Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • nwt 2. Konungabók 1:1-25:30
  • 2. Konungabók

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • 2. Konungabók
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
Biblían – Nýheimsþýðingin
2. Konungabók

SÍÐARI KONUNGABÓK

1 Eftir dauða Akabs gerði Móab+ uppreisn gegn Ísrael.

2 Dag einn féll Ahasía niður um grindurnar í þakherbergi sínu í Samaríu og slasaðist. Hann sendi þá út menn og sagði: „Farið og spyrjið Baal Sebúb, guðinn í Ekron,+ hvort ég muni ná mér af þessum meiðslum.“+ 3 En engill Jehóva sagði við Elía*+ frá Tisbe: „Leggðu af stað og farðu á móti sendiboðum Samaríukonungs og segðu við þá: ‚Er enginn Guð í Ísrael fyrst þið farið til að leita svara hjá Baal Sebúb, guðinum í Ekron?+ 4 Þess vegna segir Jehóva: „Þú munt ekki stíga fram úr rúminu sem þú liggur í heldur skaltu deyja.“‘“ Síðan lagði Elía af stað.

5 Þegar sendiboðarnir komu aftur til konungs spurði hann þá: „Af hverju eruð þið komnir strax aftur?“ 6 Þeir svöruðu: „Maður kom á móti okkur og sagði: ‚Farið og snúið aftur til konungsins sem sendi ykkur og segið við hann: „Jehóva segir: ‚Er enginn Guð í Ísrael fyrst þú sendir þessa menn til að leita svara hjá Baal Sebúb, guðinum í Ekron? Af því að þú gerðir það muntu ekki stíga fram úr rúminu sem þú liggur í heldur skaltu deyja.‘“‘“+ 7 Þá spurði hann: „Hvernig leit maðurinn út sem kom á móti ykkur og sagði þetta við ykkur?“ 8 Þeir svöruðu: „Hann var í loðfeldi+ og með leðurbelti um mittið.“+ „Þetta var Elía frá Tisbe,“ sagði konungur.

9 Síðan sendi konungur foringja yfir 50 manna liði til Elía ásamt mönnum hans 50. Þeir komu að honum þar sem hann sat efst uppi á fjallinu. Foringinn sagði við hann: „Maður hins sanna Guðs,+ konungur skipar þér að koma niður.“ 10 En Elía svaraði foringjanum: „Ef ég er guðsmaður þá skal eldur koma niður af himni+ og gleypa þig og menn þína 50.“ Eldur kom þá niður af himni og gleypti hann og menn hans 50.

11 Nú sendi konungur til Elía annan foringja yfir 50 manna liði og menn hans með honum. Þegar foringinn kom til hans sagði hann við hann: „Maður hins sanna Guðs, konungur skipar þér að koma niður undireins!“ 12 En Elía svaraði: „Ef ég er maður hins sanna Guðs þá skal eldur koma niður af himni og gleypa þig og menn þína 50.“ Eldur Guðs kom þá niður af himni og gleypti hann og menn hans 50.

13 Þá sendi konungur þriðja foringjann yfir 50 manna liði og menn hans með honum. Þegar þessi foringi kom upp féll hann á kné frammi fyrir Elía, grátbað hann um miskunn og sagði: „Maður hins sanna Guðs, megi líf mitt og líf þessara 50 þjóna þinna vera dýrmætt í augum þínum. 14 Nú hefur eldur komið niður af himni og gleypt báða fyrri foringjana og 50 manna lið þeirra, en megi líf mitt vera dýrmætt í augum þínum.“

15 Þá sagði engill Jehóva við Elía: „Farðu niður með honum. Vertu ekki hræddur við hann.“ Elía stóð þá upp og fór niður með honum til konungs. 16 Elía sagði við konung: „Jehóva segir: ‚Þú sendir menn til að leita svara hjá Baal Sebúb, guðinum í Ekron,+ eins og það væri enginn Guð í Ísrael.+ Hvers vegna leitaðirðu ekki til hans? Af því að þú gerðir þetta muntu ekki stíga fram úr rúminu sem þú liggur í heldur skaltu deyja.‘“ 17 Síðan dó hann eins og Jehóva hafði boðað fyrir milligöngu Elía. Þar sem hann átti engan son varð Jóram*+ konungur eftir hann á öðru stjórnarári Jórams+ Jósafatssonar Júdakonungs.

18 Það sem er ósagt af sögu Ahasía+ og því sem hann gerði er skráð í bókinni um sögu Ísraelskonunga.

2 Þegar Jehóva ætlaði að hrífa Elía+ til himins í stormi+ voru Elía og Elísa+ að leggja af stað frá Gilgal.+ 2 Elía sagði við Elísa: „Vertu kyrr hér því að Jehóva hefur sent mig til Betel.“ En Elísa svaraði: „Svo sannarlega sem Jehóva lifir og þú lifir yfirgef ég þig ekki.“ Síðan fóru þeir niður til Betel.+ 3 Þá komu synir spámannanna* í Betel til Elísa og sögðu við hann: „Veistu að í dag ætlar Jehóva að taka frá þér herra þinn og lærimeistara?“+ Hann svaraði: „Já, ég veit það. En tölum ekki meira um það.“

4 Elía sagði nú við hann: „Vertu kyrr hér, Elísa, því að Jehóva hefur sent mig til Jeríkó.“+ En hann svaraði: „Svo sannarlega sem Jehóva lifir og þú lifir yfirgef ég þig ekki.“ Þeir komu síðan til Jeríkó. 5 Synir spámannanna sem voru í Jeríkó komu þá til Elísa og sögðu við hann: „Veistu að í dag ætlar Jehóva að taka frá þér herra þinn og lærimeistara?“ Hann svaraði: „Já, ég veit það. En tölum ekki meira um það.“

6 Elía sagði nú við hann: „Vertu kyrr hér því að Jehóva hefur sent mig til Jórdanar.“ En hann svaraði: „Svo sannarlega sem Jehóva lifir og þú lifir yfirgef ég þig ekki.“ Síðan fóru þeir báðir saman. 7 Fimmtíu af sonum spámannanna fóru með þeim og fylgdust með úr nokkurri fjarlægð þegar Elía og Elísa námu staðar við Jórdan. 8 Elía tók yfirhöfn sína,*+ vafði hana saman og sló á vatnið. Þá skiptist vatnið til vinstri og hægri og báðir gengu yfir á þurru.+

9 Um leið og þeir voru komnir yfir sagði Elía við Elísa: „Segðu mér hvað ég get gert fyrir þig áður en ég verð tekinn frá þér.“ Elísa svaraði: „Viltu gefa mér tvöfaldan hlut*+ af anda þínum?“+ 10 Þá sagði Elía: „Þú biður ekki um lítið. Ef þú sérð mig þegar ég verð tekinn frá þér færðu það sem þú baðst um en annars ekki.“

11 Meðan þeir voru að spjalla saman á leiðinni kom allt í einu eldvagn dreginn af eldhestum+ og skildi þá að, og Elía var hrifinn til himins í stormi.+ 12 Þegar Elísa sá það hrópaði hann: „Faðir minn, faðir minn! Stríðsvagn Ísraels og riddarar hans!“+ Þegar hann sá hann ekki lengur þreif hann í fötin sín og reif þau í tvennt.+ 13 Síðan tók hann upp yfirhöfn+ Elía sem hafði fallið af honum, sneri við og gekk að bökkum Jórdanar. 14 Því næst sló hann á vatnið með yfirhöfn Elía og sagði: „Hvar er Jehóva, Guð Elía?“ Þegar hann sló á vatnið skiptist það til vinstri og hægri og Elísa gekk yfir.+

15 Þegar synir spámannanna í Jeríkó sáu hann í fjarska sögðu þeir: „Andi Elía er kominn yfir Elísa.“+ Síðan fóru þeir á móti honum, féllu á grúfu frammi fyrir honum 16 og sögðu: „Hér eru 50 duglegir menn á meðal okkar. Láttu þá fara og leita að meistara þínum. Kannski hefur andi* Jehóva hrifið hann upp og varpað honum á eitthvert fjall eða í einhvern dal.“+ En hann svaraði: „Sendið þá ekki.“ 17 En þeir þrýstu á hann þar til hann þoldi ekki lengur við* og sagði: „Sendið þá af stað.“ Þá sendu þeir 50 menn sem leituðu í þrjá daga en fundu hann ekki. 18 Þegar þeir komu aftur til Elísa var hann enn í Jeríkó.+ Hann sagði við þá: „Sagði ég ykkur ekki að þið ættuð ekki að fara?“

19 Nokkru síðar sögðu mennirnir í borginni við Elísa: „Eins og þú sérð, herra minn, er þessi borg á góðum stað.+ En vatnið er vont og landið ófrjósamt.“* 20 Þá sagði Elísa: „Færið mér nýja litla skál og setjið salt í hana.“ Þeir gerðu það. 21 Síðan fór hann út að vatnsuppsprettunni, kastaði salti í hana+ og sagði: „Jehóva segir: ‚Ég hef gert þetta vatn heilnæmt. Aldrei framar mun það valda dauða eða ófrjósemi.‘“* 22 Vatnið hefur verið heilnæmt fram á þennan dag eins og Elísa hafði sagt.

23 Síðan hélt hann þaðan til Betel. Þegar hann gekk eftir veginum komu ungir drengir út úr borginni og fóru að gera grín að honum.+ Þeir sögðu hvað eftir annað: „Burt með þig, skalli! Burt með þig, skalli!“ 24 Loks sneri hann sér við, leit á þá og formælti þeim í nafni Jehóva. Þá komu tvær birnur+ út úr skóginum og rifu sundur 42 af drengjunum.+ 25 Hann fór þaðan til Karmelfjalls+ og síðan sneri hann aftur til Samaríu.

3 Jóram+ sonur Akabs varð konungur í Samaríu yfir Ísrael á 18. stjórnarári Jósafats Júdakonungs og ríkti í 12 ár. 2 Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva, þó ekki í sama mæli og faðir hans og móðir því að hann fjarlægði helgisúlu Baals sem faðir hans hafði gert.+ 3 Samt drýgði hann sömu syndir og Jeróbóam Nebatsson hafði fengið Ísrael til að drýgja+ og vék ekki frá þeim.

4 Mesa, konungur í Móab, stundaði sauðfjárrækt og var vanur að greiða Ísraelskonungi 100.000 lömb og 100.000 órúna hrúta í skatt. 5 En um leið og Akab var dáinn+ gerði Móabskonungur uppreisn gegn Ísraelskonungi.+ 6 Jóram konungur hélt þá af stað frá Samaríu og kallaði saman allan Ísrael til bardaga. 7 Hann sendi líka Jósafat Júdakonungi þessi skilaboð: „Móabskonungur hefur gert uppreisn gegn mér. Viltu fara með mér í stríð við Móab?“ „Já, það skal ég gera,“+ svaraði Jósafat. „Ég stend með þér. Mitt fólk er þitt fólk og mínir hestar eru þínir hestar.“+ 8 Síðan spurði hann: „Hvaða leið eigum við að fara?“ „Leiðina í gegnum óbyggðir Edóms,“ svaraði hann.

9 Ísraelskonungur lagði nú af stað ásamt Júdakonungi og konunginum í Edóm.+ Þegar þeir höfðu ferðast í sjö daga eftir krókaleið var ekkert vatn eftir handa hernum og skepnunum sem þeir höfðu með sér. 10 Ísraelskonungur sagði: „Þetta er skelfilegt! Jehóva hefur kallað saman þessa þrjá konunga til þess eins að gefa þá í hendur Móabs!“ 11 Þá spurði Jósafat: „Er enginn spámaður Jehóva hér sem getur spurt Jehóva fyrir okkur?“+ Einn af þjónum Ísraelskonungs svaraði: „Hvað með Elísa+ Safatsson sem var þjónn Elía?“*+ 12 Jósafat svaraði: „Hann getur sagt okkur hver vilji Jehóva er.“ Síðan fóru Ísraelskonungur, Jósafat og konungurinn í Edóm niður til hans.

13 Elísa sagði við Ísraelskonung: „Ég vil ekkert hafa með þig að gera.+ Farðu til spámanna föður þíns og spámanna móður þinnar.“+ En Ísraelskonungur svaraði honum: „Nei, því að það er Jehóva sem hefur kallað saman þessa þrjá konunga til að gefa þá í hendur Móabs.“ 14 Þá sagði Elísa: „Svo sannarlega sem Jehóva hersveitanna lifir, hann sem ég þjóna,* myndi ég hvorki líta á þig né virða þig viðlits+ ef það væri ekki fyrir Jósafat+ Júdakonung. 15 Sækið nú hörpuleikara.“*+ Um leið og hörpuleikarinn byrjaði að spila kom hönd Jehóva yfir Elísa.+ 16 Hann sagði: „Jehóva segir: ‚Grafið skurði um allan þennan dal* 17 því að Jehóva segir: „Þið munuð hvorki sjá vind né regn en samt mun þessi dalur fyllast af vatni+ og þið og allar skepnurnar munuð drekka af því.“‘ 18 Það er hægðarleikur fyrir Jehóva.+ Hann ætlar líka að gefa Móab í hendur ykkar.+ 19 Þið skuluð vinna allar víggirtar og mikilvægar borgir,+ fella öll góð tré, stífla allar uppsprettur og skemma allar góðar jarðir með grjóti.“+

20 Morguninn eftir, þegar færa átti kornfórnina,+ flæddi skyndilega vatn úr áttinni frá Edóm og dalurinn fylltist af vatni.

21 Þegar Móabítar heyrðu að konungarnir væru komnir til að ráðast á þá kölluðu þeir saman alla vopnfæra menn og þeir tóku sér stöðu við landamærin. 22 Þegar þeir fóru á fætur snemma morguninn eftir skein sólin á vatnið hinum megin frá. Móabítum sýndist vatnið vera rautt eins og blóð 23 og sögðu: „Þetta er blóð! Konungarnir hljóta að hafa drepið hver annan með sverðum sínum. Takið nú herfangið,+ Móabítar!“ 24 Þegar þeir komu inn í herbúðir Ísraels réðust Ísraelsmenn til atlögu og hjuggu Móabíta niður svo að þeir lögðu á flótta.+ Ísraelsmenn héldu inn í Móab og drápu Móabíta hvern á fætur öðrum. 25 Þeir rifu niður borgirnar og köstuðu hver og einn steini á allar góðar jarðir svo að þær urðu þaktar grjóti. Þeir stífluðu allar uppsprettur+ og felldu öll góð tré.+ Að lokum var Kír Hareset+ ein eftir.* En slöngvukastararnir umkringdu borgina og létu steina dynja á henni.

26 Þegar Móabskonungur sá að bardaginn var vonlaus fór hann ásamt 700 mönnum vopnuðum sverðum til að brjótast í gegn til Edómskonungs+ en tókst það ekki. 27 Þá tók hann elsta son sinn, sem átti að verða konungur eftir hann, og fórnaði honum sem brennifórn+ á borgarmúrnum. Þetta vakti svo mikla reiði í garð Ísraels að liðið hélt burt þaðan og sneri heim til lands síns.

4 Eiginkona eins af sonum spámannanna+ hrópaði til Elísa og sagði: „Maðurinn minn, þjónn þinn, er dáinn og þú veist að hann óttaðist Jehóva.+ Nú er lánardrottinn kominn til að taka bæði börnin mín og gera þau að þrælum.“ 2 Þá spurði Elísa hana: „Hvað get ég gert fyrir þig? Segðu mér hvað þú átt til heima hjá þér.“ Hún svaraði: „Herra, ég á ekkert til heima nema eina krukku af olíu.“+ 3 Hann sagði: „Farðu út og biddu alla nágranna þína um tóm ílát. Fáðu eins mörg og þú getur. 4 Farðu síðan heim og lokaðu dyrunum á eftir þér og sonum þínum. Fylltu öll ílátin og settu þau til hliðar.“ 5 Síðan gekk hún burt frá honum.

Þegar hún hafði lokað dyrunum á eftir sér og sonum sínum réttu þeir henni ílátin og hún hellti í þau.+ 6 Þegar ílátin voru full sagði hún við son sinn: „Réttu mér annað ílát.“+ En hann sagði við hana: „Það eru engin eftir.“ Þá hætti olían að renna.+ 7 Hún fór þá og sagði manni hins sanna Guðs frá þessu en hann svaraði: „Farðu og seldu olíuna og greiddu skuldir þínar. Þú og synir þínir getið síðan lifað á því sem verður afgangs.“

8 Dag einn fór Elísa til Súnem.+ Þar bjó mikilsmetin kona sem vildi endilega að hann borðaði hjá sér.+ Í hvert skipti sem hann átti leið hjá staldraði hann þar við og borðaði. 9 Eitt sinn sagði hún við manninn sinn: „Ég er viss um að maðurinn sem er vanur að koma við hjá okkur er heilagur guðsmaður. 10 Eigum við ekki að útbúa lítið herbergi uppi á þaki+ og koma þar fyrir rúmi, borði, stól og ljósastiku handa honum? Þá getur hann gist þar þegar hann kemur til okkar.“+

11 Dag einn kom hann þangað, fór upp í þakherbergið og lagðist fyrir. 12 Hann sagði við Gehasí+ þjón sinn: „Kallaðu á súnemsku+ konuna.“ Hann kallaði á hana og hún kom til hans. 13 Hann sagði við Gehasí: „Segðu við hana: ‚Þú hefur haft svo mikið fyrir okkur.+ Hvað get ég gert fyrir þig?+ Á ég að tala máli þínu við konunginn+ eða hershöfðingjann?‘“ En hún svaraði: „Nei, ég bý hér á meðal ættingja minna.“ 14 Þá sagði Elísa: „Hvað get ég þá gert fyrir hana?“ Gehasí svaraði: „Hún á engan son+ og maðurinn hennar er orðinn gamall.“ 15 Þá sagði hann strax: „Kallaðu á hana.“ Og hann kallaði á hana. Þegar hún stóð í dyragættinni 16 sagði hann: „Á þessum tíma að ári liðnu muntu halda á syni í fanginu.“+ En hún svaraði: „Nei, herra. Þú ert maður hins sanna Guðs! Ekki ljúga að mér.“

17 En konan varð barnshafandi og fæddi son á sama tíma að ári liðnu eins og Elísa hafði sagt. 18 Dag einn, þegar drengurinn var orðinn stálpaður, fór hann út til föður síns sem var með kornskurðarmönnunum. 19 „Æ, höfuðið á mér, höfuðið á mér!“ sagði hann aftur og aftur við föður sinn. Faðir hans sagði þá við þjón sinn: „Berðu hann heim til móður sinnar.“ 20 Hann gerði það og drengurinn sat í kjöltu móður sinnar fram að hádegi. Þá dó hann.+ 21 Hún fór upp, lagði hann á rúm guðsmannsins,+ lokaði dyrunum á eftir sér og gekk burt. 22 Síðan kallaði hún á eiginmann sinn og sagði: „Sendu mér einn af þjónunum og einn asna. Ég ætla að flýta mér til manns hins sanna Guðs. Ég kem svo strax aftur.“ 23 En hann spurði: „Hvers vegna ætlarðu að fara til hans í dag? Það er hvorki nýtt tungl+ né hvíldardagur.“ „Hafðu engar áhyggjur,“ sagði hún. „Það er ekkert að.“ 24 Síðan lagði hún á asnann og sagði við þjón sinn: „Flýtum okkur. Hægðu ekki á ferðinni nema ég segi þér.“

25 Hún lagði nú af stað og kom til manns hins sanna Guðs á Karmelfjalli. Þegar maður hins sanna Guðs sá hana í fjarska sagði hann við Gehasí þjón sinn: „Sjáðu! Þarna er konan frá Súnem. 26 Hlauptu á móti henni og spyrðu hana: ‚Hvernig líður þér? Hvernig líður manninum þínum? Og hvernig líður drengnum?‘“ „Okkur líður vel,“ svaraði hún. 27 Þegar hún kom til manns hins sanna Guðs á fjallinu greip hún um fætur hans.+ Þá kom Gehasí og vildi ýta henni frá. En maður hins sanna Guðs sagði: „Láttu hana vera því að hún er örvæntingarfull. En ég veit ekki hvers vegna því að Jehóva hefur haldið því leyndu fyrir mér.“ 28 Þá sagði hún: „Bað ég þig, herra, um son? Sagði ég ekki: ‚Vektu ekki með mér falskar vonir‘?“+

29 Elísa sagði strax við Gehasí: „Bittu upp kyrtilinn um mittið,+ taktu stafinn minn og leggðu af stað. Ef þú mætir einhverjum skaltu ekki heilsa honum og ef einhver heilsar þér skaltu ekki svara honum. Farðu og leggðu stafinn á andlit drengsins.“ 30 Þá sagði móðir drengsins: „Svo sannarlega sem Jehóva lifir og þú sjálfur lifir fer ég ekki nema þú komir með.“+ Elísa stóð þá upp og fór með henni. 31 Gehasí fór á undan þeim og lagði stafinn á andlit drengsins en ekkert hljóð heyrðist og hann sýndi engin viðbrögð.+ Þá sneri hann við á móti Elísa og sagði: „Drengurinn vaknaði ekki.“

32 Þegar Elísa kom inn í húsið lá drengurinn dáinn á rúminu hans.+ 33 Hann gekk inn í herbergið, lokaði dyrunum og bað til Jehóva.+ 34 Síðan lagðist hann upp í rúmið og yfir drenginn. Hann lagði munn sinn yfir munn hans, augu sín yfir augu hans og lófa sína yfir lófa hans. Þannig lá hann boginn yfir honum og líkami drengsins fór að hitna.+ 35 Elísa gekk fram og aftur um húsið, lagðist síðan upp í rúmið og beygði sig aftur yfir hann. Drengurinn hnerraði sjö sinnum og opnaði síðan augun.+ 36 Elísa kallaði á Gehasí og sagði: „Kallaðu á súnemsku konuna.“ Hann gerði það og hún kom inn til hans. „Taktu son þinn,“ sagði hann.+ 37 Þá gekk hún til hans, féll til fóta honum og laut til jarðar. Síðan tók hún son sinn og gekk út.

38 Þegar Elísa kom aftur til Gilgal var hungursneyð í landinu.+ Einhverju sinni, þegar synir spámannanna+ sátu frammi fyrir honum, sagði hann við þjón sinn:+ „Settu stóra pottinn yfir eldinn og lagaðu kássu handa sonum spámannanna.“ 39 Einn þeirra fór þá út í haga til að tína kryddjurtir. Hann fann villta vafningsjurt og tíndi villigrasker af henni þar til hann hafði fyllt yfirhöfn sína. Þegar hann kom aftur skar hann þau í sneiðar og setti í pottinn án þess að vita hvað þetta var. 40 Síðan var kássan borin fram fyrir mennina en um leið og þeir smökkuðu á henni hrópuðu þeir: „Dauðinn er í pottinum, þú maður hins sanna Guðs!“ Og þeir gátu ekki borðað hana. 41 Þá sagði Elísa: „Komið með mjöl.“ Hann henti því í pottinn og sagði: „Gefið mönnunum svo að þeir geti borðað.“ Nú var ekkert skaðlegt í pottinum.+

42 Maður nokkur kom frá Baal Salísa+ og færði manni hins sanna Guðs 20 byggbrauð,+ bökuð úr frumgróða uppskerunnar, og poka af nýju korni.+ Elísa sagði: „Gefðu fólkinu þetta að borða.“ 43 En þjónn hans sagði: „Hvernig get ég gefið 100 mönnum þetta?“+ Elísa svaraði: „Gefðu fólkinu þetta að borða því að Jehóva segir: ‚Þeir munu borða og eiga afgang.‘“+ 44 Þá bar hann þetta fram fyrir þá og þeir borðuðu og áttu afgang+ eins og Jehóva hafði sagt.

5 Naaman hershöfðingi Sýrlandskonungs var mikilsmetinn maður. Konungurinn hafði miklar mætur á honum því að Jehóva hafði veitt Sýrlendingum sigur* undir forystu hans. Hann var mikil stríðshetja en hann var holdsveikur.* 2 Eitt sinn þegar Sýrlendingar fóru í herferð til Ísraelslands tóku þeir litla stúlku til fanga. Hún varð þjónustustúlka eiginkonu Naamans. 3 Hún sagði við húsmóður sína: „Ég vildi að herra minn færi til spámannsins+ í Samaríu. Hann myndi lækna hann af holdsveikinni.“+ 4 Hann* fór þá til herra síns og sagði honum hvað stúlkan frá Ísrael hafði sagt.

5 Sýrlandskonungur sagði: „Farðu þangað. Ég skal senda Ísraelskonungi bréf.“ Naaman lagði þá af stað og tók með sér tíu talentur* af silfri, 6.000 sikla af gulli og tíu alklæðnaði. 6 Hann færði Ísraelskonungi bréfið en þar stóð: „Þegar þú færð þetta bréf í hendur er Naaman þjónn minn kominn til þín. Ég hef sent hann til að þú læknir hann af holdsveikinni.“ 7 Þegar Ísraelskonungur hafði lesið bréfið reif hann föt sín og sagði: „Er ég Guð? Hef ég vald yfir lífi og dauða?+ Hann sendir þennan mann til mín og segir mér að lækna hann af holdsveikinni. Þið hljótið að sjá að hann vill koma af stað deilum við mig.“

8 Þegar Elísa, maður hins sanna Guðs, frétti að Ísraelskonungur hefði rifið föt sín sendi hann konungi þessi skilaboð: „Hvers vegna reifstu fötin þín? Láttu manninn koma til mín svo að hann átti sig á að það er spámaður í Ísrael.“+ 9 Þá kom Naaman með hesta sína og vagna og nam staðar við dyrnar á húsi Elísa. 10 En Elísa sendi mann til hans og lét segja honum: „Farðu og baðaðu þig sjö sinnum+ í Jórdan.+ Þá verður húðin aftur heilbrigð og þú verður hreinn.“ 11 Naaman varð bálreiður, gekk burt og sagði: „Ég sem hélt að hann myndi koma út til mín, standa hér og ákalla nafn Jehóva Guðs síns, hreyfa höndina fram og aftur yfir meinin og lækna mig af holdsveikinni. 12 Eru ekki Abana og Parpar, fljótin í Damaskus,+ betri en allt vatn í Ísrael? Get ég ekki baðað mig í þeim og orðið hreinn?“ Síðan sneri hann sér við og fór burt ævareiður.

13 En þjónar hans komu til hans og sögðu: „Faðir, ef spámaðurinn hefði sagt þér að gera eitthvað erfitt, hefðirðu þá ekki gert það? Það eina sem hann sagði var: ‚Þvoðu þér og vertu hreinn.‘ Hvers vegna viltu ekki gera það?“ 14 Þá fór hann niður eftir og dýfði sér sjö sinnum í Jórdan eins og maður hins sanna Guðs hafði sagt.+ Húð hans varð heilbrigð eins og húðin á litlu barni,+ og hann varð hreinn.+

15 Síðan sneri hann aftur til manns hins sanna Guðs+ ásamt öllu fylgdarliði sínu. Hann kom til hans og sagði: „Nú veit ég að hvergi á jörðinni er til Guð nema í Ísrael.+ Viltu nú þiggja gjöf* frá þjóni þínum?“ 16 En Elísa svaraði: „Svo sannarlega sem Jehóva lifir, hann sem ég þjóna,* vil ég ekki þiggja hana.“+ Naaman þrýsti á hann að þiggja gjöfina en Elísa lét ekki undan. 17 Að lokum sagði Naaman: „Fyrst svo er, leyfðu mér, þjóni þínum, þá að taka með mér mold héðan, eins mikla og tvö múldýr geta borið, því að ég vil ekki lengur færa neinum guðum brennifórn eða sláturfórn nema Jehóva. 18 Það er þó eitt sem ég vona að Jehóva fyrirgefi mér: Þegar herra minn fer í musteri* Rimmons til að krjúpa fyrir honum styður hann sig við handlegg minn. Þess vegna verð ég líka að krjúpa í musteri Rimmons. Megi Jehóva fyrirgefa mér, þjóni þínum, þegar ég geri þetta.“ 19 Elísa sagði við hann: „Farðu í friði.“ Þegar Naaman var kominn spölkorn frá honum 20 hugsaði Gehasí,+ þjónn guðsmannsins+ Elísa, með sér: „Herra minn hefur leyft Naaman,+ þessum Sýrlendingi, að fara án þess að þiggja nokkuð af því sem hann kom með. Svo sannarlega sem Jehóva lifir ætla ég að hlaupa á eftir honum og fá eitthvað frá honum.“ 21 Gehasí hljóp síðan á eftir Naaman. Þegar Naaman sá að einhver kom hlaupandi á eftir honum steig hann úr vagninum, gekk á móti honum og sagði: „Er allt í lagi?“ 22 „Já,“ svaraði hann. „Herra minn sendi mig til að segja þér: ‚Rétt í þessu komu til mín tveir ungir menn frá Efraímsfjöllum. Þeir eru synir spámannanna. Viltu gefa þeim eina talentu af silfri og tvo alklæðnaði?‘“+ 23 Naaman svaraði: „Taktu endilega tvær talentur.“ Hann lagði fast að honum+ og setti tvær talentur af silfri í tvo poka ásamt tveim alklæðnuðum. Síðan fékk hann tveim þjónum sínum pokana og þeir báru þá á undan Gehasí.

24 Þegar Gehasí kom til Ófel* tók hann gjafirnar af þjónunum og kom þeim fyrir í húsinu. Síðan sendi hann mennina burt. Þegar þeir voru farnir 25 fór Gehasí aftur til herra síns. „Hvar hefurðu verið, Gehasí?“ spurði Elísa. En hann svaraði: „Þjónn þinn hefur ekki farið neitt.“+ 26 Elísa sagði við hann: „Heldurðu að ég hafi ekki vitað það í hjarta mér þegar maðurinn steig úr vagninum og gekk á móti þér? Er þetta rétti tíminn til að þiggja silfur og föt, ólívulundi og víngarða, sauðfé og nautgripi eða þræla og ambáttir?+ 27 Nú mun holdsveiki Naamans+ loða við þig og afkomendur þína að eilífu.“ Gehasí gekk þá burt frá honum hvítur sem snjór af holdsveiki.+

6 Dag einn sögðu synir spámannanna+ við Elísa: „Húsnæðið þar sem við búum hjá þér er of lítið fyrir okkur. 2 Leyfðu okkur að fara að Jórdan. Hver og einn okkar skal sækja þangað bjálka svo að við getum byggt þar hús til að búa í.“ Hann svaraði: „Farið.“ 3 Einn þeirra sagði: „Viltu ekki koma með þjónum þínum?“ Hann svaraði: „Ég skal koma með.“ 4 Hann fór með þeim að Jórdan og þeir tóku að höggva tré. 5 Þegar einn af þeim var að fella tré flaug axarhöfuðið af og lenti í ánni. Hann hrópaði: „Æ nei, herra, þetta var lánsöxi!“ 6 Maður hins sanna Guðs spurði: „Hvar lenti hún?“ Hann sýndi honum staðinn. Elísa skar þá af trjágrein, henti henni þangað og lét axarhöfuðið fljóta. 7 „Taktu það upp,“ sagði hann. Þá teygði hann út höndina og tók það upp.

8 Sýrlandskonungur hélt nú í stríð gegn Ísrael.+ Hann ráðfærði sig við menn sína og sagði þeim hvar hann vildi slá upp búðum með þeim. 9 Maður hins sanna Guðs+ sendi þá þessi skilaboð til Ísraelskonungs: „Gættu þess að fara ekki fram hjá þessum stað því að þar ætla Sýrlendingar að halda til.“ 10 Þá sendi Ísraelskonungur boð til manna sinna sem voru á staðnum sem guðsmaðurinn hafði varað við. Elísa varaði hann ítrekað við og hann forðaðist oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að fara þangað.+

11 Sýrlandskonungur varð bálreiður. Hann safnaði saman mönnum sínum og sagði við þá: „Hver af okkar mönnum heldur með Ísraelskonungi? Segið mér það!“ 12 Einn af mönnum hans svaraði: „Enginn okkar, herra minn og konungur. Það er Elísa spámaður í Ísrael sem skýrir Ísraelskonungi frá því sem þú segir í svefnherbergi þínu.“+ 13 Þá sagði hann: „Farið og komist að því hvar hann er svo að ég geti sent menn til að handsama hann.“ Nokkru síðar var honum tilkynnt að Elísa væri í Dótan.+ 14 Þá sendi hann hesta og stríðsvagna þangað ásamt fjölmennum her. Þeir komu að næturlagi og umkringdu borgina.

15 Þjónn guðsmannsins fór á fætur snemma um morguninn. Þegar hann gekk út sá hann að her með hesta og stríðsvagna hafði umkringt borgina. „Æ, herra! Hvað eigum við að gera?“ sagði þjónninn við Elísa. 16 En hann svaraði: „Vertu ekki hræddur+ því að það eru fleiri með okkur en þeim.“+ 17 Síðan baðst Elísa fyrir og sagði: „Jehóva, opnaðu augu hans svo að hann sjái.“+ Jehóva opnaði augu þjónsins þegar í stað og hann sá að fjalllendið var þakið eldhestum og eldvögnum+ hringinn í kringum Elísa.+

18 Þegar Sýrlendingar sóttu fram bað Elísa til Jehóva og sagði: „Gerðu þessa menn* blinda.“+ Hann gerði þá blinda eins og Elísa bað um. 19 Elísa sagði við þá: „Þetta er ekki rétt leið og ekki rétt borg. Fylgið mér. Ég skal leiða ykkur til mannsins sem þið leitið að.“ Síðan fylgdi hann þeim til Samaríu.+

20 Þegar þeir komu til Samaríu sagði Elísa: „Jehóva, opnaðu augu þeirra svo að þeir sjái.“ Þá opnaði Jehóva augu þeirra og þeir sáu að þeir voru í miðri Samaríu. 21 Þegar Ísraelskonungur sá þá spurði hann Elísa: „Á ég að drepa þá, faðir minn? Á ég að drepa þá?“ 22 En hann svaraði: „Þú skalt ekki drepa þá. Ertu vanur að drepa þá sem þú tekur til fanga með sverði þínu og boga? Gefðu þeim brauð og vatn svo að þeir geti borðað og drukkið.+ Síðan geta þeir snúið aftur til herra síns.“ 23 Þá bauð hann þeim til höfðinglegrar máltíðar og þeir átu og drukku. Síðan sendi hann þá burt og þeir sneru aftur til herra síns. Þaðan í frá komu ránsflokkar Sýrlendinga+ aldrei aftur inn í Ísraelsland.

24 Eftir þetta safnaði Benhadad Sýrlandskonungur öllum her sínum saman, hélt upp til Samaríu og settist um hana.+ 25 Þá varð mikil hungursneyð+ í Samaríu. Umsátrið stóð svo lengi að asnahöfuð+ kostaði 80 silfursikla og fjórðungur úr kab* af dúfnadriti kostaði 5 silfursikla. 26 Eitt sinn þegar Ísraelskonungur var á gangi uppi á borgarmúrnum hrópaði kona til hans: „Hjálpaðu okkur, herra minn og konungur!“ 27 Hann svaraði: „Ef Jehóva hjálpar þér ekki, hvert á ég þá að sækja hjálp handa þér? Til þreskivallarins? Til vín- eða olíupressunnar?“ 28 Síðan spurði konungurinn: „Hvað amar að?“ Hún svaraði: „Þessi kona sagði við mig: ‚Komdu með son þinn. Við skulum borða hann í dag og son minn á morgun.‘+ 29 Þá suðum við son minn og átum hann.+ Daginn eftir sagði ég við hana: ‚Komdu með son þinn svo að við getum borðað hann.‘ En hún faldi son sinn.“

30 Þegar konungur heyrði það sem konan sagði reif hann fötin sín+ og gekk síðan áfram eftir múrnum. Fólkið sá þá að hann var í hærusekk innan undir fötunum.* 31 Hann sagði: „Guð refsi mér harðlega ef höfuðið situr enn á Elísa Safatssyni í lok dags!“+

32 Elísa sat í húsi sínu ásamt öldungunum. Konungur sendi mann á undan sér til Elísa en áður en sendiboðinn var kominn sagði Elísa við öldungana: „Vitið þið að þessi morðingjasonur+ hefur sent mann til að höggva af mér höfuðið? Standið vörð og lokið dyrunum þegar sendiboðinn kemur. Haldið dyrunum lokuðum. Heyrist ekki fótatak herra hans á eftir honum?“ 33 Meðan hann var enn að tala við þá kom sendiboðinn til hans. Konungurinn sagði: „Þessi ógæfa kemur frá Jehóva. Hvers vegna ætti ég að bíða lengur eftir hjálp Jehóva?“

7 Elísa sagði: „Hlustið á orð Jehóva. Jehóva segir: ‚Um þetta leyti á morgun mun ein sea* af fínu mjöli kosta einn sikil* í borgarhliði* Samaríu og tvær seur af byggi munu líka kosta einn sikil.‘“+ 2 Liðsforinginn sem konungur treysti sagði þá við mann hins sanna Guðs: „Jafnvel þótt Jehóva opnaði flóðgáttir himins gæti þetta aldrei gerst.“+ En Elísa sagði: „Þú átt eftir að sjá það með eigin augum+ en þú munt ekki borða neitt af því.“+

3 Fjórir holdsveikir menn sátu fyrir utan borgarhliðið+ og sögðu hver við annan: „Hvers vegna ættum við að sitja hér þar til við deyjum? 4 Ef við förum inn í borgina meðan hungursneyð ríkir+ deyjum við þar og ef við sitjum hér deyjum við líka. Förum yfir í herbúðir Sýrlendinga. Ef þeir þyrma lífi okkar lifum við en ef þeir drepa okkur deyjum við.“ 5 Síðan lögðu þeir af stað í rökkrinu og fóru til herbúða Sýrlendinga. Þegar þeir komu að útjaðri búðanna var enginn þar.

6 Jehóva hafði látið hermenn Sýrlendinga heyra hávaða frá stríðsvögnum og hestum, hávaða frá gríðarstórum her.+ Þeir sögðu því hver við annan: „Ísraelskonungur hefur ráðið konunga Hetíta og konunga Egyptalands til að ráðast á okkur!“ 7 Þeir biðu ekki boðanna heldur lögðu á flótta í rökkrinu og yfirgáfu tjöldin, hestana, asnana og búðirnar eins og þær voru. Þeir flúðu til að bjarga lífi sínu.

8 Þegar holdsveiku mennirnir komu að útjaðri herbúðanna fóru þeir inn í eitt tjaldið og fengu sér að borða og drekka. Þeir tóku þaðan silfur, gull og fatnað og fóru síðan burt og földu það. Síðan sneru þeir aftur og fóru inn í annað tjald, tóku það sem þeir fundu og földu það.

9 En að lokum sögðu þeir hver við annan: „Það er rangt af okkur að gera þetta. Við ættum að segja öðrum þessar góðu fréttir. Ef við þegjum og bíðum þar til birtir af degi verðskuldum við refsingu. Komið nú, við skulum fara og segja frá þessu í konungshöllinni.“* 10 Síðan fóru þeir og hrópuðu til hliðvarða borgarinnar: „Við fórum inn í herbúðir Sýrlendinga en það var enginn þar, við heyrðum ekki í nokkrum manni. Aðeins hestar og asnar stóðu þar bundnir og tjöldin voru yfirgefin.“ 11 Þá kölluðu hliðverðirnir og skýrt var frá þessu í konungshöllinni.

12 Konungur fór þá á fætur um nóttina og sagði við þjóna sína: „Ég skal segja ykkur hvað Sýrlendingar ætla að gera okkur. Þeir vita að við sveltum.+ Þess vegna hafa þeir yfirgefið búðirnar og falið sig úti á víðavangi. Þeir hugsa með sér: ‚Þegar þeir koma út úr borginni náum við þeim lifandi og förum inn í borgina.‘“+ 13 Einn af þjónum hans sagði: „Láttu nokkra menn taka fimm af hestunum sem eftir eru í borginni. Sendum þá út til að kanna hvað er á seyði. Þeir hljóta hvort eð er sömu örlög og allir þeir Ísraelsmenn sem eftir eru í borginni eða þeir sem eru þegar dánir.“ 14 Þá tóku þeir tvo hestvagna og konungur sendi þá til herbúða Sýrlendinga. „Farið og sjáið hvað er á seyði,“ sagði hann. 15 Þeir fóru á eftir þeim alla leið til Jórdanar. Allur vegurinn var þakinn flíkum og alls konar búnaði sem Sýrlendingar höfðu kastað frá sér þegar þeir flúðu í ofboði. Sendimennirnir sneru að lokum aftur og sögðu konungi frá þessu.

16 Fólkið fór þá út og rændi herbúðir Sýrlendinga. Og það rættist sem Jehóva hafði sagt: Ein sea af fínu mjöli kostaði einn sikil og sömuleiðis kostuðu tvær seur af byggi einn sikil.+ 17 Konungur hafði falið liðsforingjanum sem hann treysti að hafa umsjón með borgarhliðinu. En fólkið tróð hann undir í hliðinu svo að hann lét lífið eins og maður hins sanna Guðs hafði sagt þegar konungur kom til hans. 18 Það fór eins og maður hins sanna Guðs hafði sagt við konunginn: „Um þetta leyti á morgun munu tvær seur af byggi kosta einn sikil í borgarhliði Samaríu og ein sea af fínu mjöli mun líka kosta einn sikil.“+ 19 En liðsforinginn hafði sagt við mann hins sanna Guðs: „Jafnvel þótt Jehóva opnaði flóðgáttir himins gæti annað eins aldrei gerst.“ Þá sagði Elísa: „Þú átt eftir að sjá það með eigin augum en þú munt ekki borða neitt af því.“ 20 Og þannig fór einmitt fyrir honum. Fólkið tróð hann undir í borgarhliðinu svo að hann lét þar lífið.

8 Elísa sagði við móður drengsins sem hann hafði vakið til lífs:+ „Farðu burt ásamt heimilisfólki þínu og sestu að einhvers staðar erlendis því að Jehóva hefur sagt að hungursneyð komi yfir landið+ og hún mun vara í sjö ár.“ 2 Konan gerði það sem maður hins sanna Guðs sagði. Hún fór burt ásamt heimilisfólki sínu, settist að í landi Filistea+ og bjó þar í sjö ár.

3 Þegar árin sjö voru liðin sneri konan aftur frá landi Filistea. Hún fór til konungs til að biðja um hjálp til að fá aftur hús sitt og akur. 4 Konungur var þá að tala við Gehasí þjón guðsmannsins og sagði: „Segðu mér frá öllum afrekum Elísa.“+ 5 Þegar hann var að segja konungi hvernig Elísa hafði vakið drenginn til lífs+ kom móðir drengsins og bað konung um hjálp til að fá aftur hús sitt og akur.+ Þá sagði Gehasí: „Herra minn og konungur, þetta er konan og þetta er sonur hennar sem Elísa vakti til lífs!“ 6 Konungur spurði þá konuna sjálfa og hún sagði honum frá öllu sem hafði gerst. Þá kallaði konungur á einn af hirðmönnum sínum og sagði við hann: „Sjáðu til þess að hún fái aftur allar eigur sínar og allan afrakstur af akrinum frá þeim degi sem hún yfirgaf landið og fram til þessa.“

7 Dag einn kom Elísa til Damaskus.+ Þá var Benhadad+ Sýrlandskonungur veikur. Konungi var tilkynnt að maður hins sanna Guðs+ væri kominn. 8 Þá sagði konungur við Hasael:+ „Taktu með þér gjöf og farðu til manns hins sanna Guðs.+ Biddu hann að spyrja Jehóva hvort ég muni ná mér af þessum veikindum.“ 9 Hasael fór til hans og hafði með sér gjöf. Hann fór með 40 úlfalda klyfjaða öllu því besta sem Damaskus hafði upp á að bjóða. Hann kom til Elísa og sagði: „Sonur þinn, Benhadad Sýrlandskonungur, hefur sent mig til þín. Hann vill fá að vita hvort hann muni ná sér af veikindum sínum.“ 10 Elísa svaraði: „Farðu og segðu honum: ‚Þú munt ná þér.‘ Jehóva hefur samt birt mér að hann muni deyja.“+ 11 Elísa starði á Hasael þar til hann varð vandræðalegur. Síðan brast maður hins sanna Guðs í grát. 12 „Af hverju græturðu, herra minn?“ spurði Hasael. Elísa svaraði: „Af því að ég veit hve illa þú munt fara með Ísraelsmenn.+ Þú munt kveikja í virkisborgum þeirra, drepa bestu menn þeirra með sverði, berja börn þeirra til óbóta og rista þungaðar konur þeirra á kvið.“+ 13 Þá sagði Hasael: „Hvernig gæti ég, sem er aðeins ómerkilegur hundur, gert nokkuð slíkt?“ En Elísa svaraði: „Jehóva hefur birt mér að þú verðir konungur yfir Sýrlandi.“+

14 Þá fór Hasael burt frá Elísa og sneri aftur til herra síns sem spurði hann: „Hvað sagði Elísa við þig?“ Hann svaraði: „Hann sagði mér að þú myndir ná þér.“+ 15 En daginn eftir tók Hasael teppi, dýfði því í vatn og hélt því yfir andliti hans* þar til hann dó.+ Og Hasael varð konungur eftir hann.+

16 Á fimmta stjórnarári Jórams+ Akabssonar, konungs í Ísrael, varð Jóram+ Jósafatsson konungur í Júda á meðan Jósafat var enn konungur þar. 17 Hann var 32 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í átta ár í Jerúsalem. 18 Hann fetaði í fótspor Ísraelskonunga+ eins og ætt Akabs hafði gert+ enda var hann giftur dóttur Akabs.+ Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva.+ 19 Jehóva vildi samt ekki eyða Júda vegna Davíðs þjóns síns,+ en hann hafði lofað að gefa honum og sonum hans lampa*+ sem stæði að eilífu.

20 Á hans dögum gerði Edóm uppreisn gegn Júda+ og tók sér sinn eigin konung.+ 21 Jóram fór þá yfir til Saír með alla stríðsvagna sína. Um nóttina sigraði hann Edómítana sem höfðu umkringt hann og vagnliðsforingjana. Hermennirnir flúðu þá til tjalda sinna. 22 Uppreisn Edóms gegn Júda hefur staðið yfir allt fram á þennan dag. Á sama tíma gerði Líbna+ einnig uppreisn.

23 Það sem er ósagt af sögu Jórams og öllu sem hann gerði er skráð í bókinni um sögu Júdakonunga. 24 Jóram var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum og jarðaður hjá þeim í Davíðsborg.+ Ahasía+ sonur hans varð konungur eftir hann.

25 Á 12. stjórnarári Jórams Akabssonar Ísraelskonungs tók Ahasía, sonur Jórams Júdakonungs, við völdum.+ 26 Ahasía var 22 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í eitt ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Atalía+ og var sonardóttir* Omrí+ Ísraelskonungs. 27 Ahasía fetaði í fótspor ættar Akabs+ og gerði það sem var illt í augum Jehóva eins og ætt Akabs en hann hafði gifst inn í ætt hans.+ 28 Hann fór með Jóram Akabssyni í stríð gegn Hasael Sýrlandskonungi við Ramót í Gíleað.+ En Sýrlendingar særðu Jóram.+ 29 Þá sneri Jóram konungur aftur til Jesreel+ til að láta sárin gróa sem Sýrlendingar höfðu veitt honum við Rama* þegar hann barðist við Hasael Sýrlandskonung.+ Ahasía Jóramsson Júdakonungur fór niður til Jesreel til að heimsækja Jóram Akabsson af því að hann var særður.*

9 Elísa spámaður kallaði nú á einn af sonum spámannanna og sagði við hann: „Bittu upp kyrtilinn um mittið og flýttu þér til Ramót í Gíleað+ með þessa olíuflösku. 2 Þegar þú kemur þangað skaltu leita að Jehú,+ syni Jósafats Nimsísonar. Gakktu til hans og biddu hann að standa upp frá bræðrum sínum. Farðu síðan með hann inn í innsta herbergið. 3 Þar skaltu taka olíuflöskuna, hella úr henni á höfuð hans og segja: ‚Jehóva segir: „Ég smyr þig til konungs yfir Ísrael.“‘+ Opnaðu síðan dyrnar og forðaðu þér eins fljótt og þú getur.“

4 Þjónn spámannsins lagði þá af stað til Ramót í Gíleað. 5 Þegar hann kom þangað sátu hershöfðingjarnir þar saman. Hann sagði: „Ég er með skilaboð til þín, hershöfðingi.“ Jehú spurði: „Til hvers okkar?“ „Til þín, hershöfðingi,“ svaraði hann. 6 Jehú stóð þá upp og fór inn í húsið. Þjónninn hellti olíu á höfuð hans og sagði: „Jehóva Guð Ísraels segir: ‚Ég smyr þig til konungs yfir þjóð Jehóva, yfir Ísrael.+ 7 Þú átt að útrýma ætt Akabs herra þíns. Þannig kem ég fram hefndum fyrir blóð þjóna minna, spámannanna, og allra þjóna Jehóva sem hafa fallið fyrir hendi Jesebelar.+ 8 Öll ætt Akabs verður þurrkuð út. Ég ætla að tortíma öllum karlmönnum* af ætt Akabs, jafnvel hinum vesælu og veikburða í Ísrael.+ 9 Ég fer með ætt Akabs eins og ætt Jeróbóams+ Nebatssonar og ætt Basa+ Ahíasonar. 10 Hundar munu éta Jesebel á landareign Jesreel+ og enginn mun jarða hana.‘“ Síðan opnaði hann dyrnar og forðaði sér burt.+

11 Þegar Jehú kom aftur út til hinna hershöfðingja konungs spurðu þeir hann: „Er allt í lagi? Hvað vildi þessi vitfirringur þér?“ Hann svaraði: „Þið vitið hvernig svona menn eru og hvernig þeir tala.“ 12 En þeir sögðu: „Þú ert ekki að segja sannleikann. Segðu okkur hvað hann sagði.“ Jehú sagði þeim þá hvað maðurinn hafði sagt og að hann hefði lýst yfir: „Jehóva segir: ‚Ég smyr þig til konungs yfir Ísrael.‘“+ 13 Þá flýttu þeir sér að taka yfirhafnir sínar og leggja þær á berar tröppurnar frammi fyrir honum.+ Síðan blésu þeir í horn og sögðu: „Jehú er orðinn konungur!“+ 14 Í kjölfarið gerði Jehú,+ sonur Jósafats Nimsísonar, samsæri gegn Jóram.

Jóram hafði verið við Ramót í Gíleað+ ásamt öllum Ísrael að verjast árásum Hasaels+ Sýrlandskonungs. 15 Jóram konungur sneri síðar aftur til Jesreel+ til að láta sárin gróa sem Sýrlendingar höfðu veitt honum þegar hann barðist við Hasael Sýrlandskonung.+

Jehú sagði: „Ef þið standið með mér látið þá engan sleppa úr borginni svo að hann geti ekki farið og sagt frá þessu í Jesreel.“ 16 Síðan steig Jehú upp í vagn sinn og hélt til Jesreel þar sem Jóram lá særður. Ahasía Júdakonungur hafði líka farið niður eftir til að heimsækja Jóram. 17 Þegar varðmaðurinn sem stóð uppi í turninum í Jesreel sá Jehú nálgast ásamt fjölmennu liði sagði hann: „Ég sé hóp manna.“ Jóram sagði: „Sendu riddara á móti honum til að spyrja hvort þeir komi með friði.“ 18 Þá fór riddari á móti honum og sagði: „Konungurinn spyr: ‚Komið þið með friði?‘“ Jehú svaraði: „Hvað veist þú um frið? Fylgdu mér.“

Nú tilkynnti varðmaðurinn: „Sendiboðinn er kominn til þeirra en snýr ekki aftur.“ 19 Þá sendi hann annan riddara sem kom til þeirra og sagði: „Konungurinn spyr: ‚Komið þið með friði?‘“ Jehú svaraði: „Hvað veist þú um frið? Fylgdu mér.“

20 Varðmaðurinn tilkynnti: „Hann er kominn til þeirra en snýr ekki aftur. Leiðtogi þeirra ekur eins og Jehú sonarsonur* Nimsí. Hann ekur eins og brjálæðingur.“ 21 „Spennið hesta fyrir vagninn,“ sagði Jóram. Þá var spennt fyrir vagn hans. Jóram Ísraelskonungur og Ahasía+ Júdakonungur óku nú hvor í sínum vagni á móti Jehú og mættu honum á landareign Nabóts+ frá Jesreel.

22 Þegar Jóram kom auga á Jehú spurði hann: „Kemurðu með friði, Jehú?“ En hann svaraði: „Hvernig getur verið friður á meðan Jesebel+ móðir þín stundar vændi* og alls konar galdra?“+ 23 Þá sneri Jóram vagninum við, lagði á flótta og sagði við Ahasía: „Þetta er gildra, Ahasía!“ 24 Jehú greip þá boga sinn og skaut Jóram milli herðanna. Örin gekk í gegnum hjartað og hann hneig niður í vagninum. 25 Jehú sagði við Bídkar liðsforingja sinn: „Taktu hann og fleygðu honum á akur Nabóts frá Jesreel.+ Manstu þegar þú og ég ókum saman* á eftir Akab föður hans og Jehóva kvað upp þennan dóm yfir honum:+ 26 ‚„Ég sá blóð Nabóts+ og blóð sona hans í gær,“ segir Jehóva, „og þú mátt vera viss um að ég læt þig gjalda þess+ á þessum akri,“ segir Jehóva.‘ Taktu hann því og fleygðu honum á akurinn eins og Jehóva hefur sagt.“+

27 Þegar Ahasía+ Júdakonungur sá þetta flúði hann í átt að garðhúsinu. (Seinna elti Jehú hann og sagði: „Drepið hann líka!“ Þeir særðu hann þegar hann var í vagni sínum á leið upp til Gúr sem er við Jibleam.+ En hann náði að flýja til Megiddó og dó þar. 28 Þjónar hans fluttu hann síðan í vagni til Jerúsalem og jörðuðu hann í gröf hans hjá forfeðrum hans í Davíðsborg.+ 29 Ahasía+ hafði orðið konungur yfir Júda á 11. stjórnarári Jórams Akabssonar.)

30 Þegar Jesebel+ frétti að Jehú væri kominn til Jesreel+ málaði hún sig um augun með svörtum farða,* skreytti höfuð sitt og leit niður út um gluggann. 31 Þegar Jehú kom í gegnum borgarhliðið sagði hún: „Fór vel fyrir Simrí sem drap herra sinn?“+ 32 Hann leit upp í gluggann og spurði: „Hver er með mér? Hver?“+ Tveir eða þrír hirðmenn litu þá út til hans. 33 „Kastið henni niður!“ hrópaði hann. Þeir köstuðu henni niður og blóð hennar slettist á vegginn og hestana og hann lét hestana traðka á henni. 34 Hann gekk inn, át og drakk og sagði síðan: „Sjáið til þess að þessi bölvaða kona verði jörðuð. Hún er nú konungsdóttir þrátt fyrir allt.“+ 35 En þegar þeir fóru til að jarða hana fundu þeir ekkert af henni nema hauskúpuna, fæturna og hendurnar.+ 36 Þeir sneru aftur og sögðu Jehú frá þessu. Þá sagði hann: „Nú hefur það ræst sem Jehóva sagði+ fyrir milligöngu þjóns síns, Elía frá Tisbe: ‚Á landareign Jesreel munu hundar éta hold Jesebelar.+ 37 Lík Jesebelar mun liggja eins og tað á túni á landareign Jesreel svo að enginn geti sagt: „Þetta er Jesebel.“‘“

10 Akab+ átti 70 syni í Samaríu. Jehú skrifaði bréf og sendi þau til Samaríu, til höfðingja Jesreel, öldunganna+ og þeirra sem gættu barna Akabs. Í þeim stóð: 2 „Þið hafið syni herra ykkar hjá ykkur og ráðið yfir stríðsvögnum, hestum, víggirtri borg og vopnum. Þegar þetta bréf berst ykkur 3 veljið þá besta og hæfasta son herra ykkar og setjið hann í hásæti föður síns. Berjist síðan fyrir ætt herra ykkar.“

4 En þeir urðu logandi hræddir og sögðu: „Fyrst tveir konungar gátu ekki staðið á móti honum,+ hvernig ættum við þá að geta það?“ 5 Hallarráðsmaðurinn, borgarstjórinn, öldungarnir og þeir sem gættu barnanna sendu síðan þessi skilaboð til Jehú: „Við erum þjónar þínir og gerum allt sem þú biður okkur um. Við ætlum ekki að gera neinn að konungi. Gerðu hvað sem þú vilt.“

6 Þá skrifaði hann þeim annað bréf sem í stóð: „Ef þið styðjið mig og viljið hlýða mér komið þá til mín í Jesreel um þetta leyti á morgun og færið mér höfuð sona herra ykkar.“

Konungssynirnir 70 voru þá hjá stórmennum borgarinnar sem ólu þá upp. 7 Um leið og bréfið kom til þeirra drápu þeir alla konungssynina, 70 að tölu.+ Síðan settu þeir höfuð þeirra í körfur og sendu þær til Jehú í Jesreel. 8 Sendiboði kom til Jehú og sagði: „Höfuð konungssonanna eru komin.“ Þá sagði hann: „Setjið þau í tvær hrúgur við borgarhliðið til morguns.“ 9 Morguninn eftir gekk hann út, tók sér stöðu frammi fyrir öllu fólkinu og sagði: „Þið eruð saklaus.* Það var ég sem gerði samsæri gegn herra mínum og drap hann.+ En hver drap alla þessa? 10 Þið sjáið að hvert einasta orð Jehóva sem Jehóva hefur talað gegn ætt Akabs rætist.*+ Jehóva hefur gert það sem hann sagði fyrir milligöngu Elía þjóns síns.“+ 11 Síðan drap Jehú alla sem voru eftir af ætt Akabs í Jesreel og auk þess alla háttsetta menn hans, vini og presta.+ Hann lét engan halda lífi.+

12 Síðan lagði hann af stað til Samaríu. Á leiðinni kom hann að húsinu þar sem fjárhirðar rúðu* sauðina. 13 Þar hitti Jehú bræður Ahasía+ Júdakonungs og spurði þá: „Hverjir eruð þið?“ Þeir svöruðu: „Við erum bræður Ahasía og við erum á leiðinni niður eftir til að sjá hvernig synir konungs og synir konungsmóðurinnar hafa það.“ 14 Þá sagði hann: „Grípið þá lifandi!“ Þeir gripu þá lifandi og drápu þá við vatnsgryfjuna hjá rúningshúsinu. Þeir voru 42 talsins og hann lét engan þeirra komast undan.+

15 Þegar hann fór þaðan mætti hann Jónadab+ Rekabssyni+ sem var kominn til að hitta hann. Hann heilsaði honum* og sagði: „Styðurðu mig af öllu hjarta eins og ég styð þig af öllu hjarta?“*

„Já,“ svaraði Jónadab.

„Réttu mér þá höndina.“

Hann rétti honum höndina og Jehú togaði hann upp í vagninn til sín. 16 „Komdu með mér og sjáðu að ég líð enga samkeppni við Jehóva,“*+ sagði Jehú og lét hann síðan aka með sér í stríðsvagni sínum. 17 Þegar hann kom til Samaríu drap hann alla sem voru eftir af ætt Akabs í Samaríu. Þannig útrýmdi hann þeim+ í samræmi við það sem Jehóva hafði sagt við Elía.+

18 Eftir þetta kallaði Jehú saman allt fólkið og sagði: „Akab tilbað Baal af litlum krafti+ en Jehú mun tilbiðja hann rækilega. 19 Kallið til mín alla spámenn Baals,+ alla presta hans+ og alla sem tilbiðja hann. Engan má vanta því að ég ætla að færa Baal mikla fórn. Þeir sem koma ekki munu týna lífi.“ En þetta var kænskubragð því að Jehú vildi útrýma þeim sem tilbáðu Baal.

20 Jehú hélt áfram: „Efnið til hátíðarsamkomu fyrir Baal.“ Þeir gerðu það. 21 Síðan sendi Jehú boð um allan Ísrael og allir sem tilbáðu Baal komu. Enginn lét sig vanta. Þeir gengu inn í musteri* Baals+ og musterið varð fullt frá einum enda til annars. 22 Hann sagði við umsjónarmann fataherbergisins: „Taktu fram klæðnað handa öllum tilbiðjendum Baals.“ Þá tók hann fram klæðnað handa þeim. 23 Síðan gengu Jehú og Jónadab+ Rekabsson inn í musteri Baals. Jehú sagði við tilbiðjendur Baals: „Leitið vandlega og gangið úr skugga um að hér sé enginn tilbiðjandi Jehóva heldur aðeins tilbiðjendur Baals.“ 24 Síðan gengu þeir inn til að færa sláturfórnir og brennifórnir. Jehú hafði skipað 80 mönnum að standa fyrir utan dyrnar. Hann sagði við þá: „Ég læt þessa menn í ykkar hendur. Ef einhver lætur nokkurn af þeim sleppa þarf hann að gjalda fyrir það með lífi sínu.“

25 Um leið og búið var að færa brennifórnina sagði Jehú við verðina* og liðsforingjana: „Komið inn og drepið þá! Látið engan sleppa!“+ Verðirnir og liðsforingjarnir hjuggu þá síðan niður með sverðum og fleygðu þeim út, og þeir héldu áfram alla leið inn í innri helgidóminn* í musteri Baals. 26 Þeir fóru með helgisúlurnar+ út úr musteri Baals og brenndu þær.+ 27 Þeir rifu niður helgisúlu+ Baals og þeir rifu niður musteri Baals+ og gerðu úr því kamra, og þannig er það enn í dag.

28 Þannig útrýmdi Jehú Baal úr Ísrael. 29 En Jehú sneri ekki baki við þeim syndum sem Jeróbóam Nebatsson hafði fengið Ísrael til að drýgja, það er að segja að tilbiðja gullkálfana í Betel og Dan.+ 30 Jehóva sagði því við Jehú: „Þar sem þú hefur gert það sem er rétt í mínum augum og farið með ætt Akabs eins og ég vildi+ munu synir þínir sitja í hásæti Ísraels í fjóra ættliði.“+ 31 En Jehú gætti þess ekki að fylgja lögum Jehóva Guðs Ísraels af öllu hjarta.+ Hann sneri ekki baki við þeim syndum sem Jeróbóam hafði fengið Ísrael til að drýgja.+

32 Á þeim dögum byrjaði Jehóva að sneiða af Ísrael hvert landsvæðið á fætur öðru.* Hasael gerði árásir á Ísraelsmenn um allt landið.+ 33 Hann hélt í austur frá Jórdan og lagði undir sig allt Gíleaðland þar sem ættkvíslir Gaðs, Rúbens og Manasse búa,+ allt frá Aróer við Arnondal til Gíleaðs og Basans.+

34 Það sem er ósagt af sögu Jehú, öllu sem hann gerði og afrekaði, er skráð í bókinni um sögu Ísraelskonunga. 35 Jehú var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum og jarðaður í Samaríu. Jóahas+ sonur hans varð konungur eftir hann. 36 Jehú ríkti í Samaríu yfir Ísrael í 28 ár.

11 Þegar Atalía+ móðir Ahasía sá að sonur hennar var dáinn+ lét hún til skarar skríða og útrýmdi allri konungsættinni.+ 2 En Jóseba, dóttir Jórams konungs og systir Ahasía, laumaðist til að taka Jóas+ Ahasíason úr hópi konungssonanna sem átti að drepa og faldi hann og fóstru hans í einu af svefnherbergjunum. Þannig tókst að leyna honum fyrir Atalíu svo að hann var ekki drepinn. 3 Hann var í felum hjá henni í húsi Jehóva í sex ár, meðan Atalía ríkti yfir landinu.

4 Á sjöunda árinu sendi Jójada eftir hundraðshöfðingjunum sem voru yfirmenn konunglegu lífvarðanna* og hallarvarðanna*+ og lét þá koma til sín í hús Jehóva. Hann gerði samning* við þá og lét þá staðfesta hann með eiði í húsi Jehóva. Síðan sýndi hann þeim son konungs+ 5 og gaf þeim þessi fyrirmæli: „Gerið þetta: Þriðjungur ykkar sem eruð á vakt á hvíldardaginn skal standa vörð um konungshöllina,+ 6 þriðjungur skal vera við Grunnhliðið og þriðjungur við hliðið bak við hallarverðina. Þið skuluð skiptast á að standa vörð um húsið.* 7 Flokkarnir tveir sem eru ekki á vakt á hvíldardaginn eiga að standa vörð um hús Jehóva til að vernda konunginn. 8 Þið skuluð slá hring um konunginn, allir með vopn í hendi. Ef einhver reynir að ryðjast í gegnum raðirnar skal drepa hann. Haldið ykkur hjá konunginum hvert sem hann fer.“*

9 Hundraðshöfðingjarnir+ gerðu allt sem Jójada prestur fyrirskipaði. Þeir sóttu menn sína, bæði þá sem voru á vakt á hvíldardeginum og hina sem voru það ekki, og komu síðan til Jójada prests.+ 10 Presturinn lét hundraðshöfðingjana hafa spjótin og kringlóttu skildina sem Davíð konungur hafði átt og voru í húsi Jehóva. 11 Hallarverðirnir+ tóku sér stöðu með vopn í hendi frá suðurhlið hússins til norðurhliðar þess, við altarið+ og við húsið, allt í kringum konung. 12 Síðan leiddi Jójada konungssoninn+ út og setti á hann kórónuna og vitnisburðinn.*+ Þeir gerðu hann að konungi og smurðu hann, klöppuðu saman lófunum og hrópuðu: „Lengi lifi konungurinn!“+

13 Þegar Atalía heyrði hávaðann í fólkinu sem hljóp um fór hún þegar í stað til húss Jehóva þar sem mannfjöldinn hafði safnast saman.+ 14 Þar sá hún konunginn standa við súluna eins og venja var.+ Hún sá höfðingjana og lúðrablásarana+ standa hjá konungi og alla landsmenn fagna og blása í lúðra. Þá reif Atalía föt sín og hrópaði: „Samsæri! Samsæri!“ 15 En Jójada prestur gaf hundraðshöfðingjunum,+ yfirmönnum hersins, þessi fyrirmæli: „Leiðið hana burt frá liðinu og drepið með sverði hvern þann sem fylgir henni!“ En presturinn hafði áður sagt: „Drepið hana ekki í húsi Jehóva.“ 16 Síðan gripu þeir hana og þegar hún var komin þangað sem hestarnir ganga inn til konungshallarinnar+ var hún drepin.

17 Jójada gerði síðan sáttmála milli Jehóva og konungsins og þjóðarinnar+ um að hún skyldi áfram vera þjóð Jehóva. Hann gerði einnig sáttmála milli konungsins og þjóðarinnar.+ 18 Því næst fóru allir landsmenn til musteris* Baals og rifu niður ölturu hans,+ mölbrutu líkneski hans+ og drápu Baalsprestinn Mattan+ fyrir framan ölturun.

Jójada prestur skipaði síðan menn til að hafa umsjón með húsi Jehóva.+ 19 Hann safnaði saman hundraðshöfðingjunum,+ konunglegu lífvörðunum,* hallarvörðunum+ og öllum landsmönnum og saman fylgdu þeir konungi niður frá húsi Jehóva. Þeir gengu til konungshallarinnar gegnum hlið hallarvarðanna og konungurinn settist í hásæti konunganna.+ 20 Allir íbúar landsins fögnuðu og friður og ró ríkti í borginni því að Atalía hafði verið drepin með sverði við konungshöllina.

21 Jóas+ var sjö ára þegar hann varð konungur.+

12 Á sjöunda stjórnarári Jehú+ varð Jóas+ konungur og hann ríkti í 40 ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Sibja og var frá Beerseba.+ 2 Jóas gerði það sem var rétt í augum Jehóva allan þann tíma sem Jójada prestur leiðbeindi honum. 3 En fórnarhæðirnar+ fengu að standa og fólkið hélt áfram að færa fórnir og láta fórnarreyk stíga upp á hæðunum.

4 Jóas sagði við prestana: „Takið alla peningana sem eru færðir að helgigjöf+ í húsi Jehóva: það sem hverjum og einum er skylt að greiða,+ peningana frá þeim sem hafa unnið heit og peningana sem hver og einn gefur til húss Jehóva af fúsum og frjálsum vilja.+ 5 Prestarnir skulu sjálfir taka við peningunum frá þeim sem gefa þá* og nota þá til viðgerða á húsinu hvar sem skemmdir* finnast.“+

6 En á 23. stjórnarári Jóasar konungs höfðu prestarnir ekki enn gert við skemmdirnar á húsinu.+ 7 Jóas konungur kallaði þá á Jójada+ prest og hina prestana og sagði við þá: „Hvers vegna gerið þið ekki við skemmdirnar á húsinu? Takið ekki lengur við neinum peningum nema þeir séu notaðir til viðgerða á húsinu.“+ 8 Prestarnir samþykktu að þeir skyldu hvorki taka við meiri peningum af fólkinu né bera ábyrgð á því að gera við húsið.

9 Jójada prestur tók nú kistu,+ boraði gat á lokið og kom henni fyrir við hliðina á altarinu, hægra megin þegar gengið er inn í hús Jehóva. Prestarnir sem voru dyraverðir lögðu í hana alla peningana sem komið var með í hús Jehóva.+ 10 Í hvert skipti sem þeir sáu að það var komið mikið af peningum í kistuna komu ritari konungs og æðstipresturinn, söfnuðu saman peningunum* sem gefnir höfðu verið til húss Jehóva og töldu þá.+ 11 Þegar peningarnir höfðu verið taldir létu þeir þá í hendur þeirra sem höfðu umsjón með vinnunni í húsi Jehóva. Þeir notuðu þá síðan til að greiða trésmiðunum og byggingarverkamönnunum sem unnu við hús Jehóva+ 12 og einnig múrurunum og steinhöggvurunum. Auk þess notuðu þeir peningana til að kaupa timbur og tilhöggna steina til að gera við skemmdirnar á húsi Jehóva og til að standa straum af öllum öðrum kostnaði við viðgerðirnar.

13 En peningarnir sem komið var með í hús Jehóva voru ekki notaðir til að gera silfurker, skarklippur, skálar, lúðra+ né nokkra gripi úr gulli eða silfri fyrir hús Jehóva.+ 14 Peningarnir voru fengnir þeim sem unnu við verkið og þeir notuðu þá til að gera við hús Jehóva. 15 Mennirnir sem fengu peningana til að greiða verkamönnunum þurftu ekki að gera grein fyrir fénu því að þeim var treystandi.+ 16 En peningarnir fyrir sektarfórnir+ og syndafórnir runnu ekki til húss Jehóva heldur komu í hlut prestanna.+

17 Um þetta leyti hélt Hasael+ Sýrlandskonungur upp eftir til að herja á Gat.+ Hann vann borgina og bjó sig síðan undir að ráðast á Jerúsalem.+ 18 Þá tók Jóas Júdakonungur allar helgigjafirnar sem forfeður hans, þeir Jósafat, Jóram og Ahasía Júdakonungar, höfðu helgað. Hann tók auk þess sínar eigin helgigjafir og allt gullið sem var í fjárhirslunum í húsi Jehóva og konungshöllinni og sendi það til Hasaels Sýrlandskonungs.+ Þá hætti hann við að ráðast á Jerúsalem.

19 Það sem er ósagt af sögu Jóasar og öllu sem hann gerði er skráð í bókinni um sögu Júdakonunga. 20 En þjónar Jóasar gerðu samsæri gegn honum+ og drápu hann í Millóhúsinu*+ við veginn niður til Silla. 21 Það voru þeir Jósakar Símeatsson og Jósabad Sómersson þjónar hans sem drápu hann.+ Hann var jarðaður hjá forfeðrum sínum í Davíðsborg og Amasía sonur hans varð konungur eftir hann.+

13 Á 23. stjórnarári Jóasar+ Ahasíasonar+ Júdakonungs varð Jóahas Jehúson+ konungur yfir Ísrael. Hann ríkti í 17 ár í Samaríu. 2 Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva og drýgði sömu syndir og Jeróbóam Nebatsson hafði fengið Ísrael til að drýgja.+ Hann sneri ekki baki við þeim. 3 Þá blossaði reiði Jehóva upp+ gegn Ísrael+ og hann gaf þá hvað eftir annað í hendur Hasaels+ Sýrlandskonungs og Benhadads+ sonar Hasaels.

4 En Jóahas grátbað Jehóva um miskunn* og Jehóva bænheyrði hann því að hann hafði séð harðræðið sem Ísrael þurfti að þola af hendi Sýrlandskonungs.+ 5 Jehóva sá Ísrael fyrir frelsara+ til að leysa þá úr greipum Sýrlands, og Ísraelsmenn gátu búið á heimilum sínum eins og áður.* 6 (Þeir létu samt ekki af þeirri synd sem ætt Jeróbóams hafði drýgt, þeirri sem hann hafði fengið Ísrael til að drýgja.+ Þeir héldu áfram að syndga á sama hátt og auk þess fékk helgistólpinn*+ að standa í Samaríu.) 7 Í her Jóahasar voru aðeins eftir 50 riddarar, 10 stríðsvagnar og 10.000 fótgönguliðar því að Sýrlandskonungur hafði eytt hinum+ og traðkað á þeim eins og ryki á þreskivelli.+

8 Það sem er ósagt af sögu Jóahasar, öllu sem hann gerði og afrekaði, er skráð í bókinni um sögu Ísraelskonunga. 9 Jóahas var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum og jarðaður í Samaríu.+ Jóas sonur hans varð konungur eftir hann.

10 Á 37. stjórnarári Jóasar Júdakonungs varð Jóas+ Jóahasson konungur yfir Ísrael. Hann ríkti í 16 ár í Samaríu. 11 Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva og sneri ekki baki við neinum af þeim syndum sem Jeróbóam Nebatsson fékk Ísrael til að drýgja+ heldur hélt áfram að drýgja þær.

12 Það sem er ósagt af sögu Jóasar, öllu sem hann gerði og afrekaði og hvernig hann barðist við Amasía Júdakonung,+ er skráð í bókinni um sögu Ísraelskonunga. 13 Jóas var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum og Jeróbóam*+ settist í hásæti hans. Jóas var jarðaður í Samaríu hjá konungum Ísraels.+

14 Þegar Elísa+ veiktist af þeim sjúkdómi sem dró hann að lokum til dauða kom Jóas Ísraelskonungur til hans, grét yfir honum og sagði: „Faðir minn, faðir minn! Stríðsvagn Ísraels og riddarar hans!“+ 15 Þá sagði Elísa við hann: „Sæktu boga og örvar.“ Og hann sótti boga og örvar. 16 „Leggðu nú höndina á bogann,“ sagði Elísa við Ísraelskonung. Hann gerði það og Elísa lagði hendur sínar á hendur konungs. 17 Síðan sagði hann: „Opnaðu gluggann sem snýr í austur.“ Og hann gerði það. „Skjóttu,“ sagði Elísa og hann skaut. Þá sagði Elísa: „Sigurör Jehóva, örin sem veitir sigur yfir Sýrlandi! Þú munt vinna sigur á Sýrlendingum við Afek+ þar til þú hefur gereytt þeim.“

18 Síðan sagði hann: „Taktu örvarnar.“ Og hann tók þær. „Sláðu á jörðina,“ sagði Elísa við Ísraelskonung. Hann sló þrisvar á jörðina og hætti síðan. 19 Þá reiddist maður hins sanna Guðs og sagði: „Þú hefðir átt að slá á jörðina fimm eða sex sinnum! Þá hefðir þú unnið sigur á Sýrlendingum þar til þú hefðir gereytt þeim. En nú muntu aðeins sigra þá þrisvar.“+

20 Eftir þetta dó Elísa og var jarðaður. Nú komu móabískir ránsflokkar+ inn í landið í byrjun hvers árs.* 21 Eitt sinn þegar nokkrir menn voru að jarða mann komu þeir auga á ránsflokk. Þá fleygðu þeir manninum í gröf Elísa og hlupu burt. Þegar hann snerti bein Elísa lifnaði hann við+ og stóð á fætur.

22 Hasael+ Sýrlandskonungur kúgaði Ísrael+ alla stjórnartíð Jóahasar. 23 En Jehóva sýndi þeim góðvild og miskunn.+ Hann lét sér annt um þá vegna sáttmála síns við Abraham,+ Ísak+ og Jakob.+ Hann vildi ekki eyða þeim og allt fram á þennan dag hefur hann ekki hrakið þá burt frá sér.* 24 Þegar Hasael Sýrlandskonungur dó varð Benhadad sonur hans konungur eftir hann. 25 Jóas Jóahasson náði þá aftur af Benhadad Hasaelssyni borgunum sem Hasael hafði tekið frá Jóahasi föður hans í stríði. Jóas sigraði hann þrisvar+ og endurheimti borgir Ísraels.

14 Á öðru stjórnarári Jóasar+ Jóahassonar Ísraelskonungs tók Amasía, sonur Jóasar Júdakonungs, við völdum. 2 Hann var 25 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í 29 ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Jóaddín og var frá Jerúsalem.+ 3 Hann gerði það sem var rétt í augum Jehóva, þó ekki eins og Davíð+ forfaðir hans. Hann fór að dæmi Jóasar föður síns í einu og öllu.+ 4 En fórnarhæðirnar fengu að standa+ og fólkið hélt áfram að færa fórnir og láta fórnarreyk stíga upp á hæðunum.+ 5 Þegar hann var orðinn fastur í sessi drap hann þjóna sína sem höfðu drepið föður hans, konunginn.+ 6 En syni morðingjanna drap hann ekki vegna fyrirmæla Jehóva sem skráð eru í lögbók Móse: „Feður skulu ekki teknir af lífi fyrir syndir sona sinna né synir fyrir syndir feðra sinna heldur skal hver og einn tekinn af lífi fyrir eigin synd.“+ 7 Hann felldi Edómíta+ í Saltdalnum,+ 10.000 menn, og vann borgina Sela.+ Hún var nefnd Jokteel eins og hún heitir enn í dag.

8 Nú sendi Amasía menn með þessi skilaboð til Jóasar Ísraelskonungs, sonar Jóahasar Jehúsonar: „Við skulum mætast í bardaga.“*+ 9 Jóas Ísraelskonungur sendi þá þetta svar til Amasía Júdakonungs: „Þyrnótt illgresið á Líbanon sendi sedrustrénu á Líbanon þessi skilaboð: ‚Gefðu syni mínum dóttur þína fyrir konu.‘ En villidýr á Líbanon kom og traðkaði illgresið niður. 10 Þú hefur vissulega sigrað Edóm.+ Þess vegna er hjarta þitt orðið hrokafullt. Njóttu frægðarinnar en haltu kyrru fyrir. Hvers vegna býðurðu ógæfunni heim, bæði þér og Júda til falls?“ 11 En Amasía hlustaði ekki.+

Þá lagði Jóas Ísraelskonungur af stað og bardagi braust út milli hans og Amasía Júdakonungs við Bet Semes+ sem tilheyrir Júda.+ 12 Júda beið ósigur fyrir Ísrael og hver og einn flúði heim til sín.* 13 Jóas Ísraelskonungur tók Amasía Júdakonung, son Jóasar Ahasíasonar, til fanga við Bet Semes. Þegar þeir komu til Jerúsalem reif Jóas niður 400 álnir* af borgarmúrum Jerúsalem, frá Efraímshliðinu+ að Hornhliðinu.+ 14 Hann tók allt gull og silfur og alla gripina sem voru í húsi Jehóva og fjárhirslum konungshallarinnar. Hann tók einnig gísla og sneri síðan aftur til Samaríu.

15 Það sem er ósagt af sögu Jóasar, því sem hann gerði og afrekaði og hvernig hann barðist við Amasía Júdakonung, er skráð í bókinni um sögu Ísraelskonunga. 16 Jóas var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum og jarðaður í Samaríu+ hjá Ísraelskonungum. Jeróbóam*+ sonur hans varð konungur eftir hann.

17 Amasía+ Jóasson Júdakonungur lifði í 15 ár eftir dauða Jóasar+ Jóahassonar Ísraelskonungs.+ 18 Það sem er ósagt af sögu Amasía er skráð í bókinni um sögu Júdakonunga. 19 Gert var samsæri gegn honum+ í Jerúsalem. Hann flúði þá til Lakís en menn voru sendir á eftir honum til Lakís og drápu hann þar. 20 Þeir fluttu hann þaðan á hestum og hann var jarðaður í Jerúsalem hjá forfeðrum sínum í Davíðsborg.+ 21 Allir Júdamenn sóttu þá Asaría,*+ sem þá var 16 ára,+ og gerðu hann að konungi í stað Amasía föður hans.+ 22 Hann vann Elat+ aftur undir Júda og endurreisti hana eftir að konungurinn* hafði verið lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum.+

23 Á 15. stjórnarári Amasía Jóassonar Júdakonungs varð Jeróbóam,+ sonur Jóasar Ísraelskonungs, konungur í Samaríu og hann ríkti í 41 ár. 24 Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva. Hann sneri ekki baki við neinum af þeim syndum sem Jeróbóam Nebatsson hafði fengið Ísrael til að drýgja.+ 25 Hann endurheimti landsvæði Ísraels frá Lebó Hamat*+ allt til Arabavatns*+ eins og Jehóva Guð Ísraels hafði sagt fyrir milligöngu þjóns síns, Jónasar+ Amittaísonar spámanns frá Gat Hefer.+ 26 Jehóva hafði séð hve illa var komið fyrir Ísrael.+ Enginn var eftir til að hjálpa Ísrael, ekki einu sinni hinir vesælu og veikburða. 27 En Jehóva hafði lofað að afmá ekki nafn Ísraels af jörðinni.+ Þess vegna lét hann Jeróbóam Jóasson bjarga þeim.+

28 Það sem er ósagt af sögu Jeróbóams, öllu sem hann gerði og afrekaði, hvernig hann barðist og hvernig hann vann aftur Damaskus+ og Hamat+ undir Júda í Ísrael, er skráð í bókinni um sögu Ísraelskonunga. 29 Jeróbóam var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum, Ísraelskonungum. Sakaría+ sonur hans varð konungur eftir hann.

15 Á 27. stjórnarári Jeróbóams* Ísraelskonungs tók Asaría,*+ sonur Amasía+ Júdakonungs, við völdum.+ 2 Hann var 16 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í 52 ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Jekolja og var frá Jerúsalem. 3 Hann gerði það sem var rétt í augum Jehóva, alveg eins og Amasía faðir hans.+ 4 En fórnarhæðirnar fengu að standa+ og fólkið hélt áfram að færa fórnir og láta fórnarreyk stíga upp á hæðunum.+ 5 Jehóva sló konunginn sjúkdómi og hann var holdsveikur+ til dauðadags. Hann bjó í húsi út af fyrir sig+ og Jótam+ sonur konungs sá um höllina og dæmdi í málum fólksins í landinu.+ 6 Það sem er ósagt af sögu Asaría+ og öllu sem hann gerði er skráð í bókinni um sögu Júdakonunga. 7 Asaría var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum+ og jarðaður hjá þeim í Davíðsborg. Jótam sonur hans varð konungur eftir hann.

8 Á 38. stjórnarári Asaría+ Júdakonungs varð Sakaría+ Jeróbóamsson konungur yfir Ísrael. Hann ríkti í sex mánuði í Samaríu. 9 Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva, alveg eins og forfeður hans. Hann sneri ekki baki við þeim syndum sem Jeróbóam Nebatsson fékk Ísrael til að drýgja.+ 10 Sallúm Jabesson gerði samsæri gegn honum, drap hann+ í Jibleam+ og varð konungur í hans stað. 11 Það sem er ósagt af sögu Sakaría er skráð í bókinni um sögu Ísraelskonunga. 12 Þar með rættist það sem Jehóva hafði sagt við Jehú: „Synir þínir munu sitja í hásæti Ísraels í fjóra ættliði.“+ Sú varð raunin.

13 Sallúm Jabesson varð konungur á 39. stjórnarári Ússía+ Júdakonungs og ríkti í einn mánuð í Samaríu. 14 Þá kom Menahem Gadíson upp til Samaríu frá Tirsa,+ drap Sallúm+ Jabesson og varð konungur í hans stað. 15 Það sem er ósagt af sögu Sallúms og samsærinu sem hann gerði er skráð í bókinni um sögu Ísraelskonunga. 16 Á þeim tíma hélt Menahem frá Tirsa og eyddi Tífsa. Hann drap alla í borginni og á svæðinu í kring því að íbúar hennar opnuðu ekki hliðin fyrir honum. Hann lagði borgina í rúst og risti allar þungaðar konur á kvið.

17 Á 39. stjórnarári Asaría Júdakonungs varð Menahem Gadíson konungur yfir Ísrael. Hann ríkti í tíu ár í Samaríu. 18 Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva. Svo lengi sem hann lifði sneri hann ekki baki við neinum af þeim syndum sem Jeróbóam Nebatsson fékk Ísrael til að drýgja.+ 19 Púl+ Assýríukonungur réðst inn í landið og Menahem gaf honum 1.000 talentur* af silfri til að Púl hjálpaði honum að tryggja völd sín sem konungur.+ 20 Menahem útvegaði silfrið með því að krefja alla áhrifamikla auðmenn í Ísrael um 50 silfursikla* hvern.+ Þegar Assýríukonungur hafði fengið silfrið yfirgaf hann landið og sneri aftur heim. 21 Það sem er ósagt af sögu Menahems+ og öllu sem hann gerði er skráð í bókinni um sögu Ísraelskonunga. 22 Menahem var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum. Pekaja sonur hans varð konungur eftir hann.

23 Á 50. stjórnarári Asaría Júdakonungs varð Pekaja Menahemsson konungur yfir Ísrael. Hann ríkti í tvö ár í Samaríu. 24 Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva og sneri ekki baki við þeim syndum sem Jeróbóam Nebatsson fékk Ísrael til að drýgja.+ 25 Peka+ Remaljason liðsforingi hans gerði samsæri gegn honum og drap hann í turni konungshallarinnar í Samaríu ásamt Argób og Arje. Með honum voru 50 menn frá Gíleað. Eftir að hann hafði drepið Pekaja varð hann konungur í hans stað. 26 Það sem er ósagt af sögu Pekaja og öllu sem hann gerði er skráð í bókinni um sögu Ísraelskonunga.

27 Á 52. stjórnarári Asaría Júdakonungs varð Peka+ Remaljason konungur yfir Ísrael. Hann ríkti í 20 ár í Samaríu. 28 Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva og sneri ekki baki við þeim syndum sem Jeróbóam Nebatsson fékk Ísrael til að drýgja.+ 29 Á dögum Peka Ísraelskonungs kom Tíglat Píleser+ Assýríukonungur og tók Íjón, Abel Bet Maaka,+ Janóka, Kedes,+ Hasór, Gíleað+ og Galíleu, allt Naftalíland,+ og flutti íbúana í útlegð til Assýríu.+ 30 Hósea+ Elason gerði þá samsæri gegn Peka Remaljasyni og drap hann. Hann varð konungur í hans stað á 20. stjórnarári* Jótams+ Ússíasonar. 31 Það sem er ósagt af sögu Peka og öllu sem hann gerði er skráð í bókinni um sögu Ísraelskonunga.

32 Á öðru stjórnarári Peka Remaljasonar Ísraelskonungs tók Jótam,+ sonur Ússía+ Júdakonungs, við völdum. 33 Hann var 25 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í 16 ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Jerúsa Sadóksdóttir.+ 34 Hann gerði það sem var rétt í augum Jehóva, alveg eins og Ússía faðir hans.+ 35 En fórnarhæðirnar fengu að standa og fólkið hélt áfram að færa fórnir og láta fórnarreyk stíga upp á hæðunum.+ Það var Jótam sem reisti efra hliðið á húsi Jehóva.+ 36 Það sem er ósagt af sögu Jótams og því sem hann gerði er skráð í bókinni um sögu Júdakonunga. 37 Um þetta leyti sendi Jehóva Resín Sýrlandskonung og Peka+ Remaljason til að ráðast á Júda.+ 38 Jótam var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum og jarðaður hjá þeim í borg Davíðs forföður síns. Akas sonur hans varð konungur eftir hann.

16 Á 17. stjórnarári Peka Remaljasonar tók Akas,+ sonur Jótams Júdakonungs, við völdum. 2 Akas var tvítugur þegar hann varð konungur og hann ríkti í 16 ár í Jerúsalem. Hann gerði ekki það sem var rétt í augum Jehóva Guðs síns eins og Davíð forfaðir hans hafði gert+ 3 heldur fetaði hann í fótspor Ísraelskonunga.+ Hann fórnaði jafnvel syni sínum í eldi*+ og fylgdi þannig viðbjóðslegum siðum þjóðanna+ sem Jehóva hafði hrakið burt undan Ísraelsmönnum. 4 Hann færði einnig sláturfórnir og lét fórnarreykinn stíga upp á fórnarhæðum+ og hólum og undir hverju laufmiklu tré.+

5 Um þetta leyti fóru Resín Sýrlandskonungur og Peka Remaljason Ísraelskonungur í herferð upp til Jerúsalem.+ Þeir umkringdu Akas en gátu ekki unnið borgina. 6 Á þeim tíma vann Resín Sýrlandskonungur Elat+ aftur undir Edóm og rak Gyðingana* burt úr Elat. Edómítar settust að í Elat og hafa búið þar fram á þennan dag. 7 Þá sendi Akas menn til Tíglats Pílesers+ Assýríukonungs með þessi skilaboð: „Ég er þjónn þinn og sonur. Komdu hingað upp eftir og bjargaðu mér úr höndum Sýrlandskonungs og Ísraelskonungs sem ráðast á mig.“ 8 Síðan tók Akas silfrið og gullið sem var í húsi Jehóva og fjárhirslum konungshallarinnar og sendi það Assýríukonungi sem mútugjöf.+ 9 Assýríukonungur gerði eins og hann bað um. Hann fór upp til Damaskus, vann borgina og flutti íbúana í útlegð til Kír,+ en hann drap Resín.+

10 Akas konungur fór nú til Damaskus til að hitta Tíglat Píleser Assýríukonung. Þegar Akas sá altarið í Damaskus sendi hann Úría presti teikningu af altarinu sem sýndi í smáatriðum hvernig það var gert.+ 11 Úría+ prestur reisti þá altari+ samkvæmt leiðbeiningunum sem Akas konungur hafði sent frá Damaskus. Hann lauk smíðinni áður en Akas kom heim frá Damaskus. 12 Þegar konungur kom aftur frá Damaskus og sá altarið gekk hann að því og færði á því fórnir.+ 13 Á þessu altari lét hann brennifórnir sínar og kornfórnir líða upp í reyk. Hann hellti einnig drykkjarfórnum sínum á altarið og sletti á það blóði samneytisfórna sinna. 14 En koparaltarið+ sem stóð frammi fyrir Jehóva færði hann þaðan sem það var fyrir framan húsið, milli nýja altarisins og húss Jehóva, og kom því fyrir norðan megin við sitt eigið altari. 15 Akas konungur gaf Úría+ presti þessi fyrirmæli: „Láttu morgunbrennifórnina líða upp í reyk á stóra altarinu,+ einnig kvöldkornfórnina,+ brennifórn konungs og kornfórn hans og brennifórnir, kornfórnir og drykkjarfórnir alls fólksins. Þú skalt einnig sletta á altarið öllu blóði brennifórnanna og hinna fórnanna. En ég á eftir að ákveða hvað á að gera við koparaltarið.“ 16 Úría prestur gerði allt sem Akas konungur fyrirskipaði.+

17 Akas konungur hjó sundur hliðarspjöldin á vögnunum+ og fjarlægði kerin af þeim.+ Hann tók hafið niður af koparnautunum+ sem það hvíldi á og setti það á steinstétt.+ 18 Skyggnið fyrir hvíldardaginn, sem reist hafði verið við hús Jehóva, fjarlægði hann og einnig ytri inngang konungs. Hann gerði þetta vegna Assýríukonungs.

19 Það sem er ósagt af sögu Akasar og því sem hann gerði er skráð í bókinni um sögu Júdakonunga.+ 20 Akas var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum og jarðaður hjá þeim í Davíðsborg. Hiskía*+ sonur hans varð konungur eftir hann.

17 Á 12. stjórnarári Akasar Júdakonungs varð Hósea+ Elason konungur yfir Ísrael. Hann ríkti í níu ár í Samaríu. 2 Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva, þó ekki í sama mæli og þeir Ísraelskonungar sem höfðu verið á undan honum. 3 Salmaneser Assýríukonungur fór í herferð gegn honum+ og Hósea varð þjónn hans og greiddi honum skatt.+ 4 En Assýríukonungur komst að því að Hósea tók þátt í samsæri gegn honum. Hósea hafði sent menn til Só Egyptalandskonungs+ og ekki staðið skil á árlega skattinum til Assýríukonungs. Assýríukonungur lét því handsama hann og varpa honum í fangelsi.

5 Assýríukonungur fór um allt landið, kom til Samaríu og sat um hana í þrjú ár. 6 Á níunda stjórnarári* Hósea vann Assýríukonungur Samaríu.+ Hann flutti Ísraelsmenn í útlegð+ til Assýríu og lét þá setjast að í Hala og í Habor við Gósanfljót+ og í borgum Meda.+

7 Þetta gerðist af því að Ísraelsmenn höfðu syndgað gegn Jehóva Guði sínum sem leiddi þá út úr Egyptalandi og leysti undan valdi faraós Egyptalandskonungs.+ Þeir tilbáðu* aðra guði+ 8 og fylgdu siðum þjóðanna sem Jehóva hafði hrakið burt undan Ísraelsmönnum og einnig þeim siðum sem Ísraelskonungar höfðu innleitt.

9 Ísraelsmenn gerðu ýmislegt sem Jehóva Guð þeirra var ekki ánægður með. Þeir reistu fórnarhæðir í öllum borgum sínum,+ bæði hjá varðturnum og víggirtum borgum.* 10 Þeir reistu sér helgisúlur og helgistólpa*+ á hverjum háum hól og undir hverju laufmiklu tré.+ 11 Þeir létu fórnarreyk stíga upp á öllum fórnarhæðunum, alveg eins og þjóðirnar sem Jehóva hafði rekið í útlegð undan þeim.+ Þeir gerðu margt illt og misbuðu Jehóva.

12 Þeir tilbáðu viðbjóðsleg skurðgoð*+ þó að Jehóva hefði sagt við þá: „Þið megið ekki gera þetta!“+ 13 Jehóva hafði hvað eftir annað sent spámenn sína og sjáendur til að vara Ísrael og Júda við.+ Hann sagði: „Snúið af ykkar vondu braut!+ Haldið boðorð mín og ákvæði, allt sem stendur í lögunum sem ég gaf forfeðrum ykkar og flutti ykkur fyrir milligöngu þjóna minna, spámannanna.“ 14 En þeir hlustuðu ekki heldur voru jafn þrjóskir og forfeður þeirra sem treystu ekki Jehóva Guði sínum.+ 15 Þeir höfnuðu ákvæðum hans og sáttmálanum+ sem hann hafði gert við forfeður þeirra og hunsuðu viðvaranir hans.+ Þeir fylgdu einskis nýtum skurðgoðum+ og urðu sjálfir einskis nýtir.+ Þeir líktu eftir þjóðunum allt í kringum þá þó að Jehóva hefði bannað þeim það.+

16 Þeir sögðu skilið við öll boðorð Jehóva Guðs síns, gerðu tvö kálfslíkneski úr málmi*+ og reistu helgistólpa.*+ Þeir féllu fram fyrir öllum her himinsins+ og þjónuðu Baal.+ 17 Auk þess fórnuðu þeir sonum sínum og dætrum í eldi,*+ stunduðu spákukl+ og leituðu fyrirboða. Þeir gerðu vísvitandi það sem var illt í augum Jehóva og misbuðu honum.

18 Jehóva varð því ævareiður út í Ísraelsmenn og rak þá burt úr augsýn sinni.+ Aðeins ættkvísl Júda fékk að vera eftir.

19 En Júdamenn héldu heldur ekki boðorð Jehóva Guðs síns.+ Þeir fylgdu sömu siðum og Ísraelsmenn.+ 20 Jehóva hafnaði öllum afkomendum Ísraels, auðmýkti þá og gaf þá í hendur ræningja þar til hann að lokum rak þá burt frá sér. 21 Hann hafði rifið Ísrael frá ætt Davíðs og þeir höfðu gert Jeróbóam Nebatsson að konungi.+ En Jeróbóam fékk Ísrael til að snúa baki við Jehóva og drýgja mikla synd. 22 Ísraelsmenn drýgðu allar sömu syndirnar og Jeróbóam.+ Þeir létu ekki af þeim 23 þar til Jehóva rak Ísrael burt úr augsýn sinni eins og hann hafði boðað fyrir milligöngu allra þjóna sinna, spámannanna.+ Ísraelsmenn voru því fluttir úr landi sínu í útlegð til Assýríu+ og þar eru þeir enn í dag.

24 Assýríukonungur flutti fólk frá Babýlon, Kúta, Ava, Hamat og Sefarvaím+ og lét það setjast að í borgum Samaríu í stað Ísraelsmanna. Það lagði undir sig Samaríu og bjó í borgum hennar. 25 Fólkið óttaðist* ekki Jehóva fyrst eftir að það settist þar að. Jehóva sendi því til þeirra ljón+ sem drápu nokkra þeirra. 26 Assýríukonungi var tilkynnt: „Þjóðirnar sem þú hefur flutt í útlegð og látið setjast að í borgum Samaríu vita ekki hvernig á að tilbiðja Guð landsins.* Þess vegna sendir hann til þeirra ljón sem drepa þær því að engin af þeim kann að tilbiðja Guð landsins.“

27 Þá gaf Assýríukonungur þessi fyrirmæli: „Sendið til baka einn af prestunum sem þið fluttuð burt þaðan. Hann skal setjast þar að og kenna þeim að tilbiðja Guð landsins.“ 28 Einn af prestunum sem höfðu verið fluttir í útlegð frá Samaríu sneri þá aftur og settist að í Betel.+ Hann kenndi fólkinu að tilbiðja* Jehóva.+

29 Hver þjóð gerði samt sinn eigin guð* og kom honum fyrir í hofunum sem Samverjar höfðu reist á fórnarhæðunum. Þetta gerðu allar þjóðirnar í borgunum þar sem þær bjuggu. 30 Fólkið frá Babýlon gerði Súkkót Benót, Kútmenn gerðu Nergal, Hamatmenn+ gerðu Asíma 31 og Avítar gerðu Nibkas og Tartak. Sefarvítar brenndu syni sína í eldi handa Adrammelek og Anammelek, guðum Sefarvaím.+ 32 Þeir óttuðust Jehóva en skipuðu samt presta á fórnarhæðirnar úr hópi almennings. Prestarnir gegndu þjónustu fyrir þá í hofunum á fórnarhæðunum.+ 33 Þeir óttuðust sem sagt Jehóva en tilbáðu líka sína eigin guði á sama hátt og þjóðirnar* sem þeir höfðu verið fluttir í útlegð frá.+

34 Enn í dag halda þeir sig fast við sína fyrri trú.* Enginn þeirra tilbiður* Jehóva og enginn fer eftir ákvæðum hans og fyrirmælum, lögunum og boðorðunum sem Jehóva fékk sonum Jakobs sem hann gaf nafnið Ísrael.+ 35 Þegar Jehóva gerði sáttmála við Ísraelsmenn+ gaf hann þeim þessi fyrirmæli: „Þið skuluð ekki óttast aðra guði, ekki falla fram fyrir þeim, ekki þjóna þeim og ekki færa þeim fórnir.+ 36 Jehóva er sá sem þið skuluð óttast, hann sem leiddi ykkur út úr Egyptalandi með miklum mætti og útréttum handlegg.+ Fyrir honum skuluð þið falla fram og honum skuluð þið færa fórnir. 37 Gætið þess að fylgja alltaf ákvæðum hans og fyrirmælum, lögunum og boðorðunum sem hann skrifaði handa ykkur,+ og þið skuluð ekki óttast aðra guði. 38 Þið megið ekki gleyma sáttmálanum sem ég gerði við ykkur+ né óttast aðra guði. 39 En þið skuluð óttast Jehóva Guð ykkar því að það er hann sem mun bjarga ykkur úr höndum allra óvina ykkar.“

40 En þeir hlýddu ekki heldur héldu sig fast við sína fyrri trú.*+ 41 Þessar þjóðir fóru að óttast Jehóva+ en tilbáðu jafnframt skurðgoð sín. Allt til þessa hafa börn þeirra og barnabörn farið að dæmi forfeðra sinna.

18 Á þriðja stjórnarári* Hósea+ Elasonar Ísraelskonungs tók Hiskía,+ sonur Akasar+ Júdakonungs, við völdum. 2 Hann var 25 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í 29 ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Abí* Sakaríadóttir.+ 3 Hann gerði það sem var rétt í augum Jehóva,+ alveg eins og Davíð forfaðir hans.+ 4 Það var hann sem fjarlægði fórnarhæðirnar,+ mölvaði helgisúlurnar og hjó niður helgistólpann.*+ Hann braut líka koparslönguna sem Móse hafði gert+ því að fram að þeim tíma höfðu Ísraelsmenn látið fórnarreyk stíga upp handa henni. Menn kölluðu hana koparslöngulíkneskið.* 5 Hann treysti á Jehóva+ Guð Ísraels. Enginn Júdakonungur jafnaðist á við hann, hvorki fyrr né síðar. 6 Hann hélt sig fast við Jehóva+ og hætti ekki að fylgja honum. Hann hélt boðorðin sem Jehóva hafði gefið Móse. 7 Og Jehóva var með honum. Hann var skynsamur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann gerði uppreisn gegn Assýríukonungi og neitaði að þjóna honum.+ 8 Hann lagði einnig undir sig landsvæði Filistea+ allt til Gasa og umlykjandi svæðis, frá varðturnum til víggirtra borga.*

9 Á fjórða stjórnarári Hiskía konungs, það er á sjöunda stjórnarári Hósea+ Elasonar Ísraelskonungs, fór Salmaneser Assýríukonungur í herferð gegn Samaríu og settist um hana.+ 10 Assýringar unnu borgina+ eftir þrjú ár. Á sjötta stjórnarári Hiskía, það er á níunda stjórnarári Hósea Ísraelskonungs, var Samaría unnin. 11 Assýríukonungur flutti Ísraelsmenn í útlegð+ til Assýríu og lét þá setjast að í Hala og í Habor við Gósanfljót og í borgum Meda.+ 12 Þetta gerðist af því að þeir hlustuðu ekki á rödd Jehóva Guðs síns heldur rufu sáttmála hans, allt sem Móse þjónn Jehóva hafði lagt fyrir þá.+ Þeir hlustuðu hvorki né hlýddu.

13 Á 14. stjórnarári Hiskía konungs fór Sanheríb Assýríukonungur+ í herferð gegn öllum víggirtum borgum í Júda og vann þær.+ 14 Þá sendi Hiskía Júdakonungur þessi skilaboð til Assýríukonungs í Lakís: „Ég hef brotið af mér. Farðu burt frá mér og ég skal gefa þér hvað sem þú krefur mig um.“ Assýríukonungur krafði þá Hiskía Júdakonung um 300 talentur* af silfri og 30 talentur af gulli. 15 Hiskía lét hann fá allt silfrið sem var í húsi Jehóva og fjárhirslum konungshallarinnar.+ 16 Hiskía Júdakonungur tók* einnig niður hurðirnar á musteri+ Jehóva og dyrastafina sem hann hafði sjálfur lagt gulli+ og gaf Assýríukonungi.

17 Nú sendi Assýríukonungur yfirhershöfðingja* sinn, yfirhirðstjóra* og yfirdrykkjarþjón,* ásamt fjölmennum her, frá Lakís+ til Hiskía konungs í Jerúsalem.+ Þeir héldu af stað til Jerúsalem og tóku sér stöðu við vatnsleiðsluna úr efri tjörninni, við veginn að þvottavellinum.+ 18 Þeir kölluðu á konunginn en Eljakím+ Hilkíason hallarráðsmaður, Sebna+ ritari og Jóak Asafsson ríkisritari* gengu út til þeirra.

19 Yfirdrykkjarþjónninn sagði við þá: „Segið Hiskía: ‚Hinn mikli konungur, Assýríukonungur, segir: „Af hverju ertu svona öruggur með þig?+ 20 Þú segir: ‚Ég er með hernaðaráætlun og herafla til að fara í stríð.‘ En það eru orðin tóm. Á hvern treystirðu fyrst þú dirfist að gera uppreisn gegn mér?+ 21 Þú treystir á stuðning frá Egyptalandi,+ þessum brákaða reyr. Hann stingst inn í hönd þess sem styður sig við hann og fer í gegnum hana. Þannig fer fyrir öllum sem treysta á faraó Egyptalandskonung. 22 Þið segið kannski: ‚Við treystum á Jehóva Guð okkar.‘+ En eru það ekki fórnarhæðir hans og ölturu sem Hiskía hefur fjarlægt?+ Og segir hann ekki við Júdamenn og Jerúsalembúa: ‚Fallið fram fyrir altarinu í Jerúsalem‘?“‘+ 23 Veðjaðu nú við herra minn, Assýríukonung: Ég gef þér 2.000 hesta ef þú getur fundið nógu marga riddara á þá.+ 24 Hvernig geturðu varist árás frá einum landstjóra, jafnvel aumasta þjóni herra míns, þú sem reiðir þig á stríðsvagna og riddara frá Egyptalandi? 25 Heldurðu að ég sé kominn til að leggja þennan stað í rúst án leyfis frá Jehóva? Jehóva sagði sjálfur við mig: ‚Haltu gegn þessu landi og leggðu það í rúst.‘“

26 Þá sögðu Eljakím Hilkíason, Sebna+ og Jóak við yfirdrykkjarþjóninn:+ „Talaðu við okkur þjóna þína á arameísku*+ því að við skiljum hana. Talaðu ekki við okkur á máli Gyðinga því að fólkið á múrnum gæti heyrt í þér.“+ 27 En drykkjarþjónninn svaraði: „Heldurðu að herra minn hafi aðeins sent mig til herra þíns og til þín með þessi skilaboð? Eru þau ekki líka ætluð mönnunum sem sitja á múrnum, þeim sem munu borða sinn eigin saur og drekka sitt eigið þvag ásamt ykkur?“

28 Síðan kallaði drykkjarþjónninn hárri röddu á máli Gyðinga: „Heyrið það sem Assýríukonungur, hinn mikli konungur, segir.+ 29 Þetta er það sem konungurinn segir: ‚Látið Hiskía ekki blekkja ykkur því að hann getur ekki bjargað ykkur frá mér.+ 30 Og látið Hiskía ekki telja ykkur á að treysta Jehóva þegar hann segir: „Jehóva bjargar okkur og þessi borg fellur ekki í hendur Assýríukonungs.“+ 31 Hlustið ekki á Hiskía því að Assýríukonungur segir: „Semjið frið við mig og gefist upp.* Þá mun hver og einn ykkar borða af eigin vínviði og eigin fíkjutré og drekka vatn úr eigin brunni 32 þar til ég kem og flyt ykkur til lands sem er eins og landið ykkar,+ lands sem er fullt af korni og nýju víni, brauði og víngörðum, ólívutrjám og hunangi. Þá munuð þið lifa en ekki deyja. Hlustið ekki á Hiskía því að hann blekkir ykkur með því að segja: ‚Jehóva bjargar okkur.‘ 33 Hefur nokkur af guðum annarra þjóða bjargað landi sínu úr höndum Assýríukonungs? 34 Hvar eru guðir borganna Hamat+ og Arpad? Hvar eru guðir Sefarvaím,+ Hena og Íva? Gátu þeir bjargað Samaríu frá mér?+ 35 Enginn af guðum annarra landa hefur bjargað landi sínu úr höndum mínum. Hvernig á Jehóva þá að geta bjargað Jerúsalem frá mér?“‘“+

36 En fólkið þagði og svaraði honum ekki einu orði því að konungurinn hafði sagt: „Þið skuluð ekki svara honum.“+ 37 Eljakím Hilkíason hallarráðsmaður, Sebna ritari og Jóak Asafsson ríkisritari* fóru síðan til Hiskía í rifnum fötum og sögðu honum hvað yfirdrykkjarþjónninn hafði sagt.

19 Um leið og Hiskía konungur heyrði þetta reif hann föt sín, huldi sig hærusekk og gekk í hús Jehóva.+ 2 Síðan sendi hann Eljakím hallarráðsmann, Sebna ritara og öldunga prestanna klædda hærusekk til Jesaja+ Amotssonar spámanns. 3 Þeir sögðu við hann: „Hiskía segir: ‚Í dag er dagur neyðar, niðurlægingar* og svívirðingar. Börnin eru tilbúin til fæðingar* en enginn kraftur er til að fæða.+ 4 Kannski heyrir Jehóva Guð þinn öll orð yfirdrykkjarþjónsins* sem Assýríukonungur herra hans sendi til að hæðast að hinum lifandi Guði.+ Og Jehóva Guð þinn dregur hann kannski til ábyrgðar fyrir það sem hann heyrði. Biddu+ því fyrir þeim sem eftir eru, þeim sem eru enn á lífi.‘“

5 Þegar þjónar Hiskía konungs komu til Jesaja+ 6 sagði hann við þá: „Segið herra ykkar: ‚Jehóva segir: „Óttastu ekki+ það sem þjónar Assýríukonungs sögðu til að smána mig.+ 7 Ég ætla að kveikja hjá honum hugmynd.* Hann mun heyra orðróm og snúa aftur heim í land sitt. Síðan læt ég hann falla fyrir sverði í sínu eigin landi.“‘“+

8 Nú frétti yfirdrykkjarþjónninn að Assýríukonungur væri farinn frá Lakís.+ Þá sneri hann aftur til hans og fann hann þar sem hann herjaði á Líbna.+ 9 Þegar konungurinn frétti að Tírhaka konungur Eþíópíu væri lagður af stað til að berjast við hann sendi hann aftur menn+ til Hiskía með þessi skilaboð: 10 „Segið við Hiskía Júdakonung: ‚Láttu ekki Guð þinn, sem þú treystir á, blekkja þig þegar hann segir: „Jerúsalem fellur ekki í hendur Assýríukonungs.“+ 11 Þú hefur heyrt hvernig Assýríukonungar fóru með öll hin löndin. Þeir lögðu þau í rúst.*+ Hvers vegna ættir þú einn að bjargast? 12 Gátu guðir þjóðanna sem forfeður mínir eyddu bjargað þeim? Hvar eru Gósan, Haran,+ Resef og Edensmenn sem bjuggu í Telassar? 13 Hvar er konungurinn í Hamat, konungurinn í Arpad og konungarnir í borgunum Sefarvaím, Hena og Íva?‘“+

14 Hiskía tók við bréfunum af sendiboðunum og las þau. Síðan gekk hann upp til húss Jehóva og breiddi úr þeim* frammi fyrir Jehóva.+ 15 Hiskía fór með bæn+ frammi fyrir Jehóva og sagði: „Jehóva Guð Ísraels, þú sem situr í hásæti yfir kerúbunum,*+ þú einn ert hinn sanni Guð yfir öllum ríkjum jarðar.+ Þú skapaðir himin og jörð. 16 Ljáðu mér eyra og hlustaðu,+ Jehóva! Opnaðu augun,+ Jehóva, og sjáðu! Heyrðu orðin sem Sanheríb hefur sent til að hæðast að hinum lifandi Guði. 17 Það er rétt, Jehóva, að Assýríukonungar hafa gereytt þjóðunum og löndum þeirra.+ 18 Þeir hafa kastað guðum þeirra á eld því að þeir voru engir guðir+ heldur handaverk manna+ úr viði og steini. Þess vegna gátu þeir tortímt þeim. 19 En Jehóva Guð okkar, bjargaðu okkur nú úr höndum hans svo að öll ríki jarðar komist að raun um að þú einn, Jehóva, ert Guð.“+

20 Jesaja Amotsson sendi þá Hiskía þessi skilaboð: „Jehóva Guð Ísraels segir: ‚Ég hef heyrt bæn þína+ varðandi Sanheríb Assýríukonung.+ 21 Þetta er orðið sem Jehóva hefur talað gegn honum:

„Meyjan, Síonardóttir, fyrirlítur þig, hún hæðist að þér.

Jerúsalemdóttir hristir höfuðið yfir þér.

22 Hvern hefur þú smánað og vanvirt?+

Gegn hverjum hefur þú hækkað róminn+

og lyft hrokafullum augum þínum?

Gegn Hinum heilaga Ísraels!+

23 Þú hefur látið sendiboða þína+ hæðast að Jehóva+ og sagt:

‚Með ógrynni stríðsvagna

þeysi ég upp á fjallatindana,

afskekktustu hæðir Líbanons.

Ég mun höggva niður háu sedrustrén og stæðilegu einitrén.

Ég fer inn í fjarlægustu fylgsnin, þangað sem skógurinn er þéttastur.

24 Ég gref brunna og drekk útlent vatn.

Ég þurrka upp allar ár Egyptalands* með iljum fóta minna.‘

25 Hefur þú ekki heyrt? Fyrir óralöngu var það ákveðið,*+

frá fornu fari hef ég áformað* það.+

Nú hrindi ég því í framkvæmd.+

Þú gerir víggirtar borgir að yfirgefnum rústum.+

26 Íbúar þeirra verða hjálparvana,

þeir verða óttaslegnir og niðurlægðir.

Þeir verða eins og gróður á engi og nýsprottið gras,+

eins og gras á þaki sem sviðnar í austanvindinum.

27 En ég veit hvenær þú situr, hvenær þú ferð út og kemur inn+

og hvenær reiði þín blossar upp gegn mér+

28 því að heift þín gegn mér+ og öskur hafa borist mér til eyrna.+

Ég set því krók minn í nef þitt og beisli mitt+ í munn þinn

og teymi þig aftur sömu leið og þú komst.“+

29 Þetta skal vera þér* tákn: Á þessu ári munuð þið borða af því sem sprettur af sjálfu sér,* á næsta ári munuð þið líka borða sjálfsáið korn+ en þriðja árið munuð þið sá og uppskera, planta víngarða og borða ávöxt þeirra.+ 30 Þeir sem eftir eru af ætt Júda og komast undan+ festa rætur að neðan og bera ávöxt að ofan. 31 Þeir sem eftir eru munu ganga út úr Jerúsalem og þeir sem lifa af frá Síonarfjalli. Brennandi ákafi Jehóva hersveitanna kemur þessu til leiðar.+

32 Þess vegna segir Jehóva um Assýríukonung:+

„Hann kemur ekki inn í þessa borg,+

skýtur engri ör að henni,

fer ekki gegn henni með skjöld

og reisir ekki umsátursvirki gegn henni.+

33 Hann snýr aftur sömu leið og hann kom.

Hann kemur ekki inn í þessa borg,“ segir Jehóva.

34 „Ég ætla að verja þessa borg+ og bjarga henni sjálfs mín vegna+

og vegna Davíðs þjóns míns.“‘“+

35 Þessa sömu nótt fór engill Jehóva og drap 185.000 menn í herbúðum Assýringa.+ Þegar menn fóru á fætur snemma morguninn eftir sáu þeir öll líkin sem lágu þar.+ 36 Sanheríb Assýríukonungur lagði þá af stað, sneri aftur til Níníve+ og hélt þar kyrru fyrir.+ 37 En dag einn þegar hann kraup í hofi* Nísroks guðs síns drápu synir hans hann með sverði,+ þeir Adrammelek og Sareser. Síðan flúðu þeir til Araratlands.+ Asarhaddon+ sonur hans varð konungur eftir hann.

20 Um þetta leyti veiktist Hiskía og lá fyrir dauðanum.+ Jesaja Amotsson spámaður kom til hans og sagði: „Jehóva segir: ‚Tjáðu heimilisfólki þínu síðustu ósk þína því að þú munt deyja. Þú nærð þér ekki.‘“+ 2 Þá sneri hann sér upp að vegg og bað til Jehóva: 3 „Ég bið þig, Jehóva, mundu að ég hef þjónað þér af trúfesti og af öllu hjarta og gert það sem er gott í þínum augum.“+ Síðan grét Hiskía sárlega.

4 Áður en Jesaja var kominn út úr miðforgarðinum kom orð Jehóva til hans:+ 5 „Snúðu við og segðu við Hiskía, leiðtoga þjóðar minnar: ‚Jehóva, Guð Davíðs forföður þíns, segir: „Ég hef heyrt bæn þína. Ég hef séð tár þín.+ Ég ætla að lækna þig.+ Þú munt fara upp til húss Jehóva+ ekki á morgun heldur hinn.* 6 Ég mun lengja ævi* þína um 15 ár. Ég ætla að bjarga þér og þessari borg úr höndum Assýríukonungs+ og verja hana sjálfs mín vegna og vegna Davíðs þjóns míns.“‘“+

7 Þá sagði Jesaja: „Komið með köku úr þurrkuðum fíkjum.“ Þeir gerðu það og lögðu hana á kýlið. Eftir það batnaði konungi.+

8 Hiskía hafði spurt Jesaja: „Hvert verður tákn þess+ að Jehóva lækni mig svo að ég geti farið upp til húss Jehóva ekki á morgun heldur hinn?“ 9 Jesaja svaraði: „Þetta er táknið sem Jehóva mun gefa til að þú sjáir að Jehóva ætlar að gera það sem hann hefur sagt: Hvort viltu að skugginn á stiganum* færist fram um tíu þrep eða aftur um tíu þrep?“+ 10 Hiskía svaraði: „Það er auðvelt fyrir skuggann að færast fram um tíu þrep en ekki að færast aftur um tíu þrep.“ 11 Þá hrópaði Jesaja spámaður til Jehóva sem lét skuggann á stiga Akasar færast aftur um þau tíu þrep sem hann hafði þegar farið niður.+

12 Um þetta leyti sendi Beródak Baladan Baladansson, konungur í Babýlon, bréf og gjöf til Hiskía því að hann hafði frétt af veikindum hans.+ 13 Hiskía tók vel á móti sendiboðunum og sýndi þeim alla fjárhirslu sína+ – silfrið, gullið, balsamolíuna og aðrar dýrindisolíur, vopnabúr sitt og allt sem var í fjárhirslunum. Það var ekkert í höll Hiskía eða nokkurs staðar í ríki hans sem hann sýndi þeim ekki.

14 Eftir það kom Jesaja spámaður til Hiskía konungs og spurði: „Hvað sögðu þessir menn og hvaðan komu þeir?“ „Þeir komu frá fjarlægu landi,“ svaraði Hiskía, „frá Babýlon.“+ 15 Þá spurði Jesaja: „Hvað sáu þeir í höllinni?“ „Þeir sáu allt í höllinni,“ svaraði Hiskía. „Það er ekkert í fjárhirslum mínum sem ég sýndi þeim ekki.“

16 Þá sagði Jesaja við Hiskía: „Hlustaðu á það sem Jehóva segir:+ 17 ‚Þeir dagar koma þegar allt í höll þinni og allt sem forfeður þínir hafa safnað til þessa dags verður flutt til Babýlonar.+ Ekkert verður eftir,‘ segir Jehóva. 18 ‚Og nokkrir af afkomendum þínum, sem þú átt eftir að eignast, verða teknir+ og gerðir að hirðmönnum í höll konungsins í Babýlon.‘“+

19 Hiskía sagði þá við Jesaja: „Það sem Jehóva hefur falið þér að segja er gott.“+ Og hann bætti við: „Ég er feginn að það verður friður og stöðugleiki* meðan ég lifi.“+

20 Það sem er ósagt af sögu Hiskía, öllu sem hann afrekaði og hvernig hann gerði tjörnina+ og vatnsleiðsluna og leiddi vatnið inn í borgina,+ er skráð í bókinni um sögu Júdakonunga. 21 Hiskía var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum.+ Manasse+ sonur hans varð konungur eftir hann.+

21 Manasse+ var 12 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í 55 ár í Jerúsalem.+ Móðir hans hét Hefsíba. 2 Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva og fylgdi viðbjóðslegum siðum þjóðanna+ sem Jehóva hafði hrakið burt undan Ísraelsmönnum.+ 3 Hann endurreisti fórnarhæðirnar sem Hiskía faðir hans hafði eytt,+ reisti ölturu handa Baal og gerði helgistólpa*+ eins og Akab Ísraelskonungur hafði gert.+ Hann féll fram fyrir öllum her himinsins og tilbað hann.+ 4 Hann reisti líka ölturu í húsi Jehóva+ þó að Jehóva hefði sagt: „Ég vil setja nafn mitt á Jerúsalem.“+ 5 Hann reisti ölturu handa öllum her himinsins+ í báðum forgörðum húss Jehóva.+ 6 Hann fórnaði syni sínum í eldi,* stundaði galdra, leitaði fyrirboða+ og réð andamiðla og spásagnarmenn.+ Hann gerði margt sem var illt í augum Jehóva og misbauð honum.

7 Helgistólpanum,*+ úthöggna líkneskinu sem hann hafði gert, kom hann fyrir í musterinu þó að Jehóva hefði sagt við Davíð og Salómon son hans: „Ég vil að nafn mitt sé alltaf í þessu húsi og í Jerúsalem sem ég hef valið úr öllum ættkvíslum Ísraels.+ 8 Ég mun sjá til þess að Ísraelsmenn hrökklist aldrei aftur burt úr landinu sem ég gaf forfeðrum þeirra,+ svo framarlega sem þeir fylgja vandlega öllum boðorðum mínum,+ öllum lögunum sem Móse þjónn minn lagði fyrir þá.“ 9 En þeir hlýddu ekki og Manasse leiddi þá á villigötur svo að þeir gerðust sekir um verri verk en þjóðirnar sem Jehóva hafði tortímt þegar Ísraelsmenn lögðu landið undir sig.+

10 Jehóva talaði fyrir milligöngu þjóna sinna, spámannanna,+ og sagði: 11 „Manasse Júdakonungur hefur framið allan þennan viðbjóð. Hann hefur unnið verri verk en allir Amorítarnir+ á undan honum+ og fengið Júda til að syndga með viðurstyggilegum skurðgoðum* sínum. 12 Þess vegna segir Jehóva Guð Ísraels: ‚Ég ætla að leiða slíka ógæfu yfir Jerúsalem+ og Júda að það mun óma í báðum eyrum allra sem heyra um það.+ 13 Ég ætla að mæla Jerúsalem með sömu mælisnúru+ og Samaríu+ og nota sömu lóðlínu og ég notaði á ætt Akabs.+ Ég mun þurrka Jerúsalem eins og þegar skál er þurrkuð og henni hvolft.+ 14 Ég mun yfirgefa þá sem eftir eru af fólki mínu*+ og gefa þá óvinum þeirra á vald. Allir óvinir þeirra munu ræna þá og taka þá að herfangi+ 15 vegna þess að þeir gerðu það sem er illt í mínum augum og hafa misboðið mér hvað eftir annað, allt frá þeim degi sem forfeður þeirra komu út úr Egyptalandi.‘“+

16 Ekki nóg með að Manasse hafi fengið Júda til að syndga og gera það sem var illt í augum Jehóva heldur úthellti hann líka svo miklu saklausu blóði að það fyllti Jerúsalem frá einum enda til annars.+ 17 Það sem er ósagt af sögu Manasse, öllu sem hann gerði og syndunum sem hann drýgði, er skráð í bókinni um sögu Júdakonunga. 18 Manasse var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum og jarðaður í garðinum við höll sína, í garði Ússa.+ Amón sonur hans varð konungur eftir hann.

19 Amón+ var 22 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í tvö ár í Jerúsalem.+ Móðir hans hét Mesúllemet og var dóttir Harúsar frá Jotba. 20 Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva, alveg eins og Manasse faðir hans.+ 21 Hann fetaði í fótspor föður síns í einu og öllu, þjónaði sömu viðurstyggilegu skurðgoðunum og faðir hans hafði þjónað og féll fram fyrir þeim.+ 22 Hann yfirgaf Jehóva, Guð forfeðra sinna, og gekk ekki á vegi Jehóva.+ 23 Dag einn gerðu þjónar Amóns konungs samsæri gegn honum og drápu hann í höll hans. 24 En fólkið í landinu drap alla þá sem höfðu gert samsæri gegn Amón konungi og gerði Jósía son hans að konungi í hans stað.+ 25 Það sem er ósagt af sögu Amóns og því sem hann gerði er skráð í bókinni um sögu Júdakonunga. 26 Hann var jarðaður í gröf sinni í garði Ússa+ og Jósía+ sonur hans varð konungur eftir hann.

22 Jósía+ var átta ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í 31 ár í Jerúsalem.+ Móðir hans hét Jedída og var dóttir Adaja frá Boskat.+ 2 Hann gerði það sem var rétt í augum Jehóva. Hann fetaði í fótspor Davíðs forföður síns+ í einu og öllu og vék hvorki til hægri né vinstri.

3 Á 18. stjórnarári sínu sendi Jósía konungur Safan ritara, son Asalja Mesúllamssonar, til húss Jehóva+ og sagði: 4 „Farðu til Hilkía+ æðstaprests og segðu honum að sækja peningana sem eru komnir í hús Jehóva+ og dyraverðirnir hafa safnað saman af fólkinu.+ 5 Peningarnir skulu fengnir þeim sem hafa umsjón með vinnunni í húsi Jehóva til að þeir geti greitt verkamönnunum sem vinna við að gera við skemmdirnar á* húsi Jehóva,+ 6 það er að segja handverksmönnunum, byggingarverkamönnunum og múrurunum. Þeir skulu síðan nota peningana til að kaupa timbur og tilhöggna steina til þess að gera við húsið.+ 7 Þeir þurfa ekki að gera grein fyrir fénu sem þeir fá því að þeim er treystandi.“+

8 Nokkru síðar sagði Hilkía æðstiprestur við Safan ritara:+ „Ég fann lögbókina+ í húsi Jehóva!“ Hilkía rétti Safan bókina og hann byrjaði að lesa hana.+ 9 Síðan fór Safan ritari til konungs og sagði: „Þjónar þínir hafa safnað saman peningunum sem voru í húsi Jehóva og afhent mönnunum sem hafa umsjón með vinnunni þar.“+ 10 Safan ritari sagði síðan við konung: „Hilkía prestur lét mig fá bók.“+ Og Safan las úr henni fyrir konunginn.

11 Þegar konungur heyrði það sem stóð í lögbókinni reif hann föt sín.+ 12 Síðan gaf hann Hilkía presti, Ahíkam+ Safanssyni, Akbór Míkajasyni, Safan ritara og Asaja þjóni konungs þessi fyrirmæli: 13 „Farið og spyrjið Jehóva fyrir mig, fólkið og allan Júda um það sem stendur í bókinni sem hefur fundist. Reiði Jehóva, sem hefur blossað upp gegn okkur, er mikil+ því að forfeður okkar hlýddu ekki því sem stendur í bókinni og fylgdu ekki þeim fyrirmælum sem þar eru skráð handa okkur.“

14 Hilkía prestur, Ahíkam, Akbór, Safan og Asaja fóru þá til Huldu spákonu.+ Hún var eiginkona Sallúms klæðavarðar, sonar Tíkva Harhassonar, og bjó í Nýja hverfinu* í Jerúsalem. Þar töluðu þeir við hana.+ 15 Hún sagði við þá: „Jehóva Guð Ísraels segir: ‚Segið manninum sem sendi ykkur til mín: 16 „Jehóva segir: ‚Ég leiði ógæfu yfir þennan stað og íbúa hans. Allt sem stendur í bókinni sem Júdakonungur hefur lesið+ mun rætast. 17 Reiði mín mun blossa upp gegn þessum stað og ekkert getur slökkt hana+ af því að þeir hafa yfirgefið mig, látið fórnarreyk stíga upp til annarra guða+ og misboðið mér með öllu sem þeir gera.‘“+ 18 En segið við Júdakonung sem sendi ykkur til að leita ráða hjá Jehóva: „Jehóva Guð Ísraels segir varðandi orðin sem þú heyrðir: 19 ‚Hjarta þitt var móttækilegt* og þú auðmýktir þig+ frammi fyrir Jehóva þegar þú heyrðir dóm minn yfir þessum stað og íbúum hans – að bölvun kæmi yfir þá og að fólk myndi fyllast óhug vegna þeirra. Þú reifst líka föt þín+ og grést frammi fyrir mér. Þess vegna hef ég heyrt bæn þína, segir Jehóva. 20 Og þess vegna læt ég þig safnast til forfeðra þinna* og þú verður lagður í gröf þína í friði. Þú þarft ekki að horfa upp á alla þá ógæfu sem ég leiði yfir þennan stað.‘“‘“ Þeir fluttu konungi svarið.

23 Konungur sendi nú boð og kallaði saman alla öldungana í Júda og Jerúsalem.+ 2 Síðan gekk konungur upp til húss Jehóva ásamt öllum Júdamönnum, öllum íbúum Jerúsalem, prestunum og spámönnunum – öllu fólkinu, ungum og gömlum. Hann las upp fyrir fólkið allt sem stóð í sáttmálsbókinni+ sem hafði fundist í húsi Jehóva.+ 3 Konungurinn stóð við súluna og gerði sáttmála* frammi fyrir Jehóva+ um að fylgja Jehóva og halda boðorð hans, fyrirmæli og ákvæði af öllu hjarta og allri sál.* Hann lofaði að framfylgja því sem kveðið var á um í sáttmálanum sem var skráður í þessari bók. Allt fólkið gekkst undir sáttmálann.+

4 Konungur skipaði síðan Hilkía+ æðstapresti, óæðri prestunum og dyravörðunum að fjarlægja úr musteri Jehóva öll áhöldin sem höfðu verið gerð handa Baal, helgistólpanum*+ og öllum her himinsins. Síðan brenndi hann þau fyrir utan Jerúsalem í hlíðum* Kedrondals og fór með öskuna til Betel.+ 5 Hann rak falsguðaprestana sem Júdakonungar höfðu skipað og höfðu fært fórnir* á fórnarhæðunum í borgum Júda og í nágrenni Jerúsalem. Hann rak einnig þá sem færðu fórnir handa Baal, sólinni, tunglinu, stjörnumerkjum dýrahringsins og öllum her himinsins.+ 6 Hann flutti helgistólpann*+ út úr húsi Jehóva, út fyrir Jerúsalem, og brenndi hann+ í Kedrondal. Hann muldi hann mélinu smærra og dreifði duftinu yfir grafir almúgans.+ 7 Í húsi Jehóva reif hann einnig húsakynni mannanna sem stunduðu musterisvændi,+ en þar ófu konur líka tjöld fyrir helgistólpann.*

8 Því næst flutti hann alla prestana út úr borgum Júda og afhelgaði* fórnarhæðirnar þar sem prestarnir höfðu fært fórnir, allt frá Geba+ til Beerseba.+ Hann reif líka niður fórnarhæðirnar sem voru fyrir utan hlið Jósúa borgarstjóra, á vinstri hönd þegar gengið var inn um borgarhliðið. 9 Prestar fórnarhæðanna máttu ekki þjóna við altari Jehóva í Jerúsalem+ en þeir fengu samt að borða ósýrt brauð með bræðrum sínum. 10 Hann afhelgaði einnig Tófet+ í Hinnomssonadal*+ svo að enginn gæti fórnað syni sínum eða dóttur í eldi* fyrir Mólek.+ 11 Hann sá til þess að hestarnir sem Júdakonungar höfðu helgað* sólinni fengju ekki að koma inn í hús Jehóva gegnum herbergi* Netans Meleks hirðmanns í súlnagöngunum. Og sólvagnana+ brenndi hann í eldi. 12 Konungurinn reif einnig niður ölturun sem Júdakonungar höfðu reist á þakinu+ á loftstofu Akasar og ölturun sem Manasse hafði reist í báðum forgörðum húss Jehóva.+ Hann braut þau og dreifði duftinu í Kedrondal. 13 Konungurinn afhelgaði fórnarhæðirnar rétt fyrir utan Jerúsalem, sunnan* við Fjall eyðingarinnar,* en Salómon Ísraelskonungur hafði reist þær handa Astarte, hinni viðbjóðslegu gyðju Sídoninga, Kamosi, hinum viðbjóðslega guði Móabs, og Milkóm,+ hinum viðurstyggilega guði Ammóníta.+ 14 Hann mölbraut helgisúlurnar og hjó niður helgistólpana*+ og þakti staðinn þar sem þeir höfðu verið með mannabeinum. 15 Hann reif líka niður altarið í Betel, fórnarhæðina sem Jeróbóam Nebatsson hafði reist og fékk Ísrael til að syndga.+ Þegar hann hafði rifið niður altarið og fórnarhæðina brenndi hann fórnarhæðina, muldi allt mélinu smærra og brenndi helgistólpann.*+

16 Þegar Jósía sneri sér við og sá grafirnar á fjallinu lét hann fjarlægja beinin úr gröfunum. Hann brenndi þau á altarinu og afhelgaði það eins og Jehóva hafði boðað fyrir milligöngu manns hins sanna Guðs sem sagði þessa hluti fyrir.+ 17 Síðan spurði hann: „Hvaða legsteinn er þetta sem ég sé þarna?“ Borgarmenn svöruðu: „Þetta er gröf manns hins sanna Guðs frá Júda+ sem sagði fyrir það sem þú hefur gert við altarið í Betel.“ 18 Þá sagði hann: „Látið hann hvíla í friði. Enginn má hreyfa við beinum hans.“ Þeir létu þá bein hans í friði og sömuleiðis bein spámannsins sem kom frá Samaríu.+

19 Jósía fjarlægði einnig öll hofin á fórnarhæðunum í borgum Samaríu,+ þau sem Ísraelskonungar höfðu reist og þannig misboðið Guði. Hann fór eins að og í Betel.+ 20 Öllum prestum fórnarhæðanna sem voru þar fórnaði hann á ölturunum og hann brenndi mannabein á þeim.+ Síðan sneri hann aftur til Jerúsalem.

21 Konungurinn skipaði öllu fólkinu: „Haldið páska+ fyrir Jehóva Guð ykkar eins og stendur í þessari sáttmálsbók.“+ 22 Slík páskahátíð hafði ekki verið haldin frá því að dómararnir dæmdu í Ísrael og aldrei á dögum Ísraelskonunga og Júdakonunga.+ 23 En nú, á 18. stjórnarári Jósía konungs, var slík páskahátíð haldin í Jerúsalem, Jehóva til heiðurs.

24 Jósía útrýmdi líka andamiðlunum, spásagnarmönnunum,+ húsgoðunum,*+ viðbjóðslegu skurðgoðunum* og allri þeirri viðurstyggð sem fyrirfannst í Júda og Jerúsalem. Þannig fylgdi hann fyrirmælum laganna+ sem voru skráð í bókinni sem Hilkía prestur hafði fundið í húsi Jehóva.+ 25 Enginn konungur á undan honum hafði verið eins og hann og snúið aftur til Jehóva af öllu hjarta, allri sál*+ og öllum mætti og fylgt öllum Móselögunum. Eftir hann kom heldur enginn sem jafnaðist á við hann.

26 Jehóva lét samt ekki af brennandi reiði sinni sem blossaði upp gegn Júda vegna þess sem Manasse gerði. Hann gerði svo margt illt sem misbauð honum.+ 27 Jehóva sagði: „Ég ætla einnig að reka Júda úr augsýn minni,+ alveg eins og ég gerði við Ísrael.+ Ég mun hafna Jerúsalem, borginni sem ég valdi, og húsinu sem ég sagði um: ‚Þar skal nafn mitt vera.‘“+

28 Það sem er ósagt af sögu Jósía og öllu sem hann gerði er skráð í bókinni um sögu Júdakonunga. 29 Á hans dögum fór Nekó faraó Egyptalandskonungur að Efratfljóti til móts við Assýríukonung. Jósía konungur fór til að berjast við hann en Nekó drap hann við Megiddó+ um leið og hann sá hann. 30 Þjónar hans fluttu lík hans á vagni frá Megiddó til Jerúsalem og jörðuðu hann í gröf hans. Fólkið í landinu smurði síðan Jóahas son Jósía og gerði hann að konungi í stað föður hans.+

31 Jóahas+ var 23 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í þrjá mánuði í Jerúsalem. Móðir hans hét Hamútal+ og var dóttir Jeremía frá Líbna. 32 Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva, alveg eins og forfeður hans höfðu gert.+ 33 Nekó faraó+ lét varpa honum í fangelsi í Ribla+ í Hamathéraði svo að hann gæti ekki ríkt í Jerúsalem. Síðan lagði hann sekt á landið, 100 talentur* af silfri og eina talentu af gulli.+ 34 Nekó faraó gerði Eljakím Jósíason að konungi í stað Jósía föður hans og breytti nafni hans í Jójakím. En hann tók Jóahas með sér til Egyptalands+ og þar dó hann.+ 35 Jójakím greiddi faraó silfrið og gullið en þurfti að skattleggja landið til að geta greitt silfrið sem faraó krafðist. Hann innheimti silfur og gull af öllum íbúum landsins í samræmi við fjárhag hvers og eins og greiddi það síðan Nekó faraó.

36 Jójakím+ var 25 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í 11 ár í Jerúsalem.+ Móðir hans hét Sebúdda og var dóttir Pedaja frá Rúma. 37 Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva,+ alveg eins og forfeður hans höfðu gert.+

24 Á dögum Jójakíms réðst Nebúkadnesar+ konungur Babýlonar inn í landið og Jójakím laut valdi hans í þrjú ár. En síðan gerði hann uppreisn gegn honum. 2 Þá sendi Jehóva ránsflokka Kaldea,+ Sýrlendinga, Móabíta og Ammóníta gegn Jójakím. Jehóva sendi þá til að eyða Júda eins og hann hafði sagt+ fyrir milligöngu þjóna sinna, spámannanna. 3 Já, þetta kom fyrir Júda að fyrirskipun Jehóva. Hann vildi reka Júdamenn úr augsýn sinni+ vegna allra þeirra synda sem Manasse hafði drýgt+ 4 og vegna þess saklausa blóðs sem hann hafði úthellt.+ Hann fyllti Jerúsalem af saklausu blóði og Jehóva vildi ekki fyrirgefa það.+

5 Það sem er ósagt af sögu Jójakíms og öllu sem hann gerði er skráð í bókinni um sögu Júdakonunga.+ 6 Jójakím var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum+ og Jójakín sonur hans varð konungur eftir hann.

7 Egyptalandskonungur hætti sér aldrei aftur í herferð úr landi sínu því að konungur Babýlonar hafði lagt undir sig allt landsvæðið sem hafði áður tilheyrt honum,+ allt frá Egyptalandsá*+ að Efratfljóti.+

8 Jójakín+ var 18 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í þrjá mánuði í Jerúsalem.+ Móðir hans hét Nehústa og var dóttir Elnatans frá Jerúsalem. 9 Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva, alveg eins og faðir hans. 10 Um þetta leyti fóru menn Nebúkadnesars Babýlonarkonungs í herferð til Jerúsalem og settust um borgina.+ 11 Nebúkadnesar Babýlonarkonungur kom til borgarinnar meðan menn hans sátu um hana.

12 Jójakín Júdakonungur gekk þá út til Babýlonarkonungs+ ásamt móður sinni, þjónum sínum, höfðingjum* og hirðmönnum+ og Babýlonarkonungur tók hann til fanga. Þetta var á áttunda stjórnarári hans.+ 13 Hann flutti alla fjársjóðina úr húsi Jehóva og konungshöllinni+ og braut öll gulláhöldin sem Salómon Ísraelskonungur hafði gert fyrir musteri Jehóva.+ Allt þetta gerðist eins og Jehóva hafði sagt. 14 Hann flutti alla íbúa Jerúsalem í útlegð, alla höfðingjana,+ alla stríðskappana og alla handverksmenn og málmsmiði,*+ alls 10.000 manns. Enginn var skilinn eftir nema fátækustu íbúar landsins.+ 15 Hann flutti Jójakín+ í útlegð til Babýlonar+ ásamt konungsmóðurinni, eiginkonum konungs, hirðmönnum hans og merkustu mönnum landsins. Hann flutti þau í útlegð frá Jerúsalem til Babýlonar. 16 Konungur Babýlonar flutti einnig alla hermennina, 7.000 talsins, í útlegð til Babýlonar, og auk þess 1.000 handverksmenn og málmsmiði.* Þeir voru allir miklir kappar og þjálfaðir í hernaði. 17 Konungur Babýlonar gerði Mattanja föðurbróður Jójakíns+ að konungi í hans stað og breytti nafni hans í Sedekía.+

18 Sedekía var 21 árs þegar hann varð konungur og hann ríkti í 11 ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Hamútal+ og var dóttir Jeremía frá Líbna. 19 Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva, alveg eins og Jójakím.+ 20 Það sem gerðist í Jerúsalem og Júda vakti reiði Jehóva og að lokum rak hann íbúana burt úr augsýn sinni.+ Sedekía gerði uppreisn gegn Babýlonarkonungi.+

25 Á níunda stjórnarári Sedekía, á tíunda degi tíunda mánaðarins, kom Nebúkadnesar+ konungur Babýlonar til Jerúsalem+ ásamt öllum her sínum. Hann settist um borgina og reisti árásarvirki allt í kringum hana.+ 2 Umsátrið stóð fram á 11. stjórnarár Sedekía konungs. 3 Á níunda degi fjórða mánaðarins, þegar hungursneyðin var orðin mikil+ í borginni og landsmenn höfðu ekkert að borða,+ 4 var brotið skarð í borgarmúrinn.+ Um nóttina, meðan Kaldear umkringdu borgina, flúðu allir hermennirnir út um hliðið milli múranna tveggja við garð konungs og konungurinn flúði í átt að Araba.+ 5 En her Kaldea elti konunginn og náði honum á eyðisléttum Jeríkó. Allir hermenn hans yfirgáfu hann og tvístruðust. 6 Kaldear gripu þá konung+ og fóru með hann til Babýlonarkonungs í Ribla þar sem kveðinn var upp dómur yfir honum. 7 Synir Sedekía voru drepnir fyrir augunum á honum. Nebúkadnesar blindaði síðan Sedekía, setti hann í koparhlekki og flutti hann til Babýlonar.+

8 Á sjöunda degi fimmta mánaðarins, það er á 19. stjórnarári Nebúkadnesars Babýlonarkonungs, kom Nebúsaradan+ til Jerúsalem, en hann var varðforingi í þjónustu Babýlonarkonungs.+ 9 Hann brenndi hús Jehóva,+ konungshöllina*+ og öll hús í Jerúsalem.+ Hann brenndi líka hús allra stórmenna í borginni.+ 10 Allur her Kaldea sem var undir forystu varðforingjans reif niður múrana umhverfis Jerúsalem.+ 11 Nebúsaradan varðforingi flutti í útlegð þá sem eftir voru í borginni, liðhlaupana sem höfðu gengið til liðs við konung Babýlonar og alla aðra sem eftir voru.+ 12 En varðforinginn skildi eftir nokkra af fátækustu íbúum landsins til að rækta víngarða og vinna kvaðavinnu.+ 13 Kaldearnir brutu koparsúlurnar+ í húsi Jehóva og einnig vagnana+ og koparhafið+ sem voru í húsi Jehóva og fluttu koparinn til Babýlonar.+ 14 Þeir tóku líka föturnar, skóflurnar, skarklippurnar, bikarana og öll koparáhöldin sem voru notuð við þjónustuna í musterinu. 15 Varðforinginn tók eldpönnurnar og skálarnar sem voru úr ekta gulli+ og silfri.+ 16 Koparinn í súlunum tveim, hafinu og vögnunum sem Salómon hafði gert fyrir hús Jehóva var svo mikill að ekki var hægt að vigta hann.+ 17 Súlurnar voru hvor um sig 18 álnir* á hæð+ og súlnahöfuðin voru úr kopar. Höfuðin voru þrjár álnir á hæð og netin og granateplin allt í kringum þau voru úr kopar.+ Súlurnar tvær og skreytingarnar á þeim voru alveg eins.

18 Varðforinginn flutti einnig með sér Seraja+ yfirprest, Sefanía+ prest, sem var næstur honum, og dyraverðina þrjá.+ 19 Úr borginni tók hann hirðmanninn sem var yfir hermönnunum, fimm af nánustu ráðgjöfum konungs sem fundust í borginni, ritara hershöfðingjans, sem kvaddi landsmenn í herinn, og 60 almúgamenn sem voru enn í borginni. 20 Nebúsaradan+ varðforingi tók þá og flutti þá til Babýlonarkonungs í Ribla.+ 21 Konungur Babýlonar lét taka þá af lífi í Ribla í Hamathéraði.+ Þannig voru íbúar Júda fluttir í útlegð úr landi sínu.+

22 Nebúkadnesar Babýlonarkonungur setti Gedalja,+ son Ahíkams+ Safanssonar,+ yfir fólkið sem hann hafði skilið eftir í Júda.+ 23 Þegar allir hershöfðingjarnir og menn þeirra fréttu að Babýlonarkonungur hefði falið Gedalja að fara með forystuna fóru þeir þegar í stað til Gedalja í Mispa. Það voru þeir Ísmael Netanjason, Jóhanan Kareason, Seraja, sonur Tanhúmets frá Netófa, og Jaasanja sonur Maakatíta og menn þeirra.+ 24 Gedalja vann þeim og mönnum þeirra eið og sagði: „Verið óhræddir að lúta valdi Kaldea. Verið um kyrrt í landinu og þjónið konungi Babýlonar. Þá mun ykkur ganga allt í haginn.“+

25 En í sjöunda mánuðinum kom Ísmael,+ sonur Netanja Elísamasonar, sem var af konungsættinni, til Mispa ásamt tíu mönnum. Þeir drápu Gedalja og Gyðingana og Kaldeana sem voru hjá honum.+ 26 Allt fólkið tók sig þá upp, ungir sem gamlir, þar á meðal herforingjarnir, og fór til Egyptalands+ því að það var hrætt við Kaldea.+

27 Árið sem Evíl Meródak varð konungur í Babýlon lét hann Jójakín+ Júdakonung lausan* úr fangelsi. Það var á 37. útlegðarári Jójakíns Júdakonungs, á 27. degi 12. mánaðarins.+ 28 Hann talaði vingjarnlega við hann og veitti honum meiri heiður en hinum konungunum* sem voru hjá honum í Babýlon. 29 Jójakín fór úr fangabúningnum og borðaði hjá konungi það sem eftir var ævinnar. 30 Hann fékk daglegan matarskammt frá konungi það sem eftir var ævinnar.

Sem þýðir ‚Guð minn er Jehóva‘.

Það er, bróðir Ahasía.

„Synir spámannanna“ virðast hafa verið hópur sem fékk spámannsmenntun eða samfélag spámanna.

Eða „spámannsklæði sín“.

Eða „tvo hluta“.

Eða „vindur“.

Eða „varð vandræðalegur“.

Eða hugsanl. „landið veldur fósturlátum“.

Eða hugsanl. „fósturlátum“.

Orðrétt „sem hellti vatni yfir hendur Elía“.

Orðrétt „stend frammi fyrir“.

Eða „tónlistarmann“.

Eða „flóðdal“.

Eða „var ekkert eftir nema múrinn umhverfis Kír Hareset“.

Eða „frelsað Sýrlendinga“.

Eða „haldinn húðsjúkdómi“.

Hugsanlega er átt við Naaman.

Talenta jafngilti 34,2 kg. Sjá viðauka B14.

Orðrétt „blessun“.

Orðrétt „stend frammi fyrir“.

Orðrétt „hús“.

Staður í Samaríu, hugsanlega hæð eða virki.

Orðrétt „þjóð“.

Kab jafngilti 1,22 l. Sjá viðauka B14.

Eða „næst líkama sínum“.

Sea jafngilti 7,33 l. Sjá viðauka B14.

Sikill jafngilti 11,4 g. Sjá viðauka B14.

Eða „á mörkuðum“.

Orðrétt „húsi konungs“.

Eða „breiddi það yfir andlit hans“.

Það er, afkomanda.

Orðrétt „dóttir“.

Stytting á Ramót í Gíleað.

Eða „veikur“.

Orðrétt „öllum sem pissa utan í vegg“. Niðrandi hebreskt orðasamband notað um karlmenn.

Orðrétt „sonur“.

Eða „hjáguðadýrkun“.

Orðrétt „ókum tvíeykjum“.

Eða „augnskugga“.

Eða „réttlát“.

Orðrétt „að ekkert af orðum Jehóva … fellur til jarðar“.

Orðrétt „bundu“. Að því er virðist staður þar sem sauðir voru bundnir fyrir rúningu.

Eða „blessaði hann“.

Eða „Er hjarta þitt heilt gagnvart mér eins og hjarta mitt er gagnvart hjarta þínu?“

Eða „sjáðu hve kappsamur ég er vegna Jehóva“.

Orðrétt „hús“.

Orðrétt „hlauparana“.

Orðrétt „inn í borgina“. Ef til vill var þetta bygging sem líktist virki.

Eða „skerða landsvæði Ísraels“.

Orðrétt „Kareanna“.

Orðrétt „hlauparanna“.

Eða „sáttmála“.

Eða „musterið“.

Orðrétt „þegar hann fer út og þegar hann kemur inn“.

Hugsanlega bókrolla með lögum Guðs.

Orðrétt „húss“.

Orðrétt „Kareunum“.

Eða „frá kunningjum sínum“.

Eða „sprungur“.

Eða „lögðu peningana í poka“. Orðrétt „bundu saman peningana“.

Eða „Bet Milló“.

Eða „reyndi að milda Jehóva“.

Það er, við frið og öryggi.

Sjá orðaskýringar.

Það er, Jeróbóam annar.

Líklega á vorin.

Orðrétt „augliti sínu“.

Eða „augliti til auglitis“.

Orðrétt „í tjald sitt“.

Um 178 m. Sjá viðauka B14.

Það er, Jeróbóam annar.

Sem þýðir ‚Jehóva hefur hjálpað‘. Hann er nefndur Ússía í 2Kon 15:13; 2Kr 26:1–23; Jes 6:1 og Sak 14:5.

Það er, Amasía faðir hans.

Eða „staðnum þar sem farið er inn í Hamat“.

Það er, Saltasjávar (Dauðahafs).

Það er, Jeróbóams annars.

Sem þýðir ‚Jehóva hefur hjálpað‘. Hann er nefndur Ússía í 2Kon 15:13; 2Kr 26:1–23; Jes 6:1 og Sak 14:5.

Talenta jafngilti 34,2 kg. Sjá viðauka B14.

Sikill jafngilti 11,4 g. Sjá viðauka B14.

Hér virðist átt við 20. árið eftir að Jótam varð konungur, það er, fjórða stjórnarár Akasar.

Orðrétt „lét jafnvel son sinn ganga gegnum eldinn“.

Eða „Júdamenn“.

Sem þýðir ‚Jehóva styrkir‘.

Hugsanlega er átt við níunda árið frá því að Hósea var viðurkenndur sem konungur.

Orðrétt „óttuðust“.

Það er, alls staðar, óháð íbúafjölda.

Sjá orðaskýringar.

Hebreska orðið lýsir fyrirlitningu. Hugsanlegt er að það sé skylt orði sem merkir ‚mykja‘.

Eða „tvö steypt kálfalíkneski“.

Sjá orðaskýringar.

Orðrétt „létu þeir syni sína og dætur ganga gegnum eldinn“.

Eða „tilbað“.

Eða „þekkja ekki trúarsiði landsguðsins“.

Orðrétt „óttast“.

Eða „sína eigin guði“.

Eða „samkvæmt trúarsiðum þjóðanna“.

Eða „trúarsiði“.

Orðrétt „óttast“.

Eða „trúarsiði“.

Hugsanlega er átt við þriðja árið frá því að Hósea var viðurkenndur sem konungur.

Stytting á nafninu Abía.

Sjá orðaskýringar.

Eða „Nehústan“.

Það er, alla staði, óháð íbúafjölda.

Talenta jafngilti 34,2 kg. Sjá viðauka B14.

Orðrétt „hjó“.

Eða „tartan“.

Eða „rabsaris“.

Eða „rabsake“.

Eða „sagnaritari“.

Eða „sýrlensku“.

Orðrétt „komið út til mín“.

Eða „sagnaritari“.

Eða „hirtingar“.

Orðrétt „komin í burðarliðinn“.

Eða „rabsake“.

Orðrétt „setja í hann anda“.

Eða „helguðu þau eyðingu“. Sjá orðaskýringar.

Orðrétt „því“.

Eða hugsanl. „á milli kerúbanna“.

Eða „alla áveituskurði Nílar í Egyptalandi“.

Orðrétt „gert“.

Eða „mótað“.

Það er, Hiskía.

Eða „sem sprettur af korni sem menn hafa misst niður“.

Orðrétt „húsi“.

Orðrétt „á þriðja degi“.

Orðrétt „daga“.

Ef til vill voru þrepin í stiganum notuð til að sýna tíma dags og svipaði þannig til sólskífu.

Eða „sannleikur“.

Sjá orðaskýringar.

Orðrétt „lét son sinn ganga gegnum eldinn“.

Sjá orðaskýringar.

Hebreska orðið lýsir fyrirlitningu. Hugsanlegt er að það sé skylt orði sem merkir ‚mykja‘.

Orðrétt „arfleifð minni“.

Eða „sprungurnar í“.

Eða „Öðru hverfinu“.

Orðrétt „mjúkt“.

Ljóðræn lýsing á dauðanum.

Eða „endurnýjaði sáttmálann“.

Sjá orðaskýringar.

Sjá orðaskýringar.

Eða „gróðurstöllum“.

Eða „fórnarreyk“.

Sjá orðaskýringar.

Sjá orðaskýringar.

Það er, gerði þær ónothæfar til tilbeiðslu.

Sjá orðaskýringar, „Gehenna“.

Orðrétt „látið son sinn eða dóttur ganga gegnum eldinn“.

Orðrétt „gefið“.

Eða „matsal“.

Orðrétt „hægra megin“. Suður er til hægri þegar maður snýr í austur.

Það er, Olíufjallið, einkum syðsti hluti þess, einnig nefndur Skaðræðisfjall.

Sjá orðaskýringar.

Sjá orðaskýringar.

Eða „skurðgoðunum“.

Hebreska orðið lýsir fyrirlitningu. Hugsanlegt er að það sé skylt orði sem merkir ‚mykja‘.

Sjá orðaskýringar.

Talenta jafngilti 34,2 kg. Sjá viðauka B14.

Eða „Egyptalandsflóðdal“. Sjá orðaskýringar, „flóðdalur“.

Eða „prinsum“.

Eða hugsanl. „þá sem reisa varnarvirki“.

Eða hugsanl. „þá sem reisa varnarvirki“.

Orðrétt „hús konungs“.

Alin jafngilti 44,5 cm. Sjá viðauka B14.

Orðrétt „hóf hann upp höfuð Jójakíns Júdakonungs“.

Eða „setti hásæti hans ofar hásætum hinna konunganna“.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila