelgar hún föður sinn. Hún skal líflátin og brennd í eldi.+

10 Sá sem er æðstiprestur meðal bræðra sinna og hefur fengið smurningarolíu á höfuð sér,+ verið vígður* og fengið að klæðast prestsklæðnaðinum+ á ekki að vera með hárið óhirt og hann á ekki að rífa föt sín.+ 11 Hann má ekki koma nálægt nokkurri látinni manneskju.*+ Hann má ekki einu sinni óhreinka sig vegna föður síns eða móður. 12 Hann má ekki yfirgefa helgidóminn og ekki vanhelga helgidóm Guðs síns+ því að vígslutáknið, smurningarolía Guðs,+ er á höfði hans. Ég er Jehóva.

13 Hann skal taka sér hreina mey fyrir eiginkonu.+ 14 Hann má ekki giftast ekkju, fráskilinni konu, konu sem hefur misst meydóminn eða vændiskonu heldur á hann að taka sér hreina mey af fólki sínu fyrir eiginkonu. 15 Hann má ekki vanhelga afkomendur sína meðal fólks síns+ því að ég er Jehóva, sá sem helgar hann.‘“

16 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 17 „Segðu Aroni: ‚Enginn afkomandi þinn sem er með líkamsgalla má bera fram brauð Guðs síns, nú eða um ókomnar kynslóðir. 18 Enginn sem er með líkamsgalla má bera það fram, hvort heldur hann er blindur, haltur, með afmyndað andlit* eða of langan útlim, 19 er fótbrotinn eða handleggsbrotinn, 20 er með kryppu eða er dvergvaxinn,* eða er með augngalla, exem, hringorm eða sködduð eistu.+ 21 Enginn afkomandi Arons prests sem er með líkamsgalla má bera fram eldfórnir Jehóva. Hann má ekki bera fram brauð Guðs síns af því að hann er með líkamsgalla. 22 Hann má borða brauð Guðs síns, bæði af hinu háheilaga+ og hinu heilaga.+ 23 Hann má þó ekki ganga að fortjaldinu+ og ekki að altarinu+ því að hann er með líkamsgalla. Hann má ekki vanhelga helgidóm minn+ því að ég er Jehóva, sá sem helgar þá.‘“*+

24 Móse sagði Aroni, sonum hans og öllum Ísraelsmönnum þetta.

22 Jehóva sagði síðan við Móse: 2 „Segðu Aroni og sonum hans að gæta að því hvernig þeir fara með* heilagar fórnir Ísraelsmanna+ og að vanhelga ekki heilagt nafn mitt.+ Ég er Jehóva. 3 Segðu við þá: ‚Ef einhver af afkomendum ykkar, nú og um komandi kynslóðir, er óhreinn en kemur samt nálægt þeim heilögu fórnum sem Ísraelsmenn helga Jehóva á að taka hann af lífi.+ Ég er Jehóva. 4 Enginn afkomandi Arons sem er holdsveikur+ eða er með útferð+ má borða af hinum heilögu fórnum fyrr en hann er orðinn hreinn.+ Hið sama er að segja um mann sem snertir manneskju sem er óhrein vegna látinnar manneskju*+ og um mann sem hefur haft sáðlát,+ 5 mann sem snertir óhreint smádýr+ og mann sem snertir manneskju sem er óhrein af einhverri ástæðu og hann getur orðið óhreinn af.+ 6 Sá sem snertir eitthvað af þessu verður óhreinn til kvölds og má ekki borða neitt af hinum heilögu fórnum. Hann á að baða sig í vatni.+ 7 Hann verður hreinn eftir sólsetur og þá má hann borða af hinum heilögu fórnum því að það er maturinn hans.+ 8 Hann má ekki borða kjöt af sjálfdauðu dýri eða nokkuð sem villidýr hafa rifið og verða þannig óhreinn.+ Ég er Jehóva.

9 Þeir eiga að halda skuldbindingar sínar við mig svo að þeir baki sér ekki synd og þurfi að deyja fyrir að vanhelga hinar heilögu fórnir. Ég er Jehóva sem helgar þá.

10 Enginn óviðkomandi* má borða nokkuð sem er heilagt.+ Enginn erlendur gestur prests eða lausráðinn maður má borða neitt sem er heilagt. 11 En ef prestur kaupir einhvern fyrir eigið fé má sá borða af því. Þrælar sem fæðast á heimili hans mega líka borða af mat hans.+ 12 Ef dóttir prests giftist manni sem er ekki prestur* má hún ekki borða af hinum heilögu fórnum sem gefnar eru í framlag. 13 En ef dóttir prests verður ekkja eða er fráskilin og hún er barnlaus og snýr aftur á heimili föður síns þar sem hún bjó í æsku má hún borða af mat hans.+ En enginn óviðkomandi* má borða af honum.

14 Ef maður borðar óvart eitthvað heilagt á hann að færa prestinum andvirði þess og fimmtung að auki að heilagri fórn.+ 15 Prestarnir mega ekki vanhelga hinar heilögu fórnir sem Ísraelsmenn færa Jehóva í framlag+ 16 með því að leyfa þeim að borða af þeim. Þá myndu þeir baka Ísraelsmönnum sekt og kalla refsingu yfir þá. Ég er Jehóva, sá sem helgar þá.‘“

17 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 18 „Segðu við Aron, syni hans og alla Ísraelsmenn: ‚Þegar Ísraelsmaður eða útlendingur búsettur í Ísrael færir Jehóva brennifórn+ til að efna heit sín eða færir hana að sjálfviljafórn+ 19 á hann að bera fram gallalaust naut, hrútlamb eða geithafur+ til að hljóta velþóknun Guðs. 20 Þið megið ekki bera fram gallaða skepnu+ því að þá hljótið þið ekki velþóknun.

21 Ef maður færir Jehóva samneytisfórn+ til að efna heit eða færir hana að sjálfviljafórn á það að vera gallalaus nautgripur, sauðkind eða geit til að hann hljóti velþóknun Guðs. Skepnan á að vera alveg gallalaus. 22 Ekkert fórnardýr má vera blint eða beinbrotið eða með skurð, vörtu, kláða eða útbrot.* Þið megið ekki færa Jehóva slíka skepnu eða fórna henni á altarinu fyrir Jehóva. 23 Þið megið færa naut eða sauðkind með of langan eða of stuttan útlim að sjálfviljafórn en ekki verður tekið við henni sem heitfórn. 24 Þið megið ekki færa Jehóva skepnu sem er með sködduð eða kramin eistu eða skepnu sem þau hafa verið slitin eða skorin af, og þið megið ekki fórna slíkum skepnum í landi ykkar. 25 Og þið megið ekki taka við nokkurri slíkri skepnu frá útlendingi og bera fram sem brauð handa Guði ykkar því að þær eru skaddaðar og gallaðar. Guð viðurkennir ekki slíka fórn.‘“

26 Jehóva sagði einnig við Móse: 27 „Þegar nautkálfur, hrútlamb eða kiðlingur fæðist á ungviðið að vera hjá móður sinni í sjö daga+ en frá og með áttunda degi er tekið við því sem fórn, sem eldfórn handa Jehóva. 28 Þið megið ekki slátra kú eða kind á sama degi og afkvæmi hennar.+

29 Ef þið færið Jehóva þakkarfórn+ skuluð þið fórna henni þannig að þið hljótið velþóknun. 30 Það á að borða hana samdægurs. Þið megið ekki skilja neitt eftir til morguns.+ Ég er Jehóva.

31 Þið skuluð halda boðorð mín og fara eftir þeim.+ Ég er Jehóva. 32 Þið megið ekki vanhelga heilagt nafn mitt+ heldur á að helga mig meðal Ísraelsmanna.+ Ég er Jehóva, sá sem helgar ykkur+ 33 og leiddi ykkur út úr Egyptalandi til að sýna að ég er Guð ykkar.+ Ég er Jehóva.“

23 Jehóva sagði nú við Móse: 2 „Segðu við Ísraelsmenn: ‚Hátíðir+ Jehóva, sem þið skuluð boða til,+ eru heilagar samkomur. Þetta eru hátíðir mínar:

3 Sex daga megið þið vinna en sjöundi dagurinn er alger hvíldardagur,+ heilög samkoma. Þá megið þið ekkert vinna. Hann á að vera hvíldardagur fyrir Jehóva hvar sem þið búið.+

4 Þetta eru hátíðir Jehóva, heilagar samkomur sem þið skuluð boða til, hverrar á sínum tilsetta tíma: 5 Á 14. degi fyrsta mánaðarins,+ í ljósaskiptunum,* eru páskar+ Jehóva.

6 Fimmtánda dag sama mánaðar hefst hátíð ósýrðu brauðanna sem er haldin Jehóva til heiðurs.+ Þið skuluð borða ósýrt brauð í sjö daga.+ 7 Fyrsta daginn skuluð þið halda heilaga samkomu.+ Þið megið ekki vinna neina erfiðisvinnu. 8 En þið eigið að færa Jehóva eldfórnir í sjö daga. Sjöunda daginn á að halda heilaga samkomu. Þið megið ekki vinna neina erfiðisvinnu.‘“

9 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 10 „Segðu Ísraelsmönnum: ‚Þegar þið komið inn í landið sem ég gef ykkur og hafið hirt uppskeruna þar skuluð þið færa prestinum+ knippi af frumgróðanum.+ 11 Hann á að veifa knippinu frammi fyrir Jehóva til að afla ykkur velþóknunar hans. Presturinn á að veifa því daginn eftir hvíldardaginn. 12 Daginn sem þið látið veifa knippinu skuluð þið fórna gallalausu hrútlambi, ekki eldra en veturgömlu, í brennifórn handa Jehóva. 13 Kornfórnin með hrútnum á að vera tveir tíundu hlutar úr efu* af fínu olíublönduðu mjöli, eldfórn handa Jehóva og honum ljúfur* ilmur. Drykkjarfórnin með hrútnum á að vera fjórðungur úr hín* af víni. 14 Þið megið ekki borða neitt brauð, ristað korn eða nýtt korn fyrr en þennan dag þegar þið færið Guði ykkar fórnina. Þetta er varanlegt ákvæði fyrir ykkur kynslóð eftir kynslóð hvar sem þið búið.

15 Þið eigið að telja sjö hvíldardaga frá deginum eftir hvíldardaginn, deginum sem þið komið með knippið í veififórn.+ Teljið heilar vikur. 16 Þið skuluð telja 50 daga+ til dagsins eftir sjöunda hvíldardaginn. Þá eigið þið að færa Jehóva nýja kornfórn.+ 17 Þið skuluð koma með tvö brauð að heiman í veififórn. Bakið þau úr tveim tíundu hlutum úr efu* af fínu mjöli. Bakið þau úr súrdeigi+ sem frumgróða handa Jehóva.+ 18 Með brauðinu skuluð þið bera fram sjö gallalaus hrútlömb, veturgömul, eitt ungnaut og tvo hrúta.+ Þau eiga að vera brennifórn handa Jehóva ásamt tilheyrandi kornfórn og drykkjarfórnum, eldfórn handa Jehóva og honum ljúfur* ilmur. 19 Og þið skuluð færa einn kiðling að syndafórn+ og tvö veturgömul hrútlömb að samneytisfórn.+ 20 Presturinn á að veifa þeim, hrútlömbunum tveim, fram og aftur ásamt frumgróðabrauðinu sem veififórn frammi fyrir Jehóva. Þetta á að vera helgað Jehóva og tilheyra prestinum.+ 21 Þennan dag eigið þið að boða til+ heilagrar samkomu. Þið megið ekki vinna neina erfiðisvinnu. Þetta er varanlegt ákvæði fyrir ykkur kynslóð eftir kynslóð hvar sem þið búið.

22 Þegar þið hirðið uppskeru landsins skuluð þið ekki hirða það sem er í útjaðri akursins né tína það upp sem liggur eftir á akrinum.+ Þú átt að skilja það eftir handa fátækum*+ og útlendingum.+ Ég er Jehóva Guð ykkar.‘“

23 Jehóva sagði síðan við Móse: 24 „Segðu við Ísraelsmenn: ‚Fyrsta dag sjöunda mánaðarins skuluð þið hvílast og halda heilaga samkomu. Þetta er dagur sem skal minna á með lúðrablæstri.+ 25 Þið megið ekki vinna neina erfiðisvinnu og þið eigið að færa Jehóva eldfórn.‘“

26 Jehóva sagði einnig við Móse: 27 „En tíundi dagur þessa sjöunda mánaðar er friðþægingardagur.+ Þá skuluð þið halda heilaga samkomu, og þið skuluð sýna að þið harmið syndir ykkar*+ og færa Jehóva eldfórn. 28 Þið megið ekkert vinna þennan dag því að hann er friðþægingardagur til að friðþægja+ fyrir ykkur frammi fyrir Jehóva Guði ykkar. 29 Sá sem sýnir ekki að hann harmar syndir sínar* á þeim degi skal upprættur úr þjóð sinni.*+ 30 Og ég uppræti úr þjóðinni hvern þann sem vinnur nokkuð á þessum degi. 31 Þið megið ekkert vinna. Þetta er varanlegt ákvæði fyrir ykkur kynslóð eftir kynslóð hvar sem þið búið. 32 Þetta er alger hvíldardagur fyrir ykkur og þið skuluð sýna að þið harmið syndir ykkar.+ Þið skuluð halda þennan hvíldardag frá kvöldi níunda dags mánaðarins til næsta kvölds.“

33 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 34 „Segðu við Ísraelsmenn: ‚Fimmtánda dag sjöunda mánaðarins hefst laufskálahátíðin og stendur í sjö daga, Jehóva til heiðurs.+ 35 Á fyrsta deginum á að halda heilaga samkomu og þá megið þið ekki vinna neina erfiðisvinnu. 36 Í sjö daga skuluð þið færa Jehóva eldfórnir. Áttunda daginn eigið þið að halda heilaga samkomu+ og færa Jehóva eldfórn. Þetta er hátíðarsamkoma. Þið megið ekki vinna neina erfiðisvinnu.

37 Þetta eru hátíðir+ Jehóva sem þið eigið að halda* sem heilagar samkomur.+ Þá skuluð þið færa Jehóva eldfórnir: brennifórnirnar,+ tilheyrandi kornfórnir+ og drykkjarfórnirnar+ eins og tilgreint er fyrir hvern dag. 38 Þessar fórnir koma til viðbótar við þær fórnir sem færðar eru á hvíldardögum+ Jehóva og auk gjafa ykkar,+ heitfórna+ og sjálfviljafórna+ sem þið eigið að gefa Jehóva. 39 En á 15. degi sjöunda mánaðarins þegar þið hafið hirt afurðir landsins hefst hátíð Jehóva sem stendur í sjö daga.+ Fyrsti dagurinn er alger hvíldardagur og áttundi dagurinn sömuleiðis.+ 40 Fyrsta daginn skuluð þið taka ávexti af tignarlegustu trjánum, pálmablöð+ og greinar af lauftrjám og öspum sem vaxa í dalnum og þið skuluð fagna+ frammi fyrir Jehóva Guði ykkar í sjö daga.+ 41 Þið eigið að halda hátíðina Jehóva til heiðurs í sjö daga á ári.+ Það er varanlegt ákvæði kynslóð eftir kynslóð að þið haldið hana í sjöunda mánuðinum. 42 Þið skuluð búa í laufskálunum í sjö daga.+ Allir innfæddir í Ísrael eiga að búa í laufskálunum 43 svo að komandi kynslóðir viti+ að ég lét Ísraelsmenn búa í laufskálum þegar ég leiddi þá út úr Egyptalandi.+ Ég er Jehóva Guð ykkar.‘“

44 Móse greindi síðan Ísraelsmönnum frá hátíðum Jehóva.

24 Jehóva sagði síðan við Móse: 2 „Segðu Ísraelsmönnum að færa þér hreina olíu úr steyttum ólívum til lýsingar svo að stöðugt sé kveikt á lömpunum.+ 3 Aron á að sjá til þess að það logi stöðugt frá kvöldi til morguns frammi fyrir Jehóva á lömpunum sem eru í samfundatjaldinu fyrir framan fortjald vitnisburðarins. Þetta er varanlegt ákvæði fyrir ykkur kynslóð eftir kynslóð. 4 Hann á alltaf að sjá um lampana á gullljósastikunni+ sem er frammi fyrir Jehóva.

5 Þú skalt taka fínt mjöl og baka úr því 12 kringlótt brauð. Hvert brauð á að vera úr tveim tíundu hlutum úr efu* af mjöli. 6 Settu þau í tvo stafla, sex í hvorn,+ á borðið úr hreinu gulli sem er frammi fyrir Jehóva.+ 7 Þú skalt leggja hreint reykelsi ofan á hvorn staflann og það á að fórna því í stað brauðsins*+ sem eldfórn handa Jehóva. 8 Hvern hvíldardag á hann að stafla brauði frammi fyrir Jehóva.+ Það er varanlegur sáttmáli við Ísraelsmenn. 9 Aron og synir hans eiga að fá það+ og borða það á heilögum stað+ því að það er háheilagur hluti prestsins af eldfórnum Jehóva. Þetta er varanlegt ákvæði.“

10 Meðal Ísraelsmanna var sonur ísraelskrar konu og egypsks manns,+ og hann lenti í slagsmálum við ísraelskan mann í búðunum. 11 Sonur ísraelsku konunnar fór að lastmæla nafninu* og bölva* því.+ Hann var þá leiddur fyrir Móse.+ Móðir hans hét Selómít og var dóttir Díbrí af ættkvísl Dans. 12 Menn settu hann í varðhald þar til úrskurður Jehóva yrði þeim ljós.+

13 Jehóva sagði við Móse: 14 „Farðu með manninn sem bölvaði nafni mínu út fyrir búðirnar. Allir sem heyrðu til hans eiga að leggja hendur sínar á höfuð hans og síðan skal allur söfnuðurinn grýta hann.+ 15 Og segðu Ísraelsmönnum: ‚Ef einhver bölvar Guði sínum skal hann svara til saka fyrir synd sína. 16 Sá sem lastmælir nafni Jehóva skal tekinn af lífi.+ Allur söfnuðurinn á að grýta hann. Hvort sem það er útlendingur eða innfæddur maður sem lastmælir nafninu skal hann tekinn af lífi.

17 Ef maður drepur mann* á að taka hann af lífi.+ 18 Sá sem drepur skepnu annars manns á að bæta hana, líf fyrir líf. 19 Ef maður veitir náunga sínum áverka skal gera honum það sama og hann gerði hinum,+ 20 beinbrot fyrir beinbrot, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Það á að veita honum sams konar áverka og hann veitti manninum.+ 21 Maður sem drepur skepnu á að bæta hana+ en sá sem drepur mann skal tekinn af lífi.+

22 Ein og sömu lög eiga að gilda fyrir ykkur, bæði útlendinga og innfædda,+ því að ég er Jehóva Guð ykkar.‘“

23 Móse sagði Ísraelsmönnum þetta og þeir fóru með manninn sem hafði bölvað nafni Guðs út fyrir búðirnar og grýttu hann.+ Ísraelsmenn gerðu þar með eins og Jehóva hafði gefið Móse fyrirmæli um.

25 Jehóva sagði einnig við Móse á Sínaífjalli: 2 „Segðu við Ísraelsmenn: ‚Þegar þið komið inn í landið sem ég gef ykkur+ skuluð þið halda lög Jehóva um hvíldarár og láta landið hvílast.+ 3 Í sex ár skaltu sá í akur þinn og í sex ár skaltu skera til vínvið þinn og hirða uppskeru landsins.+ 4 En sjöunda árið á landið að hvílast algerlega. Það er hvíldarár helgað Jehóva. Þá áttu hvorki að sá í akur þinn né skera til vínvið þinn. 5 Þú mátt hvorki skera upp það sem vex sjálfsáið eftir uppskeruna né tína vínberin af ósnyrtum vínviðnum. Landið á að hvílast algerlega í eitt ár. 6 Þið megið hins vegar borða það sem vex í landinu á hvíldarárinu, þú, þrælar þínir, ambáttir og lausráðnir verkamenn, og útlendingar sem búa hjá þér mega borða það. 7 Búféð og villtu dýrin í landinu mega líka éta það. Allt sem landið gefur af sér má borða.

8 Þú skalt telja sjö hvíldarár, sjö sinnum sjö ár, samtals 49 ár. 9 Þá skaltu blása kröftuglega í hornið, á tíunda degi sjöunda mánaðarins. Þið skuluð blása í hornið á friðþægingardeginum+ svo að það heyrist um allt land. 10 Þið skuluð helga 50. árið og boða öllum íbúum landsins frelsi.+ Það verður ykkur fagnaðarár og allir eiga að snúa aftur til eignar sinnar og ættar.+ 11 Fimmtugasta árið verður ykkur fagnaðarár. Þið eigið hvorki að sá né skera upp korn sem vex sjálfsáið né tína vínberin af ósnyrtum vínviðnum+ 12 því að þetta er fagnaðarár. Það á að vera ykkur heilagt. Þið megið aðeins borða það sem vex af sjálfu sér í landinu.+

13 Á þessu ári, fagnaðarárinu, eiga allir að fá eign sína aftur.+ 14 Ef þið seljið náunga ykkar eitthvað eða kaupið af honum skuluð þið ekki féfletta hvor annan.+ 15 Þegar þú kaupir land af náunga þínum skaltu taka mið af því hve langt er liðið frá síðasta fagnaðarári og hann á að verðleggja það eftir því hve mörg uppskeruár eru eftir.+ 16 Ef mörg ár eru eftir getur hann hækkað verðið en ef fá ár eru eftir á hann að lækka verðið því að hann er að selja þér uppskeruárin. 17 Enginn ykkar má féfletta náunga sinn.+ Þið skuluð óttast Guð ykkar+ því að ég er Jehóva Guð ykkar.+ 18 Ef þið haldið ákvæði mín og fylgið lögum mínum munuð þið búa við öryggi í landinu.+ 19 Landið mun gefa ávöxt sinn+ og þið munuð borða ykkur södd og búa þar örugg.+

20 Þið spyrjið kannski: „Hvað eigum við að borða sjöunda árið fyrst við megum hvorki sá né uppskera?“+ 21 Ég mun blessa ykkur sjötta árið og landið mun gefa af sér næga uppskeru til þriggja ára.+ 22 Á áttunda árinu munuð þið sá og þið munuð borða af gömlu uppskerunni fram á níunda árið. Þið skuluð borða af henni þangað til uppskera níunda ársins kemur.

23 Ekki má selja landið til frambúðar+ því að ég á það+ og þið eruð útlendingar og innflytjendur í mínum augum.+ 24 Um allt landið sem ég gef ykkur skal sá sem selur landareign hafa þann rétt að kaupa hana aftur.

25 Ef bróðir þinn verður fátækur og þarf að selja eitthvað af landareign sinni á náinn ættingi hans að kaupa til baka það sem hann seldi.+ 26 Ef hann á engan að til að kaupa eignina til baka en aflar sér sjálfur nægra fjármuna til að leysa hana til sín 27 á hann að reikna út verðgildi þeirra ára sem liðin eru síðan hann seldi hana og endurgreiða kaupandanum mismuninn. Síðan getur hann fengið eign sína til baka.+

28 En ef hann hefur ekki efni á að kaupa til baka það sem hann seldi á kaupandinn að halda því til næsta fagnaðarárs.+ Þá á hinn að fá eign sína til baka og má snúa aftur til hennar.+

29 Ef maður selur íbúðarhús í víggirtri borg á hann rétt á að kaupa það aftur innan árs frá því að hann seldi það. Endurkauparétturinn+ gildir í heilt ár. 30 En ef húsið í víggirtu borginni er ekki keypt til baka innan árs verður það varanleg eign kaupandans og afkomenda hans kynslóð eftir kynslóð. Því er ekki skilað á fagnaðarárinu. 31 Hús í bæjum sem eru ekki víggirtir skulu hins vegar teljast hluti af landi sveitarinnar. Endurkauparétturinn fellur ekki úr gildi og þeim skal skilað á fagnaðarárinu.

32 Um hús Levíta í borgum þeirra+ gildir sú regla að þeir eiga alltaf þann rétt að kaupa þau aftur. 33 Þegar hús Levíta er selt í einni af borgum þeirra og ekki keypt aftur er því skilað til eiganda þess á fagnaðarárinu+ því að húsin í borgum Levíta eru eign þeirra á meðal Ísraelsmanna.+ 34 En ekki má selja beitilandið+ kringum borgir þeirra því að það er varanleg eign þeirra.

35 Ef bróðir þinn sem býr í grennd við þig verður fátækur og getur ekki séð sér farborða skaltu halda honum uppi+ svo að hann haldi lífi, eins og þú myndir sjá fyrir útlendingi og innflytjanda.+ 36 Taktu ekki vexti af honum og reyndu ekki að hagnast* á honum.+ Þú skalt óttast Guð þinn+ svo að bróðir þinn geti bjargað sér á meðal ykkar. 37 Þú mátt hvorki lána honum fé gegn vöxtum+ né gefa honum mat í hagnaðarskyni. 38 Ég er Jehóva Guð ykkar sem leiddi ykkur út úr Egyptalandi+ til að gefa ykkur Kanaansland og sýna að ég er Guð ykkar.+

39 Ef bróðir þinn sem býr í grennd við þig verður fátækur og þarf að selja sig þér+ máttu ekki neyða hann til að vinna þrælavinnu.+ 40 Það á að koma fram við hann eins og lausráðinn verkamann,+ eins og innflytjanda. Hann á að vinna hjá þér fram að fagnaðarári. 41 Þá á hann að fara frá þér, hann og börn* hans, og snúa aftur til ættar sinnar. Hann á að snúa aftur til landareignar forfeðra sinna+ 42 því að Ísraelsmenn eru þrælar mínir sem ég leiddi út úr Egyptalandi.+ Þeir eiga ekki að selja sig í þrælkun. 43 Þú mátt ekki fara illa með hann+ heldur skaltu óttast Guð þinn.+ 44 Þrælar þínir og ambáttir eiga að koma frá þjóðunum umhverfis. Af þeim megið þið kaupa þræl eða ambátt. 45 Þið megið líka kaupa þræla af innflytjendum sem búa á meðal ykkar+ og af afkomendum þeirra sem eru fæddir í landi ykkar. Þeir verða eign ykkar. 46 Þið megið láta þá ganga í arf til sona ykkar sem varanlega eign og nota þá sem verkamenn. En þið megið ekki fara illa með bræður ykkar, Ísraelsmenn.+

47 Ef útlendingur eða innflytjandi sem býr á meðal ykkar verður ríkur en bróðir þinn verður fátækur og þarf að selja sig útlendingnum eða innflytjandanum eða einhverjum í fjölskyldu útlendingsins 48 heldur hann réttinum til að kaupa sig lausan eftir að hafa selt sig. Einhver af bræðrum hans getur keypt hann lausan,+ 49 eða þá föðurbróðir hans, sonur föðurbróður hans eða annar náskyldur ættingi. Einhver ættingi hans getur keypt hann lausan.

Ef hann efnast getur hann líka sjálfur keypt sig lausan.+ 50 Hann og kaupandinn skulu telja árin frá því að hann seldi sig fram að fagnaðarárinu+ og verðið fyrir hann á að miða við árafjöldann.+ Launin fyrir vinnudaga hans skulu reiknast eftir launum daglaunamanns.+ 51 Ef mörg ár eru eftir á hann að greiða lausnarverð í hlutfalli við árafjöldann sem er eftir. 52 En ef aðeins fáein ár eru fram að fagnaðarári á hann að reikna út lausnarverð sitt og greiða það í hlutfalli við árafjöldann sem er eftir. 53 Eins lengi og hann vinnur fyrir húsbónda sinn á að koma fram við hann eins og lausráðinn mann og það má ekki fara illa með hann.+ 54 En ef hann getur ekki keypt sig lausan á þessum kjörum verður hann frjáls á fagnaðarárinu,+ hann og börn* hans.

55 Ísraelsmenn eru þrælar mínir. Þeir eru þrælar mínir sem ég leiddi út úr Egyptalandi.+ Ég er Jehóva Guð ykkar.

26 Þið megið ekki gera ykkur einskis nýta guði,+ ekki reisa ykkur úthöggvin líkneski+ eða helgisúlur og ekki setja upp styttur úr steini+ í landi ykkar og falla fram fyrir þeim+ því að ég er Jehóva Guð ykkar. 2 Þið skuluð halda hvíldardaga mína og bera lotningu fyrir* helgidómi mínum. Ég er Jehóva.

3 Ef þið fylgið ákvæðum mínum og haldið boðorð mín og farið eftir þeim+ 4 gef ég ykkur regn á réttum tíma+ og landið mun gefa afurðir sínar+ og trén ávöxt sinn. 5 Þreskingin mun standa fram að vínberjatínslu og vínberjatínslan fram að sáningu. Þið munuð borða ykkur södd af brauði og búa örugg í landi ykkar.+ 6 Ég gef frið í landinu+ og þið munuð leggjast til hvíldar og enginn hræða ykkur.+ Ég rek burt hættuleg villidýr úr landinu og sverð mun ekki herja á það. 7 Þið munuð veita óvinum ykkar eftirför og þeir munu falla fyrir sverði ykkar. 8 Fimm ykkar munu veita 100 eftirför og 100 veita 10.000 eftirför, og óvinir ykkar munu falla fyrir sverði ykkar.+

9 Ég mun blessa* ykkur, gera ykkur frjósöm og fjölga ykkur+ og ég mun halda sáttmála minn við ykkur.+ 10 Þið fáið meira en næga uppskeru og þurfið jafnvel að henda uppskeru fyrra árs til að rýma fyrir nýrri. 11 Ég set tjaldbúð mína á meðal ykkar+ og ég mun ekki hafna ykkur. 12 Ég mun ganga meðal ykkar og vera Guð ykkar+ og þið verðið fólk mitt.+ 13 Ég er Jehóva Guð ykkar sem leiddi ykkur út úr Egyptalandi svo að þið þyrftuð ekki lengur að vera þrælar þar og ég braut sundur ok ykkar og lét ykkur bera höfuðið hátt.*

14 En ef þið hlustið ekki á mig né haldið öll þessi boðorð+ 15 og ef þið hafnið ákvæðum mínum+ og hafið óbeit á lögum mínum svo að þið haldið ekki öll boðorð mín heldur rjúfið sáttmála minn+ 16 mun ég gera ykkur þetta: Ég refsa ykkur með ótta, með berklum og háum hita svo að sjónin bilar og lífskrafturinn fjarar út. Þið munuð sá korni ykkar til einskis því að óvinir ykkar borða uppskeruna.+ 17 Ég snýst gegn ykkur og þið munuð bíða ósigur fyrir óvinum ykkar.+ Þeir sem hata ykkur traðka á ykkur+ og þið munuð flýja þó að enginn veiti ykkur eftirför.+

18 Ef þetta fær ykkur ekki til að hlusta á mig verð ég að refsa ykkur sjöfalt fyrir syndir ykkar. 19 Ég brýt niður hroka ykkar og þrjósku og geri himininn yfir ykkur eins og járn+ og jörðina eins og kopar. 20 Þið munuð slíta ykkur út til einskis því að landið gefur ekki afurðir sínar+ né trén ávöxt sinn.

21 En ef þið haldið áfram að standa gegn mér og neitið að hlusta á mig verð ég að refsa ykkur sjöfalt í samræmi við syndir ykkar. 22 Ég sendi villidýrin gegn ykkur+ og þau munu svipta ykkur börnum ykkar,+ drepa búfé ykkar og fækka ykkur sjálfum svo að vegir ykkar verða auðir.+

23 Ef þið látið ekki segjast+ þrátt fyrir þetta og standið þrjóskulega gegn mér 24 mun ég líka standa gegn ykkur og refsa ykkur sjö sinnum fyrir syndir ykkar. 25 Ég læt sverð koma yfir ykkur til að hefna þess að þið rufuð sáttmálann.+ Ef þið flýið inn í borgir ykkar sendi ég sjúkdóma yfir ykkur+ og þið verðið seld í hendur óvina.+ 26 Þegar ég eyðilegg brauðforða* ykkar+ munu tíu konur geta bakað brauð í aðeins einum ofni og þær skammta ykkur síðan brauð eftir vigt.+ Þið munuð borða en ekki verða södd.+

27 Ef þið hlustið ekki á mig þrátt fyrir það og standið þrjóskulega gegn mér 28 fer ég gegn ykkur af enn meiri krafti+ og þarf að refsa ykkur sjö sinnum fyrir syndir ykkar. 29 Þá neyðist þið til að borða hold sona ykkar og dætra.+ 30 Ég mun eyðileggja fórnarhæðir ykkar,+ höggva niður reykelsisstandana og hrúga líkum ykkar ofan á lífvana og viðurstyggileg skurðgoð* ykkar.+ Ég mun snúa mér frá ykkur með viðbjóði.+ 31 Ég gef borgir ykkar sverðinu á vald+ og læt helgidóma ykkar standa auða, og ég mun ekki hafa yndi af ljúfum* ilmi fórna ykkar. 32 Ég legg landið í eyði+ og óvinir ykkar sem búa í því munu stara agndofa á það.+ 33 Ég tvístra ykkur meðal þjóðanna+ og elti ykkur með brugðnu sverði.+ Land ykkar leggst í eyði+ og borgir ykkar verða lagðar í rúst.

34 Landið mun bæta fyrir hvíldarár sín allan þann tíma sem það liggur í eyði og þið eruð í landi óvina ykkar. Þá mun landið hvílast* því að það þarf að bæta fyrir hvíldarár sín.+ 35 Það á að hvílast allan þann tíma sem það liggur í eyði því að það fékk ekki hvíld á hvíldarárum ykkar meðan þið bjugguð þar.

36 Þá sem lifa af+ og eru í löndum óvina sinna fylli ég örvæntingu. Skrjáfið í fjúkandi laufblaði hrekur þá á flótta og þeir flýja eins og maður flýr undan sverði og falla án þess að nokkur veiti þeim eftirför.+ 37 Þeir hrasa hver um annan eins og þeir sem flýja undan sverði þó að enginn veiti þeim eftirför. Þið getið ekki veitt óvinum ykkar mótstöðu.+ 38 Þið munuð farast meðal þjóðanna+ og land óvinanna gleypa ykkur. 39 Þau ykkar sem verða eftir munu veslast upp í löndum óvina ykkar+ vegna synda ykkar. Já, Ísraelsmenn veslast upp vegna synda feðra sinna.+ 40 Þá munu þeir játa syndir sínar+ og syndir og ótryggð feðra sinna og viðurkenna að þeir hafi svikið mig með því að standa gegn mér+ 41 þannig að ég stóð gegn þeim+ og sendi þá til lands óvina þeirra.+

Kannski verða óumskorin* hjörtu þeirra þá auðmýkt+ og þeir bæta fyrir syndir sínar. 42 Þá minnist ég sáttmála míns við Jakob+ og sáttmála míns við Ísak,+ og ég minnist sáttmála míns við Abraham+ og ég minnist landsins. 43 Meðan landið verður yfirgefið og liggur í eyði bætir það fyrir hvíldarárin+ og þeir bæta fyrir syndir sínar, fyrir að hafa hafnað lögum mínum og fyrirlitið ákvæði mín.+ 44 En þrátt fyrir þetta mun ég aldrei hafna þeim algerlega+ meðan þeir eru í landi óvina sinna né hafa svo mikla óbeit á þeim að ég útrými þeim og rjúfi sáttmála minn+ við þá því að ég er Jehóva Guð þeirra. 45 Þeirra vegna minnist ég sáttmálans við forfeður þeirra+ sem ég leiddi út úr Egyptalandi fyrir augum þjóðanna+ til að sýna að ég væri Guð þeirra. Ég er Jehóva.‘“

46 Þetta eru þau fyrirmæli, reglur og lög sem Jehóva gaf Ísraelsmönnum á Sínaífjalli fyrir milligöngu Móse.+

27 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 2 „Segðu við Ísraelsmenn: ‚Ef maður vinnur sérstakt heit+ um að færa Jehóva andvirði manneskju 3 skal andvirði karlmanns frá 20 til 60 ára vera 50 siklar* silfurs eftir stöðluðum sikli helgidómsins.* 4 En ef um konu er að ræða er andvirðið 30 siklar. 5 Ef um er að ræða dreng milli fimm ára og tvítugs er andvirðið 20 siklar en ef það er stúlka 10 siklar. 6 Ef um er að ræða dreng á aldrinum eins mánaðar til fimm ára er andvirðið fimm siklar silfurs en ef það er stúlka þrír siklar.

7 Ef manneskjan er 60 ára eða eldri er andvirði karlmanns 15 siklar og konu 10 siklar. 8 En ef sá sem gaf heitið hefur ekki efni á að greiða andvirðið+ á hann að koma með manneskjuna til prestsins til að láta meta hana. Presturinn á að ákveða andvirðið miðað við fjárráð þess sem gaf heitið.+

9 Ef heitið er skepnu sem má færa Jehóva að fórn verður það sem er gefið Jehóva heilagt. 10 Ekki má skipta á vænu dýri og rýru eða rýru dýri og vænu. En ef skipt er á dýrum verða bæði heilög, fyrra dýrið og það sem kom í staðinn. 11 Ef um er að ræða óhreint dýr+ sem ekki má færa Jehóva að fórn á maðurinn að leiða það fyrir prestinn. 12 Presturinn á að verðmeta dýrið eftir því hvort það er vænt eða rýrt. Verðmat prestsins skal standa. 13 En ef maðurinn vill kaupa dýrið aftur síðar á hann að greiða fimmtung ofan á andvirði þess.+

14 Ef maður helgar hús sitt og gefur Jehóva á presturinn að verðmeta það eftir því hvort það er gott eða lélegt. Verðið sem presturinn ákveður skal standa.+ 15 En ef sá sem helgar hús sitt vill kaupa það aftur á hann að greiða fimmtung ofan á andvirði þess og þá eignast hann það á ný.

16 Ef maður helgar Jehóva hluta af akri sem hann á skal verðmeta hann eftir því hve mikið korn þarf til að sá í hann: Kómer* af byggi samsvarar 50 siklum silfurs. 17 Ef hann helgar akurinn frá og með fagnaðarári+ skal matsverðið gilda. 18 Ef hann helgar akurinn eftir fagnaðarárið á presturinn að reikna út verðið eftir því hve mörg ár eru fram að næsta fagnaðarári og lækka verðið sem því nemur.+ 19 En ef sá sem helgaði akurinn vill einhvern tíma kaupa hann aftur á hann að greiða fimmtung ofan á andvirði hans og þá eignast hann akurinn á ný. 20 Ef hann kaupir ekki akurinn aftur og hann er seldur öðrum manni er ekki hægt að kaupa hann aftur. 21 Þegar akurinn er leystur á fagnaðarárinu er hann helgaður Jehóva eins og land sem er vígt honum. Hann verður eign prestanna.+

22 Ef maður helgar Jehóva akur sem hann hefur keypt og tilheyrir ekki erfðalandi hans+ 23 á presturinn að reikna út verðið eftir því hve langt er fram að fagnaðarári og hann skal greiða það sama dag.+ Það er helgað Jehóva. 24 Á fagnaðarárinu á akurinn að renna aftur til þess sem hann keypti hann af, þess sem á landið.+

25 Verðmat á alltaf að miðast við staðlaðan sikil helgidómsins. Einn sikill er 20 gerur.*

26 Enginn á þó að helga frumburði búfjár því að frumburðurinn tilheyrir Jehóva+ hvort eð er. Hvort sem það er frumburður nautgripa eða sauðfjár tilheyrir hann Jehóva.+ 27 Ef frumburðurinn er af óhreinu dýri og hann kaupir hann lausan eftir matsverði skal hann greiða fimmtung að auki.+ En ef hann er ekki keyptur aftur á að selja hann fyrir matsverðið.

28 En ekkert sem maður vígir Jehóva skilyrðislaust* af eigum sínum má selja eða kaupa til baka, hvorki mann né dýr né akur sem hann á. Allt sem er vígt Jehóva er honum háheilagt.+ 29 Ekki má heldur kaupa lausan nokkurn dauðadæmdan mann.*+ Hann skal tekinn af lífi.+

30 Öll tíund+ af landinu tilheyrir Jehóva, hvort heldur af uppskeru akursins eða ávexti trjánna. Hún er heilög og tilheyrir Jehóva. 31 Ef einhver vill kaupa til baka tíundina af einhverju á hann að bæta fimmta hluta hennar við hana. 32 Þú skalt gefa Guði tíunda hluta af nautgripum þínum, sauðfé og geitum. Tíunda hver skepna* sem gengur undir staf hirðisins skal vera heilög og tilheyra Jehóva. 33 Hann á ekki að skoða hvort skepnan sé væn eða rýr og ekki skipta á dýrum. En ef hann reynir að skipta á dýrum verða þau bæði heilög, fyrra dýrið og það sem kom í staðinn.+ Það má ekki kaupa þau til baka.‘“

34 Þetta eru boðorðin handa Ísraelsmönnum sem Jehóva gaf Móse á Sínaífjalli.+

Orðrétt „sefandi“.

Orðrétt „sefandi“.

Eða „fituaskan“, það er, aska blönduð fitu fórnardýranna.

Orðrétt „sefandi“.

Eða „sem táknrænan hluta fórnarinnar til að minna á hana“.

Orðrétt „sefandi“.

Eða „sem táknrænan hluta fórnarinnar til að minna á hana“.

Orðrétt „sefandi“.

Orðrétt „sefandi“.

Eða „eiga það að vera græn öx“.

Eða „sem táknrænan hluta fórnarinnar til að minna á hana“.

Eða „friðarfórn“.

Mörhimna utan um innyfli dýra.

Orðrétt „sefandi“.

Orðrétt „brauð“, það er, sem hluta Guðs af samneytisfórninni.

Orðrétt „brauð“, það er, sem hluta Guðs af samneytisfórninni.

Orðrétt „sefandi“.

Eða „fituöskunni“, það er, ösku blandaðri fitu fórnardýranna.

Orðrétt „sefandi“.

Orðrétt „heyrir rödd formælingar (eiðs)“. Sennilega tilkynning um synd sem fól í sér að syndaranum var formælt eða vitninu ef það steig ekki fram.

Orðið getur átt við smádýr sem lifa saman í hópum.

Það virðist undirskilið að hann haldi ekki heit sitt.

Tíundi hluti úr efu jafngilti 2,2 l. Sjá viðauka B14.

Eða „sem táknrænan hluta fórnarinnar til að minna á hana“.

Sikill jafngilti 11,4 g. Sjá viðauka B14.

Eða „eftir heilögum sikli“.

Eða „nærbuxunum úr líni“.

Eða „fituöskuna“, það er, ösku blandaða fitu fórnardýranna.

Eða „sem táknrænan hluta fórnarinnar til að minna á hana“.

Orðrétt „sefandi“.

Eða „fórnirnar“.

Tíundi hluti úr efu jafngilti 2,2 l. Sjá viðauka B14.

Orðrétt „sefandi“.

Eða hugsanl. „Sá sem færir fórnina“.

Eða „taka hann af lífi“.

Eða „taka hann af lífi“.

Eða „tekinn af lífi“.

Eða „tekinn af lífi“.

Eða „mittisband hökulsins“.

Eða „hina heilögu ennisspöng“.

Eða „vafði“.

Orðrétt „sefandi“.

Orðrétt „sefandi“.

Orðrétt „fylla hönd ykkar“.

Eða „Af landdýrunum“.

Eða „vængjuð smádýr“.

Hebreska orðið sem þýtt er „holdsveiki“ hefur breiða merkingu og getur náð yfir ýmsa smitnæma húðsjúkdóma. Það getur einnig náð yfir ýmsar sýkingar í húsum eða fatnaði.

Eða „sýkingin“.

Eða „öðru sinni“.

Eða „að hann sé ekki smitberi“.

Orðrétt „uppistöðuþræðinum eða ívafinu“.

Þrír tíundu úr efu jafngiltu 6,6 l. Sjá viðauka B14.

Lógur jafngilti 0,31 l. Sjá viðauka B14.

Tíundi hluti úr efu jafngilti 2,2 l. Sjá viðauka B14.

Orðrétt „hreinsa húsið af synd“.

Orðrétt „hreinsa húsið af synd“.

Orðrétt „holdi sínu“.

Eða „aðgreina Ísraelsmenn frá“.

Eða „nærbuxunum úr líni“.

Eða „ættkvísl“.

Merkir hugsanl. ‚geit sem hverfur‘.

Eða „sem stendur ferðbúinn“.

Hér virðist átt við ýmiss konar sjálfsafneitun, þar á meðal föstu.

Orðrétt „fær hönd sína fyllta“.

Eða „taka hann af lífi“.

Orðrétt „sefandi“.

Orðrétt „færa geitunum“.

Eða „tekinn af lífi“.

Eða „tek hann af lífi“.

Orðrétt „holdsins“.

Orðrétt „alls holds er blóð þess“.

Orðrétt „má afhjúpa nekt“, hér og víðar.

Orðrétt „Það er nekt föður þíns“.

Orðrétt „því að þær eru nekt þín“.

Orðrétt „afhjúpa nekt“.

Orðrétt „það er nekt bróður þíns“.

Eða „blygðunarlaus verknaður“.

Orðrétt „keppinaut“.

Eða „náunga þíns; félaga þíns“.

Eða „nokkur afkomandi þinn sé helgaður“.

Eða „tekinn af lífi“.

Orðrétt „óttast“.

Eða „tekinn af lífi“.

Eða „bágstöddum“.

Eða „formæla“.

Orðrétt „blóði“.

Eða hugsanl. „ekki standa aðgerðalaus hjá þegar líf náunga þíns er í hættu“.

Orðrétt „og sem forhúð þess“.

Orðrétt „er það óumskorið“.

Eða „skera“.

Eða „lokkana á vöngunum“.

Eða „vegna sálar“. Hebreska orðið nefes er notað hér um látna manneskju.

Orðrétt „óttast“.

Orðrétt „nákvæma efu“. Sjá viðauka B14.

Orðrétt „nákvæma hín“. Sjá viðauka B14.

Eða „tek hann af lífi“.

Eða „tek hann af lífi“.

Eða „tek hann af lífi“.

Eða „formælir“.

Orðrétt „Blóð hans hvílir á honum sjálfum“.

Orðrétt „afhjúpað nekt“.

Orðrétt „Blóð þeirra hvílir á þeim“.

Orðrétt „Blóð þeirra hvílir á þeim“.

Orðrétt „Blóð þeirra hvílir á þeim“.

Eða „blygðunarlaus verknaður“.

Orðrétt „Blóð þeirra hvílir á þeim“.

Orðrétt „afhjúpað nekt“.

Eða „tekin af lífi“.

Orðrétt „afhjúpað nekt“.

Orðrétt „afhjúpað nekt“.

Eða „er með spásagnaranda“.

Orðrétt „Blóð þeirra hvílir á þeim“.

Eða „vegna sálar“.

Eða „mat“. Vísar til fórna.

Orðrétt „fengið hönd sína fyllta“.

Eða „dáinni sál“. Hebreska orðið nefes stendur hér með hebresku orði sem merkir ‚dáinn‘. Sjá orðaskýringar, „sál“.

Orðrétt „með skarð í nefi“.

Eða hugsanl. „horaður“.

Vísar hugsanlega til prestanna.

Orðrétt „að halda sig frá“.

Eða „vegna sálar“.

Orðrétt „ókunnugur“, það er, ekki af ætt Arons.

Eða „giftist ókunnugum“.

Orðrétt „ókunnugur“, það er, ekki af ætt Arons.

Eða „hringskyrfi“.

Orðrétt „milli kvöldanna tveggja“.

Tveir tíundu úr efu jafngiltu 4,4 l. Sjá viðauka B14.

Orðrétt „sefandi“.

Hín jafngilti 3,67 l. Sjá viðauka B14.

Tveir tíundu úr efu jafngiltu 4,4 l. Sjá viðauka B14.

Orðrétt „sefandi“.

Eða „bágstöddum“.

Hér virðist átt við ýmiss konar sjálfsafneitun, þar á meðal föstu.

Eða hugsanl. „Sá sem fastar ekki“.

Eða „tekinn af lífi“.

Eða „boða til“.

Tveir tíundu úr efu jafngiltu 4,4 l. Sjá viðauka B14.

Eða „sem táknrænum hluta fórnarinnar til að minna á hana“.

Það er, nafninu Jehóva eins og sjá má af versi 15 og 16.

Eða „formæla“.

Eða „verður mannssál að bana“.

Eða „og okraðu ekki“.

Orðrétt „synir“.

Orðrétt „synir“.

Orðrétt „óttast“.

Orðrétt „snúa mér að“.

Orðrétt „ganga upprétt“.

Eða „matarforða“. Orðrétt „brauðstöng“. Vísar hugsanlega til stangar sem brauð var geymt á.

Hebreska orðið lýsir fyrirlitningu. Hugsanlegt er að það sé skylt orði sem merkir ‚mykja‘.

Orðrétt „sefandi“.

Eða „halda hvíldarár“.

Eða „þrjósk“.

Sikill jafngilti 11,4 g. Sjá viðauka B14.

Eða „eftir heilögum silki“.

Kómer jafngilti 220 l. Sjá viðauka B14.

Gera jafngilti 0,57 g. Sjá viðauka B14.

Eða „helgar Jehóva til eyðingar“. Sjá orðaskýringar.

Eða „helgaðan mann sem er helgaður til eyðingar“.

Eða „hvert höfuð“.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila