FJÓRÐA MÓSEBÓK
1 Jehóva talaði við Móse í óbyggðum Sínaí,+ í samfundatjaldinu,+ fyrsta dag annars mánaðar á öðru árinu eftir að þeir fóru út úr Egyptalandi.+ Hann sagði: 2 „Takið manntal+ og teljið alla Ísraelsmenn eftir ættum þeirra og ættkvíslum og skráið alla karlmenn með nafni, mann fyrir mann. 3 Þið Aron eigið að skrásetja alla 20 ára og eldri+ sem geta þjónað í her Ísraels, fylkingu eftir fylkingu.*
4 Takið með ykkur einn mann úr hverri ættkvísl. Hver þeirra á að vera höfuð ættar sinnar.+ 5 Þetta eru nöfn mannanna sem verða ykkur til aðstoðar: frá Rúben, Elísúr+ Sedeúrsson; 6 frá Símeon, Selúmíel+ Súrísaddaíson; 7 frá Júda, Nakson+ Ammínadabsson; 8 frá Íssakar, Netanel+ Súarsson; 9 frá Sebúlon, Elíab+ Helónsson; 10 frá sonum Jósefs: frá Efraím,+ Elísama Ammíhúdsson; frá Manasse, Gamalíel Pedasúrsson; 11 frá Benjamín, Abídan+ Gídoníson; 12 frá Dan, Ahíeser+ Ammísaddaíson; 13 frá Asser, Pagíel+ Ókransson; 14 frá Gað, Eljasaf+ Degúelsson; 15 frá Naftalí, Akíra+ Enansson. 16 Þessir menn eru valdir úr söfnuðinum. Þeir eru höfðingjar+ ættkvísla feðra sinna, höfðingjar yfir þúsundum Ísraels.“+
17 Móse og Aron sendu þá eftir þessum mönnum sem höfðu verið nafngreindir. 18 Þeir kölluðu saman allan söfnuðinn á fyrsta degi annars mánaðarins svo að hægt væri að skrásetja hvern og einn, 20 ára og eldri,+ með nafni eftir ætt og ættföður 19 eins og Jehóva hafði gefið Móse fyrirmæli um. Þannig skrásetti hann þá í óbyggðum Sínaí.+
20 Synir Rúbens, afkomendur frumburðar Ísraels,+ voru skráðir eftir nöfnum, ættum og ættfeðrum. Allir karlmenn sem voru tvítugir og eldri og gátu þjónað í hernum voru taldir. 21 Af ættkvísl Rúbens voru 46.500 menn skrásettir.
22 Afkomendur Símeons+ voru skráðir eftir nöfnum, ættum og ættfeðrum. Allir karlmenn sem voru tvítugir og eldri og gátu þjónað í hernum voru taldir. 23 Af ættkvísl Símeons voru 59.300 menn skrásettir.
24 Afkomendur Gaðs+ voru skráðir eftir nöfnum, ættum og ættfeðrum. Allir karlmenn sem voru tvítugir og eldri og gátu þjónað í hernum voru taldir. 25 Af ættkvísl Gaðs voru 45.650 menn skrásettir.
26 Afkomendur Júda+ voru skráðir eftir nöfnum, ættum og ættfeðrum. Allir karlmenn sem voru tvítugir og eldri og gátu þjónað í hernum voru taldir. 27 Af ættkvísl Júda voru 74.600 menn skrásettir.
28 Afkomendur Íssakars+ voru skráðir eftir nöfnum, ættum og ættfeðrum. Allir karlmenn sem voru tvítugir og eldri og gátu þjónað í hernum voru taldir. 29 Af ættkvísl Íssakars voru 54.400 menn skrásettir.
30 Afkomendur Sebúlons+ voru skráðir eftir nöfnum, ættum og ættfeðrum. Allir karlmenn sem voru tvítugir og eldri og gátu þjónað í hernum voru taldir. 31 Af ættkvísl Sebúlons voru 57.400 menn skrásettir.
32 Afkomendur Jósefs sem komu af Efraím+ voru skráðir eftir nöfnum, ættum og ættfeðrum. Allir karlmenn sem voru tvítugir og eldri og gátu þjónað í hernum voru taldir. 33 Af ættkvísl Efraíms voru 40.500 menn skrásettir.
34 Afkomendur Manasse+ voru skráðir eftir nöfnum, ættum og ættfeðrum. Allir karlmenn sem voru tvítugir og eldri og gátu þjónað í hernum voru taldir. 35 Af ættkvísl Manasse voru 32.200 menn skrásettir.
36 Afkomendur Benjamíns+ voru skráðir eftir nöfnum, ættum og ættfeðrum. Allir karlmenn sem voru tvítugir og eldri og gátu þjónað í hernum voru taldir. 37 Af ættkvísl Benjamíns voru 35.400 menn skrásettir.
38 Afkomendur Dans+ voru skráðir eftir nöfnum, ættum og ættfeðrum. Allir karlmenn sem voru tvítugir og eldri og gátu þjónað í hernum voru taldir. 39 Af ættkvísl Dans voru 62.700 menn skrásettir.
40 Afkomendur Assers+ voru skráðir eftir nöfnum, ættum og ættfeðrum. Allir karlmenn sem voru tvítugir og eldri og gátu þjónað í hernum voru taldir. 41 Af ættkvísl Assers voru 41.500 menn skrásettir.
42 Afkomendur Naftalí+ voru skráðir eftir nöfnum, ættum og ættfeðrum. Allir karlmenn sem voru tvítugir og eldri og gátu þjónað í hernum voru taldir. 43 Af ættkvísl Naftalí voru 53.400 menn skrásettir.
44 Móse, Aron og 12 höfðingjar Ísraels, einn fyrir hönd hverrar ættkvíslar, skrásettu þessa menn. 45 Allir Ísraelsmenn sem voru tvítugir og eldri og gátu þjónað í her Ísraels voru skrásettir eftir ættfeðrum sínum. 46 Alls voru 603.550 menn skrásettir.+
47 Levítarnir+ voru þó ekki skrásettir með þeim eftir ættkvísl feðra sinna.+ 48 Jehóva sagði við Móse: 49 „Ættkvísl Leví er sú eina sem þú átt ekki að skrásetja. Þú átt ekki að telja hana með öðrum Ísraelsmönnum.+ 50 Þú skalt setja Levítana yfir tjaldbúð vitnisburðarins,+ yfir öll áhöld hennar og yfir allt sem fylgir henni.+ Þeir eiga að bera tjaldbúðina og öll áhöld hennar.+ Þeir skulu þjóna við tjaldbúðina+ og tjalda umhverfis hana.+ 51 Þegar flytja á tjaldbúðina eiga Levítarnir að taka hana niður+ og þegar á að reisa hana aftur eiga Levítarnir að gera það. Ef einhver óviðkomandi* kemur nálægt henni skal hann tekinn af lífi.+
52 Allir Ísraelsmenn eiga að tjalda á úthlutuðum stað í búðunum, hver í sinni þriggja ættkvísla deild,*+ hver fylking fyrir sig.* 53 En Levítarnir skulu tjalda umhverfis tjaldbúð vitnisburðarins svo að reiði mín komi ekki yfir söfnuð Ísraelsmanna.+ Og það er ábyrgð Levítanna að sjá um* tjaldbúð vitnisburðarins.“+
54 Ísraelsmenn gerðu allt sem Jehóva hafði gefið Móse fyrirmæli um. Þeir gerðu það í einu og öllu.
2 Jehóva sagði nú við Móse og Aron: 2 „Ísraelsmenn eiga að tjalda á svæðinu sem þriggja ættkvísla deild+ þeirra er ætlað, hver maður nálægt fána* ættar sinnar. Þeir skulu tjalda hringinn í kringum samfundatjaldið.
3 Þriggja ættkvísla deild Júda skal tjalda austan megin, á móti sólarupprásinni, hver fylking fyrir sig.* Höfðingi Júdasona er Nakson+ Ammínadabsson. 4 Í herdeild hans eru skráðir 74.600 menn.+ 5 Ættkvísl Íssakars á að tjalda við hlið Júda. Höfðingi sona Íssakars er Netanel+ Súarsson. 6 Í herdeild hans eru skráðir 54.400 menn.+ 7 Hinum megin er ættkvísl Sebúlons. Höfðingi sona Sebúlons er Elíab+ Helónsson. 8 Í herdeild hans eru skráðir 57.400 menn.+
9 Alls eru 186.400 skráðir í herdeildirnar í búðum Júda. Þeir skulu taka sig upp fyrstir.+
10 Þriggja ættkvísla deild Rúbens+ á að tjalda sunnan megin, hver fylking fyrir sig.* Höfðingi sona Rúbens er Elísúr+ Sedeúrsson. 11 Í herdeild hans eru skráðir 46.500 menn.+ 12 Ættkvísl Símeons á að tjalda við hlið Rúbens. Höfðingi sona Símeons er Selúmíel+ Súrísaddaíson. 13 Í herdeild hans eru skráðir 59.300 menn.+ 14 Hinum megin er ættkvísl Gaðs. Höfðingi sona Gaðs er Eljasaf+ Regúelsson. 15 Í herdeild hans eru skráðir 45.650 menn.+
16 Alls eru 151.450 skráðir í herdeildirnar í búðum Rúbens og þeir skulu taka sig upp aðrir í röðinni.+
17 Þegar samfundatjaldið er flutt+ eiga búðir Levítanna að vera mitt á milli hinna búðanna.
Ættkvíslirnar eiga að ferðast í sömu röð og þær tjalda,+ hver á sínum stað, í samræmi við þriggja deilda skipan ættkvíslanna.
18 Þriggja ættkvísla deild Efraíms á að tjalda vestan megin, hver fylking fyrir sig.* Höfðingi sona Efraíms er Elísama+ Ammíhúdsson. 19 Í herdeild hans eru skráðir 40.500 menn.+ 20 Ættkvísl Manasse+ á að vera næst Efraím. Höfðingi sona Manasse er Gamalíel+ Pedasúrsson. 21 Í herdeild hans eru skráðir 32.200 menn.+ 22 Hinum megin er ættkvísl Benjamíns. Höfðingi sona Benjamíns er Abídan+ Gídoníson. 23 Í herdeild hans eru skráðir 35.400 menn.+
24 Alls eru 108.100 skráðir í herdeildirnar í búðum Efraíms og þeir skulu taka sig upp þriðju í röðinni.+
25 Þriggja ættkvísla deild Dans á að tjalda norðan megin, hver fylking fyrir sig.* Höfðingi sona Dans er Ahíeser+ Ammísaddaíson. 26 Í herdeild hans eru skráðir 62.700 menn.+ 27 Ættkvísl Assers á að tjalda við hlið Dans. Höfðingi sona Assers er Pagíel+ Ókransson. 28 Í herdeild hans eru skráðir 41.500 menn.+ 29 Hinum megin er ættkvísl Naftalí. Höfðingi sona Naftalí er Akíra+ Enansson. 30 Í herdeild hans eru skráðir 53.400 menn.+
31 Alls eru 157.600 skráðir í búðum Dans. Þeir skulu taka sig upp síðastir+ í samræmi við þriggja deilda skipan ættkvíslanna.“
32 Þetta eru þeir Ísraelsmenn sem voru skráðir eftir ættum sínum. Alls voru 603.550 menn í búðunum skráðir í herinn.+ 33 En Levítarnir voru ekki skráðir+ með öðrum Ísraelsmönnum.+ Það var í samræmi við þau fyrirmæli sem Jehóva hafði gefið Móse. 34 Ísraelsmenn gerðu allt sem Jehóva hafði gefið Móse fyrirmæli um. Þannig settu þeir búðir sínar í samræmi við þriggja deilda skipan ættkvíslanna+ og þannig tóku þeir sig upp+ eftir fjölskyldum og ættum.
3 Þetta voru afkomendur* Arons og Móse á þeim tíma sem Jehóva talaði við Móse á Sínaífjalli.+ 2 Synir Arons hétu: Nadab, frumburðurinn, og Abíhú,+ Eleasar+ og Ítamar.+ 3 Þetta eru nöfn sona Arons, hinna smurðu presta sem höfðu verið vígðir* til að þjóna sem prestar.+ 4 En Nadab og Abíhú dóu frammi fyrir Jehóva þegar þeir báru fram óleyfilegan eld fyrir Jehóva+ í óbyggðum Sínaí. Þeir áttu enga syni. Eleasar+ og Ítamar+ þjónuðu hins vegar áfram sem prestar ásamt Aroni föður sínum.
5 Jehóva sagði við Móse: 6 „Láttu ættkvísl Leví+ ganga fram og standa frammi fyrir Aroni presti. Þeir eiga að þjóna+ honum. 7 Þeir eiga að gegna þjónustu við samfundatjaldið með því að rækja skyldur sínar gagnvart honum og öllum söfnuðinum við tjaldbúðina. 8 Þeir eiga að sjá um allan búnað+ samfundatjaldsins og rækja skyldur sínar gagnvart Ísraelsmönnum með því að annast þjónustuna við tjaldbúðina.+ 9 Þú átt að gefa Aroni og sonum hans Levítana. Þeir eru aðgreindir frá öðrum Ísraelsmönnum og gefnir honum.+ 10 Þú skalt skipa Aron og syni hans í embætti og þeir eiga að sinna prestsskyldum sínum.+ Ef einhver óviðkomandi* kemur nálægt helgidóminum skal hann tekinn af lífi.“+
11 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 12 „Ég tek Levítana af Ísraelsmönnum í stað allra frumburða þeirra*+ og Levítarnir skulu tilheyra mér 13 því að allir frumburðir tilheyra mér.+ Daginn sem ég banaði öllum frumburðum í Egyptalandi+ helgaði ég sjálfum mér alla frumburði í Ísrael, bæði manna og skepna.+ Þeir skulu tilheyra mér. Ég er Jehóva.“
14 Jehóva sagði einnig við Móse í óbyggðum Sínaí:+ 15 „Skrásettu syni Leví eftir ættfeðrum þeirra og ættum. Þú átt að skrásetja alla sem eru karlkyns, mánaðargamlir og eldri.“+ 16 Og Móse skrásetti þá eins og Jehóva hafði sagt honum að gera. 17 Synir Leví hétu Gerson, Kahat og Merarí.+
18 Þetta voru nöfn sona Gersons og ættanna sem komu af þeim: Libní og Símeí.+
19 Synir Kahats og ættanna sem komu af þeim voru Amram, Jísehar, Hebron og Ússíel.+
20 Synir Merarí og ættanna sem komu af þeim voru Mahelí+ og Músí.+
Þetta voru ættir og ættfeður Levítanna.
21 Af Gerson komu ætt Libníta+ og ætt Símeíta. Þetta voru ættir Gersoníta. 22 Hjá þeim voru skrásettir 7.500 karlmenn og drengir, mánaðargamlir og eldri.+ 23 Ættir Gersoníta tjölduðu fyrir aftan tjaldbúðina+ vestan megin. 24 Ættarhöfðingi Gersoníta var Eljasaf Laelsson. 25 Synir Gersons+ höfðu það verkefni í samfundatjaldinu að sjá um tjaldbúðina ásamt tjalddúkunum,+ yfirtjaldinu+ og forhenginu+ fyrir inngangi samfundatjaldsins, 26 og um tjöldin+ kringum forgarðinn, forhengið+ fyrir inngangi forgarðsins í kringum tjaldbúðina og altarið, stögin og öll störf sem tengdust því.
27 Af Kahat komu ætt Amramíta, ætt Jíseharíta, ætt Hebroníta og ætt Ússíelíta. Þetta voru ættir Kahatíta.+ 28 Karlmenn og drengir hjá þeim, mánaðargamlir og eldri, voru 8.600. Þeir höfðu það verkefni að sjá um helgidóminn.+ 29 Ættir Kahatíta tjölduðu sunnan megin við tjaldbúðina.+ 30 Ættarhöfðingi Kahatíta var Elísafan Ússíelsson.+ 31 Verkefni þeirra var að sjá um örkina,+ borðið,+ ljósastikuna,+ ölturun,+ áhöldin+ sem voru notuð við þjónustuna við helgidóminn, forhengið+ og öll störf sem tengdust því.+
32 Eleasar,+ sonur Arons prests, var yfirhöfðingi Levítanna. Hann hafði umsjón með þeim sem voru með ábyrgðarstörf við helgidóminn.
33 Af Merarí komu ætt Mahelíta og ætt Músíta. Þetta voru ættir Merarí.+ 34 Skrásettir voru 6.200 karlmenn og drengir, mánaðargamlir og eldri.+ 35 Ættarhöfðingi Meraríta var Súríel Abíhaílsson. Þeir tjölduðu norðan megin við tjaldbúðina.+ 36 Synir Merarí höfðu umsjón með veggrömmum+ tjaldbúðarinnar, þverslám+ hennar, súlum,+ undirstöðuplötum, öllum áhöldum+ hennar og öllum störfum sem tengdust þeim+ 37 og einnig með súlunum kringum forgarðinn og undirstöðuplötum þeirra,+ tjaldhælum og stögum.
38 Móse og Aron og synir hans tjölduðu fyrir framan tjaldbúðina austan megin, við framhlið samfundatjaldsins á móti sólarupprásinni. Þeir höfðu þá ábyrgð að sjá um helgidóminn fyrir hönd Ísraelsmanna. Ef einhver óviðkomandi* kæmi nálægt honum átti að taka hann af lífi.+
39 Levítarnir sem Móse og Aron skrásettu eftir ættum samkvæmt fyrirmælum Jehóva, allir karlmenn og drengir, mánaðargamlir og eldri, voru alls 22.000.
40 Jehóva sagði síðan við Móse: „Skrásettu alla karlkyns frumburði Ísraelsmanna, mánaðargamla og eldri.+ Teldu þá og skrifaðu niður nöfn þeirra. 41 Þú skalt taka Levítana frá handa mér í stað allra frumburða Ísraelsmanna+ og taktu búfé Levítanna í stað allra frumburða af búfé Ísraelsmanna.+ Ég er Jehóva.“ 42 Móse skrásetti þá alla frumburði Ísraelsmanna eins og Jehóva hafði sagt honum að gera. 43 Alls voru skrásettir með nafni 22.273 karlkyns frumburðir, mánaðargamlir og eldri.
44 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 45 „Taktu Levítana frá í stað allra frumburða Ísraelsmanna og taktu búfé Levítanna í staðinn fyrir búfé þeirra, og Levítarnir skulu tilheyra mér. Ég er Jehóva. 46 En þar sem frumburðir Ísraelsmanna eru 273 fleiri en Levítarnir+ á að greiða í lausnargjald+ 47 fimm sikla* fyrir hvern einstakling+ eftir stöðluðum sikli helgidómsins.* Einn sikill er 20 gerur.*+ 48 Þú átt að fá Aroni og sonum hans peningana í lausnargjald fyrir þá sem eru umfram.“ 49 Móse tók við lausnarfénu sem var greitt til að leysa þá sem voru umfram tölu Levítanna. 50 Hann tók við peningunum af frumburðum Ísraelsmanna, 1.365 siklum eftir stöðluðum sikli helgidómsins. 51 Móse lét síðan Aron og syni hans fá lausnarféð í samræmi við orð Jehóva. Hann gerði eins og Jehóva hafði gefið honum fyrirmæli um.
4 Jehóva sagði nú við Móse og Aron: 2 „Teljið Kahatítana+ meðal sona Leví eftir ættum þeirra og ættfeðrum, 3 alla sem eru milli þrítugs+ og fimmtugs+ og eru í hópnum sem er falið að starfa í samfundatjaldinu.+
4 Þetta er þjónusta Kahatíta í samfundatjaldinu+ og hún er háheilög: 5 Þegar búðirnar eru teknar upp eiga Aron og synir hans að ganga inn, taka niður fortjaldið+ og breiða það yfir örk vitnisburðarins.+ 6 Þeir eiga að leggja ábreiðu úr selskinni ofan á það, breiða síðan bláan dúk yfir og koma burðarstöngunum+ fyrir.
7 Þeir eiga einnig að breiða bláan dúk yfir borð skoðunarbrauðanna+ og setja á það fötin, bikarana, skálarnar og drykkjarfórnarkönnurnar.+ Brauðið+ sem fórnað er að staðaldri á líka að vera þar. 8 Þeir eiga að breiða skarlatsrauðan dúk yfir þetta, leggja ábreiðu úr selskinni ofan á og koma burðarstöngunum+ fyrir. 9 Síðan eiga þeir að taka bláan dúk og breiða yfir ljósastikuna+ með lömpum+ hennar, ljósaskærum,* eldpönnum+ og öllum ílátum fyrir ljósaolíuna. 10 Þeir eiga að vefja hana og öll áhöld hennar inn í selskinn og setja á börur. 11 Þeir eiga að breiða bláan dúk yfir gullaltarið,+ leggja ábreiðu úr selskinni ofan á og koma burðarstöngunum+ fyrir. 12 Síðan eiga þeir að taka öll áhöldin+ sem þeir nota við þjónustuna við helgidóminn, vefja þau inn í bláan dúk, leggja ábreiðu úr selskinni ofan á og setja þau á börur.
13 Þeir eiga að fjarlægja öskuna* af altarinu+ og breiða dúk úr purpuralitri ull yfir það. 14 Þar ofan á eiga þeir að leggja öll áhöldin sem þeir nota þegar þeir þjóna við altarið: eldpönnurnar, gafflana, skóflurnar og skálarnar, öll áhöld altarisins.+ Þeir eiga að leggja ábreiðu úr selskinni ofan á og koma burðarstöngunum+ fyrir.
15 Aron og synir hans skulu ljúka við að breiða yfir allt sem tilheyrir helgidóminum+ og allan búnað helgidómsins áður en Ísraelsmenn leggja af stað. Síðan eiga Kahatítarnir að koma til að bera það+ en þeir mega ekki snerta það sem tilheyrir helgidóminum því að þá deyja þeir.+ Þetta er ábyrgð* Kahatíta hvað samfundatjaldið varðar.
16 Eleasar,+ sonur Arons prests, hefur umsjón með ljósaolíunni,+ ilmreykelsinu,+ hinni reglubundnu kornfórn og smurningarolíunni.+ Hann hefur umsjón með allri tjaldbúðinni og öllu sem er í henni, þar á meðal helgidóminum og áhöldum hans.“
17 Jehóva sagði einnig við Móse og Aron: 18 „Látið ekki tortíma ætt Kahatíta+ úr hópi Levítanna. 19 Gerið eftirfarandi fyrir þá til að þeir haldi lífi og deyi ekki þegar þeir koma nálægt hinu háheilaga.+ Aron og synir hans skulu ganga inn og fela hverjum og einum verkefni og sýna þeim hvað þeir eiga að bera. 20 Kahatítarnir mega ekki ganga inn og sjá það sem er heilagt, ekki eitt augnablik, því að þá deyja þeir.“+
21 Síðan sagði Jehóva við Móse: 22 „Teldu Gersonítana+ eftir ættfeðrum þeirra og ættum. 23 Þú átt að skrásetja alla sem eru milli þrítugs og fimmtugs og eru í hópnum sem er falið að þjóna í samfundatjaldinu. 24 Þetta er það sem ættum Gersoníta er falið að bera og annast:+ 25 Þeir eiga að bera tjalddúka tjaldbúðarinnar,+ dúka samfundatjaldsins, innra yfirtjald hennar og yfirtjaldið úr selskinnum sem er lagt yfir það,+ forhengið fyrir inngangi samfundatjaldsins,+ 26 tjöldin kringum forgarðinn,+ forhengið fyrir inngangi forgarðsins+ sem er kringum tjaldbúðina og altarið, stögin og öll áhöldin og allt sem er notað við þjónustuna. Það er verkefni þeirra. 27 Aron og synir hans skulu hafa umsjón með allri þjónustu Gersonítanna+ og því sem þeir bera. Þið skuluð fela þeim þá ábyrgð að bera allt þetta. 28 Þetta er sú þjónusta sem ættir Gersoníta eiga að inna af hendi í samfundatjaldinu.+ Þeir eiga að starfa undir stjórn Ítamars,+ sonar Arons prests.
29 Skrásettu Meraríta+ eftir ættum þeirra og ættfeðrum. 30 Þú átt að skrásetja þá sem eru milli þrítugs og fimmtugs, alla í hópnum sem er falið að þjóna við samfundatjaldið. 31 Þetta er það sem þeir eiga að sjá um að bera+ í þjónustu sinni við samfundatjaldið: veggramma+ tjaldbúðarinnar, þverslár+ hennar, súlur+ og undirstöðuplötur,+ 32 súlurnar+ kringum forgarðinn, undirstöðuplöturnar,+ tjaldhælana+ og stögin ásamt öllum tilheyrandi búnaði og öllu sem er notað við þjónustuna þar. Þið skuluð úthluta hverjum og einum þeim búnaði sem hann á að bera. 33 Þetta er sú þjónusta sem ættir Meraríta+ eiga að inna af hendi við samfundatjaldið undir stjórn Ítamars, sonar Arons prests.“+
34 Móse, Aron og höfðingjar+ safnaðarins skrásettu þá Kahatítana+ eftir ættum þeirra og ættfeðrum, 35 alla sem voru milli þrítugs og fimmtugs og voru í hópnum sem var falið að starfa við samfundatjaldið.+ 36 Samtals voru skrásettir 2.750 eftir ættum sínum.+ 37 Þetta eru þeir sem voru skrásettir af ættum Kahatíta, allir þeir sem þjónuðu við samfundatjaldið. Móse og Aron skrásettu þá í samræmi við fyrirmæli Jehóva til Móse.+
38 Gersonítar+ voru skrásettir eftir ættum sínum og ættfeðrum, 39 allir sem voru milli þrítugs og fimmtugs og voru í hópnum sem var falið að starfa við samfundatjaldið. 40 Samtals voru skrásettir 2.630 eftir ættum sínum og ættfeðrum.+ 41 Þetta eru þeir sem voru skrásettir af ættum Gersoníta, allir þeir sem þjónuðu við samfundatjaldið. Móse og Aron létu skrásetja þá eins og Jehóva hafði gefið fyrirmæli um.+
42 Merarítar voru skrásettir eftir ættum sínum og ættfeðrum, 43 allir sem voru milli þrítugs og fimmtugs og voru í hópnum sem var falið að starfa við samfundatjaldið.+ 44 Samtals voru skrásettir 3.200 eftir ættum sínum.+ 45 Þetta eru þeir sem voru skrásettir af ættum Meraríta og Móse og Aron skrásettu í samræmi við fyrirmæli Jehóva til Móse.+
46 Móse, Aron og höfðingjar Ísraels skrásettu alla þessa Levíta eftir ættum þeirra og ættfeðrum. 47 Þeir voru milli þrítugs og fimmtugs og öllum var falið að þjóna við samfundatjaldið og bera það sem tilheyrði því.+ 48 Samtals voru skrásettir 8.580.+ 49 Þeir voru skrásettir í samræmi við fyrirmæli Jehóva til Móse, hver og einn eftir verkefni sínu og því sem honum var falið að bera. Þeir voru skrásettir eins og Jehóva hafði gefið Móse fyrirmæli um.
5 Jehóva sagði við Móse: 2 „Segðu Ísraelsmönnum að láta alla holdsveika,+ alla sem eru með útferð+ og alla sem eru óhreinir vegna látinnar manneskju*+ yfirgefa búðirnar. 3 Hvort sem það er karl eða kona skuluð þið láta þau fara. Þið skuluð láta þau yfirgefa búðirnar svo að fólkið í búðunum óhreinkist ekki,+ en ég bý* á meðal þess.“+ 4 Ísraelsmenn gerðu þetta og létu þau yfirgefa búðirnar. Þeir gerðu eins og Jehóva hafði sagt Móse.
5 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 6 „Segðu við Ísraelsmenn: ‚Ef maður eða kona drýgir einhverja af þeim syndum sem menn drýgja og eru Jehóva ótrú verður sá einstaklingur sekur.+ 7 Hinn seki á* að játa+ synd sína og greiða fullar bætur fyrir sekt sína og fimmtung að auki.+ Hann á að greiða þær þeim sem hann syndgaði gegn. 8 En ef sá er dáinn og á ekki náinn ættingja til að taka við bótunum skal greiða þær Jehóva og þær renna til prestsins, fyrir utan hrútinn sem presturinn færir í friðþægingarfórn fyrir hann.+
9 Öll heilög framlög+ sem Ísraelsmenn færa prestinum skulu verða eign hans.+ 10 Heilagar gjafir hvers og eins tilheyra honum. Allt sem prestinum er gefið á að tilheyra honum.‘“
11 Jehóva sagði síðan við Móse: 12 „Segðu við Ísraelsmenn: ‚Segjum að gift kona syndgi og sé eiginmanni sínum ótrú. 13 Annar maður hefur kynmök við hana+ en maðurinn hennar veit ekki af því og það kemur ekki í ljós. Hún hefur óhreinkað sig en engin vitni eru að því og hún var ekki staðin að verki. Þá skal gera eftirfarandi: 14 Ef eiginmaðurinn verður afbrýðisamur og grunar að konan hafi verið honum ótrú, hvort sem hún hefur óhreinkað sig eða ekki, 15 á hann að fara með hana til prestsins og hafa meðferðis tíunda hluta úr efu* af byggmjöli í fórn fyrir hana. Hann á ekki að hella olíu á það né leggja reykelsi ofan á vegna þess að það er afbrýðisfórn, kornfórn til að minna á sekt.
16 Presturinn á að leiða konuna fram og láta hana standa frammi fyrir Jehóva.+ 17 Hann á að setja heilagt vatn í leirker og taka smávegis af mold af gólfi tjaldbúðarinnar og setja í vatnið. 18 Presturinn á að láta konuna standa frammi fyrir Jehóva, leysa hár hennar og leggja í hendur hennar kornfórnina sem minnir á sekt, það er að segja afbrýðisfórnina.+ Hann á sjálfur að halda á beiska vatninu sem veldur bölvun.+
19 Presturinn skal síðan láta hana sverja eið og segja við hana: „Ef enginn annar hefur haft kynmök við þig síðan þú giftist manni þínum*+ og þú hefur ekki syndgað og orðið óhrein mun þetta beiska vatn sem veldur bölvun ekki hafa áhrif á þig. 20 En ef þú hefur syndgað síðan þú giftist manni þínum og orðið óhrein með því að hafa kynmök við annan mann …“+ 21 Presturinn skal nú láta konuna sverja bölvunareið og segja við hana: „Megi Jehóva láta þig verða víti til varnaðar sem fólk þitt nefnir þegar það lýsir yfir bölvun og sver eið. Ef þú hefur gert þetta lætur Jehóva mjaðmir* þínar rýrna* og kvið þinn þrútna. 22 Vatnið sem veldur bölvun fer inn í iður þín svo að kviður þinn þrútnar og mjaðmirnar* rýrna.“* Konan á þá að segja: „Amen, amen.“*
23 Presturinn á að skrifa þessar bölvanir í bók og skola letrið af í beiska vatninu. 24 Hann á síðan að láta konuna drekka beiska vatnið sem veldur bölvun og það fer inn í iður hennar og veldur beiskum kvölum. 25 Og presturinn skal taka afbrýðisfórnina+ úr höndum konunnar, veifa kornfórninni fram og aftur frammi fyrir Jehóva og fara með hana að altarinu. 26 Presturinn á að taka handfylli af kornfórninni til tákns um alla fórnina og láta hana brenna á altarinu.+ Síðan á hann að láta konuna drekka vatnið. 27 Þegar hann lætur hana drekka vatnið gerist þetta: Ef hún hefur óhreinkað sig og verið manni sínum ótrú fer vatnið sem veldur bölvun inn í iður hennar og veldur beiskum kvölum. Kviður hennar þrútnar, mjaðmirnar* rýrna* og hún verður víti til varnaðar sem fólk hennar nefnir þegar það lýsir yfir bölvun. 28 En ef konan hefur ekki óhreinkað sig og er hrein hlýtur hún ekki slíka refsingu heldur getur hún orðið þunguð og eignast börn.
29 Þetta eru lögin um afbrýðisemi+ sem eiga við þegar gift kona syndgar og verður óhrein 30 eða þegar maður verður afbrýðisamur og grunar konu sína um að hafa verið sér ótrú. Hann á þá að láta hana standa frammi fyrir Jehóva og presturinn skal fara með hana eins og segir í þessum lögum. 31 Maðurinn er saklaus en konan skal svara til saka fyrir það sem hún hefur gert.‘“
6 Jehóva sagði nú við Móse: 2 „Segðu við Ísraelsmenn: ‚Ef karl eða kona vinnur sérstakt heit um að vígjast Jehóva sem nasírei*+ 3 skulu þau forðast vín og aðra áfenga drykki. Nasírei má ekki drekka vínedik eða edik gert úr öðru áfengi.+ Hann má ekki drekka nokkurn þrúgusafa eða borða vínber, hvorki ný né þurrkuð. 4 Allan þann tíma sem hann er nasírei má hann ekki neyta nokkurs sem kemur af vínviði, ekki einu sinni óþroskaðra berja eða hýðisins.
5 Allan þann tíma sem nasíreaheit hans er í gildi má rakhnífur ekki snerta höfuð hans.+ Hann á að vera heilagur og láta hárið vaxa allan þann tíma sem hann er helgaður Jehóva. 6 Hann má ekki koma nálægt látinni manneskju* allan þann tíma sem hann er helgaður Jehóva. 7 Jafnvel þó að faðir hans, móðir, bróðir eða systir deyi má hann ekki óhreinka sig+ því að hann er með tákn þess á höfðinu að hann sé nasírei Guðs síns.
8 Hann er helgaður Jehóva allan tímann sem hann er nasírei. 9 En ef einhver deyr óvænt við hlið hans+ og hann óhreinkar hárið sem táknar að hann sé helgaður Guði* á hann að raka höfuðið+ daginn sem staðfest er að hann sé hreinn. Hann á að raka það á sjöunda degi. 10 Á áttunda degi á hann að færa prestinum tvær turtildúfur eða tvær ungar dúfur við inngang samfundatjaldsins. 11 Presturinn á að hafa til aðra þeirra í syndafórn og hina í brennifórn og friðþægja fyrir hann vegna syndar hans+ í tengslum við látnu manneskjuna.* Hann á að helga höfuð sitt sama dag. 12 Hann þarf síðan að helga sig Jehóva á ný og byrja nasíreatímann upp á nýtt. Hann á að bera fram hrútlamb í sektarfórn, ekki eldra en veturgamalt. Fyrra tímabilið telst ekki með því að hann óhreinkaði sig meðan hann var nasírei.
13 Þetta eru lögin um nasírea: Þegar hann lýkur nasíreatímanum+ á að fara með hann að inngangi samfundatjaldsins. 14 Þar á hann að færa Jehóva fórn sína: eitt gallalaust hrútlamb í brennifórn,+ ekki eldra en veturgamalt, eina gallalausa gimbur í syndafórn,+ ekki eldri en veturgamla, einn gallalausan hrút í samneytisfórn,+ 15 körfu með ósýrðu kringlóttu brauði úr fínu olíublönduðu mjöli og ósýrt flatbrauð smurt olíu ásamt tilheyrandi kornfórn+ og drykkjarfórnum.+ 16 Presturinn á að bera þetta fram fyrir Jehóva og færa syndafórnina og brennifórnina. 17 Hann á að færa hrútinn í samneytisfórn handa Jehóva ásamt körfunni með ósýrða brauðinu og bera fram kornfórnina+ og drykkjarfórnina sem fylgja.
18 Nasíreinn á síðan að raka nasíreatáknið af höfði sér+ við inngang samfundatjaldsins og taka svo hárið sem óx meðan hann var nasírei og leggja það á eldinn undir samneytisfórninni. 19 Presturinn skal taka soðinn+ bóg af hrútnum, eitt ósýrt kringlótt brauð úr körfunni og eitt ósýrt flatbrauð og leggja í hendur nasíreans eftir að hann er búinn að raka af sér nasíreatáknið. 20 Og presturinn á að veifa því fram og aftur sem veififórn frammi fyrir Jehóva.+ Það er heilagt og ætlað prestinum ásamt bringu veififórnarinnar og lærinu sem er gefið í framlag.+ Eftir það má nasíreinn drekka vín.
21 Þetta eru lögin um nasíreann+ sem vinnur heit: Ef hann heitir að gefa Jehóva meira að fórnargjöf en krafist er af nasíreum og hefur efni á því á hann að halda heit sitt af virðingu fyrir nasírealögunum.‘“
22 Síðan sagði Jehóva við Móse: 23 „Segðu við Aron og syni hans: ‚Þannig skuluð þið blessa+ Ísraelsmenn. Segið við þá:
24 „Jehóva blessi þig+ og verndi.
25 Jehóva láti andlit sitt lýsa á þig+ og sýni þér velvild.
26 Jehóva snúi andliti sínu að þér og veiti þér frið.“‘+
27 Og þeir skulu nefna nafn mitt yfir Ísraelsmönnum+ svo að ég blessi þá.“+
7 Daginn sem Móse lauk við að reisa tjaldbúðina+ smurði hann hana+ og helgaði ásamt öllum búnaði hennar, altarinu og öllum áhöldum þess.+ Þegar hann hafði smurt þetta og helgað+ 2 færðu höfðingjar Ísraels,+ ættarhöfðingjarnir, fórn. Þessir höfðingjar ættkvíslanna, sem höfðu umsjón með skráningunni, 3 komu með fórnargjafir sínar fram fyrir Jehóva: sex vagna með yfirbreiðslum og 12 uxa, einn vagn fyrir hverja tvo höfðingja og naut* fyrir hvern þeirra. Þeir komu með það að tjaldbúðinni. 4 Jehóva sagði við Móse: 5 „Taktu við þessu af þeim því að það verður notað í þjónustunni við samfundatjaldið. Láttu Levítana fá það eftir því sem hver og einn þarf við störf sín.“
6 Móse tók þá við vögnunum og nautgripunum og fékk Levítunum. 7 Hann lét syni Gersons fá tvo vagna og fjóra uxa í samræmi við það sem þeir þurftu við störf sín+ 8 og hann lét syni Merarí fá fjóra vagna og átta uxa í samræmi við það sem þeir þurftu við störf sín undir stjórn Ítamars, sonar Arons prests.+ 9 En synir Kahats fengu ekkert vegna þess að starf þeirra var að þjóna við helgidóminn+ og þeir báru á öxlunum allt hið heilaga sem var notað þar.+
10 Höfðingjarnir báru fram gjafir sínar við vígslu+ altarisins daginn sem það var smurt. Þegar þeir komu með fórnargjafir sínar að altarinu 11 sagði Jehóva við Móse: „Höfðingjarnir skulu koma með fórnargjafir sínar til vígslu altarisins sinn daginn hver.“
12 Sá sem kom með fórnargjöf sína fyrsta daginn var Nakson+ Ammínadabsson af ættkvísl Júda. 13 Gjöf hans var silfurfat sem vó 130 sikla* og silfurskál sem vó 70 sikla eftir stöðluðum sikli helgidómsins,*+ hvort tveggja fyllt fínu olíublönduðu mjöli til kornfórnar;+ 14 gullbikar* sem vó 10 sikla og var fylltur reykelsi; 15 ungnaut, hrútur og innan við veturgamalt hrútlamb til brennifórnar;+ 16 kiðlingur til syndafórnar+ 17 og tvö naut, fimm hrútar, fimm geithafrar og fimm veturgömul hrútlömb til samneytisfórnar.+ Þetta var fórnargjöf Naksons Ammínadabssonar.+
18 Annan daginn kom Netanel+ Súarsson höfðingi Íssakars með fórnargjöf sína. 19 Gjöf hans var silfurfat sem vó 130 sikla og silfurskál sem vó 70 sikla eftir stöðluðum sikli helgidómsins,+ hvort tveggja fyllt fínu olíublönduðu mjöli til kornfórnar;+ 20 gullbikar sem vó 10 sikla og var fylltur reykelsi; 21 ungnaut, hrútur og innan við veturgamalt hrútlamb til brennifórnar;+ 22 kiðlingur til syndafórnar+ 23 og tvö naut, fimm hrútar, fimm geithafrar og fimm veturgömul hrútlömb til samneytisfórnar.+ Þetta var fórnargjöf Netanels Súarssonar.
24 Þriðja daginn kom Elíab+ Helónsson, höfðingi sona Sebúlons, 25 með fórnargjöf sína. Gjöf hans var silfurfat sem vó 130 sikla og silfurskál sem vó 70 sikla eftir stöðluðum sikli helgidómsins,+ hvort tveggja fyllt fínu olíublönduðu mjöli til kornfórnar;+ 26 gullbikar sem vó 10 sikla og var fylltur reykelsi; 27 ungnaut, hrútur og innan við veturgamalt hrútlamb til brennifórnar;+ 28 kiðlingur til syndafórnar+ 29 og tvö naut, fimm hrútar, fimm geithafrar og fimm veturgömul hrútlömb til samneytisfórnar.+ Þetta var fórnargjöf Elíabs+ Helónssonar.
30 Fjórða daginn kom Elísúr+ Sedeúrsson, höfðingi sona Rúbens, 31 með fórnargjöf sína. Gjöf hans var silfurfat sem vó 130 sikla og silfurskál sem vó 70 sikla eftir stöðluðum sikli helgidómsins,+ hvort tveggja fyllt fínu olíublönduðu mjöli til kornfórnar;+ 32 gullbikar sem vó 10 sikla og var fylltur reykelsi; 33 ungnaut, hrútur og innan við veturgamalt hrútlamb til brennifórnar;+ 34 kiðlingur til syndafórnar+ 35 og tvö naut, fimm hrútar, fimm geithafrar og fimm veturgömul hrútlömb til samneytisfórnar.+ Þetta var fórnargjöf Elísúrs+ Sedeúrssonar.
36 Fimmta daginn kom Selúmíel+ Súrísaddaíson, höfðingi sona Símeons, 37 með fórnargjöf sína. Gjöf hans var silfurfat sem vó 130 sikla og silfurskál sem vó 70 sikla eftir stöðluðum sikli helgidómsins,+ hvort tveggja fyllt fínu olíublönduðu mjöli til kornfórnar;+ 38 gullbikar sem vó 10 sikla og var fylltur reykelsi; 39 ungnaut, hrútur og innan við veturgamalt hrútlamb til brennifórnar;+ 40 kiðlingur til syndafórnar+ 41 og tvö naut, fimm hrútar, fimm geithafrar og fimm veturgömul hrútlömb til samneytisfórnar.+ Þetta var fórnargjöf Selúmíels+ Súrísaddaísonar.
42 Sjötta daginn kom Eljasaf+ Degúelsson, höfðingi sona Gaðs, 43 með fórnargjöf sína. Gjöf hans var silfurfat sem vó 130 sikla og silfurskál sem vó 70 sikla eftir stöðluðum sikli helgidómsins,+ hvort tveggja fyllt fínu olíublönduðu mjöli til kornfórnar;+ 44 gullbikar sem vó 10 sikla og var fylltur reykelsi; 45 ungnaut, hrútur og innan við veturgamalt hrútlamb til brennifórnar;+ 46 kiðlingur til syndafórnar+ 47 og tvö naut, fimm hrútar, fimm geithafrar og fimm veturgömul hrútlömb til samneytisfórnar.+ Þetta var fórnargjöf Eljasafs+ Degúelssonar.
48 Sjöunda daginn kom Elísama+ Ammíhúdsson, höfðingi sona Efraíms, 49 með fórnargjöf sína. Gjöf hans var silfurfat sem vó 130 sikla og silfurskál sem vó 70 sikla eftir stöðluðum sikli helgidómsins,+ hvort tveggja fyllt fínu olíublönduðu mjöli til kornfórnar;+ 50 gullbikar sem vó 10 sikla og var fylltur reykelsi; 51 ungnaut, hrútur og innan við veturgamalt hrútlamb til brennifórnar;+ 52 kiðlingur til syndafórnar+ 53 og tvö naut, fimm hrútar, fimm geithafrar og fimm veturgömul hrútlömb til samneytisfórnar.+ Þetta var fórnargjöf Elísama+ Ammíhúdssonar.
54 Áttunda daginn kom Gamalíel+ Pedasúrsson, höfðingi sona Manasse, 55 með fórnargjöf sína. Gjöf hans var silfurfat sem vó 130 sikla og silfurskál sem vó 70 sikla eftir stöðluðum sikli helgidómsins,+ hvort tveggja fyllt fínu olíublönduðu mjöli til kornfórnar;+ 56 gullbikar sem vó 10 sikla og var fylltur reykelsi; 57 ungnaut, hrútur og innan við veturgamalt hrútlamb til brennifórnar;+ 58 kiðlingur til syndafórnar+ 59 og tvö naut, fimm hrútar, fimm geithafrar og fimm veturgömul hrútlömb til samneytisfórnar.+ Þetta var fórnargjöf Gamalíels+ Pedasúrssonar.
60 Níunda daginn kom Abídan+ Gídoníson, höfðingi+ sona Benjamíns, 61 með fórnargjöf sína. Gjöf hans var silfurfat sem vó 130 sikla og silfurskál sem vó 70 sikla eftir stöðluðum sikli helgidómsins,+ hvort tveggja fyllt fínu olíublönduðu mjöli til kornfórnar;+ 62 gullbikar sem vó 10 sikla og var fylltur reykelsi; 63 ungnaut, hrútur og innan við veturgamalt hrútlamb til brennifórnar;+ 64 kiðlingur til syndafórnar+ 65 og tvö naut, fimm hrútar, fimm geithafrar og fimm veturgömul hrútlömb til samneytisfórnar.+ Þetta var fórnargjöf Abídans+ Gídonísonar.
66 Tíunda daginn kom Ahíeser+ Ammísaddaíson, höfðingi sona Dans, 67 með fórnargjöf sína. Gjöf hans var silfurfat sem vó 130 sikla og silfurskál sem vó 70 sikla eftir stöðluðum sikli helgidómsins,+ hvort tveggja fyllt fínu olíublönduðu mjöli til kornfórnar;+ 68 gullbikar sem vó 10 sikla og var fylltur reykelsi; 69 ungnaut, hrútur og innan við veturgamalt hrútlamb til brennifórnar;+ 70 kiðlingur til syndafórnar+ 71 og tvö naut, fimm hrútar, fimm geithafrar og fimm veturgömul hrútlömb til samneytisfórnar.+ Þetta var fórnargjöf Ahíesers+ Ammísaddaísonar.
72 Ellefta daginn kom Pagíel+ Ókransson, höfðingi sona Assers, 73 með fórnargjöf sína. Gjöf hans var silfurfat sem vó 130 sikla og silfurskál sem vó 70 sikla eftir stöðluðum sikli helgidómsins,+ hvort tveggja fyllt fínu olíublönduðu mjöli til kornfórnar;+ 74 gullbikar sem vó 10 sikla og var fylltur reykelsi; 75 ungnaut, hrútur og innan við veturgamalt hrútlamb til brennifórnar;+ 76 kiðlingur til syndafórnar+ 77 og tvö naut, fimm hrútar, fimm geithafrar og fimm veturgömul hrútlömb til samneytisfórnar.+ Þetta var fórnargjöf Pagíels+ Ókranssonar.
78 Tólfta daginn kom Akíra+ Enansson, höfðingi sona Naftalí, 79 með fórnargjöf sína. Gjöf hans var silfurfat sem vó 130 sikla og silfurskál sem vó 70 sikla eftir stöðluðum sikli helgidómsins,+ hvort tveggja fyllt fínu olíublönduðu mjöli til kornfórnar;+ 80 gullbikar sem vó 10 sikla og var fylltur reykelsi; 81 ungnaut, hrútur og innan við veturgamalt hrútlamb til brennifórnar;+ 82 kiðlingur til syndafórnar+ 83 og tvö naut, fimm hrútar, fimm geithafrar og fimm veturgömul hrútlömb til samneytisfórnar.+ Þetta var fórnargjöf Akíra+ Enanssonar.
84 Þetta var fórnargjöf höfðingja Ísraels til vígslu+ altarisins þegar það var smurt: 12 silfurföt, 12 silfurskálar og 12 gullbikarar.+ 85 Hvert silfurfat vó 130 sikla og hver skál 70 sikla. Silfrið vó alls 2.400 sikla eftir stöðluðum sikli helgidómsins.+ 86 Gullbikararnir 12 með reykelsinu vógu 10 sikla hver eftir stöðluðum sikli helgidómsins. Gullið í bikurunum vó alls 120 sikla. 87 Alls voru 12 naut, 12 hrútar og 12 veturgömul hrútlömb ætluð til brennifórnar ásamt tilheyrandi kornfórnum, og 12 kiðlingar til syndafórnar. 88 Og alls voru 24 naut, 60 hrútar, 60 geithafrar og 60 veturgömul hrútlömb ætluð til samneytisfórnar. Þetta var fórnargjöfin til vígslu+ altarisins eftir að það var smurt.+
89 Í hvert sinn sem Móse fór inn í samfundatjaldið til að tala við Guð*+ heyrði hann röddina tala við sig ofan af lokinu+ sem er á örk vitnisburðarins, frá staðnum milli kerúbanna tveggja.+ Þaðan talaði Guð við hann.
8 Jehóva sagði við Móse: 2 „Segðu við Aron: ‚Þegar þú kveikir á lömpunum sjö á ljósastikunni skaltu sjá til þess að þeir lýsi upp svæðið fyrir framan hana.‘“+ 3 Aron gerði það. Hann kveikti á lömpunum til að lýsa upp svæðið fyrir framan ljósastikuna+ eins og Jehóva hafði gefið Móse fyrirmæli um. 4 Ljósastikan var smíðuð þannig: Hún var úr gulli, mótuð með hamri+ allt frá fætinum til blómanna. Hún var smíðuð eins og Jehóva hafði opinberað Móse í sýn.+
5 Jehóva talaði aftur við Móse og sagði: 6 „Aðgreindu Levítana frá öðrum Ísraelsmönnum og hreinsaðu þá.+ 7 Svona skaltu hreinsa þá: Slettu á þá vatni sem hreinsar af synd. Síðan eiga þeir að raka allan líkama sinn með rakhníf, þvo föt sín og hreinsa sig.+ 8 Þeir eiga að koma með ungnaut+ og tilheyrandi kornfórn+ úr fínu olíublönduðu mjöli og þú átt að koma með annað ungnaut til syndafórnar.+ 9 Láttu síðan Levítana ganga fram fyrir samfundatjaldið og kallaðu saman allan söfnuð Ísraelsmanna.+ 10 Þegar þú leiðir Levítana fyrir Jehóva eiga Ísraelsmenn að leggja hendur sínar yfir þá.+ 11 Aron á að leiða Levítana fram fyrir* Jehóva sem veififórn+ frá Ísraelsmönnum og þeir eiga að gegna þjónustu við Jehóva.+
12 Levítarnir eiga síðan að leggja hendur sínar á höfuð nautanna+ og færa annað þeirra að syndafórn en hitt að brennifórn handa Jehóva til að friðþægja+ fyrir Levítana. 13 Þú skalt láta Levítana standa frammi fyrir Aroni og sonum hans og leiða þá fram fyrir* Jehóva sem veififórn. 14 Aðgreindu Levítana frá öðrum Ísraelsmönnum. Þeir skulu tilheyra mér.+ 15 Eftir það eiga Levítarnir að ganga inn og þjóna við samfundatjaldið. Svona áttu að hreinsa þá og leiða þá fram* sem veififórn. 16 Þeir eru gefnir mér að gjöf, aðgreindir frá öðrum Ísraelsmönnum. Ég tek þá handa mér í stað allra frumburða Ísraelsmanna*+ 17 því að allir frumburðir meðal Ísraelsmanna tilheyra mér, bæði menn og skepnur.+ Ég helgaði þá sjálfum mér daginn sem ég banaði öllum frumburðum í Egyptalandi.+ 18 Ég tek Levítana í stað allra frumburða meðal Ísraelsmanna. 19 Ég tek Levítana frá Ísraelsmönnum og gef þá Aroni og sonum hans til að gegna þjónustu í þágu Ísraelsmanna við samfundatjaldið+ og friðþægja fyrir þá svo að engin plága komi yfir þá+ þegar þeir koma nálægt helgidóminum.“
20 Móse og Aron og allur söfnuður Ísraelsmanna gerðu allt sem Jehóva hafði sagt Móse í sambandi við Levítana. 21 Levítarnir hreinsuðu sig og þvoðu föt sín+ og Aron leiddi þá fram fyrir* Jehóva sem veififórn.+ Aron friðþægði síðan fyrir þá til að hreinsa þá.+ 22 Eftir það gengu Levítarnir inn til að gegna þjónustu sinni við samfundatjaldið frammi fyrir Aroni og sonum hans. Allt sem Jehóva hafði gefið Móse fyrirmæli um varðandi Levítana var gert við þá.
23 Jehóva sagði nú við Móse: 24 „Eftirfarandi gildir um Levítana: Þegar karlmaður verður 25 ára á hann að ganga í hóp þeirra sem þjóna við samfundatjaldið. 25 En þegar hann verður fimmtugur á hann að hætta þjónustu sinni með hópnum. 26 Hann getur aðstoðað bræður sína sem gegna ábyrgðarstörfum við samfundatjaldið en sjálfur má hann ekki gegna þjónustu þar. Þannig áttu að haga málum Levítanna og ábyrgðarstörfum þeirra.“+
9 Jehóva sagði við Móse í óbyggðum Sínaí í fyrsta mánuði+ annars ársins eftir að Ísraelsmenn yfirgáfu Egyptaland: 2 „Ísraelsmenn eiga að undirbúa páskafórnina+ á tilsettum tíma.+ 3 Þið eigið að undirbúa hana á tilsettum tíma, í ljósaskiptunum* á 14. degi þessa mánaðar. Þið eigið að gera það í samræmi við öll ákvæði og fyrirmæli um hana.“+
4 Móse sagði þá Ísraelsmönnum að undirbúa páskafórnina. 5 Þeir gerðu það í ljósaskiptunum* 14. dag fyrsta mánaðarins í óbyggðum Sínaí. Ísraelsmenn gerðu allt eins og Jehóva hafði gefið Móse fyrirmæli um.
6 Nú voru nokkrir menn óhreinir vegna þess að þeir höfðu snert lík+ og gátu því ekki undirbúið páskafórnina þann dag. Þeir fóru til Móse og Arons þennan sama dag+ 7 og sögðu við Móse: „Við erum óhreinir vegna þess að við höfum snert lík. Hvers vegna ætti það að hindra að við færum Jehóva fórnina á tilsettum tíma ásamt öðrum Ísraelsmönnum?“+ 8 Móse svaraði þeim: „Bíðið hér. Ég ætla að heyra hvaða fyrirmæli Jehóva gefur um ykkur.“+
9 Jehóva sagði þá við Móse: 10 „Segðu Ísraelsmönnum: ‚Þó að einhver á meðal ykkar eða komandi kynslóða verði óhreinn af því að snerta lík+ á hann samt að undirbúa páskafórnina handa Jehóva og sömuleiðis ef hann er í langferð. 11 Ef svo er eiga menn að undirbúa hana í ljósaskiptunum* 14. dag annars mánaðarins.+ Þeir eiga að borða hana með ósýrðu brauði og beiskum jurtum.+ 12 Þeir mega ekki skilja neitt eftir til næsta morguns+ og ekki brjóta neitt bein í lambinu.+ Þeir skulu undirbúa fórnina í samræmi við öll ákvæði varðandi páskana. 13 En ef maður er hreinn og er ekki á ferðalagi en heldur samt ekki páska skal uppræta hann úr þjóð hans*+ af því að hann færði ekki Jehóva fórnina á tilsettum tíma. Hann á að svara til saka fyrir synd sína.
14 Ef útlendingur býr á meðal ykkar á hann líka að undirbúa páskafórnina handa Jehóva.+ Hann skal gera það í samræmi við ákvæðin og fyrirmælin um páskana.+ Sömu ákvæði skulu gilda hjá ykkur, bæði fyrir útlendinga og innfædda.‘“+
15 Daginn sem tjaldbúðin, það er vitnisburðartjaldið, var reist+ huldi skýið hana en frá kvöldi til næsta morguns hvíldi yfir henni eitthvað sem líktist eldi.+ 16 Þannig var það áfram. Skýið huldi hana á daginn og það sem líktist eldi á nóttinni.+ 17 Í hvert sinn sem skýið lyftist upp af tjaldinu lögðu Ísraelsmenn strax af stað+ og þar sem skýið staðnæmdist settu þeir búðir sínar.+ 18 Ísraelsmenn lögðu af stað þegar Jehóva skipaði svo fyrir og þeir settu búðir sínar þegar Jehóva skipaði svo fyrir.+ Meðan skýið hvíldi yfir tjaldbúðinni héldu þeir kyrru fyrir. 19 Þegar skýið var kyrrt yfir tjaldbúðinni dögum saman hlýddu Ísraelsmenn Jehóva og fóru ekki af stað.+ 20 Stundum var skýið kyrrt yfir tjaldbúðinni í fáeina daga. Þeir héldu kyrru fyrir þegar Jehóva skipaði svo fyrir en lögðu af stað þegar Jehóva skipaði svo fyrir. 21 Stundum var skýið aðeins kyrrt frá kvöldi til morguns og þegar það lyftist um morguninn lögðu þeir af stað. Hvort sem skýið lyftist að degi eða nóttu lögðu þeir af stað.+ 22 Hvort sem það var kyrrt yfir tjaldbúðinni í tvo daga, mánuð eða lengur héldu Ísraelsmenn kyrru fyrir. En þegar það lyftist lögðu þeir af stað. 23 Þeir settu búðir sínar þegar Jehóva skipaði svo fyrir og lögðu af stað þegar Jehóva skipaði svo fyrir. Þeir hlýddu fyrirmælum Jehóva og gerðu eins og Jehóva sagði þeim fyrir milligöngu Móse.
10 Jehóva sagði við Móse: 2 „Gerðu handa þér tvo lúðra+ úr silfri og mótaðu þá með hamri. Notaðu þá til að kalla söfnuðinn saman og gefa merki til brottfarar. 3 Þegar blásið er í báða lúðrana á allur söfnuðurinn að koma til þín að inngangi samfundatjaldsins.+ 4 Ef aðeins er blásið í annan þeirra eiga höfðingjarnir yfir þúsundum Ísraels að koma til þín.+
5 Þegar þið blásið í lúðrana með breytilegum hljómi eiga þeir sem eru austan megin í búðunum+ að leggja af stað. 6 Þegar þið blásið í lúðrana með breytilegum hljómi í annað sinn eiga þeir sem eru sunnan megin í búðunum+ að leggja af stað. Í hvert sinn sem ein af deildum búðanna á að leggja af stað skal blásið í lúðrana á þennan hátt.
7 Þegar þið kallið söfnuðinn saman skuluð þið blása í lúðrana+ en ekki með breytilegum hljómi. 8 Synir Arons, prestarnir, eiga að blása í lúðrana.+ Það skal vera varanlegt ákvæði hjá ykkur að nota þá kynslóð eftir kynslóð.
9 Ef þið farið í stríð í landi ykkar gegn óvini sem kúgar ykkur skuluð þið kalla til vopna með því að blása í lúðrana.+ Þá mun Jehóva Guð ykkar minnast ykkar og bjarga ykkur undan óvinum ykkar.
10 Við gleðilega viðburði ykkar+ – hátíðir ykkar+ og upphaf mánaða – skuluð þið blása í lúðrana yfir brennifórnum ykkar+ og samneytisfórnum.+ Það minnir á ykkur frammi fyrir Guði ykkar. Ég er Jehóva Guð ykkar.“+
11 Á öðru árinu, á 20. degi annars mánaðarins,+ lyftist skýið upp af tjaldbúð+ vitnisburðarins. 12 Þá lögðu Ísraelsmenn af stað frá óbyggðum Sínaí í þeirri röð sem ákveðin var+ og skýið nam staðar í óbyggðum Paran.+ 13 Þetta var í fyrsta sinn sem þeir lögðu af stað í samræmi við fyrirmæli Jehóva til Móse.+
14 Þriggja ættkvísla deild sona Júda lagði fyrst af stað, hver fylkingin af annarri.* Nakson+ Ammínadabsson var yfir þeirri deild. 15 Netanel+ Súarsson var yfir fylkingu ættkvíslar Íssakars. 16 Elíab+ Helónsson var yfir fylkingu ættkvíslar Sebúlons.
17 Þegar tjaldbúðin var tekin niður+ lögðu synir Gersons+ og synir Merarí+ af stað en þeir báru tjaldbúðina.
18 Þriggja ættkvísla deild Rúbens lagði síðan af stað, hver fylkingin af annarri.* Elísúr+ Sedeúrsson var yfir þeirri deild. 19 Selúmíel+ Súrísaddaíson var yfir fylkingu ættkvíslar Símeons. 20 Eljasaf+ Degúelsson var yfir fylkingu ættkvíslar Gaðs.
21 Kahatítarnir báru það sem tilheyrði helgidóminum+ en þeir lögðu næstir af stað. Tjaldbúðin þurfti að vera komin upp þegar þeir komu.
22 Þriggja ættkvísla deild sona Efraíms lagði síðan af stað, hver fylkingin af annarri.* Elísama+ Ammíhúdsson var yfir þeirri deild. 23 Gamalíel+ Pedasúrsson var yfir fylkingu ættkvíslar Manasse. 24 Abídan+ Gídoníson var yfir fylkingu ættkvíslar Benjamíns.
25 Þriggja ættkvísla deild sona Dans lagði síðust af stað, hver fylkingin af annarri.* Hún var bakvarðasveit allra hinna ættkvíslanna. Ahíeser+ Ammísaddaíson var yfir þeirri deild. 26 Pagíel+ Ókransson var yfir fylkingu ættkvíslar Assers. 27 Akíra+ Enansson var yfir fylkingu ættkvíslar Naftalí. 28 Það var í þessari röð sem Ísraelsmenn og fylkingar þeirra fóru* þegar þeir lögðu af stað.+
29 Móse sagði við Hóbab, son Regúels*+ Midíaníta sem var tengdafaðir Móse: „Við ætlum nú að fara til þess staðar sem Jehóva hefur lofað að gefa okkur.+ Komdu með okkur+ og við munum sjá vel um þig því að Jehóva hefur lofað Ísrael blessun.“+ 30 En hann svaraði: „Ég fer ekki með ykkur. Ég ætla heim í land mitt til ættingja minna.“ 31 „Yfirgefðu okkur ekki,“ sagði Móse, „því að þú veist hvar við getum tjaldað í óbyggðunum og þú getur verið leiðsögumaður* okkar. 32 Og ef þú kemur með okkur+ sýnum við þér sömu góðvild og Jehóva sýnir okkur.“
33 Þeir lögðu nú af stað í þriggja daga ferð frá fjalli Jehóva.+ Sáttmálsörk+ Jehóva var borin á undan þeim þessa þrjá daga til að finna hvíldarstað handa þeim.+ 34 Ský Jehóva+ var yfir þeim á daginn þegar þeir lögðu upp frá staðnum þar sem þeir tjölduðu.
35 Í hvert sinn sem örkin var flutt sagði Móse: „Gakktu fram, Jehóva,+ þannig að óvinir þínir tvístrist og þeir sem hata þig flýi undan þér.“ 36 Og þegar hún var látin niður sagði hann: „Snúðu aftur, Jehóva, til óteljandi þúsunda Ísraels.“+
11 Fólkið fór nú að kvarta hástöfum frammi fyrir Jehóva. Þegar Jehóva heyrði það blossaði reiði hans upp og Jehóva sendi eld yfir fólkið sem gleypti nokkra í útjaðri búðanna. 2 Fólkið hrópaði til Móse. Hann ákallaði þá Jehóva+ og eldurinn slokknaði. 3 Staðurinn var nefndur Tabera* vegna þess að þar hafði Jehóva sent eld yfir fólkið.+
4 Hinn fjölmenni hópur útlendinga*+ sem var meðal þeirra fylltist græðgi+ og Ísraelsmenn fóru líka að gráta og kveina: „Hver ætlar að gefa okkur kjöt?+ 5 Við munum vel eftir fiskinum sem við átum ókeypis í Egyptalandi, og gúrkunum, vatnsmelónunum, blaðlauknum, lauknum og hvítlauknum!+ 6 En nú erum við að veslast upp. Það eina sem við sjáum er þetta manna.“+
7 Manna+ líktist kóríanderfræi+ og leit út eins og bedellíumkvoða. 8 Fólkið fór um og tíndi það og malaði það svo í handkvörn eða muldi í mortéli. Síðan var það soðið í potti eða kringlótt brauð gert úr því.+ Það bragðaðist eins og sætar olíublandaðar kökur. 9 Þegar döggin féll á búðirnar um nætur féll líka manna yfir þær.+
10 Móse heyrði fólk gráta og kveina í hverri fjölskyldu, hvern og einn við tjalddyr sínar. Jehóva reiddist mjög+ og Móse var einnig misboðið. 11 Móse sagði við Jehóva: „Hvers vegna ferðu svona illa með þjón þinn? Hvers vegna hef ég misst velþóknun þína? Þú hefur látið allt þetta fólk verða byrði á mér.+ 12 Er ég móðir alls þessa fólks? Hef ég fætt það svo að þú getir sagt við mig: ‚Berðu það í faðmi þér eins og þjónn* ber brjóstabarn‘ til landsins sem þú sórst að gefa forfeðrum þess?+ 13 Hvar á ég að fá kjöt til að gefa öllu þessu fólki? Það grætur stöðugt og kveinar: ‚Gefðu okkur kjöt að borða!‘ 14 Ég get ekki borið ábyrgð á öllu þessu fólki einn. Það er mér ofviða.+ 15 Ef þú ætlar að fara svona með mig er eins gott að þú látir mig deyja strax.+ Láttu mig ekki horfa upp á meiri ógæfu ef þú hefur velþóknun á mér.“
16 Jehóva svaraði Móse: „Kallaðu saman 70 af öldungum Ísraels, menn sem þú veist að eru hæfir öldungar og umsjónarmenn meðal fólksins.+ Farðu með þá að samfundatjaldinu og láttu þá standa þar hjá þér. 17 Ég stíg þá niður+ og tala við þig þar+ og ég tek dálítið af andanum+ sem er yfir þér og legg yfir þá. Þeir munu hjálpa þér að hugsa um fólkið svo að þú þurfir ekki einn að bera ábyrgðina á því.+ 18 Þú skalt segja við fólkið: ‚Helgið ykkur fyrir morgundaginn.+ Þá fáið þið kjöt að borða því að þið hafið grátið í áheyrn Jehóva+ og sagt: „Hver ætlar að gefa okkur kjöt? Við höfðum það betra í Egyptalandi.“+ Jehóva ætlar svo sannarlega að gefa ykkur kjöt og þið skuluð borða.+ 19 Þið skuluð ekki aðeins borða í 1 dag eða 2 daga eða 5 eða 10 eða 20 daga 20 heldur í heilan mánuð þangað til það stendur út úr nösunum á ykkur og þið fáið viðbjóð á því+ vegna þess að þið höfnuðuð Jehóva sem er mitt á meðal ykkar og þið grétuð frammi fyrir honum og sögðuð: „Hvers vegna fórum við eiginlega frá Egyptalandi?“‘“+
21 Þá sagði Móse: „Meðal fólksins eru 600.000 vopnfærir menn+ og samt segirðu: ‚Ég gef fólkinu kjöt og það fær nóg að borða í heilan mánuð‘! 22 Myndi það nægja þeim að slátra heilu hjörðunum af sauðfé og nautgripum? Eða myndi nægja að veiða allan fiskinn í sjónum?“
23 Jehóva svaraði Móse: „Er hönd Jehóva of stutt?+ Þú átt eftir að sjá hvort það sem ég segi gerist eða ekki.“
24 Móse gekk þá út og greindi fólkinu frá því sem Jehóva hafði sagt. Og hann kallaði saman 70 af öldungum fólksins og lét þá standa umhverfis tjaldið.+ 25 Síðan steig Jehóva niður í skýi,+ talaði við hann+ og tók dálítið af andanum+ sem var yfir honum og lagði yfir öldungana 70, hvern og einn. Um leið og andinn kom yfir þá fóru þeir að hegða sér eins og spámenn*+ en þeir gerðu það aðeins í þetta eina sinn.
26 Tveir mannanna höfðu orðið eftir í búðunum. Þeir hétu Eldad og Medad. Andinn kom líka yfir þá því að þeir voru meðal þeirra sem höfðu verið skráðir en þeir höfðu ekki farið út að tjaldinu. Þeir fóru því að hegða sér eins og spámenn í búðunum. 27 Ungur maður kom þá hlaupandi til Móse og sagði: „Eldad og Medad hegða sér eins og spámenn í búðunum!“ 28 Jósúa+ Núnsson, sem hafði þjónað Móse frá unga aldri, sagði þá: „Móse, herra minn, bannaðu þeim þetta!“+ 29 En Móse sagði við hann: „Ertu afbrýðisamur mín vegna? Ég vildi að öll þjóð Jehóva væri spámenn og að Jehóva legði anda sinn yfir hana.“ 30 Móse sneri síðan aftur í búðirnar ásamt öldungum Ísraels.
31 Jehóva lét nú vind blása af hafi og bera með sér kornhænsn sem féllu til jarðar í kringum búðirnar,+ um dagleið í allar áttir. Þau mynduðu lag á jörðinni sem var um tvær álnir* á dýpt. 32 Fólk var á fótum allan þann dag, alla nóttina og allan næsta dag til að safna kornhænsnum. Enginn safnaði minna en tíu kómerum* og fólk breiddi úr fuglunum um allar búðirnar og í kringum þær.* 33 En meðan menn voru enn með kjötið á milli tannanna, áður en þeir náðu að tyggja það, blossaði reiði Jehóva upp gegn þeim og Jehóva banaði miklum fjölda.+
34 Staðurinn var því nefndur Kibrót Hattava*+ af því að þar voru þeir grafnir sem höfðu fyllst græðgi.+ 35 Fólkið hélt nú frá Kibrót Hattava til Haserót og var þar um kyrrt.+
12 Mirjam og Aron gagnrýndu Móse vegna konunnar frá Kús sem hann hafði gifst.+ 2 Þau sögðu: „Hefur Jehóva aðeins talað fyrir milligöngu Móse? Hefur hann ekki líka talað fyrir milligöngu okkar?“+ Og Jehóva heyrði þetta.+ 3 En Móse var auðmjúkur maður, auðmjúkastur allra manna*+ á jörðinni.
4 Jehóva sagði umsvifalaust við Móse, Aron og Mirjam: „Farið öll þrjú út til samfundatjaldsins.“ Þau fóru þangað öll þrjú. 5 Jehóva steig niður í skýstólpanum,+ tók sér stöðu við inngang tjaldsins og kallaði á Aron og Mirjam. Þau gengu bæði fram. 6 Síðan sagði hann: „Hlustið á mig. Ef spámaður Jehóva væri á meðal ykkar myndi ég birtast honum í sýn+ og tala við hann í draumi.+ 7 En þannig er það ekki með þjón minn, Móse. Honum er trúað fyrir öllu húsi mínu.*+ 8 Ég tala við hann augliti til auglitis,*+ opinskátt en ekki í gátum, og hann sér mynd Jehóva. Hvernig voguðuð þið ykkur að gagnrýna þjón minn, Móse?“
9 Reiði Jehóva brann gegn þeim og hann fór burt. 10 Þegar skýið færðist frá tjaldinu uppgötvaði Mirjam að hún var orðin holdsveik og hvít sem snjór.+ Aron sneri sér að henni og sá að hún var orðin holdsveik.+ 11 Aron sagði þá samstundis við Móse: „Ég bið þig, herra minn, að láta ekki þessa synd koma niður á okkur. Við höfum hegðað okkur heimskulega. 12 Láttu hana ekki vera eins og andvana fóstur sem helmingur holdsins er rotnaður af við fæðingu!“ 13 Móse hrópaði þá til Jehóva: „Guð, ég bið þig, viltu lækna hana!“+
14 Jehóva svaraði Móse: „Ef faðir hennar hefði hrækt framan í hana þyrfti hún þá ekki að bera skömmina í sjö daga? Láttu hana vera í einangrun í sjö daga fyrir utan búðirnar.+ Síðan má hún koma til baka.“ 15 Mirjam var þá sett í sjö daga einangrun fyrir utan búðirnar+ og fólkið lagði ekki af stað fyrr en hún var komin til baka. 16 Eftir það fór fólkið frá Haserót+ og sló upp tjöldum í óbyggðum Paran.+
13 Jehóva sagði nú við Móse: 2 „Sendu menn til að kanna Kanaansland, landið sem ég ætla að gefa Ísraelsmönnum. Sendið einn mann af hverri ættkvísl. Allir eiga þeir að vera höfðingjar.“+
3 Móse sendi þá mennina frá óbyggðum Paran+ í samræmi við fyrirmæli Jehóva. Þeir voru allir höfðingjar meðal Ísraelsmanna. 4 Þeir hétu Sammúa Sakkúrsson af ættkvísl Rúbens, 5 Safat Hóríson af ættkvísl Símeons, 6 Kaleb+ Jefúnneson af ættkvísl Júda, 7 Jígal Jósefsson af ættkvísl Íssakars, 8 Hósea+ Núnsson af ættkvísl Efraíms, 9 Paltí Rafúson af ættkvísl Benjamíns, 10 Gaddíel Sódíson af ættkvísl Sebúlons, 11 Gaddí Súsíson af ættkvísl Jósefs,+ fyrir ættkvísl Manasse,+ 12 Ammíel Gemallíson af ættkvísl Dans, 13 Setúr Mikaelsson af ættkvísl Assers, 14 Nakbí Vofsíson af ættkvísl Naftalí 15 og Geúel Makíson af ættkvísl Gaðs. 16 Þetta eru nöfn þeirra manna sem Móse sendi til að kanna landið. Og Móse gaf Hósea Núnssyni nafnið Jósúa.*+
17 Þegar Móse sendi þá til að kanna Kanaansland sagði hann við þá: „Farið um Negeb og síðan upp í fjalllendið.+ 18 Þið skuluð athuga hvers konar land þetta er+ og hvort fólkið sem býr þar er sterkt eða veikburða, fátt eða margt, 19 og hvort landið er gott eða vont og borgirnar þar sem fólkið býr eru óvarðar eða víggirtar. 20 Og kannið hvort landið er frjósamt* eða rýrt*+ og hvort þar vaxa tré eða ekki. Verið hugrakkir+ og komið með eitthvað af ávöxtum landsins.“ En þetta var á þeim árstíma sem vínberin byrja að þroskast.+
21 Þeir fóru þá og könnuðu landið allt frá óbyggðum Sin+ til Rehób+ í grennd við Lebó Hamat.*+ 22 Þeir fóru um Negeb og komu til Hebron+ en þar bjuggu Anakítarnir+ Ahíman, Sesaí og Talmaí.+ Hebron var byggð sjö árum á undan Sóan í Egyptalandi. 23 Þegar þeir komu í Eskoldal+ skáru þeir af vínviðargrein með einum vínberjaklasa en tvo menn þurfti til að bera hana og þeir báru hana á burðarstöng. Þeir tóku líka með sér nokkur granatepli og fíkjur.+ 24 Þeir kölluðu staðinn Eskoldal*+ vegna klasans sem þeir tóku þar.
25 Eftir 40 daga+ höfðu þeir kannað landið og sneru þá til baka. 26 Þeir komu aftur til Móse, Arons og alls safnaðar Ísraelsmanna í Kades í óbyggðum Paran.+ Þeir sögðu fólkinu frá því sem þeir höfðu séð og sýndu því ávexti frá landinu. 27 Þeir sögðu Móse svo frá: „Við fórum til landsins sem þú sendir okkur til. Það flýtur svo sannarlega í mjólk og hunangi+ og þetta eru ávextir þaðan.+ 28 En fólkið sem býr í landinu er sterkt og borgirnar eru víggirtar og mjög stórar. Við sáum líka Anakíta þar.+ 29 Amalekítar+ búa á Negebsvæðinu,+ Hetítar, Jebúsítar+ og Amorítar+ í fjalllendinu og Kanverjar+ við sjávarsíðuna+ og meðfram Jórdan.“
30 Kaleb reyndi nú að róa fólkið þar sem það stóð frammi fyrir Móse. Hann sagði: „Förum tafarlaust og leggjum undir okkur landið því að það er öruggt að við getum unnið það.“+ 31 En mennirnir sem höfðu farið með honum sögðu: „Við getum ekki farið og barist gegn þessu fólki því að það er öflugra en við.“+ 32 Þeir gáfu Ísraelsmönnum slæma mynd af landinu+ sem þeir höfðu kannað og sögðu: „Landið sem við fórum um og könnuðum er land sem gleypir íbúa sína og allir sem við sáum þar voru óvenju stórvaxnir.+ 33 Og við sáum risana,* syni Anaks+ sem eru komnir af risunum. Í samanburði við þá vorum við eins og engisprettur, bæði í þeirra augum og okkar eigin.“
14 Þá æpti allur söfnuðurinn og fólkið grét og kveinaði alla nóttina.+ 2 Allir Ísraelsmenn kvörtuðu undan Móse og Aroni,+ gagnrýndu þá og sögðu: „Bara að við hefðum dáið í Egyptalandi eða í þessum óbyggðum! 3 Af hverju er Jehóva að fara með okkur til þessa lands svo að við föllum fyrir sverði?+ Konur okkar og börn verða tekin herfangi.+ Væri ekki betra fyrir okkur að snúa aftur til Egyptalands?“+ 4 Þeir sögðu jafnvel hver við annan: „Veljum okkur leiðtoga og snúum aftur til Egyptalands!“+
5 Móse og Aron féllu þá á grúfu frammi fyrir öllum söfnuði Ísraelsmanna. 6 Jósúa+ Núnsson og Kaleb+ Jefúnneson, tveir þeirra sem höfðu kannað landið, rifu föt sín 7 og sögðu við söfnuð Ísraelsmanna: „Landið sem við fórum um og könnuðum er einstaklega gott.+ 8 Ef Jehóva er ánægður með okkur leiðir hann okkur inn í þetta land og gefur okkur það, land sem flýtur í mjólk og hunangi.+ 9 En þið megið ekki gera uppreisn gegn Jehóva og þið megið ekki óttast fólkið í landinu+ því að við getum gleypt það í einum munnbita.* Verndin er horfin frá því en Jehóva er með okkur.+ Óttist það ekki.“
10 Allur söfnuðurinn hótaði að grýta þá+ en dýrð Jehóva birtist þá Ísraelsmönnum yfir samfundatjaldinu.+
11 Jehóva sagði við Móse: „Hve lengi ætlar þetta fólk að sýna mér óvirðingu+ og hve lengi ætlar það að neita að trúa á mig þrátt fyrir öll táknin sem ég hef gert meðal þjóðarinnar?+ 12 Ég ætla að slá hana með drepsótt og útrýma henni og ég ætla að gera þig að meiri og voldugri þjóð en hún er.“+
13 En Móse sagði við Jehóva: „Þú leiddir þetta fólk út úr Egyptalandi með krafti þínum. Ef þú útrýmir því frétta Egyptar það+ 14 og segja íbúum þessa lands frá því. Þeir hafa líka heyrt að þú, Jehóva, sért á meðal þessa fólks+ og hafir birst því augliti til auglitis.+ Þú ert Jehóva og ský þitt er yfir þeim. Þú ferð á undan þeim í skýstólpa á daginn og eldstólpa á nóttinni.+ 15 Ef þú tækir allt þetta fólk af lífi í einu lagi* myndu þjóðirnar sem hafa heyrt talað um þig segja: 16 ‚Jehóva gat ekki leitt þetta fólk inn í landið sem hann sór að gefa því þannig að hann drap það í óbyggðunum.‘+ 17 Ég bið þig, Jehóva, sýndu þinn mikla mátt eins og þú lofaðir þegar þú sagðir: 18 ‚Jehóva er seinn til reiði og sýnir tryggan kærleika* í ríkum mæli,+ fyrirgefur misgerðir og afbrot en lætur hinum seka þó ekki órefsað heldur lætur refsinguna fyrir syndir feðra koma niður á börnunum, já í þriðja og fjórða ættlið.‘+ 19 Viltu fyrirgefa syndir þessa fólks í samræmi við ríkulegan og tryggan kærleika þinn eins og þú hefur fyrirgefið því síðan við vorum í Egyptalandi allt til þessa dags.“+
20 Þá svaraði Jehóva: „Ég fyrirgef þeim eins og þú biður mig um.+ 21 Svo sannarlega sem ég lifi verður öll jörðin þó full af dýrð Jehóva.+ 22 En enginn þeirra manna sem hefur séð dýrð mína og táknin+ sem ég gerði í Egyptalandi og í óbyggðunum en hefur samt reynt mig+ æ ofan í æ* og hefur ekki hlustað á mig+ 23 fær nokkurn tíma að sjá landið sem ég sór að gefa feðrum þeirra. Nei, enginn þeirra sem sýndi mér óvirðingu fær að sjá það.+ 24 En þar sem Kaleb+ þjónn minn hafði annað hugarfar og fylgdi mér heils hugar ætla ég að leiða hann inn í landið sem hann fór til, og afkomendur hans munu taka það til eignar.+ 25 Amalekítar og Kanverjar+ búa í dalnum* og þess vegna skuluð þið snúa við á morgun út í óbyggðirnar og fara leiðina í átt að Rauðahafi.“+
26 Jehóva sagði síðan við Móse og Aron: 27 „Hve lengi ætlar þessi illi söfnuður að kvarta gegn mér?+ Ég hef heyrt hvað Ísraelsmenn segja.+ 28 Segðu við þá: ‚„Svo sannarlega sem ég lifi,“ segir Jehóva, „mun ég fara með ykkur eins og þið hafið sjálfir sagt.+ 29 Þið skuluð hníga niður dauðir í þessum óbyggðum,+ já, allir þið sem eruð tvítugir og eldri og hafið verið skrásettir, allir þið sem hafið kvartað gegn mér.+ 30 Enginn ykkar fær að ganga inn í landið sem ég sór* að þið skylduð búa í+ nema Kaleb Jefúnneson og Jósúa Núnsson.+
31 Og börn ykkar, sem þið sögðuð að yrðu tekin herfangi,+ ætla ég að leiða þangað og þau fá að kynnast landinu sem þið hafið hafnað.+ 32 En sjálfir skuluð þið hníga niður dauðir í þessum óbyggðum. 33 Synir ykkar verða fjárhirðar í óbyggðunum í 40 ár+ og þeir munu taka afleiðingunum af ótrúmennsku* ykkar þar til sá síðasti ykkar hnígur niður dauður í óbyggðunum.+ 34 Þið könnuðuð landið í 40 daga+ og eins skuluð þið taka afleiðingum syndar ykkar í 40 ár,+ eitt ár fyrir hvern dag. Þið munuð komast að raun um hvað það þýðir að snúast gegn mér.*
35 Ég, Jehóva, hef talað. Svona fer ég með þennan illa söfnuð, þá sem hafa safnast saman gegn mér: Í þessum óbyggðum skulu þeir líða undir lok og hér skulu þeir deyja.+ 36 Mennirnir sem Móse sendi til að kanna landið og fengu allan söfnuðinn til að kvarta gegn honum þegar þeir sneru aftur og drógu upp slæma mynd af landinu,+ 37 já, mennirnir sem töluðu illa um landið, skulu hljóta refsingu og deyja frammi fyrir Jehóva.+ 38 En Jósúa Núnsson og Kaleb Jefúnneson, tveir þeirra sem fóru og könnuðu landið, skulu halda lífi.“‘“+
39 Ísraelsmenn urðu mjög sorgmæddir þegar Móse sagði þeim þetta. 40 Morguninn eftir fóru þeir snemma á fætur og ætluðu að fara upp í fjalllendið. Þeir sögðu: „Við höfum syndgað. En nú erum við tilbúnir til að fara á þann stað sem Jehóva talaði um.“+ 41 En Móse sagði: „Hvers vegna ætlið þið að brjóta gegn fyrirmælum Jehóva? Þetta á ekki eftir að takast. 42 Farið ekki upp eftir því að Jehóva er ekki með ykkur. Þið bíðið ósigur fyrir óvinum ykkar.+ 43 Amalekítar og Kanverjar eru þar fyrir og berjast gegn ykkur,+ og þið munuð falla fyrir sverði. Fyrst þið hafið snúið baki við Jehóva verður Jehóva ekki með ykkur.“+
44 Í ofmetnaði sínum héldu þeir samt upp í fjalllendið+ en sáttmálsörk Jehóva var eftir í miðjum búðunum ásamt Móse.+ 45 Amalekítar og Kanverjar sem bjuggu í fjalllendinu komu þá niður á móti þeim, sigruðu þá og tvístruðu þeim alla leið til Horma.+
15 Jehóva sagði nú við Móse: 2 „Segðu við Ísraelsmenn: ‚Þegar þið komið inn í landið sem ég gef ykkur til að búa í+ 3 og þið færið Jehóva nautgrip, sauðkind eða geit að eldfórn sem ljúfan* ilm handa Jehóva,+ hvort sem það er brennifórn,+ sláturfórn til að efna sérstakt heit, sjálfviljafórn+ eða fórn á hátíðum ykkar,+ 4 á sá sem færir fórnina líka að færa Jehóva kornfórn úr fínu mjöli.+ Það á að vera tíundi hluti úr efu* blandað fjórðungi úr hín* af olíu. 5 Með brennifórninni eða sláturfórninni á einnig að færa vín að drykkjarfórn, fjórðung úr hín+ fyrir hvert hrútlamb. 6 Með hrút á að færa kornfórn úr tveim tíundu hlutum úr efu af fínu mjöli blönduðu þriðjungi úr hín af olíu. 7 Og þú skalt bera fram þriðjung úr hín af víni að drykkjarfórn sem ljúfan* ilm handa Jehóva.
8 En ef þú færir naut að brennifórn,+ að sláturfórn til að efna sérstakt heit+ eða að samneytisfórn handa Jehóva+ 9 áttu líka að bera fram með nautinu kornfórn+ úr þrem tíundu hlutum úr efu af fínu mjöli blönduðu hálfri hín af olíu. 10 Berðu einnig fram hálfa hín af víni í drykkjarfórn,+ að eldfórn sem er ljúfur* ilmur handa Jehóva. 11 Þannig skal gert við hvert naut, hrút, hrútlamb eða geit. 12 Þetta skuluð þið bera fram með hverri skepnu sem þið fórnið, hversu margar sem þær eru. 13 Þannig eiga allir innfæddir Ísraelsmenn að fara að þegar þeir bera fram eldfórn sem ljúfan* ilm handa Jehóva.
14 Ef útlendingur sem býr hjá ykkur eða einhver sem hefur búið á meðal ykkar kynslóðum saman ætlar að færa eldfórn sem ljúfan* ilm handa Jehóva á hann að fara að eins og þið.+ 15 Sömu ákvæði skulu gilda um ykkur sem tilheyrið söfnuðinum og útlendinginn sem býr hjá ykkur. Það er varanlegt ákvæði kynslóð eftir kynslóð. Útlendingurinn stendur jafnfætis ykkur frammi fyrir Jehóva.+ 16 Sömu lög og réttur gilda um ykkur og útlendinginn sem býr á meðal ykkar.‘“
17 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 18 „Segðu við Ísraelsmenn: ‚Þegar þið komið inn í landið þangað sem ég leiði ykkur 19 og þið borðið af brauði* landsins+ skuluð þið færa Jehóva framlag. 20 Gefið í framlag kringlótt brauð úr fyrsta grófmalaða korninu.+ Þið skuluð gefa það á sama hátt og framlagið af þreskivellinum. 21 Þið skuluð gefa Jehóva nokkuð af fyrsta grófmalaða korninu í framlag kynslóð eftir kynslóð.
22 Segjum að ykkur verði það á að halda ekki öll þau boðorð sem Jehóva hefur gefið Móse, 23 öll þau fyrirmæli sem Jehóva gaf ykkur fyrir milligöngu Móse og gilda kynslóð eftir kynslóð frá þeim degi sem Jehóva gaf þau. 24 Segjum að fólk viti ekki af mistökum sínum en átti sig á þeim síðar. Þá á allur söfnuðurinn að fórna ungnauti í brennifórn sem er ljúfur* ilmur handa Jehóva, ásamt tilheyrandi kornfórn og drykkjarfórn eins og venja er,+ og kiðlingi í syndafórn.+ 25 Presturinn skal friðþægja fyrir allan söfnuð Ísraelsmanna. Þá verður þeim fyrirgefið+ af því að þeir gerðu þetta óviljandi og þeir hafa fært Jehóva eldfórn og borið syndafórn fram fyrir Jehóva vegna mistaka sinna. 26 Öllum Ísraelsmönnum og útlendingum sem búa á meðal þeirra verður fyrirgefið því að allt fólkið ber sök á yfirsjóninni.
27 Ef einhver syndgar óviljandi skal hann færa geit,* ekki eldri en veturgamla, í syndafórn.+ 28 Og presturinn á að friðþægja fyrir þann sem syndgaði óviljandi frammi fyrir Jehóva. Þannig er friðþægt fyrir syndina og honum verður fyrirgefið.+ 29 Sömu lög skulu gilda um innfædda Ísraelsmenn og útlendinga sem búa á meðal þeirra ef þeir syndga óviljandi.+
30 En sá sem syndgar af ásettu ráði+ smánar Jehóva, hvort sem hann er innfæddur eða útlendingur. Það á að uppræta hann úr þjóðinni.* 31 Hann hefur fyrirlitið orð Jehóva og brotið boðorð hans og þess vegna skal taka hann af lífi.+ Hann ber sjálfur sök á synd sinni.‘“+
32 Meðan Ísraelsmenn voru í óbyggðunum stóðu þeir mann að því að safna viði á hvíldardegi.+ 33 Þeir sem stóðu hann að verki leiddu hann fyrir Móse, Aron og allan söfnuðinn. 34 Þeir settu hann í varðhald+ því að ekki hafði verið tiltekið hvað ætti að gera við hann.
35 Jehóva sagði við Móse: „Maðurinn skal tekinn af lífi.+ Allur söfnuðurinn á að grýta hann fyrir utan búðirnar.“+ 36 Allur söfnuðurinn fór þá með hann út fyrir búðirnar og grýtti hann til bana eins og Jehóva hafði gefið Móse fyrirmæli um.
37 Jehóva sagði síðan við Móse: 38 „Segðu Ísraelsmönnum að gera kögur neðst á jaðri fata sinna og festa blátt band fyrir ofan kögrið.+ Þetta eiga þeir að gera kynslóð eftir kynslóð. 39 ‚Þegar þið sjáið þetta kögur munið þið eftir öllum boðorðum Jehóva og haldið þau.+ Þið megið ekki fylgja hjarta ykkar og því sem augun girnast, en það myndi leiða ykkur út í andlegt vændi með öðrum guðum.+ 40 Þetta hjálpar ykkur að muna eftir öllum boðorðum mínum, halda þau og vera heilög frammi fyrir Guði ykkar.+ 41 Ég er Jehóva Guð ykkar sem leiddi ykkur út úr Egyptalandi til að sýna að ég er Guð ykkar.+ Ég er Jehóva Guð ykkar.‘“+
16 Kóra+ Jíseharsson,+ sonar Kahats,+ sonar Leví,+ tók höndum saman við Datan og Abíram Elíabssyni+ og Ón Peletsson af ætt Rúbens.+ 2 Þeir gerðu uppreisn gegn Móse ásamt 250 Ísraelsmönnum, þekktum mönnum sem voru höfðingjar safnaðarins og fulltrúar fólksins. 3 Þeir söfnuðust saman gegn+ Móse og Aroni og sögðu: „Við höfum fengið nóg af ykkur! Allur söfnuðurinn er heilagur,+ allur saman, og Jehóva er mitt á meðal fólksins.+ Af hverju upphefjið þið sjálfa ykkur yfir söfnuð Jehóva?“
4 Um leið og Móse heyrði þetta féll hann á grúfu. 5 Síðan sagði hann við Kóra og alla sem fylgdu honum: „Í fyrramálið mun Jehóva sýna hver tilheyrir honum,+ hver sé heilagur og hver megi nálgast hann.+ Sá sem hann velur+ fær að nálgast hann. 6 Gerið þetta: Takið ykkur eldpönnur,+ þú Kóra og allir sem fylgja þér,+ 7 og leggið glóandi kol og reykelsi á þær frammi fyrir Jehóva á morgun. Sá sem Jehóva velur,+ hann er hinn heilagi. Þið hafið gengið of langt, synir Leví!“+
8 Móse sagði síðan við Kóra: „Hlustið nú, synir Leví. 9 Nægir ykkur ekki að Guð Ísraels skuli hafa aðgreint ykkur frá söfnuði Ísraels+ og leyft ykkur að nálgast sig? Þið fáið að þjóna við tjaldbúð Jehóva og standa frammi fyrir söfnuðinum og þjóna honum,+ 10 og hann hefur leyft þér og öllum bræðrum þínum, Levítunum, að nálgast sig. Ætlið þið ykkur nú líka að komast yfir prestsembættið?+ 11 Þið hafið í rauninni snúist gegn Jehóva, þú og allir sem styðja þig. Hvað hefur Aron gert fyrst þið kvartið undan honum?“+
12 Móse sendi nú eftir Datan og Abíram+ Elíabssonum en þeir sögðu: „Við komum ekki! 13 Er ekki nóg að þú hafir farið með okkur burt frá landi sem flýtur í mjólk og hunangi til að láta okkur deyja í óbyggðunum?+ Ætlarðu nú líka að verða einráður* yfir okkur? 14 Þú hefur hvorki leitt okkur inn í land sem flýtur í mjólk og hunangi+ né gefið okkur akra og víngarða til eignar.* Ætlarðu að stinga augun úr þessum mönnum?* Við komum ekki!“
15 Móse varð þá mjög reiður og sagði við Jehóva: „Líttu ekki við kornfórn þeirra. Ég hef ekki tekið svo mikið sem asna frá þeim og ég hef ekki gert nokkrum þeirra mein.“+
16 Síðan sagði Móse við Kóra: „Gangið fram fyrir Jehóva á morgun, þú og allir sem styðja þig, og Aron sömuleiðis. 17 Hver og einn á að taka eldpönnu sína, leggja reykelsi á hana og bera hana fram fyrir Jehóva, alls 250 eldpönnur. Þið Aron eigið einnig að koma með eldpönnur ykkar.“ 18 Allir tóku þá eldpönnur sínar, lögðu glóandi kol og reykelsi á þær og tóku sér stöðu við inngang samfundatjaldsins ásamt Móse og Aroni. 19 Þegar Kóra hafði safnað saman stuðningsmönnum sínum+ við inngang samfundatjaldsins birtist dýrð Jehóva öllum söfnuðinum.+
20 Jehóva sagði nú við Móse og Aron: 21 „Farið burt frá þessum hópi svo að ég geti útrýmt honum á augabragði.“+ 22 Þá féllu þeir á grúfu og sögðu: „Guð, þú sem gefur öllum mönnum lífsanda,*+ ætlar þú að reiðast öllum söfnuðinum vegna syndar eins manns?“+
23 Jehóva svaraði Móse: 24 „Segið við söfnuðinn: ‚Yfirgefið svæðið kringum tjöld Kóra, Datans og Abírams!‘“+
25 Móse reis þá á fætur og fór til Datans og Abírams, og öldungar+ Ísraels fóru með honum. 26 Hann sagði við söfnuðinn: „Farið burt frá tjöldum þessara illu manna og snertið ekki neitt sem þeir eiga svo að ykkur verði ekki útrýmt vegna syndar þeirra.“ 27 Fólkið forðaði sér tafarlaust frá tjöldum Kóra, Datans og Abírams en Datan og Abíram komu út og tóku sér stöðu við tjalddyr sínar ásamt konum sínum og börnum.
28 Þá sagði Móse: „Af þessu skuluð þið sjá að Jehóva hefur sent mig til að gera allt þetta og að ég hef ekki gert það upp á mitt eindæmi: 29 Ef þetta fólk deyr eðlilegum dauðdaga eins og allir aðrir menn og því er refsað á sama hátt og öllum öðrum, þá hefur Jehóva ekki sent mig.+ 30 En ef Jehóva gerir óvenjulegan hlut og jörðin opnast* og gleypir þessa menn og allt sem þeir eiga og þeir fara lifandi niður í gröfina,* þá vitið þið með vissu að þeir hafa sýnt Jehóva óvirðingu.“
31 Um leið og hann sleppti orðinu klofnaði jörðin undir fótum þeirra.+ 32 Og jörðin opnaðist* og gleypti þá ásamt fjölskyldum þeirra og öllum sem tilheyrðu Kóra,+ og eins allt sem þeir áttu. 33 Þeir og allir sem tilheyrðu þeim fóru lifandi ofan í gröfina* og jörðin huldi þá svo að þeir voru upprættir úr söfnuðinum.+ 34 Allir Ísraelsmenn sem voru nálægt þeim flúðu við óp þeirra. „Hvað ef jörðin gleypir okkur líka!“ hrópuðu þeir. 35 Þá kom eldur frá Jehóva+ og eyddi mönnunum 250 sem höfðu borið fram reykelsi.+
36 Jehóva sagði nú við Móse: 37 „Segðu Eleasar, syni Arons prests, að taka eldpönnurnar+ úr eldinum því að þær eru heilagar. Segðu honum líka að dreifa glóðunum spölkorn héðan. 38 Eldpönnur mannanna sem syndguðu og létu lífið á að hamra í þunnar málmplötur. Það á að klæða altarið+ með þeim af því að þeir báru þær fram fyrir Jehóva og þær urðu heilagar. Þær skulu vera Ísraelsmönnum tákn til viðvörunar.“+ 39 Eleasar prestur tók þá koparpönnur mannanna sem eldurinn hafði gleypt og hamraði þær út til að klæða altarið 40 eins og Jehóva hafði sagt honum fyrir milligöngu Móse. Það var Ísraelsmönnum til áminningar um að enginn óviðkomandi,* sem ekki væri afkomandi Arons, mætti ganga fram til að brenna reykelsi frammi fyrir Jehóva+ og að enginn skyldi verða eins og Kóra og stuðningsmenn hans.+
41 Strax daginn eftir voru allir Ísraelsmenn farnir að kvarta gegn Móse og Aroni.+ Þeir sögðu: „Þið hafið drepið fólk Jehóva.“ 42 Eftir að fólkið hafði safnast saman gegn Móse og Aroni sneru allir sér að samfundatjaldinu og sáu þá að skýið huldi tjaldið og dýrð Jehóva birtist.+
43 Móse og Aron gengu að samfundatjaldinu+ 44 og Jehóva sagði við Móse: 45 „Farið burt frá þessum mannfjölda svo að ég geti útrýmt honum á augabragði.“+ Þeir féllu þá á grúfu.+ 46 Móse sagði síðan við Aron: „Taktu eldpönnuna og leggðu á hana glóandi kol af altarinu+ og reykelsi ofan á. Flýttu þér svo til fólksins og friðþægðu fyrir það+ því að reiði Jehóva hefur blossað upp. Plágan er hafin!“ 47 Aron tók pönnuna umsvifalaust eins og Móse hafði sagt honum og hljóp inn í miðjan söfnuðinn. Hann sá að plágan var þegar hafin meðal fólksins og lagði þá reykelsi á eldpönnuna og friðþægði fyrir fólkið. 48 Hann stóð kyrr milli hinna dánu og hinna lifandi og að lokum linnti plágunni. 49 Alls dóu 14.700 í plágunni, auk þeirra sem dóu af völdum Kóra. 50 Þegar Aron sneri loks aftur til Móse, sem var við inngang samfundatjaldsins, hafði plágunni linnt.
17 Jehóva sagði nú við Móse: 2 „Segðu Ísraelsmönnum að koma með einn staf frá hverri ættkvísl, frá höfðingja hverrar ættkvíslar,+ alls 12 stafi. Skrifaðu nafn hvers og eins á staf hans. 3 Skrifaðu nafn Arons á staf Leví því að það á að vera einn stafur fyrir höfðingja hverrar ættkvíslar. 4 Leggðu stafina fyrir framan örk vitnisburðarins+ í samfundatjaldinu þar sem ég er vanur að birtast ykkur.+ 5 Stafur þess manns sem ég vel+ mun blómgast og ég bind enda á kvartanir Ísraelsmanna sem beinast bæði gegn mér+ og ykkur.“+
6 Móse talaði þá við Ísraelsmenn og allir höfðingjar þeirra gáfu honum stafi – einn staf fyrir hvern ættarhöfðingja, alls 12 stafi. Stafur Arons var meðal þeirra. 7 Síðan lagði Móse stafina fram fyrir Jehóva í vitnisburðartjaldinu.
8 Þegar Móse gekk inn í vitnisburðartjaldið daginn eftir hafði stafur Arons, sem var fyrir ætt Leví, brumað og bar blómhnappa, blóm og þroskaðar möndlur. 9 Móse tók þá alla stafina sem voru frammi fyrir Jehóva og fór með þá út til Ísraelsmanna svo að þeir sæju þá. Síðan tók hver og einn staf sinn.
10 Jehóva sagði við Móse: „Farðu til baka með staf Arons,+ leggðu hann fyrir framan örk vitnisburðarins og geymdu hann þar. Hann á að vera tákn+ fyrir hina uppreisnargjörnu+ svo að þeir hætti að kvarta undan mér og svo að þeir deyi ekki.“ 11 Móse fylgdi fyrirmælum Jehóva tafarlaust. Hann fylgdi þeim í einu og öllu.
12 Ísraelsmenn sögðu nú við Móse: „Við eigum eftir að deyja, við förumst, við förumst öll! 13 Allir sem koma nálægt tjaldbúð Jehóva deyja!+ Er það svona sem við eigum að deyja?“+
18 Jehóva sagði nú við Aron: „Þú, synir þínir og ætt þín þurfið að svara til saka fyrir allar syndir sem varða helgidóminn,+ og þú og synir þínir þurfið að svara til saka fyrir allar syndir sem varða prestastéttina.+ 2 Láttu líka bræður þína af ættkvísl Leví, ættkvísl föður þíns, ganga fram til að aðstoða þig og þjóna þér+ og sonum þínum fyrir framan vitnisburðartjaldið.+ 3 Þeir eiga að gegna skyldum sínum við þig og sinna þjónustunni við tjaldið.+ Þeir mega þó ekki koma nálægt áhöldum helgidómsins né altarinu svo að hvorki þið né þeir deyi.+ 4 Þeir munu starfa með þér, gegna skyldum sínum við samfundatjaldið og sinna allri þjónustunni við tjaldið. Enginn óviðkomandi* má koma nálægt ykkur.+ 5 Þið skuluð gegna skyldum ykkar við helgidóminn+ og altarið+ svo að reiði mín+ komi ekki aftur yfir Ísraelsmenn. 6 Ég hef valið bræður ykkar, Levítana, úr hópi Ísraelsmanna og gefið ykkur þá.+ Þeir eru gefnir Jehóva til að annast þjónustuna við samfundatjaldið.+ 7 Þú og synir þínir skuluð gegna prestsskyldum ykkar við altarið og það sem er fyrir innan fortjaldið.+ Þar skuluð þið gegna þessari þjónustu.+ Ég hef gefið ykkur prestsþjónustuna að gjöf og allir óviðkomandi* sem nálgast helgidóminn skulu teknir af lífi.“+
8 Jehóva hélt áfram og sagði við Aron: „Ég fel þér umsjón með framlögunum sem mér eru færð.+ Ég hef gefið þér og sonum þínum hluta af öllum heilögum gjöfum Ísraelsmanna. Það er varanlegt ákvæði.+ 9 Þetta skaltu fá af hinum háheilögu eldfórnum: allar fórnir sem þeir færa, þar á meðal kornfórnir+ þeirra, syndafórnir+ og sektarfórnir+ sem þeir færa mér. Þær eru háheilagar og koma í hlut þinn og sona þinna. 10 Þú átt að borða þær á háheilögum stað.+ Allir karlmenn mega borða þær. Þær eiga að vera þér heilagar.+ 11 Þetta tilheyrir þér líka: gjafirnar sem Ísraelsmenn gefa+ af öllum veififórnum+ sínum. Ég hef gefið þér þær og sonum þínum og dætrum með þér. Það er varanlegt ákvæði.+ Allir sem eru hreinir í húsi þínu mega borða það.+
12 Ég gef þér allt það besta af olíunni og allt það besta af nýja víninu og korninu, frumgróðann+ sem þeir gefa Jehóva.+ 13 Þú skalt fá frumgróðann af öllu sem vex í landinu og þeir færa Jehóva.+ Allir sem eru hreinir í húsi þínu mega borða það.
14 Allt sem er helgað Guði* í Ísrael skal tilheyra þér.+
15 Frumburðir allra lifandi vera+ sem þeir færa Jehóva, bæði menn og skepnur, skulu tilheyra þér. En þú verður að kaupa lausa frumburði manna+ og frumburði óhreinna dýra.+ 16 Kauptu þá lausa þegar þeir eru mánaðargamlir eða eldri. Lausnargjaldið á að vera fimm silfursiklar*+ eftir stöðluðum sikli helgidómsins.* Einn sikill er 20 gerur.* 17 En fyrsta nautkálfinn, hrútlambið og hafurkiðið skaltu ekki kaupa laus.+ Þau eru heilög. Þú átt að sletta blóði þeirra á altarið+ og brenna fituna sem eldfórn og ljúfan* ilm handa Jehóva.+ 18 En kjötið skal tilheyra þér alveg eins og bringa veififórnarinnar og hægra lærið.+ 19 Ég hef gefið þér, sonum þínum og dætrum öll hin heilögu framlög sem Ísraelsmenn færa Jehóva.+ Það er varanlegt ákvæði.+ Það er varanlegur saltsáttmáli* sem Jehóva gerir við þig og afkomendur þína.“
20 Jehóva sagði síðan við Aron: „Þú færð engan erfðahlut í landi þeirra og enga landareign meðal þeirra.+ Ég er erfða- og eignarhlutur þinn meðal Ísraelsmanna.+
21 Ég hef gefið Levítunum alla tíundina+ í Ísrael sem erfðahlut að launum fyrir þjónustuna sem þeir inna af hendi, þjónustuna við samfundatjaldið. 22 Ísraelsmenn mega ekki lengur koma nálægt samfundatjaldinu því að þá kalla þeir yfir sig synd og deyja. 23 Levítarnir einir eiga að gegna þjónustu við samfundatjaldið og þeir þurfa að svara til saka fyrir syndir fólksins.+ Það er varanlegt ákvæði kynslóð eftir kynslóð að þeir skuli ekki hljóta erfðahlut meðal Ísraelsmanna.+ 24 Ég hef gefið Levítunum að erfðahlut tíundina sem Ísraelsmenn færa Jehóva. Þess vegna hef ég sagt við þá: ‚Þeir skulu ekki eignast erfðahlut meðal Ísraelsmanna.‘“+
25 Jehóva sagði nú við Móse: 26 „Segðu Levítunum: ‚Þegar þið fáið frá Ísraelsmönnum tíundina sem ég hef gefið ykkur að erfðahlut+ skuluð þið gefa Jehóva tíunda hluta af tíundinni í framlag.+ 27 Litið verður á það sem framlag ykkar eins og það væri korn af þreskivelli+ ykkar og vín eða olía úr pressum ykkar. 28 Þannig gefið þið einnig Jehóva framlag af allri tíundinni sem þið fáið frá Ísraelsmönnum. Þið skuluð færa Aroni presti framlagið til Jehóva. 29 Öll framlög sem þið færið Jehóva eiga að vera af því allra besta sem ykkur er fært+ að heilagri gjöf.‘
30 Þú skalt einnig segja við þá: ‚Þegar þið gefið það besta af því sem ykkur er gefið verður litið á það eins og það komi af þreskivelli ykkar, Levítanna, og úr vín- og olíupressum ykkar. 31 Þið og heimilisfólk ykkar megið borða það sem eftir er hvar sem þið viljið því að það eru launin fyrir þjónustu ykkar við samfundatjaldið.+ 32 Þið kallið ekki yfir ykkur synd svo framarlega sem þið gefið það besta af því sem þið fáið. Þið megið ekki vanhelga heilagar gjafir Ísraelsmanna því að þá deyið þið.‘“+
19 Jehóva talaði aftur við Móse og Aron. Hann sagði: 2 „Þetta er lagaákvæði sem Jehóva hefur sett: ‚Segðu Ísraelsmönnum að færa þér heilbrigða og gallalausa+ rauða kú sem aldrei hefur borið ok. 3 Láttu Eleasar prest fá hana. Hann á að fara með hana út fyrir búðirnar og henni skal slátrað frammi fyrir honum. 4 Eleasar prestur á síðan að dýfa fingri í blóð hennar og sletta því sjö sinnum í átt að framhlið samfundatjaldsins.+ 5 Eftir það á að brenna kúna að honum ásjáandi. Húðin, kjötið og blóðið skal brennt ásamt gorinu.+ 6 Presturinn á að taka sedrusvið, ísóp+ og skarlatsrautt efni og kasta því á eldinn þar sem kýrin er brennd. 7 Presturinn á því næst að þvo föt sín og baða sig í vatni. Síðan má hann koma inn í búðirnar en hann er þó óhreinn til kvölds.
8 Sá sem brenndi kúna á að þvo föt sín í vatni og baða sig í vatni en hann verður óhreinn til kvölds.
9 Hreinn maður á að safna saman ösku kýrinnar+ og láta hana á hreinan stað fyrir utan búðirnar. Ísraelsmenn eiga að geyma öskuna og nota hana til að gera hreinsunarvatn.+ Þetta er syndafórn. 10 Sá sem safnaði ösku kýrinnar á að þvo föt sín og vera óhreinn til kvölds.
Þetta er varanlegt ákvæði fyrir Ísraelsmenn og útlendinga sem búa á meðal þeirra.+ 11 Sá sem snertir lík* verður óhreinn í sjö daga.+ 12 Hann á að hreinsa sig með vatninu* á þriðja degi og á sjöunda degi verður hann hreinn. En ef hann hreinsar sig ekki á þriðja degi verður hann ekki hreinn á sjöunda degi. 13 Sá sem snertir líkama látinnar manneskju og hreinsar sig ekki hefur óhreinkað tjaldbúð Jehóva+ og hann skal upprættur úr Ísrael.+ Hann er og verður óhreinn þar sem hreinsunarvatninu+ hefur ekki verið slett á hann.
14 Þessi lög skulu gilda þegar einhver deyr í tjaldi: Allir sem koma inn í tjaldið og allir sem voru fyrir í tjaldinu verða óhreinir í sjö daga. 15 Öll opin ílát, sem lok er ekki bundið á, eru óhrein.+ 16 Sá sem er úti á víðavangi og snertir mann sem hefur verið drepinn með sverði eða dáið með öðrum hætti, eða snertir mannabein eða gröf verður óhreinn í sjö daga.+ 17 Til að hreinsa hinn óhreina skal taka nokkuð af ösku syndafórnarinnar sem var brennd, láta hana í ílát og hella fersku vatni yfir. 18 Síðan á hreinn maður+ að taka ísóp,+ dýfa honum í vatnið og sletta því á tjaldið og öll ílátin, á fólkið sem var þar og á þann sem snerti beinin, gröfina eða lík þess sem var drepinn eða dó með öðrum hætti. 19 Hinn hreini á að sletta því á hinn óhreina á þriðja degi og sjöunda degi og hreinsa hann af synd á sjöunda degi.+ Sá sem hreinsast á að þvo föt sín og baða sig í vatni og verður þá hreinn um kvöldið.
20 En sá sem er óhreinn og hreinsar sig ekki skal upprættur úr söfnuðinum+ þar sem hann hefur óhreinkað helgidóm Jehóva. Hreinsunarvatninu var ekki slett á hann og hann er því óhreinn.
21 Þetta skal vera varanlegt ákvæði: Sá sem slettir hreinsunarvatninu+ skal þvo föt sín og sá sem snertir hreinsunarvatnið verður óhreinn til kvölds. 22 Allt sem hinn óhreini snertir verður óhreint og sá sem snertir það verður óhreinn til kvölds.‘“+
20 Í fyrsta mánuðinum komu allir Ísraelsmenn til óbyggða Sin og þeir settust um kyrrt í Kades.+ Þar dó Mirjam+ og var jörðuð.
2 Þar var ekkert vatn handa fólkinu+ og það snerist gegn Móse og Aroni. 3 Fólkið kvartaði við Móse+ og sagði: „Bara að við hefðum dáið þegar bræður okkar dóu frammi fyrir Jehóva! 4 Af hverju hafið þið leitt söfnuð Jehóva út í þessar óbyggðir svo að við deyjum hér ásamt búfé okkar?+ 5 Af hverju hafið þið leitt okkur út úr Egyptalandi og farið með okkur á þennan skelfilega stað?+ Hér vex hvorki korn né fíkjur né vínber né granatepli, og við höfum ekkert vatn að drekka.“+ 6 Móse og Aron gengu þá burt frá söfnuðinum að inngangi samfundatjaldsins og féllu á grúfu, og dýrð Jehóva birtist þeim.+
7 Jehóva sagði við Móse: 8 „Taktu stafinn og kallið fólkið saman, þú og Aron bróðir þinn. Ávarpið klettinn fyrir augum þess svo að vatn spretti fram. Þú skalt láta vatn koma út úr klettinum handa fólkinu þannig að það og búfé þess fái að drekka.“+
9 Móse tók þá stafinn sem lá frammi fyrir Jehóva+ eins og hann hafði sagt honum að gera. 10 Móse og Aron kölluðu síðan söfnuðinn saman fyrir framan klettinn og Móse sagði: „Hlustið nú, uppreisnarseggirnir ykkar! Þurfum við að láta vatn spretta fram úr þessum kletti handa ykkur?“+ 11 Móse lyfti nú hendinni og sló tvisvar á klettinn með stafnum. Þá streymdi fram mikið vatn og fólkið og búféð fékk að drekka.+
12 Síðar sagði Jehóva við Móse og Aron: „Þar sem þið treystuð mér ekki og helguðuð mig ekki frammi fyrir Ísraelsmönnum fáið þið ekki að leiða þennan söfnuð inn í landið sem ég ætla að gefa honum.“+ 13 Þetta eru Meríbavötn*+ þar sem Ísraelsmenn kvörtuðu við Jehóva svo að hann sýndi þeim að hann er heilagur.
14 Móse sendi nú menn frá Kades með boð til konungsins í Edóm:+ „Þetta segir Ísrael bróðir þinn:+ ‚Þú veist vel hvaða erfiðleika við höfum mátt þola. 15 Forfeður okkar fóru til Egyptalands+ og við bjuggum þar árum* saman.+ En Egyptar fóru illa með okkur og forfeður okkar.+ 16 Að lokum hrópuðum við til Jehóva+ og hann heyrði hróp okkar, sendi engil+ og leiddi okkur út úr Egyptalandi. Og nú erum við í Kades, borg við landamæri þín. 17 Við biðjum um leyfi til að fara um land þitt. Við munum ekki fara um nokkurn akur eða víngarð og ekki drekka vatn úr nokkrum brunni. Við munum fara Konungsveginn og hvorki víkja til hægri né vinstri fyrr en við erum komin í gegnum yfirráðasvæði þitt.‘“+
18 En konungurinn í Edóm svaraði: „Þið megið ekki fara um yfirráðasvæði okkar. Ef þið gerið það ræðst ég gegn ykkur með sverði.“ 19 Ísraelsmenn sögðu þá við hann: „Við förum eftir þjóðveginum og ef við og búfé okkar drekkum vatn þitt skulum við borga fyrir það.+ Við biðjum ekki um annað en að fá að fara fótgangandi gegnum landið.“+ 20 En hann sagði: „Þið fáið ekki að fara um landið.“+ Konungurinn í Edóm hélt síðan gegn þeim með miklu liði og öflugum her.* 21 Fyrst konungurinn í Edóm neitaði Ísraelsmönnum um að fara um landið ákváðu þeir að fara aðra leið.+
22 Ísraelsmenn, allt fólkið, lögðu nú af stað frá Kades og komu að Hórfjalli.+ 23 Jehóva sagði þá við Móse og Aron hjá Hórfjalli við landamæri Edóms: 24 „Aron mun safnast til fólks síns.*+ Hann fær ekki að ganga inn í landið sem ég ætla að gefa Ísraelsmönnum því að þið gerðuð báðir uppreisn gegn fyrirmælum mínum varðandi Meríbavötn.+ 25 Taktu Aron og Eleasar son hans með þér upp á Hórfjall. 26 Klæddu Aron úr prestklæðunum+ og klæddu Eleasar+ son hans í þau. Aron mun deyja þar.“
27 Móse gerði þá eins og Jehóva hafði sagt honum og þeir gengu upp á Hórfjall í augsýn alls fólksins. 28 Móse klæddi Aron úr fötunum og klæddi Eleasar son hans í þau. Síðan dó Aron þarna á fjallstindinum.+ Móse og Eleasar gengu svo niður af fjallinu. 29 Þegar fólkið áttaði sig á að Aron var dáinn syrgðu allir Ísraelsmenn hann í 30 daga.+
21 Þegar kanverski konungurinn í Arad,+ sem bjó í Negeb, frétti að Ísraelsmenn væru að koma eftir Atarimveginum réðst hann á þá og tók nokkra þeirra til fanga. 2 Þá unnu Ísraelsmenn Jehóva þetta heit: „Ef þú gefur þetta fólk í okkar hendur skulum við eyða borgum þeirra.“* 3 Jehóva hlustaði á Ísraelsmenn og gaf Kanverjana í hendur þeirra, og þeir útrýmdu þeim og eyddu borgum þeirra.* Þess vegna nefndu þeir staðinn Horma.*+
4 Þeir héldu áfram ferð sinni frá Hórfjalli+ eftir veginum sem lá til Rauðahafs til að sneiða hjá landi Edóms.+ En fólkið var búið að fá nóg af ferðalaginu. 5 Það kvartaði undan Guði og Móse+ og sagði: „Af hverju fóruð þið með okkur frá Egyptalandi til að deyja í óbyggðunum? Hér er hvorki matur né vatn+ og við þolum ekki lengur* þetta viðbjóðslega brauð.“+ 6 Jehóva sendi þá eiturslöngur* inn á meðal Ísraelsmanna sem bitu þá svo að margir dóu.+
7 Fólkið kom nú til Móse og sagði: „Við höfum syndgað með því að kvarta undan Jehóva og þér.+ Talaðu máli okkar við Jehóva þannig að hann fjarlægi slöngurnar frá okkur.“ Móse bað þá fyrir fólkinu.+ 8 Jehóva sagði við Móse: „Gerðu eftirlíkingu af eiturslöngu* og settu hana á stöng. Þegar einhver er bitinn þarf hann að horfa á hana til að halda lífi.“ 9 Móse gerði umsvifalaust slöngu úr kopar+ og setti hana á stöng.+ Þegar maður varð fyrir biti hélt hann lífi ef hann horfði á koparslönguna.+
10 Eftir þetta héldu Ísraelsmenn af stað og tjölduðu í Óbót.+ 11 Síðan héldu þeir frá Óbót og tjölduðu í Íje Habarím+ sem er í óbyggðunum austan við Móab. 12 Þaðan héldu þeir til Sereddals+ og tjölduðu þar. 13 Þeir héldu svo þaðan og tjölduðu á svæðinu við Arnondal+ en hann er í óbyggðunum sem teygja sig frá landamærum Amoríta og myndar landamærin að Móab, landamærin milli Móabs og Amoríta. 14 Í bókinni um bardaga Jehóva er þess vegna talað um „Vaheb í Súfa og Arnondali 15 og dalshlíðarnar* sem teygja sig að byggðinni í Ar og liggja að landamærum Móabs.“
16 Því næst héldu þeir áfram til Beer. Það var um þann brunn sem Jehóva sagði við Móse: „Safnaðu saman fólkinu og ég skal gefa því vatn.“
17 Þá söng Ísrael:
„Streymi úr þér vatn, brunnur! Svarið honum í söng!
18 Brunnurinn sem höfðingjar grófu, sem tignarmenn fólksins grófu
með veldisstaf og með eigin stöfum.“
Síðan fóru þeir frá óbyggðunum til Mattana, 19 frá Mattana til Nahalíel og frá Nahalíel til Bamót.+ 20 Þeir héldu frá Bamót til dalsins sem er í Móabslandi,+ í Pisga+ þar sem sést yfir Jesímon.*+
21 Ísrael sendi nú menn með boð til Síhons konungs Amoríta:+ 22 „Leyfðu okkur að fara um land þitt. Við munum hvorki fara um akra né víngarða og við skulum ekki drekka vatn úr nokkrum brunni. Við förum Konungsveginn þar til við erum komin af yfirráðasvæði þínu.“+ 23 En Síhon leyfði ekki Ísrael að fara um yfirráðasvæði sitt heldur kallaði saman allan her sinn og hélt gegn Ísrael í óbyggðunum. Þegar hann kom til Jahas réðst hann gegn Ísrael.+ 24 En Ísrael sigraði hann með sverði+ og lagði undir sig land hans+ frá Arnon+ til Jabbok+ allt til Ammóníta en Jaser+ er á landamærum Ammóns.+
25 Ísraelsmenn tóku allar þessar borgir og settust að í öllum borgum Amoríta,+ í Hesbon og öllum tilheyrandi þorpum.* 26 Hesbon var borg Síhons konungs Amoríta en hann hafði barist við konung Móabs og náð öllu landi hans allt til Arnon. 27 Þess vegna var ort háðkvæðið:
„Komið til Hesbon.
Borg Síhons verði byggð og reist á traustum grunni.
28 Eldur kom frá Hesbon, logi frá borg Síhons.
Hann gleypti Ar í Móab, drottna Arnonhæða.
29 Þú aumi Móab! Þér verður útrýmt, þú þjóð Kamoss!+
Hann gerir syni sína að flóttamönnum og dætur sínar að föngum Síhons konungs Amoríta.
30 Skjótum á þá.
Hesbon verður eytt allt til Díbon,+
leggjum hana í auðn allt til Nófa.
Eldurinn breiðist út allt til Medeba.“+
31 Ísraelsmenn settust nú að í landi Amoríta. 32 Móse sendi nokkra menn í njósnaferð til Jaser.+ Ísraelsmenn tóku þorpin sem tilheyrðu henni* og hröktu burt Amorítana sem bjuggu þar. 33 Eftir það héldu þeir sem leið lá eftir veginum til Basans. Óg,+ konungur í Basan, kom þá á móti þeim með öllu herliði sínu til að berjast við þá við Edreí.+ 34 Jehóva sagði við Móse: „Óttastu hann ekki+ því að ég ætla að gefa hann og alla menn hans og land í þínar hendur.+ Farðu með hann eins og þú fórst með Síhon, konung Amoríta sem bjó í Hesbon.“+ 35 Þeir felldu hann ásamt sonum hans og öllu herliði svo að enginn komst undan.+ Og þeir lögðu undir sig land hans.+
22 Ísraelsmenn héldu nú af stað og tjölduðu á eyðisléttum Móabs austan við Jórdan, gegnt Jeríkó.+ 2 Balak+ Sippórsson frétti hvernig Ísraelsmenn höfðu sigrað Amoríta 3 og Móabítar urðu mjög hræddir við þá því að þeir voru svo fjölmennir. Já, Móabítar fylltust skelfingu gagnvart Ísraelsmönnum.+ 4 Móabítar sögðu því við öldunga Midíans:+ „Þessi mannfjöldi á eftir að gleypa allt umhverfis okkur eins og naut étur grasið í haganum.“
Balak Sippórsson var konungur Móabs á þeim tíma. 5 Hann sendi menn til Bíleams Beórssonar sem bjó í heimalandi sínu í Petór+ við Fljótið.* Hann boðaði hann á sinn fund og lét segja við hann: „Þjóð nokkur er komin frá Egyptalandi. Hún þekur yfirborð* jarðar*+ og hefur sest að beint á móti mér. 6 Komdu og bölvaðu þessu fólki fyrir mig+ því að það er öflugra en ég. Þá get ég kannski sigrað það og hrakið það burt úr landinu því að ég veit að sá sem þú blessar er blessaður og sá sem þú bölvar er bölvaður.“
7 Öldungar Móabs og öldungar Midíans lögðu þá af stað með spásagnarlaunin, fóru til Bíleams+ og fluttu honum boðin frá Balak. 8 Hann svaraði þeim: „Verið hér í nótt. Ég kem aftur og segi ykkur hvað Jehóva segir mér.“ Höfðingjar Móabs voru þá um kyrrt hjá Bíleam.
9 Guð kom nú til Bíleams og spurði:+ „Hvaða menn eru þetta hjá þér?“ 10 Bíleam svaraði hinum sanna Guði: „Balak Sippórsson, konungur í Móab, hefur sent mér þessi boð: 11 ‚Þjóðin sem kemur frá Egyptalandi þekur yfirborð* jarðar.* Komdu og bölvaðu henni fyrir mig.+ Þá get ég ef til vill barist gegn henni og hrakið hana burt.‘“ 12 En Guð sagði við Bíleam: „Þú skalt ekki fara með þeim. Þú mátt ekki bölva þjóðinni því að hún er blessuð.“+
13 Morguninn eftir fór Bíleam á fætur og sagði við höfðingja Balaks: „Farið heim til lands ykkar því að Jehóva leyfir mér ekki að fara með ykkur.“ 14 Höfðingjar Móabs sneru þá aftur til Balaks og sögðu: „Bíleam neitaði að koma með okkur.“
15 En Balak sendi aftur til hans höfðingja, fleiri og virtari en í fyrri hópnum. 16 Þeir komu til Bíleams og sögðu við hann: „Balak Sippórsson segir: ‚Láttu ekkert aftra þér frá að koma til mín 17 því að ég ætla að veita þér mikinn heiður og gera allt sem þú segir mér. Komdu því og bölvaðu þessari þjóð fyrir mig.‘“ 18 En Bíleam svaraði þjónum Balaks: „Þó að Balak gæfi mér hús sitt fullt af silfri og gulli gæti ég ekki gert neitt umfram það sem Jehóva Guð minn gefur mér fyrirmæli um, hvorki smátt né stórt.+ 19 Verið samt hér í nótt svo að ég geti kannað hvað fleira Jehóva segir mér.“+
20 Um nóttina kom Guð til Bíleams og sagði: „Ef þessir menn eru komnir til að sækja þig skaltu fara með þeim. En þú mátt ekki segja neitt annað en það sem ég segi þér.“+ 21 Bíleam fór á fætur um morguninn, lagði á ösnu sína og fór með höfðingjum Móabs.+
22 En reiði Guðs blossaði upp vegna þess að hann fór og engill Jehóva tók sér stöðu á veginum til að hindra för hans. Bíleam kom ríðandi á ösnunni og tveir þjónar hans voru með honum. 23 Þegar asnan sá engil Jehóva standa á veginum með brugðið sverð í hendi beygði hún út af. En Bíleam barði ösnuna til að koma henni aftur inn á veginn. 24 Engill Jehóva tók sér þá stöðu á mjóum stíg milli tveggja víngarða og það voru grjótgarðar á báðar hendur. 25 Þegar asnan sá engil Jehóva þrengdi hún sér upp að öðrum garðinum svo að fótur Bíleams klemmdist í milli, og Bíleam barði hana aftur.
26 Engill Jehóva fór nú fram úr þeim og staðnæmdist þar sem vegurinn var svo mjór að hvorki var hægt að víkja til hægri né vinstri. 27 Þegar asnan sá engil Jehóva lagðist hún niður undir Bíleam. Bíleam reiddist heiftarlega og barði ösnuna með stafnum sínum. 28 Þá lét Jehóva ösnuna tala*+ og hún sagði við Bíleam: „Hvað hef ég gert þér? Þú ert búinn að berja mig þrisvar.“+ 29 Bíleam svaraði ösnunni: „Þú hefur haft mig að fífli. Bara að ég væri með sverð í hendi, þá myndi ég drepa þig!“ 30 Þá sagði asnan við Bíleam: „Er ég ekki asnan þín sem þú hefur riðið alla ævi, allt fram á þennan dag? Hef ég nokkurn tíma farið svona með þig áður?“ „Nei,“ svaraði hann. 31 Jehóva opnaði nú augu+ Bíleams og hann sá engil Jehóva standa á veginum með brugðið sverð í hendi. Hann kraup undireins og féll á grúfu.
32 Engill Jehóva sagði við hann: „Af hverju hefurðu barið ösnuna þína þrisvar? Ég kom til að stöðva þig af því að þú ferð gegn vilja mínum.+ 33 Asnan sá mig og reyndi þrisvar að víkja úr vegi fyrir mér.+ Hugsaðu þér ef hún hefði ekki gert það. Þá hefði ég drepið þig en látið ösnuna lifa.“ 34 Bíleam svaraði engli Jehóva: „Ég hef syndgað. Ég vissi ekki að það varst þú sem stóðst fyrir mér á veginum. Ef þér finnst ég vera að gera rangt skal ég snúa við.“ 35 En engill Jehóva sagði við Bíleam: „Farðu með mönnunum en þú mátt ekki segja neitt annað en það sem ég segi þér.“ Bíleam hélt þá ferðinni áfram með höfðingjum Balaks.
36 Þegar Balak frétti að Bíleam væri kominn fór hann tafarlaust á móti honum og mætti honum fyrir utan þá borg Móabs sem stendur við bakka Arnon á landamærunum. 37 Balak spurði Bíleam: „Sendi ég ekki eftir þér? Hvers vegna komstu ekki? Trúðirðu ekki að ég gæti veitt þér mikinn heiður?“+ 38 Bíleam svaraði Balak: „Ég er kominn núna. En fæ ég að segja eitthvað? Ég get aðeins sagt það sem Guð leggur mér í munn.“+
39 Bíleam fór síðan með Balak og þeir komu til Kirjat Kúsót. 40 Balak fórnaði nautum og sauðum og sendi Bíleam og höfðingjunum sem voru með honum nokkuð af kjötinu. 41 Morguninn eftir fór Balak með Bíleam upp á Bamót Baal. Þaðan gat hann séð allt fólkið.+
23 Þá sagði Bíleam við Balak: „Reistu hér sjö ölturu+ og hafðu til sjö naut og sjö hrúta handa mér.“ 2 Balak gerði umsvifalaust eins og Bíleam bað hann um. Og Balak og Bíleam fórnuðu nauti og hrút á hverju altari.+ 3 Bíleam sagði síðan við Balak: „Bíddu hér hjá brennifórn þinni meðan ég skrepp frá. Kannski talar Jehóva við mig. Ég skal segja þér allt sem hann opinberar mér.“ Hann gekk síðan upp á gróðurlausa hæð.
4 Guð birtist Bíleam+ og Bíleam sagði við hann: „Ég setti upp sjö ölturu í röðum og fórnaði nauti og hrút á hverju þeirra.“ 5 Jehóva lagði þá Bíleam orð í munn+ og sagði síðan við hann: „Farðu aftur til Balaks og segðu honum þetta.“ 6 Hann sneri þá aftur og sá að Balak og allir höfðingjar Móabs stóðu hjá brennifórninni. 7 Bíleam flutti nú þennan ljóðræna boðskap:+
„Balak Móabskonungur sótti mig til Aram,+
til fjallanna í austri:
‚Komdu og bölvaðu Jakobi fyrir mig,
já, komdu og fordæmdu Ísrael.‘+
8 Hvernig gæti ég bölvað þeim sem Guð hefur ekki bölvað?
Og hvernig gæti ég fordæmt þá sem Jehóva hefur ekki fordæmt?+
9 Ég sé þá ofan af klettunum
og ég sé þá af hæðunum.
10 Hver getur talið rykkorn Jakobs+
eða kastað tölu á fjórðung Ísraels?
Láttu mig* deyja dauða hinna ráðvöndu
og láttu endalok mín verða eins og þeirra.“
11 Þá sagði Balak við Bíleam: „Hvað hefurðu gert mér? Ég sótti þig til að leggja bölvun á óvini mína en þú gerir ekki annað en að blessa þá.“+ 12 Hann svaraði: „Á ég ekki að segja það sem Jehóva leggur mér í munn?“+
13 Balak sagði: „Komdu með mér á annan stað þar sem þú getur séð þá. Þú munt ekki sjá þá alla heldur aðeins hluta þeirra. Þaðan geturðu bölvað þeim fyrir mig.“+ 14 Hann fór síðan með Bíleam upp á Sófímvöll á Pisgatindi,+ reisti sjö ölturu og fórnaði nauti og hrút á hverju þeirra.+ 15 Bíleam sagði nú við Balak: „Bíddu hérna hjá brennifórn þinni meðan ég fer þangað og tala við Guð.“ 16 Jehóva birtist Bíleam, lagði honum orð í munn og sagði síðan við hann:+ „Farðu aftur til Balaks og segðu honum þetta.“ 17 Hann fór þá til hans og sá að hann beið hjá brennifórninni og höfðingjar Móabs voru hjá honum. Balak spurði hann: „Hvað sagði Jehóva?“ 18 Bíleam flutti þá þennan ljóðræna boðskap:+
„Stattu upp, Balak, og hlustaðu,
hlýddu á mig, sonur Sippórs.
Gerir hann ekki það sem hann segir?
Framkvæmir hann ekki það sem hann talar um?+
20 Það var hlutverk mitt að blessa.
Nú hefur hann blessað+ og ég get ekki breytt því.+
21 Hann umber engin dulræn öfl gegn Jakobi
og hann leyfir ekki að neitt illt komi yfir Ísrael.
Jehóva Guð þeirra er með þeim+
og hann er hylltur sem konungur meðal þeirra.
22 Guð leiðir þá út úr Egyptalandi.+
Hann er þeim eins og horn villinautsins.+
Nú má segja um Jakob og Ísrael:
‚Sjáið hvað Guð hefur gert!‘
24 Hér er þjóð sem rís upp eins og ljón,
eins og ljónið rís hún á fætur.+
Það leggst ekki fyrr en það étur bráð sína
og drekkur blóð hinna föllnu.“
25 Balak sagði þá við Bíleam: „Þó að þú getir ekki bölvað honum þarftu að minnsta kosti ekki að blessa hann.“ 26 „Sagði ég þér ekki að ég myndi gera allt sem Jehóva segði mér?“ svaraði Bíleam.+
27 Balak sagði við Bíleam: „Komdu með mér á annan stað. Kannski þykir hinum sanna Guði rétt að þú bölvir þjóðinni fyrir mig þar.“+ 28 Balak fór síðan með Bíleam upp á Peórtind þar sem sést yfir Jesímon.*+ 29 Bíleam sagði við Balak: „Reistu sjö ölturu hér og hafðu til handa mér sjö naut og sjö hrúta.“+ 30 Balak gerði þá eins og Bíleam bað hann um og fórnaði nauti og hrút á hverju altari.
24 Þegar Bíleam sá að það var Jehóva þóknanlegt* að blessa Ísrael fór hann ekki burt eins og áður til að leita illra fyrirboða+ heldur sneri sér í átt að óbyggðunum. 2 Andi Guðs kom yfir hann+ þegar hann leit upp og sá Ísrael í búðum sínum, ættkvísl fyrir ættkvísl.+ 3 Þá flutti hann þennan ljóðræna boðskap:+
„Orð Bíleams Beórssonar,
orð manns sem hefur fengið augu sín opnuð,
4 orð manns sem heyrir hvað Guð segir,
sem sá sýn Hins almáttuga,
sem féll á kné með opin augu:+
5 Hve fögur eru tjöld þín, Jakob,
tjaldbúðir þínar, Ísrael!+
6 Þær teygja sig langar leiðir eins og dalirnir,+
eins og garðar við fljótið,
eins og alóetré sem Jehóva hefur gróðursett,
eins og sedrustré við vötnin.
8 Guð leiðir hann út úr Egyptalandi,
hann er þeim eins og horn villinautsins.
Hann mun gleypa þjóðirnar, kúgara sína,+
naga bein þeirra og tvístra þeim með örvum sínum.
9 Hann hefur hniprað sig saman, lagst niður eins og ljón.
Og ljónið, hver þorir að vekja það?
Þeir sem blessa þig eru blessaðir
og þeir sem bölva þér eru bölvaðir.“+
10 Balak reiddist Bíleam heiftarlega. Hann klappaði með fyrirlitningu og sagði við Bíleam: „Ég kallaði þig hingað til að bölva óvinum mínum+ en það eina sem þú hefur gert er að blessa þá þrisvar. 11 Snautaðu heim til þín! Ég ætlaði að veita þér mikinn heiður+ en Jehóva hefur komið í veg fyrir það.“
12 Bíleam svaraði Balak: „En ég sagði sendiboðum þínum: 13 ‚Þó að Balak gæfi mér hús sitt fullt af silfri og gulli gæti ég ekki að eigin frumkvæði gert neitt umfram fyrirmæli Jehóva, hvorki gott né illt. Ég segi aðeins það sem Jehóva segir mér.‘+ 14 Nú fer ég heim til þjóðar minnar. En fyrst vil ég segja þér hvað þessi þjóð mun gera þjóð þinni í framtíðinni.“* 15 Hann flutti síðan þennan ljóðræna boðskap:+
„Orð Bíleams Beórssonar,
orð manns sem hefur fengið augu sín opnuð,+
16 orð manns sem heyrir hvað Guð segir,
manns sem hefur þekkingu frá Hinum hæsta.
Hann sá sýn Hins almáttuga
meðan hann kraup með opin augu:
17 Ég mun sjá hann en ekki núna,
veita honum athygli en ekki í bráð.
19 Maður frá Jakobi mun yfirbuga þjóðir+
og tortíma öllum sem lifa af eyðingu borgarinnar.“
20 Þegar hann sá Amalek hélt hann áfram að flytja ljóðrænan boðskap sinn:
21 Þegar hann sá Keníta+ hélt hann áfram að flytja ljóðrænan boðskap sinn:
„Bústaður þinn er öruggur, eins og hreiður gert á kletti.
22 En Kaín* verður brenndur til grunna.
Hve langt er þar til Assýría flytur þig burt sem fanga?“
23 Hann hélt áfram að flytja ljóðrænan boðskap sinn:
„Hver heldur lífi þegar Guð gerir þetta?
En honum verður einnig tortímt með öllu.“
25 Síðan hélt Bíleam+ af stað og fór leiðar sinnar. Balak fór líka sína leið.
25 Meðan Ísraelsmenn dvöldust í Sittím+ fóru þeir að drýgja kynferðislegt siðleysi með móabískum konum.+ 2 Konurnar buðu fólkinu að vera með þegar guðum þeirra+ voru færðar fórnir og fólkið borðaði og féll fram fyrir guðum þeirra.+ 3 Ísraelsmenn tóku þannig þátt í að tilbiðja* Baal Peór+ og Jehóva reiddist þeim. 4 Jehóva sagði við Móse: „Gríptu alla forsprakka þessara manna, taktu þá af lífi og hengdu þá upp frammi fyrir Jehóva um hábjartan dag* til að brennandi reiði Jehóva hverfi frá Ísrael.“ 5 Móse sagði þá við dómara Ísraels:+ „Þið skuluð hver og einn lífláta þá af mönnum ykkar sem tilbáðu* Baal Peór.“+
6 Í sömu andrá kom Ísraelsmaður með midíanska konu+ inn í búðirnar að Móse og öllum söfnuði Ísraelsmanna ásjáandi þar sem þeir grétu við inngang samfundatjaldsins. 7 Þegar Pínehas+ Eleasarsson, sonarsonur Arons prests, sá það gekk hann samstundis fram úr mannfjöldanum og greip spjót,* 8 fór á eftir ísraelska manninum inn í tjaldið og rak þau bæði í gegn, konuna gegnum móðurkviðinn. Þá stöðvaðist plágan sem hafði komið yfir Ísraelsmenn.+ 9 Þeir sem dóu í plágunni voru 24.000.+
10 Jehóva sagði nú við Móse: 11 „Pínehas+ Eleasarsson, sonarsonur Arons prests, hefur bægt reiði minni frá Ísraelsmönnum vegna þess að hann umbar ekki að þeir tilbæðu nokkurn annan en mig.+ Þess vegna útrýmdi ég ekki Ísraelsmönnum þó svo að ég krefjist óskiptrar hollustu.+ 12 Segðu þess vegna: ‚Ég geri friðarsáttmála við hann. 13 Þetta er sáttmáli um varanlegan prestdóm handa honum og afkomendum hans+ af því að hann umbar ekki að þeir tilbæðu nokkurn annan guð en mig+ og hann friðþægði fyrir Ísraelsmenn.‘“
14 Ísraelski maðurinn sem var tekinn af lífi ásamt midíönsku konunni hét Simrí Salúson og var ættarhöfðingi meðal Símeoníta. 15 Midíanska konan sem var tekin af lífi hét Kosbí Súrsdóttir en Súr+ var ættflokkahöfðingi ákveðinnar ættar í Midían.+
16 Síðar sagði Jehóva við Móse: 17 „Herjaðu á Midíaníta og dreptu þá+ 18 því að þeir herjuðu á ykkur með kænskubrögðum í máli Peórs+ og máli Kosbí, dóttur höfðingja í Midían, hennar sem var líflátin+ daginn sem plágan gekk yfir vegna Peórs.“+
26 Eftir pláguna+ sagði Jehóva við Móse og Eleasar, son Arons prests: 2 „Takið manntal og teljið alla Ísraelsmenn, 20 ára og eldri, eftir ættkvíslum þeirra, alla sem geta þjónað í her Ísraels.“+ 3 Móse og Eleasar+ prestur töluðu þá til þeirra á eyðisléttum Móabs+ við Jórdan, gegnt Jeríkó,+ og sögðu: 4 „Takið manntal og teljið alla 20 ára og eldri eins og Jehóva gaf Móse fyrirmæli um.“+
Þeir Ísraelsmenn sem fóru frá Egyptalandi voru: 5 Rúben+ var frumburður Ísraels og afkomendur Rúbens+ voru: af Hanok ætt Hanokíta; af Pallú ætt Pallúíta; 6 af Hesrón ætt Hesróníta; af Karmí ætt Karmíta. 7 Þetta voru ættir Rúbeníta og af þeim voru skráðir 43.730.+
8 Sonur Pallú var Elíab 9 og synir Elíabs voru Nemúel, Datan og Abíram. Það voru þessir sömu Datan og Abíram sem voru fulltrúar fólksins og gerðu uppreisn gegn Móse+ og Aroni ásamt fylgismönnum Kóra+ þegar þeir gerðu uppreisn gegn Jehóva.+
10 Þá opnaðist jörðin* og gleypti þá. Kóra dó ásamt fylgismönnum sínum þegar eldur eyddi 250 mönnum,+ og þeir urðu víti til varnaðar.+ 11 En synir Kóra dóu ekki.+
12 Afkomendur Símeons+ voru eftir ættum þeirra: af Nemúel ætt Nemúelíta; af Jamín ætt Jamíníta; af Jakín ætt Jakíníta; 13 af Sera ætt Seraíta og af Sál ætt Sálíta. 14 Þetta voru ættir Símeoníta. Þeir voru 22.200.+
15 Afkomendur Gaðs+ voru eftir ættum þeirra: af Sefón ætt Sefóníta; af Haggí ætt Haggíta; af Súní ætt Súníta; 16 af Osní ætt Osníta; af Erí ætt Eríta; 17 af Aród ætt Aródíta og af Arelí ætt Arelíta. 18 Þetta voru ættir sona Gaðs og af þeim voru skráðir 40.500.+
19 Synir Júda+ voru Er og Ónan.+ En Er og Ónan dóu í Kanaanslandi.+ 20 Afkomendur Júda voru eftir ættum þeirra: af Sela+ ætt Selaníta; af Peres+ ætt Peresíta og af Sera+ ætt Seraíta. 21 Og afkomendur Peresar voru: af Hesrón+ ætt Hesróníta og af Hamúl+ ætt Hamúlíta. 22 Þetta voru ættir Júda og af þeim voru skráðir 76.500.+
23 Afkomendur Íssakars+ voru eftir ættum þeirra: af Tóla+ ætt Tólaíta; af Púva ætt Púníta; 24 af Jasúb ætt Jasúbíta og af Simron ætt Simroníta. 25 Þetta voru ættir Íssakars og af þeim voru skráðir 64.300.+
26 Afkomendur Sebúlons+ voru eftir ættum þeirra: af Sered ætt Seredíta; af Elon ætt Eloníta og af Jahleel ætt Jahleelíta. 27 Þetta voru ættir Sebúloníta og af þeim voru skráðir 60.500.+
28 Afkomendur Jósefs+ voru af ættum Manasse og Efraíms.+ 29 Afkomendur Manasse+ voru: af Makír+ ætt Makíríta. Makír eignaðist Gíleað+ og af Gíleað kom ætt Gíleaðíta. 30 Þetta voru afkomendur Gíleaðs: af Jeser ætt Jesríta; af Helek ætt Helekíta; 31 af Asríel ætt Asríelíta; af Sekem ætt Sekemíta; 32 af Semída ætt Semídíta og af Hefer ætt Hefríta. 33 Selofhað sonur Hefers átti enga syni heldur aðeins dætur.+ Dætur Selofhaðs hétu+ Mahla, Nóa, Hogla, Milka og Tirsa. 34 Þetta voru ættir Manasse og af þeim voru skráðir 52.700.+
35 Þetta voru afkomendur Efraíms+ eftir ættum þeirra: af Sútela+ ætt Sútelaíta; af Beker ætt Bekeríta og af Tahan ætt Tahaníta. 36 Og þetta voru afkomendur Sútela: af Eran ætt Eraníta. 37 Þetta voru ættir sona Efraíms og af þeim voru skráðir 32.500.+ Þetta voru afkomendur Jósefs eftir ættum þeirra.
38 Afkomendur Benjamíns+ voru eftir ættum þeirra: af Bela+ ætt Belaíta; af Asbel ætt Asbelíta; af Ahíram ætt Ahíramíta; 39 af Sefúfam ætt Súfamíta og af Húfam ætt Húfamíta. 40 Afkomendur Bela voru Ard og Naaman:+ af Ard ætt Ardíta og af Naaman ætt Naamíta. 41 Þetta voru afkomendur Benjamíns eftir ættum þeirra og af þeim voru skráðir 45.600.+
42 Þetta voru afkomendur Dans+ eftir ættum þeirra: af Súham ætt Súhamíta. Þetta voru ættir Dans eftir ættum þeirra. 43 Af öllum ættum Súhamíta voru skráðir 64.400.+
44 Afkomendur Assers+ voru eftir ættum þeirra: af Jimna ætt Jimníta; af Jísví ætt Jísvíta; af Bería ætt Beríta; 45 af sonum Bería: af Heber ætt Hebríta og af Malkíel ætt Malkíelíta. 46 Dóttir Assers hét Sera. 47 Þetta voru ættir sona Assers og af þeim voru skráðir 53.400.+
48 Afkomendur Naftalí+ voru eftir ættum þeirra: af Jahseel ætt Jahseelíta; af Gúní ætt Gúníta; 49 af Jeser ætt Jesríta og af Sillem ætt Sillemíta. 50 Þetta voru ættir Naftalí eftir ættum þeirra og af þeim voru skráðir 45.400.+
51 Samanlagt voru 601.730 skráðir af Ísraelsmönnum.+
52 Eftir þetta sagði Jehóva við Móse: 53 „Landinu skal skipt í erfðahluti milli þessara manna eftir nafnaskránni.*+ 54 Fjölmennari hóparnir eiga að fá stærri erfðahlut en fámennari hóparnir minni.+ Hver hópur á að fá erfðahlut í réttu hlutfalli við fjölda skráðra manna. 55 En landinu skal skipt með hlutkesti.+ Þeir eiga að fá erfðahlut sinn eftir nöfnum ættkvísla feðra sinna. 56 Erfðaland hverrar ættkvíslar, hvort heldur hún er fjölmenn eða fámenn, skal ákvarðað með hlutkesti.“
57 Þetta voru þeir af Levítunum+ sem voru skráðir eftir ættum þeirra: af Gerson ætt Gersoníta; af Kahat+ ætt Kahatíta og af Merarí ætt Meraríta. 58 Þetta voru ættir Levítanna: ætt Libníta,+ ætt Hebroníta,+ ætt Mahelíta,+ ætt Músíta+ og ætt Kóraíta.+
Kahat eignaðist Amram.+ 59 Kona Amrams hét Jókebed+ en hún var dóttir Leví sem kona hans ól honum í Egyptalandi. Hún ól Amram þá Aron og Móse og Mirjam systur þeirra.+ 60 Aron eignaðist síðan Nadab, Abíhú, Eleasar og Ítamar.+ 61 En Nadab og Abíhú dóu vegna þess að þeir báru fram óleyfilegan eld fyrir Jehóva.+
62 Alls voru skráðir 23.000, allir karlmenn og drengir mánaðargamlir og eldri.+ Þeir voru ekki skráðir með öðrum Ísraelsmönnum+ því að þeir áttu ekki að fá neinn erfðahlut meðal þeirra.+
63 Þetta voru þeir sem Móse og Eleasar prestur skráðu þegar þeir skrásettu Ísraelsmenn á eyðisléttum Móabs við Jórdan, gegnt Jeríkó. 64 En þeirra á meðal var enginn sem Móse og Aron prestur höfðu skrásett þegar þeir tóku manntal meðal Ísraelsmanna í óbyggðum Sínaí+ 65 því að Jehóva hafði sagt um þá: „Þeir skulu deyja í óbyggðunum.“+ Enginn þeirra var því eftir nema Kaleb Jefúnneson og Jósúa Núnsson.+
27 Dætur Selofhaðs+ gengu nú fram. Selofhað var sonur Hefers, sonar Gíleaðs, sonar Makírs, sonar Manasse, af ættum Manasse sonar Jósefs. Dætur hans hétu Mahla, Nóa, Hogla, Milka og Tirsa. 2 Þær gengu fyrir Móse, Eleasar prest, höfðingjana+ og allan söfnuðinn við inngang samfundatjaldsins og sögðu: 3 „Faðir okkar dó í óbyggðunum en var þó ekki með hópnum sem tók höndum saman gegn Jehóva, þeim sem studdu Kóra,+ heldur dó hann vegna eigin syndar. En hann átti enga syni. 4 Á nafn föður okkar að hverfa úr ættinni bara af því að hann átti engan son? Gefið okkur landareign meðal föðurbræðra okkar.“ 5 Móse lagði þá mál þeirra fyrir Jehóva.+
6 Jehóva sagði við Móse: 7 „Dætur Selofhaðs hafa rétt fyrir sér. Gefðu þeim landareign, erfðahlut meðal föðurbræðra sinna og láttu erfðahlut föður þeirra ganga til þeirra.+ 8 Segðu Ísraelsmönnum: ‚Ef maður deyr án þess að eiga son skal erfðaland hans ganga til dóttur hans. 9 Ef hann á enga dóttur skuluð þið gefa bræðrum hans erfðaland hans. 10 Ef hann á enga bræður skuluð þið gefa föðurbræðrum hans erfðaland hans. 11 Og ef faðir hans á enga bræður skuluð þið gefa erfðalandið nánasta ættingja hans og hann skal taka það til eignar. Þetta skal vera lagaákvæði hjá Ísraelsmönnum eins og Jehóva hefur gefið Móse fyrirmæli um.‘“
12 Síðan sagði Jehóva við Móse: „Farðu upp á Abarímfjall+ og horfðu yfir landið sem ég ætla að gefa Ísraelsmönnum.+ 13 Þegar þú hefur séð það muntu safnast til fólks þíns*+ eins og Aron bróðir þinn+ 14 því að þið gerðuð uppreisn gegn skipun minni þegar fólkið kvartaði við mig í óbyggðum Sin. Þið helguðuð mig ekki frammi fyrir fólkinu þegar ég gaf því vatn.“+ (Þetta eru Meríbavötn+ við Kades+ í óbyggðum Sin.)+
15 Þá sagði Móse við Jehóva: 16 „Jehóva, þú sem gefur öllum mönnum lífsanda,* viltu skipa mann yfir fólkið, 17 mann sem fer fyrir því út og inn aftur og leiðir það út og leiðir það inn þannig að fólk Jehóva verði ekki eins og sauðir án hirðis.“ 18 Jehóva svaraði Móse: „Sæktu Jósúa Núnsson og leggðu hendur yfir hann,+ en hann er dugmikill maður.* 19 Leiddu hann síðan fyrir Eleasar prest og allt fólkið og skipaðu hann leiðtoga að þeim ásjáandi.+ 20 Veittu honum nokkuð af valdi þínu*+ svo að allir Ísraelsmenn hlusti á hann.+ 21 Hann skal snúa sér til Eleasars prests sem á að leita leiðsagnar Jehóva með úrím+ fyrir hans hönd. Að skipun hans skulu þeir ganga út og að skipun hans skulu þeir ganga inn, hann og allir Ísraelsmenn með honum, allt fólkið.“
22 Móse gerði eins og Jehóva hafði gefið honum fyrirmæli um. Hann sótti Jósúa og leiddi hann fyrir Eleasar prest og allt fólkið, 23 lagði hendur yfir hann og skipaði hann leiðtoga+ eins og Jehóva hafði sagt fyrir milligöngu Móse.+
28 Jehóva sagði nú við Móse: 2 „Gefðu Ísraelsmönnum þessi fyrirmæli: ‚Gætið þess að færa mér fórnir mínar, brauð mitt. Þið skuluð færa mér eldfórnir sem ljúfan* ilm handa mér á tilsettum tíma.‘+
3 Segðu við þá: ‚Þetta er eldfórnin sem þið eigið að færa Jehóva: tvö gallalaus veturgömul hrútlömb á dag í brennifórn.+ 4 Fórnaðu öðru hrútlambinu að morgni og hinu í ljósaskiptunum*+ 5 og færðu með þeim kornfórn úr tíunda hluta úr efu* af fínu mjöli blönduðu fjórðungi úr hín* af olíu úr steyttum ólívum.+ 6 Þetta er dagleg brennifórn,+ eldfórn sem er ljúfur* ilmur handa Jehóva og komið var á við Sínaífjall. 7 Tilheyrandi drykkjarfórn á að vera fjórðungur úr hín með hverju hrútlambi.+ Helltu áfenginu við helgidóminn sem drykkjarfórn handa Jehóva. 8 Fórnaðu hinu hrútlambinu í ljósaskiptunum* ásamt sömu korn- og drykkjarfórn og um morguninn. Færðu það sem eldfórn, ljúfan* ilm handa Jehóva.+
9 En á hvíldardegi+ á að fórna tveim gallalausum veturgömlum hrútlömbum og tveim tíundu úr efu af fínu olíublönduðu mjöli að kornfórn ásamt tilheyrandi drykkjarfórn. 10 Þetta er brennifórn sem á að færa á hvíldardeginum auk daglegu brennifórnarinnar með tilheyrandi drykkjarfórn.+
11 Í byrjun hvers mánaðar* skuluð þið færa Jehóva í brennifórn tvö ungnaut, einn hrút og sjö gallalaus veturgömul hrútlömb,+ 12 og þrjá tíundu úr efu af fínu olíublönduðu mjöli að kornfórn+ fyrir hvert naut, tvo tíundu úr efu af fínu olíublönduðu mjöli að kornfórn fyrir hrútinn+ 13 og tíunda hluta úr efu af fínu olíublönduðu mjöli að kornfórn fyrir hvert hrútlamb. Þetta er brennifórn, ljúfur* ilmur+ og eldfórn handa Jehóva. 14 Tilheyrandi drykkjarfórnir eiga að vera hálf hín af víni fyrir naut,+ þriðjungur úr hín fyrir hrútinn+ og fjórðungur úr hín fyrir hrútlamb.+ Þetta er brennifórnin sem á að færa í hverjum mánuði árið um kring. 15 Auk þess á að færa Jehóva kiðling að syndafórn fyrir utan hina daglegu brennifórn og tilheyrandi drykkjarfórn.
16 Fjórtánda dag fyrsta mánaðarins eru páskar Jehóva.+ 17 Og 15. dag mánaðarins er haldin hátíð. Þið skuluð borða ósýrt brauð í sjö daga.+ 18 Fyrsta daginn á að halda heilaga samkomu. Þið megið ekki vinna neina erfiðisvinnu. 19 Þið skuluð bera fram tvö ungnaut, einn hrút og sjö veturgömul hrútlömb í brennifórn, í eldfórn handa Jehóva. Fórnardýrin eiga að vera gallalaus.+ 20 Þið skuluð fórna þeim með tilheyrandi kornfórnum úr fínu olíublönduðu mjöli,+ þrem tíundu úr efu fyrir naut og tveim tíundu úr efu fyrir hrútinn. 21 Fórnið tíunda hluta úr efu fyrir hvert af hrútlömbunum sjö 22 og auk þess einni geit í syndafórn til að friðþægja fyrir ykkur. 23 Færið þessar fórnir auk morgunbrennifórnarinnar sem er þáttur í hinni daglegu brennifórn. 24 Þið skuluð fórna þessu á sama hátt á hverjum degi í sjö daga sem mat,* eldfórn sem er ljúfur* ilmur handa Jehóva. Fórnið þessu með daglegu brennifórninni og tilheyrandi drykkjarfórn. 25 Sjöunda daginn skuluð þið halda heilaga samkomu.+ Þið megið ekki vinna neina erfiðisvinnu.+
26 Á degi frumgróðans,+ á viknahátíðinni+ þegar þið færið Jehóva nýtt korn að fórn,+ skuluð þið halda heilaga samkomu. Þið megið ekki vinna neina erfiðisvinnu.+ 27 Þið skuluð færa tvö ungnaut, einn hrút og sjö veturgömul hrútlömb í brennifórn sem ljúfan* ilm handa Jehóva+ 28 og tilheyrandi kornfórn úr fínu olíublönduðu mjöli, þrjá tíundu úr efu fyrir hvert naut, tvo tíundu úr efu fyrir hrútinn, 29 tíunda hluta úr efu fyrir hvert af hrútlömbunum sjö 30 og auk þess einn kiðling til að friðþægja fyrir ykkur.+ 31 Þið skuluð fórna þessu með tilheyrandi drykkjarfórnum auk daglegu brennifórnarinnar og kornfórnarinnar. Fórnardýrin eiga að vera gallalaus.+
29 Á fyrsta degi sjöunda mánaðarins skuluð þið halda heilaga samkomu. Þið megið ekki vinna neina erfiðisvinnu.+ Þann dag skuluð þið blása í lúðurinn.+ 2 Þið skuluð færa í brennifórn sem ljúfan* ilm handa Jehóva eitt ungnaut, einn hrút og sjö veturgömul hrútlömb, allt gallalausar skepnur, 3 ásamt tilheyrandi kornfórn úr fínu olíublönduðu mjöli, þrem tíundu úr efu fyrir nautið, tveim tíundu úr efu fyrir hrútinn 4 og tíunda hluta úr efu fyrir hvert af hrútlömbunum sjö, 5 og færið auk þess ungan geithafur í syndafórn til að friðþægja fyrir ykkur. 6 Þessu á að fórna auk hinnar mánaðarlegu brennifórnar með tilheyrandi kornfórn+ og hinnar daglegu brennifórnar ásamt tilheyrandi kornfórn+ og drykkjarfórnum.+ Færið fórnirnar á hefðbundinn hátt. Þetta er eldfórn handa Jehóva, ljúfur* ilmur handa honum.
7 Á tíunda degi sjöunda mánaðarins skuluð þið halda heilaga samkomu+ og þið skuluð sýna að þið harmið syndir ykkar.* Þið megið ekki vinna nokkurt verk.+ 8 Þið skuluð færa Jehóva í brennifórn, sem ljúfan* ilm handa honum, eitt ungnaut, einn hrút og sjö veturgömul hrútlömb, allt gallalausar skepnur.+ 9 Og færið sem tilheyrandi kornfórn úr fínu olíublönduðu mjöli þrjá tíundu úr efu fyrir nautið, tvo tíundu úr efu fyrir hrútinn 10 og tíunda hluta úr efu fyrir hvert af hrútlömbunum sjö. 11 Færið auk þess einn kiðling í syndafórn fyrir utan syndafórnina til friðþægingar+ og daglegu brennifórnina með tilheyrandi kornfórn og drykkjarfórnum.
12 Á 15. degi sjöunda mánaðarins skuluð þið halda heilaga samkomu. Þið megið ekki vinna neina erfiðisvinnu. Þið skuluð halda Jehóva hátíð í sjö daga.+ 13 Þið skuluð færa í brennifórn,+ sem eldfórn og ljúfan* ilm handa Jehóva, 13 ungnaut, 2 hrúta og 14 veturgömul hrútlömb, allt gallalausar skepnur.+ 14 Og færið sem tilheyrandi kornfórn úr fínu olíublönduðu mjöli þrjá tíundu úr efu fyrir hvert af nautunum 13, tvo tíundu úr efu fyrir hvorn hrútinn 15 og tíunda hluta úr efu fyrir hvert af hrútlömbunum 14. 16 Færið auk þess einn kiðling í syndafórn fyrir utan daglegu brennifórnina með tilheyrandi kornfórn og drykkjarfórn.+
17 Annan daginn skuluð þið fórna 12 ungnautum, 2 hrútum og 14 veturgömlum hrútlömbum, gallalausum skepnum,+ 18 með tilheyrandi kornfórn og drykkjarfórnum fyrir nautin, hrútana og hrútlömbin eftir fjölda þeirra. Gerið það á hefðbundinn hátt. 19 Færið auk þess einn kiðling í syndafórn fyrir utan daglegu brennifórnina og tilheyrandi kornfórn og drykkjarfórnir.+
20 Þriðja daginn skuluð þið fórna 11 nautum, 2 hrútum og 14 veturgömlum hrútlömbum, gallalausum skepnum,+ 21 með tilheyrandi kornfórn og drykkjarfórnum fyrir nautin, hrútana og hrútlömbin eftir fjölda þeirra. Gerið það á hefðbundinn hátt. 22 Færið auk þess eina geit í syndafórn fyrir utan daglegu brennifórnina og tilheyrandi kornfórn og drykkjarfórn.+
23 Fjórða daginn skuluð þið fórna 10 nautum, 2 hrútum og 14 veturgömlum hrútlömbum, gallalausum skepnum,+ 24 með tilheyrandi kornfórn og drykkjarfórnum fyrir nautin, hrútana og hrútlömbin eftir fjölda þeirra. Gerið það á hefðbundinn hátt. 25 Færið auk þess einn kiðling í syndafórn fyrir utan daglegu brennifórnina og tilheyrandi kornfórn og drykkjarfórn.+
26 Fimmta daginn skuluð þið fórna 9 nautum, 2 hrútum og 14 veturgömlum hrútlömbum, gallalausum skepnum,+ 27 með tilheyrandi kornfórn og drykkjarfórnum fyrir nautin, hrútana og hrútlömbin eftir fjölda þeirra. Gerið það á hefðbundinn hátt. 28 Færið auk þess eina geit í syndafórn fyrir utan daglegu brennifórnina og tilheyrandi kornfórn og drykkjarfórn.+
29 Sjötta daginn skuluð þið fórna 8 nautum, 2 hrútum og 14 veturgömlum hrútlömbum, gallalausum skepnum,+ 30 með tilheyrandi kornfórn og drykkjarfórnum fyrir nautin, hrútana og hrútlömbin eftir fjölda þeirra. Gerið það á hefðbundinn hátt. 31 Færið auk þess eina geit í syndafórn fyrir utan daglegu brennifórnina og tilheyrandi kornfórn og drykkjarfórnir.+
32 Sjöunda daginn skuluð þið fórna 7 nautum, 2 hrútum og 14 veturgömlum hrútlömbum, gallalausum skepnum,+ 33 með tilheyrandi kornfórn og drykkjarfórnum fyrir nautin, hrútana og hrútlömbin eftir fjölda þeirra. Gerið það á hefðbundinn hátt. 34 Færið auk þess eina geit í syndafórn fyrir utan daglegu brennifórnina og tilheyrandi kornfórn og drykkjarfórn.+
35 Áttunda daginn skuluð þið halda hátíðarsamkomu. Þið megið ekki vinna neina erfiðisvinnu.+ 36 Þið skuluð færa í brennifórn, sem eldfórn og ljúfan* ilm handa Jehóva, eitt naut, einn hrút og sjö veturgömul hrútlömb, allt gallalausar skepnur,+ 37 með tilheyrandi kornfórn og drykkjarfórnum fyrir nautið, hrútinn og hrútlömbin eftir fjölda þeirra. Gerið það á hefðbundinn hátt. 38 Færið auk þess eina geit í syndafórn fyrir utan daglegu brennifórnina og tilheyrandi kornfórn og drykkjarfórn.+
39 Þessu skuluð þið fórna Jehóva á hátíðum+ ykkar, auk heitfórna+ ykkar og sjálfviljafórna+ sem þið færið að brennifórn,+ kornfórn,+ drykkjarfórn+ og samneytisfórn.‘“+ 40 Móse sagði Ísraelsmönnum allt sem Jehóva hafði gefið honum fyrirmæli um.
30 Síðan talaði Móse til höfðingja+ ættkvísla Ísraels og sagði: „Þetta er það sem Jehóva hefur fyrirskipað: 2 Ef maður vinnur Jehóva heit+ eða sver þess eið+ að neita sér um eitthvað má hann ekki ganga á bak orða sinna.+ Hann á að standa við allt sem hann hét.+
3 Ef kona vinnur Jehóva heit meðan hún er ung og býr í föðurhúsum eða sver þess eið að neita sér um eitthvað 4 og faðir hennar heyrir um heit hennar eða eið og segir ekkert við því skulu heit hennar og eiðar standa. 5 En ef faðir hennar andmælir þeim þegar hann heyrir af þeim skulu heit hennar eða skuldbindingar um að neita sér um eitthvað vera ógildar. Jehóva fyrirgefur henni þar sem faðir hennar andmælti þeim.+
6 Ef hún giftist meðan heit hvílir á henni eða hún er bundin loforði sem hún gaf í fljótfærni 7 og eiginmaður hennar heyrir um það og andmælir því ekki daginn sem hann heyrir það skulu heit hennar eða eiðar um að neita sér um eitthvað standa. 8 En ef eiginmaður hennar andmælir því daginn sem hann heyrir um það getur hann ógilt heitið eða loforðið sem hún gaf í fljótfærni,+ og Jehóva fyrirgefur henni.
9 Ef ekkja eða fráskilin kona vinnur heit er hún bundin af öllu sem hún hefur skuldbundið sig til.
10 Ef gift kona vinnur heit eða skuldbindur sig með eiði að neita sér um eitthvað 11 og eiginmaður hennar heyrir um það en andmælir því ekki og er því ekki mótfallinn skulu heit hennar og skuldbindingar standa. 12 En ef eiginmaðurinn ógildir heit hennar eða eiða sama dag og hann heyrir um þá er hún ekki bundin af þeim.+ Eiginmaður hennar ógilti þá og Jehóva fyrirgefur henni. 13 Eiginmaður getur annaðhvort samþykkt eða ógilt heit konu sinnar eða eið sem felur í sér sjálfsafneitun.* 14 Ef eiginmaðurinn hreyfir engum mótmælum dag eftir dag samþykkir hann öll heit hennar eða skuldbindingar um að neita sér um eitthvað. Hann samþykkir þær með því að hafa ekki andmælt daginn sem hann heyrði hana gefa heitin. 15 En ef hann ógildir þau síðar, einhvern tíma eftir að hann heyrði um þau, þarf hann að taka afleiðingunum af sekt hennar.+
16 Þetta eru ákvæðin sem Jehóva gaf Móse um eiginmann og eiginkonu, og um föður og unga dóttur hans sem býr í föðurhúsum.“
31 Jehóva sagði síðan við Móse: 2 „Komdu fram hefndum+ á Midíanítum fyrir það sem þeir gerðu Ísraelsmönnum.+ Eftir það skaltu safnast til fólks þíns.“*+
3 Móse sagði þá við fólkið: „Búið menn úr ykkar hópi til að berjast við Midían og koma fram hefnd Jehóva á Midían. 4 Sendið 1.000 menn úr hverri ættkvísl Ísraels í herinn.“ 5 Þúsund menn voru þá valdir af hverri ættkvísl Ísraels,+ alls 12.000 vígbúnir menn.*
6 Móse sendi þá 1.000 menn af hverri ættkvísl í herför. Pínehas+ Eleasarsson prestur fór með hernum og hafði með sér hin heilögu áhöld og lúðrana til að gefa merki.+ 7 Þeir börðust við Midían eins og Jehóva hafði fyrirskipað Móse og drápu alla karlmenn. 8 Þeir drápu meðal annars konunga Midíans, þá Eví, Rekem, Súr, Húr og Reba, fimm konunga Midíans. Þeir drápu einnig Bíleam+ Beórsson með sverði. 9 En Ísraelsmenn tóku konur og börn Midíaníta að herfangi. Þeir tóku einnig allt búfé þeirra, nautgripi og allar eigur. 10 Þeir brenndu allar borgir sem þeir höfðu búið í og allar búðir* þeirra, 11 og tóku með sér allt herfangið, bæði menn og skepnur. 12 Þeir fóru með fangana, ránsfenginn og herfangið til Móse, Eleasars prests og safnaðar Ísraelsmanna, til búðanna á eyðisléttum Móabs+ við Jórdan á móts við Jeríkó.
13 Móse, Eleasar prestur og allir höfðingjar fólksins komu á móti þeim og mættu þeim fyrir utan búðirnar. 14 En Móse reiddist yfirmönnum herliðsins, höfðingjum þúsund manna flokka og hundrað manna flokka sem komu heim úr herförinni. 15 Móse sagði við þá: „Hafið þið þyrmt öllum konunum? 16 Það voru einmitt þær sem fylgdu ráði Bíleams og tældu Ísraelsmenn til að bregða trúnaði+ við Jehóva vegna Peórs+ þannig að plágan kom yfir söfnuð Jehóva.+ 17 Nú skuluð þið drepa alla drengi og einnig drepa allar konur sem hafa haft kynmök við karlmann. 18 Þið megið hins vegar þyrma öllum stúlkum sem hafa ekki haft kynmök við karlmann.+ 19 Þið skuluð tjalda í sjö daga fyrir utan búðirnar. Allir sem hafa drepið einhvern* og allir sem hafa snert fallna manneskju+ eiga að hreinsa sig+ á þriðja degi og sjöunda degi, bæði þið sjálfir og fangar ykkar. 20 Og þið skuluð hreinsa af synd allan fatnað, allt sem gert er úr skinni eða geitarhári og allt sem gert er úr tré.“
21 Eleasar prestur sagði síðan við hermennina sem höfðu farið í stríðið: „Þetta er lagaákvæði sem Jehóva gaf Móse: 22 ‚Gullið, silfrið, koparinn, járnið, tinið og blýið, 23 allt sem þolir eld, skuluð þið hreinsa í eldi. En það á líka að hreinsa það með hreinsunarvatninu.+ Það sem þolir ekki eld skuluð þið hreinsa í vatni. 24 Á sjöunda degi skuluð þið þvo föt ykkar. Þá eruð þið hreinir og megið koma inn í búðirnar.‘“+
25 Jehóva sagði nú við Móse: 26 „Þú skalt, ásamt Eleasar presti og ættarhöfðingjum fólksins, skrá herfangið og telja bæði menn og skepnur. 27 Skiptu herfanginu til helminga milli hermannanna sem tóku þátt í stríðinu og allra hinna.+ 28 Af hermönnunum sem fóru í stríðið skaltu taka í skatt handa Jehóva eina sál* af hverjum 500, af fólki, nautgripum, ösnum, sauðfé og geitum. 29 Taktu það af þeirra helmingi og gefðu Eleasar presti sem framlag til Jehóva.+ 30 Af þeim helmingi sem Ísraelsmenn fá skaltu taka eitt af hverjum 50, af fólki, nautgripum, ösnum, sauðfé, geitum og hvers kyns búfé og gefa Levítunum+ sem gegna ábyrgðarstörfum við tjaldbúð Jehóva.“+
31 Móse og Eleasar prestur gerðu eins og Jehóva hafði gefið Móse fyrirmæli um. 32 Herfangið, það sem eftir var af ránsfeng hermannanna, var 675.000 sauðir og geitur, 33 72.000 nautgripir 34 og 61.000 asnar. 35 Konurnar sem höfðu ekki haft kynmök við karlmann voru alls 32.000.+ 36 Helmingshlutur þeirra sem fóru í stríðið var 337.500 sauðir og geitur. 37 Þar af fékk Jehóva 675 í skatt. 38 Nautgripirnir voru 36.000 og þar af fékk Jehóva 72 í skatt. 39 Asnarnir voru 30.500 og þar af fékk Jehóva 61 í skatt. 40 Og manneskjurnar voru 16.000 og þar af fékk Jehóva 32 í skatt. 41 Móse fékk síðan Eleasar presti+ skattinn sem framlag til Jehóva eins og Jehóva hafði gefið honum fyrirmæli um.
42 Helmingshlutur Ísraelsmanna sem Móse hafði aðgreint frá hlut mannanna sem fóru í stríðið 43 var 337.500 sauðir og geitur, 44 36.000 nautgripir, 45 30.500 asnar 46 og 16.000 manneskjur. 47 Af helmingshlutnum sem tilheyrði Ísraelsmönnum tók Móse eitt af hverjum 50 af mönnum og skepnum og gaf Levítunum+ sem gegndu ábyrgðarstörfum við tjaldbúð Jehóva.+ Móse gerði þetta eins og Jehóva hafði gefið honum fyrirmæli um.
48 Yfirmennirnir yfir herdeildunum,+ bæði höfðingjar þúsund manna flokka og hundrað manna flokka, komu nú til Móse 49 og sögðu við hann: „Þjónar þínir hafa talið hermennina sem eru undir stjórn okkar og einskis þeirra er saknað.+ 50 Við viljum því hver og einn færa Jehóva að gjöf það sem við höfum fundið – gullgripi, ökklabönd, armbönd, innsiglishringi, eyrnalokka og aðra skartgripi – til að friðþægja fyrir okkur frammi fyrir Jehóva.“
51 Móse og Eleasar prestur tóku við gullinu af þeim, öllum skartgripunum. 52 Allt gullið sem höfðingjar þúsund manna flokkanna og hundrað manna flokkanna færðu Jehóva í framlag var 16.750 siklar.* 53 Hermennirnir höfðu allir tekið herfang handa sjálfum sér. 54 Móse og Eleasar prestur tóku við gullinu af höfðingjum þúsund manna flokkanna og hundrað manna flokkanna og fóru með það inn í samfundatjaldið til að það minnti á Ísraelsmenn frammi fyrir Jehóva.*
32 Rúbenítar+ og Gaðítar+ áttu mjög mikið búfé og þeir sáu að land Jasers+ og Gíleaðs var gott búfjárland. 2 Gaðítar og Rúbenítar komu þá að máli við Móse, Eleasar prest og höfðingja fólksins og sögðu: 3 „Atarót, Díbon, Jaser, Nimra, Hesbon,+ Eleale, Sebam, Nebó+ og Beón,+ 4 landið sem Jehóva vann frammi fyrir söfnuði Ísraels,+ er gott búfjárland og þjónar þínir eiga mikið búfé.“+ 5 Þeir héldu áfram: „Ef þú hefur velþóknun á okkur gefðu þá þjónum þínum þetta land til eignar. Neyddu okkur ekki til að fara yfir Jórdan.“
6 Móse svaraði Gaðítum og Rúbenítum: „Ætlið þið að halda kyrru fyrir hér meðan bræður ykkar fara í stríð? 7 Hvers vegna ætlið þið að draga kjark úr Ísraelsmönnum og letja þá að fara yfir Jórdan og inn í landið sem Jehóva ætlar að gefa þeim? 8 Það var það sem feður ykkar gerðu þegar ég sendi þá frá Kades Barnea til að kanna landið.+ 9 Þeir fóru upp í Eskoldal+ og könnuðu landið en síðan drógu þeir kjark úr Ísraelsmönnum svo að þeir þorðu ekki að fara inn í landið sem Jehóva ætlaði að gefa þeim.+ 10 Reiði Jehóva blossaði upp þann dag svo að hann sór og sagði:+ 11 ‚Enginn þeirra manna sem fór frá Egyptalandi og er 20 ára eða eldri fær að sjá landið+ sem ég sór að gefa Abraham, Ísak og Jakobi+ því að þeir fylgdu mér ekki heils hugar, 12 enginn nema Kaleb+ Jefúnneson Kenisíti og Jósúa+ Núnsson því að þeir fylgdu Jehóva af öllu hjarta.‘+ 13 Reiði Jehóva blossaði upp gegn Ísraelsmönnum og hann lét þá reika um óbyggðirnar í 40 ár+ þar til öll kynslóðin sem gerði það sem var illt í augum Jehóva var liðin undir lok.+ 14 Nú hegðið þið ykkur eins og feður ykkar, þið afsprengi syndugra manna, og aukið enn á brennandi reiði Jehóva gegn Ísrael. 15 Ef þið hættið að fylgja honum lætur hann Ísraelsmenn reika enn og aftur um óbyggðirnar, og þið kallið ógæfu yfir allt þetta fólk.“
16 Þeir komu þá að máli við hann síðar og sögðu: „Leyfðu okkur að reisa steinbyrgi hér fyrir búfé okkar og borgir fyrir börnin. 17 Við skulum samt vera búnir til bardaga+ og fara fyrir Ísraelsmönnum þar til við höfum leitt þá þangað sem þeir eiga að vera. Á meðan geta börnin okkar búið í víggirtu borgunum, varin fyrir íbúum landsins. 18 Við snúum ekki aftur heim fyrr en hver einasti Ísraelsmaður hefur fengið erfðaland sitt.+ 19 Við fáum ekki erfðaland með þeim hinum megin við Jórdan því að við höfum fengið erfðaland okkar austan megin við Jórdan.“+
20 Móse svaraði þeim: „Ef þið gerið þetta, ef þið búið ykkur til bardaga frammi fyrir Jehóva+ 21 og farið yfir Jórdan frammi fyrir Jehóva þegar hann hrekur burt óvini sína,+ 22 þá megið þið snúa aftur heim+ eftir að landið er unnið frammi fyrir Jehóva+ og þið verðið sýknir saka frammi fyrir Jehóva og Ísrael. Þá verður þetta land eign ykkar frammi fyrir Jehóva.+ 23 En ef þið gerið þetta ekki hafið þið syndgað gegn Jehóva. Þá skuluð þið vita að synd ykkar kemur ykkur í koll. 24 Þið megið sem sagt byggja borgir handa börnum ykkar og byrgi handa skepnum ykkar+ en þið verðið að standa við loforð ykkar.“
25 Gaðítar og Rúbenítar sögðu við Móse: „Þjónar þínir munu gera eins og þú segir, herra. 26 Börn okkar, konur, búfé og allir nautgripir verða eftir í borgunum í Gíleað+ 27 en þjónar þínir skulu fara yfir Jórdan, hver maður búinn til bardaga frammi fyrir Jehóva,+ eins og þú segir, herra.“
28 Móse gaf þá Eleasar presti, Jósúa Núnssyni og ættarhöfðingjunum í ættkvíslum Ísraels fyrirmæli um þá. 29 Hann sagði við þá: „Ef Gaðítar og Rúbenítar fara yfir Jórdan með ykkur, hver maður vígbúinn frammi fyrir Jehóva, og þið leggið landið undir ykkur þá skuluð þið gefa þeim Gíleaðland til eignar.+ 30 En ef þeir vígbúast ekki og fara ekki yfir ána með ykkur skulu þeir setjast að í Kanaanslandi með ykkur.“
31 Gaðítar og Rúbenítar svöruðu þá: „Við skulum gera það sem Jehóva hefur sagt þjónum þínum. 32 Við skulum vígbúast og fara yfir til Kanaanslands frammi fyrir Jehóva+ en erfðaland okkar verður hérna megin við Jórdan.“ 33 Móse gaf þá Gaðítum, Rúbenítum+ og hálfri ættkvísl Manasse+ sonar Jósefs ríki Síhons+ konungs Amoríta og ríki Ógs,+ konungs í Basan. Þeir fengu landið sem tilheyrði borgunum á þessum svæðum og borgirnar í kring.
34 Gaðítar reistu* Díbon,+ Atarót,+ Aróer,+ 35 Aterót Sófan, Jaser,+ Jogbeha,+ 36 Bet Nimra+ og Bet Haran,+ allt víggirtar borgir, og hlóðu steinbyrgi fyrir búféð. 37 Og Rúbenítar reistu Hesbon,+ Eleale,+ Kirjataím,+ 38 Nebó+ og Baal Meon+ (þeir breyttu nöfnum þeirra) og Síbma. Þeir gáfu borgunum sem þeir endurreistu ný nöfn.
39 Afkomendur Makírs+ Manassesonar fóru í herför til Gíleaðs, tóku það og hröktu burt Amorítana sem bjuggu þar. 40 Móse gaf þá afkomendum Makírs Manassesonar Gíleað og þeir settust þar að.+ 41 Jaír, afkomandi Manasse, réðst á tjaldþorpin í Gíleað, tók þau og nefndi þau Havót Jaír.*+ 42 Og Nóba fór í herför og vann Kenat og þorpin sem tilheyrðu henni* og nefndi staðinn Nóba eftir sjálfum sér.
33 Þetta voru áfangarnir á ferð Ísraelsmanna þegar þeir fóru frá Egyptalandi,+ hver fylkingin af annarri,*+ undir forystu Móse og Arons.+ 2 Móse skráði alla brottfararstaði á ferð þeirra samkvæmt skipun Jehóva. Ferð þeirra skiptist í eftirfarandi áfanga:+ 3 Þeir fóru frá Ramses+ 15. dag fyrsta mánaðarins.+ Daginn eftir páska+ lögðu Ísraelsmenn af stað öruggir í bragði* að öllum Egyptum ásjáandi. 4 Egyptar voru þá að jarða alla frumburði sína sem Jehóva hafði banað+ því að Jehóva hafði fullnægt dómi sínum yfir guðum þeirra.+
5 Ísraelsmenn lögðu af stað frá Ramses og settu búðir sínar í Súkkót.+ 6 Þeir lögðu af stað frá Súkkót og settu búðir sínar í Etam+ sem er í jaðri óbyggðanna. 7 Því næst fóru þeir frá Etam og sneru þaðan til Pí Hakírót sem er í sjónmáli við Baal Sefón+ og settu búðir sínar við Migdól.+ 8 Þeir fóru síðan frá Pí Hakírót og gengu mitt í gegnum hafið+ til óbyggðanna.+ Þeir fóru þrjár dagleiðir um óbyggðir Etams+ og settu búðir sínar í Möru.+
9 Þeir lögðu af stað frá Möru og komu til Elím. Í Elím voru 12 uppsprettur og 70 pálmatré þannig að þeir settu búðir sínar þar.+ 10 Þeir lögðu af stað frá Elím og settu búðir sínar við Rauðahaf. 11 Þeir fóru síðan frá Rauðahafi og settu búðir sínar í óbyggðum Sín.+ 12 Frá óbyggðum Sín héldu þeir til Dofka og settu búðir sínar þar. 13 Þeir lögðu af stað frá Dofka og settu búðir sínar í Alús. 14 Þessu næst fóru þeir frá Alús og settu búðir sínar í Refídím+ en þar var ekkert vatn handa fólkinu. 15 Þeir héldu svo frá Refídím og settu búðir sínar í óbyggðum Sínaí.+
16 Þeir lögðu af stað frá óbyggðum Sínaí og settu búðir sínar í Kibrót Hattava.+ 17 Frá Kibrót Hattava héldu þeir til Haserót og settu búðir sínar þar.+ 18 Þeir lögðu af stað frá Haserót og settu búðir sínar í Ritma. 19 Síðan fóru þeir frá Ritma og settu búðir sínar í Rimmon Peres. 20 Frá Rimmon Peres héldu þeir til Líbna og settu búðir sínar þar. 21 Þeir fóru frá Líbna og settu búðir sínar í Ríssa. 22 Þeir fóru síðan frá Ríssa og settu búðir sínar í Kehelata. 23 Frá Kehelata héldu þeir til Seferfjalls og settu búðir sínar hjá fjallinu.
24 Þeir lögðu af stað frá Seferfjalli og settu búðir sínar í Harada. 25 Þeir lögðu af stað frá Harada og settu búðir sínar í Makkelót. 26 Þeir lögðu af stað+ frá Makkelót og settu búðir sínar í Tahat. 27 Þeir fóru frá Tahat og settu búðir sínar í Tera. 28 Þeir lögðu af stað frá Tera og settu búðir sínar í Mitka. 29 Frá Mitka héldu þeir til Hasmóna og settu búðir sínar þar. 30 Þeir lögðu síðan af stað frá Hasmóna og settu búðir sínar í Móserót. 31 Þeir fóru frá Móserót og settu búðir sínar í Bene Jaakan.+ 32 Þeir fóru svo frá Bene Jaakan og settu búðir sínar í Hór Haggíðgað. 33 Frá Hór Haggíðgað héldu þeir til Jotbata og settu búðir sínar þar.+ 34 Þeir lögðu af stað frá Jotbata og settu búðir sínar í Abróna. 35 Þeir fóru frá Abróna og settu búðir sínar í Esjón Geber.+ 36 Síðan lögðu þeir af stað frá Esjón Geber og settu búðir sínar í óbyggðum Sin,+ það er Kades.
37 Þeir lögðu af stað frá Kades og settu búðir sínar við Hórfjall+ við landamæri Edóms. 38 Aron prestur gekk upp á Hórfjall eins og Jehóva sagði honum að gera og dó þar. Það var á 40. árinu eftir að Ísraelsmenn yfirgáfu Egyptaland, á fyrsta degi fimmta mánaðarins.+ 39 Aron var 123 ára þegar hann dó á Hórfjalli.
40 Konungurinn í Arad,+ Kanverjinn sem bjó í Negeb í Kanaanslandi, frétti að Ísraelsmenn væru á leiðinni.
41 Nokkru síðar lögðu þeir af stað frá Hórfjalli+ og settu búðir sínar í Salmóna. 42 Þeir lögðu af stað frá Salmóna og settu búðir sínar í Fúnón. 43 Þeir lögðu af stað frá Fúnón og settu búðir sínar í Óbót.+ 44 Þeir lögðu síðan af stað frá Óbót og settu búðir sínar í Íje Habarím við landamæri Móabs.+ 45 Þeir fóru frá Íjím og settu búðir sínar í Díbon Gað.+ 46 Frá Díbon Gað fóru þeir til Almon Díblataím og settu búðir sínar þar. 47 Þeir lögðu svo af stað frá Almon Díblataím og settu búðir sínar í Abarímfjöllum,+ við Nebó.+ 48 Að lokum fóru þeir frá Abarímfjöllum og settu búðir sínar á eyðisléttum Móabs við Jórdan á móts við Jeríkó.+ 49 Þeir voru um kyrrt með búðir sínar við Jórdan en búðirnar teygðu sig frá Bet Jesímót allt til Abel Sittím+ á eyðisléttum Móabs.
50 Jehóva talaði við Móse á eyðisléttum Móabs við Jórdan gegnt Jeríkó og sagði: 51 „Segðu Ísraelsmönnum: ‚Þið farið nú yfir Jórdan inn í Kanaansland.+ 52 Þið skuluð hrekja burt alla íbúa landsins, eyða öllum styttum þeirra úr steini+ og málmi*+ og leggja heilagar fórnarhæðir þeirra í rúst.+ 53 Þið skuluð leggja undir ykkur landið og setjast þar að því að ég ætla að gefa ykkur landið til eignar.+ 54 Þið skuluð skipta landinu með hlutkesti+ milli ætta. Fjölmennari hóparnir eiga að fá stærri erfðahlut, en fámennari hóparnir minni.+ Hver hópur á að fá erfðaland þar sem hlutur hans fellur. Þið fáið erfðaland eftir ættkvíslum feðra ykkar.+
55 En ef þið hrekið ekki íbúa landsins burt+ verða þeir sem eru eftir eins og erting í augum ykkar og þyrnir í síðu ykkar og þeir munu gera ykkur lífið leitt í landinu þar sem þið setjist að.+ 56 Og þá mun ég gera ykkur það sem ég ætlaði að gera þeim.‘“+
34 Jehóva sagði síðan við Móse: 2 „Gefðu Ísraelsmönnum þessi fyrirmæli: ‚Þið skuluð fara inn í Kanaansland,+ landið sem verður erfðaland ykkar. Landamæri þess verða sem hér segir:+
3 Landamæri ykkar í suðri skulu liggja frá óbyggðum Sin meðfram Edóm og úr austri liggja þau frá enda Saltasjávar.*+ 4 Landamærin sveigja og liggja sunnan við Sporðdrekaskarð*+ og þaðan til Sin en syðsti punkturinn verður sunnan við Kades Barnea.+ Þaðan liggja þau til Hasar Addar+ og áfram til Asmón. 5 Landamærin sveigja við Asmón í átt að Egyptalandsá* og liggja alla leið til Hafsins.*+
6 Landamæri ykkar í vestri verða Hafið mikla* og ströndin. Þetta verða vesturlandamæri ykkar.+
7 Þetta verða landamæri ykkar í norðri: Frá Hafinu mikla skuluð þið draga landamæri ykkar að Hórfjalli. 8 Frá Hórfjalli liggja landamærin að Lebó Hamat*+ og til Sedad.+ 9 Þaðan skulu landamærin liggja til Sífrón og að lokum til Hasar Enan.+ Þetta verða norðurlandamæri ykkar.
10 Síðan skuluð þið draga landamæri ykkar að austanverðu frá Hasar Enan til Sefam. 11 Frá Sefam liggja landamærin til Ribla austan við Aín. Þaðan liggja þau niður eftir og meðfram endilangri hlíðinni austan við Kinneretvatn.*+ 12 Landamærin liggja síðan meðfram Jórdan að Saltasjó.+ Þetta verður land ykkar+ og landamæri.‘“
13 Móse sagði þá við Ísraelsmenn: „Þetta er landið sem þið eigið að skipta á milli ykkar með hlutkesti,+ landið sem ættkvíslirnar níu og hálf eiga að fá samkvæmt fyrirmælum Jehóva. 14 Ættkvísl Rúbeníta, ættkvísl Gaðíta og hálf ættkvísl Manasse hafa þegar fengið erfðaland sitt.+ 15 Ættkvíslirnar tvær og hálf hafa fengið erfðaland sitt austan við Jórdan gegnt Jeríkó, á móti sólarupprásinni.“+
16 Jehóva sagði nú við Móse: 17 „Þetta eru nöfn mannanna sem eiga að skipta landinu sem þið fáið til eignar: Eleasar+ prestur og Jósúa+ Núnsson. 18 Takið auk þess einn höfðingja úr hverri ættkvísl til að aðstoða við að skipta landinu.+ 19 Þetta eru nöfn mannanna: Kaleb+ Jefúnneson af ættkvísl Júda,+ 20 Samúel Ammíhúdsson af ættkvísl Símeons,+ 21 Elídad Kíslonsson af ættkvísl Benjamíns,+ 22 höfðinginn Búkkí Joglíson af ættkvísl Dans,+ 23 af sonum Jósefs:+ höfðinginn Hanníel Efóðsson af ættkvísl Manasse+ 24 og höfðinginn Kemúel Siftansson af ættkvísl Efraíms,+ 25 höfðinginn Elísafan Parnaksson af ættkvísl Sebúlons,+ 26 höfðinginn Paltíel Asansson af ættkvísl Íssakars,+ 27 höfðinginn Akíhúð Selomíson af ættkvísl Assers+ 28 og höfðinginn Pedahel Ammíhúdsson af ættkvísl Naftalí.“+ 29 Þetta eru þeir sem Jehóva fól að skipta Kanaanslandi milli Ísraelsmanna.+
35 Jehóva sagði síðan við Móse á eyðisléttum Móabs við Jórdan+ gegnt Jeríkó: 2 „Segðu Ísraelsmönnum að gefa Levítunum borgir til búsetu á erfðalöndum sínum.+ Þeir eiga einnig að gefa Levítunum beitilandið kringum borgirnar.+ 3 Þeir eiga að búa í borgunum og beitilandið er ætlað búfé þeirra og öðrum skepnum þeirra og eignum. 4 Beitilönd borganna sem þið gefið Levítunum eiga að ná 1.000 álnir* í allar áttir frá borgarmúrunum. 5 Þið skuluð mæla 2.000 álnir fyrir utan borgina austan megin, 2.000 álnir sunnan megin, 2.000 álnir vestan megin og 2.000 álnir norðan megin. Borgin er í miðjunni. Þetta eru beitilöndin sem tilheyra borgum þeirra.
6 Af borgunum sem þið gefið Levítunum skulu sex vera griðaborgir+ svo að sá sem verður manni að bana geti flúið þangað.+ Auk þeirra eiga þeir að fá 42 borgir. 7 Samtals eiga Levítarnir að fá 48 borgir ásamt beitilöndum þeirra.+ 8 Borgirnar sem þið gefið þeim skulu teknar af öðrum Ísraelsmönnum.+ Takið margar borgir frá fjölmennum ættkvíslum en fáar frá fámennum.+ Hver ættkvísl á að gefa Levítunum nokkrar af borgum sínum í réttu hlutfalli við það erfðaland sem hún fær.“
9 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 10 „Segðu við Ísraelsmenn: ‚Þið farið nú yfir Jórdan inn í Kanaansland.+ 11 Veljið ykkur hentugar borgir til að vera griðaborgir. Þangað getur sá flúið sem verður manni* óviljandi að bana.+ 12 Hann á að leita hælis í þessum borgum til að hefnandinn bani honum ekki+ áður en hann er leiddur fyrir dómstól safnaðarins.+ 13 Griðaborgirnar sex sem þið veljið skulu þjóna þessum tilgangi. 14 Þið skuluð sjá fyrir þrem griðaborgum hérna megin Jórdanar+ og þrem borgum í Kanaanslandi.+ 15 Þessar sex borgir skulu vera griðaborgir fyrir Ísraelsmenn, útlendinga+ og innflytjendur. Þangað getur hver sá flúið sem verður manni* óviljandi að bana.+
16 En ef hann slær mann með járntóli og maðurinn deyr er hann morðingi. Morðinginn skal tekinn af lífi.+ 17 Ef hann slær mann með steini sem getur orðið manni að bana og maðurinn deyr er hann morðingi. Morðinginn skal tekinn af lífi. 18 Og ef hann slær mann með tréáhaldi sem getur orðið manni að bana og maðurinn deyr er hann morðingi. Morðinginn skal tekinn af lífi.
19 Sá sem á blóðs að hefna á að bana morðingjanum. Hann á að gera það þegar hann mætir honum. 20 Ef einhver hrindir öðrum sökum haturs eða kastar einhverju í hann með illt í huga* og hann deyr,+ 21 eða hann slær hann sökum haturs og hann deyr skal sá sem sló hann tekinn af lífi. Hann er morðingi. Sá sem á blóðs að hefna á að bana morðingjanum þegar hann mætir honum.
22 En ef maður hrindir öðrum óvart og ekki sökum haturs eða kastar einhverju í hann án þess að hafa illt í huga*+ 23 eða sér ekki manninn og veldur því að steinn fellur á hann og hann deyr en hann var ekki óvinur hans né vildi honum illt, 24 þá á söfnuðurinn að dæma milli banamannsins og hefnandans í samræmi við þessi fyrirmæli.+ 25 Söfnuðurinn á að forða banamanninum undan hefnandanum og fara með hann aftur til griðaborgarinnar þangað sem hann flúði. Þar á hann að dvelja þangað til æðstipresturinn, sem var smurður heilagri olíu,+ deyr.
26 En ef banamaðurinn fer út fyrir mörk griðaborgarinnar sem hann flúði til 27 og sá sem á blóðs að hefna finnur hann fyrir utan mörk griðaborgar hans og banar honum er hann ekki blóðsekur. 28 Banamaðurinn verður að dvelja í griðaborginni þar til æðstipresturinn deyr. En eftir að æðstipresturinn deyr má hann snúa aftur til eignarlands síns.+ 29 Þetta skal vera ákvæði í lögum ykkar kynslóð eftir kynslóð hvar sem þið búið.
30 Sá sem drepur mann skal tekinn af lífi sem morðingi+ eftir framburði* vitna,+ en framburður eins vitnis nægir ekki til að taka mann af lífi. 31 Þið megið ekki taka lausnargjald fyrir líf morðingja sem er dauðasekur því að hann skal líflátinn.+ 32 Og þið megið ekki taka lausnargjald fyrir mann sem hefur flúið til griðaborgar svo að hann geti snúið heim til jarðar sinnar áður en æðstipresturinn deyr.
33 Þið megið ekki vanhelga landið þar sem þið búið. Blóð vanhelgar landið+ og það er ekki hægt að friðþægja fyrir blóð sem er úthellt í landinu nema með blóði þess sem úthellti því.+ 34 Þið megið ekki óhreinka landið þar sem þið búið, þar sem ég bý, því að ég, Jehóva, bý mitt á meðal Ísraelsmanna.‘“+
36 Ættarhöfðingjar afkomenda Gíleaðs, sem voru af ættum sona Jósefs, gengu nú fram, en Gíleað var sonur Makírs+ Manassesonar. Þeir gengu fyrir Móse og höfðingja Ísraelsmanna 2 og sögðu: „Jehóva sagði þér, herra, að skipta landinu með hlutkesti+ í erfðalönd milli Ísraelsmanna, og Jehóva fól þér, herra, að gefa dætrum Selofhaðs bróður okkar erfðaland hans.+ 3 Ef þær giftast mönnum af annarri ættkvísl Ísraels verður erfðaland kvennanna tekið frá erfðalandi feðra okkar og bætt við erfðaland þeirrar ættkvíslar sem þær tilheyra þá. Þannig yrði það tekið frá erfðalandinu sem við fáum með hlutkesti. 4 Á fagnaðarári+ Ísraelsmanna bætist erfðaland kvennanna við erfðaland þeirrar ættkvíslar sem þær tilheyra þá þannig að erfðaland þeirra verður tekið frá erfðalandi ættkvíslar feðra okkar.“
5 Móse flutti þá Ísraelsmönnum þessi fyrirmæli að skipun Jehóva: „Ættkvísl sona Jósefs hefur rétt fyrir sér. 6 Þetta eru fyrirmæli Jehóva um dætur Selofhaðs: ‚Þær mega giftast hverjum sem þær vilja en þó aðeins að hann sé af ætt innan ættkvíslar föður þeirra. 7 Ekkert erfðaland Ísraelsmanna má ganga frá einni ættkvísl til annarrar því að Ísraelsmenn eiga að halda erfðalandi ættkvíslar forfeðra sinna. 8 Dóttir sem erfir eignarland meðal ættkvísla Ísraels á að giftast manni af ættkvísl föður síns+ svo að Ísraelsmenn haldi erfðalandi forfeðra sinna. 9 Ekkert erfðaland á að ganga frá einni ættkvísl til annarrar því að ættkvíslir Ísraels eiga að halda erfðalandi sínu.‘“
10 Dætur Selofhaðs gerðu eins og Jehóva gaf Móse fyrirmæli um.+ 11 Þær Mahla, Tirsa, Hogla, Milka og Nóa, dætur Selofhaðs,+ giftust sonum föðurbræðra sinna. 12 Þær giftust mönnum af ætt Manasse Jósefssonar til að erfðaland þeirra héldist í ættkvísl föðurættar þeirra.
13 Þetta eru þau boðorð og lög sem Jehóva gaf Ísraelsmönnum fyrir milligöngu Móse á eyðisléttum Móabs við Jórdan gegnt Jeríkó.+
Orðrétt „eftir herjum þeirra“.
Orðrétt „ókunnugur“, það er, sem ekki er Levíti.
Eða „við sinn fána“.
Orðrétt „eftir herjum sínum“.
Eða „að gæta; að veita þjónustu við“.
Eða „merki“.
Orðrétt „eftir herjum sínum“.
Orðrétt „eftir herjum sínum“.
Orðrétt „eftir herjum sínum“.
Orðrétt „eftir herjum sínum“.
Orðrétt „kynslóðir“.
Orðrétt „fengið hendur sínar fylltar“.
Orðrétt „ókunnugur“, það er, ekki af ætt Arons.
Orðrétt „allra frumburða sona Ísraels sem opna móðurlíf“.
Orðrétt „ókunnugur“, það er, sem ekki er Levíti.
Sikill jafngilti 11,4 g. Sjá viðauka B14.
Eða „eftir heilögum sikli“.
Gera jafngilti 0,57 g. Sjá viðauka B14.
Eða „töngum“.
Eða „fituöskuna“, það er, ösku blandaða fitu fórnardýranna.
Orðrétt „byrði“.
Eða „vegna sálar“. Sjá orðaskýringar.
Eða „bý í tjaldi“.
Orðrétt „Þau eiga“.
Tíundi hluti úr efu jafngilti 2,2 l. Sjá viðauka B14.
Eða „eftir að þú komst undir vald eiginmanns þíns“.
Greinilega er átt við getnaðarfærin.
Ef til vill er átt við að konan verði ófrjó.
Greinilega er átt við getnaðarfærin.
Ef til vill er átt við að konan verði ófrjó.
Eða „Verði svo, verði svo“.
Greinilega er átt við getnaðarfærin.
Ef til vill er átt við að konan verði ófrjó.
Á hebr. nasír′ sem merkir ‚valinn úr; vígður; aðgreindur‘.
Eða „sál“. Sjá orðaskýringar.
Eða „óhreinkar nasíreatáknið á höfði sér“.
Eða „við sálina“. Sjá orðaskýringar.
Eða „uxa“.
Sikill jafngilti 11,4 g. Sjá viðauka B14.
Eða „eftir heilögum sikli“.
Eða „lítil gullskál“.
Orðrétt „hann“.
Orðrétt „veifa Levítunum frammi fyrir“, það er, láta þá hreyfa sig fram og aftur.
Orðrétt „veifa þeim fyrir“, það er, láta þá hreyfa sig fram og aftur.
Orðrétt „veifa þeim“, það er, láta þá hreyfa sig fram og aftur.
Eða „allra frumburða sona Ísraels sem opna móðurlíf“.
Orðrétt „veifaði þeim frammi fyrir“, það er, lét þá hreyfa sig fram og aftur.
Orðrétt „milli kvöldanna tveggja“.
Orðrétt „milli kvöldanna tveggja“.
Orðrétt „milli kvöldanna tveggja“.
Eða „taka hann af lífi“.
Orðrétt „eftir herjum sínum“.
Orðrétt „eftir herjum sínum“.
Orðrétt „eftir herjum sínum“.
Orðrétt „eftir herjum sínum“.
Orðrétt „synir Ísraels fóru eftir herjum sínum“.
Það er, Jetrós.
Eða „augu“.
Sem þýðir ‚bruni‘, það er, eldsvoði.
Orðrétt „Hinn blandaði hópur“.
Eða „barnfóstra“.
Eða „að spá“.
Alin jafngilti 44,5 cm. Sjá viðauka B14.
Kómer jafngilti 220 l. Sjá viðauka B14.
Hugsanlega gert til að þurrka kjötið.
Sem þýðir ‚grafreitur græðginnar‘.
Eða „var mjög auðmjúkur (hógvær), framar öllum öðrum mönnum“.
Orðrétt „Hann reynist trúr í öllu húsi mínu“.
Orðrétt „munni til munns“.
Eða „Jehósúa“ sem merkir ‚Jehóva er hjálpræði‘.
Orðrétt „feitt“.
Orðrétt „magurt“.
Eða „staðinn þar sem farið er inn í Hamat“.
Eskol merkir ‚vínberjaklasi‘.
Á hebr. nefilím′. Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „því að það er brauð fyrir okkur“.
Orðrétt „sem einn mann“.
Eða „ástúðlega umhyggju“.
Orðrétt „þessi tíu skipti“.
Eða „á sléttunni“.
Orðrétt „lyfti hendi minni upp á“.
Orðrétt „vændi“.
Eða „að eiga mig að óvini“.
Orðrétt „sefandi“.
Tíundi hluti úr efu jafngilti 2,2 l. Sjá viðauka B14.
Hín jafngilti 3,67 l. Sjá viðauka B14.
Orðrétt „sefandi“.
Orðrétt „sefandi“.
Orðrétt „sefandi“.
Orðrétt „sefandi“.
Eða „fæðu“.
Orðrétt „sefandi“.
Orðrétt „huðnu“.
Eða „taka hann af lífi“.
Eða „að drottna“.
Orðrétt „að erfð“.
Hugsanlega er ýjað að því að Móse hafi viljað að þeir fylgdu honum í blindni.
Orðrétt „Guð andans í öllu holdi“.
Orðrétt „opnar munn sinn“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „opnaði munn sinn“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „ókunnugur“.
Orðrétt „ókunnugur“, það er, ekki af ætt Arons.
Orðrétt „ókunnugir“, það er, ekki af ætt Arons.
Það er, allt sem er varanlega helgað Guði og því óafturkræft.
Sikill jafngilti 11,4 g. Sjá viðauka B14.
Eða „eftir heilögum sikli“.
Gera jafngilti 0,57 g. Sjá viðauka B14.
Orðrétt „sefandi“.
Það er, varanlegur og óbreytanlegur sáttmáli.
Eða „lík mannssálar“. Sjá orðaskýringar, „sál“.
Orðrétt „því“.
Meríba þýðir ‚rifrildi; kvörtun‘.
Orðrétt „dögum“.
Orðrétt „sterkri hendi“.
Ljóðræn lýsing á dauðanum.
Eða „helga borgir þeirra eyðingu“. Sjá orðaskýringar.
Eða „helguðu þá og borgir þeirra eyðingu“.
Sem þýðir ‚að helga eyðingu‘.
Eða „höfum andstyggð á“.
Eða „eldslöngur“.
Eða „eldslöngu“.
Orðrétt „dalsmynnið“.
Eða hugsanl. „eyðimörkina; óbyggðirnar“.
Eða „þorpunum í kring“.
Eða „þorpin umhverfis hana“.
Greinilega Efrat.
Orðrétt „auga“.
Eða „landsins“.
Orðrétt „auga“.
Eða „landsins“.
Orðrétt „opnaði Jehóva munn ösnunnar“.
Eða „sál mína“.
Eða „sem iðrast“.
Eða hugsanl. „eyðimörkina; óbyggðirnar“.
Orðrétt „var gott í augum Jehóva“.
Eða „afkomendum“.
Eða „á síðustu dögum“.
Eða „gagnaugu“.
Það er, ætt Keníta.
Eða „tengdust þannig“.
Orðrétt „á móti sólinni“.
Eða „tengdust“.
Eða „lensu“.
Orðrétt „opnaði jörðin munn sinn“.
Eða „í réttu hlutfalli við fjölda skráðra nafna“.
Ljóðræn lýsing á dauðanum.
Orðrétt „Guð andans í öllu holdi“.
Orðrétt „er maður sem andi er í“.
Eða „reisn þinni; virðuleika þínum“.
Orðrétt „sefandi“.
Orðrétt „milli kvöldanna tveggja“.
Tíundi hluti úr efu jafngilti 2,2 l. Sjá viðauka B14.
Hín jafngilti 3,67 l. Sjá viðauka B14.
Orðrétt „sefandi“.
Orðrétt „milli kvöldanna tveggja“.
Orðrétt „sefandi“.
Orðrétt „Í byrjun mánaða ykkar“.
Orðrétt „sefandi“.
Orðrétt „brauði“.
Orðrétt „sefandi“.
Orðrétt „sefandi“.
Orðrétt „sefandi“.
Orðrétt „sefandi“.
Hér virðist átt við ýmiss konar sjálfsafneitun, þar á meðal föstu.
Orðrétt „sefandi“.
Orðrétt „sefandi“.
Orðrétt „sefandi“.
Eða „meinlæti“.
Ljóðræn lýsing á dauðanum.
Eða „menn búnir til herfarar“.
Eða „víggirtar búðir“.
Eða „sál“.
Sjá orðaskýringar.
Sikill jafngilti 11,4 g. Sjá viðauka B14.
Eða „til að það minnti Ísraelsmenn á það sem Jehóva gerði fyrir þá“.
Eða „endurreistu“.
Sem þýðir ‚tjaldþorp Jaírs‘.
Eða „þorpin í kring“.
Orðrétt „eftir herjum sínum“.
Orðrétt „með upplyftri hendi“.
Eða „og steyptum líkneskjum“.
Það er, Dauðahafs.
Eða „Akrabbímskarð“.
Eða „Egyptalandsflóðdal“. Sjá orðaskýringar, „flóðdalur“.
Það er, Hafsins mikla, Miðjarðarhafs.
Það er, Miðjarðarhaf.
Eða „þangað sem farið er inn í Hamat“.
Það er, Genesaretvatn (Galíleuvatn).
Alin jafngilti 44,5 cm. Sjá viðauka B14.
Eða „sál“.
Eða „sál“.
Orðrétt „úr launsátri“.
Orðrétt „að liggja í launsátri“.
Orðrétt „munni“.