FYRSTA MÓSEBÓK
1 Í upphafi skapaði Guð himin* og jörð.+
2 Jörðin var þá auð og tóm. Myrkur lá yfir djúpinu*+ og kraftur Guðs+ var að verki* yfir vötnunum.+
3 Guð sagði: „Verði ljós.“ Og það varð ljós.+ 4 Guð sá að ljósið var gott og hann aðskildi ljósið og myrkrið. 5 Guð kallaði ljósið dag en myrkrið nótt.+ Það varð kvöld og það varð morgunn. Þetta var fyrsti dagurinn.
6 Síðan sagði Guð: „Víðátta*+ verði milli vatnanna til að skilja vötn frá vötnum.“+ 7 Þá gerði Guð víðáttuna og aðskildi vötnin til að önnur þeirra yrðu undir víðáttunni og hin yfir henni.+ Og sú varð raunin. 8 Guð kallaði víðáttuna himin. Það varð kvöld og það varð morgunn. Þetta var annar dagurinn.
9 Síðan sagði Guð: „Vötnin undir himninum safnist saman á einum stað svo að þurrlendið komi í ljós.“+ Og sú varð raunin. 10 Guð kallaði þurrlendið jörð+ en vötnin sem höfðu safnast saman kallaði hann haf.+ Og Guð sá að það var gott.+ 11 Síðan sagði Guð: „Jörðin láti spretta af sér gras, fræplöntur og aldintré sem hvert beri ávöxt og fræ eftir sinni tegund.“ Og sú varð raunin. 12 Jörðin fór að gefa af sér gras, fræplöntur+ og tré sem bera ávöxt með fræjum, hvert eftir sinni tegund. Og Guð sá að það var gott. 13 Það varð kvöld og það varð morgunn. Þetta var þriðji dagurinn.
14 Síðan sagði Guð: „Ljósgjafar*+ verði á himni* til að skilja að dag og nótt.+ Þeir skulu vera tákn til að afmarka tíðir, daga og ár.+ 15 Þeir skulu vera ljósgjafar á himni* sem skína á jörðina.“ Og sú varð raunin. 16 Guð gerði stóru ljósgjafana tvo, hinn stærri til að ríkja yfir deginum+ og hinn minni til að ríkja yfir nóttinni. Hann gerði einnig stjörnurnar.+ 17 Guð setti ljósgjafana á himininn* til að skína á jörðina, 18 ríkja á daginn og á nóttinni og greina ljósið frá myrkrinu.+ Og Guð sá að það var gott. 19 Það varð kvöld og það varð morgunn. Þetta var fjórði dagurinn.
20 Síðan sagði Guð: „Vötnin verði iðandi af lifandi skepnum* og fleyg dýr* fljúgi um víðáttu himins, hátt yfir jörðinni.“+ 21 Guð skapaði stóru sjávardýrin* og allar lifandi skepnur sem vötnin eru iðandi af, hverja eftir sinni tegund, og eins öll fleyg dýr, hvert eftir sinni tegund. Og Guð sá að það var gott. 22 Guð blessaði dýrin og sagði: „Verið frjósöm, fjölgið ykkur og fyllið vötn sjávarins,+ og fleygum dýrum fjölgi á jörðinni.“ 23 Það varð kvöld og það varð morgunn. Þetta var fimmti dagurinn.
24 Síðan sagði Guð: „Jörðin leiði fram lifandi skepnur, hverja eftir sinni tegund, búfé, dýr sem skríða* á jörðinni og villt dýr, hvert eftir sinni tegund.“+ Og sú varð raunin. 25 Guð gerði villtu dýrin, hvert eftir sinni tegund, búféð, hvert eftir sinni tegund, og öll dýr sem skríða á jörðinni, hvert eftir sinni tegund. Og Guð sá að það var gott.
26 Síðan sagði Guð: „Gerum+ manninn eftir okkar mynd,+ líkan okkur.+ Setjum hann yfir fiska hafsins, fleyg dýr himins, búfénaðinn og alla jörðina og öll dýr sem skríða á jörðinni.“+ 27 Guð skapaði manninn eftir sinni mynd. Hann skapaði hann eftir Guðs mynd. Hann skapaði þau karl og konu.+ 28 Og Guð blessaði þau og sagði við þau: „Verið frjósöm, fjölgið ykkur og fyllið jörðina.+ Leggið hana undir ykkur+ og ríkið yfir+ fiskum hafsins, fleygum dýrum himins og öllum dýrum sem lifa og hrærast á jörðinni.“
29 Síðan sagði Guð: „Nú gef ég ykkur allar fræplöntur jarðar og öll tré sem bera ávöxt með fræi. Það skal vera ykkur til matar.+ 30 Og öllum villtum dýrum jarðar, öllum fleygum dýrum himins og öllu sem lifir og hrærist á jörðinni gef ég allan grænan gróður til matar.“+ Og sú varð raunin.
31 Og Guð leit á allt sem hann hafði gert og sá að það var mjög gott.+ Það varð kvöld og það varð morgunn. Þetta var sjötti dagurinn.
2 Þannig voru himinn og jörð fullgerð og allt sem tilheyrir þeim.*+ 2 Þegar sjöundi dagurinn rann upp hafði Guð lokið verki sínu sem hann hafði unnið. Og sjöunda daginn tók hann sér hvíld frá öllu verki sínu.+ 3 Guð blessaði sjöunda daginn og helgaði hann, en á honum hefur hann hvílst eftir að hafa skapað allt sem hann ætlaði sér.
4 Þetta er sagan um uppruna himins og jarðar. Hún fjallar um þann tíma þegar jörðin og himinninn voru sköpuð, um þann dag sem Jehóva* Guð gerði þau.+
5 Þá voru engir runnar á jörðinni og enginn gróður byrjaður að vaxa því að Jehóva Guð hafði ekki látið rigna á jörðina og enginn maður var til að rækta hana. 6 En móða steig upp af jörðinni og vökvaði allt yfirborð jarðar.
7 Þá mótaði Jehóva Guð manninn af mold+ jarðar og blés lífsanda+ í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi vera.*+ 8 Jehóva Guð plantaði auk þess garð í Eden,+ í austri, og þar setti hann manninn sem hann hafði mótað.+ 9 Jehóva Guð lét vaxa af jörðinni alls konar tré sem voru falleg og báru góðan ávöxt, og einnig tré lífsins+ í miðjum garðinum og skilningstré góðs og ills.+
10 Fljót rann frá Eden til að vökva garðinn og þaðan kvíslaðist það í fjögur fljót. 11 Fyrsta fljótið heitir Píson. Það rennur um allt Havílaland þar sem gull er að finna. 12 Gullið í landinu er hreint. Þar er líka að finna bedellíumkvoðu og ónyxstein. 13 Annað fljótið heitir Gíhon en það rennur um allt Kúsland. 14 Þriðja fljótið heitir Kíddekel*+ og rennur fyrir austan Assýríu.+ Og fjórða fljótið er Efrat.+
15 Jehóva Guð tók manninn og setti hann í Edengarðinn til að hann myndi rækta hann og gæta hans.+ 16 Jehóva Guð gaf manninum þessi fyrirmæli: „Þú mátt borða eins og þig lystir af öllum trjám í garðinum.+ 17 En af skilningstré góðs og ills máttu ekki borða því að sama dag og þú borðar af því muntu deyja.“*+
18 Síðan sagði Jehóva Guð: „Það er ekki gott fyrir manninn að vera áfram einn. Ég ætla að gera honum félaga sem bætir hann upp og getur stutt hann.“*+ 19 Jehóva Guð hafði mótað af moldinni öll villt dýr jarðar og öll fleyg dýr himins. Nú leiddi hann þau fram fyrir manninn til að sjá hvað hann myndi kalla þau. Og dýrin* fengu hvert og eitt það heiti sem maðurinn gaf þeim.+ 20 Þannig gaf maðurinn öllu búfénu nafn og eins fleygum dýrum himins og öllum villtum dýrum jarðar. En hann átti engan félaga við sitt hæfi sem gat stutt hann. 21 Jehóva Guð lét þá manninn falla í djúpan svefn. Meðan hann svaf tók hann eitt af rifbeinum hans og lokaði síðan aftur holdinu. 22 Og Jehóva Guð bjó til konu úr rifbeininu sem hann hafði tekið úr manninum og leiddi hana til mannsins.+
23 Þá sagði maðurinn:
„Loksins er hér bein af mínum beinum
og hold af mínu holdi.
Hún skal kvenmaður kallast
því að af karlmanni er hún tekin.“+
24 Af þeirri ástæðu yfirgefur maður föður sinn og móður og binst* konu sinni og þau verða eitt.*+ 25 Þau voru bæði nakin,+ maðurinn og kona hans, en þau fóru samt ekki hjá sér.
3 Höggormurinn+ var varkárari* en nokkurt annað villt dýr jarðar sem Jehóva Guð hafði gert. Hann sagði við konuna: „Sagði Guð í alvöru að þið mættuð ekki borða af öllum trjám í garðinum?“+ 2 Þá sagði konan við höggorminn: „Við megum borða af ávöxtum trjánna í garðinum.+ 3 En Guð sagði um ávöxt trésins sem er í miðjum garðinum:+ ‚Þið megið ekki borða af honum og ekki einu sinni snerta hann. Ef þið gerið það munuð þið deyja.‘“ 4 Þá sagði höggormurinn við konuna: „Þið munuð ekki deyja, svo mikið er víst.+ 5 En Guð veit að sama dag og þið borðið af honum munu augu ykkar opnast og þið verðið eins og Guð og vitið hvað er gott og illt.“+
6 Þá sá konan að á trénu voru girnilegir ávextir og það freistaði hennar, já, tréð leit vel út. Hún tók af ávexti þess og borðaði.+ Seinna, þegar maðurinn hennar var með henni, gaf hún honum einnig og hann borðaði líka.+ 7 Þá opnuðust augu þeirra beggja og þeim varð ljóst að þau voru nakin. Þau saumuðu því saman fíkjuviðarblöð og gerðu sér mittisskýlur.+
8 Seinna heyrðu þau rödd Jehóva Guðs þegar hann gekk um í garðinum í kvöldgolunni. Maðurinn og kona hans földu sig þá fyrir Jehóva Guði milli trjánna í garðinum. 9 Jehóva Guð kallaði aftur og aftur á manninn og sagði: „Hvar ertu?“ 10 Loks svaraði hann: „Ég heyrði rödd þína í garðinum. En ég varð hræddur því að ég var nakinn, og ég faldi mig.“ 11 Þá sagði hann: „Hver sagði þér að þú værir nakinn?+ Hefurðu borðað af trénu sem ég bannaði þér að borða af?“+ 12 Maðurinn svaraði: „Konan sem þú gafst mér, hún gaf mér ávöxt af trénu og þess vegna borðaði ég.“ 13 „Hvað hefurðu gert?“ sagði Jehóva Guð þá við konuna. „Höggormurinn blekkti mig og þess vegna borðaði ég,“+ svaraði konan.
14 Þá sagði Jehóva Guð við höggorminn:+ „Þar sem þú gerðir þetta skaltu vera bölvaður meðal alls búfénaðar og meðal allra villtra dýra jarðar. Á kviði þínum muntu skríða og þú munt éta mold alla ævidaga þína. 15 Ég set fjandskap+ milli þín+ og konunnar+ og milli afkomenda þinna+ og afkomanda* hennar.+ Hann mun kremja* höfuð þitt+ og þú munt höggva hann í hælinn.“*+
16 Við konuna sagði hann: „Ég mun auka mjög á þjáningar þínar þegar þú gengur með barn og það verður sársaukafullt fyrir þig að fæða. Þú munt þrá að vera með manni þínum en hann mun ráða yfir þér.“
17 Og við Adam* sagði hann: „Þar sem þú hlustaðir á konu þína og borðaðir af trénu sem ég bannaði þér að borða af+ þá sé jörðin* bölvuð þín vegna.+ Þú skalt strita við að afla þér matar* af henni allt þitt líf.+ 18 Hún mun færa þér þyrna og þistla og þú skalt nærast á gróðri hennar. 19 Með svita muntu erfiða fyrir* brauði* þínu þar til þú hverfur aftur til jarðar því að af henni ertu tekinn.+ Þú ert mold og þú skalt snúa aftur til moldar.“+
20 Adam nefndi konu sína Evu* því að hún átti að verða móðir allra sem lifa.+ 21 Og Jehóva Guð gerði skinnkyrtla handa Adam og konu hans sem þau klæddu sig í.+ 22 Síðan sagði Jehóva Guð: „Nú er maðurinn orðinn sem einn af okkur þar sem hann veit hvað er gott og illt.+ Svo að hann rétti nú ekki út höndina og taki líka ávöxt af tré lífsins+ og borði og lifi að eilífu …“ 23 Síðan rak Jehóva Guð hann út úr Edengarðinum.+ Hann átti að rækta jörðina sem hann var tekinn af.+ 24 Þannig rak hann manninn burt og setti kerúbana+ fyrir austan Edengarðinn og logandi sverð sem snerist án afláts. Þetta gerði hann til að gæta vegarins að tré lífsins.
4 Adam hafði kynmök við Evu konu sína og hún varð barnshafandi.+ Þegar hún fæddi Kain+ sagði hún: „Ég hef eignast* dreng með hjálp Jehóva.“ 2 Seinna fæddi hún Abel+ bróður hans.
Abel varð fjárhirðir en Kain jarðyrkjumaður. 3 Dag einn tók Kain hluta af uppskerunni og færði Jehóva að fórn. 4 En Abel færði fórn af frumburðum hjarðar sinnar+ ásamt fitu þeirra. Jehóva leit með velþóknun á Abel og fórn hans+ 5 en hann leit ekki með velþóknun á Kain og fórn hans. Þá varð Kain ákaflega reiður og bitur.* 6 „Hvers vegna ertu svona reiður og bitur?“ spurði Jehóva hann. 7 „Hlýturðu ekki velþóknun mína* ef þú snýrð af rangri braut og gerir það sem er gott? En ef þú gerir það ekki liggur syndin við dyrnar og vill ná þér á sitt vald. Þú verður að ná tökum á henni.“
8 Kain sagði þá við Abel bróður sinn: „Förum út á engið.“ Þegar þeir voru þar réðst Kain á Abel bróður sinn og drap hann.+ 9 Seinna spurði Jehóva Kain: „Hvar er Abel bróðir þinn?“ „Það veit ég ekki,“ svaraði hann. „Á ég að passa upp á bróður minn?“ 10 Þá sagði Guð: „Hvað hefurðu gert? Hlustaðu, blóð bróður þíns hrópar til mín af jörðinni!+ 11 Héðan í frá ertu bölvaður og rekinn burt af jörðinni sem hefur opnað munn sinn til að taka á móti blóði bróður þíns sem þú úthelltir.+ 12 Þegar þú ræktar landið skal það ekki gefa þér uppskeru sína.* Þú verður flækingur og flóttamaður á jörðinni.“ 13 Kain sagði við Jehóva: „Refsingin fyrir synd mína er of þung til að bera. 14 Í dag rekur þú mig burt úr landinu og ég verð hulinn augliti þínu. Ég verð flækingur og flóttamaður á jörðinni. Ég er viss um að hver sem finnur mig mun drepa mig.“ 15 Jehóva sagði því við hann: „Hver sem drepur Kain skal gjalda fyrir það sjö sinnum.“*
Og Jehóva setti merki* á Kain til þess að enginn sem rækist á hann myndi drepa hann. 16 Síðan fór Kain burt frá augliti Jehóva og settist að í Útlegðarlandi,* austan við Eden.+
17 Kain hafði kynmök við konu sína+ og hún varð barnshafandi og fæddi Enok. Kain hófst handa við að byggja borg og nefndi hana í höfuðið á Enok syni sínum. 18 Þegar fram liðu stundir eignaðist Enok soninn Írad. Írad eignaðist Mehújael, Mehújael eignaðist Metúsael og Metúsael eignaðist Lamek.
19 Lamek tók sér tvær konur. Sú fyrri hét Ada og sú síðari Silla. 20 Ada fæddi Jabal. Hann var fyrstur í röð þeirra sem bjuggu í tjöldum og ræktuðu búfé. 21 Bróðir hans hét Júbal en hann var fyrsti hörpu- og flautuleikarinn. 22 Silla fæddi líka son, Túbal Kain. Hann smíðaði alls konar verkfæri úr kopar og járni. Systir Túbals Kains hét Naama. 23 Lamek orti þetta ljóð handa konum sínum, Ödu og Sillu:
„Leggið við hlustir, konur Lameks.
Hlýðið á orð mín:
Mann drap ég fyrir að veita mér sár,
já, ungmenni fyrir að slá mig.
24 Ef Kains skal hefnt 7 sinnum+
þá skal Lameks hefnt 77 sinnum.“
25 Adam hafði aftur kynmök við konu sína og hún fæddi son. Hún nefndi hann Set*+ því að „nú hefur Guð,“ sagði hún, „gefið mér* annan afkomanda í stað Abels sem Kain drap.“+ 26 Set eignaðist líka son og nefndi hann Enos.+ Á þeim tíma fór fólk að ákalla nafn Jehóva.
5 Þetta er bókin sem segir sögu* Adams. Daginn sem Guð skapaði Adam gerði Guð hann líkan sér.+ 2 Hann skapaði þau karl og konu.+ Daginn sem þau voru sköpuð+ blessaði hann þau og kallaði þau „menn“.*
3 Adam var 130 ára þegar hann eignaðist son líkan sér, eftir sinni mynd. Hann nefndi hann Set.+ 4 Eftir að Set fæddist lifði Adam í 800 ár og eignaðist syni og dætur. 5 Ævidagar Adams urðu alls 930 ár. Þá dó hann.+
6 Set var 105 ára þegar hann eignaðist Enos.+ 7 Eftir að Enos fæddist lifði Set í 807 ár og eignaðist syni og dætur. 8 Ævidagar Sets urðu alls 912 ár. Þá dó hann.
9 Enos var 90 ára þegar hann eignaðist Kenan. 10 Eftir að Kenan fæddist lifði Enos í 815 ár og eignaðist syni og dætur. 11 Ævidagar Enosar urðu alls 905 ár. Þá dó hann.
12 Kenan var 70 ára þegar hann eignaðist Mahalalel.+ 13 Eftir að Mahalalel fæddist lifði Kenan í 840 ár og eignaðist syni og dætur. 14 Ævidagar Kenans urðu alls 910 ár. Þá dó hann.
15 Mahalalel var 65 ára þegar hann eignaðist Jared.+ 16 Eftir að Jared fæddist lifði Mahalalel í 830 ár og eignaðist syni og dætur. 17 Ævidagar Mahalalels urðu alls 895 ár. Þá dó hann.
18 Jared var 162 ára þegar hann eignaðist Enok.+ 19 Eftir að Enok fæddist lifði Jared í 800 ár og eignaðist syni og dætur. 20 Ævidagar Jareds urðu alls 962 ár. Þá dó hann.
21 Enok var 65 ára þegar hann eignaðist Metúsala.+ 22 Eftir að Metúsala fæddist hélt Enok áfram að ganga með hinum sanna Guði* í 300 ár og eignaðist syni og dætur. 23 Ævidagar Enoks urðu alls 365 ár. 24 Enok gekk með hinum sanna Guði.+ Síðan sást hann ekki framar því að Guð tók hann.+
25 Metúsala var 187 ára þegar hann eignaðist Lamek.+ 26 Eftir að Lamek fæddist lifði Metúsala í 782 ár og eignaðist syni og dætur. 27 Ævidagar Metúsala urðu alls 969 ár. Þá dó hann.
28 Lamek var 182 ára þegar hann eignaðist son. 29 Hann nefndi hann Nóa*+ og sagði: „Hann mun veita okkur lausn* undan erfiði og striti handa okkar á jörðinni sem Jehóva lýsti bölvun yfir.“+ 30 Eftir að Nói fæddist lifði Lamek í 595 ár og eignaðist syni og dætur. 31 Ævidagar Lameks urðu alls 777 ár. Þá dó hann.
32 Nói var orðinn 500 ára þegar hann eignaðist Sem,+ Kam+ og Jafet.+
6 Mönnunum fór nú að fjölga á jörðinni og þeir eignuðust dætur. 2 Synir hins sanna Guðs*+ tóku eftir hversu fallegar dætur mannanna voru og fóru að taka sér hverja þá konu sem þeim leist vel á. 3 Þá sagði Jehóva: „Ég* umber manninn ekki að eilífu+ því að hann er holdlegur.* Dagar hans verði því 120 ár.“+
4 Á þeim tíma og einnig síðar voru risarnir* á jörðinni því að synir hins sanna Guðs höfðu samfarir við dætur mannanna og eignuðust með þeim syni. Það voru kapparnir sem voru frægir forðum daga.
5 Jehóva sá nú að illska mannsins var mikil á jörðinni og að hugur hans og hjarta hneigðist stöðugt að því sem var illt.+ 6 Jehóva sá eftir því* að hafa skapað mennina á jörðinni og honum sárnaði* í hjarta sínu.+ 7 Jehóva sagði því: „Ég ætla að afmá af yfirborði jarðar mennina sem ég skapaði, já, menn ásamt búfé, dýrum sem skríða á jörðinni og fleygum dýrum himins, því að ég sé eftir því að hafa skapað þá.“ 8 En Jehóva hafði velþóknun á Nóa.
9 Þetta er saga Nóa:
Nói var réttlátur maður.+ Hann var óaðfinnanlegur* og skar sig þannig úr meðal samtímamanna* sinna. Nói gekk með hinum sanna Guði.+ 10 Nói eignaðist þrjá syni, Sem, Kam og Jafet.+ 11 En jörðin var orðin spillt í augum hins sanna Guðs og full af ofbeldi. 12 Já, Guð sá að jörðin var spillt+ – allir menn á jörðinni höfðu spillt líferni sínu.+
13 Þá sagði Guð við Nóa: „Ég hef ákveðið að eyða öllum mönnum því að jörðin er full af ofbeldi vegna þeirra. Ég ætla því að eyða þeim ásamt jörðinni.+ 14 Gerðu þér örk* úr kvoðuríkum viði.*+ Skiptu örkinni í rými og berðu á hana tjöru*+ að innan og utan. 15 Þannig áttu að gera hana: Örkin skal vera 300 álna* löng, 50 álna breið og 30 álna há. 16 Þú skalt gera glugga* á örkina til að hleypa inn birtu, alin frá þakinu. Láttu inngang arkarinnar vera á hlið hennar+ og hafðu þrjú þilför: neðst, í miðjunni og efst.
17 Ég læt vatnsflóð+ koma yfir jörðina til að eyða öllu* undir himninum sem dregur lífsandann.* Allt sem er á jörðinni mun farast.+ 18 En ég geri sáttmála við þig. Þú skalt ganga inn í örkina ásamt sonum þínum, eiginkonu og tengdadætrum.+ 19 Taktu með þér inn í örkina tvö dýr af hverri tegund,+ karldýr og kvendýr,+ til að þau haldi lífi með þér. 20 Tvö dýr af hverri tegund fleygra dýra, búfjár og dýra sem skríða á jörðinni munu fara inn til þín svo að þau haldi lífi.+ 21 Safnaðu saman alls konar mat handa þér og fóðri handa dýrunum og taktu með þér.“+
22 Og þetta gerði Nói. Hann fylgdi fyrirmælum Guðs í einu og öllu.+
7 Síðan sagði Jehóva við Nóa: „Gakktu inn í örkina, þú og öll fjölskylda þín, því að þú ert réttlátur í mínum augum ólíkt þessari kynslóð.+ 2 Taktu með þér sjö* af öllum hreinum dýrum,+ karldýr og kvendýr, tvö af þeim sem eru ekki hrein, karldýr og kvendýr, 3 og einnig sjö* af fleygum dýrum himins, karldýr og kvendýr, til að þau deyi ekki út heldur eignist afkvæmi og dreifi sér um alla jörðina.+ 4 Eftir aðeins sjö daga læt ég rigna+ á jörðina í 40 daga og 40 nætur+ og ég mun afmá af yfirborði jarðar allar lifandi verur sem ég hef skapað.“+ 5 Og Nói gerði allt sem Jehóva fól honum að gera.
6 Nói var 600 ára þegar vatnsflóðið kom yfir jörðina.+ 7 Nói gekk inn í örkina ásamt sonum sínum, eiginkonu og tengdadætrum áður en flóðið hófst.+ 8 Af öllum hreinum dýrum og óhreinum, fleygum dýrum og öllum dýrum sem lifa og hrærast á landi+ 9 komu tvö og tvö saman inn í örkina til Nóa, karldýr og kvendýr, rétt eins og Guð hafði gefið Nóa fyrirmæli um. 10 Og að sjö dögum liðnum kom vatnsflóðið yfir jörðina.
11 Á 600. aldursári Nóa, á 17. degi annars mánaðarins, brutust fram allar uppsprettur hins mikla djúps* og flóðgáttir himins opnuðust.+ 12 Regnið dundi á jörðinni í 40 daga og 40 nætur. 13 Einmitt þann dag gekk Nói inn í örkina ásamt Sem, Kam og Jafet sonum sínum,+ og konu sinni og þrem tengdadætrum.+ 14 Með þeim fóru inn í örkina allar tegundir villtra dýra, búfjár, dýra sem skríða á jörðinni og allar tegundir fleygra dýra, allir fuglar og öll önnur vængjuð dýr. 15 Þau komu tvö og tvö inn í örkina til Nóa, allar tegundir dýra sem drógu lífsandann.* 16 Þannig fóru þau inn, karldýr og kvendýr af öllum tegundum dýra, rétt eins og Guð hafði gefið Nóa fyrirmæli um. Síðan lokaði Jehóva dyrunum á eftir honum.
17 Það rigndi á jörðina í 40 daga. Flóðið óx jafnt og þétt þar til vatnið lyfti örkinni svo að hún flaut hátt yfir jörðinni. 18 Vatnið varð gífurlega mikið og magnaðist stöðugt á jörðinni en örkin flaut á vatninu. 19 Vatnið varð svo mikið á jörðinni að það huldi öll há fjöll undir himninum.+ 20 Að lokum voru fjöllin 15 álnir* undir vatni.
21 Allar lifandi verur á jörðinni fórust+ – fleyg dýr, búfé, villt dýr, allt sem jörðin iðar af og allt mannkyn.+ 22 Allt sem var á þurrlendinu og dró lífsandann* dó.+ 23 Þannig afmáði Guð allar lifandi verur af yfirborði jarðar, bæði menn og dýr, þar á meðal dýr sem skríða á jörðinni og fleyg dýr himins. Þau voru öll afmáð af jörðinni.+ En Nói einn lifði af ásamt þeim sem voru með honum í örkinni.+ 24 Jörðin var hulin vatni í 150 daga.+
8 En Guð hafði ekki gleymt* Nóa og öllum villtu dýrunum og búfénu sem var með honum í örkinni.+ Hann lét vind blása yfir jörðina og vatnið fór þá að sjatna. 2 Uppsprettur djúpsins og flóðgáttir himins lokuðust svo að það hætti að rigna.*+ 3 Vatnið á jörðinni sjatnaði smám saman og að 150 dögum liðnum hafði vatnsyfirborðið lækkað töluvert. 4 Á 17. degi sjöunda mánaðarins staðnæmdist örkin á Araratsfjöllum. 5 Vatnið hélt áfram að sjatna jafnt og þétt allt til tíunda mánaðar. Á fyrsta degi þess mánaðar komu fjallatindarnir í ljós.+
6 Eftir 40 daga opnaði Nói gluggann+ sem hann hafði gert á örkina 7 og sendi út hrafn. Hann flaug um en sneri alltaf aftur þar til vatnið hafði þornað á jörðinni.
8 Seinna sendi Nói frá sér dúfu til að kanna hvort vatnið á jörðinni hefði sjatnað. 9 En dúfan fann hvergi stað til að tylla sér* því að vatn huldi enn allt yfirborð jarðar.+ Hún kom því aftur til Nóa. Hann rétti út höndina og tók hana inn í örkina. 10 Hann beið í sjö daga og sendi þá dúfuna úr örkinni í annað sinn. 11 Dúfan kom aftur til hans undir kvöld og var þá með grænt ólívuviðarblað í gogginum. Þá vissi Nói að vatnið hafði sjatnað á jörðinni.+ 12 Hann beið í sjö daga í viðbót og sendi þá dúfuna út enn einu sinni en í þetta skipti kom hún ekki aftur til hans.
13 Á 601. aldursári Nóa,+ á fyrsta degi fyrsta mánaðarins, var vatnið horfið af jörðinni. Nói opnaði þá þak arkarinnar og sá að yfirborð jarðar var að þorna. 14 Á 27. degi annars mánaðarins var jörðin orðin þurr.
15 Þá sagði Guð við Nóa: 16 „Gakktu út úr örkinni, þú og eiginkona þín, synir þínir og tengdadætur.+ 17 Taktu með þér öll dýrin:+ fleygu dýrin, búféð, villtu dýrin og öll dýrin sem skríða á jörðinni. Þau skulu margfaldast, vera frjósöm og fjölga sér á jörðinni.“+
18 Nói gekk þá út ásamt sonum sínum,+ eiginkonu og tengdadætrum. 19 Öll dýrin, þau sem skríða og þau sem fljúga og öll önnur dýr sem lifa og hrærast á jörðinni, fóru út úr örkinni, einn hópur af öðrum.+ 20 Síðan reisti Nói altari+ handa Jehóva. Hann tók af öllum hreinum dýrum og af öllum hreinum fuglum+ og færði að brennifórn á altarinu.+ 21 Og Jehóva fann ljúfan* ilm. Þá sagði Jehóva í hjarta sínu: „Aldrei aftur mun ég leiða bölvun yfir jörðina+ vegna mannsins því að tilhneigingar hjarta hans eru illar allt frá æskuárum,+ og aldrei aftur mun ég eyða öllu sem lifir eins og ég hef nú gert.+ 22 Héðan í frá verður alltaf sáning og uppskera á jörðinni, kuldi og hiti, sumar og vetur, dagur og nótt.“+
9 Guð blessaði Nóa og syni hans og sagði við þá: „Verið frjósamir, fjölgið ykkur og fyllið jörðina.+ 2 Öll dýr jarðar og öll fleyg dýr himins, allt sem skríður á jörðinni og allir fiskar hafsins skulu áfram hræðast ykkur og skelfast. Nú eru þau á ykkar valdi.*+ 3 Öll dýr sem lifa og hrærast megið þið borða.+ Ég gef ykkur þau öll, rétt eins og ég gaf ykkur græna gróðurinn.+ 4 Aðeins kjöt sem lífið er enn í, það er að segja blóðið,+ megið þið ekki borða.+ 5 Ég mun auk þess draga til ábyrgðar hvern þann sem úthellir blóði ykkar, lífi ykkar. Ég dreg hverja lifandi skepnu til ábyrgðar og ef maður drepur bróður sinn dreg ég hann til ábyrgðar.+ 6 Ef einhver úthellir mannsblóði skal blóði hans sjálfs verða úthellt af manni+ því að Guð gerði manninn eftir sinni mynd.+ 7 En þið skuluð vera frjósamir og fjölga ykkur, margfaldast og fylla jörðina.“+
8 Síðan sagði Guð við Nóa og syni hans: 9 „Ég geri nú sáttmála við ykkur+ og afkomendur ykkar 10 og allar lifandi skepnur sem komu með ykkur út úr örkinni – fuglana, búféð og öll villtu dýrin – já, öll dýr jarðar.+ 11 Þetta er sáttmálinn sem ég geri við ykkur: Aldrei aftur mun allt sem lifir farast í vatnsflóði og aldrei aftur mun flóð eyða jörðina.“+
12 Og Guð bætti við: „Þetta er tákn sáttmálans sem ég geri milli mín og ykkar og allra lifandi skepna hjá ykkur um allar ókomnar kynslóðir. 13 Ég set regnboga minn í skýin. Hann skal vera tákn sáttmálans milli mín og jarðarinnar. 14 Þegar ég dreg ský yfir jörðina birtist regnboginn í skýjunum. 15 Þá minnist ég sáttmálans sem ég gerði milli mín og ykkar og allra lifandi skepna. Vatnsflóð skal aldrei aftur eyða öllu lífi.+ 16 Í hvert skipti sem regnboginn birtist í skýjunum sé ég hann og minnist þá hins eilífa sáttmála milli mín og allra lifandi vera á jörðinni.“
17 Guð sagði aftur við Nóa: „Þetta er tákn sáttmálans sem ég geri milli mín og allra lifandi vera* á jörðinni.“+
18 Synir Nóa, sem gengu út úr örkinni, voru Sem, Kam og Jafet.+ Seinna meir eignaðist Kam soninn Kanaan.+ 19 Þetta voru þrír synir Nóa og allir menn sem byggja jörðina eru komnir af þeim.+
20 Nói hófst handa við að yrkja jörðina og plantaði víngarð. 21 Dag einn þegar hann drakk af víninu varð hann ölvaður og lá nakinn í tjaldi sínu. 22 Kam faðir Kanaans sá nekt föður síns og fór út og sagði báðum bræðrum sínum frá. 23 Sem og Jafet tóku þá skikkju, lögðu hana á herðar sér, gengu aftur á bak inn í tjaldið og huldu nekt föður síns. Þeir sáu ekki nekt föður síns þar sem þeir sneru baki í hann.
24 Þegar Nói vaknaði af vímunni komst hann að því hvað yngsti sonur hans hafði gert honum. 25 Hann sagði:
„Bölvaður sé Kanaan.+
Verði hann ómerkilegasti þræll bræðra sinna.“+
26 Og hann hélt áfram:
„Lofaður sé Jehóva, Guð Sems.
27 Guð gefi Jafet mikið landrými
og láti hann búa í tjöldum Sems.
Kanaan verði einnig þræll hans.“
28 Nói lifði í 350 ár eftir flóðið.+ 29 Ævidagar Nóa urðu alls 950 ár. Þá dó hann.
10 Þetta er saga* sona Nóa, þeirra Sems,+ Kams og Jafets:
Þeir eignuðust syni eftir flóðið.+ 2 Synir Jafets voru Gómer,+ Magóg,+ Madaí, Javan, Túbal,+ Mesek+ og Tíras.+
3 Synir Gómers voru Askenas,+ Rífat og Tógarma.+
4 Synir Javans voru Elísa,+ Tarsis,+ Kittím+ og Dódaním.*
5 Þeir eru ættfeður þeirra sem settust að á eyjunum og dreifðust eftir tungumálum sínum, ættum og þjóðerni.
6 Synir Kams voru Kús, Mísraím,+ Pút+ og Kanaan.+
7 Synir Kúss voru Seba,+ Havíla, Sabta, Raema+ og Sabteka.
Synir Raema voru Séba og Dedan.
8 Kús eignaðist auk þess Nimrod. Hann var fyrstur manna til að verða voldugur á jörðinni. 9 Hann var mikill veiðimaður og andstæðingur Jehóva. Þess vegna er tekið svo til orða: „Hann er eins og Nimrod, mikill veiðimaður og andstæðingur Jehóva.“ 10 Ríki hans hófst með* Babel,+ Erek,+ Akkad og Kalne í Sínearlandi.+ 11 Frá því landi fór hann til Assýríu+ og byggði Níníve,+ Rehóbót Ír, Kala 12 og Resen á milli Níníve og Kala. Þetta er borgin mikla.*
13 Mísraím eignaðist Lúdím,+ Anamím, Lehabím, Naftúhím,+ 14 Patrúsím,+ Kaslúhím (sem Filistear+ eru komnir af) og Kaftórím.*+
15 Kanaan eignaðist Sídon+ frumburð sinn og Het+ 16 og varð auk þess ættfaðir Jebúsíta,+ Amoríta,+ Gírgasíta, 17 Hevíta,+ Arkíta, Síníta, 18 Arvadíta,+ Semaríta og Hamatíta.+ Þegar fram liðu stundir breiddust ættflokkar Kanverja út. 19 Landsvæði Kanverja náði frá Sídon allt til Gerar+ í nágrenni Gasa+ og allt til Sódómu, Gómorru,+ Adma og Sebóím+ í nágrenni Lasa. 20 Þetta voru afkomendur Kams eftir ættum þeirra, tungumálum, löndum og þjóðerni.
21 Sem, forfaðir allra afkomenda Ebers+ og bróðir Jafets, elsta bróðurins,* eignaðist líka börn. 22 Synir Sems voru Elam,+ Assúr,+ Arpaksad,+ Lúd og Aram.+
23 Synir Arams voru Ús, Húl, Geter og Mas.
24 Arpaksad eignaðist Sela+ og Sela eignaðist Eber.
25 Eber eignaðist tvo syni. Annar þeirra hét Peleg*+ því að á hans dögum tvístraðist fólkið á jörðinni.* Bróðir hans hét Joktan.+
26 Joktan eignaðist Almódad, Selef, Hasarmavet, Jera,+ 27 Hadóram, Úsal, Dikla, 28 Óbal, Abímael, Saba, 29 Ófír,+ Havíla og Jóbab. Allir þessir voru synir Joktans.
30 Heimkynni þeirra náðu frá Mesa allt til Sefar, til fjallanna austur frá.
31 Þetta voru afkomendur Sems eftir ættum þeirra, tungumálum, löndum og þjóðerni.+
32 Þetta voru ættir sona Nóa eftir uppruna þeirra og þjóðerni. Frá þeim breiddust þjóðirnar út um jörðina eftir flóðið.+
11 Öll jörðin hafði eitt tungumál og notaði sömu orð.* 2 Nú bar svo við þegar mennirnir ferðuðust austur á bóginn að þeir fundu lágsléttu í Sínearlandi+ og settust þar að. 3 Þeir sögðu hver við annan: „Komum, búum til múrsteina og herðum þá í eldi.“ Þeir notuðu múrsteina í stað grjóts og bik sem steinlím. 4 Og þeir sögðu: „Komum, byggjum okkur borg og turn sem nær til himins. Þannig sköpum við okkur nafn svo að við tvístrumst ekki um alla jörðina.“+
5 Jehóva steig þá niður til að líta á borgina og turninn sem mennirnir voru að byggja. 6 Jehóva sagði: „Þeir eru ein þjóð og tala sama tungumál.+ Þetta er aðeins byrjunin. Nú geta þeir hvað sem þeir ætla sér. 7 Förum+ þangað niður og ruglum tungumáli þeirra til að þeir skilji ekki hver annan.“ 8 Og Jehóva tvístraði þeim þaðan um alla jörðina+ og að lokum hættu þeir að byggja borgina. 9 Þess vegna var hún kölluð Babel*+ því að þar ruglaði Jehóva tungumáli allrar jarðarinnar og þaðan tvístraði Jehóva mönnunum um alla jörðina.
Sem var 100 ára þegar hann eignaðist Arpaksad,+ tveim árum eftir flóðið. 11 Eftir að Arpaksad fæddist lifði Sem í 500 ár og eignaðist syni og dætur.+
12 Arpaksad var 35 ára þegar hann eignaðist Sela.+ 13 Eftir að Sela fæddist lifði Arpaksad í 403 ár og eignaðist syni og dætur.
14 Sela var 30 ára þegar hann eignaðist Eber.+ 15 Eftir að Eber fæddist lifði Sela í 403 ár og eignaðist syni og dætur.
16 Eber var 34 ára þegar hann eignaðist Peleg.+ 17 Eftir að Peleg fæddist lifði Eber í 430 ár og eignaðist syni og dætur.
18 Peleg var 30 ára þegar hann eignaðist Reú.+ 19 Eftir að Reú fæddist lifði Peleg í 209 ár og eignaðist syni og dætur.
20 Reú var 32 ára þegar hann eignaðist Serúg. 21 Eftir að Serúg fæddist lifði Reú í 207 ár og eignaðist syni og dætur.
22 Serúg var 30 ára þegar hann eignaðist Nahor. 23 Eftir að Nahor fæddist lifði Serúg í 200 ár og eignaðist syni og dætur.
24 Nahor var 29 ára þegar hann eignaðist Tera.+ 25 Eftir að Tera fæddist lifði Nahor í 119 ár og eignaðist syni og dætur.
26 Tera var orðinn 70 ára þegar hann eignaðist Abram,+ Nahor+ og Haran.
27 Þetta er saga Tera:
Tera eignaðist Abram, Nahor og Haran. Haran eignaðist Lot.+ 28 Haran dó í fæðingarlandi sínu, í Úr,+ borg Kaldea.+ Þá var Tera faðir hans enn á lífi. 29 Abram og Nahor tóku sér konur. Kona Abrams hét Saraí+ en kona Nahors Milka.+ Hún var dóttir Harans, föður Milku og Ísku. 30 Saraí var barnlaus þar sem hún gat ekki eignast börn.+
31 Tera tók nú Abram son sinn og Lot sonarson sinn,+ son Harans, og Saraí tengdadóttur sína, konu Abrams sonar síns, og þau lögðu af stað frá Úr, borg Kaldea, áleiðis til Kanaanslands.+ Þau komu til Haran+ og settust þar að. 32 Tera dó í Haran, 205 ára að aldri.
12 Jehóva sagði við Abram: „Yfirgefðu land þitt og ættingja og hús föður þíns og farðu til landsins sem ég vísa þér á.+ 2 Ég geri þig að mikilli þjóð og blessa þig. Ég geri nafn þitt mikið og þú verður öðrum til blessunar.+ 3 Ég blessa þá sem blessa þig og bölva þeim sem bölvar þér.+ Allar ættir jarðar munu hljóta blessun* vegna þín.“+
4 Þá lagði Abram af stað eins og Jehóva hafði sagt honum að gera og Lot fór með honum. Abram var 75 ára þegar hann fór frá Haran.+ 5 Hann lagði af stað til Kanaanslands+ og tók Saraí konu sína+ og Lot bróðurson sinn+ með sér ásamt öllu sem þau höfðu eignast+ og öllu vinnufólkinu sem þau höfðu aflað sér í Haran. Loks komu þau til Kanaanslands. 6 Abram fór nú um landið, allt þar til hann kom til Síkem+ í grennd við stóru trén í Móre.+ Þá bjuggu Kanverjar í landinu. 7 Nú birtist Jehóva Abram og sagði: „Ég ætla að gefa afkomendum þínum+ þetta land.“+ Þá reisti Abram Jehóva altari þar sem hann hafði birst honum. 8 Seinna flutti hann sig þaðan til fjallanna fyrir austan Betel+ og sló þar upp tjaldi sínu með Betel í vestur og Aí+ í austur. Þar reisti hann Jehóva altari+ og ákallaði nafn Jehóva.+ 9 Abram tók sig síðan upp og færði búðir sínar smám saman í átt að Negeb.+
10 Nú varð hungursneyð í landinu. Abram fór þá til Egyptalands til að búa þar um tíma*+ því að hungursneyðin var mjög mikil.+ 11 Þegar hann nálgaðist Egyptaland sagði hann við konu sína: „Saraí, hlustaðu á mig. Ég veit hversu falleg þú ert.+ 12 Þegar Egyptar sjá þig segja þeir: ‚Þetta er eiginkona hans,‘ og drepa mig en láta þig halda lífi. 13 Segðu að þú sért systir mín svo að þeir sýni mér velvild þín vegna og þyrmi lífi mínu.“*+
14 Þegar Abram kom til Egyptalands sáu Egyptar að konan var mjög falleg. 15 Höfðingjar faraós tóku líka eftir henni. Þeir sögðu faraó hversu falleg konan væri, og farið var með hana í hús faraós. 16 Faraó sýndi Abram góðvild vegna hennar og Abram eignaðist sauðfé og nautgripi, asna og ösnur, þjóna og þjónustustúlkur og úlfalda.+ 17 En Jehóva lagði miklar plágur á faraó og heimilisfólk hans vegna Saraí konu Abrams.+ 18 Faraó kallaði þá Abram á sinn fund og sagði: „Hvað hefurðu gert mér? Af hverju sagðirðu mér ekki að hún væri konan þín? 19 Hvers vegna sagðirðu: ‚Hún er systir mín‘?+ Litlu munaði að ég tæki hana mér fyrir konu! Hérna er konan þín, taktu hana og farðu!“ 20 Faraó gaf mönnum sínum fyrirmæli og þeir fylgdu Abram og konu hans burt ásamt öllu sem hann átti.+
13 Abram fór nú frá Egyptalandi og hélt til Negeb+ með konu sína og allt sem hann átti, og Lot fór með honum. 2 Abram var vellauðugur að búfé, silfri og gulli.+ 3 Hann ferðaðist frá Negeb og færði búðir sínar smám saman í átt að Betel þar til hann kom til staðarins milli Betel og Aí+ þar sem hann hafði áður tjaldað, 4 staðarins þar sem hann hafði reist altari. Þar ákallaði Abram nafn Jehóva.
5 Lot, sem ferðaðist með Abram, átti líka sauðfé, nautgripi og tjöld. 6 Þeir áttu svo mikið að landið rúmaði ekki þá báða og þeir gátu ekki lengur búið þar saman. 7 Það fór því svo að það kastaðist í kekki milli hjarðmanna Abrams og hjarðmanna Lots. (Kanverjar og Peresítar bjuggu þá í landinu.)+ 8 Abram sagði þá við Lot:+ „Það mega ekki vera deilur milli mín og þín né milli hjarðmanna minna og hjarðmanna þinna því að við erum bræður. 9 Stendur ekki allt landið þér til boða? Nú tel ég best að þú farir þína leið. Ef þú ferð til vinstri fer ég til hægri en ef þú ferð til hægri fer ég til vinstri.“ 10 Þá leit Lot í kringum sig og sá hve vatnsrík öll Jórdansléttan+ var, allt til Sóar,+ eins og aldingarður Jehóva,+ eins og Egyptaland. (Þetta var áður en Jehóva eyddi Sódómu og Gómorru.) 11 Lot valdi sér alla Jórdansléttuna og flutti búðir sínar til austurs. Þannig skildu leiðir með þeim. 12 Abram bjó í Kanaanslandi en Lot bjó í grennd við borgirnar á Jórdansléttunni+ og sló að lokum upp tjaldi sínu nálægt Sódómu. 13 En íbúar Sódómu voru illir og syndguðu gróflega gegn Jehóva.+
14 Jehóva sagði við Abram eftir að Lot hafði skilið við hann: „Líttu í kringum þig frá staðnum þar sem þú ert og horfðu til norðurs, suðurs, austurs og vesturs. 15 Allt landið sem þú sérð gef ég þér og afkomendum þínum og það skal vera eign ykkar um ókomna tíð.+ 16 Ég geri afkomendur þína eins marga og rykkorn jarðar. Ef einhver getur talið rykkorn jarðar þá verður hægt að telja afkomendur þína.+ 17 Leggðu nú af stað og farðu um landið þvert og endilangt því að þér mun ég gefa það.“ 18 Abram bjó því áfram í tjöldum. Loks kom hann að stóru trjánum í Mamre+ sem er í Hebron+ og settist þar að. Þar reisti hann Jehóva altari.+
14 Þegar Amrafel var konungur í Sínear,+ Arjók konungur í Ellasar, Kedorlaómer+ konungur í Elam+ og Tídal konungur í Gojím 2 fóru þeir í stríð við Bera, konung í Sódómu,+ Birsa, konung í Gómorru,+ Sínab, konung í Adma, Semeber, konung í Sebóím,+ og konunginn í Bela, það er að segja Sóar. 3 Allir þessir söfnuðu hersveitum sínum saman í Siddímdalnum*+ en þar er nú Saltisjór.*+
4 Þeir höfðu þjónað Kedorlaómer í 12 ár en á 13. árinu gerðu þeir uppreisn. 5 Á 14. árinu komu því Kedorlaómer og konungarnir sem voru með honum og sigruðu Refaíta í Asterót Karnaím, Súsíta í Ham, Emíta+ á Kirjataímvöllum 6 og Hóríta+ í fjalllendi þeirra í Seír+ allt til El Paran sem er við óbyggðirnar. 7 Síðan sneru þeir við og komu til En Mispat, það er að segja Kades.+ Þeir lögðu undir sig allt landsvæði Amalekíta+ og sigruðu Amoríta+ sem bjuggu í Hasason Tamar.+
8 Þá lagði konungurinn í Sódómu af stað og einnig konungurinn í Gómorru, konungurinn í Adma, konungurinn í Sebóím og konungurinn í Bela, það er Sóar. Þeir fylktu liði sínu gegn þeim í Siddímdalnum, 9 gegn Kedorlaómer, konungi í Elam, Tídal, konungi í Gojím, Amrafel, konungi í Sínear, og Arjók, konungi í Ellasar+ – fjórir konungar á móti fimm. 10 Jarðbiksgryfjur voru á víð og dreif um Siddímdal og þegar konungarnir í Sódómu og Gómorru reyndu að flýja féllu þeir ofan í þær. Hinir flúðu til fjalla. 11 Sigurvegararnir tóku öll verðmæti Sódómu og Gómorru og allar vistir þeirra og fóru burt.+ 12 Þeir tóku líka Lot bróðurson Abrams og eigur hans og fóru sína leið, en Lot bjó í Sódómu.+
13 Nú kom maður sem hafði tekist að flýja og sagði Hebreanum Abram hvað hafði gerst. Abram bjó þá* við stóru trén sem voru í eigu Amorítans Mamre,+ bróður Eskols og Aners.+ Þeir voru bandamenn Abrams. 14 Þegar Abram frétti að frændi* sinn+ hefði verið hertekinn kallaði hann saman 318 þjálfaða menn sína sem fæddust í húsi hans og hóf eftirför allt til Dan.+ 15 Hann og þjónar hans skiptu liði að næturlagi og réðust síðan á óvinina og sigruðu þá. Þeir eltu þá allt til Hóba sem er fyrir norðan Damaskus. 16 Abram tók af þeim allt herfangið og endurheimti einnig Lot frænda sinn og eigur hans, konurnar og hina fangana.
17 Þegar Abram sneri heim á leið eftir sigurinn á Kedorlaómer og konungunum sem voru með honum fór konungurinn í Sódómu út á móti honum til að hitta hann í Savedal, það er að segja Kóngsdal.+ 18 Og Melkísedek,+ konungur í Salem,+ kom með brauð og vín. Hann var prestur hins hæsta Guðs.+
19 Hann blessaði hann og sagði:
„Blessaður sé Abram af hinum hæsta Guði,
skapara himins og jarðar.
20 Og lofaður sé hinn hæsti Guð
sem hefur gefið kúgara þína þér í hendur.“
Abram gaf honum síðan tíund af öllu.+
21 Þá sagði konungurinn í Sódómu við Abram: „Láttu mig hafa fólkið en þú skalt halda herfanginu.“ 22 En Abram sagði við konunginn í Sódómu: „Ég lyfti hendi minni og sver við Jehóva, hinn hæsta Guð og skapara himins og jarðar, 23 að ég tek ekkert sem þú átt, hvorki þráð né sandalaól, svo að þú getir ekki sagt: ‚Ég gerði Abram ríkan.‘ 24 Ég tek ekkert nema það sem ungu mennirnir hafa þegar borðað. En Aner, Eskol og Mamre,+ mennirnir sem fóru með mér, þeir mega taka sinn hlut.“
15 Eftir þessa atburði kom orð Jehóva til Abrams í sýn: „Vertu óhræddur,+ Abram. Ég er skjöldur þinn.+ Þér verður ríkulega launað.“+ 2 Abram svaraði: „Alvaldur Drottinn Jehóva, hvað ætlarðu að gefa mér? Ég á enn engin börn og sá sem erfir mig er Elíeser,+ maður frá Damaskus.“ 3 Abram hélt áfram: „Þú hefur ekki gefið mér neinn afkomanda+ og þess vegna mun þjónn minn erfa mig.“ 4 En Jehóva svaraði honum: „Hann mun ekki erfa þig. Þinn eigin sonur mun erfa þig.“+
5 Nú leiddi hann Abram út og sagði: „Líttu upp til himins og teldu stjörnurnar ef þú getur.“ Síðan sagði hann við hann: „Svona margir verða afkomendur þínir.“+ 6 Og Abram trúði* Jehóva+ og þess vegna taldi hann Abram réttlátan.*+ 7 Hann bætti við: „Ég er Jehóva sem leiddi þig burt frá Úr, borg Kaldea, til að gefa þér þetta land til eignar.“+ 8 Þá spurði Abram: „Alvaldur Drottinn Jehóva, hvernig get ég vitað að ég muni eignast það?“ 9 Hann svaraði: „Færðu mér þriggja vetra kvígu, þriggja vetra geit, þriggja vetra hrút, turtildúfu og dúfuunga.“ 10 Hann tók þá öll þessi dýr, skar þau í tvennt og lagði hvern helminginn á móti öðrum.* En fuglana hlutaði hann ekki í sundur. 11 Ránfuglar steyptu sér þá niður að hræjunum hvað eftir annað en Abram fældi þá burt.
12 Þegar sólin var að setjast féll Abram í djúpan svefn og mikið og ógnvekjandi myrkur kom yfir hann. 13 Þá sagði Guð við hann: „Það skaltu vita að afkomendur þínir munu búa sem útlendingar í landi sem þeir eiga ekki og þjóðin þar mun þrælka þá og þjaka í 400 ár.+ 14 En ég mun dæma þjóðina sem þeir þræla fyrir+ og þeir munu fara þaðan með mikil verðmæti.+ 15 Þú munt safnast til feðra þinna í friði og verða jarðaður í hárri elli.+ 16 En afkomendur þínir munu snúa hingað aftur+ í fjórða ættlið því að Amorítar hafa ekki enn fyllt mæli sektar sinnar.“+
17 Þegar sólin var sest og svartamyrkur skollið á birtist ofn sem reykur steig upp af, og logandi kyndill fór milli stykkjanna. 18 Þennan dag gerði Jehóva sáttmála við Abram+ og sagði: „Afkomendum þínum gef ég þetta land,+ frá Egyptalandsá til fljótsins mikla, Efrat:+ 19 land Keníta,+ Kenisíta, Kadmoníta, 20 Hetíta,+ Peresíta,+ Refaíta,+ 21 Amoríta, Kanverja, Gírgasíta og Jebúsíta.“+
16 Saraí eiginkona Abrams hafði ekki alið honum börn.+ En hún átti egypska þjónustustúlku sem hét Hagar.+ 2 Saraí sagði því við Abram: „Jehóva hefur meinað mér að eignast börn. Ég bið þig að leggjast með þjónustustúlku minni. Kannski eignast ég barn með hjálp hennar.“+ Og Abram hlustaði á Saraí. 3 Abram hafði búið í tíu ár í Kanaanslandi þegar Saraí kona hans gaf honum Hagar, egypska þjónustustúlku sína, fyrir konu. 4 Hann hafði kynmök við Hagar og hún varð barnshafandi. Þegar henni varð ljóst að hún gekk með barn fór hún að fyrirlíta húsmóður sína.
5 Þá sagði Saraí við Abram: „Það er þér að kenna að farið er svona illa með mig. Ég lét þjónustustúlku mína í faðm þinn en þegar hún komst að því að hún var ófrísk fór hún að fyrirlíta mig. Jehóva dæmi milli mín og þín.“ 6 Abram sagði við Saraí: „Þú ert húsmóðir hennar. Gerðu við hana það sem þú telur best.“ Þá niðurlægði Saraí hana svo að hún flúði frá henni.
7 Engill Jehóva fann hana síðar við vatnslind í óbyggðunum, við lindina á veginum til Súr.+ 8 Hann spurði hana: „Hagar, þjónustustúlka Saraí, hvaðan kemurðu og hvert ertu að fara?“ Hún svaraði: „Ég hljópst á brott frá Saraí húsmóður minni.“ 9 Engill Jehóva sagði þá: „Snúðu aftur til húsmóður þinnar og beygðu þig undir vald hennar.“ 10 Engill Jehóva bætti við: „Ég geri afkomendur þína svo marga að ekki verður hægt að telja þá.“+ 11 Engill Jehóva sagði einnig við hana: „Þú ert barnshafandi og munt fæða son. Þú skalt láta hann heita Ísmael* því að Jehóva hefur heyrt harmakvein þín. 12 Hann verður eins og villiasni.* Hönd hans verður upp á móti öllum og hönd hvers manns verður á móti honum. Hann mun búa andspænis öllum bræðrum sínum.“*
13 Síðan bað hún til* Jehóva sem hafði talað við hana. Hún sagði: „Þú ert Guð sem sérð,“+ því að hún hugsaði með sér: „Hef ég nú séð hann sem sér mig?“ 14 Þess vegna heitir brunnurinn Beer Lahaj Róí.* (Hann er á milli Kades og Bered.) 15 Hagar ól Abram son og Abram nefndi hann Ísmael.+ 16 Abram var 86 ára þegar Hagar fæddi Ísmael.
17 Þegar Abram var 99 ára birtist Jehóva honum og sagði: „Ég er almáttugur Guð. Gakktu á vegum mínum og vertu óaðfinnanlegur.* 2 Ég vil staðfesta sáttmálann milli mín og þín+ og gefa þér fjölmarga afkomendur.“+
3 Þá féll Abram á grúfu og Guð hélt áfram að tala við hann og sagði: 4 „Ég hef gert sáttmála við þig+ og þú mátt treysta því að þú verður ættfaðir margra þjóða.+ 5 Þú skalt ekki lengur heita Abram* heldur Abraham* því að ég geri þig að ættföður margra þjóða. 6 Ég geri þig mjög frjósaman og þjóðir og konungar munu koma af þér.+
7 Ég held sáttmálann milli mín og þín+ og afkomenda þinna eftir þig, kynslóð eftir kynslóð. Þetta er eilífur sáttmáli. Ég verð Guð þinn og afkomenda þinna eftir þig. 8 Landið þar sem þú býrð nú sem útlendingur,+ allt Kanaansland, gef ég þér og afkomendum þínum um ókomna tíð. Og ég verð Guð þeirra.“+
9 Guð sagði enn fremur við Abraham: „Þú skalt halda sáttmála minn, þú og afkomendur þínir eftir þig, kynslóð eftir kynslóð. 10 Þetta er sáttmálinn milli mín og ykkar, sáttmálinn sem þú og afkomendur þínir skuluð halda: Allt karlkyns meðal ykkar skal umskera.+ 11 Þið eigið að skera forhúðina af. Það skal vera tákn sáttmálans milli mín og ykkar.+ 12 Alla drengi fædda í húsi þínu skal umskera átta daga gamla+ og sömuleiðis skal umskera alla þá sem hafa verið keyptir af útlendingi og eru ekki afkomendur þínir. Þetta skal gera kynslóð eftir kynslóð. 13 Það á að umskera þá alla, bæði þá sem fæðast í húsi þínu og þá sem eru keyptir.+ Sáttmáli minn, merktur á líkama ykkar, sé ævarandi sáttmáli. 14 Ef einhver óumskorinn neitar að láta umskerast skal uppræta hann úr þjóð sinni.* Hann hefur rofið sáttmála minn.“
15 Guð sagði síðan við Abraham: „Saraí*+ eiginkona þín skal ekki lengur heita Saraí. Hún skal heita Sara.* 16 Ég mun blessa hana og gefa þér son með henni.+ Ég blessa hana og hún verður ættmóðir þjóða og þjóðkonungar koma af henni.“ 17 Abraham féll þá á grúfu og hló.+ Hann hugsaði með sér: „Getur 100 ára maður eignast börn og getur Sara fætt barn níræð?“+
18 Og Abraham sagði við hinn sanna Guð: „Bara að þú myndir blessa Ísmael!“+ 19 Guð svaraði: „Sara eiginkona þín mun ala þér son og þú skalt nefna hann Ísak.*+ Ég staðfesti sáttmála minn við hann, sáttmála sem verður afkomendum hans til góðs að eilífu.+ 20 En hvað Ísmael snertir hef ég heyrt beiðni þína. Ég mun blessa hann, gera hann frjósaman og gefa honum fjölmarga afkomendur. Af honum koma 12 höfðingjar og ég geri hann að mikilli þjóð.+ 21 En ég staðfesti sáttmála minn við Ísak+ sem þú munt eignast með Söru á sama tíma að ári liðnu.“+
22 Þegar Guð hafði lokið samtali sínu við Abraham fór hann burt frá honum. 23 Abraham tók þá Ísmael son sinn og alla sem voru fæddir í húsi hans og alla sem hann hafði keypt, já, alla karlmenn í húsi sínu, og umskar þá þennan sama dag eins og Guð hafði sagt honum.+ 24 Abraham var 99 ára þegar hann var umskorinn+ 25 og Ísmael sonur hans var 13 ára þegar hann var umskorinn.+ 26 Þennan dag voru þeir umskornir, Abraham og Ísmael sonur hans. 27 Allir heimilismenn hans voru umskornir með honum, bæði þeir sem voru fæddir í húsi hans og þeir sem höfðu verið keyptir af útlendingi.
18 Abraham sat í tjalddyrunum á heitasta tíma dags við stóru trén í Mamre+ þegar Jehóva+ birtist honum. 2 Hann leit upp og sá þá þrjá menn standa í nokkurri fjarlægð.+ Hann hljóp á móti þeim úr tjalddyrunum og beygði sig til jarðar. 3 Síðan sagði hann: „Jehóva, ef þú hefur velþóknun á mér farðu þá ekki fram hjá þjóni þínum. 4 Leyfið okkur að sækja dálítið vatn til að þvo fætur ykkar+ og hvílið ykkur síðan undir trénu. 5 Mig langar að færa ykkur brauðbita til að þið getið safnað kröftum* úr því að þið eruð komnir hingað til þjóns ykkar. Síðan getið þið haldið ferðinni áfram.“ Þeir svöruðu: „Gott og vel, gerðu eins og þú hefur sagt.“
6 Abraham flýtti sér inn í tjaldið til Söru og sagði: „Náðu sem snöggvast í þrjá mæla* af fínu mjöli, hnoðaðu það og bakaðu brauð.“ 7 Því næst hljóp hann til hjarðarinnar og valdi vænt og gott ungnaut. Hann fékk það þjóni sínum sem flýtti sér að matreiða það. 8 Síðan tók hann smjör og mjólk og ungnautið sem hann hafði matreitt og bar fram fyrir þá, en sjálfur stóð hann hjá þeim undir trénu meðan þeir borðuðu.+
9 „Hvar er Sara kona þín?“+ spurðu þeir. „Hún er inni í tjaldinu,“ svaraði hann. 10 Einn þeirra sagði þá: „Ég kem aftur til þín á þessum tíma að ári liðnu og þá verður Sara kona þín búin að eignast son.“+ Sara stóð í tjalddyrunum bak við manninn og heyrði hvað sagt var. 11 Abraham og Sara voru orðin gömul.+ Þau voru komin á efri ár og Sara komin af barneignaraldri.*+ 12 Sara hló þá með sjálfri sér og sagði: „Hvernig má það vera að ég fái að njóta þessarar ánægju þar sem ég er útslitin og herra minn orðinn gamall?“+ 13 Þá sagði Jehóva við Abraham: „Hvers vegna hló Sara og sagði: ‚Hvernig getur það verið að ég fæði barn svona gömul?‘ 14 Er eitthvað ómögulegt fyrir Jehóva?+ Ég kem aftur til þín á sama tíma að ári liðnu og þá verður Sara búin að eignast son.“ 15 En Sara sagði: „Ég hló ekki.“ Hún vildi ekki viðurkenna það því að hún var hrædd. „Víst hlóstu,“ sagði hann.
16 Mennirnir stóðu nú upp og bjuggust til að fara. Abraham fylgdi þeim áleiðis og mennirnir horfðu niður til Sódómu.+ 17 Jehóva sagði: „Held ég því leyndu fyrir Abraham sem ég ætla að gera?+ 18 Abraham verður að mikilli og voldugri þjóð og allar þjóðir jarðar munu hljóta blessun* vegna hans.+ 19 Ég þekki hann vel og treysti því að hann fyrirskipi sonum sínum og öllum afkomendum sínum að ganga á vegum Jehóva og gera það sem er rétt og réttlátt+ svo að Jehóva komi til leiðar því sem hann hefur lofað Abraham.“
20 Og Jehóva sagði: „Ópin gegn Sódómu og Gómorru eru mikil+ og synd þeirra mjög þung.+ 21 Ég ætla að stíga niður til að kanna hvort íbúarnir séu eins vondir og ópin gefa til kynna. Ef ekki þá vil ég vita það.“+
22 Mennirnir héldu nú ferð sinni áfram áleiðis til Sódómu en Jehóva+ var um kyrrt hjá Abraham. 23 Abraham gekk nær og sagði: „Ætlarðu að eyða hinum réttlátu með hinum vondu?+ 24 Hvað ef það eru 50 réttlátir í borginni? Ætlarðu þá að eyða þeim en ekki þyrma borginni vegna þeirra 50 réttlátu sem eru þar? 25 Það er óhugsandi að þú gerir slíkt. Þú myndir aldrei láta réttlátan mann deyja með hinum vonda þannig að eins fari fyrir hinum réttláta og hinum vonda.+ Þér dytti það ekki í hug!+ Gerir ekki dómari allrar jarðarinnar það sem er rétt?“+ 26 Jehóva svaraði: „Ef ég finn 50 réttláta í Sódómu þyrmi ég allri borginni vegna þeirra.“ 27 En Abraham hélt áfram: „Ég hef vogað mér að tala við Jehóva þótt ég sé aðeins duft og aska. 28 Segjum að það vanti fimm upp á tölu 50 réttlátra. Ætlarðu þá að eyða allri borginni vegna þeirra fimm?“ Hann svaraði: „Ég mun ekki eyða henni ef ég finn þar 45 réttláta.“+
29 En Abraham hélt áfram og sagði: „Segjum að þar finnist 40.“ Hann svaraði: „Ég eyði henni ekki vegna hinna 40.“ 30 Abraham sagði þá: „Jehóva, ég bið þig að reiðast mér ekki+ þótt ég haldi áfram að tala. Hvað ef það finnast ekki nema 30?“ „Ég læt það ógert ef ég finn þar 30,“ svaraði hann. 31 Og enn sagði Abraham: „Ég hef vogað mér að tala við Jehóva. Hvað ef þar finnast ekki nema 20?“ „Ég eyði henni ekki vegna hinna 20,“ svaraði hann. 32 Að lokum sagði Abraham: „Jehóva, ég bið þig að reiðast mér ekki þótt ég nefni eitt enn. Hvað ef þar finnast aðeins 10?“ „Ég eyði henni ekki vegna hinna 10,“ svaraði hann. 33 Þegar Jehóva hafði lokið við að tala við Abraham fór hann burt+ og Abraham sneri aftur heim.
19 Englarnir tveir komu til Sódómu um kvöldið. Lot sat í borgarhliðinu. Þegar hann sá þá stóð hann upp til að heilsa þeim, hneigði sig og laut höfði til jarðar.+ 2 Síðan sagði hann: „Komið, herrar mínir, í hús þjóns ykkar, gistið þar í nótt og leyfið okkur að þvo fætur ykkar. Þið getið síðan vaknað snemma í fyrramálið og haldið ferð ykkar áfram.“ „Nei,“ svöruðu þeir, „við ætlum að sofa á torginu í nótt.“ 3 Hann lagði hins vegar svo fast að þeim að þeir fóru með honum heim til hans. Hann útbjó handa þeim höfðinglega máltíð og bakaði ósýrt brauð, og þeir borðuðu.
4 Áður en þeir lögðust til svefns kom múgur manna og umkringdi húsið – allir mennirnir í Sódómu, ungir sem gamlir. 5 Þeir hrópuðu til Lots: „Hvar eru mennirnir sem komu til þín í kvöld? Komdu með þá út til okkar svo að við getum haft mök við þá.“+
6 Lot gekk þá út til þeirra, lokaði dyrunum á eftir sér 7 og sagði: „Ég bið ykkur, bræður mínir, fremjið ekki slíkt ódæði. 8 Ég á tvær dætur sem hafa ekki lagst með karlmanni. Ég skal leiða þær út til ykkar og þið getið gert við þær hvað sem ykkur sýnist. En látið mennina vera því að þeir eru gestir í húsi mínu og njóta verndar minnar.“*+ 9 „Burt með þig!“ æptu þeir. „Hvernig vogar hann sér að dæma okkur! Hann sem flutti hingað sem útlendingur. Við munum fara verr með þig en þá.“ Síðan þrengdu þeir að Lot og ætluðu að brjóta upp dyrnar. 10 Mennirnir sem voru inni gripu þá í Lot, kipptu honum inn fyrir og lokuðu dyrunum. 11 En mennina fyrir utan dyrnar slógu þeir blindu, jafnt smáa sem stóra, og á endanum gáfust þeir upp á að reyna að finna dyrnar.
12 Mennirnir spurðu Lot: „Eru fleiri hér sem eru þér nákomnir? Tengdasynir, synir, dætur eða aðrir ættingjar? Farðu með þau burt héðan 13 því að við ætlum að eyða þessum stað. Jehóva hefur heyrt hin miklu óp gegn fólkinu.+ Jehóva hefur því sent okkur til að eyða borginni.“ 14 Lot fór þá út og talaði við tengdasyni sína sem ætluðu að ganga að eiga dætur hans. Hann sagði ítrekað við þá: „Flýtið ykkur! Farið burt héðan því að Jehóva ætlar að eyða borginni!“ En tengdasynir hans héldu að hann væri að grínast.+
15 Í dögun ráku englarnir á eftir Lot og sögðu: „Drífðu þig nú, taktu konu þína og dætur þínar tvær sem eru hjá þér til að þú farist ekki vegna syndar borgarinnar.“+ 16 En Lot var seinn á sér. Þá gripu mennirnir í hönd hans og hönd konu hans og dætranna tveggja þar sem Jehóva bar umhyggju fyrir honum,+ og leiddu hann út fyrir borgina.+ 17 Þegar þeir höfðu leitt þau út sagði annar þeirra: „Forðið ykkur! Líf ykkar er í húfi! Lítið ekki um öxl+ og nemið hvergi staðar á sléttunni.+ Flýið til fjalla svo að þið týnið ekki lífi.“
18 Þá sagði Lot við þá: „Æ nei, Jehóva, ekki þangað! 19 Þú hefur verið þjóni þínum miskunnsamur og sýnt mér mikla góðvild* með því að láta mig* halda lífi+ en ég get ekki flúið til fjalla. Þar gæti ógæfa komið yfir mig og ég dáið!+ 20 Það er lítill bær hérna rétt hjá sem ég gæti flúið til. Má ég ekki fara þangað? Hann er mjög lítill. Þá get ég haldið lífi.“ 21 „Gott og vel,“ svaraði hann, „ég skal gera eins og þú biður um+ og ekki eyða bænum sem þú nefndir.+ 22 Flýttu þér! Forðaðu þér þangað því að ég get ekkert gert fyrr en þú kemur þangað.“+ Þess vegna er borgin kölluð Sóar.*+
23 Sólin var risin yfir landið þegar Lot kom til Sóar. 24 Þá lét Jehóva rigna eldi og brennisteini yfir Sódómu og Gómorru. Það kom frá Jehóva af himni.+ 25 Hann þurrkaði út þessar borgir og gereyddi allt sléttlendið ásamt öllum íbúum borganna og gróðri jarðar.+ 26 En kona Lots, sem gekk fyrir aftan hann, leit um öxl og varð að saltstólpa.+
27 Snemma morguns fór Abraham þangað sem hann hafði staðið frammi fyrir Jehóva.+ 28 Þegar hann horfði niður í átt að Sódómu og Gómorru og yfir allt sléttlendið blasti við honum óhugnanleg sjón. Þykkur reykur steig upp af landinu eins og úr brennsluofni.+ 29 Þegar Guð eyddi borgunum á sléttlendinu hugsaði hann til Abrahams og leiddi Lot út úr borgunum sem hann lagði í eyði og Lot hafði búið í.+
30 Síðar meir fór Lot frá Sóar ásamt dætrum sínum tveim því að hann þorði ekki lengur að búa þar.+ Hann fluttist upp í fjöllin+ og hafðist við í helli með báðum dætrum sínum. 31 Sú eldri sagði nú við þá yngri: „Faðir okkar er gamall og á þessum slóðum er engan karlmann að finna sem getur eignast börn með okkur eins og venja er um alla jörð. 32 Komdu, við skulum gefa föður okkar vín að drekka og leggjast síðan með honum. Þannig getum við viðhaldið ætt föður okkar.“
33 Um kvöldið gáfu þær föður sínum mikið vín að drekka. Síðan fór sú eldri inn til hans og lagðist með honum en hann varð hvorki var við að hún lagðist niður né að hún stóð upp. 34 Daginn eftir sagði sú eldri við þá yngri: „Í nótt svaf ég hjá föður mínum. Gefum honum líka vín að drekka í kvöld. Síðan ferð þú og leggst með honum svo að við getum viðhaldið ætt föður okkar.“ 35 Einnig það kvöld gáfu þær föður sínum mikið vín að drekka og sú yngri fór og lagðist með honum en hann varð hvorki var við að hún lagðist niður né að hún stóð upp. 36 Þannig urðu báðar dætur Lots barnshafandi af völdum föður síns. 37 Sú eldri ól son og nefndi hann Móab.+ Hann er ættfaðir Móabíta sem kallast svo fram á okkar dag.+ 38 Sú yngri eignaðist líka son og nefndi hann Ben Ammí. Hann er ættfaðir Ammóníta+ sem kallast svo fram á okkar dag.
20 Abraham flutti nú búðir sínar+ til Negeb og settist að milli Kades+ og Súr.+ Hann dvaldist um tíma* í Gerar+ 2 og sagði þá aftur um Söru konu sína: „Hún er systir mín.“+ Abímelek, konungur í Gerar, sendi þá eftir Söru.+ 3 Nótt eina birtist Guð Abímelek í draumi og sagði við hann: „Þú ert dauðans matur vegna konunnar sem þú hefur tekið.+ Hún er eiginkona annars manns.“+ 4 En Abímelek hafði ekki komið nálægt henni* og sagði því: „Jehóva, ætlarðu að drepa saklausa* þjóð? 5 Sagði hann ekki við mig: ‚Hún er systir mín‘? Og sagði hún ekki: ‚Hann er bróðir minn‘? Ég gerði þetta í góðri trú og án þess að hafa nokkuð illt í hyggju.“* 6 Þá sagði hinn sanni Guð við hann í draumnum: „Ég veit að þú gerðir þetta í góðri trú. Þess vegna aftraði ég þér frá því að syndga gegn mér og leyfði þér ekki að snerta hana. 7 Láttu nú manninn fá konuna sína aftur því að hann er spámaður+ og mun biðja fyrir þér+ svo að þú haldir lífi. En ef þú skilar henni ekki máttu vera viss um að þú munt deyja, þú og allt heimilisfólk þitt.“
8 Abímelek fór snemma á fætur um morguninn og kallaði til sín alla þjóna sína. Hann sagði þeim frá þessu öllu og þeir urðu mjög óttaslegnir. 9 Síðan kallaði hann Abraham fyrir sig og sagði: „Hvað hefurðu gert okkur? Hvað hef ég gert þér til að verðskulda þessa miklu ógæfu sem þú hefur leitt yfir mig og ríki mitt? Það sem þú gerðir mér er rangt.“ 10 Og hann spurði Abraham: „Hvað gekk þér til?“+ 11 Abraham svaraði: „Ég hugsaði með mér: ‚Hér er enginn sem óttast Guð og þeir munu drepa mig vegna eiginkonu minnar.‘+ 12 Og reyndar er hún líka systir mín. Við eigum sama föður en ekki sömu móður, og hún varð konan mín.+ 13 Þegar Guð lét mig fara burt úr húsi föður míns+ og reika um sagði ég við hana: ‚Sýndu mér tryggan kærleika með því að segja um mig hvar sem við komum: „Hann er bróðir minn.“‘“+
14 Abímelek tók þá sauðfé, nautgripi, þjóna og þjónustustúlkur og gaf Abraham. Hann fékk honum líka aftur Söru konu hans. 15 Abímelek sagði síðan: „Landið mitt stendur þér til boða. Þú mátt setjast að hvar sem þú vilt.“ 16 Við Söru sagði hann: „Ég gef bróður þínum+ 1.000 silfursikla. Það er tákn um sakleysi þitt í augum allra þeirra sem eru með þér og allra annarra. Mannorð þitt hefur verið hreinsað.“ 17 Abraham bað þá innilega til hins sanna Guðs og Guð læknaði Abímelek og eiginkonu hans og ambáttir svo að þær gátu aftur fætt börn, 18 en Jehóva hafði gert allar konurnar í húsi Abímeleks ófrjóar* vegna Söru konu Abrahams.+
21 Jehóva minntist Söru eins og hann hafði lofað. Jehóva stóð við loforð sitt+ 2 þannig að Sara varð barnshafandi+ og fæddi Abraham son í elli hans einmitt á þeim tíma sem Guð hafði lofað honum.+ 3 Abraham nefndi soninn, sem Sara ól honum, Ísak.+ 4 Abraham umskar Ísak þegar hann var átta daga gamall eins og Guð hafði fyrirskipað honum.+ 5 Abraham var 100 ára þegar Ísak sonur hans fæddist. 6 Þá sagði Sara: „Guð hefur komið mér til að hlæja. Allir sem frétta þetta munu hlæja með mér.“* 7 Hún bætti við: „Hver hefði trúað að Sara kona Abrahams myndi hafa barn á brjósti? Samt hef ég fætt honum son í elli hans.“
8 Drengurinn óx og var vaninn af brjósti. Abraham hélt mikla veislu daginn sem Ísak hætti á brjósti. 9 En Sara veitti því athygli að sonur Hagar+ hinnar egypsku, sem hún ól Abraham, hæddist að Ísak.+ 10 Hún sagði því við Abraham: „Rektu burt þessa ambátt og son hennar því að sonur ambáttarinnar fær ekki arf með Ísak syni mínum!“+ 11 En Abraham sárnaði það mjög sem hún sagði um son hans.+ 12 Þá sagði Guð við Abraham: „Hafðu ekki áhyggjur af drengnum og ambátt þinni. Hlustaðu á það sem Sara segir um þau því að þeir sem verða kallaðir afkomendur þínir koma af Ísak.+ 13 En son ambáttarinnar+ geri ég líka að þjóð+ því að hann er afkvæmi þitt.“
14 Abraham fór snemma á fætur morguninn eftir, tók brauð og skinnbelg með vatni og gaf Hagar. Hann lét það á öxl hennar og sendi hana síðan burt ásamt drengnum.+ Hún lagði þá af stað og reikaði um óbyggðir Beerseba.+ 15 Þegar vatnið í skinnbelgnum kláraðist ýtti hún drengnum undir runna. 16 Síðan gekk hún burt og settist niður skammt frá, í örskotsfjarlægð, því að hún hugsaði: „Ég get ekki horft upp á drenginn deyja.“ Hún sat þar álengdar og hágrét.
17 En Guð heyrði rödd drengsins+ og engill Guðs kallaði til Hagar af himni og sagði:+ „Hvað amar að, Hagar? Vertu ekki hrædd því að Guð hefur heyrt rödd drengsins. 18 Stattu upp, reistu drenginn á fætur og styddu hann með hendi þinni því að ég mun gera hann að mikilli þjóð.“+ 19 Og Guð opnaði augu hennar svo að hún sá vatnsbrunn og hún fór og fyllti skinnbelginn af vatni og gaf drengnum að drekka. 20 Guð var með drengnum+ og hann óx úr grasi. Hann bjó í óbyggðunum og gerðist bogaskytta. 21 Hann settist að í óbyggðum Paran+ og móðir hans tók handa honum konu frá Egyptalandi.
22 Um þær mundir bar svo við að Abímelek og Píkól hershöfðingi hans sögðu við Abraham: „Guð er með þér í öllu sem þú gerir.+ 23 Þess vegna skaltu sverja þess eið við Guð að gera hvorki mér, börnum mínum né öðrum afkomendum nokkuð illt heldur sýna mér og landinu sem þú býrð í sama trygga kærleika og ég hef sýnt þér.“+ 24 „Ég sver eið að því,“ svaraði Abraham.
25 En Abraham kvartaði við Abímelek yfir því að þjónar hans hefðu tekið vatnsbrunn með valdi.+ 26 „Ég veit ekki hverjir gerðu þetta,“ svaraði Abímelek. „Þú hefur hvorki sagt mér frá þessu né hef ég heyrt af þessu fyrr en í dag.“ 27 Abraham tók þá sauðfé og nautgripi og gaf Abímelek og þeir gerðu sáttmála sín á milli. 28 Þegar Abraham tók sjö lömb* úr hjörðinni og lét til hliðar 29 spurði Abímelek: „Af hverju læturðu þessi sjö lömb til hliðar?“ 30 Abraham svaraði: „Þú skalt þiggja af mér þessi sjö lömb til vitnis um að ég gróf þennan brunn.“ 31 Þess vegna nefndi hann staðinn Beerseba*+ því að þar sóru þeir báðir eið. 32 Þeir gerðu með sér sáttmála+ í Beerseba, og Abímelek og Píkól hershöfðingi hans sneru síðan aftur til lands Filistea.+ 33 En Abraham gróðursetti tamarisktré í Beerseba og þar ákallaði hann nafn Jehóva,+ hins eilífa Guðs.+ 34 Hann dvaldist lengi* í landi Filistea.+
22 Seinna meir reyndi hinn sanni Guð Abraham+ og sagði við hann: „Abraham!“ Og hann svaraði: „Hér er ég.“ 2 Hann sagði: „Taktu son þinn, einkason þinn sem þú elskar svo heitt,+ hann Ísak,+ og farðu til Móríalands+ og fórnaðu honum þar sem brennifórn á fjalli sem ég vísa þér á.“
3 Morguninn eftir fór Abraham snemma á fætur, lagði á asna sinn og tók með sér tvo af þjónum sínum og Ísak son sinn. Hann klauf brennifórnarviðinn og lagði síðan af stað þangað sem hinn sanni Guð hafði sagt honum að fara. 4 Á þriðja degi kom hann auga á staðinn í fjarska. 5 Abraham sagði þá við þjóna sína: „Bíðið hér hjá asnanum en við drengurinn ætlum að fara þangað til að tilbiðja Guð. Síðan komum við aftur til ykkar.“
6 Abraham tók brennifórnarviðinn og lagði á herðar Ísak syni sínum. Síðan tók hann eldinn og hnífinn* í hönd sér og þeir gengu áfram. 7 Þá sagði Ísak við Abraham föður sinn: „Faðir minn!“ „Já, sonur minn,“ svaraði hann. „Hér er eldurinn og viðurinn en hvar er sauðurinn fyrir brennifórnina?“ spurði Ísak. 8 Abraham svaraði: „Guð mun sjálfur útvega sauð til brennifórnarinnar,+ sonur minn.“ Og síðan gengu þeir áfram.
9 Loks komu þeir á staðinn sem hinn sanni Guð hafði talað um. Abraham reisti þar altari og lagði viðinn á það. Hann batt Ísak son sinn á höndum og fótum og lagði hann á altarið, ofan á viðinn.+ 10 Síðan greip Abraham um hnífinn* til að drepa son sinn.+ 11 En engill Jehóva kallaði til hans af himni: „Abraham, Abraham!“ „Hér er ég!“ svaraði hann. 12 „Gerðu drengnum ekki mein,“ sagði engillinn. „Gerðu honum ekkert því að nú veit ég að þú óttast Guð þar sem þú hefur ekki neitað mér um son þinn, einkason þinn.“+ 13 Þá leit Abraham upp og sá að hrútur var fastur á hornunum í kjarri rétt hjá. Hann fór þangað, tók hrútinn og fórnaði honum sem brennifórn í stað sonar síns. 14 Abraham nefndi staðinn Jehóva Jíre.* Þess vegna segja menn enn í dag: „Á fjalli Jehóva verður séð fyrir því.“+
15 Engill Jehóva kallaði í annað sinn til Abrahams af himni 16 og sagði: „‚Ég sver við sjálfan mig,‘ segir Jehóva,+ ‚að þar sem þú gerðir þetta og neitaðir mér ekki um son þinn, einkason þinn,+ 17 mun ég blessa þig og gera afkomendur þína eins marga og stjörnur á himni og sandkorn á sjávarströnd,+ og afkomandi þinn mun eignast borgarhlið* óvina sinna.+ 18 Vegna afkomanda þíns+ munu allar þjóðir jarðar hljóta blessun* því að þú hlýddir á mig.‘“+
19 Abraham sneri nú aftur til þjóna sinna og þeir lögðu af stað og gengu saman til Beerseba.+ Abraham bjó þar áfram.
20 Eftir þessa atburði var Abraham sagt: „Milka hefur fætt Nahor bróður þínum syni:+ 21 Ús frumburð hans, Bús bróður hans, Kemúel (föður Arams), 22 Kesed, Kasó, Píldas, Jídlaf og Betúel.“+ 23 En Betúel eignaðist Rebekku.+ Milka fæddi Nahor bróður Abrahams þessa átta syni. 24 Hjákona hans hét Reúma og hún fæddi líka syni, þá Teba, Gaham, Tahas og Maaka.
23 Sara lifði í 127 ár. Svo mörg urðu æviár hennar.+ 2 Sara dó í Kirjat Arba,+ það er Hebron,+ í Kanaanslandi.+ Abraham syrgði og grét Söru. 3 Síðan stóð hann upp frá látinni konu sinni, kom að máli við afkomendur Hets+ og sagði: 4 „Ég er útlendingur og bý sem aðkomumaður á meðal ykkar.+ Látið mig fá legstað hjá ykkur svo að ég geti jarðað eiginkonu mína.“ 5 Afkomendur Hets svöruðu Abraham: 6 „Hlýddu á okkur, herra minn. Þú ert höfðingi Guðs* á meðal okkar.+ Þú mátt jarða konu þína í besta grafreit okkar. Enginn okkar mun neita þér um legstað sinn til að þú getir jarðað þína látnu.“
7 Abraham stóð þá upp, hneigði sig fyrir íbúum landsins, afkomendum Hets,+ 8 og sagði við þá: „Ef þið hafið ekkert á móti því að ég jarði konu mína hér hlustið þá á mig. Spyrjið Efron Sóharsson 9 hvort hann vilji ekki selja mér Makpelahelli sem er í útjaðri landareignar hans. Hann skal selja mér hann í viðurvist ykkar fyrir fullt verð+ svo að ég geti notað hann sem legstað.“+
10 Hetítinn Efron sat þarna meðal afkomenda Hets. Hann svaraði Abraham í áheyrn þeirra og allra sem voru í borgarhliðinu+ og sagði: 11 „Nei, herra minn. Hlýddu nú á. Ég gef þér bæði akurinn og hellinn sem er þar. Í viðurvist samlanda minna gef ég þér þetta. Jarðaðu konuna þína.“ 12 Þá hneigði Abraham sig fyrir íbúum landsins 13 og sagði við Efron í áheyrn fólksins: „Ég bið þig að hlýða á mál mitt. Ég borga þér fullt verð fyrir akurinn. Taktu við því svo að ég geti jarðað konu mína þar.“
14 Efron svaraði Abraham: 15 „Hlýddu á, herra minn. Landið er 400 silfursikla* virði en hvað er það okkar á milli? Farðu og jarðaðu konu þína.“ 16 Abraham hlustaði á mál Efrons og vó honum upphæðina sem hann hafði nefnt í áheyrn afkomenda Hets, 400 sikla* silfurs samkvæmt viðurkenndri vog kaupmanna.+ 17 Landareign Efrons í Makpela, sem var nálægt Mamre, eignin ásamt hellinum og öllum trjám innan marka hennar, komst þannig 18 í eigu Abrahams í viðurvist afkomenda Hets og allra sem voru í borgarhliðinu. 19 Síðan jarðaði Abraham Söru konu sína í hellinum á Makpelaakri nálægt Mamre, það er Hebron, í Kanaanslandi. 20 Þannig festi Abraham kaup á landareigninni og hellinum frammi fyrir afkomendum Hets til að nota sem legstað.+
24 Abraham var nú orðinn gamall og aldurhniginn og Jehóva hafði blessað hann í öllu.+ 2 Þá sagði Abraham við þjón sinn, þann sem var elstur í húsi hans og hafði umsjón með öllu sem hann átti:+ „Settu hönd þína undir læri mitt 3 og sverðu við Jehóva, Guð himins og Guð jarðar, að þú takir ekki syni mínum konu af dætrum Kanverja sem ég bý á meðal.+ 4 Farðu heldur til lands míns og ættingja minna+ og taktu konu handa Ísak syni mínum.“
5 Þjónninn svaraði honum: „En hvað ef konan vill ekki koma með mér hingað til þessa lands? Á ég þá að fara með son þinn aftur til landsins þaðan sem þú komst?“+ 6 „Nei,“ svaraði Abraham, „þú mátt alls ekki fara með son minn þangað.+ 7 Jehóva Guð himnanna tók mig úr húsi föður míns og úr ættlandi mínu.+ Hann talaði við mig og sór þess eið+ að gefa afkomendum mínum+ þetta land.+ Hann mun senda engil sinn á undan þér+ og þú munt taka syni mínum konu þaðan.+ 8 En ef konan vill ekki fara með þér ertu laus undan eiðnum. Hvað sem því líður máttu ekki fara með son minn þangað.“ 9 Þá setti þjónninn hönd sína undir læri Abrahams húsbónda síns og sór honum eið að þessu.+
10 Þjónninn tók nú tíu af úlföldum húsbónda síns og lagði af stað til Mesópótamíu, til borgar Nahors. Hann hafði með sér alls konar góðar gjafir frá húsbónda sínum. 11 Loks kom hann að brunni fyrir utan borgina og þar lét hann úlfaldana leggjast. Það var að kvöldi dags, um það leyti sem konurnar fóru út að sækja vatn. 12 Hann sagði: „Jehóva, Guð Abrahams húsbónda míns, láttu allt ganga að óskum í dag og sýndu Abraham húsbónda mínum tryggan kærleika. 13 Hér stend ég við vatnslind og dætur borgarmanna koma nú til að sækja vatn. 14 Ég ætla að segja við eina af stúlkunum: ‚Taktu niður vatnsker þitt svo að ég geti fengið mér að drekka.‘ Ef hún svarar: ‚Fáðu þér að drekka og ég skal líka brynna úlföldum þínum,‘ þá veit ég að það er hún sem þú hefur valið handa Ísak þjóni þínum og að þú hefur sýnt húsbónda mínum tryggan kærleika.“
15 Áður en hann hafði sleppt orðinu birtist Rebekka með vatnsker á öxlinni. Hún var dóttir Betúels+ sonar Milku+ eiginkonu Nahors+ bróður Abrahams. 16 Stúlkan var ákaflega falleg. Hún hafði ekki sofið hjá karlmanni og var hrein mey. Hún gekk niður að lindinni, fyllti vatnsker sitt og kom síðan aftur upp frá lindinni. 17 Þjónninn hljóp rakleiðis til hennar og sagði: „Gefðu mér smá vatnssopa úr keri þínu.“ 18 Hún svaraði: „Drekktu, herra minn,“ og flýtti sér að taka kerið niður af öxlinni til að gefa honum að drekka. 19 Þegar hún hafði gefið honum að drekka sagði hún: „Ég skal líka sækja vatn handa úlföldum þínum þar til þeir hafa drukkið nægju sína.“ 20 Hún flýtti sér að tæma úr kerinu í vatnsþróna og hljóp síðan fram og til baka til að sækja vatn í brunninn. Hún sótti vatn handa öllum úlföldum hans. 21 Maðurinn starði þögull á hana, undrandi yfir því sem hann sá, og velti fyrir sér hvort Jehóva hefði látið ferð hans heppnast eða ekki.
22 Þegar úlfaldarnir höfðu drukkið nægju sína tók maðurinn fram nefhring úr gulli sem vó hálfan sikil* og tvö gullarmbönd sem vógu tíu sikla* og gaf henni. 23 Síðan sagði hann: „Segðu mér hvers dóttir þú ert. Er pláss fyrir okkur í húsi föður þíns svo að við getum gist þar í nótt?“ 24 Hún svaraði: „Ég er dóttir Betúels,+ sonar Milku og Nahors.“+ 25 Hún bætti við: „Við eigum bæði hálm og nóg af fóðri og það er líka pláss til að gista.“ 26 Þá féll maðurinn á grúfu frammi fyrir Jehóva 27 og sagði: „Lofaður sé Jehóva, Guð Abrahams húsbónda míns, því að hann hefur ekki látið af tryggum kærleika sínum og trúfesti við húsbónda minn. Jehóva hefur leitt mig til húss bræðra húsbónda míns.“
28 Stúlkan hljóp þá heim í hús móður sinnar og sagði frá því sem hafði gerst. 29 Rebekka átti bróður sem hét Laban.+ Hann hljóp nú til mannsins við lindina. 30 Hann hafði séð nefhringinn og armböndin á höndum Rebekku systur sinnar og heyrt hana segja: „Þannig talaði maðurinn við mig.“ Hann fór því til mannsins sem stóð enn hjá úlföldunum við lindina. 31 Hann sagði: „Komdu, þú sem nýtur blessunar Jehóva. Af hverju stendurðu hérna úti? Ég hef gert allt tilbúið fyrir þig í húsinu og rýmt til fyrir úlföldunum.“ 32 Maðurinn gekk þá inn í húsið og hann* spretti af úlföldunum og gaf þeim hálm og fóður og sótti vatn til að hann og mennirnir sem voru með honum gætu þvegið fætur sína. 33 Síðan var matur borinn fram fyrir hann en hann sagði: „Ég borða ekkert fyrr en ég hef borið upp erindi mitt.“ „Lát heyra,“ sagði Laban.
34 Hann sagði þá: „Ég er þjónn Abrahams.+ 35 Jehóva hefur blessað húsbónda minn ríkulega og gert hann stórauðugan. Hann hefur gefið honum sauðfé og nautgripi, silfur og gull, þjóna og þjónustustúlkur, úlfalda og asna.+ 36 Og Sara, eiginkona húsbónda míns, ól honum son í elli sinni+ og húsbóndi minn mun gefa honum allt sem hann á.+ 37 Húsbóndi minn lét mig því sverja eið og sagði: ‚Þú mátt ekki taka syni mínum konu af dætrum Kanverja, þeirra sem ég bý á meðal.+ 38 Þú skalt heldur fara til húss föður míns og til ættingja minna+ til að finna konu handa syni mínum.‘+ 39 En ég spurði húsbónda minn: ‚Hvað ef konan vill ekki koma með mér?‘+ 40 Hann svaraði: ‚Ég hef gengið með Jehóva.+ Hann mun senda engil sinn+ með þér og láta ferð þína heppnast. Þú skalt fara til ættingja minna og fá konu handa syni mínum úr húsi föður míns.+ 41 En þú losnar undan eiðnum ef þú ferð til ættingja minna og þeir vilja ekki gefa þér hana. Það leysir þig undan eiðnum.‘+
42 Þegar ég kom að lindinni í dag sagði ég: ‚Jehóva, Guð Abrahams húsbónda míns. Ég bið þig að láta ferð mína heppnast. 43 Hér stend ég við lind. Þegar stúlka+ kemur til að sækja vatn ætla ég að segja: „Gefðu mér smá vatnssopa úr keri þínu.“ 44 Ef hún svarar: „Fáðu þér að drekka og ég skal líka sækja vatn handa úlföldum þínum,“ þá veit ég að hún er sú kona sem þú, Jehóva, hefur valið handa syni húsbónda míns.‘+
45 Áður en ég gat lokið bæn minni* sá ég Rebekku koma með ker sitt á öxlinni. Hún gekk niður að lindinni og fór að ausa vatni. Ég sagði þá við hana: ‚Gefðu mér að drekka.‘+ 46 Hún flýtti sér að taka kerið niður af öxlinni og sagði: ‚Fáðu þér að drekka+ og ég skal líka brynna úlföldum þínum.‘ Ég fékk mér að drekka og hún brynnti úlföldunum líka. 47 Síðan spurði ég hana: ‚Hvers dóttir ertu?‘ og hún svaraði: ‚Ég er dóttir Betúels, sonar Nahors og Milku.‘ Ég setti þá hringinn í nef hennar og armböndin á hendur hennar.+ 48 Ég féll á grúfu frammi fyrir Jehóva og lofaði Jehóva, Guð Abrahams húsbónda míns,+ sem hafði leitt mig réttan veg til að taka dóttur bróðursonar húsbónda míns fyrir konu handa syni hans. 49 Segðu mér nú hvort þú viljir sýna húsbónda mínum tryggan kærleika og trúfesti. Ef þú vilt það ekki skaltu segja mér það svo að ég viti hvað ég á að gera.“*+
50 Laban og Betúel svöruðu: „Þetta er komið frá Jehóva svo að við höfum ekkert um það að segja.* 51 Hér er Rebekka. Taktu hana og farðu leiðar þinnar. Hún skal giftast syni húsbónda þíns eins og Jehóva hefur sagt.“ 52 Þegar þjónn Abrahams heyrði þetta varpaði hann sér til jarðar frammi fyrir Jehóva. 53 Hann tók síðan fram skrautmuni úr silfri og gulli og föt og gaf Rebekku. Bróður hennar og móður gaf hann einnig dýrgripi. 54 Hann og mennirnir sem voru með honum átu síðan og drukku og gistu þar um nóttina.
Þegar hann fór á fætur morguninn eftir sagði hann: „Leyfið mér að fara til húsbónda míns.“ 55 Bróðir Rebekku og móðir svöruðu: „Leyfðu stúlkunni að vera hjá okkur í að minnsta kosti tíu daga í viðbót. Síðan má hún fara.“ 56 En hann sagði við þau: „Tefjið mig ekki. Jehóva hefur látið ferð mína heppnast. Leyfið mér að fara heim til húsbónda míns.“ 57 Þau sögðu þá: „Köllum á stúlkuna og spyrjum hana sjálfa.“ 58 Þau kölluðu á Rebekku og spurðu hana: „Viltu fara með þessum manni?“ „Já, það vil ég,“ svaraði hún.
59 Þá létu þau Rebekku systur sína+ fara ásamt fóstru* hennar+ og þjóni Abrahams og mönnum hans. 60 Þau blessuðu Rebekku og sögðu við hana: „Systir, megi þúsundir tugþúsunda koma af þér og megi afkomendur þínir eignast borgarhlið* þeirra sem hata þá.“+ 61 Rebekka og þjónustustúlkur hennar settust á bak úlföldunum og fóru með manninum. Þjónninn hélt af stað og tók Rebekku með sér.
62 Ísak bjó í Negeb+ og var nýkominn frá svæðinu í grennd við Beer Lahaj Róí.+ 63 Það var kvöld og Ísak hafði farið út að ganga til að hugleiða.+ Hann leit upp og sá þá úlfaldalest nálgast. 64 Rebekka leit einnig upp og kom auga á Ísak. Hún steig strax af baki 65 og spurði þjóninn: „Hvaða maður er þetta sem gengur þarna á móti okkur?“ „Þetta er húsbóndi minn,“ svaraði þjónninn. Hún tók þá blæju sína og huldi sig. 66 Þjónninn sagði nú Ísak frá öllu sem hann hafði gert. 67 Síðan leiddi Ísak Rebekku inn í tjald Söru móður sinnar+ og hún varð kona hans. Hann varð ástfanginn af henni+ og fékk huggun eftir móðurmissinn.+
25 Abraham tók sér aftur konu. Hún hét Ketúra. 2 Hún ól honum Simran, Joksan, Medan, Midían,+ Jísbak og Súa.+
3 Joksan eignaðist Séba og Dedan.
Afkomendur Dedans voru Assúrítar, Letúsítar og Leúmmítar.
4 Synir Midíans voru Efa, Efer, Hanok, Abída og Eldaa.
Allir þessir voru afkomendur Ketúru.
5 Abraham gaf Ísak allar eigur sínar+ 6 en sonunum sem hann átti með hjákonum sínum gaf hann gjafir. Síðan, meðan hann var enn á lífi, sendi hann þá austur á bóginn, til Austurlanda, burt frá Ísak syni sínum.+ 7 Ævidagar Abrahams urðu 175 ár. 8 Þá gaf Abraham upp andann. Hann dó í hárri elli eftir langa og góða ævi og safnaðist til fólks síns.* 9 Ísak og Ísmael synir hans jörðuðu hann í Makpelahelli á landareign Hetítans Efrons Sóharssonar í nágrenni við Mamre,+ 10 landareigninni sem Abraham keypti af afkomendum Hets. Þar var Abraham jarðaður hjá Söru konu sinni.+ 11 Eftir dauða Abrahams blessaði Guð Ísak son hans+ en hann bjó í grennd við Beer Lahaj Róí.+
12 Þetta er saga* Ísmaels+ Abrahamssonar sem Hagar,+ hin egypska þjónustustúlka Söru, ól Abraham:
13 Þetta eru synir Ísmaels eftir nöfnum þeirra og ættum: Frumburður Ísmaels var Nebajót.+ Síðan fæddust Kedar,+ Adbeel, Míbsam,+ 14 Misma, Dúma, Massa, 15 Hadad, Tema, Jetúr, Nafis og Kedma. 16 Þetta voru synir Ísmaels og nöfn þeirra eftir byggðum þeirra og tjaldbúðum,* 12 höfðingjar 12 ættflokka.+ 17 Ísmael lifði í 137 ár. Þá gaf hann upp andann og safnaðist til fólks síns.* 18 Afkomendur hans tóku sér bólfestu á svæðinu frá Havíla+ skammt frá Súr,+ sem er nálægt Egyptalandi, og allt til Assýríu. Hann settist að nálægt öllum bræðrum sínum.*+
19 Þetta er saga Ísaks Abrahamssonar:+
Abraham eignaðist Ísak. 20 Ísak var fertugur þegar hann giftist Rebekku, dóttur Betúels+ hins arameíska frá Paddan Aram, systur Labans hins arameíska. 21 Ísak bað oft og innilega til Jehóva fyrir konu sinni því að hún gat ekki eignast börn. Jehóva bænheyrði hann og Rebekka kona hans varð barnshafandi. 22 En synirnir tókust á í kviði hennar.+ Hún sagði þá: „Ef þetta verður svona, til hvers ætti ég þá að lifa?“ Og hún leitaði svars hjá Jehóva. 23 Jehóva svaraði henni: „Þú gengur með tvær þjóðir+ og tveir þjóðflokkar munu kvíslast úr kviði þínum.+ Annar verður sterkari en hinn+ og sá eldri mun þjóna þeim yngri.“+
24 Þegar tíminn kom að hún skyldi fæða kom í ljós að þetta voru vissulega tvíburar. 25 Sá fyrri kom í heiminn, allur rauður og loðinn eins og loðfeldur.+ Þess vegna var hann nefndur Esaú.*+ 26 Síðan kom bróðir hans í ljós og hann hélt um hælinn á Esaú.+ Hann fékk því nafnið Jakob.*+ Ísak var sextugur þegar þeir fæddust.
27 Drengirnir uxu úr grasi. Esaú varð fær veiðimaður+ og naut þess að vera úti á veiðum en Jakob var rólyndur og ljúfur* og hélt sig við tjöldin.+ 28 Ísak elskaði Esaú því að hann færði honum villibráð í matinn en Rebekka elskaði Jakob.+ 29 Eitt sinn, þegar Jakob var að sjóða baunarétt, kom Esaú heim af veiðum og var dauðþreyttur. 30 Esaú sagði þá við Jakob: „Gefðu mér undireins af rauðu kássunni þarna* því að ég er dauðþreyttur.“* Þess vegna var hann kallaður Edóm.*+ 31 „Seldu mér fyrst frumburðarrétt þinn,“+ svaraði Jakob. 32 „Ég er að dauða kominn!“ sagði Esaú. „Hvaða gagn hef ég þá af frumburðarréttinum?“ 33 „Sverðu mér fyrst eið,“ sagði Jakob. Esaú sór honum þá eið og seldi Jakobi frumburðarrétt sinn.+ 34 Jakob gaf Esaú brauð og linsubaunakássu og hann át og drakk, stóð upp og fór. Þannig vanvirti Esaú frumburðarréttinn.
26 Nú varð hungursneyð í landinu eins og á dögum Abrahams.+ Ísak fór því til Gerar, til Abímeleks konungs Filistea. 2 Þar birtist Jehóva honum og sagði: „Farðu ekki til Egyptalands. Dveldu í landinu sem ég vel handa þér. 3 Búðu þar sem útlendingur.+ Ég verð með þér og blessa þig því að þér og afkomendum þínum gef ég öll þessi lönd+ og ég mun halda eiðinn sem ég sór Abraham föður þínum+ þegar ég sagði: 4 ‚Ég geri afkomendur þína eins marga og stjörnur á himni+ og ég gef þeim öll þessi lönd.+ Vegna afkomenda þinna munu allar þjóðir jarðar hljóta blessun.‘*+ 5 Ég geri þetta af því að Abraham hlustaði á mig og hélt fyrirmæli mín, tilskipanir, ákvæði og lög.“+ 6 Ísak bjó því áfram í Gerar.+
7 Þegar mennirnir þar spurðu um konuna hans svaraði hann: „Hún er systir mín,“+ því að hann þorði ekki að segja: „Hún er konan mín.“ „Mennirnir gætu annars drepið mig út af Rebekku,“ hugsaði hann með sér því að hún var ákaflega falleg.+ 8 Að nokkrum tíma liðnum varð Abímelek konungi Filistea litið út um gluggann og sá þá að Ísak lét vel að* Rebekku konu sinni.+ 9 Abímelek kallaði þá Ísak fyrir sig og sagði: „Hún er þá konan þín! Hvers vegna sagðirðu: ‚Hún er systir mín‘?“ Ísak svaraði: „Ég óttaðist að ég yrði drepinn vegna hennar.“+ 10 „Hvað hefurðu gert okkur?“+ sagði Abímelek. „Einhver hefði auðveldlega getað lagst með konunni þinni og þá hefðir þú leitt sekt yfir okkur!“+ 11 Síðan gaf Abímelek öllu fólkinu þessi fyrirmæli: „Hver sem snertir þennan mann eða konu hans verður líflátinn.“
12 Ísak sáði korni í landinu og það ár uppskar hann hundraðfalt það sem hann sáði því að Jehóva blessaði hann.+ 13 Hann varð ríkur og hagnaðist meir og meir þar til hann var orðinn vellauðugur. 14 Hann eignaðist hjarðir sauða og nautgripa og fjöldann allan af þjónum+ svo að Filistear fóru að öfunda hann.
15 Filistear byrgðu alla brunna sem þjónar föður Ísaks höfðu grafið á dögum Abrahams+ og fylltu þá af mold. 16 Og Abímelek sagði við Ísak: „Farðu burt frá okkur því að þú ert orðinn miklu öflugri en við.“ 17 Þá fór Ísak þaðan og sló upp tjöldum sínum í Gerardal+ og settist þar að. 18 Hann gróf aftur brunnana sem höfðu verið grafnir á dögum Abrahams föður hans og Filistear höfðu fyllt eftir að Abraham dó.+ Hann gaf brunnunum síðan sömu nöfn og faðir hans hafði gefið þeim.+
19 Þjónar Ísaks fundu brunn með fersku vatni þegar þeir grófu í dalnum. 20 Fjárhirðarnir í Gerar fóru þá að deila við fjárhirða Ísaks og sögðu: „Við eigum þetta vatn!“ Hann nefndi brunninn Esek* því að þar rifust þeir við hann. 21 Þeir grófu annan brunn og þá hófust deilur á ný. Hann nefndi því brunninn Sitna.* 22 Síðar fluttist hann þaðan og gróf annan brunn en um hann rifust þeir ekki. Hann nefndi hann því Rehóbót* og sagði: „Jehóva hefur gefið okkur nóg pláss svo að nú getur okkur fjölgað í landinu.“+
23 Þaðan hélt hann síðan upp til Beerseba.+ 24 Sömu nótt birtist Jehóva honum og sagði: „Ég er Guð Abrahams föður þíns.+ Vertu óhræddur+ því að ég er með þér. Ég mun blessa þig og gera afkomendur þína marga vegna Abrahams þjóns míns.“+ 25 Ísak reisti þar altari og ákallaði nafn Jehóva.+ Hann sló þar upp tjaldi sínu+ og þjónar hans grófu þar brunn.
26 Seinna kom Abímelek til hans frá Gerar með Akúsat ráðgjafa* sínum og Píkól hershöfðingja sínum.+ 27 Ísak sagði við þá: „Hvers vegna komið þið til mín? Þið hatið mig og senduð mig burt frá ykkur.“ 28 Þeir svöruðu: „Við höfum séð að Jehóva er greinilega með þér.+ Þess vegna leggjum við þetta til: ‚Eiður sé milli okkar og þín. Gerum með okkur sáttmála.+ 29 Þú skalt ekki gera okkur neitt illt eins og við höfum ekki gert þér neitt illt. Við höfum aðeins gert þér gott og leyft þér að fara burt í friði. Við vitum að þú nýtur blessunar Jehóva.‘“ 30 Síðan hélt hann þeim veislu og þeir átu og drukku. 31 Snemma morguninn eftir sóru þeir hver öðrum eiða.+ Síðan sendi Ísak þá burt og þeir fóru frá honum í friði.
32 Sama dag komu þjónar Ísaks og sögðu honum frá brunninum sem þeir höfðu grafið.+ „Við höfum fundið vatn!“ sögðu þeir. 33 Hann nefndi brunninn Seba. Þess vegna heitir borgin Beerseba+ fram á þennan dag.
34 Þegar Esaú var fertugur tók hann sér Júdít, dóttur Hetítans Beerí, fyrir konu og einnig Basmat, dóttur Hetítans Elons.+ 35 Þær ollu Ísak og Rebekku mikilli hugarkvöl.+
27 Ísak var nú orðinn gamall og sjóninni hafði hrakað svo mikið að hann gat ekki séð. Dag einn kallaði hann á Esaú,+ eldri son sinn, og sagði: „Sonur minn!“ „Hér er ég,“ svaraði hann. 2 Ísak sagði þá: „Ég er orðinn gamall og veit ekki hversu langt ég á eftir ólifað. 3 Taktu nú veiðibúnað þinn, boga þinn og örvar, og farðu út og veiddu villibráð handa mér.+ 4 Eldaðu síðan handa mér einn af uppáhaldsréttunum mínum og færðu mér að borða svo að ég geti blessað þig áður en ég dey.“
5 En Rebekka heyrði hvað Ísak sagði við Esaú son sinn. Esaú fór nú út til að veiða villibráð og hafa með sér heim.+ 6 Þá sagði Rebekka við Jakob son sinn:+ „Ég heyrði föður þinn rétt í þessu segja við Esaú bróður þinn: 7 ‚Færðu mér villibráð og eldaðu handa mér ljúffengan rétt svo að ég geti borðað og blessað þig frammi fyrir Jehóva áður en ég dey.‘+ 8 Hlustaðu nú vandlega, sonur minn, og gerðu eins og ég segi.+ 9 Farðu til hjarðarinnar og sæktu handa mér tvo væna kiðlinga til að ég geti eldað ljúffengan rétt handa föður þínum, einmitt eins og hann vill hafa hann. 10 Færðu síðan föður þínum hann svo að hann geti blessað þig áður en hann deyr.“
11 „En Esaú bróðir minn er loðinn+ og ég er með mjúka húð,“ sagði Jakob við Rebekku móður sína. 12 „Hvað ef faðir minn þreifar á mér?+ Þá heldur hann að ég sé að gera grín að sér og ég leiði yfir mig bölvun en ekki blessun.“ 13 Móðir hans svaraði honum: „Bölvunin komi yfir mig, sonur minn. Gerðu bara eins og ég segi. Farðu og sæktu kiðlingana handa mér.“+ 14 Hann fór því og sótti þá handa móður sinni og hún eldaði ljúffengan rétt, einmitt eins og faðir hans vildi hafa hann. 15 Síðan tók Rebekka fínustu föt Esaú, eldri sonar síns, sem hún hafði heima hjá sér, og færði Jakob, yngri son sinn, í þau.+ 16 Hún lét líka skinnið af kiðlingunum um hendur hans og einnig um hálsinn þar sem hann var hárlaus.+ 17 Síðan fékk hún Jakobi ljúffenga réttinn og brauðið sem hún hafði bakað.+
18 Jakob fór inn til föður síns og sagði: „Faðir minn.“ Hann svaraði: „Hér er ég, sonur minn. Hvort ertu Esaú eða Jakob?“ 19 „Ég er Esaú frumburður þinn,“+ svaraði Jakob. „Ég hef gert eins og þú sagðir. Sestu nú upp og fáðu þér af villibráðinni svo að þú getir blessað mig.“+ 20 Ísak spurði son sinn: „Hvernig fórstu að því að vera svona fljótur að finna villibráðina, sonur minn?“ „Jehóva Guð þinn lét hana verða á vegi mínum,“ svaraði Jakob. 21 „Komdu nær, sonur minn,“ sagði Ísak, „til að ég geti þreifað á þér. Ég vil vita hvort þú ert ekki örugglega Esaú sonur minn.“+ 22 Jakob færði sig þá nær Ísak föður sínum og hann þreifaði á honum og sagði: „Röddin er rödd Jakobs en hendurnar eru hendur Esaú.“+ 23 Hann þekkti hann ekki því að hann var með loðnar hendur eins og Esaú bróðir hans, og hann blessaði hann.+
24 Síðan spurði hann: „Ertu örugglega Esaú sonur minn?“ „Já, ég er hann,“ svaraði Jakob. 25 Þá sagði Ísak: „Færðu mér villibráðina, sonur minn, svo að ég geti borðað af henni og síðan blessað þig.“ Og Jakob færði honum hana og hann borðaði. Hann gaf honum líka vín og hann drakk. 26 Síðan sagði Ísak faðir hans: „Komdu nær, sonur minn, og kysstu mig.“+ 27 Hann kom nær og kyssti hann, og Ísak fann ilminn af fötunum hans.+ Síðan blessaði hann Jakob og sagði:
„Ilmurinn af syni mínum er eins og ilmur gróðurlendisins sem Jehóva hefur blessað. 28 Hinn sanni Guð gefi þér dögg af himni+ og frjóa jörð+ og meira en nóg af korni og nýju víni.+ 29 Þjóðflokkar skulu þjóna þér og þjóðir lúta þér. Drottnaðu yfir bræðrum þínum og synir móður þinnar lúti þér.+ Bölvaður sé hver sem bölvar þér og blessaður sé hver sem blessar þig.“+
30 Ísak hafði rétt lokið við að blessa Jakob og Jakob var nýfarinn frá föður sínum þegar Esaú bróðir hans kom heim úr veiðiferð sinni.+ 31 Esaú eldaði einnig ljúffengan rétt og færði föður sínum og sagði við hann: „Reistu þig við, faðir minn, og borðaðu af villibráð minni svo að þú getir blessað mig.“ 32 „Hver ert þú?“ spurði faðir hans. „Ég er sonur þinn, Esaú, frumburður þinn,“+ svaraði hann. 33 Ísak fór þá allur að skjálfa og sagði: „Hver var það þá sem kom og færði mér villibráð sem hann hafði veitt? Ég borðaði hana og blessaði hann áður en þú komst, og hann verður blessaður.“
34 Þegar Esaú heyrði það sem faðir hans sagði rak hann upp angistaróp og grátbað föður sinn: „Blessaðu mig líka, faðir minn!“+ 35 En hann svaraði: „Bróðir þinn hefur blekkt mig og tekið blessunina sem þú áttir að fá.“ 36 Þá sagði Esaú: „Það er engin furða að hann skuli heita Jakob.* Tvisvar hefur hann haft af mér það sem er mitt.+ Hann hefur þegar tekið af mér frumburðarréttinn+ og nú hefur hann líka tekið blessun mína!“+ Hann hélt áfram: „Hefurðu ekki geymt neina blessun handa mér?“ 37 En Ísak svaraði honum: „Ég hef gert hann að höfðingja yfir þér+ og gefið honum alla bræður sína að þjónum. Ég hef líka séð honum fyrir korni og nýju víni.+ Hvað á ég þá eftir handa þér, sonur minn?“
38 Esaú sagði við föður sinn: „Áttu bara þessa einu blessun, faðir minn? Blessaðu mig líka, faðir minn!“ Og Esaú hljóðaði upp yfir sig og brast í grát.+ 39 Faðir hans sagði þá við hann:
„Þú munt búa fjarri frjósamri jörð, þar sem engin dögg fellur af himni.+ 40 Af sverði þínu skaltu lifa+ og bróður þínum muntu þjóna.+ En þegar mælirinn er fullur muntu brjóta ok hans af hálsi þér.“+
41 Esaú hataði Jakob vegna blessunarinnar sem faðir hans hafði veitt honum+ og hugsaði með sér: „Það styttist í að faðir minn verði syrgður.+ Þá ætla ég að drepa Jakob bróður minn.“ 42 Rebekku var sagt hvað Esaú, eldri sonur hennar, ætlaði að gera. Hún sendi samstundis eftir Jakobi, yngri syni sínum, og sagði við hann: „Esaú bróðir þinn ætlar að hefna sín og drepa þig.* 43 Hlustaðu nú, sonur minn. Flýðu til Labans bróður míns í Haran.+ 44 Vertu hjá honum þangað til heift bróður þíns hefur sefast. 45 Ég sendi síðan eftir þér þegar bróður þínum er runnin reiðin og hann hefur gleymt því sem þú gerðir honum. Hvers vegna ætti ég að missa ykkur báða á einum degi?“
46 Síðan sagði Rebekka við Ísak: „Mér býður við lífi mínu vegna dætra Hetítanna.+ Ef Jakob tæki sér konu af dætrum Hetíta, einhverja eins og þessar hérlendu konur, til hvers ætti ég þá að lifa?“+
28 Ísak kallaði þá Jakob til sín og blessaði hann og gaf honum þessi fyrirmæli: „Þú mátt ekki taka þér konu af dætrum Kanaanslands.+ 2 Farðu til Paddan Aram, til húss Betúels móðurföður þíns, og taktu þér konu þaðan, af dætrum Labans+ móðurbróður þíns. 3 Almáttugur Guð mun blessa þig, gera þig frjósaman og gefa þér marga afkomendur, og þú verður að fjölmennri þjóð.+ 4 Hann mun veita þér og afkomendum þínum blessun Abrahams+ og þú munt taka til eignar landið þar sem þú býrð nú sem útlendingur, landið sem Guð gaf Abraham.“+
5 Ísak sendi Jakob burt og hann hélt til Paddan Aram, til Labans Betúelssonar hins arameíska,+ bróður Rebekku,+ móður Jakobs og Esaú.
6 Esaú sá að Ísak hafði blessað Jakob, sent hann burt til Paddan Aram til að taka sér konu þaðan og gefið honum þessi fyrirmæli þegar hann blessaði hann: „Taktu þér ekki konu af dætrum Kanaanslands.“+ 7 Hann sá líka að Jakob hlýddi föður sínum og móður og fór til Paddan Aram.+ 8 Þá varð Esaú ljóst að Ísak föður hans líkaði illa við dætur Kanaanslands.+ 9 Esaú fór því til Ísmaels og tók sér Mahalat fyrir konu, auk þeirra kvenna sem hann átti fyrir. Hún var dóttir Ísmaels Abrahamssonar og systir Nebajóts.+
10 Jakob lagði af stað frá Beerseba og hélt til Haran.+ 11 Hann kom á stað nokkurn og ákvað að gista þar um nóttina því að sólin var sest. Hann tók einn af steinunum sem voru þar, lét hann undir höfuðið og lagðist.+ 12 Hann dreymdi draum. Tröppur* náðu frá jörðinni alla leið til himins og englar Guðs fóru upp og niður tröppurnar.+ 13 Jehóva var fyrir ofan þær og sagði:
„Ég er Jehóva, Guð Abrahams föður þíns og Guð Ísaks.+ Landið sem þú liggur á gef ég þér og afkomendum þínum.+ 14 Afkomendur þínir verða eins margir og rykkorn jarðar+ og breiðast út til vesturs og austurs, norðurs og suðurs, og allar ættir jarðar hljóta blessun* vegna þín og afkomenda þinna.+ 15 Ég er með þér og vernda þig hvert sem þú ferð. Ég leiði þig aftur til þessa lands+ og yfirgef þig ekki fyrr en ég hef staðið við það sem ég hef lofað þér.“+
16 Þá vaknaði Jakob og sagði: „Jehóva er svo sannarlega á þessum stað, og ég vissi það ekki.“ 17 Og hann varð hræddur og sagði: „Þetta er magnþrunginn staður! Þetta hlýtur að vera hús Guðs+ og hér er hlið himins.“+ 18 Jakob fór snemma á fætur um morguninn. Hann tók steininn sem hann hafði haft undir höfðinu, reisti hann sem minnisvarða og hellti olíu yfir hann.+ 19 Hann nefndi staðinn Betel* en áður hét borgin Lús.+
20 Jakob strengdi heit og sagði: „Ef Guð verður áfram með mér og verndar mig á ferð minni og gefur mér brauð að borða og föt að klæðast, 21 og ef ég kemst heill á húfi aftur heim til föður míns, þá hefur Jehóva sýnt að hann er Guð minn. 22 Þessi steinn, sem ég hef reist sem minnisvarða, skal verða hús Guðs+ og ég gef þér undantekningarlaust tíund af öllu sem þú gefur mér.“
29 Jakob hélt síðan ferð sinni áfram og kom til lands austanmanna. 2 Þar kom hann auga á brunn úti á víðavangi. Þrjár sauðahjarðir lágu við brunninn því að þar voru menn vanir að brynna hjörðunum, en stór steinn lá yfir opi brunnsins. 3 Þegar öllum hjörðunum hafði verið smalað þangað var steininum velt frá opi brunnsins og fénu brynnt. Síðan var steinninn settur aftur á sinn stað yfir opið.
4 Jakob spurði mennina sem voru þar: „Bræður mínir, hvaðan eruð þið?“ „Við erum frá Haran,“+ svöruðu þeir. 5 „Þekkið þið Laban+ sonarson Nahors?“+ spurði hann. „Já, við þekkjum hann,“ svöruðu þeir. 6 „Hvernig hefur hann það?“ spurði hann og þeir svöruðu: „Hann hefur það gott. Sjáðu, þarna kemur Rakel+ dóttir hans með hjörðina.“ 7 Þá sagði Jakob: „Það er ekki langt liðið á daginn og enn er of snemmt að safna saman hjörðunum. Brynnið fénu og rekið það aftur á beit.“ 8 En þeir svöruðu: „Við megum það ekki fyrr en öllum hjörðunum hefur verið safnað saman og steininum velt frá opi brunnsins. Þá brynnum við fénu.“
9 Meðan Jakob var að tala við þá kom Rakel með hjörð föður síns sem hún gætti. 10 Þegar hann sá Rakel, dóttur Labans móðurbróður síns, og hjörð hans gekk hann strax að brunninum, velti steininum frá og brynnti fénu. 11 Hann kyssti síðan Rakel og brast í grát. 12 Hann sagði henni að hann væri frændi* föður hennar og sonur Rebekku. Hún hljóp þá heim og sagði föður sínum þetta.
13 Um leið og Laban+ heyrði að Jakob systursonur hans væri kominn hljóp hann á móti honum, faðmaði hann og kyssti og bauð honum heim til sín. Jakob sagði Laban frá öllu sem hafði gerst 14 og Laban svaraði: „Það er enginn vafi að þú ert hold mitt og blóð.“* Jakob var síðan hjá honum í einn mánuð.
15 Laban sagði nú við Jakob: „Hvers vegna ættirðu að vinna fyrir mig launalaust bara af því að þú ert frændi* minn?+ Segðu mér hvað þú vilt fá í laun.“+ 16 En Laban átti tvær dætur. Sú eldri hét Lea og sú yngri Rakel.+ 17 Lea var daufleg til augnanna en Rakel var bæði vel vaxin og falleg. 18 Jakob var orðinn ástfanginn af Rakel og sagði: „Ég skal vinna fyrir þig í sjö ár til að eignast Rakel, yngri dóttur þína.“+ 19 Laban svaraði: „Það er betra að ég gefi þér hana en einhverjum öðrum manni. Vertu áfram hjá mér.“ 20 Og Jakob vann í sjö ár til að eignast Rakel,+ en honum fannst eins og það væru aðeins fáeinir dagar því að hann elskaði hana.
21 Jakob sagði þá við Laban: „Nú er tíminn liðinn. Gefðu mér konuna mína og leyfðu mér að leggjast með henni.“ 22 Laban hélt þá veislu og bauð öllum nágrönnum sínum. 23 En um kvöldið tók hann Leu dóttur sína og leiddi hana til Jakobs svo að hann legðist með henni. 24 Laban gaf auk þess Leu dóttur sinni Silpu þjónustustúlku sína til að hún skyldi þjóna henni.+ 25 Um morguninn sá Jakob að þetta var Lea og sagði við Laban: „Hvers vegna gerðirðu mér þetta? Hef ég ekki unnið hjá þér fyrir Rakel? Hvers vegna blekktirðu mig?“+ 26 Laban svaraði: „Það er ekki venja hér um slóðir að gifta frá sér yngri dótturina á undan þeirri eldri. 27 Þú skalt verja brúðkaupsvikunni með eldri dóttur minni. Síðan færðu hina líka með því skilyrði að þú vinnir fyrir mig í önnur sjö ár.“+ 28 Jakob samþykkti það og varði brúðkaupsvikunni með Leu. Síðan gaf Laban honum Rakel dóttur sína fyrir konu. 29 Laban gaf Rakel auk þess Bílu+ þjónustustúlku sína til að hún skyldi þjóna henni.+
30 Jakob lagðist nú einnig með Rakel og hann elskaði hana meira en Leu. Hann vann síðan hjá Laban í önnur sjö ár.+ 31 Þegar Jehóva sá að Jakob elskaði Leu minna en Rakel* gerði hann henni kleift að verða barnshafandi*+ en Rakel var ófrjó.+ 32 Lea varð barnshafandi og fæddi son sem hún nefndi Rúben*+ því að hún sagði: „Jehóva hefur séð raunir mínar+ og nú á maðurinn minn eftir að elska mig.“ 33 Hún varð aftur barnshafandi og fæddi son. Hún sagði: „Jehóva hefur heyrt að ég er ekki elskuð. Þess vegna hefur hann líka gefið mér þennan son.“ Og hún nefndi hann Símeon.*+ 34 Hún varð barnshafandi enn einu sinni og fæddi son og sagði: „Nú mun maðurinn minn bindast mér sterkari böndum því að ég hef alið honum þrjá syni.“ Þess vegna var hann nefndur Leví.*+ 35 Og enn á ný varð hún barnshafandi og fæddi son. Hún sagði: „Nú vil ég lofa Jehóva.“ Þess vegna nefndi hún hann Júda.*+ Eftir það hætti hún að eignast börn.
30 Þar sem Rakel hafði ekki alið Jakobi börn varð hún afbrýðisöm út í systur sína og sagði við Jakob: „Láttu mig eignast börn, annars dey ég.“ 2 Jakob reiddist þá Rakel og sagði: „Er ég Guð? Það er hann sem hefur komið í veg fyrir að þú eignist börn.“* 3 Þá sagði Rakel: „Hér er Bíla ambátt mín.+ Sofðu hjá henni svo að hún ali barn fyrir mig.* Þannig get ég eignast börn með hjálp hennar.“ 4 Síðan gaf hún honum Bílu þjónustustúlku sína fyrir konu, og hann svaf hjá henni.+ 5 Bíla varð barnshafandi og ól Jakobi son. 6 Þá sagði Rakel: „Guð hefur dæmt í máli mínu. Hann hefur hlustað á mig og gefið mér son.“ Þess vegna nefndi hún hann Dan.*+ 7 Bíla þjónustustúlka Rakelar varð aftur ólétt og ól Jakobi annan son. 8 Þá sagði Rakel: „Ég hef háð harða baráttu við systur mína en ég hef sigrað.“ Hún nefndi hann því Naftalí.*+
9 Þegar Lea áttaði sig á að hún var hætt að eignast börn gaf hún Jakobi Silpu þjónustustúlku sína fyrir konu.+ 10 Silpa þjónustustúlka Leu ól Jakobi son. 11 Þá sagði Lea: „Mikið er ég heppin!“ Og hún nefndi hann Gað.*+ 12 Og Silpa þjónustustúlka Leu ól Jakobi annan son. 13 Þá sagði Lea: „Ég er svo hamingjusöm! Nú verður umtalað meðal kvennanna hvað ég er lánsöm.“+ Þess vegna nefndi hún hann Asser.*+
14 Dag einn um hveitiuppskerutímann var Rúben+ úti að ganga og fann alrúnur* úti á víðavangi og fór með þær til Leu móður sinnar. Rakel sagði þá við Leu: „Gefðu mér af alrúnum sonar þíns.“ 15 „Er ekki nóg að þú tókst eiginmann minn?“+ svaraði Lea. „Ætlarðu nú líka að taka alrúnur sonar míns?“ „Gott og vel,“ sagði Rakel. „Ef þú lætur mig fá alrúnur sonar þíns má Jakob sofa hjá þér í nótt.“
16 Um kvöldið þegar Jakob kom heim úr haganum fór Lea út á móti honum og sagði: „Þú átt að sofa hjá mér því að ég hef keypt þig fyrir alrúnur sonar míns.“ Hann svaf því hjá henni þá nótt. 17 Guð bænheyrði Leu og hún varð barnshafandi og ól Jakobi fimmta soninn. 18 Þá sagði Lea: „Guð hefur greitt mér laun mín því að ég hef gefið manni mínum þjónustustúlku mína.“ Hún nefndi hann því Íssakar.*+ 19 Lea varð aftur barnshafandi og ól Jakobi sjötta soninn.+ 20 Þá sagði hún: „Guð hefur gefið mér, já, mér, góða gjöf. Nú mun maðurinn minn loksins umbera mig+ því að ég hef alið honum sex syni.“+ Og hún nefndi hann Sebúlon.*+ 21 Seinna fæddi hún dóttur sem hún nefndi Dínu.+
22 En Guð hafði ekki gleymt Rakel. Hann bænheyrði hana og gerði henni kleift að eignast börn.*+ 23 Hún varð barnshafandi og eignaðist son og sagði: „Guð hefur tekið burt skömm mína.“+ 24 Hún nefndi hann Jósef*+ og sagði: „Jehóva hefur bætt við mig öðrum syni.“
25 Eftir að Rakel hafði fætt Jósef sagði Jakob við Laban: „Leyfðu mér að fara heim til lands míns.+ 26 Láttu mig hafa konur mínar og börn sem ég hef unnið fyrir hjá þér og leyfðu mér að fara. Þú veist vel að ég hef þjónað þér dyggilega.“+ 27 Þá sagði Laban: „Ef þú kannt að meta mig vertu þá kyrr. Mér sýnast táknin* benda til þess að Jehóva blessi mig vegna þín.“ 28 Og hann bætti við: „Segðu hvað þú vilt fá í laun og ég greiði það.“+ 29 Jakob svaraði: „Þú veist að ég hef þjónað þér dyggilega og hugsað vel um hjörð þína.+ 30 Áður en ég kom áttirðu lítið en eftir að ég kom hefur hjörð þín margfaldast og stækkað og Jehóva hefur blessað þig. Hvenær á ég að gera eitthvað fyrir mína eigin fjölskyldu?“+
31 Laban spurði þá: „Hvað viltu að ég gefi þér?“ „Þú átt ekki að gefa mér neitt,“ svaraði Jakob. „Ég skal halda hjörð þinni á beit og gæta hennar áfram+ ef þú gerir það sem ég bið þig um. 32 Við skulum ganga inn í hjörð þína í dag. Þú skalt síðan taka frá allar flekkóttar og spreklóttar kindur, alla mórauða unga hrúta og allar spreklóttar og flekkóttar geitur.* Það skulu vera laun mín héðan í frá.+ 33 Þegar þú kemur seinna til að skoða laun mín muntu sjá að ég hef verið heiðarlegur.* Ef þú finnur geitur hjá mér sem eru ekki flekkóttar eða spreklóttar eða unga hrúta sem eru ekki mórauðir skulu þau teljast stolin.“
34 Laban sagði: „Það hljómar vel. Gerum eins og þú segir.“+ 35 Sama dag tók hann frá alla rílóttu og spreklóttu hafrana, allar flekkóttu og spreklóttu geiturnar, allt sem hafði hvítan blett og alla mórauðu ungu hrútana og lét í hendur sonum sínum. 36 Síðan sá hann til þess að þrjár dagleiðir væru milli sín og Jakobs en Jakob gætti fjárins sem Laban skildi eftir.
37 Jakob tók nú nýafskornar greinar af stýraxtré, möndlutré og platantré og tálgaði börkinn þannig að hið hvíta á greinunum kom í ljós og myndaði flekki. 38 Hann lét síðan greinarnar, sem hann hafði tálgað, í þrærnar fyrir framan féð, í vatnsrennurnar þar sem féð var vant að drekka, þannig að féð hafði greinarnar fyrir framan sig þegar það kom að drekka á fengitímanum.
39 Þannig pöruðu dýrin sig fyrir framan greinarnar og áttu rílótt, flekkótt og spreklótt afkvæmi. 40 Síðan tók Jakob ungu hrútana frá og lét féð snúa í áttina að rílótta og mórauða fénu í hjörð Labans. Hann skildi hjörð sína frá til að hún blandaðist ekki hjörð Labans. 41 Allan fengitíma sterkbyggðu dýranna lét Jakob greinarnar í þrærnar fyrir framan dýrin svo að þau sæju þær meðan þau pöruðu sig. 42 En þegar veikburða féð paraði sig lét hann engar greinar þar. Þannig eignaðist Laban veikburða féð en Jakob það sterkbyggða.+
43 Jakob varð stórefnaður og eignaðist miklar hjarðir, þjóna og þjónustustúlkur, úlfalda og asna.+
31 Nú heyrði Jakob að synir Labans sögðu: „Jakob hefur tekið allt sem faðir okkar átti. Allur auðurinn sem hann hefur sankað að sér kemur frá föður okkar.“+ 2 Jakob sá á svipbrigðum Labans að honum var ekki lengur vel við hann.+ 3 Loks sagði Jehóva við Jakob: „Snúðu aftur til lands feðra þinna og til ættingja þinna.+ Ég verð með þér.“ 4 Jakob sendi þá boð til Rakelar og Leu um að þær ættu að koma út í hagann þangað sem hjörðin hans var. 5 Hann sagði við þær:
„Ég sé það á föður ykkar að honum er ekki lengur vel við mig,+ en Guð föður míns hefur verið með mér.+ 6 Þið vitið sjálfar að ég hef unnið af öllum kröftum fyrir föður ykkar.+ 7 Og faðir ykkar hefur reynt að svindla á mér og breytt launum mínum tíu sinnum, en Guð hefur ekki leyft honum að valda mér skaða. 8 Þegar hann sagði: ‚Þú færð flekkótta féð í laun,‘ fæddi öll hjörðin flekkótt afkvæmi en þegar hann sagði: ‚Þú færð rílótta féð í laun,‘ fæddi öll hjörðin rílótt afkvæmi.+ 9 Þannig hefur Guð tekið fénaðinn af föður ykkar og gefið mér. 10 Eitt sinn á fengitímanum sá ég í draumi að hafrarnir sem stukku upp á geiturnar voru rílóttir, flekkóttir og dílóttir.+ 11 Engill hins sanna Guðs sagði við mig í draumnum: ‚Jakob!‘ Og ég svaraði: ‚Hér er ég.‘ 12 Hann sagði: ‚Líttu upp og taktu eftir að allir hafrarnir sem stökkva upp á geiturnar eru rílóttir, flekkóttir og dílóttir. Það er vegna þess að ég hef séð allt sem Laban hefur gert þér.+ 13 Ég er hinn sanni Guð sem birtist þér í Betel+ þar sem þú smurðir minnisvarða og vannst mér heit.+ Leggðu nú af stað, farðu burt úr þessu landi og snúðu aftur til heimalands þíns.‘“+
14 Rakel og Lea sögðu þá við Jakob: „Við getum ekki vænst þess lengur að fá nokkurn arf frá föður okkar. 15 Lítur hann ekki á okkur sem útlendinga? Hann hefur selt okkur og eytt peningunum sem hann fékk fyrir okkur.+ 16 Við og börn okkar eigum allan auðinn sem Guð hefur tekið af föður okkar.+ Gerðu því allt sem Guð hefur sagt þér.“+
17 Jakob bjóst þá til ferðar og lyfti börnum sínum og konum upp á úlfaldana.+ 18 Hann tók allan fénað sinn, þann sem hann hafði aflað sér í Paddan Aram, og allar eigurnar sem hann hafði aflað sér+ og hélt af stað til Ísaks föður síns í Kanaanslandi.+
19 Meðan Laban var úti að rýja sauðféð stal Rakel húsgoðum*+ föður síns.+ 20 Og Jakob lék á Laban hinn arameíska með því að segja honum ekki að hann ætlaði að stinga af. 21 Hann stakk af með allt sem hann átti, hélt yfir Fljótið*+ og stefndi á Gíleaðfjöll.+ 22 Á þriðja degi var Laban sagt að Jakob væri stunginn af. 23 Hann tók þá frændur* sína með sér, elti hann sjö dagleiðir og náði honum á Gíleaðfjöllum. 24 Um nóttina kom Guð til Labans hins arameíska+ í draumi+ og sagði við hann: „Gættu þess hvað þú segir við Jakob, hvort sem það er gott eða illt.“+
25 Laban náði Jakobi sem hafði slegið upp tjaldi sínu á fjallinu, en Laban og frændur hans höfðu einnig sett upp búðir sínar á Gíleaðfjöllum. 26 Laban sagði þá við Jakob: „Hvað hefurðu gert? Hvers vegna blekktirðu mig og tókst dætur mínar eins og þær væru herfang? 27 Hvers vegna stakkstu af með leynd og blekktir mig? Þú hefðir getað sagt mér að þú vildir fara. Þá hefði ég getað kvatt þig með fögnuði og söng, tambúrínum og hörpum. 28 En þú gafst mér ekki einu sinni tækifæri til að kyssa barnabörn mín* og dætur. Það var heimskulegt af þér. 29 Það er á mínu valdi að gera ykkur mein en Guð föður ykkar talaði við mig í nótt og sagði: ‚Gættu þess hvað þú segir við Jakob, hvort sem það er gott eða illt.‘+ 30 Ég veit að þú fórst af því að þú saknaðir fjölskyldu þinnar, en hvers vegna þurftirðu að stela goðunum mínum?“+
31 Jakob svaraði Laban: „Ég var hræddur um að þú tækir dætur þínar frá mér með valdi. 32 Sá sem þú finnur goðin hjá skal deyja. Leitaðu í öllu sem ég á frammi fyrir frændum okkar og taktu það sem þú átt.“ En Jakob vissi ekki að Rakel hafði stolið þeim. 33 Laban gekk þá inn í tjald Jakobs og tjald Leu og tjald ambáttanna tveggja+ en fann ekkert. Hann fór úr tjaldi Leu og gekk inn í tjald Rakelar. 34 En Rakel hafði tekið húsgoðin og komið þeim fyrir í úlfaldasöðlinum og sat nú ofan á þeim. Laban leitaði í öllu tjaldinu en fann þau ekki. 35 Rakel sagði við föður sinn: „Ekki reiðast mér, herra minn, þótt ég geti ekki staðið upp fyrir þér. Ég er á þessu mánaðarlega.“*+ Hann leitaði áfram hátt og lágt en fann húsgoðin hvergi.+
36 Þá reiddist Jakob og ásakaði Laban. „Hvað hef ég gert rangt?“ spurði hann. „Hvers vegna eltirðu mig á röndum eins og ég hafi framið glæp? 37 Nú hefurðu leitað í öllu sem ég á. Hvað hefurðu fundið sem tilheyrir þér? Leggðu það hér fram fyrir frændur mína og frændur þína og látum þá dæma í máli okkar. 38 Í þau 20 ár sem ég hef verið hjá þér hafa ær þínar og geitur aldrei fætt andvana lömb og kiðlinga+ og ég hef ekki borðað einn einasta hrút hjarðar þinnar. 39 Ég kom aldrei til þín með skepnu sem villidýr hafði rifið á hol.+ Ég bætti fyrir hana sjálfur því að þú krafðist þess af mér hvort sem dýrið var tekið að degi eða nóttu. 40 Hiti þjáði mig á daginn og kuldi á nóttinni og mér kom ekki dúr á auga.+ 41 Ég hef verið í 20 ár í húsi þínu. Ég hef unnið hjá þér í 14 ár fyrir báðum dætrum þínum og í 6 ár fyrir hjörð þinni, og þú breyttir launum mínum tíu sinnum.+ 42 Þú hefðir látið mig fara tómhentan burt ef Guð föður míns,+ Guð Abrahams og sá sem Ísak óttast,*+ hefði ekki verið með mér. Guð hefur séð raunir mínar og strit handa minna og þess vegna ávítaði hann þig í nótt.“+
43 Laban svaraði Jakobi: „Dæturnar eru mínar dætur, börnin eru mín börn og hjörðin er mín hjörð. Allt sem þú sérð tilheyrir mér og dætrum mínum. Hvernig gæti ég gert þeim eða börnum þeirra nokkuð illt? 44 Gerum nú með okkur sáttmála, þú og ég, og hann skal vera vitni milli mín og þín.“ 45 Jakob tók þá stein og reisti hann sem minnisvarða.+ 46 Síðan sagði hann við frændur sína: „Náið í steina.“ Og þeir komu með steina og reistu vörðu. Síðan fengu þeir sér að borða við vörðuna. 47 Laban kallaði hana Jegar Sahadúta* en Jakob kallaði hana Galeð.*
48 „Í dag er þessi varða vitni milli mín og þín,“ sagði Laban. Þess vegna var hún kölluð Galeð.+ 49 Hún var einnig kölluð Varðturninn* því að hann sagði: „Jehóva skal fylgjast með okkur þegar við erum komnir úr augsýn hvor annars. 50 Ef þú ferð illa með dætur mínar og ef þú tekur þér fleiri konur en þær skaltu muna að þótt enginn maður sjái til okkar er Guð samt vitni okkar.“ 51 Laban hélt áfram og sagði við Jakob: „Sjáðu þessa vörðu og þennan minnisvarða sem ég hef reist milli þín og mín. 52 Varðan og minnisvarðinn eru vitni að því+ að ég mun ekki ganga fram hjá þessari vörðu með það í hyggju að gera þér mein og að þú munt ekki heldur ganga fram hjá þessari vörðu og þessum minnisvarða með það í hyggju að gera mér mein. 53 Guð Abrahams+ og Guð Nahors, Guð föður þeirra, dæmi milli okkar.“ Og Jakob sór við þann sem Ísak faðir hans óttaðist.*+
54 Síðan færði Jakob sláturfórn á fjallinu og bauð frændum sínum að borða. Þeir borðuðu og sváfu á fjallinu um nóttina. 55 Morguninn eftir fór Laban snemma á fætur, kyssti barnabörn sín*+ og dætur og blessaði þau.+ Síðan sneri hann aftur heim til sín.+
32 Jakob hélt ferð sinni áfram og englar Guðs urðu á vegi hans. 2 Þegar hann sá þá sagði hann: „Þetta eru búðir Guðs.“ Og hann nefndi staðinn Mahanaím.*
3 Jakob sendi menn á undan sér með boð til Esaú bróður síns í Seírlandi,+ einnig kallað Edóm,+ 4 og sagði við þá: „Þetta skuluð þið segja við Esaú herra minn: ‚Jakob þjónn þinn segir: „Ég hef búið* lengi hjá Laban, allt til þessa,+ 5 og hef eignast naut, asna og sauðfé, þjóna og þjónustustúlkur.+ Ég sendi nú þessi boð til að upplýsa herra minn um þetta í von um að hljóta velþóknun þína.“‘“
6 Mennirnir sneru aftur til Jakobs og sögðu: „Við hittum Esaú bróður þinn. Hann er á leiðinni til þín ásamt 400 manna fylgdarliði.“+ 7 Jakob varð mjög hræddur og kvíðinn.+ Hann skipti fólkinu sem var með honum í tvo flokka ásamt sauðfénu, geitunum, nautgripunum og úlföldunum. 8 „Ef Esaú ræðst á annan flokkinn getur hinn komist undan,“ sagði hann.
9 Síðan sagði Jakob: „Jehóva, Guð Abrahams föður míns og Guð Ísaks föður míns, þú sem hefur sagt við mig: ‚Snúðu aftur til lands þíns og til ættingja þinna og ég mun gera vel við þig.‘+ 10 Ég verðskulda ekki allan þann trygga kærleika og trúfesti sem þú hefur sýnt þjóni þínum.+ Ég hafði ekkert nema staf minn þegar ég fór yfir Jórdan en nú er ég orðinn að tveim flokkum.+ 11 Bjargaðu mér+ undan Esaú bróður mínum því að ég er hræddur við hann, að hann ráðist á mig,+ konurnar og börnin. 12 Þú hefur sagt: ‚Ég mun gera vel við þig og gera afkomendur þína eins og sandkorn sjávarins sem ekki er hægt að telja.‘“+
13 Jakob gisti þar um nóttina. Síðan tók hann hluta af því sem hann hafði eignast til að gefa Esaú bróður sínum:+ 14 200 geitur, 20 geithafra, 200 ær, 20 hrúta, 15 30 úlfaldahryssur með folöld á spena, 40 kýr, 10 naut, 20 ösnur og 10 fullvaxta asna.+
16 Hann fékk dýrin í hendur þjónum sínum, hverja hjörð fyrir sig, og sagði við þá: „Farið á undan mér og hafið bil á milli hjarðanna.“ 17 Hann sagði við þann sem fór fyrstur: „Ef þú hittir Esaú bróður minn og hann spyr þig: ‚Hver er húsbóndi þinn? Hvert er ferðinni heitið og hver á dýrin sem ganga á undan þér?‘ 18 þá skaltu svara: ‚Jakob þjónn þinn er húsbóndi minn. Dýrin eru gjöf sem hann sendir Esaú herra mínum.+ Og hann kemur sjálfur á eftir okkur.‘“ 19 Hann gaf öðrum þjóninum og þeim þriðja og öllum sem ráku hjarðirnar sömu fyrirmæli og sagði: „Segið þetta við Esaú þegar þið hittið hann. 20 Segið líka: ‚Jakob þjónn þinn kemur á eftir okkur.‘“ Hann hugsaði með sér: „Ef ég blíðka hann með því að senda gjöf á undan mér+ má vera að hann taki mér vel þegar ég hitti hann.“ 21 Þannig fór gjöfin á undan honum en sjálfur var hann þessa nótt í búðunum.
22 Um nóttina lagði hann af stað ásamt báðum konum sínum,+ báðum þjónustustúlkum sínum+ og sonum sínum 11 og fór yfir Jabbok+ á vaðinu. 23 Hann leiddi þau yfir ána og tók með allt annað sem hann átti.
24 Loks varð Jakob einn eftir. Þá kom maður nokkur og glímdi við hann allt fram í dögun.+ 25 Þegar hann sá að hann gat ekki sigrað Jakob sló hann hann í mjöðmina* svo að hann fór úr mjaðmarlið þegar þeir glímdu.+ 26 „Slepptu mér,“ sagði maðurinn, „því að það fer að birta af degi.“ „Ég sleppi þér ekki fyrr en þú hefur blessað mig,“+ svaraði Jakob. 27 „Hvað heitir þú?“ spurði maðurinn. „Jakob,“ svaraði hann. 28 Þá sagði maðurinn: „Þú skalt ekki lengur heita Jakob heldur Ísrael*+ því að þú hefur glímt við Guð+ og menn og sigrað að lokum.“ 29 Jakob sagði við hann: „Segðu mér hvað þú heitir.“ En hann svaraði: „Hvers vegna spyrðu mig hvað ég heiti?“+ Og hann blessaði hann þar. 30 Jakob nefndi staðinn Peníel*+ því að hann sagði: „Ég hef séð Guð augliti til auglitis og samt haldið lífi.“+
31 Hann fór frá Penúel* þegar sólin var að koma upp en hann haltraði vegna mjaðmarinnar.+ 32 Þess vegna borða Ísraelsmenn fram á þennan dag ekki sinina* sem er við mjaðmarskálina því að hann sló Jakob í mjöðmina þar sem sinin er.
33 Jakob leit nú upp og sá Esaú koma ásamt 400 manna fylgdarliði.+ Hann skipti því börnunum niður á Leu, Rakel og báðar þjónustustúlkurnar.+ 2 Hann lét þjónustustúlkurnar og börn þeirra vera fremst,+ Leu og börn hennar fyrir aftan þau+ og Rakel+ og Jósef aftast. 3 Sjálfur fór hann á undan þeim og hneigði sig sjö sinnum til jarðar þegar hann gekk til móts við bróður sinn.
4 Esaú hljóp þá á móti honum, faðmaði hann og kyssti og þeir grétu báðir. 5 „Hvaða fólk er þetta með þér?“ spurði Esaú þegar hann leit upp og sá konurnar og börnin. „Þetta eru börnin sem Guð hefur gefið þjóni þínum í gæsku sinni,“+ svaraði hann. 6 Þá gengu þjónustustúlkurnar fram ásamt börnum sínum og hneigðu sig. 7 Næst gekk Lea fram og hneigði sig ásamt börnum sínum. Að lokum gekk Jósef fram ásamt Rakel og þau hneigðu sig.+
8 Esaú spurði: „Af hverju sendirðu allan þennan hóp sem ég mætti?“+ Jakob svaraði: „Ég vildi hljóta velþóknun þína.“+ 9 Þá sagði Esaú: „Ég á meira en nóg, bróðir minn.+ Haltu því sem er þitt.“ 10 „Nei,“ sagði Jakob. „Ef þú hefur velþóknun á mér þiggðu þá gjöf mína því að ég kom með hana til að fá að hitta þig. Þegar ég sá þig var eins og ég sæi auglit Guðs því að þú tókst svo vel á móti mér.+ 11 Gerðu það fyrir mig að þiggja gjöfina* sem þér var færð+ því að Guð hefur verið mér góður og ég hef allt sem ég þarf.“+ Á endanum þáði Esaú gjöfina þar sem Jakob lagði svo fast að honum.
12 „Förum nú af stað,“ sagði Esaú. „Ég skal fara á undan þér.“ 13 En Jakob svaraði: „Herra minn veit að börnin eru lítil+ og hjá mér eru ær og kýr með ungviði á spena. Ef ég ræki þau of hart einn dag myndi öll hjörðin drepast. 14 Herra minn, ég legg til að þú farir á undan þjóni þínum. Síðan kem ég hægt og rólega á eftir herra mínum, á þeim hraða sem búféð og börnin ráða við, og hitti þig í Seír.“+ 15 Þá sagði Esaú: „Leyfðu mér þá að skilja eftir hjá þér nokkra úr mínum hópi.“ „Það er engin þörf á því,“ svaraði Jakob. „Velþóknun herra míns er það eina sem ég bið um.“ 16 Sama dag sneri Esaú aftur til Seír.
17 En Jakob hélt til Súkkót.+ Þar byggði hann sér hús og reisti skýli handa hjörð sinni. Þess vegna nefndi hann staðinn Súkkót.*
18 Jakob kom heilu og höldnu til Síkemborgar+ í Kanaanslandi+ eftir að hafa ferðast frá Paddan Aram+ og hann setti upp búðir sínar nálægt borginni. 19 Landskikann þar sem hann hafði slegið upp tjaldi sínu keypti hann síðan af sonum Hemors fyrir 100 silfurpeninga, en Síkem var einn af sonum Hemors.+ 20 Þar reisti Jakob altari sem hann nefndi Guð er Guð Ísraels.+
34 Dína, dóttir Jakobs og Leu,+ var farin að umgangast stúlkurnar í landinu.+ Eitt sinn þegar hún fór út til að hitta þær 2 kom Síkem auga á hana, sonur Hevítans+ Hemors, höfðingja í landinu, og hann tók hana og nauðgaði henni. 3 Hann varð hugfanginn af Dínu dóttur Jakobs og reyndi að vinna hjarta stúlkunnar* því að hann var ástfanginn af henni. 4 Síkem kom að máli við Hemor+ föður sinn og sagði: „Sjáðu til þess að ég fái þessa stúlku fyrir konu.“
5 Jakob frétti að Síkem hefði svívirt Dínu dóttur hans en þar sem synir hans voru úti í haga með hjörð hans ákvað hann að segja ekkert fyrr en þeir kæmu heim. 6 Hemor faðir Síkems kom þá til Jakobs til að ræða við hann. 7 En synir Jakobs heyrðu hvað hafði gerst. Þeim var misboðið og komu þegar í stað heim úr haganum, ævareiðir yfir því að Síkem hafði leitt skömm yfir Ísrael með því að nauðga dóttur Jakobs.+ Slíkt hefði aldrei átt að gerast.+
8 Hemor sagði við þá: „Síkem sonur minn er ástfanginn af systur* ykkar. Gefið honum hana fyrir konu 9 og tengist okkur með giftingum.* Gefið okkur dætur ykkar og takið ykkur dætur okkar.+ 10 Þið getið búið hjá okkur, landið stendur ykkur til boða. Búið hér, stundið viðskipti í landinu og komið ykkur vel fyrir.“ 11 Og Síkem sagði við föður Dínu og bræður hennar: „Ef þið sýnið mér velvild gef ég ykkur hvað sem þið biðjið um. 12 Þið getið farið fram á hátt brúðarverð og beðið um rausnarlega gjöf.+ Ég skal gefa ykkur hvað sem þið biðjið um, bara ef þið gefið mér stúlkuna fyrir konu.“
13 Synir Jakobs ákváðu að blekkja Síkem og Hemor föður hans vegna þess að Síkem hafði svívirt Dínu systur þeirra. 14 Þeir sögðu því við þá: „Það kemur ekki til greina að við gefum systur okkar óumskornum manni.*+ Það yrði okkur til skammar. 15 Við getum aðeins orðið við beiðni ykkar ef þið verðið eins og við og umskerið allt karlkyns meðal ykkar.+ 16 Þá skulum við gefa ykkur dætur okkar, taka dætur ykkar handa okkur og búa hjá ykkur svo að við verðum ein þjóð. 17 En ef þið gerið ekki eins og við segjum og látið umskerast tökum við systur* okkar og förum héðan.“
18 Hemor+ og Síkem syni hans+ leist vel á svar þeirra. 19 Ungi maðurinn mátti engan tíma missa og gerði eins og þeir báðu um+ því að hann var heillaður af dóttur Jakobs. Hann var sá sem naut mestrar virðingar í húsi föður síns.
20 Hemor og Síkem sonur hans komu í borgarhliðið og tóku samborgara sína tali.+ Þeir sögðu: 21 „Þessir menn vilja halda friðinn við okkur. Leyfum þeim að búa í landinu og stunda viðskipti sín hér því að hér er nóg landsvæði handa þeim. Við getum tekið okkur dætur þeirra fyrir konur og gefið þeim dætur okkar.+ 22 Mennirnir vilja búa hjá okkur svo að við verðum ein þjóð en aðeins með því skilyrði að allt karlkyns meðal okkar láti umskerast eins og þeir eru umskornir.+ 23 Munu þá ekki eigur þeirra, auðæfi og allt búfé verða okkar? Gerum það sem þeir krefjast svo að þeir búi hjá okkur.“ 24 Allir sem höfðu safnast saman í borgarhliðinu samþykktu það sem Hemor og Síkem sonur hans lögðu til og allt karlkyns lét umskerast, allir sem höfðu safnast saman í borgarhliðinu.
25 En á þriðja degi, meðan þeir voru enn þjáðir af verkjum, tóku tveir synir Jakobs og bræður Dínu, þeir Símeon og Leví,+ sitt sverðið hvor, fóru inn í borgina öllum að óvörum og drápu allt karlkyns.+ 26 Þeir drápu Hemor og Síkem son hans með sverði. Síðan tóku þeir Dínu úr húsi Síkems og hurfu á braut. 27 Hinir synir Jakobs gengu inn í borgina þar sem mennirnir höfðu verið vegnir og fóru ránshendi um hana því að systir þeirra hafði verið svívirt.+ 28 Þeir tóku sauðfé þeirra, nautgripi og asna og allt annað sem var í borginni og í haganum. 29 Þeir tóku allar eigur þeirra að herfangi ásamt öllum börnum þeirra og konum og rændu öllu sem var í húsunum.
30 Jakob sagði við Símeon og Leví:+ „Þið hafið leitt yfir mig mikla ógæfu. Íbúar landsins munu hata mig, bæði Kanverjar og Peresítar. Og þar sem við erum fáliðaðir munu þeir safnast saman gegn mér og ráðast á mig. Þá verður mér og fjölskyldu minni útrýmt.“ 31 En þeir svöruðu: „Áttum við þá að leyfa honum að fara með systur okkar eins og vændiskonu?“
35 Eftir þetta sagði Guð við Jakob: „Leggðu af stað og farðu til Betel.+ Þú skalt dvelja þar og reisa þar altari handa hinum sanna Guði sem birtist þér þegar þú varst á flótta undan Esaú bróður þínum.“+
2 Jakob sagði þá við heimilisfólk sitt og alla sem voru með honum: „Losið ykkur við útlendu goðin sem þið hafið hjá ykkur,+ hreinsið ykkur og skiptið um föt. 3 Leggjum síðan af stað og förum til Betel. Þar ætla ég að reisa altari handa hinum sanna Guði sem bænheyrði mig á neyðardegi mínum og hefur verið með mér hvert* sem ég hef farið.“+ 4 Fólkið lét þá Jakob fá öll útlendu goðin sem það hafði hjá sér og lokkana sem það hafði í eyrunum, og Jakob gróf* það undir stóra trénu við Síkem.
5 Þegar þau voru lögð af stað lét Guð mikinn ótta koma yfir nágrannaborgirnar þannig að enginn þorði að veita sonum Jakobs eftirför. 6 Að lokum kom Jakob til Lús,+ það er Betel, í Kanaanslandi ásamt öllum sem voru með honum. 7 Þar reisti hann altari og nefndi staðinn El Betel* því að þar hafði hinn sanni Guð birst honum þegar hann var á flótta undan bróður sínum.+ 8 Þá dó Debóra+ fóstra Rebekku og var grafin skammt frá Betel, undir eik sem hann nefndi Gráteik.
9 Þegar Jakob var á leiðinni frá Paddan Aram birtist Guð honum aftur og blessaði hann. 10 Guð sagði við hann: „Nafn þitt er Jakob+ en þú skalt ekki lengur heita Jakob heldur Ísrael.“ Og hann kallaði hann Ísrael.+ 11 Guð sagði líka við hann: „Ég er almáttugur Guð.+ Vertu frjósamur og eignastu marga afkomendur. Þú verður ættfaðir þjóða, já, fjölda þjóða,+ og konungar munu koma af þér.*+ 12 Landið sem ég gaf Abraham og Ísak gef ég þér og afkomendum þínum eftir þig.“+ 13 Síðan steig Guð upp frá honum þaðan sem hann talaði við hann.
14 Jakob reisti stein sem minnisvarða þar sem Guð hafði talað við hann og hellti yfir hann drykkjarfórn og einnig olíu.+ 15 Enn sem fyrr kallaði Jakob staðinn þar sem Guð hafði talað við hann Betel.+
16 Þau héldu nú frá Betel og þegar þau voru enn dágóðan spöl frá Efrata fékk Rakel fæðingarhríðir. Fæðingin reyndist mjög erfið 17 en þegar verkirnir voru sem verstir sagði ljósmóðirin við hana: „Vertu ekki hrædd því að þú munt eignast annan son.“+ 18 Rétt áður en líf hennar fjaraði út (en hún var að dauða komin) nefndi hún hann Benóní* en faðir hans nefndi hann Benjamín.*+ 19 Eftir að Rakel dó var hún grafin við veginn til Efrata, það er að segja Betlehem.+ 20 Jakob reisti minningarstein á gröf Rakelar. Steinninn stendur þar enn þann dag í dag.
21 Ísrael hélt síðan ferð sinni áfram og sló upp tjaldi sínu hinum megin við Edersturn. 22 Eitt sinn meðan Ísrael dvaldist í landinu lagðist Rúben með Bílu, hjákonu föður síns, og Ísrael frétti af því.+
Jakob átti 12 syni. 23 Synir Leu voru Rúben frumburður Jakobs,+ Símeon, Leví, Júda, Íssakar og Sebúlon. 24 Synir Rakelar voru Jósef og Benjamín. 25 Synir Bílu þjónustustúlku Rakelar voru Dan og Naftalí. 26 Synir Silpu þjónustustúlku Leu voru Gað og Asser. Þetta voru synir Jakobs sem fæddust í Paddan Aram.
27 Loks kom Jakob til Ísaks föður síns í Mamre,+ til Kirjat Arba, það er Hebron, þar sem Abraham og Ísak höfðu báðir búið sem útlendingar.+ 28 Ísak náði 180 ára aldri.+ 29 Þá gaf hann upp andann. Hann dó og safnaðist til fólks síns* eftir langa og góða ævi.* Esaú og Jakob synir hans jörðuðu hann.+
36 Þetta er saga* Esaú, það er Edóms:+
2 Esaú tók sér kanverskar konur. Það voru þær Ada,+ dóttir Hetítans Elons,+ og Oholíbama,+ dóttir Ana og sonardóttir Hevítans Síbeons. 3 Hann gekk einnig að eiga Basmat+ Ísmaelsdóttur, systur Nebajóts.+
4 Esaú eignaðist Elífas með Ödu, Regúel með Basmat
5 og þá Jeús, Jaelam og Kóra+ með Oholíbömu.
Þetta voru synir Esaú sem fæddust í Kanaanslandi. 6 Esaú tók konur sínar, syni og dætur og allt heimilisfólk sitt, hjörð sína og búfé og allan auðinn sem hann hafði aflað sér+ í Kanaanslandi og fór burt frá Jakobi bróður sínum til annars lands.+ 7 Eigur þeirra voru orðnar svo miklar að þeir gátu ekki lengur búið á sama stað og landið þar sem þeir bjuggu* nægði ekki handa hjörðum þeirra. 8 Esaú settist því að á Seírfjöllum.+ Esaú er Edóm.+
9 Þetta er saga Esaú, ættföður Edómíta á Seírfjöllum:+
10 Þetta eru nöfn sona Esaú: Elífas, sonur Ödu konu Esaú, og Regúel, sonur Basmat konu Esaú.+
11 Synir Elífasar voru Teman,+ Ómar, Sefó, Gatam og Kenas.+ 12 Timna var hjákona Elífasar Esaúsonar. Elífas eignaðist Amalek+ með henni. Þetta voru sonarsynir Ödu konu Esaú.
13 Synir Regúels voru Nahat, Sera, Samma og Missa. Þeir voru sonarsynir Basmat+ konu Esaú.
14 Synir Esaú og Oholíbömu, dóttur Ana og sonardóttur Síbeons, voru Jeús, Jaelam og Kóra.
15 Þetta eru furstarnir* sem komu af sonum Esaú:+ Synir Elífasar frumburðar Esaú: Teman fursti, Ómar fursti, Sefó fursti, Kenas fursti,+ 16 Kóra fursti, Gatam fursti og Amalek fursti. Þetta voru furstarnir sem komu af Elífasi+ í Edómslandi. Þeir voru sonarsynir Ödu.
17 Synir Regúels Esaúsonar voru þessir: Nahat fursti, Sera fursti, Samma fursti og Missa fursti. Þetta voru furstarnir sem komu af Regúel í Edómslandi.+ Þeir voru sonarsynir Basmat konu Esaú.
18 Synir Oholíbömu konu Esaú voru þessir: Jeús fursti, Jaelam fursti og Kóra fursti. Þetta voru furstarnir sem komu af Oholíbömu Anadóttur, konu Esaú.
19 Þetta voru synir Esaú, það er Edóms,+ og furstar þeirra.
20 Synir Hórítans Seírs, frumbyggjar landsins,+ voru Lótan, Sóbal, Síbeon, Ana,+ 21 Díson, Eser og Dísan.+ Þeir voru furstar Hórítanna, synir Seírs, í Edómslandi.
22 Synir Lótans voru Hórí og Hemam og systir Lótans var Timna.+
23 Synir Sóbals voru Alvan, Manahat, Ebal, Sefó og Ónam.
24 Synir Síbeons+ voru Aja og Ana. Það er sá Ana sem fann hverina í óbyggðunum þegar hann gætti asnanna sem Síbeon faðir hans átti.
25 Börn Ana voru Díson og dóttirin Oholíbama.
26 Synir Dísons voru Hemdan, Esban, Jítran og Keran.+
27 Synir Esers voru Bílhan, Saavan og Akan.
28 Synir Dísans voru Ús og Aran.+
29 Furstar Hórítanna voru þessir: Lótan fursti, Sóbal fursti, Síbeon fursti, Ana fursti, 30 Díson fursti, Eser fursti og Dísan fursti.+ Þetta voru furstar Hórítanna í Seírlandi.
31 Þetta eru konungarnir sem ríktu í Edómslandi+ áður en konungar ríktu yfir Ísraelsmönnum:+ 32 Bela Beórsson var konungur í Edóm. Borgin hans hét Dínhaba. 33 Þegar Bela dó varð Jóbab, sonur Sera frá Bosra, konungur eftir hann. 34 Þegar Jóbab dó varð Húsam frá landi Temaníta konungur eftir hann. 35 Þegar Húsam dó varð Hadad Bedadsson konungur eftir hann. Það var hann sem sigraði Midíaníta+ í Móabslandi.* Borgin hans hét Avít. 36 Þegar Hadad dó varð Samla frá Masreka konungur eftir hann. 37 Þegar Samla dó varð Sál frá Rehóbót við Fljótið konungur eftir hann. 38 Þegar Sál dó varð Baal Hanan Akbórsson konungur eftir hann. 39 Þegar Baal Hanan Akbórsson dó varð Hadar konungur eftir hann. Borgin hans hét Pagú og kona hans hét Mehetabeel og var dóttir Matredar Mesahabsdóttur.
40 Þetta eru furstarnir sem komu af Esaú eftir ættleggjum þeirra, landsvæðum og nöfnum: Timna fursti, Alva fursti, Jetet fursti,+ 41 Oholíbama fursti, Ela fursti, Pínon fursti, 42 Kenas fursti, Teman fursti, Mibsar fursti, 43 Magdíel fursti og Íram fursti. Þetta voru furstar Edómíta eftir búsvæðum þeirra í landinu sem þeir áttu.+ Þetta voru afkomendur Esaú ættföður Edómíta.+
37 Jakob settist að í Kanaanslandi þar sem faðir hans hafði búið sem útlendingur.+
2 Þetta er saga Jakobs:
Þegar Jósef+ var ungur maður, 17 ára að aldri, gætti hann hjarðarinnar+ með sonum Bílu+ og sonum Silpu,+ konum föður síns. Hann sagði föður sínum frá því ranga sem bræður hans tóku upp á að gera. 3 Ísrael elskaði Jósef meira en alla hina syni sína+ þar sem hann eignaðist hann í elli sinni. Hann lét gera handa honum fallegan síðkyrtil. 4 Þegar bræður hans sáu að faðir þeirra elskaði hann meira en þá fóru þeir að hata hann og gátu ekki talað vingjarnlega við hann.
5 Eitt sinn dreymdi Jósef draum og sagði bræðrum sínum hvað hann dreymdi.+ Þá hötuðu þeir hann enn meir. 6 „Heyrið hvað mig dreymdi,“ sagði hann við þá. 7 „Við vorum úti á akri að binda kornknippi. Mitt knippi reisti sig við og stóð upprétt en knippin ykkar röðuðu sér í kringum mitt og lutu því.“+ 8 „Ertu að segja að þú verðir konungur yfir okkur og munir ríkja yfir okkur?“+ spurðu bræður hans. Og þeir hötuðu hann enn meir vegna drauma hans og þess sem hann sagði.
9 Seinna dreymdi hann annan draum og sagði bræðrum sínum hann: „Mig dreymdi annan draum. Í þetta skipti voru það sólin, tunglið og 11 stjörnur sem lutu mér.“+ 10 Þegar hann sagði föður sínum og bræðrum drauminn ávítaði faðir hans hann og sagði: „Hvers konar draumur er þetta? Eigum við móðir þín og bræður að koma og lúta til jarðar fyrir þér?“ 11 Bræður hans öfunduðu hann+ en faðir hans festi þetta í huga sér.
12 Bræður hans fóru nú með hjörð föður síns til að halda henni á beit nálægt Síkem.+ 13 Ísrael sagði þá við Jósef: „Bræður þínir halda hjörðinni á beit í grennd við Síkem. Ég vil að þú farir til þeirra.“ „Já, ég skal fara,“ svaraði Jósef. 14 Og faðir hans sagði við hann: „Farðu og athugaðu hvort allt sé í lagi hjá bræðrum þínum og hvort hjörðinni líði vel. Láttu mig síðan vita.“ Hann sendi hann burt úr Hebronsdal*+ og hann hélt til Síkem. 15 Þegar hann reikaði um úti á víðavangi hitti hann mann nokkurn. „Að hverju ertu að leita?“ spurði maðurinn. 16 „Ég er að leita að bræðrum mínum,“ svaraði hann. „Veistu hvar þeir eru með hjörðina á beit?“ 17 Maðurinn svaraði: „Þeir eru farnir héðan. Ég heyrði þá segja: ‚Förum til Dótan.‘“ Jósef fór þá á eftir bræðrum sínum og fann þá í Dótan.
18 Þeir komu auga á hann í fjarska. Áður en hann náði til þeirra lögðu þeir á ráðin um að drepa hann. 19 Þeir sögðu hver við annan: „Sjáið, þarna kemur draumamaðurinn.+ 20 Komum, drepum hann og köstum honum ofan í brunn.* Segjum síðan að villidýr hafi étið hann. Þá sjáum við hvað verður úr draumunum hans.“ 21 Þegar Rúben+ heyrði þetta vildi hann bjarga honum úr greipum þeirra og sagði: „Drepum hann ekki.“*+ 22 Rúben hélt áfram: „Úthellið ekki blóði.+ Kastið honum ofan í þennan brunn hér í óbyggðunum en gerið honum ekki mein.“*+ Hann vildi bjarga honum úr greipum þeirra og fara með hann heim til föður síns.
23 Þegar Jósef kom til bræðra sinna rifu þeir hann úr kyrtlinum, fallega síðkyrtlinum sem hann var í,+ 24 og þeir tóku hann og köstuðu honum ofan í brunninn. En brunnurinn var tómur, ekkert vatn var í honum.
25 Þeir settust nú niður til að fá sér að borða. Þá komu þeir auga á hóp af Ísmaelítum+ sem voru að koma frá Gíleað. Úlfaldar þeirra voru klyfjaðir sólrósarkvoðu, balsami og kvoðuríkum berki.+ Þeir voru á leið til Egyptalands. 26 Júda sagði við bræður sína: „Hvað græðum við á því að drepa bróður okkar og hylma yfir morðið?*+ 27 Komið, seljum hann+ Ísmaelítum og leggjum ekki hendur á hann. Hann er nú einu sinni bróðir okkar, hold okkar og blóð.“ Þeir gerðu eins og bróðir þeirra lagði til. 28 Þegar midíönsku+ kaupmennirnir fóru fram hjá drógu bræður Jósefs hann upp úr brunninum og seldu Ísmaelítunum hann fyrir 20 silfursikla,+ og þeir tóku hann með sér til Egyptalands.
29 Þegar Rúben kom aftur að brunninum og sá að Jósef var ekki þar reif hann föt sín, 30 hljóp til bræðra sinna og hrópaði: „Drengurinn er horfinn! Hvað á ég að gera?“
31 Þeir tóku þá kyrtil Jósefs, slátruðu geithafri og dýfðu kyrtlinum í blóðið. 32 Síðan sendu þeir föður sínum kyrtilinn með þessum orðum: „Við fundum þetta. Athugaðu hvort þetta sé kyrtill sonar þíns.“+ 33 Hann skoðaði hann og hrópaði: „Þetta er kyrtill sonar míns! Villidýr hlýtur að hafa rifið Jósef í sig og étið hann!“ 34 Jakob reif föt sín og batt hærusekk um mittið, og hann syrgði son sinn dögum saman. 35 Allir synir hans og dætur reyndu að hugga hann en hann lét ekki huggast. „Ég syrgi son minn þar til ég fer í gröfina,“*+ sagði hann. Og hann hélt áfram að syrgja son sinn.
36 Midíanítarnir komu til Egyptalands en þar seldu þeir Jósef Pótífar, hirðmanni faraós+ og lífvarðarforingja.+
38 Um þessar mundir fór Júda burt frá bræðrum sínum og sló upp tjaldi sínu í nágrenni við mann sem hét Híra og var frá Adúllam. 2 Þar sá Júda dóttur kanversks manns+ sem hét Súa. Hann tók hana sér fyrir konu og hafði kynmök við hana. 3 Hún varð barnshafandi og eignaðist son sem hann nefndi Er.+ 4 Hún varð aftur barnshafandi og fæddi son sem hún nefndi Ónan. 5 Og hún fæddi enn einn soninn og nefndi hann Sela, en þau* voru í Aksíb+ þegar hún fæddi hann.
6 Þegar fram liðu stundir tók Júda konu handa Er frumburði sínum. Hún hét Tamar.+ 7 En Er frumburður Júda gerði það sem var illt í augum Jehóva svo að Jehóva lét hann deyja. 8 Júda sagði þá við Ónan: „Gifstu konu bróður þíns og gegndu mágskyldunni* við hana. Leggstu með henni til að bróðir þinn eignist afkomendur.“+ 9 En Ónan vissi að afkomendurnir yrðu ekki álitnir hans.+ Í hvert skipti sem hann hafði mök við konu bróður síns lét hann sæðið fara til spillis á jörðina til að komast hjá því að afla bróður sínum afkomenda.+ 10 Það sem hann gerði var rangt í augum Jehóva og hann lét hann því einnig deyja.+ 11 Júda sagði við Tamar tengdadóttur sína: „Búðu sem ekkja í húsi föður þíns þangað til Sela sonur minn verður fullvaxta,“ því að hann hugsaði með sér: „Annars deyr hann eins og bræður hans.“+ Tamar fór þá heim til föður síns og bjó hjá honum.
12 Nokkru seinna dó kona Júda, dóttir Súa.+ Þegar sorgartíminn var liðinn fór Júda til rúningsmanna sinna í Timna+ ásamt Híra, vini sínum frá Adúllam.+ 13 Tamar var þá sagt: „Tengdafaðir þinn er á leiðinni upp til Timna að rýja fé sitt.“ 14 Hún fór þá úr ekkjuklæðunum, huldi sig með blæju og sveipaði sig sjali og settist síðan við hlið Enaím sem er við veginn til Timna. Hún vissi nefnilega að Sela var orðinn fullvaxta en hún hafði samt ekki verið gefin honum fyrir konu.+
15 Þegar Júda sá hana hélt hann að hún væri vændiskona þar sem hún hafði hulið andlit sitt. 16 Hann gekk að vegkantinum til hennar og sagði: „Leyfðu mér að leggjast með þér,“ en hann vissi ekki að hún var tengdadóttir hans.+ „Hvað viltu gefa mér til að fá að leggjast með mér?“ spurði hún. 17 „Ég skal senda þér kiðling úr hjörð minni,“ svaraði hann en hún sagði: „Láttu mig þá hafa tryggingu fyrir því þangað til þú sendir hann.“ 18 „Hvað viltu fá sem tryggingu?“ spurði hann. „Innsiglishring+ þinn, snærið og stafinn sem þú heldur á,“ svaraði hún. Hann gaf henni það sem hún bað um og hafði mök við hana, og hún varð barnshafandi af hans völdum. 19 Hún stóð síðan upp og gekk burt, tók af sér sjalið og klæddi sig aftur í ekkjuklæðin.
20 Júda sendi kiðlinginn með vini sínum frá Adúllam+ til að fá aftur trygginguna frá konunni, en hann fann hana hvergi. 21 Hann spurði mennina á staðnum: „Hvar er vændiskonan* sem var við veginn hjá Enaím?“ En þeir svöruðu: „Hér hefur aldrei verið nein vændiskona.“ 22 Að lokum sneri hann aftur til Júda og sagði: „Ég fann hana hvergi enda sögðu mennirnir á staðnum: ‚Hér hefur aldrei verið nein vændiskona.‘“ 23 Þá sagði Júda: „Hún skal þá halda því sem hún fékk svo að við verðum ekki að athlægi. Ég reyndi að minnsta kosti að senda henni kiðlinginn en þú fannst hana ekki.“
24 Þrem mánuðum síðar var Júda sagt: „Tamar tengdadóttir þín hefur gerst sek um vændi og er orðin barnshafandi.“ Þá sagði Júda: „Leiðið hana út. Hún skal líflátin og brennd.“+ 25 Þegar hún var leidd út sendi hún tengdaföður sínum þessi boð: „Ég er ólétt eftir manninn sem á þetta.“ Og hún bætti við: „Kannaðu hver á þennan innsiglishring, snæri og staf.“+ 26 Júda þekkti gripina og sagði: „Hún er réttlátari en ég af því að ég gifti hana ekki Sela syni mínum.“+ Og hann hafði ekki framar mök við hana.
27 Þegar kom að því að hún átti að fæða kom í ljós að hún gekk með tvíbura. 28 Í fæðingunni rétti annar þeirra út höndina. Ljósmóðirin tók þá skarlatsrauðan þráð, batt um hönd hans og sagði: „Þessi kom á undan.“ 29 En hann kippti að sér hendinni og bróðir hans kom út. Þá sagði hún: „Þú hefur aldeilis rutt þér leið út!“ Þess vegna var hann nefndur Peres.*+ 30 Síðan fæddist bróðir hans sem hafði skarlatsrauða þráðinn um höndina. Hann fékk nafnið Sera.+
39 Jósef var fluttur til Egyptalands+ þar sem Pótífar,+ egypskur hirðmaður faraós og lífvarðarforingi, keypti hann af Ísmaelítunum+ sem komu með hann þangað. 2 En Jehóva var með Jósef+ þannig að honum vegnaði vel og hann var settur yfir hús hins egypska húsbónda síns. 3 Húsbóndi hans sá að Jehóva var með honum og að Jehóva lét allt sem hann tók sér fyrir hendur ganga vel.
4 Pótífar var mjög ánægður með Jósef og gerði hann að aðstoðarmanni sínum. Hann setti hann yfir hús sitt og trúði honum fyrir öllu sem hann átti. 5 Upp frá því blessaði Jehóva hús Egyptans vegna Jósefs. Blessun Jehóva var yfir öllu sem hann átti, innan húss sem utan.+ 6 Pótífar fól Jósef að sjá um allt sem hann átti og þurfti ekki að hugsa um neitt annað en matinn sem hann borðaði. Jósef var vel vaxinn og myndarlegur.
7 Nú bar svo til að eiginkona Pótífars fékk augastað á Jósef og sagði: „Leggstu með mér.“ 8 En hann lét ekki undan. Hann svaraði konu húsbónda síns: „Húsbóndi minn skiptir sér ekki af neinu sem ég geri í húsinu og hann hefur falið mér umsjón með öllu sem hann á. 9 Enginn fer með meira vald í þessu húsi en ég og hann hefur ekki neitað mér um neitt nema þig þar sem þú ert konan hans. Hvernig gæti ég þá brotið svo gróflega af mér og syndgað gegn Guði?“+
10 Hún reyndi að tala Jósef til dag eftir dag en hann lét ekki tilleiðast að sofa hjá henni og vera með henni. 11 Dag einn þegar hann fór inn í húsið til að sinna störfum sínum var ekkert af þjónustufólkinu þar inni. 12 Hún greip þá í föt hans og sagði: „Leggstu með mér!“ En hann skildi flíkina eftir í hendi hennar og forðaði sér út. 13 Þegar hún sá að hann hafði skilið flíkina eftir í hendi hennar og var flúinn út 14 kallaði hún á þjóna sína og sagði: „Sjáið, þessi Hebrei sem hann færði okkur vill hafa okkur að fíflum. Hann kom til mín og vildi leggjast með mér en ég æpti eins hátt og ég gat. 15 Þegar hann heyrði mig hrópa skildi hann flík sína eftir hjá mér og flúði.“ 16 Hún geymdi flíkina hjá sér þangað til húsbóndi hans kom heim.
17 Síðan sagði hún honum sömu söguna: „Hebreski þjónninn sem þú færðir okkur kom inn til mín til að hafa mig að fífli. 18 En þegar ég hrópaði og kallaði skildi hann flík sína eftir hjá mér og flúði.“ 19 Þegar húsbóndi hans heyrði konu sína segja frá því hvernig þjónn hans hefði komið fram við hana varð hann ævareiður. 20 Hann lét handtaka Jósef og setja hann í fangelsi þar sem fangar konungs voru vistaðir, og þar var hann látinn dúsa.+
21 En Jehóva yfirgaf ekki Jósef. Hann sýndi honum tryggan kærleika og sá til þess að fangelsisstjórinn kynni vel við hann.+ 22 Fangelsisstjórinn setti Jósef yfir alla hina fangana í fangelsinu, og Jósef bar ábyrgð á allri vinnunni sem fór fram þar.+ 23 Fangelsisstjórinn þurfti ekki að skipta sér af neinu sem Jósef sá um því að Jehóva var með Jósef. Jehóva lét allt sem hann tók sér fyrir hendur ganga vel.+
40 Nokkru síðar brutu drykkjarþjónn*+ Egyptalandskonungs og bakarinn gegn herra sínum, konunginum. 2 Faraó reiddist þá báðum hirðmönnum sínum, yfirdrykkjarþjóninum og yfirbakaranum,+ 3 og lét varpa þeim í fangelsið í húsi lífvarðarforingjans,+ fangelsið þar sem Jósef var haldið föngnum.+ 4 Lífvarðarforinginn fól Jósef að vera hjá þeim og þjóna þeim,+ og þeir sátu í fangelsinu um nokkurn tíma.
5 Nótt eina í fangelsinu dreymdi þá sinn drauminn hvorn, drykkjarþjóninn og bakara Egyptalandskonungs, en draumarnir höfðu hvor sína merkinguna. 6 Þegar Jósef kom inn til þeirra morguninn eftir sá hann að þeir voru daufir í dálkinn. 7 „Hvers vegna eruð þið svona daprir í bragði í dag?“ spurði hann þá hirðmenn faraós sem sátu með honum í haldi í húsi húsbónda hans. 8 „Okkur dreymdi báða draum,“ svöruðu þeir, „en hér er enginn sem getur ráðið draumana.“ Jósef sagði þá: „Er það ekki Guðs að ráða drauma?+ Segið mér hvað ykkur dreymdi.“
9 Yfirdrykkjarþjónninn sagði þá Jósef draum sinn: „Mig dreymdi að vínviður væri fyrir framan mig. 10 Á honum voru þrjár greinar og um leið og þær skutu frjóknöppum sprungu blóm hans út og klasarnir báru þroskuð vínber. 11 Ég hélt á bikar faraós, tók vínberin og kreisti safann úr þeim í bikarinn. Síðan rétti ég faraó bikarinn.“ 12 Jósef sagði þá við hann: „Draumurinn merkir þetta: Greinarnar þrjár merkja þrjá daga. 13 Eftir þrjá daga leysir faraó þig úr haldi* og lætur þig endurheimta fyrra embætti þitt.+ Þú munt aftur fá að rétta faraó bikarinn eins og þú varst vanur þegar þú varst drykkjarþjónn hans.+ 14 En mundu eftir mér þegar gæfan snýst þér í hag. Sýndu mér tryggan kærleika og minnstu á mig við faraó svo að ég komist út héðan. 15 Mér var rænt úr landi Hebrea+ og varpað hér í fangelsi* þótt ég væri alsaklaus.“+
16 Þegar yfirbakarinn heyrði að ráðning draumsins var góð sagði hann við Jósef: „Mig dreymdi líka draum. Ég var með þrjár körfur af hvítu brauði á höfðinu. 17 Í efstu körfunni var alls kyns brauðmeti handa faraó og fuglar átu það úr körfunni á höfðinu á mér.“ 18 Þá sagði Jósef: „Draumurinn merkir þetta: Körfurnar þrjár merkja þrjá daga. 19 Eftir þrjá daga lætur faraó hálshöggva þig* og hengja þig á staur, og fuglarnir munu éta hold þitt.“+
20 Þriðji dagurinn reyndist vera afmælisdagur+ faraós. Þá sló hann upp veislu fyrir alla þjóna sína og leysti úr haldi bæði yfirdrykkjarþjóninn og yfirbakarann* í viðurvist þeirra. 21 Hann lét drykkjarþjóninn endurheimta fyrri stöðu sína svo að hann fékk aftur að rétta faraó bikarinn, 22 en lét hengja yfirbakarann, rétt eins og Jósef hafði sagt þegar hann réð drauma þeirra.+ 23 En yfirdrykkjarþjónninn mundi ekki eftir Jósef heldur gleymdi honum.+
41 Tveim árum síðar dreymdi+ faraó að hann stæði við Níl. 2 Sjö fallegar og feitar kýr stigu upp úr ánni og fóru að bíta grasið á árbakkanum.+ 3 Á eftir þeim komu sjö aðrar kýr upp úr ánni, ljótar og horaðar, og tóku sér stöðu við hliðina á feitu kúnum á árbakkanum. 4 Ljótu og horuðu kýrnar átu upp fallegu og feitu kýrnar sjö. Við það vaknaði faraó.
5 Hann sofnaði aftur og dreymdi annan draum. Sjö kornöx uxu á einum stöngli, væn og þroskuð.+ 6 Á eftir þeim uxu sjö önnur kornöx sem voru grönn og skrælnuð af austanvindinum. 7 Grönnu kornöxin gleyptu vænu og þroskuðu kornöxin sjö. Við það vaknaði faraó og áttaði sig á að þetta hafði verið draumur.
8 Morguninn eftir var hann áhyggjufullur. Hann sendi því eftir öllum galdraprestum og spekingum Egyptalands og sagði þeim draumana en enginn gat ráðið þá fyrir hann.
9 Þá tók yfirdrykkjarþjónninn til máls og sagði við faraó: „Nú verð ég að játa syndir mínar. 10 Faraó reiddist okkur yfirbakaranum, þjónum sínum, og lét varpa okkur í fangelsið í húsi lífvarðarforingjans.+ 11 Nótt eina dreymdi okkur báða draum, sinn drauminn hvorn, og draumarnir höfðu hvor sína merkinguna.+ 12 Með okkur var ungur Hebrei, þjónn lífvarðarforingjans.+ Við sögðum honum draumana+ og hann réð þá báða fyrir okkur. 13 Og draumarnir rættust alveg eins og hann hafði ráðið þá – ég var settur í mitt fyrra embætti en hinn maðurinn var hengdur.“+
14 Faraó sendi þá eftir Jósef+ sem var umsvifalaust sóttur í fangelsið.*+ Hann rakaði sig og skipti um föt og gekk síðan fyrir faraó. 15 Faraó sagði við Jósef: „Mig dreymdi draum en enginn getur ráðið hann. Ég hef heyrt að þú getir ráðið hvaða draum sem þú heyrir.“+ 16 Jósef svaraði faraó: „Það er ekki ég sem flyt faraó góðan boðskap heldur Guð.“+
17 Faraó sagði þá við Jósef: „Mig dreymdi að ég stæði á bakka Nílar. 18 Sjö fallegar og feitar kýr stigu upp úr ánni og fóru að bíta grasið á árbakkanum.+ 19 Á eftir þeim komu upp sjö aðrar kýr, veiklulegar og mjög ljótar og horaðar. Ég hef aldrei séð jafn ljótar kýr í öllu Egyptalandi. 20 Þessar horuðu og ljótu kýr átu upp feitu kýrnar sjö. 21 En þegar þær höfðu étið þær sást það ekki á þeim þar sem þær litu alveg jafn illa út og áður. Þá vaknaði ég.
22 Síðan sá ég í draumi mínum sjö kornöx vaxa á einum stöngli, væn og þroskuð.+ 23 Á eftir þeim uxu sjö visnuð kornöx, grönn og skrælnuð af austanvindinum. 24 Grönnu kornöxin gleyptu síðan vænu öxin sjö. Ég sagði galdraprestunum frá þessu+ en enginn gat útskýrt það fyrir mér.“+
25 Jósef sagði þá við faraó: „Draumar faraós merkja báðir það sama. Hinn sanni Guð hefur opinberað faraó hvað hann ætlar að gera.+ 26 Sjö vænu kýrnar merkja sjö ár og sjö vænu kornöxin merkja líka sjö ár. Draumarnir merkja báðir það sama. 27 Sjö horuðu og ljótu kýrnar, sem komu upp á eftir hinum, merkja sjö ár og sjö tómu kornöxin, skrælnuð af austanvindinum, merkja sjö ára hungursneyð. 28 Það er eins og ég sagði: Hinn sanni Guð hefur sýnt faraó hvað hann ætlar að gera.
29 Sjö allsnægtaár munu koma um allt Egyptaland 30 en í kjölfar þeirra kemur sjö ára hungursneyð. Þá gleymast allsnægtirnar í Egyptalandi og hungursneyðin eyðir landið.+ 31 Enginn man þá eftir allsnægtunum vegna þess að hungursneyðin sem fylgir í kjölfarið verður mjög mikil. 32 Þig dreymdi þennan draum í tvígang vegna þess að hinn sanni Guð hefur fastákveðið þetta og hann mun hrinda því fljótt í framkvæmd.
33 Faraó ætti því að finna skynsaman og vitran mann og setja hann yfir Egyptaland. 34 Faraó ætti að ganga til verks og skipa umsjónarmenn í landinu og taka frá fimmtung af afrakstri Egyptalands á allsnægtaárunum sjö.+ 35 Þeir skulu safna vistum á góðu árunum sem eru í vændum og koma korninu fyrir í birgðageymslum faraós í borgunum. Þar skal það varðveitt.+ 36 Vistirnar eiga að vera forði fyrir landið þegar sjö ára hungursneyðin gengur yfir Egyptaland svo að landið eyðist ekki í hungursneyðinni.“+
37 Faraó og öllum þjónum hans leist vel á þessa tillögu. 38 Faraó sagði þá við þjóna sína: „Hver er betur til þess fallinn en þessi maður sem hefur anda Guðs?“ 39 Faraó sagði síðan við Jósef: „Enginn er jafn skynsamur og vitur og þú fyrst Guð hefur opinberað þér allt þetta. 40 Ég set þig yfir hús mitt og allt mitt fólk mun hlýða þér í einu og öllu.+ Ég einn verð þér æðri þar sem ég er konungurinn.“* 41 Faraó bætti við: „Hér með set ég þig yfir allt Egyptaland.“+ 42 Hann tók innsiglishring sinn af hendi sér og setti á hönd Jósefs, lét síðan klæða hann í föt úr fínu líni og hengdi gullkeðju um háls hans. 43 Hann lét aka honum í næstbesta vagni sínum og menn kölluðu fyrir honum: „Abrek!“* Þannig setti faraó hann yfir allt Egyptaland.
44 Faraó sagði líka við Jósef: „Ég er faraó en enginn má gera nokkurn skapaðan hlut* í öllu Egyptalandi nema með þínu leyfi.“+ 45 Faraó nefndi Jósef síðan Safenat Panea og gaf honum Asenat+ fyrir konu, en hún var dóttir Pótífera, prests í Ón.* Þaðan í frá hafði Jósef umsjón með Egyptalandi.*+ 46 Jósef var þrítugur+ þegar hann stóð frammi fyrir* faraó Egyptalandskonungi.
Jósef fór nú burt frá faraó og ferðaðist um allt Egyptaland. 47 Á allsnægtaárunum sjö gaf landið ríkulega af sér. 48 Hann safnaði saman öllum vistum áranna sjö í Egyptalandi og kom þeim fyrir í borgunum. Í hverri borg geymdi hann vistirnar af ökrunum sem voru umhverfis hana. 49 Jósef safnaði gríðarlega miklu korni. Það var eins og sandur sjávarins. Það var svo mikið að menn gáfust upp á að mæla það enda var það ekki lengur hægt.
50 Áður en fyrsta ár hungursneyðarinnar gekk í garð eignaðist Jósef tvo syni+ með Asenat, dóttur Pótífera, prests í Ón.* 51 Hann nefndi frumburð sinn Manasse*+ því að „Guð hefur,“ sagði hann, „látið mig gleyma öllum erfiðleikum mínum og öllu húsi föður míns.“ 52 En hinn soninn nefndi hann Efraím*+ því að „Guð hefur,“ sagði hann, „gert mig frjósaman í landi eymdar minnar.“+
53 Eftir að allsnægtaárunum sjö lauk í Egyptalandi+ 54 tók við sjö ára hungursneyð eins og Jósef hafði sagt.+ Hungursneyðin náði til allra landa en í öllu Egyptalandi var til brauð.*+ 55 Að lokum gekk hungursneyðin einnig yfir allt Egyptaland og fólkið sárbændi faraó um brauð.+ Þá sagði faraó við alla Egypta: „Farið til Jósefs og gerið eins og hann segir ykkur.“+ 56 Hungursneyðin herjaði á alla jörðina+ og Jósef opnaði öll forðabúrin og seldi Egyptum korn+ því að hungursneyðin lagðist hart á Egyptaland. 57 Enn fremur kom fólk frá öllum löndum til Egyptalands til að kaupa korn af Jósef því að hungursneyðin lagðist hart á alla jörðina.+
42 Þegar Jakob frétti að til væri korn í Egyptalandi+ sagði hann við syni sína: „Hvers vegna horfið þið hver á annan?“ 2 Hann hélt áfram: „Ég hef heyrt að það sé til korn í Egyptalandi. Farið þangað og kaupið korn handa okkur svo að við höldum lífi og deyjum ekki.“+ 3 Tíu bræður Jósefs+ lögðu þá af stað til að kaupa korn í Egyptalandi. 4 En Jakob sendi ekki Benjamín+ bróður Jósefs með bræðrum sínum því að hann sagði: „Hann gæti orðið fyrir slysi og dáið.“+
5 Synir Ísraels voru þannig meðal allra þeirra sem komu til að kaupa korn í Egyptalandi því að hungursneyðin hafði náð til Kanaanslands.+ 6 En Jósef hélt um stjórnartaumana í landinu+ og það var hann sem seldi fólki alls staðar að úr heiminum korn.+ Bræður Jósefs komu til hans, beygðu sig fyrir honum og lutu höfði til jarðar.+ 7 Jósef þekkti bræður sína um leið og hann sá þá en lét eins og hann þekkti þá ekki+ og var hranalegur við þá. „Hvaðan komið þið?“ spurði hann. „Frá Kanaanslandi til að kaupa vistir,“+ svöruðu þeir.
8 Jósef þekkti bræður sína en þeir þekktu hann ekki. 9 Nú mundi Jósef eftir draumunum sem hann hafði dreymt um þá+ og sagði: „Þið eruð njósnarar! Þið eruð komnir til að finna veikleika í vörnum landsins!“* 10 „Nei, herra minn,“ svöruðu þeir. „Þjónar þínir eru komnir til að kaupa vistir. 11 Við erum allir synir sama manns og heiðarlegir menn. Þjónar þínir eru ekki njósnarar.“ 12 „Víst eruð þið það!“ svaraði hann. „Þið eruð komnir til að finna veikleika í vörnum landsins!“ 13 Þá sögðu þeir: „Við þjónar þínir erum 12 bræður+ og synir sama manns+ í Kanaanslandi. Yngsti bróðirinn er hjá föður okkar+ en hinn er ekki lengur á meðal okkar.“+
14 Jósef sagði við þá: „Þið eruð njósnarar eins og ég sagði. 15 Þannig ætla ég að reyna ykkur: Svo sannarlega sem faraó lifir sleppið þið ekki héðan fyrr en yngsti bróðir ykkar kemur hingað.+ 16 Einn ykkar skal fara og sækja bróður ykkar en þið hinir verðið hér í haldi á meðan. Þá kemur í ljós hvort þið segið satt. En ef svo er ekki þá eruð þið njósnarar, svo sannarlega sem faraó lifir.“ 17 Síðan lét hann þá vera í varðhaldi í þrjá daga.
18 Á þriðja degi sagði Jósef við þá: „Gerið eins og ég segi til að halda lífi því að ég óttast Guð. 19 Til að sanna að þið séuð heiðarlegir skal einn ykkar bræðranna verða eftir í fangelsinu en þið hinir megið fara og taka með ykkur korn til heimila ykkar sem þjást af hungri.+ 20 Komið síðan til mín með yngsta bróður ykkar. Þá veit ég að ég get treyst því sem þið segið og þið fáið að halda lífi.“ Þeir gerðu eins og hann sagði.
21 Þeir sögðu hver við annan: „Þetta er refsingin fyrir það sem við gerðum bróður okkar.+ Við sáum hversu örvæntingarfullur hann var þegar hann grátbað okkur um að sýna sér miskunn. En við hlustuðum ekki. Þess vegna erum við nú komnir í þessi vandræði.“ 22 Rúben tók þá til máls og sagði við þá: „Sagði ég ekki við ykkur: ‚Gerið drengnum ekki mein‘?* En þið vilduð ekki hlusta+ og nú þurfum við að svara til saka fyrir blóð hans.“+ 23 Þeir vissu ekki að Jósef skildi þá því að hann talaði við þá með aðstoð túlks. 24 Þá fór Jósef afsíðis og grét.+ Síðan sneri hann aftur til þeirra og talaði við þá, tók Símeon+ frá þeim og batt hann fyrir augum þeirra.+ 25 Því næst gaf hann fyrirmæli um að fylla sekki þeirra af korni, skila peningum hvers og eins þeirra í sekk hans og gefa þeim nesti fyrir ferðina og það var gert.
26 Þeir settu kornið á asna sína og lögðu af stað. 27 Þegar þeir komu á gististað nokkurn opnaði einn þeirra sekk sinn til að fóðra asnann og sá þá peninga sína liggja efst í pokanum. 28 „Einhver hefur skilað peningunum mínum!“ sagði hann við bræður sína. „Þeir liggja hér í pokanum!“ Þeir urðu hræddir og litu skjálfandi hver á annan. „Hvers vegna hefur Guð gert okkur þetta?“ sögðu þeir.
29 Þegar þeir komu til Jakobs föður síns í Kanaanslandi sögðu þeir honum frá öllu sem þeir höfðu lent í: 30 „Landsherrann talaði hranalega við okkur+ og sakaði okkur um njósnir í landinu. 31 En við sögðum við hann: ‚Við erum heiðarlegir menn en ekki njósnarar.+ 32 Við erum 12 bræður,+ synir sama föður. Einn er ekki lengur á meðal okkar+ og sá yngsti er nú hjá föður okkar í Kanaanslandi.‘+ 33 En landsherrann sagði við okkur: ‚Þannig kemst ég að raun um hvort þið eruð heiðarlegir: Einn ykkar bræðranna skal verða eftir hjá mér.+ Þið hinir skuluð taka korn handa hungruðu heimilisfólki ykkar og halda af stað.+ 34 Komið síðan með yngsta bróður ykkar til mín svo að ég sjái að þið eruð ekki njósnarar heldur heiðarlegir menn. Þá skila ég bróður ykkar aftur og ykkur verður frjálst að eiga viðskipti í landinu.‘“
35 Þegar þeir tæmdu úr sekkjum sínum fundu þeir hver og einn peningapyngju sína í sekkjunum. Bæði þeir og faðir þeirra urðu hræddir þegar þeir sáu pyngjurnar. 36 „Þið gerið mig barnlausan!“+ hrópaði Jakob faðir þeirra. „Jósef er horfinn,+ Símeon er horfinn+ og nú viljið þið taka Benjamín! Það er ég sem þarf að þola allt þetta!“ 37 Þá sagði Rúben við föður sinn: „Þú mátt deyða báða syni mína ef ég færi þér hann ekki aftur.+ Treystu mér fyrir honum. Ég kem með hann aftur til þín.“+ 38 En hann svaraði: „Sonur minn fer ekki með ykkur því að bróðir hans er dáinn og hann er einn eftir.+ Ef hann yrði fyrir slysi á leiðinni og dæi mynduð þið senda gráar hærur mínar með harmi niður í gröfina.“*+
43 Hungursneyðin var mikil í landinu.+ 2 Þegar þeir höfðu klárað allt kornið sem þeir komu með frá Egyptalandi+ sagði faðir þeirra við þá: „Farið aftur og kaupið handa okkur vistir.“ 3 Júda sagði þá við hann: „Maðurinn tók það skýrt fram að við mættum ekki koma aftur til hans nema bróðir okkar væri með okkur.+ 4 Ef þú sendir bróður okkar með okkur skulum við fara og kaupa vistir fyrir þig. 5 En ef þú leyfir honum ekki að koma með getum við ekki farið því að maðurinn sagði við okkur: ‚Þið megið ekki koma aftur til mín nema bróðir ykkar sé með ykkur.‘“+ 6 Þá spurði Ísrael:+ „Hvers vegna þurftuð þið að koma mér í þessi vandræði? Þurftuð þið endilega að segja manninum að þið ættuð einn bróður enn?“ 7 Þeir svöruðu: „Maðurinn spurði beint út um hagi okkar og fjölskyldu okkar. ‚Er faðir ykkar enn á lífi?‘ spurði hann. ‚Eigið þið einn bróður enn?‘ og við sögðum honum eins og var.+ Hvernig gátum við vitað að hann myndi segja: ‚Komið með bróður ykkar hingað‘?“+
8 Júda sagði við Ísrael föður sinn: „Leyfðu drengnum að fara með mér+ og leyfðu okkur að leggja af stað svo að við höldum lífi og deyjum ekki,+ bæði við og þú og börnin okkar.+ 9 Ég mun tryggja öryggi hans.+ Ef ég kem ekki með hann aftur til þín og færi þér hann máttu draga mig til ábyrgðar og ég verð sekur við þig* alla ævi. 10 Ef við hefðum ekki beðið svona lengi værum við nú komnir heim í annað sinn.“
11 Þá sagði Ísrael faðir þeirra við þá: „Ef við höfum ekki um annað að velja gerið þá þetta: Fyllið sekki ykkar af bestu afurðum landsins og færið manninum að gjöf:+ lítið eitt af balsami+ og hunangi, sólrósarkvoðu, kvoðuríkan börk,+ pistasíuhnetur og möndlur. 12 Takið með ykkur tvöfalda fjárhæð og farið aftur með peningana sem voru settir efst í pokana ykkar.+ Kannski var um mistök að ræða. 13 Takið bróður ykkar og farið aftur til mannsins. 14 Megi almáttugur Guð vekja með manninum meðaumkun í ykkar garð svo að hann leyfi hinum bróður ykkar og Benjamín að fara með ykkur heim. En ef svo fer að ég missi syni mína þá fer sem fer.“+
15 Mennirnir tóku gjöfina og tvöfalda fjárhæð og lögðu af stað til Egyptalands með Benjamín. Þar gengu þeir aftur á fund Jósefs.+ 16 Þegar Jósef sá að Benjamín var með þeim sagði hann við ráðsmann sinn: „Farðu með mennina inn í húsið, slátraðu dýrum og eldaðu mat því að mennirnir eiga að borða með mér hádegisverð.“ 17 Maðurinn gerði þegar í stað eins og Jósef sagði+ og fór með þá inn í hús hans. 18 En mennirnir urðu hræddir þegar þeir voru leiddir þangað og sögðu: „Það er vegna peninganna sem voru settir aftur í pokana okkar í fyrra skiptið að við erum leiddir hingað. Nú ætla þeir að ráðast á okkur og gera okkur að þrælum og taka asna okkar!“+
19 Þeir sneru sér þá að ráðsmanni Jósefs við inngang hússins 20 og sögðu: „Afsakið, herra. Við komum hingað í fyrra skiptið til að kaupa vistir.+ 21 En þegar við komum á gististað og opnuðum pokana okkar sáum við að peningar hvers og eins voru efst í poka hans, öll upphæðin,+ og nú erum við komnir til að skila peningunum. 22 Og við erum auk þess með peninga til að kaupa vistir. Við vitum ekki hver kom peningunum fyrir í pokunum.“+ 23 „Engar áhyggjur,“ svaraði ráðsmaðurinn. „Þið hafið ekkert að óttast. Guð ykkar og Guð föður ykkar lét fjársjóð í sekki ykkar. Peningarnir ykkar rötuðu í mínar hendur.“ Síðan leiddi hann Símeon út til þeirra.+
24 Maðurinn fór með þá inn í hús Jósefs og gaf þeim vatn til að þvo fætur sína og fóður handa ösnunum. 25 Þeir tóku fram gjöfina+ til að hafa hana tilbúna þegar Jósef kæmi í hádeginu því að þeir höfðu heyrt að þeir ættu að borða hádegisverð þarna.+ 26 Þegar Jósef kom inn í húsið gáfu þeir honum gjöfina og féllu fram fyrir honum.+ 27 Hann spurði hvernig þeir hefðu það og bætti við: „Hvernig líður öldruðum föður ykkar sem þið minntust á? Er hann enn á lífi?“+ 28 „Þjóni þínum, föður okkar, líður vel,“ svöruðu þeir. „Hann er enn á lífi.“ Síðan hneigðu þeir sig og lutu honum.+
29 Þegar hann kom auga á Benjamín bróður sinn, son móður sinnar,+ spurði hann: „Er þetta yngsti bróðir ykkar sem þið sögðuð mér frá?“+ Hann bætti við: „Guð sýni þér velvild, sonur minn.“ 30 Jósef gat ekki lengur hamið tilfinningar sínar í garð bróður síns og var við það að bresta í grát. Hann rauk því burt og fór inn í herbergi þar sem hann gat verið út af fyrir sig og grét þar.+ 31 Eftir að hafa jafnað sig þvoði hann sér í framan, kom út aftur og sagði: „Berið fram matinn.“ 32 Þeir báru þá á borð, sér fyrir hann, sér fyrir þá og sér fyrir Egyptana sem voru með honum, en Egyptar geta ekki setið til borðs með Hebreum því að það er andstyggilegt í augum þeirra.+
33 Bræðrunum* var vísað til sætis andspænis honum eftir aldri, frá frumburðinum eftir frumburðarrétti hans+ til hins yngsta, og þeir horfðu undrandi hver á annan. 34 Hann sendi skammta frá sínu borði til þeirra en skammtur Benjamíns var fimm sinnum stærri en hinna.+ Og þeir átu og drukku með honum þar til þeir urðu saddir.
44 Nú gaf Jósef ráðsmanni sínum þessi fyrirmæli: „Fylltu sekki mannanna af korni, eins miklu og þeir geta borið, og láttu peninga hvers og eins efst í sekk hans.+ 2 En bikarinn minn, silfurbikarinn, skaltu setja efst í poka hins yngsta ásamt peningunum sem hann borgaði fyrir kornið.“ Hann gerði eins og Jósef sagði.
3 Þegar birti af degi morguninn eftir voru mennirnir sendir burt ásamt ösnum sínum. 4 Þeir voru ekki komnir langt frá borginni þegar Jósef sagði við ráðsmanninn: „Eltu mennina! Þegar þú nærð þeim skaltu segja við þá: ‚Hvers vegna launið þið gott með illu? 5 Þið hafið tekið bikarinn sem húsbóndi minn drekkur úr og notar til að spá í. Þetta var illa gert af ykkur.‘“
6 Þegar hann náði þeim sagði hann þetta við þá. 7 En þeir svöruðu honum: „Herra, af hverju segirðu þetta? Það myndi aldrei hvarfla að þjónum þínum að gera nokkuð slíkt. 8 Við komum aftur frá Kanaanslandi til að skila þér peningunum sem við fundum efst í sekkjum okkar.+ Hvers vegna ættum við þá að stela silfri eða gulli úr húsi húsbónda þíns? 9 Ef bikarinn finnst hjá einhverjum okkar skal hann deyja og við hinir verða þrælar herra míns.“ 10 „Það skal vera eins og þið segið,“ svaraði hann. „Sá sem bikarinn finnst hjá verður þræll minn. Þið hinir hafið hins vegar ekkert til saka unnið.“ 11 Hver og einn flýtti sér nú að leggja poka sinn á jörðina og opna hann. 12 Ráðsmaðurinn leitaði vandlega í öllum pokunum. Hann byrjaði á elsta bróðurnum og endaði á þeim yngsta. Að lokum fannst bikarinn í poka Benjamíns.+
13 Þá rifu þeir föt sín. Síðan lögðu þeir pokana á asna sína og sneru aftur til borgarinnar. 14 Jósef var enn heima þegar Júda+ og bræður hans komu til hans, og þeir féllu til jarðar frammi fyrir honum.+ 15 „Hvað hafið þið gert?“ spurði Jósef. „Vissuð þið ekki að maður eins og ég getur auðveldlega ráðið í leynda hluti?“+ 16 Þá sagði Júda: „Hverju getum við svarað þér, herra? Hvað getum við sagt? Hvernig getum við sannað sakleysi okkar? Hinn sanni Guð hefur dregið synd þjóna þinna fram í dagsljósið.+ Nú erum við þrælar þínir, herra, bæði við og sá sem bikarinn fannst hjá.“ 17 En Jósef sagði: „Það hvarflar ekki að mér! Sá sem bikarinn fannst hjá verður þræll minn+ en þið hinir skuluð fara í friði heim til föður ykkar.“
18 Júda gekk þá nær honum og sagði: „Ég bið þig, herra minn, að leyfa þjóni þínum að segja nokkur orð við þig án þess að þú reiðist þjóni þínum því að þú ert sem faraó.+ 19 Herra, þú spurðir þjóna þína: ‚Eigið þið föður eða bróður?‘ 20 Og við svöruðum þér, herra: ‚Við eigum aldraðan föður og einn bróður enn sem er yngstur+ og faðir okkar eignaðist í elli sinni. En bróðir hans er dáinn+ og hann er eini eftirlifandi sonur móður sinnar.+ Faðir hans elskar hann.‘ 21 Þá sagðir þú við þjóna þína: ‚Komið með hann til mín svo að ég geti séð hann með eigin augum.‘+ 22 En við sögðum þér, herra, að drengurinn mætti ekki fara frá föður sínum því að þá myndi faðir hans deyja.+ 23 Þú sagðir við þjóna þína: ‚Þið megið ekki koma aftur til mín nema yngsti bróðir ykkar komi með ykkur.‘+
24 Við fórum þá til þjóns þíns, föður okkar, og sögðum honum hvað þú hefðir sagt. 25 Nokkru síðar sagði faðir okkar: ‚Farið aftur og kaupið handa okkur vistir.‘+ 26 En við svöruðum: ‚Við getum ekki farið þangað ef yngsti bróðir okkar fer ekki með okkur. Við megum ekki koma aftur til mannsins nema yngsti bróðir okkar sé með okkur.‘+ 27 Þjónn þinn, faðir okkar, sagði þá við okkur: ‚Þið vitið vel að konan mín ól mér aðeins tvo syni.+ 28 En annar þeirra hvarf frá mér og ég sagði: „Villidýr hlýtur að hafa rifið hann í sig!“+ Ég hef ekki séð hann síðan. 29 Ef þið takið þennan frá mér líka og hann verður fyrir slysi og deyr munuð þið senda gráar hærur mínar með kvöl niður í gröfina.‘*+
30 Ef ég sný nú aftur heim til þjóns þíns, föður okkar, án þess að drengurinn sé með okkur, hann sem er líf hans og yndi, 31 mun faðir okkar deyja þegar hann sér að drenginn vantar, og þjónar þínir senda gráar hærur hans með harmi niður í gröfina.* 32 Ég, þjónn þinn, lofaði föður mínum að tryggja öryggi drengsins og sagði: ‚Ef ég kem ekki aftur með hann verð ég sekur við föður minn alla tíð.‘+ 33 Ég bið þig þess vegna að leyfa mér að verða hér eftir sem þræll herra míns í stað drengsins og leyfa honum að fara heim með bræðrum sínum. 34 Hvernig gæti ég snúið aftur til föður míns án þess að hafa drenginn með mér? Ég gæti ekki afborið að sjá föður minn verða fyrir slíkri ógæfu.“
45 Nú gat Jósef ekki lengur haft stjórn á tilfinningum sínum frammi fyrir þjónum sínum.+ „Skipið öllum að fara út!“ kallaði hann. Enginn var því viðstaddur þegar Jósef sagði bræðrum sínum hver hann væri.+
2 Hann brast í grát og grét svo hátt að Egyptar heyrðu það og fréttin barst um hús faraós. 3 Jósef sagði við bræður sína: „Ég er Jósef. Er faðir minn enn á lífi?“ En bræðrum hans var svo brugðið að þeir komu ekki upp orði. 4 Þá sagði Jósef við bræður sína: „Komið hingað til mín.“ Og þeir færðu sig nær.
Hann hélt áfram: „Ég er Jósef bróðir ykkar sem þið selduð til Egyptalands.+ 5 En verið óhræddir. Ásakið ekki hver annan fyrir að hafa selt mig hingað. Það var Guð sem sendi mig á undan ykkur til að bjarga mannslífum.+ 6 Nú hefur hungursneyðin staðið yfir í tvö ár í landinu+ og enn koma fimm ár þar sem menn munu hvorki plægja né uppskera. 7 En Guð sendi mig á undan ykkur til að bjarga lífi ykkar með undraverðum hætti og viðhalda ætt ykkar á jörðinni.*+ 8 Það voruð því ekki þið sem senduð mig hingað heldur hinn sanni Guð. Hann gerði mig að æðsta ráðgjafa* faraós, herra yfir öllu húsi hans og höfðingja yfir öllu Egyptalandi.+
9 Flýtið ykkur heim til föður míns og segið við hann: ‚Jósef sonur þinn sagði þetta: „Guð hefur skipað mig herra yfir öllu Egyptalandi.+ Komdu til mín án tafar.+ 10 Þú skalt búa í Gósenlandi,+ nálægt mér, þú og börn þín og barnabörn, sauðfé þitt og nautgripir og allt sem þú átt. 11 Hungursneyðin mun standa í fimm ár í viðbót en ég mun sjá þér þar fyrir mat+ til að þú og fjölskylda þín líðið ekki skort og þú missir ekki allt sem þú átt.“‘ 12 Þið sjáið nú með eigin augum, þið og Benjamín bróðir minn, að það er ég sem tala við ykkur.+ 13 Segið föður mínum frá allri þeirri vegsemd sem ég hef hlotið í Egyptalandi og frá öllu sem þið hafið séð. Hafið nú hraðann á og sækið föður minn.“
14 Síðan faðmaði hann* Benjamín bróður sinn og grét, og Benjamín grét í örmum hans.+ 15 Og hann kyssti alla bræður sína, faðmaði þá og grét. Eftir það töluðu bræður hans við hann.
16 Í húsi faraós fréttist að bræður Jósefs væru komnir og faraó og þjónar hans glöddust yfir því. 17 Faraó sagði þá við Jósef: „Segðu við bræður þína: ‚Klyfjið burðardýr ykkar og farið til Kanaanslands. 18 Sækið föður ykkar og fjölskyldur og komið til mín. Ég skal gefa ykkur af þeim gæðum sem Egyptaland hefur upp á að bjóða og þið fáið að neyta bestu afurða* landsins.‘+ 19 Þú skalt líka segja þeim:+ ‚Takið vagna+ í Egyptalandi handa konum ykkar og börnum og til að sækja föður ykkar og komið hingað.+ 20 Hafið ekki áhyggjur af eigum ykkar+ því að það besta í öllu Egyptalandi verður ykkar.‘“
21 Synir Ísraels gerðu þetta og Jósef gaf þeim vagna eins og faraó hafði fyrirskipað og nesti til ferðarinnar. 22 Hann gaf hverjum og einum nýja flík til að klæðast en Benjamín gaf hann 300 silfursikla og fimm nýjar flíkur.+ 23 Og föður sínum sendi hann tíu asna klyfjaða því besta sem Egyptaland hafði upp á að bjóða og tíu ösnur klyfjaðar korni, brauði og öðrum matföngum handa föður sínum til ferðarinnar. 24 Hann kvaddi bræður sína og þeir lögðu af stað. Hann sagði við þá: „Deilið ekki á leiðinni.“+
25 Þeir fóru frá Egyptalandi og komu til Kanaanslands, heim til Jakobs föður síns. 26 Þeir sögðu honum: „Jósef er enn á lífi og hann ræður yfir öllu Egyptalandi!“+ En hann sýndi engin viðbrögð* því að hann trúði þeim ekki.+ 27 En þegar þeir sögðu honum frá öllu sem Jósef hafði sagt við þá og hann sá vagnana sem Jósef hafði sent til að flytja hann í þá lifnaði yfir Jakobi föður þeirra. 28 „Þetta nægir mér!“ hrópaði Ísrael. „Jósef sonur minn er enn á lífi! Ég verð að hitta hann áður en ég dey.“+
46 Ísrael lagði nú af stað með allt sem hann átti.* Hann kom til Beerseba+ og þar færði hann Guði Ísaks föður síns+ sláturfórnir. 2 Um nóttina talaði Guð við Ísrael í sýn. „Jakob, Jakob!“ sagði hann. „Hér er ég,“ svaraði hann. 3 Guð sagði: „Ég er hinn sanni Guð, Guð föður þíns.+ Vertu ekki hræddur við að fara til Egyptalands því að þar ætla ég að gera þig að mikilli þjóð.+ 4 Ég fer sjálfur með þér til Egyptalands og flyt þig líka sjálfur þaðan aftur+ og Jósef mun leggja hönd sína yfir augu þín.“*+
5 Síðan lagði Jakob af stað frá Beerseba. Synir Ísraels fluttu Jakob föður sinn og börn sín og konur í vögnunum sem faraó hafði sent til að flytja hann í. 6 Þeir tóku með sér hjarðir sínar og eigur sem þeir höfðu aflað sér í Kanaanslandi og komu til Egyptalands, Jakob og allir afkomendur hans. 7 Hann tók syni sína og sonasyni, dætur sínar og sonadætur með sér til Egyptalands, já, alla afkomendur sína.
8 Þetta eru nöfn afkomenda Ísraels, það er Jakobs, sem komu til Egyptalands:+ Frumburður Jakobs var Rúben.+
9 Synir Rúbens voru Hanok, Pallú, Hesrón og Karmí.+
10 Synir Símeons+ voru Jemúel, Jamín, Óhad, Jakín, Sóhar og Sál,+ sonur kanverskrar konu.
11 Synir Leví+ voru Gerson, Kahat og Merarí.+
12 Synir Júda+ voru Er, Ónan, Sela,+ Peres+ og Sera,+ en Er og Ónan dóu í Kanaanslandi.+
Synir Peresar voru Hesrón og Hamúl.+
13 Synir Íssakars voru Tóla, Púva, Job og Simron.+
14 Synir Sebúlons+ voru Sered, Elon og Jahleel.+
15 Þetta voru synir Leu sem hún ól Jakobi í Paddan Aram auk Dínu dóttur hans.+ Afkomendur hans voru alls 33.
16 Synir Gaðs+ voru Sífjón, Haggí, Súní, Esbon, Erí, Aródí og Arelí.+
17 Synir Assers+ voru Jimna, Jísva, Jísví og Bería. Systir þeirra hét Sera.
Synir Bería voru Heber og Malkíel.+
18 Þetta voru afkomendur Silpu+ sem Laban gaf Leu dóttur sinni. Afkomendur Silpu og Jakobs voru alls 16 talsins.
19 Synir Rakelar konu Jakobs voru Jósef+ og Benjamín.+
20 Í Egyptalandi fæddust Jósef synirnir Manasse+ og Efraím+ sem Asenat,+ dóttir Pótífera, prests í Ón,* ól honum.
21 Synir Benjamíns+ voru Bela, Beker, Asbel, Gera,+ Naaman, Ehí, Rós, Múppím, Húppím+ og Ard.+
22 Þetta voru afkomendur Rakelar og Jakobs, alls 14 talsins.
24 Synir Naftalí+ voru Jahseel, Gúní, Jeser og Sillem.+
25 Þetta voru afkomendur Bílu sem Laban gaf Rakel dóttur sinni. Afkomendur Bílu og Jakobs voru alls sjö talsins.
26 Afkomendur Jakobs sem komu með honum til Egyptalands voru alls 66 talsins auk tengdadætra hans.+ 27 Jósef átti tvo syni sem höfðu fæðst í Egyptalandi. Alls komu því 70 manns af ætt Jakobs til Egyptalands.+
28 Jakob sendi Júda+ á undan sér til að láta Jósef vita að hann væri á leiðinni til Gósen. Þegar þeir komu til Gósenlands+ 29 lét Jósef hafa vagn sinn til reiðu og fór til móts við Ísrael föður sinn í Gósen. Þegar þeir hittust féll hann um háls honum og grét lengi í örmum hans. 30 Ísrael sagði við Jósef: „Nú er ég tilbúinn til að deyja fyrst ég hef séð þig og veit að þú ert enn á lífi.“
31 Jósef sagði við bræður sína og alla fjölskyldu föður síns: „Nú ætla ég að fara til faraós+ og segja við hann: ‚Bræður mínir og fjölskylda föður míns eru komin til mín frá Kanaanslandi.+ 32 Mennirnir eru hjarðmenn+ og stunda búfjárrækt+ og þeir hafa tekið með sér sauði sína og nautgripi og allt sem þeir eiga.‘+ 33 Þegar faraó kallar ykkur fyrir sig og spyr ykkur við hvað þið starfið 34 skuluð þið svara: ‚Þjónar þínir hafa stundað búfjárrækt allt frá unga aldri, bæði við og forfeður okkar.‘+ Þá fáið þið að búa í Gósenlandi+ því að Egyptar hafa andstyggð á öllum fjárhirðum.“+
47 Því næst fór Jósef og sagði við faraó:+ „Faðir minn og bræður eru komnir frá Kanaanslandi með sauði sína, nautgripi og allt sem þeir eiga og eru nú í Gósenlandi.“+ 2 Hann hafði tekið með sér fimm af bræðrum sínum og kynnti þá fyrir faraó.+
3 Faraó spurði bræður hans: „Við hvað starfið þið?“ Þeir svöruðu honum: „Þjónar þínir eru fjárhirðar eins og forfeður okkar.“+ 4 Þeir bættu við: „Við erum komnir til að búa í landinu sem útlendingar+ því að hungursneyðin er mikil í Kanaanslandi+ og þar eru engin beitilönd fyrir hjarðir okkar. Leyfðu því þjónum þínum að setjast að í Gósenlandi.“+ 5 Faraó sagði þá við Jósef: „Faðir þinn og bræður þínir eru komnir til þín. 6 Egyptaland er í þínum höndum. Láttu föður þinn og bræður setjast að á besta stað í landinu.+ Þeir mega búa í Gósenlandi og ef þú veist um duglega menn á meðal þeirra skaltu fela þeim umsjón með hjörðum mínum.“
7 Jósef sótti nú Jakob föður sinn og kynnti hann fyrir faraó. Og Jakob blessaði faraó. 8 Faraó spurði Jakob: „Hversu gamall ertu?“ 9 Jakob svaraði faraó: „Vegferð mín hefur staðið* í 130 ár. Þetta hafa verið erfið ár og fá+ – færri en þau ár sem forfeður mínir náðu á vegferð sinni.“*+ 10 Jakob blessaði síðan faraó og gekk burt frá honum.
11 Jósef gaf föður sínum og bræðrum jarðir í Egyptalandi og þeir settust að á besta stað í landinu, í Ramseslandi,+ eins og faraó hafði fyrirskipað. 12 Jósef sá föður sínum, bræðrum og öllum skyldmennum föður síns fyrir mat* í samræmi við fjölda barna í hverri fjölskyldu.
13 Í landinu var hvergi mat* að fá því að hungursneyðin var mjög mikil og íbúar Egyptalands og Kanaanslands voru örmagna af hungri.+ 14 Fólkið lét Jósef hafa alla peninga sem til voru í Egyptalandi og Kanaanslandi í skiptum fyrir korn.+ Jósef safnaði þeim saman og kom þeim fyrir í húsi faraós. 15 Þegar peningarnir í Egyptalandi og Kanaanslandi þrutu komu allir Egyptar til Jósefs og sögðu: „Gefðu okkur mat! Hvers vegna ættum við að deyja fyrir augunum á þér af því að við erum uppiskroppa með peninga?“ 16 Jósef svaraði: „Ef peningarnir eru búnir komið þá með búfé ykkar og ég læt ykkur fá mat í staðinn.“ 17 Þeir færðu þá Jósef búféð og hann gaf þeim mat í skiptum fyrir hestana, sauðféð, nautgripina og asnana. Það árið sá hann þeim fyrir mat í skiptum fyrir allan búfénað þeirra.
18 Árið leið og næsta ár komu þeir til hans og sögðu: „Við viljum ekki halda því leyndu fyrir herra okkar að við höfum þegar látið þig hafa alla peninga okkar og fénað. Við eigum ekkert eftir til að bjóða herra okkar nema okkur sjálfa og jarðir okkar. 19 Hvers vegna ættum við að farast fyrir augunum á þér, bæði við og jarðir okkar? Taktu okkur og jarðirnar í skiptum fyrir mat og við verðum þrælar faraós og jarðirnar eign hans. Gefðu okkur sáðkorn svo að við höldum lífi og deyjum ekki og jarðirnar leggist ekki í eyði.“ 20 Jósef keypti þá allar jarðir Egypta handa faraó. Allir Egyptar seldu jarðir sínar því að hungursneyðin var mjög mikil. Þannig eignaðist faraó landið.
21 Síðan flutti hann fólkið inn í borgirnar, frá einum enda Egyptalands til annars.+ 22 Jarðir prestanna voru þær einu sem hann keypti ekki+ því að faraó sá prestunum fyrir mat og þeir lifðu á því sem hann gaf þeim. Þess vegna seldu þeir ekki jarðir sínar. 23 Jósef sagði við fólkið: „Í dag hef ég keypt ykkur og jarðir ykkar handa faraó. Hér hafið þið sáðkorn. Sáið því í akrana. 24 Gefið faraó síðan einn fimmta hluta uppskerunnar+ en haldið eftir fjórum fimmtu hlutum til að sá í akrana og til að framfleyta ykkur, heimilisfólki ykkar og börnum.“ 25 Fólkið sagði þá: „Þú hefur bjargað lífi okkar.+ Sýndu okkur velvild, herra, svo að við getum orðið þrælar faraós.“+ 26 Þá gaf Jósef út þá tilskipun, sem gildir allt fram á þennan dag í Egyptalandi, að faraó skyldi fá fimmtung af uppskerunni. Jarðir prestanna voru þær einu sem faraó eignaðist ekki.+
27 Ísraelsmenn voru um kyrrt í Gósenlandi+ í Egyptalandi. Þeir settust þar að, voru frjósamir og þeim fjölgaði mjög.+ 28 Jakob bjó í Egyptalandi í 17 ár og varð 147 ára.+
29 Þegar Ísrael átti skammt eftir ólifað+ kallaði hann á Jósef son sinn og sagði: „Ef þér er hlýtt til mín settu þá hönd þína undir læri mitt og lofaðu að sýna mér trúfesti og tryggan kærleika: Jarðaðu mig ekki í Egyptalandi.+ 30 Farðu með mig úr Egyptalandi þegar ég dey* og jarðaðu mig í gröf forfeðra minna.“+ Jósef svaraði: „Ég skal gera eins og þú segir.“ 31 Ísrael sagði þá: „Sverðu mér eið að því.“+ Og hann sór honum eið. Síðan laut Ísrael niður við höfðalagið á rúmi sínu og bað.+
48 Nokkru seinna var Jósef sagt: „Föður þínum hefur hrakað.“ Þá tók hann með sér báða syni sína, þá Manasse og Efraím, og fór til hans.+ 2 Þegar Jakobi var sagt að Jósef sonur hans væri kominn harkaði hann* af sér og settist upp í rúminu. 3 Jakob sagði við Jósef:
„Almáttugur Guð birtist mér í Lús í Kanaanslandi og blessaði mig.+ 4 Hann sagði við mig: ‚Ég geri þig frjósaman og gef þér marga afkomendur. Ég geri þig að fjölmennri þjóð+ og gef afkomendum þínum þetta land til eignar um ókomna tíð.‘+ 5 Báðir synir þínir, sem þú eignaðist í Egyptalandi áður en ég kom hingað til þín, eru nú mínir.+ Efraím og Manasse skulu vera mínir synir rétt eins og Rúben og Símeon.+ 6 En börnin sem þú eignast eftir þá skulu vera þín. Þau munu bera nafn bræðra sinna í erfðalandi þeirra.+ 7 Þegar ég var á leiðinni frá Paddan dó Rakel+ við hlið mér í Kanaanslandi þegar enn var drjúgur spölur eftir til Efrata.+ Þess vegna jarðaði ég hana þar við veginn til Efrata, það er Betlehem.“+
8 Þegar Ísrael sá syni Jósefs spurði hann: „Hverjir eru þetta?“ 9 „Þetta eru synir mínir sem Guð hefur gefið mér hérna,“+ svaraði Jósef föður sínum. Þá sagði hann: „Komdu með þá til mín svo að ég geti blessað þá.“+ 10 En Ísrael var orðinn sjóndapur af elli og gat ekki séð. Jósef leiddi þá synina til hans og hann kyssti þá og faðmaði. 11 Ísrael sagði við Jósef: „Ég sem hélt ég myndi aldrei sjá þig framar+ og nú hefur Guð jafnvel leyft mér að sjá börnin þín.“ 12 Jósef færði synina frá hnjám Ísraels og laut til jarðar.
13 Síðan leiddi Jósef þá aftur til hans. Hann tók Efraím+ sér við hægri hönd og Manasse+ sér við vinstri hönd þannig að Efraím var vinstra megin við Ísrael en Manasse hægra megin. 14 En Ísrael rétti út hægri höndina og lagði á höfuð Efraíms, þótt hann væri yngri, og vinstri höndina lagði hann á höfuð Manasse. Hann lagði hendurnar viljandi þannig enda þótt Manasse væri frumburðurinn.+ 15 Síðan blessaði hann Jósef og sagði:+
„Hinn sanni Guð sem feður mínir, Abraham og Ísak, þjónuðu,*+
hinn sanni Guð sem hefur gætt mín eins og hirðir alla mína ævi fram á þennan dag,+
16 hann sem lét engil sinn frelsa mig úr öllum nauðum mínum,+ hann blessi drengina.+
Þeir skulu bera nafn mitt og nafn feðra minna, Abrahams og Ísaks.
Megi þeir verða fjölmennir á jörðinni.“+
17 Jósef sá að faðir hans lagði hægri höndina á höfuð Efraíms. Hann var mjög óhress með það og greip í hönd föður síns og reyndi að færa hana af höfði Efraíms yfir á höfuð Manasse. 18 „Ekki svona, faðir minn,“ sagði hann. „Þessi hérna er frumburðurinn.+ Leggðu hægri höndina á höfuð hans.“ 19 En faðir hans lét ekki segjast. „Ég veit, sonur minn, ég veit,“ sagði hann. „Hann mun líka verða að þjóð og hann verður líka mikill. En yngri bróðir hans verður honum meiri+ og afkomendur hans svo margir að þeir gætu myndað heilu þjóðirnar.“+ 20 Hann blessaði þá á þeim degi+ og sagði:
„Ísraelsmenn munu nefna nafn þitt þegar þeir blessa og segja:
‚Guð geri þig eins og Efraím og Manasse.‘“
Þannig tók hann Efraím fram yfir Manasse.
21 Síðan sagði Ísrael við Jósef: „Nú styttist í að ég deyi+ en Guð verður með ykkur og leiðir ykkur aftur til lands forfeðra ykkar.+ 22 En þér gef ég eitt landsvæði* fram yfir bræður þína, það sem ég vann af Amorítum með sverði mínu og boga.“
49 Jakob kallaði á syni sína og sagði: „Safnist saman svo að ég geti sagt ykkur hvernig ykkur mun farnast í framtíðinni. 2 Komið saman og hlustið, synir Jakobs, hlustið á Ísrael föður ykkar.
3 Rúben,+ þú ert frumburður minn,+ styrkur minn og frumgróði karlmennsku minnar, fremstur að virðingu og fremstur að mætti. 4 Þar sem þú ert hömlulaus eins og ólgandi vötnin skaltu ekki vera fremstur. Þú lagðist í rúm föður þíns.+ Þú flekkaðir* rúm mitt. Já, hann lagðist í það!
5 Símeon og Leví eru bræður.+ Vopn þeirra eru ofbeldistól.+ 6 Hafðu ekki félagsskap við þá, sál* mín. Leggðu ekki lag þitt við þá, sæmd mín,* því að þeir drápu menn í reiði sinni+ og skáru á hásinar nautanna sér til skemmtunar. 7 Bölvuð sé reiði þeirra því að hún er grimm og bræði þeirra því að hún er vægðarlaus.+ Ég mun dreifa þeim í Jakobi og tvístra þeim í Ísrael.+
8 Júda,+ bræður þínir munu vegsama þig.+ Hönd þín verður á hnakka óvina þinna.+ Synir föður þíns munu lúta þér.+ 9 Júda er ljónshvolpur.+ Þú stendur upp frá bráðinni, sonur minn. Hann leggst niður og teygir úr sér eins og ljón, og hver þorir að raska ró ljónsins? 10 Veldissprotinn hverfur ekki frá Júda+ né stafurinn frá fótum hans, ekki fyrr en Síló* kemur,+ en honum eiga þjóðirnar að hlýða.+ 11 Hann bindur asna sinn við víntré og ösnufola sinn við eðalvínvið. Hann þvær föt sín í víni og flík sína í vínberjablóði. 12 Augu hans eru djúprauð af víni og tennur hans hvítar af mjólk.
13 Sebúlon+ mun búa við sjávarsíðuna, við ströndina þar sem skipin liggja fyrir akkerum,+ og ystu mörk hans snúa að Sídon.+
14 Íssakar+ er beinasterkur asni sem liggur milli hnakksekkjanna tveggja. 15 Hann sér að hvíldarstaðurinn er góður og landið dásamlegt. Hann beygir herðar sínar undir byrðina og gengst undir þrælavinnu.
16 Dan+ verður dómari þjóðar sinnar sem ein af ættkvíslum Ísraels.+ 17 Dan verður höggormur við veginn, hornslanga við stíginn, sem bítur hestinn í hælinn svo að knapinn dettur aftur fyrir sig.+ 18 Ég bíð eftir að þú bjargir okkur, Jehóva.
19 Ræningjar ráðast á Gað+ en hann rekur þá á flótta.+
20 Asser+ mun veita ríkulega* fæðu og bjóða upp á krásir sem hæfa konungum.+
21 Naftalí+ er léttfætt hind. Hann talar fögur orð.+
22 Jósef+ er grein á frjósömu tré, frjósömu tré við lind, og greinar þess teygja sig yfir múrinn. 23 En bogaskytturnar herjuðu á hann, skutu að honum og hötuðust við hann.+ 24 Samt var bogi hans stöðugur+ og hendur hans sterkar og fimar.+ Það var Jakobs volduga að þakka, hirðinum, steini Ísraels. 25 Hann* er frá Guði föður síns sem mun hjálpa honum. Hann er með Hinum almáttuga sem mun blessa hann með blessun af himni ofan, með blessun djúpsins undir niðri,+ með blessun brjósta og móðurlífs. 26 Blessun föður þíns verður betri en blessun hinna eilífu fjalla, betri en unaður hinna ævarandi hæða.+ Hún mun dvelja yfir höfði Jósefs, yfir hvirfli hans sem er valinn úr hópi bræðra sinna.+
27 Benjamín+ mun rífa í sig bráð eins og úlfur.+ Að morgni étur hann bráðina og að kvöldi skiptir hann herfangi.“+
28 Þetta eru allar 12 ættkvíslir Ísraels og þetta er það sem faðir þeirra sagði við þá þegar hann blessaði þá. Hann blessaði hvern og einn þeirra með þeirri blessun sem honum bar.+
29 Síðan gaf hann þeim þessi fyrirmæli: „Nú safnast ég til fólks míns.*+ Þið skuluð jarða mig hjá feðrum mínum í hellinum á landi Hetítans Efrons,+ 30 í hellinum sem er á Makpelaakri nálægt Mamre í Kanaanslandi, akrinum sem Abraham keypti af Hetítanum Efron til að nota sem legstað. 31 Þar voru Abraham og Sara kona hans jörðuð,+ þar voru Ísak og Rebekka kona hans jörðuð,+ og þar jarðaði ég Leu. 32 Landareignin og hellirinn sem er á henni voru keypt af afkomendum Hets.“+
33 Þegar Jakob hafði gefið sonum sínum þessi fyrirmæli dró hann fæturna upp í rúmið. Síðan gaf hann upp andann og safnaðist til fólks síns.*+
50 Jósef kastaði sér grátandi yfir föður sinn+ og kyssti hann. 2 Síðan gaf hann þjónum sínum, læknunum, fyrirmæli um að smyrja hann.+ Læknarnir smurðu Ísrael 3 og það tók þá 40 daga því að svo langan tíma tekur að smyrja lík. Egyptar grétu hann í 70 daga.
4 Þegar sorgardagarnir voru liðnir kom Jósef að máli við hirð* faraós og sagði: „Gerið mér þann greiða að koma þessum skilaboðum til faraós: 5 ‚Faðir minn tók af mér eið+ og sagði: „Nú styttist í að ég deyi+ og þú skalt jarða mig í gröfinni+ sem ég gróf handa mér í Kanaanslandi.“+ Leyfðu mér því að fara og jarða föður minn. Síðan skal ég koma aftur.‘“ 6 Faraó svaraði: „Farðu og jarðaðu föður þinn eins og þú lofaðir honum.“+
7 Jósef lagði þá af stað til að jarða föður sinn og með honum fóru allir þjónar faraós, öldungar hirðarinnar+ og allir öldungar Egyptalands 8 og einnig allir heimilismenn Jósefs, bræður hans og heimilismenn föður hans.+ Aðeins börnin, sauðina og nautgripina skildu þeir eftir í Gósenlandi. 9 Hann hafði auk þess með sér vagna+ og riddara. Þetta var stærðarinnar hópur. 10 Loks komu þeir til Atad, þreskivallar á Jórdansvæðinu. Þar héldu þeir mikla sorgarhátíð og Jósef syrgði föður sinn í sjö daga. 11 Íbúar landsins, Kanverjar, sáu þá syrgja á Atad-þreskivellinum og sögðu: „Þarna halda Egyptar mikla sorgarhátíð.“ Þess vegna var staðurinn nefndur Abel Mísraím* en hann er á Jórdansvæðinu.
12 Synir Jakobs fóru þannig að óskum föður síns.+ 13 Þeir fluttu hann til Kanaanslands og jörðuðu hann í hellinum á Makpelaakri nálægt Mamre, akrinum sem Abraham hafði keypt af Hetítanum Efron fyrir legstað.+ 14 Þegar Jósef hafði jarðað föður sinn sneri hann aftur til Egyptalands ásamt bræðrum sínum og öllum sem höfðu farið með honum til að jarða föður hans.
15 Eftir andlát föður síns sögðu bræður Jósefs hver við annan: „Hvað ef Jósef er gramur út í okkur og vill láta okkur gjalda fyrir allt það illa sem við gerðum honum?“+ 16 Þeir sendu því Jósef eftirfarandi skilaboð: „Faðir þinn gaf okkur þessi fyrirmæli áður en hann dó: 17 ‚Segið við Jósef: „Ég bið þig að fyrirgefa bræðrum þínum afbrot þeirra og synd, að þeir fóru svona illa með þig.“‘ Viltu því fyrirgefa okkur það ranga sem við höfum gert, okkur sem þjónum Guði föður þíns.“ Jósef brast í grát þegar hann heyrði þetta. 18 Því næst komu bræður hans sjálfir og féllu fram fyrir honum. „Við erum þrælar þínir,“+ sögðu þeir. 19 „Verið ekki hræddir,“ sagði Jósef. „Kem ég í Guðs stað? 20 Þið ætluðuð að gera mér mein+ en Guð sneri því til góðs því að hann vildi bjarga lífi margra, og það hefur hann gert.+ 21 Verið því óhræddir. Ég mun halda áfram að sjá ykkur og börnum ykkar fyrir mat.“+ Þannig hughreysti hann þá og taldi í þá kjark.
22 Jósef bjó áfram í Egyptalandi, hann og fjölskylda föður hans, og varð 110 ára. 23 Jósef lifði það að sjá afkomendur Efraíms í þriðja lið+ og syni Makírs,+ sonar Manasse. Þeir fæddust á hné Jósefs.* 24 Undir það síðasta sagði Jósef við bræður sína: „Nú styttist í að ég deyi en Guð mun gefa ykkur gaum.+ Hann mun flytja ykkur úr þessu landi til landsins sem hann hét Abraham, Ísak og Jakobi.“+ 25 Jósef tók síðan eið af sonum Ísraels og sagði: „Guð mun gefa ykkur gaum og þá skuluð þið flytja bein mín héðan.“+ 26 Jósef dó 110 ára að aldri og þeir smurðu hann+ og lögðu í kistu í Egyptalandi.
Það er, alheiminn með öllum sínum plánetum, stjörnum og stjörnuþokum.
Eða „ólgandi vötnunum“.
Eða „andi Guðs sveif“.
Eða „Loftrúm“.
Eða „Ljós“.
Eða „í víðáttu himins“.
Eða „í víðáttu himins“.
Eða „í víðáttu himins“.
Eða „sálum“.
Hebreska orðið getur átt við fugla og önnur vængjuð dýr eins og fleyg skordýr.
Eða „sæskrímslin“.
Hebreska orðið getur átt við skriðdýr og önnur dýr sem falla ekki undir hina flokkana.
Orðrétt „allur her þeirra“.
Fyrsti staðurinn þar sem eiginnafn Guðs, יהוה (JHVH), kemur fyrir. Þetta nafn greinir hann frá öllum öðrum guðum. Sjá viðauka A4.
Eða „sál“. Á hebr. nefes sem þýðir bókstaflega ‚vera sem andar‘. Sjá orðaskýringar.
Eða „Tígris“.
Eða „muntu vissulega deyja“.
Eða „gera honum meðhjálp við hans hæfi“.
Eða „lifandi sálirnar“.
Eða „heldur sig við“.
Orðrétt „eitt hold“.
Eða „klókari; slóttugri“.
Eða „afkomenda“.
Eða „merja“.
Eða „merja (kremja) hæl hans“.
Sem þýðir ‚maður; mannkyn‘. Virðist skylt hebresku orði sem þýðir ‚jörð‘.
Eða „akurlendið“.
Orðrétt „Með kvöl skaltu borða“.
Eða „Í svita andlits þíns muntu borða“.
Eða „mat“.
Sem þýðir ‚lifandi‘.
Eða „skapað“.
Eða „niðurlútur“.
Eða „Mun ég ekki upphefja þig“.
Orðrétt „kraft sinn“.
Eða „sæta sjöfaldri hefnd“.
Hugsanlega er átt við tilskipun sem varaði aðra við því að drepa Kain.
Eða „landinu Nód“.
Sem þýðir ‚skipaður; settur‘.
Eða „skipað handa mér“.
Eða „Þetta er ættartala“.
Eða „Adam; mannkyn“.
Sjá orðaskýringar, „hinn sanni Guð“.
Merkir sennilega ‚hvíld; huggun‘.
Eða „hvíld“.
Hebreskt orðasamband notað um englana.
Orðrétt „Andi minn“.
Eða „hegðar sér á holdlegan hátt“.
Á hebr. nefilím′. Merkir hugsanl. ‚fellendur‘, það er, þeir sem fella aðra. Sjá orðaskýringar.
Eða „harmaði“.
Eða „og varð hryggur“.
Eða „flekklaus“.
Orðrétt „kynslóða“.
Orðrétt „kistu“; stærðarinnar skip.
Á hebr. gófer. Hugsanlega er átt við sýprusvið.
Eða „bikaðu hana“.
Alin jafngilti 44,5 cm. Sjá viðauka B14.
Á hebr. tsóhar. Annar skilningur er sá að tsóhar eigi við hallandi þak með einnar álnar hæðarmun en ekki við op eða glugga.
Orðrétt „öllu holdi“.
Eða „sem lífsandi er í“.
Eða hugsanl. „sjö pör“.
Eða hugsanl. „sjö pör“.
Hér virðist átt við vatnið sem var fyrir ofan víðáttu himins.
Eða „sem lífsandi var í“.
Alin jafngilti 44,5 cm. Sjá viðauka B14.
Eða „hafði lífsanda í nösum sínum“.
Orðrétt „minntist“.
Eða „regnið af himnum var stöðvað“.
Eða „hvíldarstað fyrir fót sinn“.
Orðrétt „sefandi“.
Orðrétt „eru þau gefin í ykkar hendur“.
Orðrétt „alls holds“.
Það er, Sems.
Eða „ættartala“.
Hugsanlega eiga tvö síðustu nöfnin við þjóðir sem komu af Javan.
Eða „Fyrstu borgirnar í ríki hans voru“.
Að því er virðist var litið á Níníve, Rehóbót Ír, Kala og Resen sem borgina miklu.
Hugsanlega eiga þessi nöfn við þjóðir sem komu af Mísraím.
Eða hugsanl. „og eldri bróðir Jafets“.
Sem þýðir ‚skipting‘.
Orðrétt „skiptist jörðin“.
Eða „og sama orðaforða“.
Sem þýðir ‚ruglingur‘.
Eða „ættartala“.
Eða „afla sér blessunar“.
Eða „búa þar sem útlendingur“.
Eða „og sál mín haldi lífi“.
Eða „á Siddímsléttu“.
Það er, Dauðahaf.
Eða „bjó þá í tjöldum“.
Orðrétt „bróðir“.
Eða „treysti“.
Eða „og hann reiknaði honum það til réttlætis“.
Eða „lagði helmingana þannig að þeir pössuðu saman“.
Sem þýðir ‚Guð heyrir‘.
Eða „ónagri“, tegund villiasna. Sumir telja hins vegar að hér sé átt við sebrahest. Vísar líklega til sjálfstæðisanda.
Eða hugsanl. „eiga í fjandskap við alla bræður sína“.
Orðrétt „ákallaði hún nafn“.
Sem þýðir ‚brunnur hins lifandi sem sér mig‘.
Eða „flekklaus“.
Sem þýðir ‚faðir er hár (upphafinn)‘.
Sem þýðir ‚faðir fjölda; faðir margra‘.
Eða „lífláta hann“.
Merkir hugsanl. ‚þrætugjörn‘.
Sem þýðir ‚prinsessa‘.
Sem þýðir ‚hlátur‘.
Orðrétt „hjörtu ykkar styrkist“.
Orðrétt „þrjár seur“. Sea jafngilti 7,33 l. Sjá viðauka B14.
Orðrétt „kvenlegir eðlishættir voru horfnir frá Söru“.
Eða „afla sér blessunar“.
Orðrétt „eru komnir undir skugga þaks míns“.
Eða „tryggan kærleika í ríkum mæli“.
Eða „sál mína“.
Sem þýðir ‚smæð‘.
Eða „bjó sem útlendingur“.
Það er, hafði ekki haft kynmök við hana.
Eða „réttláta“.
Eða „af einlægu hjarta og með saklausum höndum“.
Eða „hafði lokað hverju móðurlífi í húsi Abímeleks“.
Eða hugsanl. „hlæja að mér“.
Orðrétt „gimbrar“.
Merkir hugsanl. ‚eiðsbrunnur‘ eða ‚sjöbrunnur‘.
Eða „bjó lengi sem útlendingur“.
Eða „sláturhnífinn“.
Eða „sláturhnífinn“.
Sem þýðir ‚Jehóva útvegar; Jehóva sér til þess‘.
Eða „borgir“.
Eða „afla sér blessunar“.
Eða hugsanl. „mikill höfðingi“.
Sikill jafngilti 11,4 g. Sjá viðauka B14.
Sikill jafngilti 11,4 g. Sjá viðauka B14.
Sikill jafngilti 11,4 g. Sjá viðauka B14.
Sikill jafngilti 11,4 g. Sjá viðauka B14.
Sennilega er átt við Laban.
Orðrétt „lokið við að tala í hjarta mínu“.
Orðrétt „geti snúið mér til hægri eða vinstri“.
Eða „getum ekkert sagt við þig, hvorki illt né gott“.
Það er, brjóstmóður hennar sem var nú í þjónustu hennar.
Eða „borgir“.
Ljóðræn lýsing á dauðanum.
Eða „ættartala“.
Eða „víggirtum búðum“.
Ljóðræn lýsing á dauðanum.
Eða hugsanl. „Hann átti í fjandskap við alla bræður sína“.
Sem þýðir ‚loðinn‘.
Sem þýðir ‚sá sem grípur um hælinn; sá sem tekur stöðu annars‘.
Eða „var óaðfinnanlegur“.
Orðrétt „þessu rauða, þessu rauða þarna“.
Eða „banhungraður“.
Sem þýðir ‚rauður‘.
Eða „afla sér blessunar“.
Eða „faðmaði“.
Sem þýðir ‚þrætur‘.
Sem þýðir ‚ásökun‘.
Sem þýðir ‚víðáttumikil svæði‘.
Eða „vini“.
Sem þýðir ‚sá sem grípur um hælinn; sá sem tekur stöðu annars‘.
Eða „Esaú bróðir þinn huggar sig við tilhugsunina um að drepa þig“.
Eða „Stigi“.
Eða „afla sér blessunar“.
Sem þýðir ‚hús Guðs‘.
Orðrétt „bróðir“.
Orðrétt „bein mitt og hold“.
Orðrétt „bróðir“.
Orðrétt „að Lea var hötuð“.
Orðrétt „opnaði hann móðurlíf hennar“.
Sem þýðir ‚sjá, sonur!‘
Sem þýðir ‚að heyra‘.
Sem þýðir ‚sá sem heldur sig fast við; sá sem binst‘.
Sem þýðir ‚sá sem er lofaður (vegsamaður)‘.
Eða „synjað þér um ávöxt móðurlífs þíns“.
Orðrétt „fæði á hné mín“.
Sem þýðir ‚dómari‘.
Sem þýðir ‚barátta mín‘.
Sem þýðir ‚heppni; gæfa‘.
Sem þýðir ‚hamingja‘.
Alrúna er jurt af kartöfluætt. Ávöxtur hennar var talinn auka frjósemi.
Sem þýðir ‚hann er laun‘.
Sem þýðir ‚umburðarlyndi‘.
Orðrétt „Guð hlustaði á hana og opnaði móðurlíf hennar“.
Stytting á nafninu Jósifja sem þýðir ‚megi Jah bæta við (auka)‘.
Eða „sýnist allt“.
Eða „huðnur“.
Eða „réttlátur“.
Eða „skurðgoðum“.
Það er, Efrat.
Orðrétt „bræður“.
Orðrétt „syni mína“.
Það er, tíðablæðingum.
Orðrétt „ótti Ísaks“.
Arameískt heiti sem merkir ‚vitnisvarða‘.
Hebreskt heiti sem merkir ‚vitnisvarða‘.
Eða „Mispa“.
Orðrétt „við ótta Ísaks föður hans“.
Orðrétt „syni sína“.
Sem þýðir ‚tvennar búðir‘.
Eða „búið sem útlendingur“.
Orðrétt „mjaðmarskálina“.
Sem þýðir ‚sá sem glímir við (rígheldur í) Guð‘ eða ‚Guð glímir‘.
Sem þýðir ‚auglit Guðs‘.
Eða „Peníel“.
Líklega er átt við settaugina.
Orðrétt „blessunina“.
Sem þýðir ‚laufskálar; skýli‘.
Eða „talaði blíðlega við stúlkuna“.
Orðrétt „dóttur“.
Eða „mægist við okkur“.
Orðrétt „manni með forhúð“.
Orðrétt „dóttur“.
Eða „á þeim vegi“.
Eða „faldi“.
Sem þýðir ‚Guð Betel‘.
Orðrétt „lendum þínum“.
Sem þýðir ‚hryggðarsonur minn‘.
Sem þýðir ‚hægrihandarsonur‘.
Ljóðræn lýsing á dauðanum.
Orðrétt „gamall og saddur daga“.
Eða „ættartala“.
Eða „bjuggu sem útlendingar“.
Fursti var ættbálkahöfðingi.
Eða „á Móabssléttu“.
Eða „af Hebronssléttu“.
Eða „gryfju; vatnsþró“.
Eða „Drepum ekki sál hans“.
Eða „leggið ekki hendur á hann“.
Orðrétt „blóð hans“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „hann“, það er, Júda.
Sjá orðaskýringar.
Eða „musterisvændiskonan“.
Sem þýðir ‚rof‘. Vísar sennilega til spangarrofs.
Embættismaður við hirð konungs sem skenkti honum vín og aðra drykki.
Orðrétt „hefur faraó upp höfuð þitt“.
Orðrétt „gryfju; pytt“.
Orðrétt „hefja höfuð þitt af þér“.
Orðrétt „hóf upp höfuð yfirdrykkjarþjónsins og yfirbakarans“.
Orðrétt „gryfjuna; pyttinn“.
Eða „Hásætið er það eina sem ég hef fram yfir þig“.
Að því er virðist var þetta hvatning til að sýna heiður og virðingu.
Orðrétt „lyfta hendi né fæti“.
Það er, Helíópólis.
Eða „Síðan ferðaðist Jósef um Egyptaland“.
Eða „gekk í þjónustu“.
Það er, Helíópólis.
Sem þýðir ‚sá sem er valdur að gleymsku; sá sem lætur mann gleyma‘.
Sem þýðir ‚tvöföld frjósemi‘.
Eða „matur“.
Eða „sjá hversu berskjaldað landið er“.
Orðrétt „Syndgið ekki gegn drengnum“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða „mun bera synd mína“.
Orðrétt „Þeim“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða „í landinu“.
Orðrétt „sem föður“.
Orðrétt „féll hann um háls“.
Eða „lifa á feiti“.
Eða „hjarta hans komst ekki við“.
Eða „alla sína“.
Það er, loka þeim þegar Jakob væri dáinn.
Það er, Helíópólis.
Orðrétt „Synir“. Hugsanlega átti hann fleiri syni sem eru ekki nafngreindir.
Eða „Ég hef verið landlaus útlendingur“.
Eða „voru landlausir útlendingar“.
Orðrétt „brauði“.
Orðrétt „brauð“.
Orðrétt „leggst hjá feðrum mínum“.
Orðrétt „Ísrael“.
Orðrétt „gengu frammi fyrir“.
Eða „eina fjallshæð“. Orðrétt „eina öxl“.
Eða „vanhelgaðir“.
Sjá orðaskýringar.
Eða hugsanl. „hugur minn“.
Sem þýðir ‚sá sem það tilheyrir; sá sem á tilkall til þess‘.
Orðrétt „feita“.
Það er, Jósef.
Ljóðræn lýsing á dauðanum.
Ljóðræn lýsing á dauðanum.
Eða „heimilismenn“.
Sem þýðir ‚sorg Egypta‘.
Það er, hann leit á þá sem sína eigin syni og þeir voru í sérstöku uppáhaldi hjá honum.