JESAJA
1 Sýnin sem Jesaja*+ Amotsson sá um Júda og Jerúsalem á dögum Ússía,+ Jótams,+ Akasar+ og Hiskía,+ konunga í Júda:+
4 Illa fer fyrir syndugri þjóð,+
fólkinu sem hlaðið er syndum,
afsprengi illra manna, spilltum börnum!
5 Af hverju haldið þið uppreisninni áfram?
Er ekki búið að berja ykkur nóg?+
Höfuðið er þakið sárum
og hjartað er allt sjúkt.+
6 Frá hvirfli til ilja er ekkert heilbrigt,
tómir áverkar, mar og opin sár
7 Land ykkar er í eyði,
borgir ykkar brenndar í eldi.
Útlendingar gleypa landið fyrir augum ykkar.+
Það er eins og auðn eftir árás óvina.+
8 Síonardóttir er yfirgefin eins og skýli* í víngarði,
eins og kofi á gúrkuakri,
eins og umsetin borg.+
9 Ef Jehóva hersveitanna hefði ekki látið fáeina komast af
værum við orðin eins og Sódóma
og líktumst Gómorru.+
10 Heyrið orð Jehóva, þið harðstjórar* Sódómu.+
Hlustið á lög* Guðs okkar, þið Gómorrubúar.+
11 „Til hvers þarf ég allar þessar fórnir?“+ spyr Jehóva.
13 Hættið að bera fram gagnslausar kornfórnir.
Ég hef andstyggð á reykelsi ykkar.+
Tunglkomur,+ hvíldardagar+ og sérstakar samkomur+
– ég þoli ekki að þið farið með galdrakukl+ samhliða hátíðarsamkomum ykkar.
14 Ég hata tunglkomudaga ykkar og hátíðir.
Þær eru orðnar mér byrði,
ég er orðinn þreyttur á að bera þær.
Hendur ykkar eru ataðar blóði.+
Hættið að gera það sem er illt.+
17 Lærið að gera gott, leitist við að gera rétt,+
leiðréttið kúgarann,
verjið rétt föðurlausra*
og flytjið mál ekkjunnar.“+
18 „Komið, greiðum úr málum okkar,“ segir Jehóva.+
„Þó að syndir ykkar séu skarlatsrauðar
skulu þær verða hvítar sem snjór.+
Þótt þær séu skærrauðar
verða þær hvítar eins og ull.
21 Borgin trúfasta+ er orðin vændiskona!+
23 Höfðingjar þínir eru þrjóskir og leggja lag sitt við þjófa.+
Þeir eru allir mútuþægir og sækjast eftir gjöfum.+
24 Þess vegna segir hinn sanni Drottinn, Jehóva hersveitanna,
hinn voldugi í Ísrael:
„Nú er nóg komið! Ég ætla að losa mig við andstæðinga mína
og hefna mín á óvinunum.+
Eftir það verður þú kölluð Borg réttlætisins, Borgin trúfasta.+
29 Þið munuð skammast ykkar fyrir þau miklu tré sem þið þráðuð+
og verða ykkur til skammar vegna garðanna* sem þið völduð+
30 því að þið verðið eins og stórt tré með visnandi laufi+
og eins og vatnslaus garður.
31 Hinn sterki verður að hör
og verk hans að neista.
Hvort tveggja fuðrar upp
og enginn slekkur eldinn.“
2 Þetta er það sem Jesaja Amotssyni opinberaðist varðandi Júda og Jerúsalem:+
mun fjallið sem hús Jehóva stendur á
verða óbifanlegt og gnæfa yfir hæstu fjallatinda.+
Það mun rísa yfir hæðirnar
og allar þjóðir streyma þangað.+
3 Margar þjóðir munu koma og segja:
„Komið, förum upp á fjall Jehóva,
til húss Guðs Jakobs.+
Hann mun fræða okkur um vegi sína
og við munum ganga á stígum hans,“+
því að lög koma* frá Síon
og orð Jehóva frá Jerúsalem.+
Þær munu smíða plógjárn úr sverðum sínum
og garðhnífa úr spjótum sínum.+
Engin þjóð mun beita sverði gegn annarri þjóð
né læra hernað framar.+
6 Þú hefur yfirgefið þjóð þína, afkomendur Jakobs,+
því að land hennar er orðið fullt af austurlenskum siðum.
Menn stunda galdra+ eins og Filistear
og krökkt er af börnum útlendinga.
7 Land þeirra er fullt af silfri og gulli
og fjársjóðir þeirra eru óþrjótandi.
Land þeirra er fullt af hestum
og hervagnar þeirra óteljandi.+
8 Land þeirra er fullt af einskis nýtum guðum.+
Þeir falla fram fyrir eigin handaverkum,
fyrir því sem þeir hafa gert með fingrum sínum.
9 Þannig falla mennirnir fram og niðurlægja sig
og þú getur alls ekki fyrirgefið þeim.
10 Flýðu inn í klettinn og feldu þig í moldinni
fyrir ógnvekjandi reiði Jehóva
og stórfenglegri hátign hans.+
11 Hrokafull augu mannsins verða niðurlægð
og drambsamir menn auðmýktir.
Jehóva einn verður upphafinn á þeim degi.
12 Sá dagur er dagur Jehóva hersveitanna.+
Hann kemur yfir alla sem eru hrokafullir og sjálfumglaðir,
yfir alla, jafnt háa sem lága,+
13 yfir öll stolt og há sedrustré Líbanons
og allar eikur í Basan,
14 yfir öll gnæfandi fjöll
og allar háar hæðir,
15 yfir alla háa turna og alla rammgerða múra,
og yfir alla veglega báta.
17 Hroki mannanna verður lægður
og dramb þeirra verður þeim til auðmýkingar.
Jehóva einn verður upphafinn á þeim degi.
18 Gagnslausir guðir hverfa fyrir fullt og allt.+
19 Fólk flýr inn í hella í klettunum
og í gjótur í jörðinni+
undan ógnvekjandi reiði Jehóva
og stórfenglegri hátign hans+
þegar hann rís upp og lætur jörðina skjálfa af ótta.
20 Á þeim degi taka menn gagnslausa guði sína úr silfri og gulli
sem þeir gerðu sér og krupu fyrir
og kasta þeim fyrir snjáldurmýs* og leðurblökur.+
21 Þeir flýja inn í hamraskorur
og klettasprungur
undan ógnvekjandi reiði Jehóva
og stórfenglegri hátign hans
þegar hann rís upp og lætur jörðina skjálfa af ótta.
22 Hættið sjálfra ykkar vegna að treysta mönnum
sem eru ekki annað en hverfull andardráttur.
Hvernig er hægt að treysta þeim?
3 Hinn sanni Drottinn, Jehóva hersveitanna,
sviptir Jerúsalem og Júda öllum stuðningi og vistum,
já, öllu brauði og vatni,+
2 hermanni og kappa,
dómara og spámanni,+ spásagnarmanni og öldungi,
3 fimmtíu manna höfðingja,+ tignarmanni og ráðgjafa,
galdramanni og særingamanni.+
4 Ég geri drengi að höfðingjum þeirra
og duttlungafullir* menn stjórna þeim.
Unglingur ræðst á öldunginn
og hinir lítils virtu ögra virtum mönnum.+
6 Maður grípur í bróður sinn heima hjá föður sínum og segir:
„Þú átt yfirhöfn – vertu leiðtogi okkar.
Taktu völdin yfir þessum rústum.“
7 En hann mótmælir og segir:
„Ég ætla ekki að binda um sár ykkar.*
Ég á hvorki mat né fatnað í húsi mínu.
Gerið mig ekki að leiðtoga fólksins.“
9 Svipur þeirra vitnar gegn þeim
og þeir básúna synd sína eins og Sódóma,+
þeir reyna ekki að fela hana.
Ógæfan kemur yfir þá og það er sjálfum þeim að kenna!
10 Segið hinum réttlátu að þeim farnist vel.
Þeim verður launað fyrir verk sín.*+
11 Illa fer fyrir hinum vonda,
hörmungar koma yfir hann
því að hann fær að upplifa það sama og hann gerði öðrum.
12 Yfirmenn fólks míns eru harðneskjulegir,
konur drottna yfir fólkinu.
Þjóð mín, leiðtogar þínir leiða þig afvega
og gera vegi þína ógreinanlega.+
13 Jehóva gengur fram til að ákæra,
hann stendur upp til að fella dóm yfir þjóðum.
14 Jehóva dæmir öldunga og höfðingja þjóðar sinnar.
„Þið hafið brennt víngarðinn
og þýfið frá hinum fátæku er heima hjá ykkur.+
15 Hvernig dirfist þið að gera út af við þjóð mína
og troða niður hina fátæku?“+ segir alvaldur Drottinn, Jehóva hersveitanna.
16 Jehóva segir: „Dætur Síonar eru hrokafullar,
ganga hnarreistar,
daðra með augunum og tipla um
til að láta klingja í ökklaböndunum.
17 Jehóva lætur því höfuð Síonardætra steypast út í hrúðri,
Jehóva gerir þær sköllóttar.+
18 Á þeim degi tekur Jehóva frá þeim skart þeirra:
ökklahringina, ennisböndin og skrautmánana,+
19 eyrnalokka þeirra, armbönd og slæður,
20 höfuðbúnað, ökklakeðjur og brjóstborða,
ilmvatnsglös* og verndargripi,*
21 hringa og nefhringi,
22 hátíðarfatnað, kjóla, skikkjur og veski,
23 handspegla+ þeirra og línklæðnað,*
vefjarhetti og sjöl.
24 Ódaunn kemur í stað balsamilms,+
reipi í stað beltis,
skalli+ í stað fallegrar hárgreiðslu,
hærusekkur+ í stað sparifata
og brennimerki í stað fegurðar.
4 Sjö konur grípa í einn mann á þeim degi+ og segja:
„Við skulum borða okkar eigið brauð
og sjálfar útvega okkur föt.
2 Þann dag verður það sem Jehóva lætur vaxa fagurt og dýrlegt og ávöxtur landsins verður stolt þeirra Ísraelsmanna sem lifa af og þeim til prýði.+ 3 Þeir sem eru eftir í Síon og skildir eftir í Jerúsalem verða kallaðir heilagir, allir í Jerúsalem sem eru skráðir til að lifa áfram.+
4 Þegar Jehóva þvær óhreinindin* af Síonardætrum+ og skolar burt blóðinu* úr Jerúsalem með dóms- og hreinsunaranda*+ 5 skapar Jehóva líka ský og reyk að degi og bjartan logandi eld að nóttu+ yfir öllu Síonarfjalli og samkomustað hennar. Verndarhlíf verður yfir allri dýrðinni. 6 Þar verður skýli sem veitir forsælu í hita dagsins+ og athvarf og skjól í stormi og regni.+
Ástvinur minn átti víngarð í frjósamri hlíð.
2 Hann stakk upp garðinn og tíndi úr honum grjótið.
Hann vonaði að þar yxu gæðavínber
en garðurinn bar aðeins villt ber.+
Ég vonaðist eftir gæðavínberjum.
Af hverju bar hann þá aðeins villt ber?
5 Nú vil ég segja ykkur
hvað ég ætla að gera við víngarð minn:
Ég ríf upp limgerðið
og garðurinn verður brenndur.+
Ég brýt niður steingarðinn í kringum hann
og hann verður troðinn niður.
Hann vonaðist eftir réttlæti+
en þar var tómt ranglæti,
eftir réttvísi
en heyrði aðeins örvæntingaróp.“+
8 Ógæfa kemur yfir þá sem bæta húsi við hús+
og akri við akur+
þar til ekkert landrými er eftir
og þið búið einir í landinu.
9 Ég heyrði Jehóva hersveitanna sverja
að fjöldi húsa yrði mannlaus+
og myndi vekja skelfingu
þótt þau væru stór og falleg.
11 Ógæfa kemur yfir þá sem fara snemma á fætur til að drekka áfengi,+
þá sem sitja við langt fram á nótt og verða ölvaðir.
12 Í veislum þeirra er leikið á hörpu og lýru,
tambúrínu og flautu og drukkið vín.
En þeir gefa ekki gaum að verkum Jehóva
og sjá ekki verk handa hans.
13 Þjóð mín fer í útlegð
því að hún þekkir mig ekki.+
Tignarmenn hennar munu svelta+
og fólkið allt skrælna af þorsta.
Tignarmenn Jerúsalem, hávær fjöldinn og svallarar
munu steypast ofan í hana.
15 Maðurinn verður beygður,
hann verður auðmýktur
og augu hinna hrokafullu niðurlút.
16 Jehóva hersveitanna verður upphafinn með dómi sínum,*
17 Lömbin verða á beit eins og í haga.
Útlendingar nærast á eyðistöðum þar sem vel alin dýr voru áður á beit.
18 Ógæfa kemur yfir þá sem draga sekt sína með svikareipum
og synd sína eins og spenntir fyrir vagn,
19 þá sem segja: „Flýti hann verki sínu,
verði fljótt úr því svo að við getum séð það.
20 Ógæfa kemur yfir þá sem kalla hið góða illt og hið illa gott,+
þá sem breyta myrkri í ljós og ljósi í myrkur,
þá sem segja að beiskt sé sætt og sætt sé beiskt.
22 Ógæfa bíður þeirra sem drekka hraustlega
og þeirra sem eru snjallir að blanda áfenga drykki,+
23 þeirra sem sýkna hinn illa fyrir mútur+
og láta ekki hinn réttláta ná rétti sínum.+
24 Eins og eldtungur gleypa hálminn
og þurrt grasið skrælnar í logunum
rotna rætur þeirra
og blóm þeirra fjúka eins og ryk
því að þeir höfnuðu lögum* Jehóva hersveitanna
og virtu ekki orð Hins heilaga Ísraels.+
25 Þess vegna blossar reiði Jehóva upp gegn fólki hans
og hann réttir út höndina og slær það.+
Fjöllin skjálfa
og líkin liggja eins og sorp á götunum.+
Vegna alls þessa er honum ekki runnin reiðin,
hönd hans er enn á lofti til að slá.
26 Hann hefur reist merkisstöng handa fjarlægri þjóð,+
hann hefur blístrað á hana að koma frá endimörkum jarðar.+
Og hún kemur á svipstundu.+
27 Enginn er þreyttur, enginn hrasar.
Enginn er syfjaður né sofandi.
Belti þeirra losna ekki
og sandalaólarnar slitna ekki.
28 Örvar þeirra eru beittar
og bogar þeirra spenntir.*
Hófar hestanna eru tinnuharðir
og vagnhjólin eins og stormur.+
Þeir urra og hremma bráðina,
þeir bera hana burt og enginn getur bjargað henni.
30 Þeir urra yfir bráðinni þann dag
eins og hafið drynur.+
Sá sem horfir yfir landið sér aðeins þrúgandi myrkur,
jafnvel dagsbirtan er myrkvuð af skýjunum.+
6 Árið sem Ússía konungur dó+ sá ég Jehóva sitja í háu og miklu hásæti+ og neðsti hluti skikkju hans fyllti musterið. 2 Serafar stóðu fyrir ofan hann, hver þeirra með sex vængi. Með tveim huldu þeir andlitið, með tveim fæturna og með tveim flugu þeir.
3 Þeir kölluðu hver til annars:
„Heilagur, heilagur, heilagur er Jehóva hersveitanna.+
Öll jörðin er full af dýrð hans.“
4 Dyrastafirnir skulfu við hróp þeirra og húsið fylltist reyk.+
5 Þá sagði ég: „Það er úti um mig!
Ég er dauðans matur
því að ég er maður með óhreinar varir
og bý meðal fólks með óhreinar varir,+
og nú hef ég séð konunginn, Jehóva hersveitanna!“
6 Einn af seröfunum flaug þá til mín og hann hélt á glóandi kolamola+ sem hann hafði tekið með töng af altarinu.+ 7 Hann snerti munn minn með honum og sagði:
„Nú hefur þetta snert varir þínar.
Sekt þín er tekin burt
og friðþægt er fyrir synd þína.“
8 Síðan heyrði ég rödd Jehóva. Hann sagði: „Hvern á ég að senda? Hver vill vera sendiboði okkar?“+ Ég svaraði: „Hér er ég! Sendu mig!“+
9 Hann sagði: „Farðu og segðu þessu fólki:
‚Þið munuð heyra þetta aftur og aftur
en ekki skilja.
Þið munuð sjá þetta aftur og aftur
en ekkert læra.‘+
10 Gerðu hjörtu þessa fólks ónæm,+
lokaðu eyrum þess+
og límdu aftur augun
svo að það sjái ekki með augunum
og heyri ekki með eyrunum,
svo að það skilji ekki með hjartanu
og snúi ekki við og læknist.“+
11 Þá spurði ég: „Hversu lengi, Jehóva?“ Hann svaraði:
„Þar til borgirnar leggjast í rúst og enginn býr þar,
húsin standa mannlaus
og landið er autt og yfirgefið,+
12 þar til Jehóva hrekur fólkið langt í burt+
og auðnin breiðist út um landið.
13 En tíundi hluti verður samt eftir í landinu og honum verður kastað aftur á eldinn. Hann verður eins og stubburinn sem eftir er þegar menn fella stórt tré eða eik. Stubburinn verður heilagt afkvæmi.“
7 Á dögum Akasar,+ konungs í Júda, sonar Jótams, sonar Ússía, héldu Resín Sýrlandskonungur og Peka+ Remaljason Ísraelskonungur í herferð upp til Jerúsalem en þeir gátu* ekki unnið hana.+ 2 Konungsætt Davíðs barst þessi tilkynning: „Sýrland hefur gert bandalag við Efraím.“
Og hjarta Akasar og hjörtu fólksins skulfu af hræðslu eins og skógartré í vindi.
3 Jehóva sagði þá við Jesaja: „Taktu með þér Sear Jasúb* son þinn+ og farðu til móts við Akas við enda vatnsleiðslunnar úr efri tjörninni,+ við veginn að þvottavellinum. 4 Segðu við hann: ‚Gættu þess að halda ró þinni. Misstu ekki kjarkinn og vertu ekki hræddur við þessa tvo hálfbrunnu viðarbúta, við brennandi reiði Resíns og Sýrlands og sonar Remalja.+ 5 Sýrland hefur ásamt Efraím og syni Remalja illt í hyggju gegn þér og segir: 6 „Höldum gegn Júda, rífum landið í tætlur* og leggjum það undir okkur,* og gerum síðan son Tabeels að konungi yfir því.“+
7 Þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva:
„Þetta heppnast ekki
og það mun aldrei gerast.
8 Damaskus er höfuð Sýrlands
og Resín höfuð Damaskus.
Innan 65 ára
verður Efraím gersigrað og hættir að vera þjóð.+
Ef þið hafið ekki sterka trú
munuð þið ekki standast.“‘“
10 Jehóva hélt áfram og sagði við Akas: 11 „Biddu Jehóva Guð þinn um tákn.+ Það má vera djúpt niðri í gröfinni* eða hátt uppi á himni.“ 12 En Akas svaraði: „Ég ætla ekki að biðja um neitt né reyna Jehóva.“
13 Þá sagði Jesaja: „Hlustið, afkomendur Davíðs. Er ekki nóg að þið reynið á þolinmæði manna? Þurfið þið líka að reyna á þolinmæði Guðs?+ 14 Þess vegna ætlar Jehóva sjálfur að gefa ykkur tákn: Unga konan verður barnshafandi og fæðir son+ og hún mun nefna hann Immanúel.*+ 15 Þegar hann hefur vit á að hafna hinu illa og velja hið góða mun hann nærast á smjöri og hunangi. 16 Áður en drengurinn hefur lært að hafna hinu illa og velja hið góða verður land konunganna tveggja sem þú óttast yfirgefið með öllu.+ 17 Jehóva lætur slíka daga koma yfir þig, þjóð þína og ætt föður þíns að annað eins hefur ekki gerst síðan Efraím sleit sig frá Júda.+ Hann sendir Assýríukonung gegn þér.+
18 Á þeim degi blístrar Jehóva á flugurnar við fjarlægar kvíslir Nílar í Egyptalandi og á býflugurnar í Assýríu. 19 Þær koma og setjast að í bröttum dalshlíðunum, klettaskorunum, á öllum þyrnirunnum og við öll vatnsból.
20 Á þeim degi mun Jehóva raka bæði höfuð og fótleggi með rakhníf leigðum af svæðinu við Fljótið* – með Assýríukonungi+ – og hann mun einnig raka skeggið af.
21 Þann dag á maður aðeins eina kvígu og tvær kindur. 22 Þar sem nóg verður af mjólk borðar hann smjör, já, allir sem eftir eru í landinu borða smjör og hunang.
23 Þann dag vaxa aðeins þyrnirunnar og illgresi þar sem áður uxu 1.000 vínviðir, 1.000 silfursikla virði. 24 Menn fara þangað með boga og örvar því að allt landið er þakið þyrnirunnum og illgresi. 25 Þú forðast fjöllin sem áður voru hreinsuð með hlújárni því að þú hræðist þyrnirunnana og illgresið. Þau verða beitiland fyrir naut og tröðkuð niður af sauðfé.“
8 Jehóva sagði við mig: „Taktu þér stóra töflu+ og skrifaðu á hana með venjulegum griffli:* ‚Maher-sjalal Kas-bas.‘* 2 Ég vil að áreiðanlegir menn votti það skriflega,* þeir Úría+ prestur og Sakaría Jeberekíason.“
3 Síðan svaf ég hjá spákonunni,* hún varð barnshafandi og fæddi son.+ Jehóva sagði þá við mig: „Láttu hann heita Maher-sjalal Kas-bas 4 því að áður en drengurinn lærir að segja ‚pabbi‘ og ‚mamma‘ verður auður Damaskus og herfangið frá Samaríu borið fram fyrir konung Assýríu.“+
5 Jehóva talaði aftur við mig og sagði:
7 Þess vegna lætur Jehóva koma yfir það
hið mikla og volduga Fljót,*
konung Assýríu+ í öllu veldi hans.
Hann flæðir yfir og geysist áfram svo að vatnið nær upp á háls.+
9 Vinnið tjón, þið þjóðir, en þið líðið samt undir lok.
Hlustið, þið allir sem komið frá ystu mörkum jarðar.
Búið ykkur til bardaga, þið líðið samt undir lok!+
Búið ykkur til bardaga, þið líðið samt undir lok!
10 Gerið áætlun, hún verður að engu!
11 Sterk hönd Jehóva var yfir mér þegar hann varaði mig við að fara sömu leið og þetta fólk. Hann sagði:
12 „Kallið það ekki samsæri sem þetta fólk kallar samsæri.
Óttist ekki það sem fólkið óttast,
skelfist það ekki.
13 Jehóva hersveitanna – hann er sá sem þið skuluð telja heilagan,+
hann er sá sem þið skuluð óttast
og hann skuluð þið skelfast.“+
14 Hann verður eins og helgidómur
en einnig eins og ásteytingarsteinn
og hrösunarhella+
fyrir bæði ríki Ísraels,
eins og gildra og snara
fyrir íbúa Jerúsalem.
15 Margir þeirra munu hrasa, falla og brotna,
þeir festast í snöru og falla í gildru.
17 Ég bíð Jehóva með eftirvæntingu,*+ hans sem hylur andlit sitt fyrir afkomendum Jakobs,+ og ég set von mína á hann.
18 Sjáið! Ég og börnin sem Jehóva hefur gefið mér+ erum eins og tákn+ og kraftaverk í Ísrael. Þau eru frá Jehóva hersveitanna sem býr á Síonarfjalli.
19 Kannski verður sagt við ykkur: „Leitið til andamiðla eða spásagnarmanna sem hvískra og muldra.“ Á fólk ekki að leita til Guðs síns? Á það að leita til hinna dánu vegna hinna lifandi?+ 20 Það ætti heldur að leita til laganna og staðfestingarinnar.*
Ef menn tala ekki í samræmi við þessi orð hafa þeir ekkert ljós.*+ 21 Allir fara hrjáðir og hungraðir um landið,+ og þar sem þeir eru hungraðir og reiðir líta þeir upp og bölva konungi sínum og Guði. 22 Síðan virða þeir fyrir sér jörðina og sjá bara neyð og myrkur, vonleysi og erfiðleika, drunga og dimmu.
9 En myrkrið verður ekki eins og þegar neyð var í landinu, eins og fyrr á tímum þegar Sebúlonsland og Naftalíland voru fyrirlitin og hrjáð.+ Síðar meir lætur hann* landið njóta virðingar – veginn til sjávar, Jórdansvæðið, Galíleu þjóðanna.
2 Fólkið sem gekk í myrkrinu
hefur séð mikið ljós.
Ljós hefur skinið
á þá sem búa í landi dimmra skugga.+
3 Þú hefur gert þjóðina fjölmenna,
þú hefur gert gleðina mikla.
Hún gleðst frammi fyrir þér
eins og fólk gleðst á uppskerutímanum,
eins og menn gleðjast sem skipta herfangi.
4 Þú hefur brotið sundur þungt ok þeirra,
stafinn á herðum þeirra, staf harðstjórans,
eins og á degi Midíans.+
Hann verður nefndur Undraráðgjafi,+ Máttugur guð,+ Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi.
Brennandi ákafi Jehóva hersveitanna kemur því til leiðar.
9 Öll þjóðin fær að vita það
– Efraím og íbúar Samaríu –
allir sem segja í hroka sínum og ósvífni hjartans:
Mórfíkjutré hafa verið felld
en við setjum sedrustré í staðinn.“
11 Jehóva sendir fjandmenn Resíns gegn henni
og æsir óvini hennar til átaka,
Þeir gleypa Ísrael með galopnu gini.+
Vegna alls þessa er honum ekki runnin reiðin,
hönd hans er enn á lofti til að slá.+
13 En þjóðin hefur ekki snúið aftur til hans sem slær hana,
hún hefur ekki leitað Jehóva hersveitanna.+
16 Leiðtogar fólksins leiða það afvega
og þeir sem láta leiða sig eru ráðvilltir.
17 Þess vegna gleðst Jehóva ekki yfir ungmennum þeirra
og sýnir föðurlausum börnum* þeirra og ekkjum enga miskunn
því að allir eru fráhvarfsmenn og illvirkjar+
og sérhver munnur fer með heimsku.
Vegna alls þessa er honum ekki runnin reiðin,
hönd hans er enn á lofti til að slá.+
18 Illskan logar eins og eldur,
gleypir þyrnirunna og illgresi.
Hún kveikir í skógarþykkninu
og það fuðrar upp í reyk.
Enginn þyrmir neinum, ekki einu sinni bróður sínum.
20 Menn höggva á hægri hönd sér til matar
en eru samt jafn svangir.
Menn gleypa í sig á vinstri hönd
en verða ekki saddir.
Saman berjast þeir gegn Júda.+
Vegna alls þessa er honum ekki runnin reiðin,
hönd hans er enn á lofti til að slá.+
10 Illa fer fyrir þeim sem setja ranglát ákvæði,+
sem skrásetja sífellt þjakandi tilskipanir
2 til að neita fátækum um rétt þeirra
og synja bágstöddum meðal fólks míns um réttlæti.+
4 Þá er ekki annað eftir en að hnipra sig saman meðal fanganna
eða falla meðal hinna föllnu.
Vegna alls þessa er honum ekki runnin reiðin,
hönd hans er enn á lofti til að slá.+
Kylfa fordæmingar minnar er í hendi hans.
Ég skipa honum að taka mikið herfang og mikinn ránsfeng
og troða fólk niður eins og for á strætunum.+
7 En það er ekki það sem hann vill,
ekki það sem hann hefur í hyggju.
Í hjarta sínu girnist hann að eyða,
að útrýma mörgum þjóðum, ekki fáum.
8 Hann segir:
‚Eru ekki allir höfðingjar mínir konungar?+
9 Er ekki Kalnó+ eins og Karkemis?+
Er ekki Hamat+ eins og Arpad?+
Er ekki Samaría+ eins og Damaskus?+
10 Með hendi minni hef ég tekið ríki máttlausra guða,
ríki með fleiri skurðgoð en Jerúsalem og Samaría.+
11 Fer ég ekki með Jerúsalem og skurðgoð hennar
eins og ég fór með Samaríu og máttlausa guði hennar?‘+
12 Þegar Jehóva lýkur verki sínu á Síonarfjalli og í Jerúsalem refsar hann* Assýríukonungi fyrir ósvífni hjarta hans og fyrir stolt og hrokafullt augnaráð hans.+ 13 Hann segir:
‚Ég geri þetta með afli eigin handar
og af visku minni því að ég er vitur.
14 Hönd mín grípur auðæfi þjóðanna
eins og maður teygir sig í hreiður.
Ég legg undir mig alla jörðina
eins og maður safnar eggjum sem fuglinn er floginn af.
Enginn blakar vængjum, opnar gogginn eða tístir.‘“
15 Á öxin að upphefja sig yfir þann sem heggur með henni?
Á sögin að upphefja sig yfir þann sem sagar með henni?
Getur kylfa+ veifað þeim sem lyftir henni
eða stafur lyft þeim sem er ekki úr tré?
16 Þess vegna lætur hinn sanni Drottinn, Jehóva hersveitanna,
feita menn hans horast niður+
og kveikir mikið bál undir dýrð hans.+
17 Ljós Ísraels+ verður að eldi+
og Hinn heilagi Ísraels að loga
sem kveikir í og gleypir illgresi hans og þyrnirunna á einum degi.
19 Trén sem eftir verða í skógi hans
reynast svo fá að barn getur talið þau.
20 Þann dag munu þeir sem eftir verða af Ísrael,
þeir af ætt Jakobs sem komast af,
ekki lengur styðjast við þann sem sló þá+
heldur reiða sig á Jehóva í trúfesti,
Hinn heilaga Ísraels.
24 Þess vegna segir alvaldur Drottinn, Jehóva hersveitanna: „Þið fólk mitt sem býr í Síon, óttist ekki Assýringinn sem sló ykkur með staf+ og reiddi kylfuna gegn ykkur eins og Egyptar.+ 25 Innan skamms tekur fordæmingin enda og reiði mín beinist að því að útrýma honum.+ 26 Jehóva hersveitanna reiðir svipu gegn honum+ eins og þegar hann sigraði Midían hjá Órebskletti.+ Hann réttir staf sinn út yfir hafið og lyftir honum eins og hann gerði gegn Egyptum.+
27 Á þeim degi verður byrði Assýringsins létt af herðum þér+
og oki hans af hálsi þér,+
og okið verður brotið sundur+ vegna olíunnar.“
29 Hann fór yfir á vaðinu
og hefur náttstað við Geba.+
Rama skelfist, Gíbea+ Sáls er flúin.+
30 Hrópaðu og æptu, dóttir Gallím!
Hlustaðu, Lejsa!
Aumingja Anatót!+
31 Madmena er lögð á flótta,
íbúar Gebím hafa leitað skjóls.
32 Þennan sama dag nemur hann staðar í Nób.+
Hann steytir hnefann að fjalli Síonardóttur,
að Jerúsalemhæð.
33 Sjáið! Hinn sanni Drottinn, Jehóva hersveitanna,
heggur af greinar með braki og brestum.+
Hæstu trén eru höggvin
og hin gnæfandi falla til jarðar.
34 Hann heggur skógarþykknið með öxi
og Líbanon fellur fyrir hinum volduga.
11 Kvistur+ mun vaxa af stofni Ísaí+
og sproti+ af rótum hans bera ávöxt.
2 Andi Jehóva mun hvíla yfir honum,+
andi visku+ og skilnings,
andi leiðsagnar og máttar,+
andi þekkingar og ótta við Jehóva.
3 Hann hefur unun af að óttast Jehóva.+
Hann dæmir ekki bara eftir því sem hann sér
né áminnir eftir því sem hann heyrir.+
7 Kýr og birna verða saman á beit
og ungviði þeirra liggur saman.
Ljónið mun bíta gras eins og naut.+
8 Brjóstabarn leikur sér hjá holu kóbrunnar
og barn vanið af brjósti leggur höndina yfir bæli eiturslöngunnar.
né valda skaða á mínu heilaga fjalli+
því að jörðin verður full af þekkingu á Jehóva
eins og vatn hylur sjávardjúpið.+
10 Á þeim degi mun sá sem er rót Ísaí+ standa eins og fáni* handa þjóðunum.+
11 Þann dag réttir Jehóva út höndina í annað sinn til þeirra sem eftir eru af þjóð hans. Hann endurheimtir þá frá Assýríu,+ Egyptalandi,+ Patros,+ Kús,+ Elam,+ Sínear,* Hamat og eyjum hafsins.+ 12 Hann reisir fána* fyrir þjóðirnar og safnar saman þeim sem tvístruðust frá Ísrael,+ og hann safnar saman frá heimshornunum fjórum þeim sem dreifst höfðu frá Júda.+
Efraím öfundar ekki Júda
og Júda sýnir Efraím ekki fjandskap.+
14 Þeir æða niður hlíðarnar* í vestri og ráðast á Filistea,
saman fara þeir ránshendi um þjóðirnar í austri.
Með brennheitum anda sínum slær hann það við kvíslirnar sjö*
og lætur fólk ganga yfir þurrum fótum.
16 Greiður vegur+ verður frá Assýríu handa þeim sem eftir eru af þjóð hans+
eins og var fyrir Ísrael daginn sem hann fór út úr Egyptalandi.
12 Á þeim degi muntu segja:
„Ég þakka þér, Jehóva,
því að þótt þú værir mér reiður
rann þér smám saman reiðin og þú huggaðir mig.+
Ég treysti honum og óttast ekkert+
því að Jah* Jehóva er styrkur minn og máttur
og hann frelsar mig.“+
4 Á þeim degi segið þið:
„Þakkið Jehóva, ákallið nafn hans,
gerið afrek hans kunn meðal þjóðanna!+
Boðið að nafn hans er hátt upp hafið.+
5 Lofsyngið* Jehóva+ því að verk hans eru stórfengleg.+
Segið frá þeim um alla jörð.
6 Fagnið og hrópið af gleði, þið sem búið á Síon,
því að Hinn heilagi Ísraels er mikill á meðal ykkar.“
13 Yfirlýsing gegn Babýlon+ sem birtist Jesaja+ Amotssyni í sýn:
2 „Reisið fána*+ á grýttu fjalli.
Hrópið til þeirra, veifið hendinni
svo að þeir komi inn um hlið tignarmannanna.
3 Ég hef gefið skipun þeim sem ég hef útvalið.*+
Ég hef stefnt saman hermönnum mínum til að tjá reiði mína,
stoltum og fagnandi mönnum.
4 Hlustið! Mannmergð er á fjöllunum
– það hljómar eins og mikill her sé á ferð!
Hlustið! Heróp konungsríkja,
þjóða sem safnast hafa saman!+
Jehóva hersveitanna stefnir saman hernum til stríðs.+
5 Þeir koma frá fjarlægu landi,+
frá ystu mörkum himins,
Jehóva og vopn reiði hans,
til að valda eyðingu um alla jörð.+
6 Kveinið, því að dagur Jehóva er nálægur!
Hann kemur sem eyðing frá Hinum almáttuga.+
Menn horfa skelkaðir hver á annan,
náfölir af angist.
9 Dagur Jehóva kemur,
grimmilegur með heift og brennandi reiði,
til að menn hrylli við landinu+
og syndurum verði útrýmt úr því.
Sólin verður myrk þegar hún rís
og tunglið ber enga birtu.
Ég bind enda á stolt hinna hrokafullu
og lægi drambsemi harðstjóranna.+
13 Þess vegna læt ég, Jehóva hersveitanna, himininn skjálfa
og jörðina hristast og færast úr stað+
á degi brennandi reiði minnar.
14 Eins og gasella á flótta og hjörð án hirðis
munu allir snúa aftur til þjóðar sinnar,
hver og einn flýja heim í land sitt.+
15 Allir sem finnast verða reknir í gegn
og allir sem nást felldir með sverði.+
17 Ég læt Meda ráðast gegn þeim.+
Þeir meta silfur einskis
og sækjast ekki eftir gulli.
18 Bogar þeirra fella unga menn.+
Þeir vorkenna ekki ávexti móðurkviðarins
og sýna börnum enga miskunn.
19 Babýlon, mikilfenglegust* allra ríkja,+
prýði og stolt Kaldea,+
verður eins og Sódóma og Gómorra þegar Guð eyddi þeim.+
Enginn Arabi mun slá þar upp tjaldi
og enginn hirðir hvíla þar hjörð sína.
21 Eyðimerkurdýr munu hafast þar við
og húsin fyllast uglum.
22 Dýr ýlfra í turnum hennar
og sjakalar í glæsihöllum hennar.
Tími hennar er í nánd og dagar hennar taldir.“+
14 Jehóva mun sýna Jakobi miskunn+ og velja Ísrael á ný.+ Hann lætur þá setjast að* í landi sínu.+ Útlendingar munu búa hjá þeim og sameinast ætt Jakobs.+ 2 Fólk af öðrum þjóðum tekur þá og flytur þá heim og Ísraelsmenn eignast þá að þjónum og þjónustustúlkum+ í landi Jehóva. Þeir hneppa í ánauð þá sem héldu þeim í ánauð og ráða yfir þeim sem þvinguðu þá til vinnu.*
3 Daginn sem Jehóva veitir þér hvíld frá þjáningum þínum og óróleika og þrælkuninni sem þú máttir þola+ 4 muntu hæðast að konunginum í Babýlon með þessu kvæði:
„Þrælahaldarinn er búinn að vera!
Kúgunin er á enda!+
5 Jehóva hefur brotið barefli hinna illu,
staf drottnaranna,+
6 þann sem barði þjóðir linnulaust,+
þann sem undirokaði þjóðir í reiði sinni og ofsótti þær vægðarlaust.+
8 Jafnvel einitrén gleðjast yfir þér
ásamt sedrustrjánum í Líbanon.
Þau segja: ‚Síðan þú féllst
hefur enginn skógarhöggsmaður komið til að höggva okkur.‘
Þín vegna vekur hún þá sem liggja þar lífvana,
alla harðstjóra* jarðar.
Hún lætur alla konunga þjóðanna rísa úr hásætum sínum.
10 Þeir taka allir til máls og segja við þig:
‚Ertu orðinn veikburða eins og við?
Ertu orðinn eins og við?
Maðkar eru breiddir undir þig
og ormar eru ábreiða þín.‘
12 Af himni ertu fallinn,
þú skínandi stjarna, sonur morgunroðans.
Þú ert felldur til jarðar,
þú sem yfirbugaðir þjóðir.+
Ég tek mér sæti á samkomufjallinu
lengst í norðri.+
14 Ég stíg upp ofar skýjunum,
ég ætla að líkjast Hinum hæsta.‘
16 Þeir sem sjá þig stara á þig,
þeir virða þig fyrir sér og segja:
‚Er þetta maðurinn sem lét jörðina skjálfa
og konungsríkin riða,+
17 sem gerði heimsbyggðina að auðn,
lagði borgirnar í rúst+
og neitaði að sleppa föngum sínum?‘+
18 Konungar allra annarra þjóða,
já, allir konungar þeirra, hlutu virðulega greftrun,
hver í sinni gröf.*
19 En þér er fleygt án greftrunar
eins og fyrirlitnum sprota,*
þakinn líkum þeirra sem felldir voru með sverði
og kastað í gryfju með grjóti.
Þú verður eins og fótum troðið hræ.
20 Þú verður ekki lagður í gröf með öðrum konungum
því að þú lagðir land þitt í rúst
og drapst þína eigin þjóð.
Afkomendur illvirkja verða aldrei framar nefndir á nafn.
21 Búið aftökustað fyrir syni hans
vegna sektar forfeðra þeirra
svo að þeir rísi ekki upp, leggi undir sig jörðina
og fylli landið borgum sínum.“
22 „Ég rís gegn þeim,“+ segir Jehóva hersveitanna.
„Og ég afmái úr Babýlon nafn, eftirlifendur, afkomendur og ætt,“+ segir Jehóva.
23 „Ég geri hana að heimkynni puntsvína og að mýrlendi, og ég sópa henni burt með sópi eyðingarinnar,“+ segir Jehóva hersveitanna.
24 Jehóva hersveitanna hefur svarið:
„Það sem ég hef ætlað mér verður
og það sem ég hef ákveðið nær fram að ganga.
Oki hans verður létt af fólki mínu
og byrði hans tekin af herðum þess.“+
26 Þetta er sú ákvörðun sem bitnar á allri jörðinni
og þetta er höndin sem er reidd gegn öllum þjóðum.
Hönd hans er reidd á loft,
hver getur aftrað honum?+
28 Árið sem Akas konungur dó+ kom þessi yfirlýsing:
29 „Fagnið ekki, Filistear, enginn ykkar,
þó að stafur þess sem sló ykkur hafi verið brotinn
því að af rót snáksins+ kemur eiturslanga+
og afkvæmi hennar verður fljúgandi eldnaðra.*
30 Frumburðir hinna veikburða verða á beit
og hinir fátæku leggjast óhultir til hvíldar
en ég læt rót þína deyja úr hungri
og það sem eftir er af þér verður drepið.+
31 Kveinaðu, hlið! Öskraðu, borg!
Allir íbúar þínir missa kjarkinn, Filistea,
því að reykur kemur úr norðri
og enginn dregst aftur úr fylkingum hans.“
32 Hverju eiga þeir að svara sendiboðum þjóðarinnar?
Að Jehóva hafi lagt grundvöll Síonar+
og að hinir bágstöddu meðal fólks hans leiti skjóls þar.
Ar+ í Móab var lögð í rúst á einni nóttu,
hún er nú þögnuð.
Kír+ í Móab var lögð í rúst á einni nóttu,
hún er nú þögnuð.
Móab kveinar yfir Nebó+ og Medeba.+
Hver maður er krúnurakaður,+ hvert skegg skorið af.+
3 Á götunum klæðast menn hærusekk.
Á húsþökum og á torgum kveina þeir allir,
þeir fara þaðan grátandi.+
Þess vegna æpa vopnaðir menn Móabs.
Fólk skelfur af ótta.
5 Hjarta mitt kveinar yfir Móab.
Fólk er flúið þaðan allt til Sóar+ og Eglat Selisíu.+
Grátandi ganga menn upp Lúkítbrekku,
kveina yfir hörmungunum á leiðinni til Hórónaím.+
6 Nimrímvötn hafa þornað upp.
Grængresið er visnað,
grasið horfið og ekkert grænt er eftir.
7 Þess vegna bera þeir burt það sem eftir er af birgðum þeirra og auðæfum,
þeir fara þvert yfir aspardalinn.
8 Ópin bergmála um allt Móabsland.+
Kveinið berst til Eglaím,
kveinið berst til Beer Elím.
9 Dímonvötn eru full af blóði
en ég legg enn meira á Dímon:
Ljón bíður þeirra sem flýja frá Móab
og þeirra sem eftir eru í landinu.+
16 Sendið hrút til valdhafa landsins,
frá Sela um óbyggðirnar
til fjalls Síonardóttur.
3 „Gerðu áætlun og hrintu henni í framkvæmd.
Varpaðu náttsvörtum skugga um miðjan dag.
Skýldu hinum tvístruðu og svíktu ekki þá sem flýja.
4 Láttu mína tvístruðu búa hjá þér, Móab.
Vertu felustaður þeirra fyrir eyðandanum.+
Kúgarinn líður undir lok,
eyðingin tekur enda
og þeir sem troða aðra niður skulu hverfa af jörðinni.
Hann fellir sanngjarna dóma og er fljótur að framfylgja réttlætinu.“+
6 Við höfum heyrt um yfirgengilegan hroka Móabs,+
stolt hans, hroka og heift,+
en stóryrði hans reynast marklaus.
Hinir særðu munu gráta rúsínukökurnar frá Kír Hareset+
8 því að gróðurstallar Hesbon+ eru skrælnaðir,
vínviður Síbma+ sömuleiðis.
Valdhafar þjóðanna hafa troðið niður hárauðar greinar hans.*
Þær höfðu náð allt til Jaser+
og teygt sig út í óbyggðirnar.
Rótarskotin höfðu teygt sig allt til sjávar.
9 Þess vegna græt ég yfir vínviði Síbma eins og yfir Jaser.
Ég drekki ykkur í tárum mínum, Hesbon og Eleale,+
því að gleðiópin yfir sumarávöxtum ykkar og uppskeru eru þögnuð.*
10 Gleði og fögnuður er horfinn úr aldingarðinum,
hvorki heyrist söngur né fagnaðaróp í víngörðunum.+
Enginn treður lengur vínber í vínpressunum
því að ég hef látið gleðiópin þagna.+
11 Þess vegna titrar hjarta mitt vegna Móabs+
eins og hörpustrengir,
ég skelf innra með mér vegna Kír Hareset.+
12 Þó að Móab slíti sér út á fórnarhæðinni og biðjist fyrir í helgidómi sínum kemur hann engu til leiðar.+
13 Þetta er boðskapurinn sem Jehóva flutti áður um Móab. 14 Og nú segir Jehóva: „Áður en þrjú ár eru liðin, talin eins og ár launamanns,* verður hinn dýrlegi Móab niðurlægður í miklu og víðtæku umróti. Þeir sem verða eftir eru lítilfjörlegir og ósköp fáir.“+
„Damaskus verður eytt sem borg,
hún verður að rústahaugum.+
2 Borgirnar í Aróer+ verða yfirgefnar.
Þar munu sauðahjarðir leggjast
og enginn hræða þær.
Þeir sem eftir verða í Sýrlandi
missa vegsemd sína eins og Ísraelsmenn,“ segir Jehóva hersveitanna.
5 Þá fer eins og þegar maður sker upp korn á akri
og safnar öxum í fangið,
6 Aðeins leifar eru eftir til að safna
eins og þegar ólívutré er slegið:
Aðeins tvær eða þrjár þroskaðar ólívur eru eftir á hæstu greininni,
aðeins fjórar eða fimm á greinunum sem bera ávöxt,“+ segir Jehóva Guð Ísraels.
7 Þann dag munu menn horfa til skapara síns og beina augunum að Hinum heilaga Ísraels. 8 Þeir horfa ekki til altaranna,+ verka handa sinna.+ Þeir mæna ekki á það sem þeir mótuðu með fingrum sínum, hvorki á helgistólpana* né reykelsisstandana.
9 Þann dag verða víggirtar borgir þeirra eins og yfirgefinn staður í skógi,+
eins og grein sem var yfirgefin vegna Ísraelsmanna.
Þær verða að auðn.
11 Að degi girðirðu garðinn vandlega
og að morgni spírar það sem þú sáðir
en uppskeran bregst á degi sjúkdóms og endalausra kvala.+
12 Heyrið drunurnar í mörgum þjóðum
sem ólga eins og hafið!
Heyrið skarkala þjóða í uppnámi
sem drynja eins og brimöldur sjávarins!
13 Þjóðirnar drynja eins og hafið.
Guð hastar á þær og þær flýja langt í burt,
hraktar burt eins og hismi fyrir vindi á fjöllum,
eins og þistlar sem þyrlast í stormi.
14 Að kvöldi ríkir ótti
en áður en morgnar er óvinurinn horfinn.
Þannig fer fyrir þeim sem hafa af okkur,
það er hlutskipti þeirra sem ræna eigum okkar.
2 Það gerir út sendimenn sjóleiðis,
yfir vötnin á papýrusbátum, og segir:
„Farið, hraðfara sendiboðar,
til hávaxinnar þjóðar með gljáandi húð,
til fólks sem allir óttast,+
til öflugrar og sigursællar þjóðar*
þar sem árnar skola landinu burt.“
3 Allir þið íbúar landsins og þið sem búið á jörðinni,
það sem þið munuð sjá líkist fána* sem er reistur á fjöllunum
og þið heyrið hljóð eins og blásið sé í horn.
4 Jehóva sagði við mig:
„Ég held ró minni og fylgist með* staðnum mínum.
Nærvera mín er eins og tíbrá í hitanum og sólskininu,
eins og hitamistur um uppskerutímann.
5 En áður en uppskeran hefst,
þegar blómgunin er á enda og vínberin fara að þroskast,
eru sprotarnir skornir af með garðhnífum
og gripþræðirnir sniðnir af og fjarlægðir.
6 Þeir verða skildir eftir handa ránfuglum fjallanna
og dýrum jarðarinnar.
Ránfuglarnir lifa á þeim allt sumarið
og dýr jarðarinnar allan uppskerutímann.
7 Á þeim tíma verður Jehóva hersveitanna færð gjöf
frá hávaxinni þjóð með gljáandi húð,
frá fólki sem allir óttast,
frá öflugri og sigursælli þjóð*
þar sem árnar skola landinu burt.
Komið er með gjöfina á Síonarfjall, á staðinn sem ber nafn Jehóva hersveitanna.“+
19 Yfirlýsing gegn Egyptalandi:+
Jehóva kemur til Egyptalands ríðandi á hraðfara skýi.
Gagnslausir guðir Egyptalands skjálfa frammi fyrir honum+
og hjörtu Egypta bráðna af ótta.
2 „Ég egni Egypta gegn Egyptum
og þeir berjast hver við annan,
hver maður við bróður sinn og nágranna,
borg gegn borg og ríki gegn ríki.
Þeir leita til gagnslausra guðanna,
til særingamanna, miðla og spásagnarmanna.+
4 Ég sel Egypta í hendur hörðum húsbónda
og harðráður konungur mun ríkja yfir þeim,“+ segir hinn sanni Drottinn, Jehóva hersveitanna.
5 Vatnið í hafinu þornar upp
og fljótið verður vatnslaust og þurrt.+
6 Ódaun leggur af fljótunum,
Nílarskurðir Egyptalands tæmast og þorna.
Sefið og reyrinn visna.+
Allt fýkur burt og hverfur.
8 Fiskimennirnir syrgja,
þeir sem renna öngli í Níl kveina
og þeim fækkar sem leggja net í ána.
9 Þeir sem vinna úr kembdum hör+
og þeir sem vefa hvítan dúk skammast sín.
10 Vefarar Egyptalands verða miður sín,
allir launamenn syrgja.
11 Höfðingjar Sóan+ eru heimskir.
Vitrustu ráðgjafar faraós gefa óskynsamleg ráð.+
Hvernig getið þið sagt við faraó:
„Ég er kominn af vitru fólki,
afkomandi fornra konunga“?
12 Hvar eru vitringar þínir núna?+
Láttu þá segja þér hvað Jehóva hersveitanna hefur ákveðið varðandi Egyptaland ef þeir vita það.
13 Höfðingjar Sóan hafa hegðað sér heimskulega,
höfðingjar Nóf*+ látið blekkjast,
ættarhöfðingjar Egyptalands hafa leitt fólk afvega.
14 Jehóva hefur ausið ringulreið yfir Egypta,+
höfðingjarnir hafa leitt þá afvega á öllum sviðum
eins og drukkinn mann sem slagar í spýju sinni.
16 Á þeim degi verða Egyptar eins og konur sem skjálfa af ótta því að Jehóva hersveitanna reiðir ógnandi hönd sína gegn landinu.+ 17 Júdaland skýtur Egyptum skelk í bringu. Þeir skelfast um leið og minnst er á það vegna þess sem Jehóva hersveitanna hefur ákveðið varðandi þá.+
18 Þann dag verður mál Kanaans* talað í fimm borgum Egyptalands+ og þær sverja Jehóva hersveitanna hollustu. Ein borgin verður kölluð Niðurrifsborg.
19 Þann dag verður altari handa Jehóva í miðju Egyptalandi og stólpi til heiðurs Jehóva við landamærin. 20 Það verður til tákns og vitnisburðar um Jehóva hersveitanna í Egyptalandi. Fólk mun hrópa til Jehóva undan kúgurunum og hann sendir þá mikinn frelsara sem frelsar það. 21 Jehóva mun opinbera sig Egyptum og Egyptar kynnast Jehóva á þeim degi. Þeir bera fram fórnir og gjafir og þeir vinna Jehóva heit og efna það. 22 Jehóva slær Egypta,+ slær þá og læknar síðan. Þeir snúa aftur til Jehóva og hann heyrir bænir þeirra og læknar þá.
23 Þann dag verður greiður vegur+ frá Egyptalandi til Assýríu. Assýringar koma þá til Egyptalands og Egyptar til Assýríu, og Egyptar munu þjóna Guði ásamt Assýringum. 24 Á þeim degi sameinast Ísrael Egyptalandi og Assýríu+ en það verður til blessunar fyrir jörðina 25 því að þá hefur Jehóva hersveitanna blessað fólkið og sagt: „Blessuð sé þjóð mín, Egyptar, verk handa minna, Assýringar, og arfleifð mín, Ísrael.“+
20 Árið sem Sargon Assýríukonungur sendi yfirhershöfðingjann* til Asdód+ réðst hann á Asdód og vann hana.+ 2 Þá kom orð Jehóva til Jesaja+ Amotssonar: „Klæddu þig úr hærusekknum sem þú ert með um mittið og farðu úr sandölunum.“ Hann gerði það og gekk um fáklæddur* og berfættur.
3 Síðan sagði Jehóva: „Eins og Jesaja þjónn minn hefur gengið um fáklæddur og berfættur í þrjú ár sem tákn+ og fyrirboði um Egyptaland+ og Eþíópíu+ 4 þannig mun Assýríukonungur leiða burt Egypta sem fanga+ og flytja Eþíópíumenn í útlegð. Bæði drengir og gamlir menn ganga naktir, berfættir og með beran bakhluta, Egyptum til smánar.* 5 Þeir verða skelfingu lostnir og skammast sín fyrir Eþíópíu sem var von þeirra og Egyptaland sem var stolt þeirra.* 6 Þeir sem búa hér á þessari strönd segja á þeim degi: ‚Sjáið hvað varð um von okkar! Við flúðum þangað til að fá hjálp og björgun undan Assýríukonungi. Hvernig getum við nú komist undan?‘“
21 Yfirlýsing gegn óbyggðum hafsins:*+
Ógæfan kemur eins og stormur úr suðri,
frá óbyggðunum, frá ógnvekjandi landi.+
2 Mér hefur verið birt grimmileg sýn:
Svikarinn beitir svikum
og eyðandinn veldur eyðingu.
Áfram, Elam! Gerðu umsátur, Medía!+
Ég læt öllum andvörpum sem hún* olli linna.+
3 Angist hellist yfir mig vegna sýnarinnar.*+
Heiftarlegir verkir gagntaka mig
eins og hríðir hjá konu í fæðingu.
Ég er í of miklu uppnámi til að heyra,
ég er of kvíðinn til að sjá.
4 Hjarta mitt ólgar, ég skelf af ótta.
Rökkrið sem ég þráði hræðir mig.
5 Leggið á borð og raðið sætunum.
Borðið og drekkið!+
Standið upp, höfðingjar, og smyrjið* skjöldinn!
6 Jehóva sagði við mig:
„Farðu og kallaðu til varðmann og láttu hann segja frá því sem hann sér.“
7 Hann sá stríðsvagn með tveim hestum fyrir,
stríðsvagn með ösnum fyrir,
stríðsvagn með úlföldum fyrir.
Hann fylgdist vandlega með, af mikilli athygli.
8 Hann kallaði eins og öskrandi ljón:
„Á varðturninum stend ég allan daginn, Jehóva,
og á varðstöð minni er ég allar nætur.+
Síðan hrópaði hann:
„Hún er fallin! Babýlon er fallin!+
Öll líkneski guða hennar liggja mölbrotin á jörðinni!“+
10 Þjóð mín, þú sem hefur verið þreskt,
þú sem kemur af þreskivelli mínum,+
ég hef sagt þér það sem ég heyrði frá Jehóva hersveitanna, Guði Ísraels.
Kallað er til mín frá Seír:+
„Varðmaður, hve langt er liðið á nóttina?
Varðmaður, hve langt er liðið á nóttina?“
12 Varðmaðurinn svaraði:
„Morgunninn nálgast en líka nóttin.
Ef þið viljið spyrja, spyrjið þá.
Komið aftur!“
13 Yfirlýsing gegn eyðisléttunni:
Í trjálundum á eyðisléttunni verjið þið nóttinni,
þið kaupmannalestir frá Dedan.+
15 Þeir hafa flúið undan sverðum, undan brugðnu sverði,
undan spenntum boga og undan grimmd stríðsins.
16 Jehóva hefur sagt við mig: „Áður en ár er liðið, talið eins og ár launamanns,* verður öll dýrð Kedars+ liðin undir lok. 17 Aðeins fáeinar bogaskyttur meðal hermanna Kedars verða eftir því að Jehóva Guð Ísraels hefur talað.“
Hvað er að þér? Allir íbúar þínir eru farnir upp á þökin.
2 Þú varst hávaðasöm,
hávær og glaummikil borg.
Þeir sem féllu hjá þér féllu ekki fyrir sverði
né létu lífið í bardaga.+
3 Harðstjórar þínir eru allir saman flúnir.+
Þeir voru teknir til fanga án þess að beitt væri boga.
Allir sem fundust voru teknir til fanga+
þótt þeir hefðu flúið langa leið.
4 Þess vegna sagði ég: „Horfið ekki á mig.
Ég mun gráta beisklega.+
5 Þetta er dagur ringulreiðar, ósigurs og skelfingar+
sem kemur frá alvöldum Drottni, Jehóva hersveitanna,
í Sýnardal.
Múrinn er rifinn niður,+
neyðaróp ná til fjallsins.
Kír+ tekur hlífina af skildinum.*
Á þeim degi horfirðu til vopnabúrsins í Skógarhúsinu.+ 9 Þið sjáið mörg skörð í múr Davíðsborgar+ og safnið vatni í neðri tjörnina.+ 10 Þið teljið húsin í Jerúsalem og rífið nokkur þeirra til að styrkja múrinn. 11 Þið gerið þró milli múranna tveggja fyrir vatn úr gömlu tjörninni en þið horfið ekki til hans sem stendur á bak við allt þetta og sjáið ekki hann sem ákvað það endur fyrir löngu.
12 Þann dag mun alvaldur Drottinn, Jehóva hersveitanna,
segja fólkinu að gráta og syrgja,+
raka höfuðið og klæðast hærusekk.
‚Borðum og drekkum því að á morgun deyjum við.‘“+
14 Þá heyrði ég Jehóva hersveitanna segja: „‚Ekki verður friðþægt fyrir þessa synd ykkar fyrr en þið deyið,‘+ segir alvaldur Drottinn, Jehóva hersveitanna.“
15 Þetta segir alvaldur Drottinn, Jehóva hersveitanna: „Farðu til ráðsmannsins Sebna+ sem er settur yfir höllina* og segðu: 16 ‚Hvað ertu að gera hér og hvaða rétt hefurðu til að höggva þér gröf hér?‘ Hann heggur sér gröf á hæð, heggur sér hvíldarstað* í klett. 17 ‚Jehóva mun kasta þér til jarðar með valdi og þrífa fast í þig. 18 Hann hnoðar þér saman og kastar þér eins og bolta til víðáttumikils lands. Þar muntu deyja og þar verða glæsivagnar þínir, húsi herra þíns til skammar. 19 Ég svipti þig stöðu þinni og rek þig úr embætti.
20 Þann dag kalla ég á þjón minn, Eljakím+ Hilkíason, 21 og klæði hann í embættisklæðnað þinn, gyrði hann belti þínu+ og fæ honum völd þín. Hann verður Jerúsalembúum og Júdaætt eins og faðir. 22 Ég legg lykilinn að húsi Davíðs+ á herðar hans. Þegar hann opnar mun enginn loka og þegar hann lokar mun enginn opna. 23 Ég rek hann eins og nagla í traustan vegg og hann verður eins og heiðurshásæti í ætt föður síns. 24 Menn hengja á hann allan heiður* föðurættar hans: afkomendur og börn,* öll smáker, skálar og stór ker.
25 Á þeim degi,‘ segir Jehóva hersveitanna, ‚verður naglinn sem rekinn var í traustan vegg fjarlægður.+ Hann verður höggvinn og dettur niður, og allt sem hangir á honum dettur og brotnar því að Jehóva sjálfur hefur talað.‘“
Kveinið, Tarsisskip!+
Höfnin er eyðilögð, ekki er hægt að leggjast þar að.
Fréttin af því hefur borist frá Kittím.+
2 Verið hljóð, þið sem búið á strandlengjunni.
Kaupmenn frá Sídon+ sem sigla um hafið hafa safnað til þín auðæfum.
4 Hvílík skömm, Sídon, þú virkið við hafið,
því að hafið hefur sagt:
6 Flýið til Tarsis!
Kveinið, þið sem búið á strandlengjunni!
7 Er þetta borgin sem hefur fagnað frá fornri tíð, frá upphafi?
Íbúar hennar settust að í fjarlægum löndum.
8 Hver hefur ákveðið þetta um Týrus,
hana sem krýndi konunga?
Kaupmenn hennar voru höfðingjar
og verslunarmennirnir virtir um alla jörð.+
9 Jehóva hersveitanna hefur ákveðið þetta
til að kæfa stolt hennar yfir eigin fegurð
og auðmýkja alla sem hlutu heiður á jörð.+
10 Breiddu úr þér eins og Nílarfljót, þú Tarsisdóttir.
Enginn staður er lengur til fyrir skipasmíðar.*+
11 Guð hefur rétt hönd sína út yfir hafið
og látið konungsríki skjálfa.
Jehóva hefur skipað að virkjum Fönikíu verði eytt.+
Farðu yfir til Kittím.+
Þú færð þó enga hvíld þar heldur.“
14 Kveinið, Tarsisskip,
því að virki ykkar hefur verið eyðilagt.+
15 Þann dag mun Týrus gleymast í 70 ár,+ um æviskeið* eins konungs. Þegar 70 árin eru liðin fer fyrir Týrus eins og segir í ljóðinu um vændiskonu:
16 „Taktu hörpu, gleymda vændiskona, og gakktu um borgina.
Leiktu fallega á hörpuna
og syngdu mörg lög
svo að munað verði eftir þér.“
17 Þegar 70 árin eru liðin gefur Jehóva gaum að Týrus og hún fer að afla sér tekna á ný og stunda vændi með öllum ríkjum heims. 18 En hagnaður hennar og laun verða helguð Jehóva. Þau verða hvorki geymd né lögð fyrir heldur gefin þeim sem búa frammi fyrir Jehóva svo að þeir geti borðað sig sadda og gengið í glæsilegum fötum.+
24 Jehóva tæmir landið og leggur það* í eyði.+
Hann umturnar því*+ og tvístrar íbúum þess.+
2 Eitt gengur yfir alla:
almenning og prest,
þjón og húsbónda hans,
þjónustustúlku og húsmóður,
kaupanda og seljanda,
lánveitanda og lánþega,
lánardrottinn og skuldunaut.+
Frjósamt landið visnar og skrælnar.
Framámenn landsins veslast upp.
Þess vegna hefur íbúum landsins fækkað,
aðeins örfáir menn eru eftir.+
8 Gleðihljóð tambúrínanna er þagnað,
glaumur svallaranna er hljóðnaður,
glaðlegir tónar hörpunnar þagnaðir.+
9 Menn drekka vín en syngja ekki
og áfengið er beiskt þeim sem drekka það.
11 Menn hrópa eftir víni á götunum.
Öll gleði er horfin,
fögnuður landsins er á bak og burt.+
13 Þannig verður hjá fólki mínu í landinu og meðal annarra þjóða:
14 Það lætur í sér heyra,
það hrópar af gleði.
Frá hafinu* boðar það hátign Jehóva.+
15 Þess vegna lofar það Jehóva þar sem ljósið skín,*+
á eyjum hafsins lofar það nafn Jehóva Guðs Ísraels.+
16 Frá endimörkum jarðar heyrum við sungið:
En ég segi: „Ég veslast upp, ég veslast upp!
Þetta er hræðilegt! Svikararnir svíkja,
með svikum svíkja svikararnir.“+
17 Skelfing, gryfjur og gildrur bíða þín, þú íbúi landsins.+
18 Sá sem flýr ógnvekjandi hljóðin fellur í gryfjuna
og sá sem kemst upp úr gryfjunni festist í gildrunni+
því að flóðgáttir himins opnast
og undirstöður landsins skjálfa.
20 Landið skjögrar eins og drukkinn maður
og vaggar eins og kofi í vindi.
Synd þess hvílir þungt á því,+
það mun falla og ekki rísa upp aftur.
21 Þann dag gefur Jehóva gaum að her hæðanna í hæðum
og konungum jarðar á jörð.
Að löngum tíma liðnum beinir hann athyglinni að þeim.
23 Fullt tunglið verður skömmustulegt
og skínandi sólin blygðast sín+
því að Jehóva hersveitanna er orðinn konungur+ á Síonarfjalli+ og í Jerúsalem,
25 Jehóva, þú ert minn Guð.
Ég upphef þig, ég lofa nafn þitt
því að verk þín eru stórkostleg,+
verkin sem þú áformaðir fyrir löngu.+
Þú vannst þau í tryggð og trúfesti.+
2 Þú hefur gert borg að grjóthrúgu,
víggirta borg að molnandi rústum.
Virki útlendingsins er ekki lengur borg
og verður aldrei endurreist.
4 Þú ert orðinn vígi lítilmagnans,
vígi hins fátæka í neyð hans,+
skjól í slagviðri
og skuggi í hitanum.+
Reiði harðstjóranna er eins og slagviðri sem bylur á vegg,
5 eins og hitinn í skrælnuðu landi,
en þú bælir niður uppþot óvinanna.
Eins og hiti dvínar í skugga af skýi,
þannig er þaggað niður í söng harðstjóranna.
6 Á þessu fjalli+ mun Jehóva hersveitanna halda veislu handa öllum þjóðum,
veislu með úrvalsréttum,+
veislu með eðalvíni,*
með mergjuðum úrvalsréttum,
með tæru eðalvíni.
7 Á þessu fjalli mun hann svipta burt hulunni sem umlykur alla menn
og dúknum sem breiddur* er yfir allar þjóðir.
Hann tekur burt smán fólks síns um alla jörð.
Jehóva sjálfur hefur talað.
9 Á þeim degi segja menn:
„Þetta er Guð okkar!+
Þetta er Jehóva!
Við höfum sett von okkar á hann.
Gleðjumst og fögnum yfir björguninni sem hann veitir.“+
10 Hönd Jehóva mun hvíla á þessu fjalli+
en Móab verður troðinn niður í landi sínu+
eins og hálmur er troðinn niður í mykjuhaug.
11 Hann réttir út hendurnar og slær Móab
eins og sundmaður þegar hann tekur sundtökin.
Hann sópar burt hroka hans+
með fimlegum handbrögðum.
12 Víggirta borgina með háum varnarmúrum sínum
rífur hann niður.
Hann jafnar hana við jörðu, gerir hana að dufti.
26 Þann dag verður þetta ljóð sungið+ í Júda:+
„Við eigum sterkbyggða borg.+
Hjálpræði hans er múr hennar og varnarveggur.+
3 Þú verndar þá sem reiða sig á þig,*
þú veitir þeim stöðugan frið+
því að á þig leggja þeir traust sitt.+
5 Hann hefur steypt niður þeim sem búa á hæðum, borginni háreistu.
Hann rífur hana niður,
hann jafnar hana við jörðu
og kastar henni niður í duftið.
6 Hún verður fótum troðin,
fótum hinna kúguðu, iljum bágstaddra.“
7 Stígur hins réttláta er beinn.*
Þar sem þú ert réttlátur
jafnar þú braut hins réttláta.
8 Við fylgjum vegi dóma þinna, Jehóva,
og setjum von okkar á þig.
Við þráum nafn þitt og allt sem í því felst.*
Þegar þú dæmir jörðina
fræðast íbúar landsins um réttlæti.+
11 Jehóva, hönd þín er á lofti en hann sér það ekki.+
Hann sér ákafa þinn vegna fólks þíns og skammast sín.
Já, eldur þinn gleypir fjandmenn þína.
14 Þeir eru dánir, þeir munu ekki lifa.
Þeir eru lífvana og rísa ekki upp.+
Þú hefur snúist gegn þeim
til að útrýma þeim og afmá minninguna um þá.
15 Þú, Jehóva, hefur látið þjóðinni fjölga,
þú hefur látið þjóðinni fjölga,
þú hefur gert þig dýrlegan.+
Þú hefur fært út öll landamæri landsins.+
16 Jehóva, í neyð sinni sneri fólk sér til þín,
það hvíslaði til þín innilegar bænir þegar þú agaðir það.+
17 Eins og þunguð kona, komin að því að fæða,
er með hríðir og æpir af sársauka,
þannig höfum við verið vegna þín, Jehóva.
18 Við urðum þunguð og fengum hríðir
en það var eins og við fæddum vind.
Við höfum ekki fært landinu frelsun
og enginn fæddist til að búa í landinu.
19 „Þínir dánu munu lifa.
Lík fólks míns munu* rísa upp.+
Vaknið og hrópið af gleði,
þið sem búið í moldinni,+
því að dögg þín er eins og morgundöggin*
og jörðin lætur hina lífvana vakna til lífs.*
21 Sjáið! Jehóva kemur frá bústað sínum
og lætur íbúa landsins svara til saka fyrir synd þeirra.
Landið afhjúpar blóðskuld sína
og hylur ekki lengur þá sem drepnir hafa verið.“
27 Á þeim degi tekur Jehóva sitt beitta, stóra og sterka sverð+
og snýr sér að Levjatan,* hinum hraðskreiða höggormi,
að Levjatan, sem hlykkjast áfram,
og hann drepur skrímslið í sjónum.
2 Syngið fyrir hana* þann dag:
„Víngarður með freyðandi víni!+
Ég vökva hana öllum stundum.+
Ég vernda hana dag og nótt
svo að enginn vinni henni mein.+
Hver ögrar mér í bardaga með þyrnirunnum og illgresi?
Ég treð það niður og kveiki í því öllu.
5 Hann leiti frekar skjóls í virki mínu.
Hann semji frið við mig,
já, semji frið við mig.“
7 Þarf að slá hann svona fast?
Þarf að drepa hann á þennan hátt?
8 Með ógnvekjandi ópi ferðu í mál við þjóðina og sendir hana burt.
Þú hrekur hana burt með stormhviðu á degi austanvindsins.+
Hann mylur alla steina altarisins
eins og þeir væru kalksteinn,
10 Víggirt borgin leggst í eyði,
beitilöndin verða auð og yfirgefin eins og óbyggðirnar.+
Þar verða kálfar á beit og leggjast til hvíldar
og þeir bíta trjágreinarnar.+
11 Þegar kvistir hennar þorna
koma konur og brjóta þá af
og nota í eldivið
því að þessi þjóð skilur ekki neitt.+
Þess vegna sýnir skapari hennar enga miskunn,
sá sem myndaði hana sýnir enga meðaumkun.+
12 Þann dag mun Jehóva slá ávöxtinn af trjánum, allt frá streymandi Fljótinu* að Egyptalandsá,*+ og ykkur, Ísraelsmönnum, verður safnað saman, einum á fætur öðrum.+ 13 Á þeim degi verður blásið í mikið horn+ og þeir sem eru að veslast upp í Assýríu+ og þeir sem eru dreifðir um Egyptaland+ koma og falla fram fyrir Jehóva á hinu heilaga fjalli í Jerúsalem.+
28 Ógæfa kemur yfir íburðarmikla* kórónu* drykkjumannanna í Efraím+
og fölnandi blómsveig fegurðarinnar
á hæðinni yfir frjósömum dalnum þar sem hinir ofurölvi búa.
2 Jehóva sendir sterkan og voldugan mann.
Hann kemur eins og haglhríð, ofsaveður,
eins og þrumuveður með miklum flóðum,
og kastar kórónunni af miklu afli til jarðar.
4 Og fölnandi blómsveigur fegurðarinnar
á hæðinni yfir frjósömum dalnum
verður eins og snemmþroska fíkja í sumarbyrjun.
Sá sem sér hana grípur hana og gleypir í einum munnbita.
5 Þann dag verður Jehóva hersveitanna dýrleg kóróna og fagur blómsveigur þeirra sem eftir eru af þjóð hans.+ 6 Hann verður réttlætisandi þeim sem situr í dómarasæti og styrkur þeim sem hrekja burt árásarlið við borgarhliðið.+
7 Þessir menn fara líka afvega vegna víndrykkju,
áfengið gerir þá reikula í spori.
Prestur og spámaður fara afvega af völdum áfengis,
þeir eru ruglaðir af víni
og skjögra sökum drykkjunnar.
Sýnir þeirra leiða þá á villigötur
og þeir riða þegar þeir dæma.+
8 Borð þeirra eru þakin ógeðslegri spýju
– enginn blettur er hreinn.
9 Þeir segja: „Hverjum ætlar hann að veita þekkingu
og fyrir hverjum ætlar hann að útskýra boðskapinn?
Fyrir þeim sem er nýbúið að venja af mjólkinni,
þeim sem eru nýteknir af brjósti?
10 Það er skipun á skipun ofan, skipun á skipun ofan,
regla eftir reglu, regla eftir reglu,*+
smávegis hér, smávegis þar.“
11 Þess vegna talar hann til þessa fólks fyrir milligöngu stamandi manna* sem tala erlent mál.+ 12 Hann sagði þeim einu sinni: „Þetta er hvíldarstaðurinn. Leyfið þreyttum að hvíla sig, hér er hægt að endurnærast,“ en þeir vildu ekki hlusta.+ 13 Þess vegna verður orð Jehóva:
„Skipun á skipun ofan, skipun á skipun ofan,
regla eftir reglu, regla eftir reglu,*+
smávegis hér, smávegis þar,“
og þeir hrasa og falla aftur fyrir sig
þegar þeir ganga,
þeir slasa sig, festast í gildru og eru teknir til fanga.+
14 Heyrið því orð Jehóva, þið gortarar,
þið sem ríkið yfir Jerúsalembúum.
15 Þið segið:
Þegar skyndiflóð skellur á
nær það ekki til okkar
því að við höfum leitað athvarfs í lyginni
og falið okkur í skjóli svika.“+
16 Þess vegna segir alvaldur Drottinn Jehóva:
Enginn sem trúir er gripinn skelfingu.+
Haglið mun sópa burt athvarfi lyganna
og flóðvatnið skola burt felustaðnum.
Þegar skyndiflóðið skellur á
merjist þið sundur.
Morgun eftir morgun ríður það yfir,
bæði daga og nætur.
Skelfingin ein verður til þess að menn skilja boðskapinn.“*
20 Rúmið er of stutt til að hægt sé að rétta úr sér
og teppið of mjótt til að vefja því um sig.
21 Jehóva gengur fram eins og við Perasímfjall,
hann rís upp eins og í dalnum* við Gíbeon+
til að vinna verk sitt – undarlegt verk –
og inna af hendi starf sitt – óvenjulegt starf.+
svo að fjötrar ykkar verði ekki hertir
því að ég hef heyrt frá alvöldum Drottni, Jehóva hersveitanna,
23 Hlustið og heyrið rödd mína,
hlustið af athygli á það sem ég segi.
24 Plægir bóndinn allan daginn áður en hann sáir?
Gerir hann ekkert annað en að snúa moldinni og herfa?+
25 Sáir hann ekki svartkummini og broddkúmeni
þegar hann hefur sléttað akurinn
og sáir hann ekki hveiti, hirsi og byggi, hverju á sínum stað,
og spelti+ í útjaðarinn?
27 Enginn þreskir svartkummin með þreskisleða+
né keyrir vagnhjól yfir broddkúmen
heldur er svartkummin slegið út með staf
og broddkúmen með priki.
28 Er brauðkorn mulið sundur?
Nei, það er ekki þreskt endalaust.+
Það er ekki mulið+
þegar hestar draga þreskivagninn yfir það.
29 „Ógæfa kemur yfir Aríel,* Aríel, borgina þar sem Davíð sló upp herbúðum!+
Bætið ári við ár,
haldið hátíð eftir hátíð.+
Hún verður mér eins og eldstæði altaris.+
3 Ég set upp herbúðir allt í kringum þig,
umkringi þig með stauravirki
og reisi árásarvirki gegn þér.+
Og það gerist skyndilega, á augabragði.+
6 Jehóva hersveitanna frelsar þig
með þrumum, jarðskjálfta og miklum drunum,
með stormi og fárviðri og eyðandi eldslogum.“+
7 Mannfjöldinn af öllum þjóðum sem herjar á Aríel+
verður þá eins og draumur, eins og nætursýn
– allir sem berjast við hana,
sem reisa umsátursturna gegn henni
og leiða hörmungar yfir hana.
8 Já, það verður eins og hjá svöngum manni sem dreymir að hann borði
en vaknar svo svangur,
eða þyrstum manni sem dreymir að hann drekki
en vaknar þreyttur og þyrstur.
Þannig fer fyrir öllum fjöldanum af þjóðunum
sem herjar á Síonarfjall.+
Þeir eru drukknir en ekki af víni,
þeir skjögra en ekki af völdum áfengis.
10 Jehóva hefur svæft ykkur djúpum andlegum svefni,+
hann hefur lokað augum ykkar – blindað spámennina+ –
og hulið höfuð ykkar – svipt sjáendur ykkar sjóninni.+
11 Allar sýnir verða ykkur eins og orð í innsiglaðri bók.+ Ef hún er fengin einhverjum sem kann að lesa og sagt er við hann: „Lestu þetta upphátt,“ svarar hann: „Ég get það ekki því að bókin er innsigluð.“ 12 Og ef bókin er fengin einhverjum sem kann ekki að lesa og honum sagt: „Lestu þetta,“ svarar hann: „Ég er ólæs.“
13 Jehóva segir: „Þetta fólk segist vilja tilbiðja mig
og það heiðrar mig með vörunum+
en hjörtu þess eru fjarlæg mér
og guðsóttinn byggist á mannaboðum sem það hefur lært.+
Viska hinna vitru verður að engu
og skilningur hyggindamannanna hverfur.“+
15 Illa fer fyrir þeim sem er mikið í mun að fela áform sín* fyrir Jehóva.+
Þeir vinna verk sín í myrkri
og segja: „Hver sér okkur?
Hver veit af okkur?“+
Á að meta leirinn og leirkerasmiðinn að jöfnu?+
Á gripurinn að segja um þann sem bjó hann til:
„Hann bjó mig ekki til“?+
Og segir það sem er mótað um þann sem mótaði það:
„Hann kann ekki neitt“?+
18 Á þeim degi munu heyrnarlausir heyra orð bókarinnar
og augu blindra sjá út úr dimmunni og myrkrinu.+
19 Hinir auðmjúku gleðjast stórlega yfir Jehóva
og hinir fátæku meðal manna fagna yfir Hinum heilaga Ísraels+
20 því að harðstjórinn verður horfinn
og gortarinn líður undir lok.
Öllum sem bíða færis að gera öðrum mein verður eytt,+
21 þeim sem sakfella aðra með lygum,
þeim sem leggja gildrur fyrir verjandann* í borgarhliðinu+
og þeim sem meina réttlátum að ná rétti sínum með tilhæfulausum ásökunum.+
22 Þess vegna segir Jehóva, hann sem endurleysti Abraham,+ við afkomendur Jakobs:
„Jakob þarf ekki lengur að bera skömm
og andlit hans mun ekki fölna framar*+
23 því að þegar hann sér börnin sín,
sem eru verk handa minna,+
helga þau nafn mitt.
Já, þau helga Hinn heilaga Jakobs,
bera lotningu fyrir Guði Ísraels.+
24 Þeir sem eru villuráfandi hljóta skilning
og þeir sem kvarta munu þiggja leiðsögn.“
30 „Illa fer fyrir þrjóskum sonum,“+ segir Jehóva,
„sem vinna að sínum eigin áformum en ekki mínum,+
sem ganga í bandalög* andstætt leiðsögn anda míns.
Þannig bæta þeir synd á synd ofan.
2 Þeir fara niður til Egyptalands+ án samráðs við mig+
til að leita verndar hjá faraó
og leita skjóls í skugga Egyptalands!
3 En vernd faraós verður ykkur til skammar
og skjólið í skugga Egyptalands til niðurlægingar.+
4 Höfðingjarnir eru í Sóan+
og erindrekarnir eru komnir til Hanes.
5 Þeir verða allir auðmýktir
af þjóð sem gerir þeim ekkert gagn,
sem veitir hvorki hjálp né stuðning,
aðeins skömm og smán.“+
6 Yfirlýsing gegn dýrunum í suðri:
Um land neyðar og þrauta,
ljóna, öskrandi ljóna,
höggorma og fljúgandi eldnaðra*
flytja menn auðæfi sín á ösnum
og gjafir sínar á úlfaldakryppum.
Þess vegna kalla ég landið „Rahab+ sem situr kyrr“.
8 „Farðu og skrifaðu þetta á töflu að þeim viðstöddum
og skráðu það í bók+
svo að það varðveitist um ókomna tíð
og verði varanlegur vitnisburður.+
Segið okkur eitthvað fallegt, birtið okkur blekkingar.+
11 Víkið af veginum, beygið út af brautinni.
Hættið að tala um Hinn heilaga Ísraels.‘“+
12 Þess vegna segir Hinn heilagi Ísraels:
„Fyrst þið hafnið þessu orði+
og treystið á svik og blekkingar
og reiðið ykkur á þær+
13 verður synd ykkar eins og sprunginn múr,
eins og hár múr sem bungar út og er að falli kominn.
Hann hrynur skyndilega, á augabragði.
14 Hann brotnar eins og stórt leirker,
mölbrotnar svo að ekki finnst nógu stórt brot
til að safna með glóðum úr eldstæði
eða ausa vatni úr polli.“*
15 Alvaldur Drottinn Jehóva, Hinn heilagi Ísraels, segir:
„Ykkur verður bjargað ef þið snúið aftur til mín og eruð róleg.
Styrkur ykkar er fólginn í að halda rónni og treysta mér.“+
En þið vilduð það ekki.+
16 Í staðinn sögðuð þið: „Nei, við flýjum á hestum!“
Og þið munuð flýja.
„Við ætlum að þeysa á skjótum hestum!“+
Og skjótir verða þeir sem elta ykkur.+
17 Þúsund munu skjálfa við hótun eins,+
við hótun fimm manna munuð þið flýja
þar til þeir ykkar sem eftir verða eru eins og stöng á fjallstindi,
eins og merkisstöng á hól.+
18 En Jehóva bíður þess þolinmóður* að fá að sýna ykkur velvild+
og hann gengur fram til að sýna ykkur miskunn+
því að Jehóva er réttlátur Guð.+
Allir sem bíða hans með eftirvæntingu eru hamingjusamir.+
19 Þegar fólkið býr í Síon, í Jerúsalem,+ skaltu ekki gráta lengur.+ Hann sýnir þér góðvild þegar þú hrópar á hjálp, hann svarar bænum þínum um leið og hann heyrir til þín.+ 20 Þó að Jehóva gefi ykkur neyð að brauði og kúgun að vatni+ mun þinn mikli kennari ekki fela sig lengur. Þú sérð þinn mikla kennara+ með eigin augum. 21 Og þú heyrir með eigin eyrum sagt að baki þér: „Þetta er vegurinn,+ farið hann,“ ef þú skyldir víkja af leið til hægri eða vinstri.+
22 Þið munuð afhelga silfurlögð skurðgoð ykkar og gulli lögð málmlíkneski* ykkar.+ Þið fleygið þeim eins og klút með tíðablóði og segið: „Burt með ykkur!“*+ 23 Hann gefur því regn sem þú sáir í akurinn+ og jörðin gefur af sér meira en nóg af saðsömu brauði.+ Á þeim degi verður búfé þitt á beit í víðlendum haga.+ 24 Nautin og asnarnir, vinnudýrin á akrinum, éta súrublandað fóður sem er þreskt með skóflu og kvísl. 25 Á hverju háu fjalli og hverri hárri hæð streyma fram ár og lækir+ – á degi blóðbaðsins mikla þegar turnarnir hrynja. 26 Fullt tunglið lýsir eins og sólin, og sólarljósið sjöfaldast+ og verður eins og sjö daga ljós daginn sem Jehóva bindur um áverka* fólks síns+ og græðir djúpt sárið eftir höggið sem hann veitti.+
27 Sjáið! Nafn Jehóva kemur úr fjarlægð
með brennandi reiði hans og dimmum skýjum.
Reiðin streymir af vörum hans
og tunga hans er eins og eyðandi eldur.+
28 Andi* hans er eins og fljót sem flæðir yfir bakka sína og nær manni upp í háls.
Hann hristir þjóðirnar í síu eyðingarinnar,
setur beisli í munn þeirra+ og leiðir þær á villigötur.
29 En þið munuð syngja
eins og um kvöldið sem þið búið ykkur undir* hátíð+
og gleðjast í hjarta ykkar
eins og maður sem gengur með flautu*
til fjalls Jehóva, til hans sem er klettur Ísraels.+
30 Jehóva lætur tignarlega rödd sína+ hljóma
og sýnir hönd sína+ þegar hann slær henni niður í brennandi reiði+
með eyðandi eldtungum,+
32 Við hvert högg sem Jehóva slær Assýríu
með staf refsingarinnar
hljóma tambúrínur og hörpur,+
í hvert sinn sem hann reiðir hönd sína gegn þeim í stríði.+
Guð* hefur gert mikinn og breiðan bálköst,
þar er mikill eldur og viður.
Andgustur Jehóva er eins og brennisteinsflóð
sem kveikir í honum.
31 Illa fer fyrir þeim sem fara til Egyptalands að leita hjálpar,+
sem reiða sig á hesta,+
sem treysta á hervagna þar sem þeir eru margir
og á stríðshesta* þar sem þeir eru sterkir,
en horfa ekki til Hins heilaga Ísraels
og leita ekki til Jehóva.
2 Hann er líka vitur og veldur ógæfu
og hann tekur ekki orð sín aftur.
Hann rís gegn hópi illvirkjanna
og þeim sem hjálpa illmennum.+
Þegar Jehóva réttir út hönd sína
hrasar sá sem býður fram hjálp
og sá sem þiggur hana fellur.
Þeir farast samtímis, hvor með öðrum.
4 Þetta hefur Jehóva sagt við mig:
„Eins og ljónið, sterkt ungljón, urrar yfir bráð sinni
og hræðist ekki köllin
né skelfist lætin
þegar hópur fjárhirða safnast saman gegn því,
þannig stígur Jehóva hersveitanna niður til að heyja stríð
og verja Síonarfjall og Síonarhæð.
5 Jehóva hersveitanna ver Jerúsalem eins og fugl sem steypir sér niður.+
Hann ver hana og frelsar,
hann þyrmir henni og bjargar.“
6 „Snúið aftur, Ísraelsmenn, til hans sem þið risuð blygðunarlaust gegn.+ 7 Þann dag munuð þið hvert og eitt hafna gagnslausum guðum ykkar úr silfri og einskis nýtum guðum úr gulli sem þið gerðuð í synd ykkar með eigin höndum.
8 Assýringurinn fellur fyrir sverði en ekki sverði manns
og sverð mun bana honum, þó ekki sverð manns.+
Hann flýr undan sverðinu
og ungmenni hans verða hneppt í nauðungarvinnu.
9 Klettur hans hrynur af hreinni skelfingu
og höfðingjar hans fyllast ótta þegar þeir sjá fánann,“ segir Jehóva,
en ljós* hans er í Síon og ofn hans í Jerúsalem.
2 Hver og einn verður eins og skjól fyrir vindi
og skýli* í slagviðri,
eins og lækir í vatnslausu landi,+
eins og skuggi af stórum hamri í skrælnuðu landi.
3 Þá verða augu hinna sjáandi ekki lengur límd aftur
og eyru þeirra sem heyra munu hlusta.
5 Heimskinginn kallast ekki lengur örlátur
og siðspilltur maður verður ekki talinn göfugmenni.
6 Heimskinginn fer með tómt þvaður
og upphugsar illt í hjarta sínu+
til að ýta undir fráhvarf* og mæla gegn Jehóva með þrjósku.
Hann lætur svangan mann hungra
og neitar þyrstum um vatn að drekka.
7 Ráðagerðir hins siðspillta eru illar,+
hann ýtir undir blygðunarlausa hegðun
til að brjóta hinn bágstadda niður með lygum+
þó að hann fari með rétt mál.
9 „Þið sjálfumglöðu konur, standið upp og hlustið á mig!
Þið áhyggjulausu dætur,+ gefið gaum að því sem ég segi!
10 Eftir rúmt ár munuð þið sem eruð áhyggjulausar skjálfa
því að vínuppskerutíminn líður án þess að nokkuð hafi verið tínt.+
11 Skelfist, sjálfumglöðu konur!
Skjálfið, þið sem eruð áhyggjulausar!
Klæðið ykkur úr
og bindið hærusekk um mjaðmirnar.+
12 Berjið ykkur á brjóst og kveinið
yfir unaðslegum ökrunum og frjósömum vínviðnum.
13 Þyrnar og þistlar munu þekja land þjóðar minnar,
þeir hylja öll hús þar sem gleðin ríkti,
já, borg fagnaðarins.+
Ófel+ og varðturninn verða auðn um alla framtíð,
villiösnum til ánægju,
beitiland handa búfé,+
15 þar til Guð úthellir anda sínum yfir okkur,+
óbyggðirnar verða að aldingarði
og aldingarðurinn er álitinn skógur.+
19 En skógurinn fellur fyrir hagli
og borgin verður jöfnuð við jörðu.
33 Ógæfa kemur yfir þig, þú eyðandi sem hefur ekki verið eytt,+
þú svikari sem hefur ekki verið svikinn!
Þegar þú hefur lokið við að eyða verður þér eytt.+
Þegar þú hættir að svíkja verður þú svikinn.
2 Jehóva, sýndu okkur góðvild.+
Við vonum á þig.
4 Menn taka af ykkur herfang eins og gráðugar engisprettur,
menn henda sér yfir það eins og engisprettusveimur.
5 Jehóva verður upphafinn
því að hann býr í hæðum uppi.
Hann fyllir Síon rétti og réttlæti.
6 Hann veitir þér stöðugleika.
8 Þjóðvegirnir eru auðir,
enginn gengur um stígana.
9 Landið syrgir* og veslast upp.
Líbanon er auðmýkt+ og er í upplausn.
Saron er orðin eins og eyðimörk
og Basan og Karmel fella laufin.+
11 Þið gangið með hey og fæðið hálm.
Hugarfar ykkar eyðir ykkur eins og eldur.+
12 Þjóðir verða eins og leifar af brenndu kalki.
Þær verða brenndar upp til agna eins og upphöggnir þyrnar.+
13 Þið sem eruð langt í burtu, heyrið hvað ég ætla að gera!
Þið sem eruð í grennd, viðurkennið mátt minn!
‚Hver okkar getur búið nálægt eyðandi eldi?+
Hver getur búið hjá óslökkvandi logum?‘
15 Sá sem gerir alltaf hið rétta+
og talar sannleika,+
sá sem hafnar óheiðarlegum og sviksamlegum ávinningi,
sá sem leyfir ekki höndum sínum að þiggja mútur,+
sá sem heldur fyrir eyrun þegar talað er um blóðsúthellingar
og lokar augunum til að sjá ekki hið illa,
16 hann mun búa á hæðunum,
klettaborgirnar verða öruggt athvarf hans.
Honum verður séð fyrir brauði
og hann mun aldrei skorta vatn.“+
17 Þú færð að sjá konung í allri sinni dýrð,
þú sérð land í fjarska.
18 Í hjarta þínu hugsarðu til baka um* skelfinguna:
„Hvar er ritarinn?
Hvar er sá sem lét skattinn af hendi?+
Hvar er sá sem taldi turnana?“
19 Aldrei framar muntu sjá þetta ósvífna fólk,
þjóð sem talar óskýrt og óskiljanlegt mál,
stamandi tungu sem þú botnar ekkert í.+
20 Virtu fyrir þér Síon, borg hátíða okkar!+
Þú sérð Jerúsalem, friðsælt aðsetur,
tjald sem verður ekki fært úr stað.+
Hælum þess verður aldrei kippt upp
og ekkert af stögum þess slitið.
21 Þar mun Jehóva, hinn tignarlegi,
vernda okkur eins og fljót og breiðir skurðir,
þar sem enginn galeiðufloti fer um
og engin tignarleg skip sigla.
Það er hann sem frelsar okkur.+
23 Stögin eru slök,
þau geta hvorki haldið mastrinu í skorðum né þanið út seglið.
Þá verður ríkulegu herfangi skipt,
jafnvel haltir menn taka mikinn ránsfeng.+
24 Enginn í landinu* mun segja: „Ég er veikur.“+
Fólkið sem býr þar hefur fengið syndir sínar fyrirgefnar.+
34 Komið og heyrið, þið þjóðir,
og takið eftir, þjóðflokkar.
Jörðin og allt sem á henni er hlusti,
landið og allt sem á því vex.
Hann hefur ákveðið að útrýma þeim,
hann strádrepur þær.+
Fjöllin skolast burt* í blóði þeirra.+
4 Allur himinsins her mun rotna
og himinninn er vafinn saman eins og bókrolla.
Allur hans her veslast upp
eins og visið lauf sem fellur af vínviði
og skrælnuð fíkja af fíkjutré.
5 „Á himnum drýpur af sverði mínu.+
Það steypist yfir Edóm til að fullnægja dómi,+
yfir þjóð sem ég hef ákveðið að útrýma.
6 Jehóva er með sverð, það verður alblóðugt.
Það verður löðrandi í fitu,+
í blóði hrútlamba og geita,
í nýrnamör hrúta,
því að Jehóva undirbýr fórn í Bosra,
mikla slátrun í Edóm.+
7 Villinautin falla með þeim,
ungnautin ásamt hinum kraftmiklu.
Land þeirra flýtur í blóði
og jarðvegurinn mettast fitu.“
10 Eldurinn slokknar hvorki dag né nótt,
reykurinn stígur upp að eilífu.
Kynslóð eftir kynslóð liggur hún í eyði,
enginn fer um hana um alla eilífð.+
11 Pelíkanar og puntsvín hafast þar við,
eyruglur og hrafnar búa þar.
Hann strekkir yfir hana mælisnúru auðnarinnar
og lóðlínu eyðingarinnar.
12 Enginn af tignarmönnum hennar verður lýstur konungur,
allir höfðingjar hennar eru horfnir.
13 Þyrnar vaxa í virkisturnum hennar,
netlur og þyrnótt illgresi í virkjum hennar.
Hún verður bæli sjakala+
og athvarf strúta.
Já, náttfarinn sest þar og finnur sér hvíldarstað.
15 Stökknaðran gerir sér þar hreiður og verpir,
gætir eggjanna og skýlir þeim í skugga sínum.
Gleðurnar safnast þar saman, hver með sínum maka.
16 Leitið í bók Jehóva og lesið upphátt:
Ekkert þeirra mun vanta,
ekkert þeirra verður án maka
því að skipunin hefur komið af munni Jehóva
og andi hans hefur safnað þeim saman.
Þau hafast þar við um aldur og ævi,
þau búa þar kynslóð eftir kynslóð.
Menn sjá dýrð Jehóva, tign Guðs okkar.
4 Segið hinum kvíðnu:
„Verið hugrökk og hræðist ekki.
Guð ykkar kemur fram hefndum,
hann kemur og endurgeldur óvinum ykkar.+
Guð kemur og frelsar ykkur.“+
Vatn sprettur fram í óbyggðunum
og ár streyma um eyðisléttuna.
Þar sem sjakalar hafast við+
mun vaxa grængresi, reyr og papýrus.
Enginn óhreinn mun ferðast þar um.+
Vegurinn er ætlaður þeim sem ganga á honum.
Enginn óskynsamur fer inn á hann.
Aðeins hinir endurleystu ganga þar.+
10 Þeir sem Jehóva hefur endurleyst snúa aftur+ og koma fagnandi til Síonar.+
Óendanleg gleði prýðir höfuð þeirra.+
Fögnuður og gleði fylgir þeim
en sorg og andvörp flýja.+
36 Á 14. stjórnarári Hiskía konungs fór Sanheríb Assýríukonungur+ í herferð gegn öllum víggirtum borgum í Júda og vann þær.+ 2 Nú sendi Assýríukonungur yfirdrykkjarþjón* sinn+ ásamt fjölmennum her frá Lakís+ til Hiskía konungs í Jerúsalem. Þeir tóku sér stöðu við vatnsleiðsluna úr efri tjörninni+ sem er við veginn að þvottavellinum.+ 3 Eljakím+ Hilkíason hallarráðsmaður, Sebna+ ritari og Jóak Asafsson ríkisritari* gengu þá út til hans.
4 Yfirdrykkjarþjónninn sagði við þá: „Segið Hiskía: ‚Hinn mikli konungur, Assýríukonungur, segir: „Af hverju ertu svona öruggur með þig?+ 5 Þú segir: ‚Ég er með hernaðaráætlun og herafla til að fara í stríð.‘ En það eru orðin tóm. Á hvern treystirðu fyrst þú dirfist að gera uppreisn gegn mér?+ 6 Þú treystir á stuðning frá Egyptalandi, þessum brákaða reyr. Hann stingst inn í hönd þess sem styður sig við hann og fer í gegnum hana. Þannig fer fyrir öllum sem treysta á faraó Egyptalandskonung.+ 7 Þið segið kannski: ‚Við treystum á Jehóva Guð okkar.‘ En eru það ekki fórnarhæðir hans og ölturu sem Hiskía hefur fjarlægt?+ Og segir hann ekki við Júdamenn og Jerúsalembúa: ‚Fallið fram fyrir þessu altari‘?“‘+ 8 Veðjaðu nú við herra minn, Assýríukonung:+ Ég gef þér 2.000 hesta ef þú getur fundið nógu marga riddara á þá. 9 Hvernig geturðu varist árás frá einum landstjóra, jafnvel aumasta þjóni herra míns, þú sem reiðir þig á stríðsvagna og riddara frá Egyptalandi? 10 Heldurðu að ég sé kominn til að leggja þetta land í rúst án leyfis frá Jehóva? Jehóva sagði sjálfur við mig: ‚Haltu gegn þessu landi og leggðu það í rúst.‘“
11 Þá sögðu Eljakím, Sebna+ og Jóak við yfirdrykkjarþjóninn:+ „Talaðu við okkur þjóna þína á arameísku*+ því að við skiljum hana. Talaðu ekki við okkur á máli Gyðinga því að fólkið á múrnum gæti heyrt í þér.“+ 12 En drykkjarþjónninn svaraði: „Heldurðu að herra minn hafi aðeins sent mig til herra þíns og til þín með þessi skilaboð? Eru þau ekki líka ætluð mönnunum sem sitja á múrnum, þeim sem munu borða sinn eigin saur og drekka sitt eigið þvag ásamt ykkur?“
13 Síðan kallaði drykkjarþjónninn hárri röddu á máli Gyðinga:+ „Heyrið það sem Assýríukonungur, hinn mikli konungur, segir.+ 14 Þetta er það sem konungurinn segir: ‚Látið Hiskía ekki blekkja ykkur því að hann getur ekki bjargað ykkur.+ 15 Og látið Hiskía ekki telja ykkur á að treysta Jehóva+ þegar hann segir: „Jehóva bjargar okkur og þessi borg fellur ekki í hendur Assýríukonungs.“ 16 Hlustið ekki á Hiskía því að Assýríukonungur segir: „Semjið frið við mig og gefist upp.* Þá mun hver og einn ykkar borða af eigin vínviði og eigin fíkjutré og drekka vatn úr eigin brunni 17 þar til ég kem og flyt ykkur til lands sem er eins og landið ykkar,+ lands sem er fullt af korni og nýju víni, brauði og víngörðum. 18 Látið ekki Hiskía blekkja ykkur þegar hann segir: ‚Jehóva bjargar okkur.‘ Hefur nokkur af guðum annarra þjóða bjargað landi sínu úr höndum Assýríukonungs?+ 19 Hvar eru guðir borganna Hamat og Arpad?+ Hvar eru guðir Sefarvaím?+ Gátu þeir bjargað Samaríu frá mér?+ 20 Enginn af guðum þessara landa hefur bjargað landi sínu úr höndum mínum. Hvernig á Jehóva þá að geta bjargað Jerúsalem frá mér?“‘“+
21 En þeir þögðu og svöruðu honum ekki einu orði því að konungurinn hafði sagt: „Þið skuluð ekki svara honum.“+ 22 Eljakím Hilkíason hallarráðsmaður, Sebna+ ritari og Jóak Asafsson ríkisritari* fóru síðan til Hiskía í rifnum fötum og sögðu honum hvað yfirdrykkjarþjónninn hafði sagt.
37 Um leið og Hiskía konungur heyrði þetta reif hann föt sín, huldi sig hærusekk og gekk í hús Jehóva.+ 2 Síðan sendi hann Eljakím hallarráðsmann, Sebna ritara og öldunga prestanna klædda hærusekk til Jesaja+ Amotssonar spámanns. 3 Þeir sögðu við hann: „Hiskía segir: ‚Í dag er dagur neyðar, niðurlægingar* og svívirðingar. Börnin eru tilbúin til fæðingar* en enginn kraftur er til að fæða.+ 4 Kannski heyrir Jehóva Guð þinn orð yfirdrykkjarþjónsins* sem Assýríukonungur herra hans sendi til að hæðast að hinum lifandi Guði.+ Og Jehóva Guð þinn dregur hann kannski til ábyrgðar fyrir það sem hann heyrði. Biddu+ því fyrir þeim sem eftir eru, þeim sem eru enn á lífi.‘“+
5 Þegar þjónar Hiskía konungs komu til Jesaja+ 6 sagði hann við þá: „Segið herra ykkar: ‚Jehóva segir: „Óttastu ekki+ það sem þjónar Assýríukonungs+ sögðu til að smána mig. 7 Ég ætla að kveikja hjá honum hugmynd.* Hann mun heyra orðróm og snúa aftur heim í land sitt.+ Síðan læt ég hann falla fyrir sverði í sínu eigin landi.“‘“+
8 Nú frétti yfirdrykkjarþjónninn að Assýríukonungur væri farinn frá Lakís. Þá sneri hann aftur til hans og fann hann þar sem hann herjaði á Líbna.+ 9 Þegar konungurinn frétti að Tírhaka konungur Eþíópíu væri lagður af stað til að berjast við hann sendi hann aftur menn til Hiskía+ með þessi skilaboð: 10 „Segið við Hiskía Júdakonung: ‚Láttu ekki Guð þinn, sem þú treystir á, blekkja þig þegar hann segir: „Jerúsalem fellur ekki í hendur Assýríukonungs.“+ 11 Þú hefur heyrt hvernig Assýríukonungar fóru með öll hin löndin. Þeir lögðu þau í rúst.*+ Hvers vegna ættir þú einn að bjargast? 12 Gátu guðir þjóðanna sem forfeður mínir eyddu bjargað þeim?+ Hvar eru Gósan, Haran,+ Resef og Edensmenn sem bjuggu í Telassar? 13 Hvar er konungurinn í Hamat, konungurinn í Arpad og konungarnir í borgunum Sefarvaím,+ Hena og Íva?‘“
14 Hiskía tók við bréfunum af sendiboðunum og las þau. Síðan gekk hann upp til húss Jehóva og breiddi úr þeim* frammi fyrir Jehóva.+ 15 Hiskía bað til Jehóva+ og sagði: 16 „Jehóva hersveitanna,+ Guð Ísraels, þú sem situr í hásæti yfir kerúbunum,* þú einn ert hinn sanni Guð yfir öllum ríkjum jarðar. Þú skapaðir himin og jörð. 17 Ljáðu mér eyra og hlustaðu, Jehóva!+ Opnaðu augun, Jehóva, og sjáðu!+ Heyrðu öll orð Sanheríbs sem hann hefur sent til að hæðast að hinum lifandi Guði.+ 18 Það er rétt, Jehóva, að Assýríukonungar hafa gereytt öll lönd+ ásamt sínu eigin landi. 19 Þeir hafa kastað guðum þeirra á eld+ því að þeir voru engir guðir heldur handaverk manna+ úr viði og steini. Þess vegna gátu þeir tortímt þeim. 20 En Jehóva Guð okkar, bjargaðu okkur nú úr höndum hans svo að öll ríki jarðar komist að raun um að þú einn, Jehóva, ert Guð.“+
21 Jesaja Amotsson sendi þá Hiskía þessi skilaboð: „Jehóva Guð Ísraels segir: ‚Þú baðst til mín varðandi Sanheríb Assýríukonung.+ 22 Þetta er orðið sem Jehóva hefur talað gegn honum:
„Meyjan, Síonardóttir, fyrirlítur þig, hún hæðist að þér.
Jerúsalemdóttir hristir höfuðið yfir þér.
23 Hvern hefur þú smánað+ og vanvirt?
Gegn hverjum hefur þú hækkað róminn+
og lyft hrokafullum augum þínum?
Gegn Hinum heilaga Ísraels!+
24 Þú hefur látið þjóna þína hæðast að Jehóva+ og sagt:
Ég mun höggva niður háu sedrustrén og stæðilegu einitrén.
Ég fer inn í fjarlægustu fylgsnin, þangað sem skógurinn er þéttastur.
25 Ég gref brunna og drekk vatn.
Ég þurrka upp ár Egyptalands* með iljum fóta minna.‘
Nú hrindi ég því í framkvæmd.+
Þú gerir víggirtar borgir að yfirgefnum rústum.+
27 Íbúar þeirra verða hjálparvana,
þeir verða óttaslegnir og niðurlægðir.
Þeir verða eins og gróður á engi og nýsprottið gras,
eins og gras á þaki sem sviðnar í austanvindinum.
28 En ég veit hvenær þú situr, hvenær þú ferð út og kemur inn+
og hvenær reiði þín blossar upp gegn mér+
29 því að heift þín gegn mér+ og öskur hafa borist mér til eyrna.+
Ég set því krók minn í nef þitt og beisli+ mitt í munn þinn
og teymi þig aftur sömu leið og þú komst.“
30 Þetta skal vera þér* tákn: Á þessu ári munuð þið borða af því sem sprettur af sjálfu sér,* á næsta ári munuð þið líka borða sjálfsáið korn en þriðja árið munuð þið sá og uppskera, planta víngarða og borða ávöxt þeirra.+ 31 Þeir sem eftir eru af ætt Júda og komast undan+ festa rætur að neðan og bera ávöxt að ofan. 32 Þeir sem eftir eru munu ganga út úr Jerúsalem og þeir sem lifa af frá Síonarfjalli.+ Brennandi ákafi Jehóva hersveitanna kemur þessu til leiðar.+
33 Þess vegna segir Jehóva um Assýríukonung:+
„Hann kemur ekki inn í þessa borg,+
skýtur engri ör að henni,
fer ekki gegn henni með skjöld
og reisir ekki umsátursvirki gegn henni.“‘+
34 ‚Hann snýr aftur sömu leið og hann kom.
Hann kemur ekki inn í þessa borg,‘ segir Jehóva.
36 Engill Jehóva fór nú og drap 185.000 menn í herbúðum Assýringa. Þegar menn fóru á fætur snemma morguninn eftir sáu þeir öll líkin sem lágu þar.+ 37 Sanheríb Assýríukonungur lagði þá af stað, sneri aftur til Níníve+ og hélt þar kyrru fyrir.+ 38 En dag einn þegar hann kraup í hofi* Nísroks guðs síns drápu synir hans hann með sverði,+ þeir Adrammelek og Sareser. Síðan flúðu þeir til Araratlands.+ Asarhaddon+ sonur hans varð konungur eftir hann.
38 Um þetta leyti veiktist Hiskía og lá fyrir dauðanum.+ Jesaja+ Amotsson spámaður kom til hans og sagði: „Jehóva segir: ‚Tjáðu heimilisfólki þínu síðustu ósk þína því að þú munt deyja. Þú nærð þér ekki.‘“+ 2 Þá sneri Hiskía sér upp að vegg og bað til Jehóva: 3 „Ég bið þig, Jehóva, mundu+ að ég hef þjónað þér af trúfesti og af öllu hjarta+ og gert það sem er gott í þínum augum.“ Síðan grét Hiskía sárlega.
4 Þá kom orð Jehóva til Jesaja: 5 „Snúðu við og segðu við Hiskía:+ ‚Jehóva, Guð Davíðs forföður þíns, segir: „Ég hef heyrt bæn þína.+ Ég hef séð tár þín.+ Ég mun lengja ævi* þína um 15 ár+ 6 og ég ætla að bjarga þér og þessari borg úr höndum Assýríukonungs og verja hana.+ 7 Þetta er táknið sem Jehóva mun gefa til að þú sjáir að Jehóva ætlar að gera það sem hann hefur sagt:+ 8 Ég læt skuggann sem fellur á stiga* Akasar færast aftur um tíu þrep.“‘“+ Sólin færðist þá aftur um þau tíu þrep á stiganum sem hún hafði þegar farið niður.
9 Ljóð sem Hiskía Júdakonungur orti meðan hann var veikur og eftir að hann náði sér.
10 Ég sagði: „Á miðjum aldri
þarf ég að ganga inn um hlið grafarinnar.*
Ég er sviptur þeim árum sem ég átti ólifuð.“
11 Ég sagði: „Ég fæ ekki að sjá Jah,* Jah í landi hinna lifandi.+
Ég fæ ekki að sjá mennina framar
þegar ég er kominn til þeirra sem búa í landi dauðans.*
12 Bústaður minn er rifinn niður og tekinn frá mér+
eins og tjald fjárhirðis.
Ég hef vafið upp lífi mínu eins og vefari dúknum,
ég er skorinn frá eins og uppistöðuþræðirnir.
Frá morgni til kvölds læturðu mig þjást.+
13 Ég reyni að róa mig um nætur.
Eins og ljón brýtur hann öll mín bein,
frá morgni til kvölds læturðu mig þjást.+
Ég horfi úrvinda til himins:+
‚Jehóva, ég er aðþrengdur.
15 Hvað get ég sagt?
Hann hefur talað til mín og tekið á málum.
Ég ætla að ganga í auðmýkt* öll æviár mín
vegna örvæntingar minnar.
16 ‚Jehóva, af þessu* lifa allir menn
og í því er lífskraftur minn fólginn.
Þú lætur mér batna og leyfir mér að lifa.+
17 Í stað friðar sótti á mig sár kvöl.
En þér þótti vænt um mig
og þú bjargaðir mér frá gröf eyðingarinnar.+
Þú hefur kastað öllum syndum mínum aftur fyrir þig.*+
Þeir sem lagðir eru í gröfina geta ekki vonað á trúfesti þína.+
19 Sá einn sem lifir getur lofað þig,
rétt eins og ég geri í dag.
Faðir getur frætt syni sína um trúfesti þína.+
20 Jehóva, bjargaðu mér!
21 Þá sagði Jesaja: „Komið með köku úr þurrkuðum fíkjum og leggið á kýlið svo að honum batni.“+ 22 Hiskía hafði spurt: „Hvert verður tákn þess að ég geti farið upp til húss Jehóva?“+
39 Um þetta leyti sendi Meródak Baladan Baladansson, konungur í Babýlon, bréf og gjöf til Hiskía+ því að hann hafði frétt að hann hefði verið veikur og að honum væri batnað.+ 2 Hiskía tók fagnandi á móti sendiboðunum og sýndi þeim fjárhirslu sína+ – silfrið, gullið, balsamolíuna og aðrar dýrindisolíur, allt vopnabúr sitt og allt sem var í fjárhirslunum. Það var ekkert í höll Hiskía eða nokkurs staðar í ríki hans sem hann sýndi þeim ekki.
3 Eftir það kom Jesaja spámaður til Hiskía konungs og spurði: „Hvað sögðu þessir menn og hvaðan komu þeir?“ „Þeir komu frá fjarlægu landi,“ svaraði Hiskía, „frá Babýlon.“+ 4 Þá spurði Jesaja: „Hvað sáu þeir í höllinni?“ „Þeir sáu allt í höllinni,“ svaraði Hiskía. „Það er ekkert í fjárhirslum mínum sem ég sýndi þeim ekki.“
5 Þá sagði Jesaja við Hiskía: „Hlustaðu á það sem Jehóva hersveitanna segir: 6 ‚Þeir dagar koma þegar allt í höll þinni og allt sem forfeður þínir hafa safnað til þessa dags verður flutt til Babýlonar. Ekkert verður eftir,‘+ segir Jehóva.+ 7 ‚Og nokkrir af afkomendum þínum, sem þú átt eftir að eignast, verða teknir og gerðir að hirðmönnum í höll konungsins í Babýlon.‘“+
8 Hiskía sagði þá við Jesaja: „Það sem Jehóva hefur falið þér að segja er gott.“ Og hann bætti við: „Það verður þá friður og stöðugleiki* meðan ég lifi.“+
40 „Huggið fólk mitt, huggið það,“ segir Guð ykkar.+
2 „Talið hlýlega til* Jerúsalem
og boðið henni að nauðungarvinna hennar sé á enda,
að skuld hennar sé greidd.+
Af hendi Jehóva eru allar syndir hennar endurgoldnar að fullu.“*+
3 Rödd manns kallar í óbyggðunum:
„Greiðið veg Jehóva!+
Ryðjið beina braut+ um eyðimörkina handa Guði okkar.+
4 Hver dalur hækki
og hvert fjall og hæð lækki.
Óslétt jörðin skal verða að flatlendi
og grýtt jörðin að dalsléttu.+
6 Hlustaðu! Einhver segir: „Kallaðu!“
Annar spyr: „Hvað á ég að kalla?“
„Allir menn eru* eins og grængresi.
Tryggur kærleikur þeirra er eins og blóm á engi.+
Já, mennirnir eru ekki annað en gras.
Hrópaðu hátt,
þú kona sem flytur Jerúsalem gleðifréttir.
Hrópaðu, vertu ekki hrædd.
Boðaðu borgum Júda: „Hér er Guð ykkar.“+
Sjáið, hann hefur launin með sér,
launin sem hann greiðir eru frammi fyrir honum.+
11 Eins og hirðir annast hann hjörð sína.+
Hann smalar lömbunum saman með hendinni
og ber þau í fangi sínu.
Blíðlega leiðir hann ærnar sem eru með lömb á spena.+
14 Hjá hverjum leitaði hann ráða til að fá skilning?
Hver fræðir hann um veg réttlætisins?
Hann lyftir upp eyjunum eins og væru þær rykkorn.
18 Við hvern getið þið líkt Guði?+
Er eitthvað til sem jafnast á við hann?+
20 Hann velur sér tré að fórnargjöf,+
tré sem fúnar ekki.
Hann finnur færan handverksmann
til að skera út líkneski sem veltur ekki um koll.+
21 Vitið þið ekki?
Hafið þið ekki heyrt?
Hefur ykkur ekki verið sagt það frá upphafi?
Hafið þið ekki skilið það sem var augljóst frá grundvöllun jarðar?+
Hann þenur út himininn eins og þunna slæðu
og breiðir úr honum eins og tjaldi til að búa í.+
23 Hann sviptir háttsetta menn völdum
og gerir dómara* jarðar að engu.
24 Þeir eru varla gróðursettir,
þeim er varla sáð,
stofn þeirra hefur varla fest rætur í jörð
fyrr en þeir fjúka burt og visna
og vindurinn ber þá burt eins og hálm.+
25 „Við hvern getið þið líkt mér? Hver er jafningi minn?“ spyr Hinn heilagi.
26 „Horfið upp til himins og sjáið.
Hver hefur skapað allt þetta?+
Það er hann sem leiðir stjörnurnar eins og her og telur þær,
hann nefnir þær allar með nafni.+
Hann býr yfir svo gríðarlegum krafti og ógurlegum mætti+
að enga þeirra vantar.
27 Jakob, af hverju segir þú, og Ísrael, af hverju fullyrðir þú:
‚Vegir mínir eru huldir Jehóva,
Guði er sama um óréttlætið sem ég má þola‘?+
28 Veistu ekki? Hefurðu ekki heyrt?
Jehóva, sem skapaði endimörk jarðar, er Guð um alla eilífð.+
Hann þreytist aldrei né örmagnast.+
Viska* hans er órannsakanleg.*+
30 Drengir þreytast og örmagnast
og ungir menn hrasa og falla
31 en þeir sem vona á Jehóva fá nýjan kraft.
Þeir svífa hátt á vængjum eins og ernir.+
Þeir hlaupa og örmagnast ekki,
þeir ganga og þreytast ekki.“+
Þær skulu ganga fram og tala síðan.+
Við skulum mætast í réttarsal.
2 Hver hefur sótt mann frá sólarupprásinni,*+
kallað hann til sín* til að koma á réttlæti,
til að gefa þjóðir honum á vald
og láta hann sigra konunga?+
Hver gerir þá að dufti fyrir sverði hans,
að fjúkandi hálmi fyrir boga hans?
3 Hann veitir þeim eftirför og ekkert hindrar hann
á leiðum þar sem hann hefur aldrei stigið fæti.
4 Hver hefur látið til sín taka og gert þetta,
kallað til kynslóðirnar frá upphafi?
5 Eyjarnar sáu það og urðu hræddar.
Endimörk jarðar skjálfa.
Þjóðirnar safnast saman og ganga fram.
6 Einn hjálpar öðrum
og segir við bróður sinn: „Vertu hugrakkur.“
7 Handverksmaðurinn hvetur gullsmiðinn+
og sá sem hamrar málminn í þynnur
hvetur þann sem slær steðjann.
Hann segir um lóðninguna: „Hún er góð.“
Síðan er skurðgoðið fest með nöglum svo að það velti ekki.
10 Vertu ekki hræddur því að ég er með þér.+
Hafðu ekki áhyggjur því að ég er Guð þinn.+
Ég styrki þig, ég hjálpa þér,+
ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns.‘
11 Allir sem reiðast þér verða auðmýktir og þurfa að skammast sín.+
Þeir sem berjast við þig tortímast og verða að engu.+
12 Þú munt leita að þeim sem standa gegn þér en ekki finna þá,
þeir sem herja á þig verða að engu, þeir hverfa með öllu.+
13 Ég, Jehóva Guð þinn, gríp í hægri hönd þína,
ég segi við þig: ‚Vertu ekki hræddur, ég hjálpa þér.‘+
14 Vertu ekki hræddur, Jakob, þú litli ormur,*+
ég hjálpa ykkur, Ísraelsmenn,“ segir Jehóva, endurlausnari þinn,+ Hinn heilagi Ísraels.
Þú munt þreskja fjöllin og mylja þau
og gera hæðirnar að hismi.
17 „Fátækir og þurfandi leita að vatni en finna ekkert.
Tunga þeirra er skrælnuð af þorsta.+
Ég, Jehóva, mun bænheyra þá.+
Ég, Guð Ísraels, yfirgef þá ekki.+
Ég geri óbyggðirnar að sefgrónum tjörnum
og vatnslaust landið að uppsprettum.+
Ég gróðurset einitré á eyðisléttunni
ásamt aski og kýprustrjám+
20 svo að allir sjái og viti,
taki eftir og skilji
að hönd Jehóva hefur gert þetta
og Hinn heilagi Ísraels hefur skapað það.“+
21 „Flytjið mál ykkar,“ segir Jehóva.
„Berið fram rök ykkar,“ segir konungur Jakobs.
22 „Leggið fram sannanir og segið okkur hvað mun gerast.
Segið okkur frá því sem gerðist áður
svo að við getum hugleitt það* og vitað hvernig fer.
Eða segið okkur hvað sé í vændum.+
Já, gerið eitthvað, gott eða illt,
svo að við undrumst þegar við sjáum það.+
Sá sem kýs ykkur er fyrirlitlegur.+
26 Hver sagði frá þessu í upphafi svo að við vissum það,
eða fyrir löngu svo að við gætum sagt: ‚Hann hefur rétt fyrir sér‘?+
Enginn boðaði það.
Enginn sagði frá því.
Enginn heyrði neitt frá ykkur!“+
27 Ég var sá fyrsti sem sagði við Síon: „Svona verður það!“+
og ég sendi fagnaðarboða til Jerúsalem.+
28 Ég leit í kringum mig en þar var enginn,
enginn sem gat veitt ráð.
Ég spurði en enginn svaraði.
29 Þeir eru allir hrein ímyndun.
Þeir geta ekkert gert.
Líkneski* þeirra eru vindur og einskis nýt.+
Ég hef látið anda minn koma yfir hann.+
Hann mun færa þjóðunum réttlæti.+
Í trúfesti kemur hann á réttlæti.+
5 Þetta segir hinn sanni Guð, Jehóva,
hinn mikli Guð sem skapaði himininn og þandi hann út,+
hann sem breiddi út jörðina með öllu sem á henni vex,+
sem gefur íbúum hennar andardrátt+
og þeim anda sem ganga á henni:+
6 „Ég, Jehóva, hef kallað þig í réttlæti mínu
og tekið í hönd þína.
Ég vernda þig og geri þig að sáttmála fyrir fólkið+
og ljósi fyrir þjóðirnar+
7 til að þú opnir augu blindra,+
leiðir fangann út úr dýflissunni
og þá sem sitja í myrkri út úr fangelsinu.+
8 Ég er Jehóva, það er nafn mitt.
9 Það sem ég hef áður sagt er komið fram
og nú boða ég nýja hluti.
Ég segi ykkur frá þeim áður en örlar fyrir þeim.“+
lofsyngið hann frá endimörkum jarðar,+
þið sæfarar og allt sem í hafinu er,
þið eyjar og íbúar þeirra.+
Þeir sem búa á klettunum fagni,
þeir hrópi af fjallatindunum.
13 Jehóva heldur af stað eins og kappi.+
Hann brennur af ákafa eins og stríðsmaður.+
Hann hrópar, já, hann rekur upp heróp.
Hann reynist óvinum sínum yfirsterkari.+
14 „Ég hef þagað lengi.
Ég var hljóður og hafði hemil á mér.
En nú styn ég eins og kona í fæðingu,
mása og stend á öndinni.
15 Ég legg fjöll og hæðir í eyði
og læt allt sem vex á þeim visna.
Þetta geri ég fyrir þá og ég yfirgef þá ekki.“
17 Þeir sem reiða sig á skurðgoð,
þeir sem segja við málmlíkneskin:* „Þið eruð guðir okkar,“
neyðast til að hörfa með skömm.+
19 Hver er blindur eins og þjónn minn,
heyrnarlaus eins og sendiboði minn?
Hver er eins blindur og sá sem fær launin,
eins blindur og þjónn Jehóva?+
20 Þú sérð margt en gefur því ekki gaum.
Eyrun eru opin en þú hlustar ekki.+
21 Vegna réttlætis síns
hefur Jehóva ánægju af að sýna hve mikil og stórfengleg lög hans eru.*
Farið er ránshendi um landið en enginn bjargar þeim,+
þeir eru rændir en enginn segir: „Skilið þeim!“
23 Hver ykkar heyrir þetta?
Hver gefur því gaum og dregur lærdóm af því?
24 Hver hefur gert Jakob að ránsfeng
og gefið Ísrael ræningjum á vald?
Er það ekki Jehóva, hann sem við syndguðum gegn?
Logar stríðsins eyddu öllu í kringum þá en þeir gáfu því engan gaum.+
Þeir blossuðu gegn þeim en þeir tóku það ekki til sín.+
„Vertu ekki hræddur því að ég hef endurleyst þig.+
Ég hef nefnt þig með nafni.
Þú tilheyrir mér.
Þegar þú gengur gegnum eldinn muntu ekki brenna þig
og þú sviðnar ekki í loganum
3 því að ég er Jehóva Guð þinn,
Hinn heilagi Ísraels, frelsari þinn.
Ég hef gefið Egyptaland í lausnargjald fyrir þig,
Eþíópíu og Seba í skiptum fyrir þig.
Þess vegna gef ég menn í þinn stað
og þjóðir í skiptum fyrir líf þitt.
5 Vertu ekki hræddur því að ég er með þér.+
Ég kem með afkomendur þína úr austri
og safna ykkur saman úr vestri.+
6 Ég segi við norðrið: ‚Slepptu þeim!‘+
og við suðrið: ‚Láttu þá lausa.
Komdu með syni mína úr fjarska og dætur mínar frá endimörkum jarðar,+
alla sem ég skapaði mér til dýrðar
og ég hef myndað og mótað.‘+
Hver þeirra* getur sagt þetta fyrir?
Eða geta þeir skýrt frá hvað gerist fyrst?*+
Leiði þeir fram vitni til að sanna mál sitt,
látið menn heyra það og segja: ‚Þetta er rétt!‘“+
10 „Þið eruð vottar mínir,“+ segir Jehóva,
„já, þjónn minn sem ég hef valið+
svo að þið kynnist mér og trúið á mig*
og skiljið að ég er alltaf hinn sami.+
Á undan mér var enginn Guð til
og eftir mig verður heldur enginn til.+
11 Ég, ég er Jehóva,+ og enginn frelsari er til nema ég.“+
12 „Það var ég sem boðaði það, sem frelsaði og gerði það kunnugt
þegar enginn framandi guð var meðal ykkar.+
Þið eruð vottar mínir,“ segir Jehóva, „og ég er Guð.+
Hver getur aftrað mér þegar ég læt til mín taka?“+
14 Þetta segir Jehóva, endurlausnari ykkar,+ Hinn heilagi Ísraels:+
„Ykkar vegna sendi ég her til Babýlonar og ríf niður slagbranda á öllum hliðunum,+
og Kaldear hrópa af angist á skipum sínum.+
15 Ég er Jehóva, ykkar heilagi,+ skapari Ísraels,+ konungur ykkar.“+
16 Þetta segir Jehóva,
sá sem leggur veg gegnum hafið
og opnar leið gegnum ólgandi vötnin,+
17 sá sem leiðir út hesta og stríðsvagna,+
herinn ásamt köppunum:
„Þeir munu liggja þar og standa ekki upp.+
Þeim verður eytt eins og slökkt sé á logandi kveik.“
18 „Hugsið ekki um það sem áður var
og dveljið ekki við fortíðina.
19 Sjáið! Ég geri nokkuð sem er nýtt.+
Það er nú þegar að spretta fram.
Sjáið þið það ekki?
20 Villtu dýrin heiðra mig,
sjakalar og strútar,
því að ég læt vatn spretta upp í óbyggðunum,
ár streyma í eyðimörkinni+
til að fólk mitt geti drukkið, mínir útvöldu,+
21 þjóðin sem ég myndaði handa mér
til að hún gæti heiðrað mig og lofað.+
23 Þú hefur ekki fært mér sauði að brennifórn
né heiðrað mig með fórnum þínum.
Ég hef ekki þvingað þig til að færa mér gjafir
né þreytt þig með því að krefjast reykelsis.+
Í staðinn hefurðu íþyngt mér með syndum þínum
og þreytt mig með misgerðum þínum.+
26 Mætumst í réttarsal. Minntu mig á það sem ég kann að hafa gleymt.
Segðu þína hlið á málinu til að sanna að þú hafir rétt fyrir þér.
28 Þess vegna vanhelga ég höfðingja helgidómsins.
Ég gef Jakob eyðingunni á vald
og læt Ísrael verða fyrir svívirðingum.+
Ég úthelli anda mínum yfir börn þín+
og blessun minni yfir afkomendur þína.
5 Einn mun segja: „Ég tilheyri Jehóva.“+
Annar nefnir sig nafni Jakobs
og enn einn skrifar á hönd sína: „Eign Jehóva,“
og hann tekur sér nafnið Ísrael.‘
‚Ég er hinn fyrsti og ég er hinn síðasti.+
Enginn Guð er til nema ég.+
Hann svari hátt og skýrt og sanni það fyrir mér!+
Þeir geri eins og ég hef gert síðan ég myndaði þjóð endur fyrir löngu.
Þeir segi frá því sem er ókomið
og því sem á eftir að gerast.
Hef ég ekki sagt þetta fyrir og boðað ykkur öllum það?
Þið eruð vottar mínir.+
Er nokkur Guð til nema ég?
Nei, enginn annar klettur er til.+ Ég veit ekki af neinum.‘“
Þær geta ekki borið vitni því að þær sjá ekkert og vita ekki neitt.+
Þeir sem gerðu þær verða sér til skammar.+
10 Hver myndi búa til guð eða steypa málmlíkneski
sem ekkert gagn er í?+
11 Allir félagar hans verða sér til skammar!+
Handverksmennirnir eru bara menn.
Látið þá alla safnast saman og ganga fram.
Þeir fyllast skelfingu og verða sér til skammar.
12 Málmsmiðurinn formar járnið með verkfæri sínu yfir kolunum.
Hann mótar það með hamri
og smíðar úr því með sterkri hendi.+
Síðan verður hann svangur og missir máttinn
og hann þreytist ef hann drekkur ekki vatn.
13 Tréskurðarmaður strekkir mælisnúruna og teiknar útlínur með rauðri krít.
Hann sker út tréð með sporjárni og merkir fyrir með sirkli.
14 Maður nokkur vinnur við að fella sedrustré.
Hann velur ákveðið tré, eikartré,
og lætur það vaxa meðal skógartrjánna.+
Hann gróðursetur lárviðartré og það vex í rigningunni.
15 Annar notar það síðan í eldivið.
Hann notar hluta af viðnum til að hlýja sér,
kveikir eld og bakar brauð.
En hann gerir sér líka guð og tilbiður hann.
Hann heggur sér líkneski og fellur fram fyrir því.+
16 Helminginn af viðnum brennir hann í eldi.
Við þann helminginn steikir hann kjöt og borðar sig saddan.
Hann hlýjar sér líka og segir:
„Mikið er notalegt að hlýja sér og horfa í eldinn.“
17 En úr afganginum býr hann til guð, skurðgoð.
Hann fellur fram fyrir því og tilbiður það.
Hann biður til þess og segir:
„Bjargaðu mér því að þú ert guð minn.“+
18 Þeir vita ekkert og skilja ekki neitt+
því að augu þeirra eru lokuð svo að þeir sjá ekki
og hjörtu þeirra eru skilningslaus.
19 Enginn staldrar við og hugsar,
enginn hefur vit né skynsemi til að segja:
„Helminginn brenndi ég í eldi
og ég bakaði brauð og steikti kjöt á glóðunum.
Ætti ég þá að búa til viðurstyggilegan hlut úr afganginum?+
Á ég að tilbiðja trjádrumb?“*
20 Hann nærist á ösku.
Táldregið hjarta hans hefur leitt hann afvega.
Hann bjargar hvorki sjálfum sér né hugsar hann með sér:
„Er þetta ekki vita gagnslaust sem ég er með í hægri hendinni?“
21 „Mundu þetta, Jakob, og þú, Ísrael,
því að þú ert þjónn minn.
Ég myndaði þig og þú ert þjónn minn.+
Ég mun ekki gleyma þér, Ísrael.+
Snúðu aftur til mín því að ég endurleysi þig.+
23 Hrópið af gleði, þið himnar,
því að Jehóva hefur látið til sín taka.
Rekið upp siguróp, djúp jarðar!
Hrópið fagnandi, þið fjöll,+
þið skógar og öll tré,
því að Jehóva hefur endurleyst Jakob
og með Ísrael sýnir hann dýrðarljóma sinn.“+
„Ég er Jehóva sem skapaði allt.
Hver var með mér þegar ég gerði það?
25 Ég geri að engu tákn þeirra sem fara með innantóm orð*
og læt spásagnarmenn haga sér eins og heimskingja.+
Ég rugla vitringana í ríminu
og geri þekkingu þeirra að heimsku.+
Ég segi um Jerúsalem: ‚Hún verður byggð á ný,‘+
og um borgir Júda: ‚Þær verða endurreistar,+
og ég reisi Jerúsalem úr rústum.‘+
Ég segi um Jerúsalem: ‚Hún verður endurreist,‘
og við musterið: ‚Grunnur þinn verður lagður.‘“+
45 Þetta segi ég, Jehóva, við minn smurða, við Kýrus,+
sem ég hef tekið í hægri höndina á+
til að leggja þjóðir undir hann,+
til að afvopna* konunga
og opna fyrir honum dyrnar
svo að borgarhliðin verði ekki lokuð:
Ég mölva koparhurðirnar
og slagbrandana úr járni hegg ég af.+
3 Ég gef þér fjársjóðina sem eru í myrkrinu
og auðæfin sem eru falin á leyndum stöðum+
svo að þú skiljir að ég er Jehóva,
Guð Ísraels, sem kalla þig með nafni.+
4 Vegna Jakobs þjóns míns og Ísraels, míns útvalda,
kalla ég þig með nafni.
Ég gef þér heiðursnafn þó að þú hafir ekki þekkt mig.
5 Ég er Jehóva og enginn annar er til.
Enginn Guð er til nema ég.+
Ég styrki þig* þó að þú hafir ekki þekkt mig
6 svo að menn viti
frá austri til vesturs*
að enginn er til nema ég.+
Ég er Jehóva og enginn annar er til.+
Ég, Jehóva, geri allt þetta.
Jörðin opnist svo að frelsunin grói
og láti hún réttlætið spretta.+
Ég, Jehóva, hef komið því til leiðar.“
9 Illa fer fyrir þeim sem berst gegn skapara sínum*
því að hann er bara leirbrot
innan um hin leirbrotin sem liggja á jörðinni.
Á leirinn að segja við leirkerasmiðinn:* „Hvað ertu að gera?“+
Eða á verk hans að segja: „Hann er ekki með hendur“?*
10 Illa fer fyrir þeim sem segir við föður: „Hvers konar afkvæmi munt þú eignast?“
og við konu: „Hvað ert þú að fæða?“
11 Þetta segir Jehóva, Hinn heilagi Ísraels,+ sá sem myndaði hann:
„Véfengirðu orð mín um það sem koma skal
og skipar mér fyrir varðandi syni mína+ og verk handa minna?
12 Ég gerði jörðina+ og skapaði manninn á henni.+
Hann mun reisa borg mína+
og láta útlaga mína lausa+ án endurgjalds eða mútu,“+ segir Jehóva hersveitanna.
14 Jehóva segir:
Þeir munu ganga fjötraðir á eftir þér,
þeir koma og krjúpa fyrir þér.+
Þeir segja við þig með lotningu: ‚Guð er sannarlega með þér+
og enginn annar er til, enginn annar er Guð.‘“
16 Menn verða sér til skammar og verða auðmýktir.
Skurðgoðasmiðirnir ganga allir burt með smán.+
17 En Jehóva frelsar Ísrael og sú frelsun varir að eilífu.+
Aldrei að eilífu þurfið þið að skammast ykkar né verða smánaðir.+
18 Þetta segir Jehóva,
skapari himins,+ hinn sanni Guð,
hann sem mótaði jörðina og myndaði hana svo að hún stæði stöðug,+
sem skapaði hana ekki til einskis* heldur til að hún væri byggð:+
„Ég er Jehóva og enginn annar er til.
19 Ég talaði ekki á leyndum stað,+ í landi myrkurs.
Ég sagði ekki við afkomendur Jakobs:
‚Leitið mín til einskis.‘
Ég er Jehóva og segi það sem er satt* og boða það sem er rétt.+
20 Safnist saman og komið.
Gangið nær, þið sem hafið flúið frá þjóðunum.+
Þeir vita ekkert, þeir sem ganga um með skurðgoð
og biðja til guðs sem getur ekki bjargað þeim.+
21 Segið frá og flytjið mál ykkar.
Ráðfærið ykkur hver við annan.
Hver sagði þetta fyrir forðum daga
og boðaði það endur fyrir löngu?
Var það ekki ég, Jehóva?
23 Ég hef svarið við sjálfan mig,
orðið sem kemur af munni mínum er sannleikur
og það snýr ekki aftur:+
Hvert hné mun beygja sig fyrir mér
og hver tunga sverja mér hollustueið+
24 og segja: ‚Hjá Jehóva er ósvikið réttlæti og styrkur.
Allir sem rísa gegn honum koma fram fyrir hann með skömm.
25 Með hjálp Jehóva verður ljóst að allir afkomendur Ísraels hafa rétt fyrir sér+
og þeir segja frá honum með stolti.‘“
46 Bel beygir sig,+ Nebó er álútur.
Líkneski þeirra eru lögð á burðardýr+
eins og farangur sem íþyngir þreyttum skepnum.
3 „Hlustið á mig, ætt Jakobs, og þið öll sem eruð eftir af ætt Ísraels,+
þið sem ég hef annast síðan þið fæddust og borið síðan þið komuð í heiminn.+
4 Ég verð enn hinn sami þegar þið verðið gömul,+
ég held áfram að styðja ykkur þegar þið verðið gráhærð.
Ég ber ykkur, styð ykkur og bjarga eins og ég hef gert.+
5 Við hvern viljið þið líkja mér eða hvern viljið þið bera mig saman við,+
eins og við værum líkir hvor öðrum?+
6 Til eru menn sem hrista gull úr pyngju sinni
og vega silfur á vogarskálum.
Þeir ráða málmsmið og hann smíðar úr því guð.+
Síðan falla þeir fram og tilbiðja hann.+
Hann hreyfist ekki úr stað.+
Þeir hrópa til hans en hann svarar ekki.
Hann bjargar engum úr neyð hans.+
8 Munið þetta og herðið upp hugann,
hugfestið það, þið syndarar.
Ég er Guð og enginn er til sem líkist mér.+
Ég hef talað og ég læt það verða.
Ég hef ákveðið það og ég kem því til leiðar.+
Ég veiti frelsun í Síon og gef Ísrael dýrð mína.“+
Sestu á jörðina þar sem ekkert hásæti er,+
þú Kaldeadóttir,
því að aldrei framar verður þú kölluð fínleg og ofdekruð.
2 Taktu handkvörn og malaðu mjöl.
Fjarlægðu slæðuna.
Klæddu þig úr pilsinu og beraðu fótleggina.
Farðu yfir árnar.
3 Allir munu sjá að þú ert nakin.
Skömm þín verður afhjúpuð.
Ég ætla að ná fram hefndum+ og enginn getur staðið í vegi fyrir mér.*
Þú verður ekki lengur kölluð drottning konungsríkja.+
7 Þú sagðir: „Ég verð alltaf drottning, að eilífu.“+
Þú veittir þessu ekki athygli,
þú veltir ekki fyrir þér hver endirinn yrði.
„Það jafnast enginn á við mig.+
Ég verð aldrei ekkja,
ég mun aldrei missa börnin mín.“+
9 En hvort tveggja kemur óvænt yfir þig, á einum degi:+
Þú missir börnin og verður ekkja.
10 Þér fannst þú vera örugg í illsku þinni.
Þú sagðir: „Enginn sér til mín.“
Viska þín og þekking leiddi þig afvega
og þú hugsar með þér: „Það jafnast enginn á við mig.“
11 En ógæfa kemur yfir þig
og engir galdrar þínir geta afstýrt því.
Þú lendir í raunum og kemst ekki undan þeim.
Eyðing sem þú hefur aldrei kynnst kemur skyndilega yfir þig.+
Kannski getur það gagnast þér,
kannski geturðu hrætt einhvern með þeim.
13 Allir ráðgjafar þínir hafa þreytt þig.
Nú ættu þeir að ganga fram og bjarga þér,
þeir sem dýrka himininn og* horfa á stjörnurnar,+
þeir sem boða á nýju tungli
það sem kemur yfir þig.
14 Þeir eru eins og hálmur
og eldur mun brenna þá upp til agna.
Þeir geta ekki bjargað sjálfum sér úr logunum.
Þetta eru engar glóðir til að ylja sér við
eða eldur til að sitja við.
15 Þannig fer fyrir galdramönnum þínum,
þeim sem þú hefur stritað með frá æsku.
Þeir hverfa hver í sína áttina.*
Enginn kemur þér til bjargar.+
48 Heyrið þetta, afkomendur Jakobs,
þið sem nefnið ykkur nafninu Ísrael+
og eruð komnir af uppsprettum* Júda,
þið sem sverjið við nafn Jehóva+
og ákallið Guð Ísraels
en þó ekki í sannleika og réttlæti.+
2 Þeir kenna sig við borgina helgu+
og leita stuðnings hjá Guði Ísraels+
sem ber nafnið Jehóva hersveitanna.
3 „Ég boðaði fyrir löngu það sem gerðist áður.
Munnur minn boðaði það
og ég gerði það kunnugt.+
Skyndilega lét ég til skarar skríða og orð mín rættust.+
4 Þar sem ég vissi hve þrjóskur þú ert
– að sinin í hnakka þínum er úr járni og ennið úr kopar+ –
5 sagði ég þér það fyrir löngu.
Ég lét þig heyra það áður en það gerðist
til að þú gætir ekki sagt: ‚Skurðgoðið mitt gerði þetta,
líkneski mitt og málmstytta* fyrirskipuðu það.‘
6 Þú hefur heyrt þetta allt og séð.
Ætlarðu ekki að segja frá því?+
Héðan í frá boða ég þér nýja hluti,+
vel falda leyndardóma sem þú hefur ekki þekkt.
7 Nú fyrst verða þeir til en ekki fyrir löngu,
þú hefur ekki heyrt um þá fyrr en í dag
svo að þú getir ekki sagt: ‚Ég vissi þetta fyrir.‘
8 Nei, þú hefur hvorki heyrt það+ né vitað af því
og þú hefur ekki haft eyrun opin.
Ég útrými þér ekki.+
10 Ég hef hreinsað þig en ekki eins og silfur.+
Ég hef reynt* þig í bræðsluofni þjáninganna.+
11 Mín vegna, sjálfs mín vegna, læt ég til mín taka.+
Hvernig gæti ég látið vanhelga nafn mitt?+
Ég gef engum öðrum dýrð mína.*
12 Hlustaðu á mig, Jakob, þú Ísrael sem ég hef kallað.
Ég er alltaf hinn sami.+ Ég er hinn fyrsti og ég er einnig hinn síðasti.+
Þegar ég kalla á þau ganga þau fram.
14 Safnist allir saman og hlustið.
Hver á meðal þeirra* hefur boðað þetta?
Sá sem ég, Jehóva, elska+
skal framfylgja vilja mínum með Babýlon+
og lyfta hendi sinni gegn Kaldeum.+
15 Ég hef talað og ég hef kallað hann.+
Ég hef sótt hann og honum tekst ætlunarverk sitt.+
16 Komið til mín og heyrið þetta.
Frá upphafi hef ég talað fyrir opnum tjöldum, ekki í leynum.+
Frá því að þetta hófst hef ég verið þar.“
Og nú hefur alvaldur Drottinn Jehóva sent mig og anda sinn.*
17 Þetta segir Jehóva, endurlausnari þinn, Hinn heilagi Ísraels:+
„Ég, Jehóva, er Guð þinn
sem kenni þér það sem er þér fyrir bestu+
og vísa þér veginn sem þú átt að ganga.+
18 Bara að þú vildir hlusta á boðorð mín!+
Nafn þeirra yrði aldrei afmáð né því útrýmt frammi fyrir mér.“
Flýið frá Kaldeum!
Gerið það kunnugt með gleðiópi og boðið það!+
Segið frá því allt til endimarka jarðar.+
Hrópið: „Jehóva hefur endurleyst Jakob þjón sinn.+
21 Þeir urðu ekki þyrstir þegar hann leiddi þá um auðnirnar.+
Hann lét vatn streyma úr kletti handa þeim,
hann klauf klett og vatnið fossaði út.“+
22 „Hinir illu hljóta engan frið,“ segir Jehóva.+
Hann gerði mig að oddhvassri ör
og leyndi mér í örvamæli sínum.
4 En ég sagði: „Ég hef stritað til einskis.
Ég hef sóað kröftum mínum og engu komið til leiðar.
5 Og nú hefur Jehóva, sem myndaði mig í móðurlífi til að vera þjónn sinn,
sagt að ég eigi að snúa Jakobi aftur til sín
svo að Ísrael safnist saman hjá honum.+
Ég verð upphafinn í augum Jehóva
og Guð minn verður styrkur minn.
6 Hann sagði: „Þú ert ekki bara þjónn minn
sem á að endurreisa ættkvíslir Jakobs
og snúa aftur þeim sem eftir eru af Ísrael.
7 Þetta segir Jehóva, endurlausnari Ísraels, hans heilagi,+ við hinn fyrirlitna+ sem þjóðin hefur andstyggð á, við þjón valdhafanna:
„Konungar sjá það og standa upp
og höfðingjar falla fram
vegna Jehóva sem er trúfastur,+
vegna Hins heilaga Ísraels sem hefur valið þig.“+
8 Jehóva segir:
Ég verndaði þig og gerði þig að sáttmála fyrir fólkið+
til að endurreisa landið
og færa mönnum aftur yfirgefin erfðalönd sín,+
og við þá sem eru í myrkri:+ ‚Gangið fram!‘
Þeir verða á beit við vegina
og beitilönd þeirra verða meðfram öllum troðnum slóðum.*
10 Þá mun hvorki hungra né þyrsta+
og steikjandi hitinn og brennheit sólin skaðar þá ekki+
því að sá sem miskunnar þeim vísar þeim veginn+
og leiðir þá að vatnslindum.+
11 Ég geri öll fjöll mín að vegi
og þjóðvegir mínir verða upphækkaðir.+
13 Hrópið af gleði, þið himnar, og fagnaðu, jörð.+
Fjöllin reki upp fagnaðaróp+
því að Jehóva hefur hughreyst fólk sitt,+
hann finnur til með sínum þjáðu.+
14 En Síon sagði:
„Jehóva hefur yfirgefið mig,+ Jehóva hefur gleymt mér.“+
15 Getur kona gleymt brjóstabarni sínu
eða látið sér standa á sama um soninn sem hún fæddi?
Þó að hún gæti gleymt þá gleymi ég þér aldrei.+
16 Ég hef rist nafn þitt í lófa mína.
Múrar þínir eru alltaf fyrir augum mér.
17 Synir þínir flýta sér til baka.
Þeir sem rifu þig niður og eyddu þér fara burt.
18 Líttu upp og horfðu í kringum þig.
Þeir safnast allir saman,+
þeir koma til þín.
„Svo sannarlega sem ég lifi,“ segir Jehóva,
„skaltu bera þá alla eins og skartgripi
og skreyta þig með þeim eins og brúður.
20 Synirnir sem þú eignaðist eftir barnamissinn segja:
‚Hér er of þröngt fyrir mig.
Rýmkaðu til fyrir mér.‘+
21 Þú segir við sjálfa þig:
‚Hver er faðir þessara barna sem mér eru gefin?
Ég missti börnin og er ófrjó,
var tekin til fanga og flutt í útlegð.
Hver ól þau upp?+
Ég var ein og yfirgefin.+
Hvaðan koma þau?‘“+
22 Þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva:
„Ég lyfti upp hendi minni svo að þjóðirnar sjái það
og reisi merkisstöng handa þjóðflokkunum.+
Þær koma með syni þína í fanginu
og bera dætur þínar á öxlunum.+
Þú munt komast að raun um að ég er Jehóva.
Þeir sem vona á mig verða sér ekki til skammar.“+
24 Verða fangar teknir af hraustmenninu
eða föngum harðstjórans bjargað?
25 Já, því að Jehóva segir:
Ég berst gegn þeim sem berjast gegn þér+
og bjarga sonum þínum.
26 Ég læt þá sem misþyrma þér borða sitt eigið hold
og þeir verða drukknir af eigin blóði eins og af sætu víni.
Allir munu komast að raun um að ég er Jehóva,+
frelsari þinn+ og endurlausnari,+
Hinn voldugi Jakobs.“+
50 Þetta segir Jehóva:
„Hvar er skilnaðarbréf+ móður ykkar sem ég sendi burt?
Eða hvaða lánardrottni mínum seldi ég ykkur?
2 Af hverju var þá enginn hér þegar ég kom?
Af hverju svaraði enginn þegar ég kallaði?+
Er hönd mín of stutt til að frelsa
eða skortir mig kraft til að bjarga?+
Fiskurinn úldnar vegna vatnsleysis
og deyr úr þorsta.
4 Alvaldur Drottinn Jehóva hefur kennt mér hvað ég á að segja*+
svo að ég geti valið réttu orðin+ til að svara hinum þreytta.*
Hann vekur mig á hverjum morgni,
hann vekur eyra mitt svo að ég hlusti eins og nemandi.+
Ég sneri mér ekki undan.+
6 Ég bauð bak mitt þeim sem slógu mig
og vanga mína þeim sem reyttu af mér skeggið.
Ég huldi ekki andlitið fyrir háðsglósum og hrákum.+
7 En alvaldur Drottinn Jehóva hjálpar mér.+
Þess vegna finnst mér ég ekki vera niðurlægður,
þess vegna geri ég andlitið hart eins og tinnustein+
og ég veit að ég þarf ekki að skammast mín.
8 Sá sem lýsir mig réttlátan er nálægur.
Mætumst augliti til auglitis.
Hver vill höfða mál gegn mér?
Komi hann til mín.
9 Alvaldur Drottinn Jehóva hjálpar mér.
Hver getur þá sakfellt mig?
Þeir verða allir eins og slitin flík,
mölur étur þá upp.
Hver hefur gengið í niðamyrkri án nokkurrar ljósglætu?
Hann treysti á nafn Jehóva og reiði sig á Guð sinn.
11 „Þið allir sem kveikið eld
og látið neistana fljúga:
Gangið í bjarmanum af eldinum,
innan um neistana sem þið hafið kveikt.
Þetta er það sem þið fáið af minni hendi:
Þið munuð liggja sárkvaldir.
51 Hlustið á mig, þið sem sækist eftir réttlæti,
þið sem leitið Jehóva.
Horfið til klettsins sem þið voruð höggnir af
og námunnar sem þið voruð grafnir úr.
Hann huggar allar rústir hennar,+
gerir óbyggðir hennar sem Eden+
og eyðisléttu hennar sem garð Jehóva.+
Þar verður gleði og fögnuður,
þakkargjörð og falleg tónlist.+
4 Hlustið á mig, fólk mitt,
og ljáðu mér eyra, þjóð mín,+
því að frá mér koma lög+
og réttlæti mitt verður eins og ljós fyrir þjóðirnar.+
6 Horfið upp til himins
og sjáið jörðina hér niðri.
Hræðist ekki háðsglósur dauðlegra manna
og skelfist ekki smánaryrði þeirra
8 því að mölur étur þá upp eins og flík,
lirfan gleypir þá eins og ull.+
En réttlæti mitt varir að eilífu
og frelsun mín kynslóð eftir kynslóð.“+
Vaknaðu eins og forðum daga, á tímum fyrri kynslóða.
10 Varst það ekki þú sem þurrkaðir upp hafið, sjóinn í djúpinu mikla,+
sem gerðir sjávardjúpið að vegi svo að hinir endurkeyptu kæmust yfir?+
11 Þeir sem Jehóva hefur endurleyst snúa aftur.+
Fögnuður og gleði mun fylgja þeim
en sorg og andvörp flýja.+
12 „Ég hugga ykkur, ég sjálfur.+
Af hverju ættuð þið að hræðast dauðlegan mann sem deyr+
og mannsson sem visnar eins og grængresið?
Allan liðlangan daginn óttaðistu reiði kúgarans,*
eins og hann væri fær um að eyða þér.
En hvar er nú reiði kúgarans?
14 Sá sem gengur boginn í fjötrum hlýtur bráðum frelsi.+
Hann mun ekki deyja og fara í gröfina
og hann mun ekki skorta brauð.
Þú hefur drukkið hann,
þú hefur tæmt bikarinn sem þú skjögrar af.+
18 Af öllum sonunum sem hún fæddi er enginn sem leiðir hana,
af öllum sonunum sem hún ól upp hefur enginn tekið í hönd hennar.
19 Tvennt kemur fyrir þig.
Hver finnur til með þér?
Eyðing og tortíming, hungur og sverð!+
Hver huggar þig?+
20 Synir þínir falla í yfirlið.+
Þeir liggja á hverju götuhorni
eins og villtir sauðir í neti.
Þeir hafa fengið að kenna á reiði Jehóva, ávítum Guðs þíns.“
21 Hlustaðu því á þetta,
þú kona sem ert illa haldin og drukkin en þó ekki af víni.
22 Þetta segir Jehóva Drottinn þinn, Guð þinn sem ver fólk sitt:
„Ég tek úr hendi þinni bikarinn sem þú skjögrar af,+
reiðibikar minn.
Þú skalt aldrei drekka af honum aftur.+
23 Ég læt hann í hendur þeirra sem kvöldu þig,+
þeirra sem sögðu við þig: ‚Leggstu niður svo að við getum troðið á þér!‘
Þú neyddist til að gera bak þitt að flatri jörð,
að götu sem þeir gátu gengið á.“
52 Vaknaðu! Vaknaðu! Klæddu þig styrk,+ þú Síon!+
Farðu í fallegu fötin þín,+ Jerúsalem, borgin helga.
Aldrei framar skal nokkur óumskorinn og óhreinn ganga inn um hlið þín.+
2 Stattu upp, hristu af þér rykið og fáðu þér sæti, Jerúsalem.
Leystu fjötrana af hálsi þínum, þú hertekna Síonardóttir.+
3 Jehóva segir:
4 Alvaldur Drottinn Jehóva segir:
„Fyrst fór fólk mitt til Egyptalands og bjó þar sem útlendingar.+
Síðan kúgaði Assýría þjóðina að tilefnislausu.“
5 „Hvað geri ég nú?“ spyr Jehóva.
„Þjóð mín var numin burt fyrir ekki neitt.
Þeir sem drottna yfir henni eru sigri hrósandi,“+ segir Jehóva,
„og allan liðlangan daginn er nafn mitt óvirt.+
6 Þess vegna mun fólk mitt kynnast nafni mínu,+
þess vegna mun það skilja á þeim degi að það er ég sem tala.
Já, það er ég!“
7 Hversu fagrir eru á fjöllunum fætur þess sem flytur fagnaðarboðskap,+
þess sem boðar frið+
og flytur gleðifréttir um betri tíð,
boðar frelsun
og segir við Síon: „Guð þinn er orðinn konungur!“+
8 Hlustaðu! Varðmenn þínir láta í sér heyra.
Þeir reka upp fagnaðaróp allir saman
því að þeir sjá með eigin augum að Jehóva leiðir fólk Síonar aftur heim.
9 Gleðjist, hrópið fagnandi saman, þið rústir Jerúsalem,+
því að Jehóva hefur huggað fólk sitt,+ hann hefur endurleyst Jerúsalem.+
10 Jehóva hefur sýnt heilagan arm sinn í augsýn allra þjóða,+
endimörk jarðar munu sjá hvernig Guð okkar frelsar fólk sitt.*+
11 Farið burt, farið burt, farið út þaðan!+ Snertið ekkert óhreint!+
12 Þið farið ekki burt í ofboði
og þið þurfið ekki að flýja
því að Jehóva fer á undan ykkur+
og Guð Ísraels verður bakvörður ykkar.+
13 Þjónn minn+ mun sýna visku.
Hann verður hátt upp hafinn,
hann hlýtur upphefð og heiður.+
14 Margir störðu skelfingu lostnir á hann
því að hann var afskræmdur meira en nokkur annar maður
og líkama hans misþyrmt meira en nokkurs annars manns.
15 Eins mun hann skelfa margar þjóðir.+
Konungar verða orðlausir frammi fyrir honum+
því að þeir sjá það sem enginn hefur sagt þeim frá
og vakna til vitundar um það sem þeir hafa aldrei heyrt.+
53 Hver trúir því sem við höfum skýrt frá?*+
Og hverjum hefur Jehóva opinberað mátt* sinn?+
2 Hann sprettur eins og sproti+ frammi fyrir honum,* eins og rót í skrælnuðu landi.
Hann er hvorki tignarlegur né glæsilegur+
og útlit hans höfðar ekki til okkar.
Það var eins og andlit hans væri okkur hulið.*
Hann var fyrirlitinn og við mátum hann einskis.+
En við álitum að hann væri þjáður, sleginn af Guði og niðurlægður.
En Jehóva lét syndir okkar allra koma niður á honum.+
Hann var leiddur eins og sauður til slátrunar,+
eins og ær sem þegir hjá þeim sem rýja hana,
og hann opnaði ekki munninn.+
9 Hann fékk legstað meðal illmenna+
þó að hann hefði ekki gert neitt rangt*
og engin svik væru í munni hans.+
10 En það var vilji Jehóva* að kremja hann og hann lét hann þjást.
Ef þú færir líf hans að sektarfórn+
fær hann að sjá afkomendur sína og lifa langa ævi+
og fyrir milligöngu hans nær vilji Jehóva fram að ganga.+
11 Eftir að hafa þjáðst verður hann ánægður með það sem hann sér.
Með þekkingu sinni mun hinn réttláti, þjónn minn,+
stuðla að því að margir teljist réttlátir+
og hann mun bera syndir þeirra.+
12 Ég gef honum hlut meðal hinna mörgu
og hann skiptir herfangi með hinum voldugu
þar sem hann gaf líf sitt+
og var talinn til afbrotamanna.+
54 „Fagnaðu, þú ófrjóa kona sem hefur ekki fætt!+
Þendu út tjalddúka þinnar stórfenglegu búðar.
Haltu ekki aftur af þér, lengdu stögin
og styrktu tjaldhælana.+
3 Þú munt breiða úr þér til hægri og vinstri.
Afkomendur þínir leggja undir sig þjóðir
og setjast að í yfirgefnum borgunum.+
4 Vertu óhrædd+ því að þú þarft ekki að skammast þín,+
óttastu ekki niðurlægingu því að þú verður ekki fyrir vonbrigðum.
Þú gleymir skömminni sem þú máttir þola í æsku
og minnist ekki framar smánar ekkjudómsins.“
6 Jehóva kallaði á þig eins og yfirgefna og harmi slegna eiginkonu,+
eins og konu sem giftist ung en var svo hafnað,“ segir Guð þinn.
8 Fullur reiði huldi ég andlit mitt fyrir þér eitt augnablik+
en í tryggum kærleika miskunna ég þér að eilífu,“+ segir Jehóva endurlausnari þinn.+
9 „Fyrir mér er þetta eins og dagar Nóa.+
Ég sór að Nóaflóð kæmi aldrei aftur yfir jörðina+
og eins sver ég að reiðast þér aldrei framar né ávíta þig.+
10 Fjöllin geta færst úr stað
og hæðirnar skolfið
en tryggur kærleikur minn verður ekki tekinn frá þér+
og friðarsáttmáli minn mun ekki haggast,“+ segir Jehóva, sá sem miskunnar þér.+
11 „Þú þjáða kona+ sem ert hrakin og enginn huggar,+
ég legg steina þína í sterkt steinlím
og geri undirstöður þínar úr safírum.+
12 Ég geri virkisveggi þína úr rúbínum,
hlið þín úr glitrandi steinum*
og öll borgarmörk þín úr eðalsteinum.
14 Réttlætið verður traustur grundvöllur þinn.+
Þú verður fjarri kúgun,+
þú óttast ekkert og þarft ekki að skelfast neitt
því að ekkert sem skelfir kemur nálægt þér.+
15 Ef einhver ræðst á þig
er það ekki að minni skipun.
Hver sem ræðst á þig fellur.“+
16 „Ég skapaði járnsmiðinn
sem blæs að kolaeldinum og smíðar vopn.
Ég skapaði líka eyðandann til að leggja í eyði.+
17 Ekkert vopn sem smíðað verður gegn þér reynist sigursælt+
og hver tunga sem ákærir þig fyrir rétti verður sakfelld.
Þetta er arfurinn sem þjónar Jehóva fá
og þeir eru réttlátir í mínum augum,“ segir Jehóva.+
55 Komið, þið öll sem eruð þyrst,+ komið til vatnsins!+
Þið sem eruð peningalaus, komið, kaupið og borðið.
Já, komið, kaupið vín og mjólk+ endurgjaldslaust, án peninga.+
3 Ljáið mér eyra og komið til mín.+
Hlustið, þá munuð þið lifa
og ég skal gera eilífan sáttmála við ykkur+
í samræmi við þann trúa* og trygga kærleika sem ég lofaði Davíð.+
5 Þú munt kalla á þjóð sem þú þekkir ekki
og fólk sem þekkir þig ekki hleypur til þín
vegna Jehóva Guðs þíns,+ Hins heilaga Ísraels,
því að hann upphefur þig.+
9 „Eins og himinninn er hærri en jörðin,
þannig eru vegir mínir æðri ykkar vegum
og hugsanir mínar æðri ykkar hugsunum.+
10 Eins og regn og snjór fellur af himni
og snýr ekki þangað aftur fyrr en það hefur vökvað jörðina og látið gróðurinn spretta og vaxa,
gefið korn þeim sem sáir og brauð þeim sem borðar,
Það snýr ekki aftur til mín án þess að bera árangur+
heldur kemur til leiðar öllu sem ég vil+
og áorkar því sem ég ætlast til.
Fjöllin og hæðirnar fagna komu ykkar og hrópa af gleði+
og tré merkurinnar klappa öll saman lófunum.+
56 Þetta segir Jehóva:
„Varðveitið réttlætið og gerið það sem er rétt+
því að ég mun bráðum frelsa
og réttlæti mitt birtist.+
2 Sá sem gerir þetta er hamingjusamur,
sá maður sem heldur sig við það,
sá sem heldur hvíldardaginn og vanhelgar hann ekki+
og heldur hendi sinni frá öllu illu.
3 Útlendingurinn sem tilbiður Jehóva+ á ekki að segja:
‚Jehóva aðgreinir mig örugglega frá þjóð sinni.‘
Og geldingurinn á ekki að segja: ‚Ég er visið tré.‘“
4 Jehóva segir við geldingana sem halda hvíldardaga hans,* velja það sem honum líkar og halda sig fast við sáttmála hans:
5 „Í húsi mínu og innan múra minna gef ég þeim minnismerki og nafn
sem er betra en synir og dætur.
Ég gef þeim eilíft nafn,
nafn sem verður ekki afmáð.
6 Útlendingana sem koma til Jehóva til að þjóna honum,
þá sem elska nafn Jehóva+
og eru þjónar hans,
alla sem halda hvíldardaginn og vanhelga hann ekki
og halda sig fast við sáttmála minn,
7 leiði ég líka til míns heilaga fjalls+
og læt þá gleðjast í bænahúsi mínu.
Ég tek við brennifórnum þeirra og sláturfórnum á altari mínu
því að hús mitt verður kallað bænahús fyrir allar þjóðir.“+
8 Alvaldur Drottinn Jehóva, sem safnar saman hinum dreifðu Ísraelsmönnum,+ segir:
„Ég safna til þeirra fleirum en þegar eru komnir.“+
10 Varðmennirnir eru blindir,+ enginn tekur eftir neinu.+
Þeir eru allir hljóðir hundar sem geta ekki gelt.+
Þeir liggja másandi, þeim finnst gott að lúra.
Þeir eru hirðar sem skilja ekki neitt.+
Allir fara þeir sína leið,
hver og einn hugsar um eigin ávinning og segir:
Morgundagurinn verður eins og í dag, bara enn betri!“
57 Hinn réttláti er liðinn undir lok
en öllum stendur á sama.
en enginn tekur eftir að hinum réttláta er svipt burt
vegna hörmunganna.*
4 Að hverjum gerið þið grín?
Gegn hverjum glennið þið upp munninn og rekið út tunguna?
Eruð þið ekki börn syndarinnar,
börn svikanna,+
5 þeirra sem brenna af girnd hjá stóru trjánum,+
undir hverju gróskumiklu tré,+
þeirra sem slátra börnunum í dölunum,+
undir klettunum?
6 Þú hefur valið slétta steina í dalnum.+
Já, þeir eru hlutskipti þitt.
Þú færir þeim drykkjarfórnir og fórnargjafir.+
Á ég að sætta mig* við það?
8 Bak við hurð og dyrastaf settirðu minnismerki þitt.
Þú fórst frá mér og afklæddist,
þú fórst upp í og rýmkaðir til í rúminu.
Þú gerðir sáttmála við ástmenn þína.
Þú sendir sendiboða þína langar leiðir
og fórst þar með niður í gröfina.*
10 Þú hefur stritað á öllum vegum þínum
en sagðir þó ekki: ‚Þetta er vonlaust!‘
Þú fékkst nýjan kraft.
Þess vegna hefurðu ekki gefist upp.*
Hef ég ekki þagað og haldið aftur af mér?*+
Þess vegna óttaðist þú mig ekki.
Vindurinn feykir þeim öllum burt,
andvari blæs þeim burt,
en sá sem leitar skjóls hjá mér erfir landið
og tekur heilagt fjall mitt til eignar.+
14 Sagt verður: ‚Leggið veg, leggið veg! Ryðjið brautina!+
Fjarlægið allar hindranir í vegi þjóðar minnar.‘“
„Ég bý á háum og heilögum stað+
en einnig hjá þeim sem eru niðurbrotnir og auðmjúkir.
Ég gef hinum auðmjúku nýjan kraft
og lífga hjörtu hinna niðurbrotnu.+
16 Ég stend ekki gegn þeim að eilífu,
er ekki reiður endalaust+
því að þá yrðu þeir magnþrota,+
þær lifandi verur* sem ég hef skapað.
17 Synd hans og eftirsókn eftir rangfengnum gróða vakti reiði mína+
svo að ég sló hann og huldi andlit mitt í reiði.
En hann var mér fráhverfur+ áfram og fylgdi sínu eigin hjarta.
19 „Ég skapa ávöxt varanna.
Sá sem er fjarri og sá sem er nærri hlýtur varanlegan frið,“+ segir Jehóva,
„og ég lækna hann.“
20 „En hinir illu eru eins og ólgandi haf sem aldrei lægir,
öldurnar róta upp þara og leðju.
21 Hinir illu hljóta engan frið,“+ segir Guð minn.
58 „Kallaðu fullum hálsi, haltu ekki aftur af þér!
Láttu röddina óma eins og horn.
Segðu þjóð minni frá uppreisn hennar,+
afkomendum Jakobs frá syndum þeirra.
2 Þeir leita mín dag eftir dag
og segjast vilja þekkja vegi mína
eins og þeir væru þjóð sem hefði stundað réttlæti
og hefði ekki snúið baki við réttlæti Guðs síns.+
Þeir biðja mig um réttláta dóma
eins og þeir vildu nálgast Guð:+
3 ‚Af hverju sérðu ekki að við föstum?+
Af hverju tekurðu ekki eftir að við auðmýkjum okkur?‘+
Af því að þið hugsið bara um eigin hag þegar þið fastið
og þið kúgið verkamenn ykkar.+
4 Föstur ykkar enda með rifrildi og átökum
og þið sláið með hnefa illskunnar.
Þið getið ekki fastað eins og núna og ætlast til að rödd ykkar heyrist á himni.
5 Er það svona fasta sem mér líkar:
dagur þegar menn auðmýkja sig,
hengja höfuðið eins og sefstrá
og búa um sig á sekk og ösku?
Kallarðu það föstu og dag sem Jehóva líkar?
6 Nei, þetta er fastan sem ég vil sjá:
Að þið fjarlægið fjötra illskunnar,
leysið bönd oksins,+
veitið kúguðum frelsi+
og brjótið sundur hvert ok.
7 Deilið brauði ykkar með hungruðum,+
takið fátæka og heimilislausa inn á heimili ykkar,
gefið föt þeim sem þið sjáið að er nakinn+
og snúið ekki baki við þeim sem er hold ykkar og blóð.
Réttlæti þitt fer á undan þér
og dýrð Jehóva verður bakvörður þinn.+
9 Þá muntu kalla og Jehóva svarar,
þú hrópar á hjálp og hann segir: ‚Hér er ég!‘
Ef þú fjarlægir okið
og hættir að benda og vera illkvittinn,+
Hann styrkir bein þín
og þú verður eins og vel vökvaður garður,+
eins og uppspretta sem aldrei þrýtur.
13 Ef þú heldur hvíldardaginn og hugsar ekki um eigin hag á heilögum degi mínum+
og kallar hvíldardaginn mesta gleðigjafa þinn, heilagan dag Jehóva, dag sem ber að virða,+
og þú virðir hann í stað þess að hugsa um eigin hag og fara með innantóm orð,
14 þá verður Jehóva mesti gleðigjafi þinn
og ég læt þig geysast fram á hæðum jarðar.+
2 Nei, ykkar eigin misgerðir hafa gert ykkur viðskila við Guð.+
Vegna synda ykkar hylur hann andlit sitt fyrir ykkur
og neitar að hlusta á ykkur.+
Varir ykkar fara með lygar+ og tunga ykkar muldrar ranglæti.
Þeir treysta á ímyndun*+ og tala marklaus orð.
Þeir ganga með illindi og fæða skaðræði.+
Sá sem borðar egg þeirra deyr.
Eggið er brotið og út kemur höggormur.
Verk þeirra eru skaðleg
og ofbeldi er í höndum þeirra.+
Hugsanir þeirra eru illar,
tortíming og eymd er í slóð þeirra.+
Þeir gera vegi sína hlykkjótta,
enginn sem gengur á þeim þekkir frið.+
9 Þess vegna er réttvísin langt frá okkur
og réttlætið nær ekki til okkar.
Við vonumst eftir ljósi en það er eintómt myrkur,
eftir birtu en við göngum í niðdimmu.+
Við hrösum um hábjartan dag eins og á dimmu kvöldi.
Við erum eins og dauðir meðal hinna sterku.
11 Við rymjum öll eins og birnir
og kurrum dapurlega eins og dúfur.
Við vonumst eftir réttlæti en það fæst ekki,
eftir frelsun en hún er víðs fjarri.
Við erum meðvituð um uppreisnir okkar,
þekkjum misgerðir okkar mætavel.+
13 Við höfum syndgað og afneitað Jehóva,
snúið baki við Guði okkar.
Sannleikurinn* hefur hrasað á torginu
og heiðarleikinn kemst ekki að.
16 Hann sá að enginn steig fram
og hann undraðist að enginn skarst í leikinn.
Þess vegna veitti hans eigin hönd frelsun*
og réttlæti hans studdi hann.
Hann klæddist fötum hefndarinnar+
og sveipaði um sig ákafanum eins og skikkju.
18 Hann geldur þeim eftir verkum þeirra:+
andstæðingum sínum reiði og óvinum sínum refsingu.+
Eyjarnar fá líka það sem þær hafa unnið til.
19 Menn munu óttast nafn Jehóva þar sem sólin sest
og dýrð hans þar sem sólin rís
því að Jehóva kemur eins og beljandi á
sem andi hans knýr áfram.
20 „Endurlausnarinn+ kemur til Síonar,+
til þeirra afkomenda Jakobs sem snúa baki við syndinni,“+ segir Jehóva.
21 „Þetta er sáttmáli minn við þá,“+ segir Jehóva. „Andi minn sem er yfir þér og orð mín sem ég hef lagt þér í munn verða ekki tekin úr munni þínum, munni barna þinna né munni barnabarna þinna,“ segir Jehóva, „héðan í frá og að eilífu.“
60 „Stattu upp, kona,+ láttu skína ljós því að ljós þitt er komið.
Dýrð Jehóva skín á þig.+
2 Myrkur grúfir yfir jörðinni
og niðdimma yfir þjóðunum.
En á þig lætur Jehóva ljós sitt lýsa
og dýrð hans birtist yfir þér.
4 Líttu upp og horfðu í kringum þig!
Þeir hafa allir safnast saman, þeir koma til þín.
5 Þú sérð það og geislar af gleði,+
hjarta þitt slær hraðar og fyllist fögnuði
því að auður hafsins berst til þín
og þér eru færð auðæfi þjóðanna.+
Allir Sabamenn koma
og hafa meðferðis gull og reykelsi.
Þeir lofa Jehóva.+
7 Allar hjarðir Kedars+ þyrpast til þín.
Hrútar Nebajóts+ þjóna þér.
8 Hverjir eru þetta sem koma svífandi eins og ský,
eins og dúfur til dúfnakofa sinna?
Skip frá Tarsis fara fremst
til að flytja* syni þína langt að+
ásamt silfri þeirra og gulli
vegna nafns Jehóva Guðs þíns og Hins heilaga Ísraels
10 Útlendingar munu reisa múra þína
og konungar þeirra þjóna þér+
því að ég sló þig í reiði minni
en í góðvild minni miskunna ég þér.+
11 Hlið þín verða alltaf opin,+
þeim verður hvorki lokað dag né nótt,
til að hægt sé að færa þér auðæfi þjóðanna
undir forystu konunga þeirra.+
Ég geri staðinn þar sem fætur mínir hvíla dýrlegan.+
14 Synir þeirra sem kúguðu þig koma og beygja sig fyrir þér,
allir sem vanvirtu þig skulu krjúpa við fætur þér.
Þeir neyðast til að kalla þig borg Jehóva,
Síon Hins heilaga Ísraels.+
15 Þú varst yfirgefin, hötuð og enginn lagði leið sína um þig+
en ég geri þig að eilífri dásemd,
að fagnaðarefni um ókomnar kynslóðir.+
Þú munt skilja að ég, Jehóva, er frelsari þinn,
að Hinn voldugi Jakobs er endurlausnari þinn.+
Ég geri friðinn að umsjónarmanni þínum
og réttlætið að verkstjóra þínum.+
Þú munt kalla múra þína frelsun+ og borgarhlið þín lofsöng.
19 Sólin verður ekki framar ljós þitt að degi
og tunglskinið mun ekki lýsa þér um nætur
því að Jehóva verður þér eilíft ljós+
og Guð þinn lætur fegurð þína ljóma.+
20 Sól þín sest ekki framar
og tungl þitt minnkar ekki
því að Jehóva verður þér eilíft ljós+
og sorgardagar þínir verða á enda.+
21 Allir íbúar þínir verða réttlátir,
þeir munu eiga landið að eilífu.
22 Hinn minnsti verður að þúsund
og hinn lítilmótlegasti að voldugri þjóð.
Ég, Jehóva, hraða því þegar þar að kemur.“
61 Andi hins alvalda Drottins Jehóva er yfir mér+
því að Jehóva hefur smurt mig til að boða auðmjúkum fagnaðarboðskap.+
Hann sendi mig til að lækna þá sem hafa sundurmarið hjarta,
til að boða fjötruðum frelsi
og opna augu fanga,+
2 til að boða ár góðvildar Jehóva
og hefndardag Guðs okkar,+
til að hugga alla sem syrgja,+
3 til að annast þá sem syrgja Síon,
til að gefa þeim höfuðdjásn í stað ösku,
fagnaðarolíu í stað sorgar,
lofgjörðarbúning í stað örvæntingar.
4 Þeir munu endurreisa fornar rústir,
byggja aftur upp staðina frá fyrri tíð+
og endurbyggja borgirnar sem eru í rústum,+
staðina sem hafa legið í eyði kynslóðum saman.+
7 Í stað smánar fá þjónar mínir tvöfaldan hlut
og í stað auðmýkingar hrópa þeir fagnandi yfir hlutdeild sinni.
Ég geld þeim laun þeirra af trúfesti
og geri eilífan sáttmála við þá.+
Allir sem sjá þá kannast við þá
og skilja að þeir eru afkomendurnir sem Jehóva hefur blessað.“+
Hann hefur klætt mig í kyrtil frelsisins+
og sveipað um mig skikkju réttlætisins.
Ég líkist brúðguma sem ber vefjarhött eins og prestur+
og brúði sem prýðir sig skartgripum sínum.
11 Eins og jörðin lætur gróðurinn spretta
og garður frækornin spíra,
þannig lætur alvaldur Drottinn Jehóva
62 Síonar vegna mun ég ekki þegja+
og Jerúsalem vegna verð ég ekki kyrr
fyrr en réttlæti hennar skín eins og skært ljós+
og frelsun hennar logar eins og blys.+
Þú verður nefnd nýju nafni+
sem Jehóva sjálfur ákveður.
3 Þú verður falleg kóróna í hendi Jehóva,
konunglegur vefjarhöttur í lófa Guðs þíns.
Þú verður öllu heldur nefnd Yndið mitt+
og land þitt kallað Eiginkonan
því að Jehóva hefur yndi af þér
og land þitt verður eins og gift kona.
5 Eins og ungur maður giftist mey
munu synir þínir giftast þér.
Eins og brúðgumi gleðst yfir brúði
mun Guð þinn gleðjast yfir þér.+
6 Ég hef sett varðmenn á múra þína, Jerúsalem.
Þeir skulu aldrei þagna, hvorki dag né nótt.
Þið sem talið um Jehóva,
unnið ykkur engrar hvíldar
7 og veitið honum enga hvíld fyrr en hann hefur endurreist Jerúsalem,
fyrr en hann lætur alla jörðina lofa hana.“+
8 Jehóva hefur lyft hægri hendi, já, sterkum handlegg sínum, og svarið:
„Ég mun ekki framar gefa óvinum þínum korn þitt til matar
og útlendingar fá ekki að drekka nýja vínið sem þú hefur stritað fyrir.+
9 Þeir sem hirða kornið munu borða það og lofa Jehóva
og þeir sem tína vínberin drekka vínið í heilögum forgörðum mínum.“+
10 Farið út, farið út um hliðin.
Ryðjið braut fyrir fólkið.+
Leggið veg, leggið veg,
ryðjið grjótinu burt.+
Reisið merkisstöng fyrir þjóðirnar.+
11 Jehóva hefur boðað til endimarka jarðar:
„Segið Síonardóttur:
‚Sjáðu! Frelsun þín kemur.+
Sjáðu, hann hefur launin með sér,
launin sem hann greiðir eru frammi fyrir honum.‘“+
12 Fólkið verður kallað fólkið heilaga, þeir sem Jehóva endurleysti,+
og þú verður nefnd Hin eftirsótta, Borgin sem aldrei er yfirgefin.+
Hann er glæsilega klæddur
og kraftmikill á göngunni.
„Það er ég, sá sem tala það sem er rétt
og hef mikinn mátt til að bjarga.“
2 Af hverju er klæðnaður þinn rauður?
Af hverju eru föt þín eins og manns sem treður vínber?+
3 „Ég hef troðið vínþróna einn.
Enginn af þjóðunum var með mér.
Ég tróð óvini mína niður í reiði minni
og hélt áfram að troða í heift minni.+
Blóð þeirra slettist á föt mín
og klæði mín eru útötuð.
5 Ég leit í kringum mig en þar var enginn til hjálpar,
mér blöskraði að enginn skyldi bjóða fram aðstoð.
6 Ég tróð niður þjóðir í reiði minni,
ég lét þær verða drukknar af heift minni+
og lét blóð þeirra renna niður á jörðina.“
7 Ég lofa Jehóva fyrir tryggð hans og kærleiksverk,
segi frá lofsverðum verkum Jehóva,
öllu sem Jehóva hefur gert fyrir okkur,+
já, öllu því góða sem hann hefur gert fyrir Ísraelsmenn
í miskunn sinni og tryggum kærleika.
8 Hann sagði: „Þetta er nú fólk mitt, synir sem ekki svíkja.“*+
Þess vegna varð hann frelsari þeirra.+
Í kærleika sínum og umhyggju endurleysti hann þá,+
hann tók þá upp og bar þá alla daga fyrr á tímum.+
10 En þeir gerðu uppreisn+ og hryggðu heilagan anda hans.+
11 Þá minntust þeir fyrri tíma,
daga Móse þjóns hans:
„Hvar er sá sem leiddi þá gegnum hafið+ ásamt hirðum hjarðar sinnar?+
Hvar er sá sem fyllti hann heilögum anda sínum,+
12 sem lét dýrlegan arm sinn styðja hægri hönd Móse+
og klauf hafið fyrir framan þá+
til að skapa sér eilíft nafn,+
13 sá sem leiddi þá gegnum ólgandi hafið*
svo að þeir hrösuðu ekki á göngunni
frekar en hestur á sléttlendi?*
Þú synjar mér um þetta.
Þótt Abraham þekki okkur ekki
og Ísrael kannist ekki við okkur
ert þú, Jehóva, faðir okkar.
Nafn þitt er Endurlausnari okkar+ frá fyrri tíð.
17 Jehóva, hvers vegna læturðu okkur villast af vegum þínum?
Hvers vegna herðirðu hjörtu okkar svo að við óttumst þig ekki?+
Snúðu aftur vegna þjóna þinna,
ættkvíslanna sem eru eign þín.+
18 Heilög þjóð þín átti landið um skamma hríð.
Óvinir okkar hafa troðið helgidóm þinn undir fótum.+
19 Of lengi höfum við verið eins og þeir sem þú ríktir aldrei yfir,
eins og þeir sem hafa aldrei verið kenndir við nafn þitt.
64 Bara að þú hefðir rifið himininn sundur og stigið niður
svo að fjöllin hefðu skolfið vegna þín
2 eins og þegar eldur kveikir í hrísi
og vatnið sýður yfir eldinum.
Þá myndu óvinir þínir þekkja nafn þitt
og þjóðirnar skjálfa frammi fyrir þér.
3 Þegar þú vannst mikilfengleg verk sem við þorðum ekki að vonast eftir+
steigst þú niður og fjöllin skulfu frammi fyrir þér.+
4 Frá fornu fari hefur enginn heyrt um né orðið var við
né séð nokkurn Guð nema þig,
5 Þú hefur tekið á móti þeim sem fagna því að gera rétt,+
þeim sem muna eftir þér og ganga á vegum þínum.
Þú reiddist þegar við héldum áfram að syndga,+
við gerðum það lengi.
Er hægt að bjarga okkur núna?
6 Við erum öll orðin eins og óhrein manneskja
og öll réttlætisverk okkar eru eins og klútur með tíðablóði.+
Við visnum öll eins og laufblað
og syndir okkar feykja okkur burt eins og vindurinn.
7 Enginn ákallar nafn þitt,
enginn hreyfir sig til að geta gripið í þig.
Þú hefur hulið andlitið fyrir okkur+
og lætur okkur veslast upp vegna synda okkar.
8 En þú, Jehóva, ert faðir okkar.+
Gleymdu ekki að við erum öll fólk þitt.
10 Heilagar borgir þínar eru auðnir einar.
Síon er eins og óbyggðir,
Jerúsalem eins og eyðimörk.+
11 Heilagt og dýrlegt* hús* okkar
þar sem forfeður okkar lofuðu þig
er brunnið til grunna+
og allt sem okkur var kært er í rúst.
12 Ætlarðu samt að vera aðgerðalaus, Jehóva?
Ætlarðu að vera þögull og láta okkur þjást svona mikið?+
65 „Ég leyfði þeim að leita til mín sem spurðu ekki um mig,
ég lét þá finna mig sem leituðu mín ekki.+
Ég sagði: ‚Hér er ég, hér er ég!‘ við þjóð sem ákallaði ekki nafn mitt.+
2 Ég breiddi út faðminn allan liðlangan daginn móti þrjóskri þjóð,+
fólki sem gengur á rangri braut+
og fylgir sínum eigin hugmyndum,+
3 fólki sem móðgar mig stöðugt upp í opið geðið,+
færir fórnir í görðum+ og lætur fórnarreyk stíga upp af múrsteinum.
Þeir eru reykur í nösum mínum, eldur sem brennur allan liðlangan daginn.
6 Það stendur skrifað frammi fyrir mér.
Ég stend ekki aðgerðalaus
heldur endurgeld þeim,+
ég endurgeld þeim að fullu*
7 fyrir syndir þeirra og syndir forfeðra þeirra,“+ segir Jehóva.
„Þeir hafa látið fórnarreyk stíga upp á fjöllunum
og smánað mig á hæðunum.+
Þess vegna verður mitt fyrsta verk að gjalda þeim laun þeirra að fullu.“*
8 Þetta segir Jehóva:
„Þegar menn finna vínber í klasa sem hægt er að nota í nýtt vín
segja þeir: ‚Hendið honum ekki því að það er eitthvað gott* í honum.‘
Eins geri ég þjóna minna vegna,
ég tortími þeim ekki öllum.+
Mínir útvöldu munu taka landið til eignar
og þjónar mínir búa þar.+
10 Saron+ verður beitiland fyrir sauðfé
og Akordalur*+ hvíldarstaður nautgripa
handa fólki mínu sem leitar mín.
11 En þið eruð í hópi þeirra sem yfirgefa Jehóva,+
þeirra sem gleyma heilögu fjalli mínu,+
þeirra sem leggja á borð fyrir heillaguðinn
og hella víni í bikar örlagaguðsins.
12 Þess vegna læt ég sverðið verða örlög ykkar,+
þið skuluð öll beygja ykkur niður til aftöku+
því að ég kallaði en þið svöruðuð ekki,
ég talaði en þið hlustuðuð ekki.+
Þið hélduð áfram því sem var illt í augum mínum
og völduð það sem mér mislíkaði.“+
13 Þess vegna segir alvaldur Drottinn Jehóva:
„Þjónar mínir munu borða en þið verðið hungruð.+
Þjónar mínir munu drekka+ en þið verðið þyrst.
Þjónar mínir munu gleðjast+ en þið verðið auðmýkt.+
14 Þjónar mínir munu hrópa af glöðu hjarta
en þið munuð hrópa af kvöl í hjarta
og kveina af örvæntingu.
15 Þið látið eftir ykkur nafn sem mínir útvöldu nota sem formælingu
og alvaldur Drottinn Jehóva tekur ykkur öll af lífi.
En þjóna sína nefnir hann öðru nafni+
16 svo að allir sem leita sér blessunar á jörð
hljóti blessun hjá Guði sannleikans*
og allir sem sverja eið á jörð
Fyrri raunir verða gleymdar,
þær verða huldar augum mínum.+
17 Sjáið! Ég skapa nýjan himin og nýja jörð.+
Hins fyrra verður ekki minnst framar
og það mun ekki íþyngja hjartanu.+
18 Gleðjist því og fagnið að eilífu yfir því sem ég skapa.
Ég geri Jerúsalem að gleðiefni
og íbúar hennar vekja fögnuð.+
19 Ég gleðst yfir Jerúsalem og fagna yfir fólki mínu.+
Aldrei framar mun grátur eða kvein heyrast í borginni.“+
20 „Þar verður ekkert ungbarn framar sem lifir aðeins fáeina daga
né gamalmenni sem deyr fyrir aldur fram.
Sá sem deyr tíræður telst bara drengur
og bölvun kemur yfir syndara þótt hann sé orðinn tíræður.*
22 Þeir munu ekki byggja hús til að aðrir búi í þeim
né planta til að aðrir geti borðað.
Fólk mitt verður langlíft eins og trén+
og mínir útvöldu munu njóta handaverka sinna til fulls.
23 Þeir strita ekki til einskis+
né eignast börn sem verða ógæfu að bráð
því að þeir eru fólk sem Jehóva hefur blessað,+
þeir og afkomendur þeirra.+
24 Ég svara jafnvel áður en þeir kalla,
meðan þeir eru enn að tala bænheyri ég þá.
25 Úlfurinn og lambið verða saman á beit,
ljónið bítur gras eins og naut+
og moldin verður fæða höggormsins.
Hvergi á mínu heilaga fjalli valda þau skaða né vinna nokkrum mein,“+ segir Jehóva.
66 Þetta segir Jehóva:
„Himinninn er hásæti mitt og jörðin fótskemill minn.+
„Samt læt ég mér annt um
þann sem er auðmjúkur og niðurbrotinn,
3 Sá sem slátrar nauti er eins og maður sem drepur mann.+
Sá sem fórnar sauði er eins og maður sem hálsbrýtur hund.+
Sá sem færir fórnargjöf er eins og maður sem fórnar svínablóði.+
Sá sem ber fram reykelsi+ er eins og maður sem blessar með galdraþulu.*+
Þeir hafa valið sínar eigin leiðir
og hafa ánægju af því sem er viðbjóðslegt.
4 Ég vel leiðir til að refsa þeim+
og læt það sem þeir skelfast koma yfir þá
því að enginn svaraði þegar ég kallaði
og enginn hlustaði þegar ég talaði.+
Þeir héldu áfram því sem var illt í augum mínum
og völdu að gera það sem mér mislíkaði.“+
5 Heyrið orð Jehóva, þið sem berið djúpa virðingu* fyrir orði hans:
„Bræður ykkar sem hata ykkur og útiloka vegna nafns míns sögðu: ‚Jehóva sé upphafinn!‘+
En hann mun birtast
ykkur til gleði og þeim til skammar.“+
6 Óp og læti heyrast frá borginni, hávaði frá musterinu
þegar Jehóva endurgeldur óvinum sínum það sem þeir verðskulda.
8 Hver hefur heyrt um slíkt?
Hver hefur séð nokkuð þessu líkt?
Getur land fæðst á einum degi?
Eða getur þjóð orðið til í einni andrá?
Síon fæddi þó syni sína um leið og hríðirnar hófust.
9 „Myndi ég láta barn komast í burðarliðinn en ekki fæðast?“ segir Jehóva.
„Eða myndi ég láta fæðingu hefjast og loka svo móðurlífinu?“ segir Guð þinn.
10 Gleðjist með Jerúsalem og fagnið með henni,+ þið öll sem elskið hana.+
Hrópið af gleði með henni, þið öll sem hryggist hennar vegna,
11 því að þið munuð sjúga og seðjast af huggandi brjóstum hennar,
þið munuð drekka og hafa yndi af dýrðarljóma hennar.
12 Jehóva segir:
Þið munuð sjúga brjóst og verðið borin á mjöðminni
og ykkur verður hossað á hnjánum.
14 Þið fáið að sjá þetta og fagnið í hjörtum ykkar,
bein ykkar dafna eins og grængresið.
15 „Jehóva kemur eins og eldur+
og stríðsvagnar hans eins og stormhviða+
til að endurgjalda í brennandi reiði,
refsa með logandi eldi.+
16 Jehóva fullnægir dómi með eldi,
já, með sverði sínu, yfir öllum mönnum.
Þeir sem Jehóva fellir verða margir.
17 Þeir sem helga sig og hreinsa til að fara inn í garðana*+ og fylgja þeim sem er í miðjum garðinum, þeir sem borða svínakjöt,+ mýs og annan viðbjóð,+ líða allir saman undir lok,“ segir Jehóva. 18 „Þar sem ég þekki verk þeirra og hugsanir kem ég og safna saman fólki af öllum þjóðum og tungumálum, og það kemur og sér dýrð mína.“
19 „Ég set upp tákn meðal þeirra og ég sendi suma af þeim sem komast undan til þjóðanna – til Tarsis,+ Púl og Lúd,+ til þeirra sem spenna boga, til Túbal, Javan+ og fjarlægra eyja – til þjóða sem hafa ekki heyrt neitt um mig eða séð dýrð mína, og þeir munu segja frá dýrð minni meðal þjóðanna.+ 20 Þeir munu flytja alla bræður ykkar frá öllum þjóðum+ sem gjöf til Jehóva á hestum, á opnum og lokuðum vögnum, á múldýrum og hraðfara úlföldum til míns heilaga fjalls, til Jerúsalem,“ segir Jehóva, „eins og þegar Ísraelsmenn koma með gjöf sína í hreinum kerum í hús Jehóva.“
21 „Ég vel suma þeirra til að vera prestar og til að vera Levítar,“ segir Jehóva.
22 „Já, eins og nýi himinninn og nýja jörðin+ sem ég skapa standa stöðug frammi fyrir mér,“ segir Jehóva, „þannig munu afkomendur ykkar og nafn varðveitast.“+
23 „Frá tunglkomudegi til tunglkomudags og frá hvíldardegi til hvíldardags
munu allir menn koma og falla fram fyrir mér,“*+ segir Jehóva.
24 „Þeir ganga út og sjá lík þeirra sem gerðu uppreisn gegn mér.
Sem þýðir ‚hjálpræði Jehóva‘.
Eða „þekkir ekki húsbónda sinn“.
Orðrétt „er kreist úr“.
Eða „laufskáli“.
Eða „valdhafar“.
Eða „fræðslu; leiðsögn“.
Eða „munaðarlausra“.
Eða „hveitibjórinn“.
Eða „munaðarlausum“.
Greinilega er átt við tré og garða sem tengdust skurðgoðadýrkun.
Eða „Á lokaskeiði daganna“.
Eða „fræðsla kemur; leiðsögn kemur“.
Eða „greiða úr málum“.
Snjáldurmýs eru óseðjandi.
Eða „hvikulir“.
Eða „vera læknir ykkar“.
Orðrétt „frammi fyrir dýrðaraugum hans“.
Orðrétt „Þeir borða ávöxt verka sinna“.
Orðrétt „sálarhús“.
Eða „suðandi skrautkuðunga“.
Eða „nærföt“.
Það er, þá niðurlægingu að vera ógiftar og barnlausar.
Orðrétt „saurinn“.
Eða „blóðskuldina“.
Eða „anda dóms og eyðandi elds“.
Eða „plönturnar sem voru honum kærar“.
Orðrétt „Tíu sameykja“.
Sjá viðauka B14.
Sjá viðauka B14.
Sjá viðauka B14.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða „réttlæti sínu“.
Eða „Ákvörðun“.
Eða „fræðslu; leiðsögn“.
Eða „skotbúnir“.
Eða hugsanl. „hann gat“.
Sem þýðir ‚aðeins leifar snúa aftur‘.
Eða hugsanl. „ógnum landinu“.
Eða „brjótumst gegnum múrana“. Orðrétt „kljúfum það“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Sem þýðir ‚Guð er með okkur‘.
Það er, Efrat.
Orðrétt „með griffli dauðlegs manns“.
Merkir hugsanl. ‚fljótur til herfangsins, flýtir sér til ránsfengsins‘.
Eða „vottfesti það“.
Orðrétt „nálgaðist ég spákonuna“. Spákonan er eiginkona Jesaja.
Sílóa var vatnsleiðsla.
Það er, Efrat.
Sjá Jes 7:14.
Eða „vitnisburðinn“.
Eða „fræðsluna; leiðsögnina“.
Eða „bíð ákafur eftir Jehóva“.
Eða „vitnisburðarins“.
Orðrétt „enga dögun“.
Það er, Guð.
Eða „stjórnvaldið; höfðingjadómurinn“.
Eða „Stjórnvald; Höfðingjadómur“.
Eða hugsanl. „pálmagreinar og reyr“.
Eða „munaðarleysingjum“.
Eða „munaðarleysingja“.
Eða „refsingarinnar“.
Eða „dýrð“.
Orðrétt „refsa ég“.
Eða „refsingin“.
Eða „réttlæti“.
Eða hugsanl. „Kálfur og ljón verða saman á beit“.
Eða „merkisstöng“.
Eða „Þjóðirnar leita hans“.
Það er, Babýloníu.
Eða „merkisstöng“.
Orðrétt „öxlina“.
Eða „ná valdi yfir“.
Eða hugsanl. „þurrkar upp“.
Það er, Efrat.
Eða hugsanl. „klýfur hann það í sjö kvíslir“.
„Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.
Eða „Leikið tónlist fyrir“.
Eða „merkisstöng“.
Orðrétt „mínum helguðu“.
Orðrétt „og Kesíl hans“. Hér er ef til vill átt við Óríon og nálæg stjörnumerki.
Eða „djásn“.
Eða hugsanl. „illir andar í geitarlíki“.
Eða „veitir þeim hvíld“.
Eða „þrælahöldurunum“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „geithafra“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „sínu húsi“.
Eða „fyrirlitinni grein“.
Eða „eldsnögg eiturslanga“.
Orðrétt „hússins“.
Eða „troðið niður greinarnar sem svigna undan rauðum vínberjunum“.
Eða hugsanl. „því að herópið er komið yfir sumarávexti ykkar og uppskeru“.
Eða „reiknuð jafn vandlega og launamaður gerir“, það er, eftir nákvæmlega þrjú ár.
Orðrétt „fitan á holdi hans rýrnar“.
Eða „á Refaímsléttu“.
Sjá orðaskýringar.
Eða „unaðslega“.
Eða „framandi guði“.
Eða „öflugrar þjóðar sem treður allt niður“.
Eða „merkisstöng“.
Eða hugsanl. „fylgist með frá“.
Eða „öflugri þjóð sem treður allt niður“.
Eða „Memfis“.
Eða hugsanl. „pálmagrein né reyrstilkur“.
Það er, hebreska.
Orðrétt „tartan“.
Orðrétt „nakinn“.
Orðrétt „nekt Egyptalands“.
Eða „sem þeir dáðust að sökum fegurðar þess“.
Greinilega er átt við svæði í Babýloníu til forna.
Greinilega er átt við Babýlon.
Orðrétt „Þess vegna eru mjaðmir mínar fullar sársauka“.
Eða „olíuberið“.
Sem þýðir ‚þögn‘.
Eða „reiknað jafn vandlega og launamaður gerir“, það er, eftir nákvæmlega ár.
Hér er greinilega átt við Jerúsalem.
Ljóðræn persónugerving, hugsanlega til að tjá vorkunn eða samúð.
Eða „kemur með mannaða stríðsvagna og riddara“.
Eða „tekur fram skjöldinn“.
Eða „sléttur þínar“.
Eða „riddararnir“.
Orðrétt „húsið“.
Orðrétt „bústað“.
Orðrétt „þunga“.
Eða „rótaranga“.
Síkor var ein af kvíslum Nílar.
Orðrétt „meyjar“.
Eða hugsanl. „Engin höfn er lengur til“.
Hugsanlega er átt við Týrus.
Orðrétt „daga“.
Eða „jörðina og leggur hana“.
Eða „umturnar yfirborði þess“.
Eða hugsanl. „þornar upp“.
Eða „fornan“.
Eða hugsanl. „þornar upp“.
Eða „Úr vestri“.
Eða „í austri“.
Eða „Prýði handa“.
Orðrétt „öldungum hans“.
Eða „víni á dreggjum“.
Eða „blæjunni sem breidd“.
Eða hugsanl. „þá sem hafa stöðugt hugarfar“.
„Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.
Eða „sléttur“.
Það er, að Guð og nafn hans verði í minnum haft eða kunngert.
Eða „heiðarleikans“.
Orðrétt „Lík sem ég á mun“.
Eða hugsanl. „dögg jurtanna (stokkrósanna)“.
Eða „fæðir hina lífvana“.
Eða „fordæmingin“.
Sjá orðaskýringar.
Greinilega er átt við Ísraelsþjóðina sem hér er persónugerð sem kona og henni líkt við víngarð.
Sjá orðaskýringar.
Það er, Efrat.
Eða „Egyptalandsflóðdal“. Sjá orðaskýringar, „flóðdalur“.
Eða „stolta“.
Greinilega er átt við höfuðborgina Samaríu.
Eða „Stoltar“.
Eða „mælisnúra eftir mælisnúru, mælisnúra eftir mælisnúru“.
Orðrétt „manna með stamandi varir“.
Eða „mælisnúra eftir mælisnúru, mælisnúra eftir mælisnúru“.
Eða hugsanl. „og framkallað sýn ásamt gröfinni“. Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða hugsanl. „Skelfing grípur menn þegar þeir skilja“.
Eða „á sléttunni“.
Eða „alla jörðina“.
Eða „agar manninn; hirtir manninn“.
Eða „og viska hans er mikil“.
Merkir hugsanl. ‚altariseldstæði Guðs‘. Greinilega er átt við Jerúsalem.
Eða „ákvarðanir sínar“.
Eða „Þið eruð svo spillt!“
Orðrétt „þann sem áminnir“.
Það er, af skömm og vonbrigðum.
Orðrétt „hella drykkjarfórn“, greinilega í tengslum við samkomulag.
Eða „eldsnöggra eiturslangna“.
Eða „fræðslu; leiðsögn“.
Eða hugsanl. „brunni“.
Eða „með eftirvæntingu“.
Eða „steypt líkneski“.
Eða hugsanl. „og kallið þau óþverra“.
Eða „beinbrot“.
Eða „Andgustur“.
Eða „helgið ykkur fyrir“.
Eða „við flautuleik“.
„Tófet“ er hér táknmynd um stað þar sem eldur logar og lýsir eyðingu.
Orðrétt „Hann“.
Eða „riddara“.
Eða „eldur“.
Eða „athvarf“.
Eða „sýna óvirðingu“.
Eða „og gefur stöðugt af örlæti“.
Orðrétt „armur“.
Greinilega er átt við hetjur Júda.
Átt er við óvininn.
Eða „dauðlegan mann“.
Eða hugsanl. „skrælnar“.
Eða „hugleiðir þú“.
Eða „íbúi“.
Eða „fljóta“.
Greinilega er átt við Bosra, höfuðborg Edóms.
Eða hugsanl. „illir andar í geitarlíki“.
Orðrétt „skipt henni milli þeirra með mælisnúru“.
Eða „krókus“.
Eða „rabsake“.
Eða „sagnaritari“.
Eða „sýrlensku“.
Orðrétt „komið út til mín“.
Eða „sagnaritari“.
Eða „hirtingar“.
Orðrétt „komin í burðarliðinn“.
Eða „rabsake“.
Orðrétt „setja í hann anda“.
Eða „helguðu þau eyðingu“. Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „því“.
Eða hugsanl. „á milli kerúbanna“.
Eða „áveituskurði Nílar í Egyptalandi“.
Orðrétt „gert“.
Eða „mótað“.
Það er, Hiskía.
Eða „sem sprettur af korni sem menn hafa misst niður“.
Orðrétt „húsi“.
Orðrétt „daga“.
Ef til vill voru þrepin í stiganum notuð til að sýna tíma dags og svipaði þannig til sólskífu.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
„Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.
Eða „búa þar sem öll starfsemi hættir“.
Eða hugsanl. „trana“.
Orðrétt „Vertu trygging mín“.
Eða „alvörugefinn“.
Það er, orðum Guðs og verkum.
Eða „fjarlægt allar syndir mínar frá augliti þínu“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða „sannleikur“.
Orðrétt „Talið til hjarta“.
Eða „tvöfalt“.
Orðrétt „allt hold mun“.
Orðrétt „Allt hold er“.
Bilið milli góma þumalfingurs og litlafingurs útglenntra. Sjá viðauka B14.
Eða hugsanl. „skilið“.
Eða „að sönnum skilningi“.
Eða „til að halda eldi lifandi“.
Eða „jarðarhnettinum“.
Eða „valdhafa“.
Eða „Skilningur“.
Eða „óskiljanleg“.
Eða „Verið hljóðar frammi fyrir mér“.
Eða „úr austri“.
Orðrétt „að fótum sér“, það er, til að þjóna sér.
Það er, varnarlaus og veikburða.
Eða „lagt okkur það á hjarta“.
Eða „úr austri“.
Eða „embættismenn“.
Eða „Steypt líkneski“.
Eða „fræðslu; leiðsögn“.
Eða „af dýrð minni“.
Eða „þurrlendi“.
Eða „steyptu líkneskin“.
Eða „fræðsla hans er; leiðsögn hans er“.
Eða „fræðslu; leiðsögn“.
Hér er greinilega átt við falsguði.
Hugsanlega er átt við það fyrsta sem gerist í framtíðinni.
Eða „treystið mér“.
Eða „uppreisn þína“.
Hugsanlega er átt við lagakennara.
Orðrétt „frá móðurlífi“.
Sem þýðir ‚hinn ráðvandi‘. Heiðurstitill gefinn Ísrael.
Eða „þyrstu landinu“.
Eða „helgidómi“.
Eða „þurran viðarbút“.
Eða „falsspámannanna“.
Orðrétt „losa beltið af mjöðmum“.
Orðrétt „gyrði þig belti“.
Orðrétt „frá sólarupprás til sólseturs“.
Eða „deilir við skapara sinn“.
Eða „þann sem mótaði hann“.
Eða hugsanl. „Eða á leirinn að segja: ‚Verk þitt er ekki með nein handföng‘?“
Eða hugsanl. „Verkamenn“.
Eða hugsanl. „kaupmenn“.
Eða hugsanl. „til að hún væri auð“.
Eða „réttlátt“.
Það er, líkneskjunum sem dýrin eru látin bera.
Eða „Hinn guðdómlegi“.
Eða „Fyrirætlun; Ráðagerð“.
Eða „úr austri“.
Eða „fyrirætlun; ráðagerð“.
Orðrétt „voldugu“.
Eða hugsanl. „og ég tek ekki vinsamlega á móti nokkrum manni“.
Eða hugsanl. „þrátt fyrir alla galdra þína og öflugar særingar“.
Eða hugsanl. „þeir sem skipta himninum og; stjörnuspekingarnir sem“.
Orðrétt „til sinna heimaslóða“.
Eða hugsanl. „komnir af“.
Eða „steypt líkneski“.
Eða „rannsakað“. Eða hugsanl. „valið“.
Eða „af dýrð minni“.
Greinilega er átt við falsguði.
Eða „ásamt anda sínum“.
Orðrétt „allt frá móðurlífi“.
Eða „veitir mér réttlæti“.
Eða hugsanl. „gróðurlausum hæðum“.
Eða „gefið mér tungu hins uppfrædda“.
Eða hugsanl. „styrkja hinn þreytta“.
Eða „deilt við“.
Eða „ól ykkur með fæðingarhríðum“.
Eða „krafti“.
Eða „mýflugur“.
Eða „fræðslu mína; leiðsögn mína“.
Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „verður á höfði“.
Eða „reiði þess sem lokaði þig inni“.
Orðrétt „hans“.
Eða „Guð okkar sigrar“.
Eða hugsanl. „höfum heyrt“.
Orðrétt „arm“.
„Honum“ getur vísað til áhorfanda almennt eða til Guðs.
Eða hugsanl. „Hann var eins og maður sem menn vilja ekki sjá og líta undan“.
Orðrétt „kúgun og dómi“.
Eða „líferni“.
Eða „sleginn“.
Orðrétt „hjá ríkum manni“.
Eða „hefði engu ofbeldi beitt“.
Eða „En Jehóva þóknaðist“.
Orðrétt „synir“.
Eða „húsbónda“.
Eða „húsbóndi“.
Eða „úr eldsteinum“.
Eða „börnum“.
Eða „börn þín“.
Eða „laununum sem þið stritið fyrir“.
Orðrétt „feitmeti“.
Eða „áreiðanlega“.
Eða „ríkulega“.
Eða „víðfrægir nafn Jehóva“.
Orðrétt „mína“.
Eða „Þeir eru hundar með sterka sál“.
Það er, þeir deyja.
Eða hugsanl. „frá hörmungunum“.
Það er, í gröfinni.
Eða „hugga mig“.
Hugsanlega er átt við skurðgoðadýrkun.
Eða hugsanl. „konungsins“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „þreyst“.
Eða „falið málin“.
Eða „þær verur sem anda“.
Eða „og veita sárabætur með því að hugga hann“.
Orðrétt „skörðin“.
Eða „njóta erfðalands“.
Eða „hégóma“.
Eða „Heiðarleikinn“.
Eða „Heiðarleikinn“.
Orðrétt „og það var slæmt í augum hans“.
Eða „hans eigin hönd honum sigur“.
Eða „sigurhjálm“.
Eða „ljóma dögunar þinnar“.
Orðrétt „hylja þig“.
Eða „fagurt“.
Eða „Eins og áður flytja skip frá Tarsis“.
Eða „fegra“.
Eða „prýði“.
Eða „dýrð“.
Eða hugsanl. „skærrauðum“.
Eða „sigur“.
Eða „sem reynast ekki falskir“.
Eða „og engillinn sem var fyrir augliti hans“.
Eða „gegnum djúpið“.
Eða „í óbyggðunum“.
Eða „fagurt“.
Eða „fögrum“.
Eða „bíða hans þolinmóðir“.
Eða „þú hefur mótað okkur“.
Eða „fagurt“.
Eða „musteri“.
Eða hugsanl. „dveljast í varðskýlum“.
Eða „viðbjóðslegu“.
Eða hugsanl. „ég myndi veita þér heilagleika minn“.
Orðrétt „í skaut þeirra“.
Orðrétt „í skaut þeirra“.
Orðrétt „blessun“.
Eða „Akorslétta“.
Eða „trúfestinnar“. Orðrétt „amensins“.
Eða „trúfestinnar“. Orðrétt „amensins“.
Eða hugsanl. „og sá sem nær ekki tíræðisaldri verður álitinn bölvaður“.
Eða „skelfur“.
Eða hugsanl. „hyllir skurðgoð“.
Eða „skjálfið“.
Eða „mátt“.
Það er, sérstaka garða þar sem skurðgoðadýrkun var stunduð.
Eða „og tilbiðja mig“.